Lögberg - 10.06.1954, Blaðsíða 7

Lögberg - 10.06.1954, Blaðsíða 7
7 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. JÚNl 1954 Búfénaði fjölgar, ræktun eyksfr, en fólkinu fækkar sfröðugfr Fréttabréf úr Húnaþingi Hofi, Vatnsdal, 19. apríl Veðrátta Veturinn, sem nú er að enda, er sá mildasti er menn muna, frot lítil og jörð klakalítil. Stormasamt hefir verið jafn- framt með hinni stöðugu suð- austan og sunnanátt. Hafa geng- ið yfir óvenju oft mjög harðir stormsveipir. Þó hafa eigi orðið teljandi skaðar sökum þess, nema er þak tók af fjárhúsum á Gilsstöðum, í ofviðri í febrúar. Jörð hefir oftast verið auð í lagsveitum, og hagar góðir fram til afrétta og hálendis. Aldrei komið hörð norðanhríð, og snjó- laust í giljum og lautum. Sökum þess að bithagar hafa verið snjólausir að mestu í vet- ur, eru þeir óvenjulega lélegir til hagbeitar, enda var gras lé- legra til beitar frá liðnu sumri, sökum hinnar miklu sprettu er varð. Heyin, taða jafnt sem úthey, hafa reynzt með lakasta móti til gjafa, bæði til holda og afurða. Kýr hafa mjólkað í lak- ara lagi, nema þar sem hey- fóðrið er bætt upp með votheyi og fóðurbæti. Suma dagana í páskavikunni var hiti 8—10 stig, enda var vor- gróðurinn þegar farinn að skjóta upp kollinum. Góðar sáðsléttur höfðu þegar brugðið á sig græna litnum og vetrarblómið með sína ljósrauðu blómhnappa víða milli steina um holt og mel. Það er einn af hinum ljúfu vorboð- um, er við sveitafólkið fögnum, en oft mætir það hörðu, þegar veðráttan snýr við blaðinu. F óðurbirgðir Eftir hið ágætasta sumar og blíða vetur, eru fóðurbirgðir þær mestu, er þekkzt hafa, þó að á flestum bæjum sé lítil sauðfjárbeit eftir áramót. Hross hafa að mestu gengið sjálfala, í góðum holdum. Við nýafstaðna búfjár- og fóðurbirgðaskoðun voru 1600 hestburðir af heyi hjá Lárusi bónda í Grímstungu, sem einnig hefir flest sauðfé og hross í Húnavatnssýslu. Þótt mikið fóður geti eyðst ennþá, verða heyfyrningar al- mennt mjög miklar. Kjarnfóður hefir lítið verið heypt í vetur, nema handa mjólkurkúm. Búfénaði hefir fjölgað síðasta ár Hér í sveit eru 29 búendur, auk þess sem ýmsir vinna að búskapnum eiga margt af sauð- fé. 1 sveitinni eru 24 býlisjarðir þar af eru 2 búendur á 5. Við ásetningsskoðun í nóvem- ber var heyforði um 30 þúsund hestburðir. Fénaður til ásetnings: Naut- gripir 200, sauðfé 6 þúsund og hross á 7 hundrað. Sauðfénu hafði fjölgað um nálega 1/6, en uautgripir og hross svipað og árið áður. Aburðarkaup fara sívaxandi Mikið af heyfóðrinu er fengið af ræktuðu landi. Gömlu túnin hetur ræktuð en fyrr og nálega hll unnin með heyvinnuvélum. Góða raun gefur að nota tilbú- áburð á engjar og sléttar grundir. Margir bændanna keyptu tilbúinn áburð fyrir á 10 þúsund krónur síðastliðið ar- Þetta ár verða áburðarkaup Höfuðskylda allra manna er aS auka þekkingu og miðla öðrum af henni meiri. Með sívaxandi nýrækt túnanna, þarf töðugt meiri kaup á tilbúnum áburði. Heyskapur með orfi og ljá er óðum að hverfa, fyrir hesta og vélslætti, og öðrum vélknúnum tækjum. Allan búrekstur verður nú orðið að miða við það, að bænd- ur séu einyrkjar, sökum þess, að einhleypa fólkið hverfur að mestu þegar haustar, líkt og far- fuglarnir, sumt fer til náms, en fjöldinn til fiskveiða, fiskivinnu eða annarrar vinnu, með öðrum orðum, þangað sem tilboð eru hærri um laun fyrir vinnuna en búrekstur bænda þolir að borga. — Þetta er nú að verða mesta vandamál sveitanna. Bænda- fólkið er að verða ánauðugt við framleiðsluna, því hver dagur, helgur sem virkur, krefst þess að störf hans séu full-leyst af hendi og þar duga engin undanbrögð. Hirðing búfjár, mjaltir á kúm og flutningur á mjólk að mjólkurbílnum eru störf, sem eigi verður skotið á frest. Sveitaknurnar verða flest- ar að vinna einar að matreiðslu, hirðingu heimilisins og þörfum barna. Af þessu leiðir að fólkið verður útslitið fyrir aldur fram, og verður nauðugt sem viljugt, að hætta búskap, og bjargast af með aðra léttari vinnu ef .kost.ur er, þegar aldur færist yfir það. Fábreytt skemmtanalíf Yfir vetrarmánuðina er tæp; lega hægt að halda uppi nauð- synlegum almennum samkom- um og skemmtunum sökum fólksfæðar og annríkis. Þar sem samgöngur eru beztar í sveitum, er þess þó helzt kostur, með að- stoð bíla og jeppa. Þeir fáu ungu menn sem eru í sveitinni geta varla stigið dansspor yfir vetur- inn því „dömurnar“ fóru flestar til Reykjavíkur þegar haustaði. I stað dansleikja og annara skemmtana á vetrum, eru nú orðin þau árstíðaskipti að sam- kvæmislífið er með mestum blóma yfir sumarmánuðina, á meðan bændadætur og kaupa- konur dvelja í sveitinni. Fyrir atbeina Ungmennafé- lagasambands Austur-Húnvatns- sýslu og ötula forgöngu for- manns þess, Guðmundar Jónas- sonar bónda í Ási, hefir undan- farin ár verið komið á' ýmis- konar dagskrárliðum til skemmt unar eina viku síðari hluta vetr- ar með samkomum á Blönduósi. Hefir „vikan“ fengið nafnið „Húnavika". Er þetta mjög vin- sælt og vel sótt, svo sem vænta má. Að þessu sinni var „Húnavik- an“ háð á Blönduósi dagana frá 17.—20. marz. Helztu skemmtiatriðin hófust daglega kl. IV2 með ýmsum dag- skrárliðum til kl. 11, er gömlu og nýju dansarnir hófust í tveim ur sölum við mikla aðsókn. Gísli Kristjánsson ritstjóri flutti fyrirlestra með skugga- myndum. Eðvarð Sigurgeirsson sýndi kvikmyndir, einkum íslenzkar, er hann hafði tekið. Margar prýðisfallegar. Karlakór Mið- firðinga, Bólstaðarhlíðarhrepps og „Húnar“ á Blönduósi sungu. Leikfélag Blönduóss sýndi sjónleikinn „Skugga-Svein“ und- ir leikstjórn Tómasar R. Jóns- KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. Próf. ALEXANDER JÓHANNESSON ræðir um það hvaða þýðingu frelsi í vísindum og listum hefur fyrir framfarir Um þessar mundir er haldin í 1. kennslustofu Háskólans sýn- ing, sem Columbia-háskólinn í Bandaríkjunum gengst fyrir. — Heiti sýningarinnar ef: „Réttur mannsins til þekkingar og frjálsrar notkunar hennar“. Við opnun sýningarinnar hélt Há- skólarektor, Alexander Jóhann- esson erindi, sem vakti mikla at- hygli viðstaddra og birtast hér nokkrir kaflar úr erindinu: í heiminum búa nú um 2400 milljónir manna og er sagt, að 2/3 hlutar mannfólksins kunni hvorki að lesa né skrifa og mikill meiri hluti býr við ónóga fæðu og allskonar skort. Öll barátta manna hefur snúizt um það öldum saman, að ná valdi á og beizla náttúruöflin, sér til framdráttar. En þekkingin ein er fær um að gera menn hæfa til þessa og því er þekking frum- skilyrði alls mannlegs lífs, líkt og sólin. Hún er ljós, sem getur skinið á alla, hún er gæði, sem hvorki minnkar né eyðist, þótt aðrir fái hlutdeild í henni, og því er augljóst, að göfugasta hlutverk allra manna á jörðinni er að auka þekkinguna og gefa öllum jarðarbúum tækifæri til þess að öðlast svo mikla þekk- ing, að þeir geti skapað sér og sínum viðunandi lífsskilyrði. Ein af merkustu samþykktum Sameinuðu þjóðanna er mann- réttindaskráin, er allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti 10. des. 1948, og var þar staðfest hin forna kenning, að allir menn séu bornir frjálsir og jafnir að virðingu og réttindum. Mann- réttindaskráin leggur áherzlu á það, að hver maður eigi tilkall til þessara réttinda án tillits til kynþáttar, hörundslitar, kyn- ferðis, tungu, trúar, stjórnmála- skoðana og annara skoðana. Ef litið er á störf Sameinuðu þjóð- anna á síðustu árum, bæði um heilsuvernd og á sviði ýmissa menningarmála, má segja, að stórkostleg afrek hafi verið unn- in og aldrei fyrr hafi verið stefnt í markvissa átt af jafn- miklum áhuga og dugnaði og á síðustu árum. Ef litið er yfir tækniþróunina í heiminum síðustu áratugina, vísindalegar uppgötvanir þær, er gerðar hafa verið á sviði læknisfræða og annarra vísinda, er augljóst, að aldrei hafa fram- farir hér á jörðu orðið stórstíg- ari en á liðnum árum. Orð Ey- steins Ásgrímssonar í Lilju „varðar mest, að allra orða undirstaðan sé réttleg fundin", eru ævarandi sannindi. Enginn getur reiknað saman þær risa- upphæðir, sem vanþekking og glópska hafa valdið mannkyn- inu á öllum tímum. Ég hitti fyrir nokkrum árum hinn heimsfræga mannvin Al- bert Schweizer, sem hefur varið öllu lífi sínu í þjónustu mann- úðarstarfa. Andlit hans ljómaði af mannkærleika og bar endur- skin þeirrar gleði, er óeigingjörn störf hans höfðu skapað honum. Slíkir menn eru eins og vitar, er lýsa langt á leið fram. En það er ekki nóg að öðlast andlega yfirburði, er meðfæddar gáfur og langt nám skapa mönnum ef menn hafa ekki fullkomið vald á skapsmunum sínum eða að- hyllast lífsskoðanir, sem miða eingöngu að aukningu eigin hagsmuna, í stað þess að lifa lif- inu í þjónustu kærleikans og starfa fyrir þá, sem verr eru settir í lífinu. Valdagræðgi ein- staklinga leiðir til vansældar og valdagræðgi þjóða til styrjalda. Hverjum manni er nauðsynlegt að auka þekkingu sína svo lengi sem hann lifir og sjálfsnám er oftast affarasælast. En hiest um vert er frelsið, frelsið til náms og frelsið til þekkingar. 1 lýðfrjálsum löndum hafa há- skólakennarar algert kenninga- frelsi, ef þeir flytja kenningar sínar á fræðilegum grundvelli, jafnvel þótt brjóti í bága við viðurkennd sannindi, en um svo nefnd vísindaleg sannindi verð- ur að segja, að þau eru breyt- ingum undirorpin. Það, sem tal- ið er satt í dag, kann að reynast öðru vísi, er tímar líða og betri skilyrði og aðferðir finnast til rannsókna. Vér þurfum ekki annað en að hvarfla huganum til liðinna tíma og þeirra vís- indasanninda, sem þá voru talin óyggjandi. Ég minni aðeins á sem dæmi, að þegar Robert Koch fann tær- ingargerilinn og sýndi hann í mörgum smásjám á læknafundi í Berlín, kom á þennan fund frægasti læknaprófessor Þjóð- verja, Virchow, sem heil stofn- un er kennd við í Berlín, leit snöggvast í smásjána með nokkr um athugasemdum um, að ó- greinilega sæist út við röndina, og hvarf síðan af fundi, en hann hafði áður í fyrirlestrum sínum gert gys að því, hve fráleitt það væri, að lifandi verur ættu að valda sjúkdómum manna og hann hafði fengið alla stúdenta sína til að hlæja að þessum fjar- stæðum. Þetta litla dæmi sýnir, hve vísindamenn, er kollvorpa gömlum kenningum, eiga oft erfitt uppdrátta^ unz þeim tekst að sanna mál sitt. Þegar valdamenn vilja öllu sijórna í einræðisríkjum er vald ein- ræðisherrans oft svo mikið, að vísindamenn treysta sér ekki til að flytja kenningar, er fara í bág við skoðanir þær, er ein- valdurinn aðhyllist. Slíkir ein- ræðisherrar nota sér ritskoðun og leggja á ýmsar hömlur, er varna mönnum þess að koma skoðunum sínum á framfæri. Amerískur fræðimaður einn, Walter Lippmann, hefur sagt: „Sá valdamaður er enn ófæddur á þessari jörð, sem er nógu vitur eða nógu víðsýnn til þess að greina góðar hugmyndir frá vondum hugmyndum og góðar skoðanir frá vondum skoðun- um“. Því er nauðsynlegt að vera á verði gegn skerðingu frelsis- ins. Menn verða að trúa því, að sannleikurinn sigri að lokum, þó að það taki oft langan tíma. Auk ritskoðunar hafa menn gripið til þess á öllum tímum að brenna bækur og með því reynt að hneppa hugmyndir í fangelsi. Því var stundum skotið til guðs dóms fyrr á öldum, hvaða bækur ætti að leyfa að lesa og hvaða bækur ætti að banna og eyðileggja. Menn hafa á ýmsum tímum og allt fram á vora daga í ýmsum löndum brennt bækur og reynt með því bæði að óvirða höfundana og koma sínum eigin skoðunum á framfæri. Hér á Is- landi hafa menn ekki brennt bækur, en galdraöldin sýnir þó, hve langt hjátrú og hindurvitfti komust, er margir íslendingar voru teknir af lífi fyrir að eiga galdraverk eða beita göldrum. Ef allir væru sammála Margir stjórnmálamenn og aðrir hafa tilhneiging til að beita andstæðinga sína kúgun og bera rétt þeirra fyrir borð. Er rétt að minna á það, sem John Stuart Mill sagði fyrir 100 árum: „Ef allt mannkynið að undantekn- um einum manni væri sammála, og aðeins einn maður væri á annarri skoðun, myndi mann- kynið ekki hafa meiri rétt til að kæfa rödd þessa eina manns, en hann myndi hafa, ef hann væri einráður, til að kæfa rödd alls mannkyns“. Enginn sannleikur er svo stór í þessu lífi, að allir geti aðhyllzt hann. Og því fer sem fer, að illmælgi og gróu- sögur eru algengar í öllum af- kimum veraldar. Menn treysta stundum orðasveimi og kvik- sögum fremur en óhlutdrægum rannnóknum. Vér verðum því að vera á verði um helgustu mannréttindi vor og einkum gæta þess, að rit- frelsi vort sé óskert og réttur vor til tjáningar hugsunum vor- um, hvort sem er í orðsins list eða í listaverkum, málverkum, myndlist eða tónlist. Frægur bandarískur lögfræðingur vakti nýlega athygli á því, að þeir, sem hefja þann leik að beita andstæðinga sína í minni hluta valdi og skoðanakúgun, muni brátt komast sjálfir í minni hluta og verða beittir ofríki og kúgun af andstæðingum sínum. Vér sjáum því, að höfuðskylda allra manna er að auka þekk- ingu vora og að miðla öðrum af þekking vorri. En þekkingin er ekki einhlít, ef menn bera ekki góðvildarhug til allra manna og allra stétta og er enn þá mikilsverðara að rækta hug- arfarið, temja sér hófsemi og góðvild í garð allra manna. —Mbl., 6. maí SINDRI SIGURJÓNSSON LANGHOLTSVEGI 206 — REYKJAVIK sonar, fulltrúa. Var leiknum mjög vel tekið, og leikhúsgestir einhuga um það, að leikfélagið og leikstjóri hefðu náð ágætum árangri í meðferð leiksins. Með sýningum þessum kom í ljós, að margir leikenda sýndu ágæta hæfileika á leiksviði, þegar litið er til þess, að ýmsir þeirra eru byrjendur í listinni. Hins vegar Voru sumir leikenda að góðu kunnir áður og leikstjórinn viðurkenndur bæði sem ágætis leikari og leiðbeinandi. Leik- tjöld málaði Sigurður Snorra- son bóndi í Stóru-Gröf, Skaga- firði; voru þau gerð af smekk- vísi og skilningi á efni leiksins. „Húnavikan" var að þessu sinni mjög vel sótt, enda veður og færi hið bezta. Á. B. J. —Mbl., 8. maí Bigge§l Value in Years CANADIAN GENERAL ELECTRIC RINGES Lamp ond Timer Applionce Receptacle Warming Oven $ Regular Price $269 OUR PRICE • Automtic Oven • Automatic Light in Oven • 3 Year Guarantee 189 Terms as low os $2.50 Weekly Before you buy anywhere, see . . VAN’S ELECTRIC LTD. SARGENT at McGEE PHONE 3-4890 WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.