Lögberg - 10.06.1954, Blaðsíða 8

Lögberg - 10.06.1954, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. JÚNl 1954 Úr borg og bygð Jacob Greenberg, einn af elztu búendum Gimli-bæjar, sem mörgum íslendingum er að góðu kunnur, lézt þar í bæ 25. maí, 78 ára að aldri. Hann lætur eftir sig tvo sonu, Louis og Harry, og þrjár dætur, Ada, Ethel og Eva. ☆ 1 vetur hefir Art Reykdal beitt sér fyrir glímunámskeiði fyrir drengi á aldrinum 12—13 ára; fékk hann Jón Jóhannsson, sem fluttist hingað frá Islandi síðastliðið haust, til að kenna drengjunum þessa gömlu ís- lenzku íþrótt. Átta drengir sóttu námskeiðið. — Lokamótið var haldið í neðri sal Sambands- kirkjunnar eftir hádegi síðast- liðinn sunnudag og reyndist Ragnar Winston Hand hlut- skarpastur; er hann dóttursonur Mr. og Mrs. Haraldur Davíðsson. Guðmundur A. Stefánsson, fyrrverandi glímukappi íslands, afhenti sigurvegaranum skraut- ritað skjal. Þeir Art og Jón eiga þakkir skilið fyrir þetta framtak sitt. ☆ Hinn 7. þ. m., lagði af stað í heimsókn til Islands, Mrs. Th. Vigfússon frá Des Moines, Washington; kona þessi, sem heitir Guðrún Björg og er Gutt- ormsdóttir, er ættuð frá Eyja- seli í Jökulsárhlíð og eru nú liðin 54 ár síðan hún kvaddi ættjörð sína og hélt í vesturveg. ☆ Norman Valdimar Vigfússon, Edmonton, Alta. og Doris Rita Schinbein vóru gefin saman í hjónaband þar í borg 7. maí. — Brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. Eric Vigfússon, Selkirk. — Heimili ungu hjónanna verður í Edmonton. ☆ Jón V. Eylands frá Grand Forks kom til borgarinnar um helgina ásamt konu sinni og dóttur í heimsókn til foreldra sinna Dr. og Mrs. V. J. Eylands. Stundar Jón nám við North Dakota háskóla í Science og hefir þar ýmiskonar störf með höndum jafnframt náminu, en hefir samt jafnan lokið prófi með ágætiseinkunn. ☆ Á lokasamkomu Daniel Mc- Intyre miðskólans, sem haldin verður í United Church á föstu- daginn 11. júní verða Kathleen Ólafson afhent verðlaun fyrir frumsamda smásögu. "A Realislic Approach to the Hereafter" by Winnipeg author Edith Hansson Bjornsson's Book Store 702 Sargent Ave. Winnipeg Mr. Melvin Sigurdson Plaster- ing Contractor lagði af stað á sunnudaginn var austur til Montreal og New York. - ☆ Síðastliðinn mánudagsmorgun lögðu af stað héðan áleiðis til íslands fimm Islendingar: Páll S. Pálsson skáld og frú Ólína Pálsson, frú Guðrún Brands- son, Mrs. Kristín Pálsson og B. W .Benson frá Hecla; ferðafólk þetta mun dvelja um þriggja mánaða skeið á Islandi. tr Tryggvine Emily, einkadóttir Mrs. K. Olson, Riverton, og James G. Ladosky, sonur Mr. J. Ladosky,' Riverton, voru gefin saman í lútersku kirkjunni þar 29. maí s.l. Séra Robert Jack gifti. ☆ Mr. Grettir . Eggertson rafur- magnsverkfræðingur lagði af stað flugleiðis til New York síðastliðinn sunnudag, en þaðan flýgur hann til Reykjavíkur og situr þar fyrir hönd vestur- íslenzkra hluthafa ársfund Eim- skipafélágs Islands, sem haldinn verður á laugardaginn kemur hinn 12. þ. m. Mr. Eggertson hefir oft farið til Islands, en að þessu sinni mun hann ekki eiga þar nema sex daga dvöl, en alls bjóst hann ekki við að vera leng- ur í för þessari en sem svaraði tólf dögum. ☆ Sumarvertíð hófst á Winni- pegvatni á mánudaginn var, en engar fréttir úr verstöðvum eru við hendi. ☆ Á mánudaginn í fyrri viku lézt á heimili sínu að Lundar, Man., Gísli Ólafsson 89 ára að aldri; hann kom af íslandi árið 1888 og settist að tveimur árum síðar í Lundarbygð; hann var einn af stofnendum fyrsta rjómabúsins þar í bygð og átti árum saman sæti í skólaráði; hann lætur eftir sig tvo sonu, O. G. og Boas G., ásamt þremur dætrum, Mrs. O Hallsson, Mrs. Charles Stewart og Mrs. A. McKenzie; barnabörnin eru 15 og 30 barnabarnabörn. Útförin var gerð frá kirkju lúterska safnaðarins á Lundar á fimtudaginn. Séra Bragi Frið- riksson jarðsöng. ☆ Þjóðræknisdeildin „FRÓN“ þakkar hér með eftirtöldu fólki fyrir bækur og annað gefið til bókasafns deildarinnar: Séra Sigurður Christopherson Mrs. Margrét Johnson Mrs. Una Th. Líndal. Innilegt þakklæti til ykkar allra, sem sýnið deildinni vin- semd og velvild með gjöfum ykkar. Fyrir hönd deildarinnar „Frón“ J. Johnson GEFIÐ TIL SUNRISE LUTHERAN CAMP General Fund Mrs. Guðrún Parker Attauce $ 10.00 Mr. J. S. Gillies, Wpg. 4.00 Mr. R. McComb, Wpg. 2.00 Kvenfélag Bræðrasafnaðar, Riverton 25.00 Kvenfélagið Baldursbrá Baldur 25.00 Kvenfélag Frelsissafnaðar Brú 25.00 Kvenf. Fríkirkjusafnaðar Grund 17.00 Kvenfélagið Sigurvon Husawick 10.00 Kvenfélagið Björk Lundar 30.00 Kvenfélagið Freyja Geysir 100.00 Jr. Ladies Aid Selkirk 25.00 17. júní (Tíu ára afmaeli hins íslenzka lýðveldis) Samkoma Þjóðræknisdeildamnar „Frón“ SAMBANDSKIRKJUNNI, SARGENT & BANNING Fimmtudagskveldið, 17. júní 1954 SKEMMTISKRÁ: ÁVARP FORSETA ........................Jón Jónsson OH, CANADA — Ó, GUÐ VORS LANDS Allir KVEÐJA (Hljómplata) ...................Thor Thors KVÆÐI, frumsamið Sig. Júl. Jóhannesson (lesið af Ragnari Stefánssyni) RÆÐA, Minni Jóns Sigurðssonar Björn Sigurbjörnsson EINSÖNGUR ..........................Elma Gíslason Undirleik annast: THORA ÁSGBIRSSON DU BOIS 1. Nú gyllir ylrík sólin sæ .Sigurður ÞórSarson 2. í>iö þekkiS fold .................Grétry 3. öxar við ána ...............Helgi Helgason KVÆÐI, frumsamið Einar Páll Jónsson RÆÐA, Lýðveldisdagsminning Séra Bragi Friðriksson PÍANÓLEIKUR Thora Ásgeirsson du Bois HOLBERG SlflTE !................Edward Grieg Prelude — AIR — Rigaudon GOD SAVE THE QUEEN — ELDGAMLA ISAFOLD ViS hljéSfæriS: GUNNAR ERLENDSSON Byrjar kl. 8.30 e. h. Inngangur 75c Kftir samkomuna selur Kvenfélag Samband.ssafnaðar fínustu íslenzkar veitingar I neðri sal kirkjumiar fyrir aðeins 25e To Childrens Trust Fund Mrs. Pennycook, Glenboro $15.00 Mrs. María Sivertsen, Winnipeg ................10.00 Mrs. Margrét Josephson, Glenboro 5.00 Með innilegu þakklæti, Anna Magnússon Box 296 Selkirk, Man. ☆ Ungmenni fermd í Selkirk- söfnuði á Hvítasunnudag: Verna Annie Dehn, Eleanor Dianne Stephanson, Lily Christine Evans, John Árni Gíslason, Austin Albert Thorsteinn Thordarson, Leonard Rudolph Fiebekorn. ☆ Þessi ungmenni voru fermd í Fyrstu lútersku kirkju á sunnu- daginn var: Crow, Margaret Christine, 725 Maryland St. McColl, Diane Joy, 939 Ingersoll St. Johnson, Marilyn Gail, 217 Hertford Blvd. Johnson, Margaret Janice, 757 Toronto St. Johnson, Phyllis Thordís, 752 McDermot Avenue. Woodcock, Elinor Frances, 9 St. Louis Rd. Arnason, Fredrick Bruce, 292 Montrose St. Bardal, Gerard Arinbjorn, 943 Lipton St. Bardal, Neil Ófeigur, 122 Hearne Ave. Bjornson, Gerald Rurick, R. R. No. 1. Eggertson, John Sigurdur, 486 Borebank St. Garbutt, Barry George, 382 Simcoe St. Hallson, Lorne Jóhann Hallur 1042 Valour Rd. Lindal, Donald Keith, 684 Ingersoll St. Rummery, Gary Wayne, 520 Dominion St. Sveinson, Robert Sveinn, 960 Strathcona St. ☆ Dr. Thorbergur Thorvaldsson frá Saskatoon, er nýfarinn héð- an áleiðis til Newfoundland vísindalegum erindum. ☆ Mr. Sigurður Sigurðsson bóndi úr Lundarbygð, leit inn á skrifstofu Lögbergs á þriðju dagsmorguninn; kvað hann þunglega horfast á um margt norður þar vegna áflæðis úr Manitobavatni, er orsakað hefði þegar alvarleg spjöll svo sem á Oak Point og víðar. Nýjar deildir opnaðar í Þjóð- minjasafninu f dag verður opnuð ný deild í Þjóðminjasafninu. þar sem geymdir eru munir, sem tengdir eru atvinnusögu ís- lendinga til lands og sjávar. Skoðuðu blaðamenn þessa deild með Kristjáni Eld- járn, þjóðminjaverði í gaer. Auk þess verða í dag í fyrsta sinn opnaðar þrjár minni slofur með sérdeildum 1 sjóminjasafninu er hægt að sjá marga muni, sem ungir Is- lendingar þekkja margir alls ekki, en voru þó þýðingarmikill þáttur í lífi fólks fyrr á árum. Þar stendur á miðju gólfi Engeyjarskip. Þarna er líka hægt að sjá færarekk norðan úr Skagafirði og Drangeyjarfleka, sem notaðir voru til fuglaveiða. I sjóminjasafninu eru flestir munirnir frá 19. öld. Þar er þó einstaka hlutur eldri, til dæmis vaðsteinar frá fyrstu byggð í Reykjavík, sem fundust er grafið var fyrir hús- grunni við Tjarnargötu fyrir nokkrum árum. 1 landbúnaðarsafninu er líka margt muna, sem heyra fortíð- inni til þó fæstir þeirra séu mjög gamlir. Þar má sjá forláta söðla úr eigu hefðarkvenna fyrr á öldum, amboð og hluti sem notaðir voru á heimilum, áður en sú heimilistækni kom til sög- unnar, er nú setur svip sinn á eldhúsin. 1 hinum þremur minni stofum er safn Jóns Sigurðssonar. Eru þar samankomnir ýmsir munir úr eigu þjóðhetjunnar. Var safn þetta áður fyrr til húsa í A1 þingishúsinu. 1 einu herberginu er hið svo- nefnda Fiskesafn. Er þar margt muna, er hann gaf hingað til lands. Margir þeirra eru mjög merkilegir, svo sem ítölsk mál verk frá endurreisnartímabilinu, forngripir frá Egyptalandi og loks guðalíkneski frá Suðurhafs- eyjum, er íslenzki ræðismaður- inn í Vínarborg gaf safninu. —TÍMINN, 9. maí vr Samkvæmt símskeyti til Mr J. Th. Beck forstjóra, kom bróð- ir hans, Dr. Richard Beck ásamt frú sinni á tilsettum tíma til Reykjavíkur á miðvikudaginn í fyrri viku. ☆ Bessi Peterson, Gimli, fór ný- lega í heimsókn til barna sinna í British Columbia. ☆ Arni G. Eggertson, Q.C., lagði af stað á laugardaginn var aust- ur til Montreal og New York, og ætlaði sér einnig að heim- sækja höfuðborg Bandaríkjanna. Mr. Eggertson mun væntan- legur heim um næstu helgi. Ótvíræðar sannanir fengnar um sekt njósnaranna Osló, 6. maí 1 dag var þriðji dagur réttar haldanna á Kirkjunesi í N,- Noregi yfir þeim 5 mönnum, sem ákærðir eru fyrir njósnir í þágu Rússa. Vitna- leiðslur, sem eru mjög um- fangsmiklar, leiða æ betur í ljós sekt hinna ákærðu, enda játa flestir þeirra verknað sinn, þótt þeir í játningum sínum dragi fjöð- ur yfir margt, sem vitna- leiðslur eru smátt og smátt að draga fram í dagsljósið. Réttarhöld þessi eru að mestu opin almenningi. Réttarsalurinn var í dag þéttskipaður áheyr- endum, enda átti mjög mikil- vægt vitni að mæta fyrir rétt- inum. Er það rússneskur ríkis- borgari, Gregory Pavlov nafni. Maður þessi er túlkur að at- vmnu, og var sem slíkur við- staddur, er tveir hinna ákærðu, Eide og Eliseussen, komu til Rússlands til að gefa skýrslu. Virðast þeir hafa verið aðal- mennirnir, er njósnuðu fyrir Rússa þar nyrðra. Pavlov þekkti 'ivorugan þeirra undir sínu rétta nafni, en hins vegar þekkti lann strax aftur Eide, sem Ólaf, en Elieussen sem „Cornelíus". Hann kvað Rússa hafa talið „Ólaf mjög góðan njósnara". í réttarhöldunum hafa mörg vitni borið, að rússnesku út- sendararnir hafi hvað eftir ann- að farið þess á leit að þeir njósn- uðu um landvarnir o. fl. og boðið ieim ríflega borgun fyrir, en jeir hafi neitað. —TÍMINN, 7. maí Heilbrigðisþættir Framhald af bls. 5 lífvana úr sjó eða vatni. Ef við- staddir kunna lífgunaraðferð og beita henni strax, er lífsvonin talsverð, en hún dvínar óðfluga, ef bíða verður aðgerðarlaust komu læknis eða hjálpargagna. En hvert sem slysið er, þá er alltaf mikilsvert, að menn kunni nokkuð fyrir sér. Beinbrotni maður í skíðaferð, á hann mikið undir skynsamlegri aðstoð sam- ferðafólksins. Farist því óhönd- uglega, geta brotendarnir stung- ist í holdið og jafnvel gegnum skinnið, en opið beinbrot er margfalt hættulegra en lokað. Skátar læra hjálp í viðlögum, en svo er nefnd fyrsta slysa- hjálp. Á námskeiðum læra þeir, hvernig þeir eigi að bregðast við, þegar slys ber að höndum, hvað þeir megi gera og ekki síð- ur, hvað þeim beri að forðast. Arangurinn er sá, að skátar læra af öðrum um rétt handtök, þar sem þeirra nýtur við á slysastað. Þau mál, sem hér hefur verið tæpt á, komu til umræðu á ein- um fundi bæjarstjórnar Reykja- víkur í vetur. Var þar samþykkt einróma svohljóðandi tillaga: „Bæjarstjórnin vill beita sér fyrir því, að í gagnfræðaskólum bæjarins fari fram kennsla í heimahjúkrun og hjálp í viðlög- um, og verði hún liður í heilsu- fræðináminu. Skal stúlkum á síðasta skólaskylduári veitt til- sögn í hagnýtum atriðum heima hjúkrunar, en piltar á sama ári njóta fræðslu um frumatriði slysahjálpar. Ætla má til þessar- ar kennslu allt í einni stund vikulega vetrarlangt. Felur bæjarstjórnin borgarlækni og fræðsluráði að vinna að því við fræðslumálastjórnina, að þessi kennsla geti hafist þegar á næsta skólaári“. Heilsufræði er þegar kennd í gagnfræðaskólum. Með því að fella tilsögn um hjúkrun og slysahjálp inn í það fag, ætti ekki að þurfa að lengja náms- tíma barnanna að neinu marki, enda væri það óæskilegt. Bók- legur hluti heilsufræðinnar yrði þá minnkaður, en verklegur hluti hennar aukinn. Er spá mín sú, að þetta nýja námsefni verði vinsælt meðal unglinga, og að það muni auk þess verka örf- andi á félagslegan þroska þeirra. Alfreð Gíslason —Alþbl., 14. maí MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúlerska kirkjan í Selkirk Sunnud. 13. júní: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli á hádegi íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson ☆ Lulheran Services in New Iceland Sunday June 13th 9 a. m. D. S. T. Betel 11 a. m. D. S. T. Gimli • 2 p.m. D. S. T. Árnes 2:30 p.m. L. S. T. Hnausa 2:00p.m. C. S. T. Hecla 7:00 p.m. C. S. T. Gimli 8:00 p.m. C. S. T. Riverton. R. Jack and H. S. Sigmar Pasíors: IMMEDIATE DELIVERY WRITE — WIRE — PHONE WE WILL SHIP C.O.D. LOWER JUNE PRICES ON TURKEYS Lifði af 30 metra fall HAMBLEY TURKEY POULTS Special value in big Bronze Canadian Approved, and Imported, Texas and California stock. Many customers re- port higher grades, excellent results with Hambley’s Big Bronze Turkeys. 100 50 25 10 75.00 38.50 19.75 8.50 70.00 36.00 18.50 8.00 70.00 36.00 18.50 8.00 B.B. Bronze Wh. Holland Beltsville Ducklings 39.75 20.75 10.75 4.40 Note Hambley’s low prices — Goslings plenty for immediate delivery. Toul Goslins 150. 77.50 39.50 16.00 Fyrir nokkru gerði kona nokkur í Stokkhólmi tilraun til sjálfsmorðs, með því að kasta sér út af Vesturbrúnni, þar sem lún er 30 metra há. Þótt merki- legt megi virðast, lifði konan fallið af, og synti meira að segja sjálf til lands upp að Langhólmi, en þar kom hún upp að klettum og var dregin á þurrt land af fólki, sem hafði séð til hennar. Ekki var hægt að sjá, að kon- unni hefði orðið neitt meint af stökkinu, en lögreglan flutti hana á sjúkrahús samt sem áður. Þetta er í fyrsta sinni, sem vitað er til að lifað hafi verið af að ] stökk út af Vesturbrúnni á þessum stað. Day old, also some nicely started chicks, available. We specialize in R.Ó.P. Bred and R.O.P. Sired. Highest Government Grades produced in Commercial Hatcheríes. R.O.P. Sired (Canadian) R.O.P. Sired 10» 50 25 100 50 25 20.00 10.50 5.50 Sussex 21.50 11.25 5.75 33.00 17.00 8.75 S. Pull. 36.00 18.50 9.50 18.50 9.75 5.00 W. Leg’n 20.00 10.50 5.50 36.00 18.50 9.50 WL Pull. 39.00 20.00 10.25 20.00 10.50 5.50 B. Rocks 21.50 11.25 5.90 33.00 17.00 8.75 BR Pull. 36.00 18.50 9.50 20.00 10.50 5.50 N. H’mp. 21.50 11.25 5.90 33.00 17.00 8.75 NH Pull. 36.00 18.50 9.50 Approved R.O.P. Slred 19.00 10.00 5.25 Sussex 20.00 10.50 5.50 31.00 16.00 8.25 S. Pull. 33.00 17.00 8.75 19.00 10.00 5.25 W. Rocks 20.00 10.50 5.50 31.00 16.00 8.00 WRPulI. 33.00 17.00 8.75 20.00 10.50 5.50 Black Australorps Ask re 33.00 17.00 8.75 B. Austra Pullets Other 19.00 10.00 5.25 Hvy. Cross Breds Breeds 31.00 16.00 8.25 Heavy Cross B. Pullets 20.00 10.50 5.50 Columbia Ply. Rocks 33.00 17.00 8.75 Col. Ply. R. PuUets HAMBLEY’S COCKEREL CHICKS Fried Chicken dinners. mighty nice for specials, or the 20-man thresher gangs. Warm weather, Droody hens, ralse your own with Hambley’s White Leg- horn R.O.P. Bred Cockerels. 100 — $6.00 50 — $3.50 25 — $2.00 Heavy Breed Cockerels (state first and second choice): 100 — $20.00 50 — $10.50 25 — $5.50 STARTED CHICKS Most Breeds in Brooders One, Two, Three Weeks Old at 3c per Chick per Week Above Day-Old Prices — State Second Choice Where Posslble. Guarantee 100% Live Arr. Pullets 96% Acc. Elec. Brooders, Feeders, Drinkers, Supplíes. New Free Catalogue now ready. J. J. HAMBLEY HATCHERIES Lld. Winnipeg, Brandon, Regina, Saskatoon, Edmonton, Portage, Dauphin, Swan Lake KIRKJUÞING Hið sjötugasta ársþing Hins Evangeliska lúterska kirkju- félags íslendinga í Vesturheimi verður sett með opinberri guðs- þjónustu og altarisgöngu kl. 7 að kvöldi sunnudagsins 27. júní, 1954 (D. S. T.) í kirkju Fyrsta lúterska safnaðar, Victor og Sargent, Winnipeg, Manitoba. Áætlun um dagskrá gerir ráð fyrir að þingið standi yfir frá 27.—30. júní. Söfnuðir hafa rétt til að senda einn fulltrúa á þing fyrir hverja hundrað fermda meðlimi, eða brot af hundraði, en þó þannig að enginn söfnuður hafi fleiri en fjóra fulltrúa á þingi. Allir söfnuðir kirkjufélagsins eru áminntir um að neyta réttar síns og senda fulltrúa á þing. Við þingsetningarguðsþjónustuna prédikar séra Eiríkur S. Brynjólfsson, en séra Bragi Friðriksson þjónar fyrir altari. Embættismenn og fastanefndir áminnast um að allar skýrslur ber að leggja fram á fyrsta þingdegi. Valdimar J. Eylands, D.D., forseti, Hins ev. lút. kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi. Winnipeg, 1. júní 1954.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.