Lögberg - 17.06.1954, Page 1

Lögberg - 17.06.1954, Page 1
ANYTIME _ ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 / 67. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 17. JÚNÍ 1954 NÚMER 24 Samstiltir hugir Vestur-Isiendinga streyma til stofnþjóðarinnar í tilefni af tíu ára afmœli lýðveldisins JÓN SIGURÐSSON Sómi íslands, sverð og skjöldur íslenzkir leirmunir ó ítölsku safni Fyrir nokkru fékk stærsta keramikasafn Norðurálfu, sem er í Faenza á Italíu, safn af íslenzkum leirmun- um, sem gerðir voru í leir- brennslu Listvinahússins á Jafnframt birtust lofsamleg ummæli um hina íslenzku leir- munagerð í ítölskum blöðum og hún talin í senn frumleg og falleg. I staðinn fyrir þetta safn fékk Listvinahúsið nokkrar ítalskar keramikfyrirmyndir frá 17. öld, sem eru forkunnarfagrar. Hefir leirbrennslan í Listvinahúsinu uú gert talsvert af munum eftir þegsum ítölsku fyrirmyndum og eru þeir sýndir þessa dagana í sýningarglugga Skartgripaverzl- unar Árna B. Björnssonar á borni Lækjargötu og Austur- strætis. Vinna nú 6 manns að staðaldri 1 leirbrennslu Listvinahússins °S í vetur sem leið var mikil aherzla lögð á gerð minjagripa fyrir vorið og sumarið. Nú hefir Listvinahúsið opnað utsölu í húsakynnum sínum á teirmunum, sem eru lítilsháttar gallaðir í brennslu, en að öðru leyti i fullu gildi. Er þar margt tagurra og nytsamlegra muna, sem seldir eru á mjög vægu verði. Skipta munir þessir mörg- Urn hundruðum. —VISIR, 3. maí Hr. Haukur Snorrason, rit- stjóri vikublaðsins Dagur, sem gefið er ^ Akureyri, kom lngað til borgar á þriðjudags- yeldið í fyrri viku og dvaldi er aðeins yfir blánóttina; hann Var í fylgd með allmörgum sðamönnum á vegum Norður- antshafsbandalagsins. Útvarp á lýðveldisdaginn Haldið verður upp á lýð- veldisdag Islands, 17. júní, hér vestra með því að útvarpað verður yfir kerfi CBW stöðvar- innar í Winnipeg. Herra Thor Thors, sendiherra Islands i Canada og Bandaríkjunum, flyt- ur kveðju til Vestur-lslendinga frá heimaþjóðinni. Einnig mæiir forseti Þjóðræknisfélagsins, Dr. Valdimar J. Eylands, nokkur orð. Útvarpað verður kl. 6 C. D. T. — Menn hafa nægan tíma til að hlusta á útvarps- erindin og síðan að fara á skemmtunina, sem deildin Frón stendur fyrir og sem á að fara fram í Fyrstu Sambandskirkju í Winnipeg. Frábær námsstúlka Margrét Hólmfríður Anderson Þessi efnilega stúlka lauk prófi, B. Sc. í Home Economics við Manitobaháskóla í vor. Hefir námsferill hennar verið frábær. Á miðskólaárum sínum í Glenboro hlaut hún jafnan háar einkanir og skaraði sér- staklega fram úr í saumaskap og hannyrðum og vann mörg verðlaun frá Manitoba Extension Service. Þegar hún útskrifaðist úr ellefta bekk hlaut hún náms- verðlaun menntamáladeildar fylkisins, en þau eru $325.00 á ári í tvö ár til náms við Mani- tobaháskólann. Meðan hún var í háskólanum tók hún mikinn þátt í félags- og íþróttalífi skól- ans og hlaut tvenn verðlaun fyrir leikni sína í íþróttum. Síð- asta árið var hún formaður fé- lagsmála háskólastúlknanna, sem þar voru í heimavist. Hún hefir nú tekið að sér stöðu í Agriculture Extension Service Minnesotaháskóla sem County Home Agent. Bróðir þessarar stúlku, Krist- ján Gunnar Anderson var einnig ágætur námsmaður, bæði við miðskólann og háskólann. Hann hlaut einnig tvenn námsverð- laun á háskólaárum sínum, $325.00 í hvert skipti. Hann út- skrifaðist frá Manitobaháskóla í Electrical Engineering árið 1948. Foreldrar þessara systkina eru Paul A. Anderson og kona hans frú Jóhanna Guðrún Kristjáns- dóttir.Anderson, Glenboro, Man. Eru þau bæði fædd á Islandi, hann að Sigurðarstöðum í Bárðardal, en frú Guðrún að Víðigerði í Eyjafirði. Árni G. Eggerlson, Q.C. Sæmdur stórriddarakrossi Fálkaorðunnar Forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson, hefir sæmt Árna G. Eggertson, Q.C., stórriddara- krossi hinnar íslenzku Fálka- orðu, og veitti hann heiðurs- merkinu viðtöku í Washington, D.C., á fimtudaginn var, en um afhending þess annaðist Thor Thors, sendiherra Islands í Canada og Bandaríkjunum; meðal ástæðna fyrir orðuveit- ingunni, er sérstök áherzla lögð á mikilvæg afskipti orðuþega af málefnum Eimskipafélags Is- lands og stofnun íslenzku kensludeildarinnar við Manitoba háskólann. Mr. Eggertson er frábær dugnaðarmaður, sem tekið hefir virkan þátt í íslenzkum kirkju- og þjóðræknismálum; heimili þeirra Eggertson-hjóna er mjög rómað vegna alúðar og risnu. Winnipeg Man Gets International Personnel Post J. F. Krisljansson J. F. Kristjansson of Winnipeg, regional employment officer for the Unemployment Insurance Commission, has been elected to the executive board of the Inter- national Association of Person- nel in Employment Security. Mr. Kristjansson will repre- sent the district composed of Alberta, British Columbia, Man- itoba and Saskatchewan. He is president of the Man- itoba chapter, IAPES, and re- cently attended the association’s 41st annual international con- vention in Asheville, North Carolina. Other Winnipeggers at the convention included, Mrs. H. O. Laycock, M. C. Johnson, Miss Rose Cloutier. The Manitoba chapter will hold its annual convention at Clear Lake, June 18-19. Princi- pal speaker will be Commission- er C. A. L. Murchison, Unem- ployment Insurance Commission, Ottawa. Krabbameins- félagið afhendir 150 þús. kr. gjöf Framkvæmdastjórn Krabba meinsfélags Islands, þeir Níels Dungal, próf., Alfred Gíslason, læknir, og Hjörtur Hjartarson, stórkaupmaður, hafa afhent heilbrigðismála ráðherra, Ingólfi Jónssyni, 150 þúsund krónur að gjöf frá félaginu til viðbótar- byggingar Landsspítalans, sem nú er að hefjast. Lýstu þeir áhuga félags síns fyrir því, að byggingu þessari verði sem fyrst lokið og vöktu athygli á því að sjúkrahúsa- skortur, sem nú er hér mjög tilfinnanlegur, kæmi ekki hvað sízt niður á sjúklingum með krabbamein. Kváðu þeir félagið vænta þess að allir þeir aðilar, sem á einhvern hátt gætu stuðlað að því að stækkun Lands spítalans gæti sem fyrst orðið lokið, geri sitt til að svo megi verða. — Heilbrigðismálaráð- herra þakkaði hina höfðinglegu gjöf Krabbameinsfélagsins Is- lands og kvað hana sýna stór- hug félagsmanna og vilja þeirra til þess að leggja sjálfir hönd á plóginn og mundi gjöf þessi verða sterk hvatning til allra þeirra, er að framgangi sjúkra- húsmálanna vinna, bæði opin- berra stjórnarvalda og einka- samtaka, er veita þeim mikils- verðan stuðning. —(Tilkynning frá heilbrigðismálaráðuneytinu). —VISIR, 3 .maí Úr borg og bygð Á miðvikudagskvöldið 9. þ. m., lézt að heimili sínu að Lundar, Man., Eiríkur Jónsson Hallsson, 91 árs að aldri, fæddur að Meis- seli í Jökulsárhlíð 2. apríl 1863, og fluttist 3ja ára að aldri tií Eiríks á Hrærekslæk í Hróars- tungu, en fluttist til Vestur- heims 1880 með konu og tvö kornung börn; fyrstu sex árin dvaldist fjölskyldan í Winnipeg, en lagði leið sína norður að Manitobavatni 1894 og gerðist Eiríkur einn af frumherjum Lundarbygðar. Hann var þrí- kvæntur, fyrsta kona hans, Jórunn Thorsteinsdóttir, lézt 1906. Önnur kona hans var Ingibjörg Jónsdóttir Óláfsson, en sú þriðja Jakobína systir Ingibjargar. Eiríkur, sem var um alt hinn mesti skýrleiksmaður, er ekki vildi vita vamm sitt í neinu, eignaðist fimtán börn, og af þeim eru 9 á lífi. Útför þessa trausta Austfirð- ings fór fram frá Sambands- kirkjunni á Lundar á laugardag- inn þann 12. þ. m. Séra Philip M. Pétursson jarðsöng með að- stoð séra Braga Friðrikssonar. Nánari umsögn í næsta blaði. * Gefin saman í hjónaband í kirkju Selkirk-safnaðar þann 12. júní: Ernest Lloyd Fey, Selkirk, og Sarah Benita Evans, sarra stað. Miss Donna Mary Smith og Mr. Eugene Fey að- stoðuðu við giftinguna. Sóknar- prestur gifti. Veizla var setin í samkomusal safnaðarins að gift- ingu afstaðinni. Mr. and Mrs. E. R. Davis, Sudbury, Ont., are spending their honeymoon at The Cloister, Sea Island, Georgia. Mrs. Davis was Miss Lorraine Johannson, daughter of Mr. and Mrs- J. Walter Johannson of Pine Falls, Man. —Courtesy of Winnipeg Tribune i/ • •• • r Kjorinn i félagsstjórn Mr. Grettir Eggertson Svo sem vitað er og auglýst hafði verið í Lögbergi, hélt Eim- skipafélag Islands aðalfund sinn í Reykjavík á laugardaginn var; samkvæmt símskeyti, er um- boðsmanni félagsins vestan hafs, Árna G. Eggertsyni, Q.C., barst á mánudagsmorguninn var Mr. Grettir Eggertson rafur- magnsverkfræðingur kosinn x framkvæmdarstjórn félagsins, en hann sótti fundinn, eins og þegár hefir verið skýrt frá fyrir hönd vestur-íslenzkra hluthafa. Hinn nýkjörni stjórnarnefnd- armaður hefir árum saman ver- ið ráðunautur íslenzku þjóðar- innar varðandi rafvirkjanir landsins og unnið þjóðinni á þeim vettvangi ómetanlegt gagn, enda er hann maður fylg- inn sér hvar, sem hann gengur að verki. Brúðkaup Á laugardaginn hinn 1. maí síðastliðinn, voru gefin saman í hjónaband í Third Avenue United Church, North Battle- ford, Sask., þau Lenora Pauline Mitchell, dóttir Mr. og Mrs. Aiex Mitchell þar í bænum, og Kris Gíslason lögregluþjónn hjá R. C. M. P., yngsti sonur þeirra Mr. og Mrs. Thorsteinn Gísla- son að Oak Point, Man. Rev. A. M. Logie framkvæmdi hjóna- vígsluna. Brúðarmeyjar voru Mrs. Frances Mitchell tengda- systir brúðarinnar og Miss Primrose How. Brúðgumann að- stoðuðu J. D. Berryman og E. V. Matcett, báðir hjá R. C. M. P., en til sætis leiddu S. A. Juniper og I. D. MacDonald, einnig í þjónustu R. C. M. P. Að vígsluathöfn lokinni, var setin vegleg veizla í Co-op Hall, North Battleford. Brúðhjónin lögðu af stað í skemtiferð vestur til Banff, og þaðan til Wash- ington, D.C., U.S.A. — Heimili þeirra verður að 1622 Queens Street, North Battleford. Á meðal utanbæjargesta sóttu brúðkaupið Mr. og Mrs. Thor- steinn Gíslason, Thorsteinn Myrman og Garðar Gíslason frá Oak Point og Magný Bryn- jólfsson frá Lundar.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.