Lögberg - 10.06.1954, Blaðsíða 5

Lögberg - 10.06.1954, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. JÚNl 1954 5 *wvvvvwvvvvvwvwwvvwvvvw* X ÍIK AMÁL IWCNNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON LÝKUR MEISTARAPRÓFI Mrs. Margaret Thorleifson Mrs. Margaret Thorleifson, kennari í íþróttafræði kvenna (Physical Education for Women) í þeirri kennsludeild ríkishá- skólans í Norður-Dakota (Uni- versity of North Dakota), lauk nýlega með prýðilegum árangri, meistaraprófi (M.A.) í þeirri fræðigrein á Michigan State College, East Lansing, Michi- gan. Hafði hún stundað fram- haldsnám sitt í sumarfríum og öðrum frístundum frá kennslu- og húsmóðurstörfum, og er það vel að verki verið, enda er Mrs. Thorleifson prýðisvel gefin og um allt hin mætasta kona, sem er vel metin af nemendum sín- um og samkennurum á há- skólanum. Hún er fædd og alin upp að Garðar, N. Dakota, dóttir þeirra góðkunnu sæmdarhjóna Jóns og Margrétar Hjörtson. Er Margrét látin fyrir 10 árym, en Jón býr hjá dóttur þeirra, Mrs. Thor- leifson, í Grand Forks. Mrs. Thorleifson stundaði undirbúningsnám sitt í Gardar, on síðan æðra nám á ríkishá- þvottinn, er tími til kominn að HEIMILISRÁÐ Hægt er að ná ryðblettum af porcelain með sápuvatni, sem nokkrum dropum af steinolíu hefir verið bætt í. ☆ Til þess að leyna naglagötum 1 viðarvegg, sem á að mála, skal reka eldspýtur í götin, skera þær slétt við vegginn, slétta yfir með sandpappír og mála síðan, og verður þá ómögulegt að finna gömlu naglagötin aftur. ☆ Þegar skrúfnagli hefir ryðgað og erfitt er að losa hann, er reyn- andi að halda heitu „solder“- járni við naglahausinn í nokkr- ar mínútur. ☆ Þegar endurnýja þarf gömul húsgögn er ódýrt og auðvelt að ná „varnish“ af þeim með því að bera á það óblandaða ammonia og nudda það síðan af með stál- ull. ☆ Þegar gufu-straujárnið byrj- ar að spýta óhreinu vatni á Mannsæfin Hve löng er mannleg æfi? Það fer eftir því hvernig á það er litið. Það er komist svo að orði í Sálmum Davíðs: Æfi- dagar vorir eru sjötíu ár, og þeg- ar bezt lætur áttatíu ár. Með þessu er talað um aldurstak- mark æfinnar að því er kemur til árafjölda, en til að skilja gildi æfinnar að fullu, verður að meta hana og mæla eftir orð- um og athöfnum, og þá getur aldur manna orðið all-langur. Þetta sanna orð sálmsins, sem ég gat um. Orð hans hafa nær því ævarandi gildi. Mörg æfin er skammvinn að árum, en getur þó enzt lengi að áhrifum. Orð töluð fyrir þúsundum ára, staðfest af reynslunni, eru sígildur sannleikur. Má komast svo að orði, að sá, sem talaði þau sé vel lifandi. Mannvirki fynnast um heim allan svo gömul, að enginn veit hver þau vann, því nöfnin eru gleymd fyrir löngu. „Arkarsmiðirnir unnu gagn, en aðrir nutu“. Þetta má heimfæra upp á margt. Má sannlega segja, að þeir sem hafa skilið eftir slík verk séu vel lif- andi, þótt langt sé um liðið. Fæstir munu neita því, að at- hafnir og áhrif í lífi þeirra munu iðulega rakin í fortíð; það eru ávextir af hugsunarhætti þeirra, sem jörðin er búin að geyma um langa tíð. Menn halda uppi minningu ágætismanna meðal þjóðanna vegna fyrirmyndanna, sem þeir skildu eftir. Nákvæmlega má segja það sama um hin hvers- dagslegu atriði. Hvað eru upp- eldisáhrif foreldranna annað en arfur, sem tæmist börnunum? Æfiár foreldranna verða ýmist mörg eða fá, en áhrifin verða eftir hjá börnunum. Þau áhrif geta gengið í erfiðir. Geta þó oft dulist. „Mörg látlaus æfin lífsglaum fjær, sér leynir einatt góð og fögur. En Guði er hún alt eins kær, þó engar fari af henni sögur“. Það er hin mesta eyðslusemi að verja arði síunm og kröftum í eigin þarfir og nautnir, án þess skólanum í N. Dakota og út- skrifaðist þaðan með mennta- stiginu “Bachelor of Science in Education” 1939 og hafði íþrótta fræði verið aðalnámsgrein hennar. Árið áður hafði hún gifst Thomasi Thorleifson, kennara (Assistant Professor) í verzlun- arfræðum á ríkisháskólanum, órengskapar og gáfumanni, er naut mikilla vinsælda stúdenta °g samkennara sinna. Hann lézt um aldur fram 1947. Þau hjón attu eina dóttur barna, Leslie, nú 10 ára að aldri, sem er í heimahúsum hjá móður sinni. Eftir að hafa kennt í skólum Grand Forks borgar og öðru hvoru á ríkisháskólanum í N. Eakota, varð Mrs. Thorleifson astur kennari í fræðigrein sinni a ríkisháskólanum 1948, og hefir naerri samfleytt kennt þaf síðan. ^nn kennir sérstaklega nú- 1 ar og samkvæmisdansa og Ploðdansa ýmiskonar, enda hef- lr hún lagt sérstaka stund á þá grein íþróttafræðinnar. Þykir enni farast kennslan prýðilega Ur hendi. Richard Beck hreinsa það. Skal þá láta í það 4 til 6 únzur af vatni og tvær matskeiðar af ediki; hita það síðan þangað til gufan kemur, og láta svo þessa blöndu vera í járninu yfir nótt, og skola svo úr því margoft, þar til öll óhreinindi eru horfin. ☆ Ef olíudúkurinn er farinn að láta á sjá er auðvelt að endur- nýja hann með því að mála hann með gólf-enamél, sem þornar fljótt. Ef að dúkurinn er dopp- aður á eftir með öðrum litum •— til þess er svampur notaður — þá ber ekki eins mikið á blett- um og sporum. ☆ Opinberu bókasöfnin viðhalda kápunum á bókum safnsins með því að bera á þær shellac. Ef til vill er það gott ráð að verja þannig kápur heimilisbóka, sem mikið eru notaðar. ú Ef þú hefir í hyggju að lita föt eða dúka skaltu, áður en þú byrjar, klóra sápustykki þannig að þú hafir sápu undir öllum nöglum. Hún þvæst auðveldlega í burtu á eftir, og varnar því að að leitast til við að láta aðra hafa gott af því. Menn geta haft fé á vöxtum með það eitt fyrir augum að auka eignir sínar. Um það má segja ,að menn grafi pund sitt í jörðu. Ánægjan af þeirri eign er bygð á ímyndun. Samkvæmt þessari hugarstefnu verður mönnum lítið úr efnum sínum. Þeir tíma ekki að afla sér blessunar og ánægju með því að láta aðra njóta þeirra með því að láta aðra njóta þeirra með sér. Menn þessir lifa fátæk- legu lífi ,og þannig deyja þeir, hvort sem æfiár þeirra verða mörg eða fá. Sannast það löngum, að „Ýmsir skifta auði þá út er bor- inn sá dauði“. - Þennan sannleika er Frelsar- inn að kenna í dæmisögunni um pundin í 19. kapítula Lúkasar Guðspjalls. Þar er mönnum boðið að á- vaxta eigur sínar samkvæmt til- gangi Drottins. Tveir af mönn- um þessum reyndust trúir til- gangi hans. j Einn gróf pund sitt, án þess að ávaxta það, og gekk svo snauður frá borði. Hann var fá- tækur um æfina alla, þótt efn- aðúr væri. Hugsunarháttur hans leyfði honum ekki að njóta þess, sem honum var leyft að hafa undir höndum sem lán af al- heims skapara og eiganda. Það er mikill vandi að verja rétt láni því, sem menn veita viðtöku af eiganda himins og jarðar. Ýmsum virðist yfirsjást í þessu. Menn fara með umboð sitt al- veg eins og það sé þeirra eigið. Þó dugar ekki að hreyfa mót- mælum, þegar þeir eru sviftir ráðsmenskunni. Tilgangur alls þessa er að njóta þess með allri greind og gætni, og fyrir hvern mann að stunda sinn „reit“ þannig, að aðrir menn fái notið þess einnig meðan lífið endist ,og jafnvel að það geti orðið til blessunar að loknu lífi. Með þessu mótf má mannsæfin reynast löng og blessunarrík, hvort heldur að árin verða fá eða mörg. „Gæt vel, sem mestu varðar, meðan tíminn tæpi líður“. s. s. c. Tvöfalt meiri uppskera af fóðurkáli en grasi af hektara Geiur orðið svo hávaxið. að kýr, sem beill er á það að hauslinu, nálega hverfi Tilraunir hafa á undanförn- um árum verið gerðar hér á landi með ræktun fóðurkáls, en það er mikið ræktað sums staðar erlendis til fóð- urs fyrir gripi. Tilraunirnar hér á landi hafa gefið góða raun, að því er Gísli Krist- jánsson ritstjóri hefur skýrt blaðinu frá, en hins vegar hefur þeim þó ekki verið mikill gaumur gefinn. Fyrst mun hafa verið reynt að rækta fóðurkál hér um 1920. Síðan var það fyrir 8 árum, að ýmsir byrjuðu þessar tilraunir, en sumir hættu. Nú er þessi ræktun komin á góðan rekspöl hjá sumum. Við ræktun fóðurkáls þarf mikinn áburð, og betra er að rækta það í rakri jörð, a. m. k. þar sem er þurrlent. Fóðurkál er geysi stórvaxið, og segir Gísli, að ekki sé vel sprottið, ef það er ekki metri á hæð, og svo mikil spretta hefir verið , hjá Sigurjóni bónda Kristjánssyni að Brautarhóli í Svarfaðardal, að heita mátti, að kýrnar hyrfu, er þeim var beitt í það að hausti til. Er eðlilegt að svo vaxtar- mikil jurt þurfi ríkulegan áburð. Sigurjón á Brautarhóli beitir kúm sínum í kálið fram í nóv- ember, ef veður spillist ekki til muna fyrir þann tíma. Girðir hann af skákir af garðræktar- spildunni og lætur kýrnar éta kálið alveg upp á hverri skák, áður en hann færir þær. Mun auðveldast að nota það þannig til haustbeitar og sparar það þá auðvitað annað fóður. En af hverjum hektara má fá tvöíalt fleiri fóðureiningar af fóður- káli en af venjulegu túngresi. Heilbrigðisþættir Hjúkrun og slysahjálp Hlutverk sjúkrahúsa er tví- þætt. Þau veita veiku fólki að- hlynningu og læknishjálp, en auk þess eru þau kennslustofn- anir. Þar stunda lækna- og hjúkrunarnemar verklegt nám sitt. Sjúkrahúsin eru einnig skólar almennings að vissu leyti. Með sjúklingum, sem þar hafa dvalizt dreifist út mikið af hag- nýtri þekkingu í hjúkrunar- fræði. Þar kynnist fólk réttum handtökum og öðrum vinnu- brögðum í sjúkrastofu, og það eru ekki hvað sízt konurnar, sem síðar notfæra sér þau kynni á heimilum sínum. Til alls þarf rétt tök. Það er ekki sama, hvernig sjúklingi er hagrætt eða búið er um rúm hans. Þegar um næman sjúk- dóm er að ræða, er mikilsvert að kunna skil á að verja heil- brigða fólkið á heimilinu, og skiptir þar nákvæmt hreinlæti í allri umgengni við sjúklinginn meginmáli. Það er einnig mikil- vægt, að sá, sem sjúkling ann- ast, gefi nánar gætur að sjúk- dómseinkennum hans og öllum Dreytingum, er á honum verða, og láti síðan lækni í té vitneskju sína. Þetta er aðeins dæmi þess, sem menn kynnast og læra inn- an sjúkrahúsveggjanna, en sú Dekking síast síðan út til al- mennings og kemur heimilunum að notum. Hún er að vísu nokk- uð dýrkeypt, og væri æskilegra að geta veitt fólki hana, án þess að þurfa að vista það sem sjúkl- inga í sjúkrahús. Sú hjálp, sem slösuðum manni er fyrst veitt, er alltaf mikils virði, og stundum veltur það á henni, hvort hann lifir eða deyr. Skýrast kemur þetta í ljós, þegar manni er bjargað Framhald á bls. 8 Vélavinna auðveld Auðvelt er að nota vélar við sáningu kálfræsins. Og þótt hentugast virðist að nota það til haustfóðurs, má einnig sýra það og geyma í súrheyshlöðum Sig- urjón á Brautarhóli sáir því jafnan í annars árs nýrækt. —Alþbl., 13. maí Aihyglisveri uppeldissiarf í barnaskólunum tekið upp: Frjóls sparifjórsöfnun barna, Landsbankinn gefur hverju barni sparisjóðsbók með 10 kr. Snorri Sigfússon, námsstjóri, brauiryðjandi þessarar siarf- semi hér á landi Með næsta skólaári er á- kveðið að gera tilraun til athyglisverðrar starfsemi í barnaskólum landsins. Er það frjáls sparifjársöfnun barnanna. Snorri Sigfússon, námsstjóri, mun annast um- kjón þessa starfs í umboði Landsbanka íslands, sem gefa mun hverju því barni í barnaskóla, sem taka vill þátt í þessu, sparisjóðsbók með 10 kr. Björn Tryggva- son, fulltrúi bankans, Snorri Sigfússon, fræðslumálastjóri og fræðslu-fulltrúi Reykja- víkur ræddu þetta mál við blaðamenn í gær. Það er alkunna, að sparsemi og skynsamleg meðferð fjár- muna er dyggð, sem allmjög er ábótavant hér á landi, ekki sízt meðal barna og unglinga. Mörg börn hafa nú allmikil auraráð, en hafa fengið lítið uppeldi eða tilsögn um hagsýna og sparsam- lega meðferð þeirra aura. Vilja þeir því oft fara í fánýtt stund- argaman, sem oft er fremur til þú fáir dökkar rendur undir neglurnar. Ennfremur er gott að fylgja þessari reglu, þegar vinna þarf í mold við að planta blóm- um eða ávöxtum. ills én góðs fyrir barnið. Hér á landi hefir ekki verið um að ræða skipulagt uppeldisstarf eða fræðslu í skólunum til úrbóta á þessu sviði, en þó verið gerðar einstakar tilraunir í sumum héruðum landsins og hafa yfir- leitt gefizt vel. Erlendis er hins vegar um allmikla sparisjóðs- starfsemi að ræða víða í skólum. Braulin rudd Snorri Sigfússon, sem sjálfur reyndi þetta með góðum árangri í skóla sínum á Akureyri, hefir lengi haft hug á að vinna mál- inu brautargengi hér á landi, hreyft því í riti og flutt um það útvarpsþætti. Ræddi hann málið við Eystein Jónsson, fjármála- ráðherra, og Björn Ólafsson, þá- verandi menntamálaráðherra, sem hóf viðræður við Lands- bankann. Þá ræddi Snorri og málið við fræðslumálastjóra og bankastjóra Búnaðarbankans og Útvegsbankans, og fékk alls staðar hinar beztu undirtektif. En mestan áhuga á framgangi málsins segir hann að Jón Árnason, bankastjóri Lands- bankans, hafi sýnt, og fyrir hans forgöngu lögðu bankastjór- arnir það fyrir bankaráðið. Skyldi bankinn gefa hverju sjö ára barni, sem þátt tekur í þessu, sparisjóðsbók með 10 kr. inn- stæðu. Þetta samþykkti banka- ráðið. Er þetta hin markverðasta samþykkt. Fyrst og fremst uppeldisstarf Snorri lagði á það höfuð áherzlu, að hér væri fyrst og fremst um uppeldislegt atriði að ræða til að efla með þjóðinni dyggð, sem væri henni lífsnauð synleg til velfarnaðar, en ekki gert í því augnamiði að auka sparifé þjóðarinnar. Hér er heldur ekki um neitt valdboð að ræða, heldur frjálst starf. Kenn- arasamtökin og núverandi menntamálaráðherra hafa heit- ið málinu fullum stuðningi. Þótt þjóðbankinn hafi forgÖngu um þetta mál, er stuðningur og fyrirgreiðsla annarra banka og sparisjóða vel þegin, þegar til framkvæmda kemur. —TÍMINN, 11. maí ■ tf^^fPOLIO iim* M>* UIIU THIS space CONTRIBUTED DREWRYS MANITOBA D I V I S I 0 N WESTERN CANADA BREWERIES L I M I T E D TILKYNNING Þeir lögfræðingarnir LAMONT og BURIAK 510 Childs Building hér í borg, hafa ákveðið að setja á fót lögmanns- skrifstofu í Árborg, Man., snemma í júnímánuði næstk. Mr. Arthur Kristján Swainson, L.L.B., sem er meðlimur áminsts lögfræðingafélags, mun veita þessari nýju skrif- stofu forstöðu, eða ef svo ber undir, annar starfsmaður félagsins. Lögfræðinginn verður að hitta vikulega í Arborg á föstudögum og laugardögum og ef þörf gerist aðra daga vikunnar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.