Lögberg - 17.06.1954, Side 5

Lögberg - 17.06.1954, Side 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. JÚNÍ 1954 5 wvwwwwww w w v y? ww ÚlH AUÁI IVI N.SA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON minningarorð um frú solveigu nielsen Fáum konum hefi ég kynst á hfsleiðinni, sem ég hefi fengið ^eiri mætur á en frú Solveigu Neilsen; fundum okkar bar sam- an um það leyti að ég giftist og settist að hér í borg fyrir 16 ár- um síðan. Við urðum þá ná- býliskonur og með hverju ári, eftir því sem ég þekkti betur þessa þróttmiklu, fjölhæfu og góðu konu, óx virðing mín fyrir henni. Ekki dró það úr vinskap okkar, að hún og maðurinn minn voru náskyld, og miklir vinir. Solveig Nielsen lézt 19. maí síðastliðinn eftir stutta legu, tæplega 64 ára að aldri. Mun fregnin um andlát hennar hafa komið hinum mörgu vinum hennar næsta óvænt, því þótt þeim væri kunnugt um, að hún gekk ekki heil til skógar, kom víst engum til hugar, að hún gengi með eins alvarlegan sjúk- dóm og raun varð á. Hún hafði jafnan verið heilsugóð, og þó eitthvað væri að henni, kvartaði hún ekki né játaði, að hún þyrfti íæknishjálpar við. Hún gleymdi sjálfri sér og sínum þörfum í umhyggjunni fyrir öðrum. Ég hefi ekki áður borið það við, að skrifa æfiminningar, en þegar ég minnist nú með trega- bundnum huga okkar mörgu samverustunda, langar mig til að helga þessari kæru vinkonu oiinni dálka mína í Lögbergi þessa viku; veit ég þó að grein oaín verður ófullkomin, þar sem við áttum samleið aðeins um stutt tímabil æfi hennar. Solveig Nielsen var fædd í Hrísey í Eyjafirði 10. júní 1890. Faðir hennar var Þorsteinn son- ur Einars Einarssonar bónda á Hrú í Jökuldal, og konu hans Önnu Stefánsdóttur. Þorsteinn var bróðir Stefáns í Möðrudal og þeirra systkina. Þorsteinn var fríður maður sýnum, fjölgáfað- ur áhugamaður, er gaf sig við landbúnaði og verzlun, fór utan °g gerði, er heim kom, eina hina fyrstu tilraun til niðursuðu mat- væla á íslandi. Þorsteinn var tvíkvæntur; fyrri kona hans var Jakobína Sigurðardóttir Jóns- sonar í Möðrudal á Fjöllum og konu hans Ástríðar, en seinni kona Þorsteins var Jóhanna Matthíasdóttir; var Solveig Niel- sen dóttir hennar. Foreldrar Jóhönnu, móður Solveigar, voru Matthías Mark- usson trésmiður og kona hans Solveig yfirsetukona dóttir séra Fáls Jónssonar „skálda“ í Vest- oaannaeyjum. Höfðu þau bæði stundað nám erlendis í sínum sérgreinum; var Solveig Páls- hóttir fyrst íslenzkra kvenna, er fór utan til að læra ljósmóður- fraeði. Bjuggu þau hjónin fyrst 1 Vestmunnaeyjum og þar munu sonur þeirra og dætur þeirra sex hafa fæðst. Fluttust þau síðan til Heykjavíkur og reistu bæ að Holti við Skólavörðustíg. Þótti heimili þeirra skara fram úr að myndarskap. Solveig Pálsdóttir stundaði Ijósmóðurstörf bæði í Vest- rnannaeyjum og Reykjavík og Þótti hún góður læknir að eðlis- ari> hafa sumir afkomendur ennar þegið handlægni og æknisnáttúru í arf; dóttur- sonur hennar, Matthías Einars* s°n varð einn af merkustu fseknum íslands. Solveig Nielsen bar ekki ein- Ungis nafn þessarar ömmu sinn- ar heldur átti hún og ýmsa aigmleika hennar; hún var frá- aerlega nærfarin við sjúka, ráð- nJóll og fljót til úrræða, þegar um í°dl bar að Sarði- Og get ég þetta vitnað af eigin reynd. v 0hssysturnar, eins og þær °ru nefndar, þóttu allar frá- Solveig Nielsen bærlega myndarlegar í sjón, og vel gefnar til munns og handa. Yngsta systirin, Jensína Björg, varð móðir núverandi forseta Islands, Ásgeirs Ásgeirssonar. Ekki mun Jóhanna hafa verið sízt þeirra systra; hún dó á bezta aldri frá þremur ungum börnum; var Solveig þá aðeins 10 ára. Þremur árum síðar dó faðir þeirra og tvístraðist þá þessi litli systkinahópur. Sú sorg og örvænting, er grípur gljúpar barnssálir 1 svona kring- umstæðum,. skilur eftir djúp sár, er gróa seint — stundum al- drei til fulls. Drengskaparfólk stóð að þeim systkinum í báðar ættir, er tók þau að sér og reyndist þeim vel. Minntist Solveig oft hlýlega móðursystur sinnar, Maríu, en hjá henni dvaldi hún um skeið á Akureyri, og sótti þá kvenna- skólann þar, þó ung væri. Hún hélt og alltaf tryggð við dóttur Maríu, frú Solveigu Einarsdótt- ur, konu Bjarna Jónssonar bankastjóra, skiptust þær á bréf- um til hins síðasta. Oft kom Solveig í Möðru- dal og þótti henni vænt um Stefán föðurbróður sinn, og hann hafði dálæti á henni. Ekki er mér kunnugt um, hve Solveig var gömul, þegar hún sigldi til Kaupmannahafnar, en þar dvaldi hún í nokkur ár og var til heim- ilis hjá tveim elztu Holtssystr- unum, Guðrúnu og Sigríði, sem þá voru þar búsettar. Bar hún djúpa virðingu fyrir þeim. Sagði hún mér stundum frá ýmsum heilræðum og lífsreglum, sem þær reyndu að innræta henni, unglingnum. Ein lífsreglan var sú, að hún skyldi aldrei láta bugast, hvað sem fyrir hana kæmi um æfina, bera aldrei sorgir sínar utan á sér, ganga ávalt teinrétt og bera höfuðið hátt, hvernig sem henni væri innan brjósts. I Kaupmannahöfn sótti Sol- veig skóla og nam dráttlist og alls konar listasaum og fata- saum. Árið 1911 fluttist hún til Canada og var um skeið hjá hólfsystur sinni og manni henn- ar, frú Sophíu og Jóni J. Bíld- fell. Fjórum árum síðar giftist hún Charles Nielsen, gáfuðum ágætismanni, ættuðum af Isa- firði; foreldrar hans voru Sophus Jörgep Nielsen og kona hans Þórunn Blöndal Nielsen. Stofn- uðu þau Solveig og Charles heimili í Winnipeg og bjuggu lengst af þar. Þegar ég kynntist þeim hjón- um 1938, bjuggu þau í notalegri íbúð í Acadia Apts., hér í borg; heimsótti ég þau oft. Heimilis- líf þeirra var skemmtilegt og rólegt. Eldri dóttir þeirra, Val- borg, var útskrifuð frá Manitoba háskóla og frá verzlunarskóla og skipaði góða stöðu í borginni; yngri dóttirin, Jóhanna, þá 9 ára telpa, var að stunda nám, báðar glæsilegar og vel gefnar. Fjöl- skyldan átti fallegan sumarbú- stað á Gimli og hafði mikla nautn af að dvelja þar á sumrin. Þótt Valborg færi að heiman nokkru síðar til að taka að sér ábyrgðarmeiri stöðu í Ottawa, dróg það ekki úr heimilisham- ingju þessara ára, þvi samband- ið milli hennar og foreldranna var náið eftir sem áður. Og um það leyti tóku þau inn á heimil- ið bróðurson Solveigar, son Matthíasar Þorsteinssonar, 10 ára gamlan, er misst hafði móð- ur sína; var hann hjá þeim þar til hann brautskráðist frá Mani- tobaháskóla og reyndust þau honum sem beztu foreldrar. Mér þykir vænt um, að ég kynntist Solveigu vinkonu minni einmitt á þessu áhyggju- minnsta og gleðiríkasta tímabili æfi hennar. Hún var svo hlý, skrafhreyfin og glaðlynd, og oft brá fyrir glettni í augum henn- ar. Það var eitthvað svo hress- andi andrúmsloftið í kringum hana, enda varð henni gott til vina. Hún hélt tryggð við sína gömlu vini og eignaðist jafn- framt nýja vini hvar sem hún fór. Gestrisin var hún með af- brigðum. Það voru aðeins fáein spor milli íbúða okkar og skaust ég því oft inn til hennar á öll- um tímum dags og hún til mín. Ég tók eftir því, að fjöldi eldri kvenna lögðu leið sína til henn- ar og sátu hjá henni tímunum saman; komst ég að því, að margar þeirra voru einstæðing- ar, er í fá hús áttu að venda. Tók Solveig jafnan á móti þeim með virktum og reyndi að gleðja þær á allan hátt. Henni var fjarri skapi að gera manna- mun á fólki. öllum, sem bar að garði, veitti hún höfðinglega og vel; það var hennar ánægja. Ekki hefi ég þekkt örlátari konu og gjöfulli en Solveig var, og á ég þá ekki sérstaklega við efnislegar gjafir. Hún gaf vin- um sínum tíma sinn; hún miðl- aði þeim af kunnáttu sinni; hún gaf þeim umhyggju sína og samúð; hún gaf þeim sjálfa sig. Solveig var listræn, smekkvís og hagleikskona með afbrigðum; það var sem allt léki í höndun- um á henni. Það var unun að því að sitja hjá henni og horfa á þegar hún var að sauma, hekla, knipla eða matreiða; allar hreyfingar handanna voru svo vissar, fínar og fljótar. Og allt sem hún vann var gert af vand- virkni og bar á sér snildarhand- bragð. Alltaf var hún reiðubúin að veita öðrum leiðbeiningar, enda var það viðkvæðið hja okkur vinkonum hennar, þegar við áttum í vandræðum með eitthvað verkefni, svo sem fata- snið, saumaskap, matreiðslu, framreiðslu máltíða og ýmislegt annað, sem að heimilinu lýtur: „Við skulum spyrja Solveigu, hvernig eigi að gera þetta“. Ekki voru þær fáar, ferðirnar, sem ég fór til hennar til að leita ráða. Og ávalt voru undirtektirnar þær sömu; hún sneri sér af al- hug að því að leysa vandamálið, og gerði það með svo góðu geði, að allt varð auðvelt og skemmti- legt. — Víst minnumst við með innilegu þakklæti hinna mörgu gleðistunda með henni. Mér varð ekki síður lærdóms- ríkt að þekkja Solveigu Nielsen í mótlæti hennar og sorgum. Þótt hún væri mikill vinur vina sinna, var hún fyrst og fremst ástrík og umhyggjusöm eigin- kona og móðir, er fórnaði öllum sínum kröftum í þágu sinna nán- ustu. Hún missti með stuttu millibili mann sinn og dóttur sína Valborgu, sem var gift og lét eftir sig tvær kornungar dætur. Eiginkonan og móðirin var stöðugt við sjúkrabeð þeirra beggja á spítulunum, fyrgt hjá manni sínum, og svo hjá dóttur sinni. Þau treystu engum betur en henni til að hlynna að sér og hjúkra í dauðastríðinu, og hún brást þeim ekki. Charles Nielsen dó 10. júní 1952, en Valborg Nielsen Aylwin dó 5. desember 1953. Þótt Solveig fengi þannig hvort áfallið á fætur öðru, virt- ist henni aukast þróttur við hverja þraut; hún lét aldrei hug- fallast. Þegar hún kom heim frá Ottawa eftir lát Valborgar, fór ég til hennar. Hún var róleg að vanda og undarlega sterk. Hún felldi ekki tár, en við, vinir hennar, vissum að henni blæddi inn. Líkamlegur þróttur hennar fór þverrandi upp frá þessu. Ég var hjá henni síðasta dag- inn, sem hún var heima; var hún þá í fyrsta sinn rúmföst. Samt var hún glaðleg og skrafhreif- in. Hún hafði ánægju af lestri góðra bóka, einkanlega ljóða. Hún fór nú að segja mér efni úr bók, sem hún hafði nýlega lesið, Kontiki, söguna af Norð- mönnunum, sem sigldu á fleka frá vesturströnd Suður-Ame- ríku og náðu höfn á Suðurhafs- eyjum eftir þúsund mílna sigl- ingu yfir régin haf. Þá um kveldið fór hún á spítalann og viku síðar dó hún. Við, vinir hennar, gleymum henni aldrei, þessari fallegu og tígulegu konu. Hún var í meðal- lagi há, grönn og vel vaxin, allar hreyfingar hennar léttar og fallegar. Hún var hárprúð, hafði mikið jarpt hár fléttað og undið fagurlega um höfuðið. Hátt- prúð var hún í öllu dagfari og vönd að virðingu sinni. Hún sór sig í ætt við sinn norræna kyn- stofn og lét ógjarnan hlut sinn, ef henni fannst að á sig eða sína væri hallað. Á siglingu hennar yfir lífsins haf sýndi hún engu minni hetjudug en Norðmenn- irnir á Kontiki, sem hún dáði svo mjög, og eins og þeir bauð hún torfærunum og erfiðleikun- um byrginn og komst sigrandi í höfn með sæmd og góðum orðstýr. Frú Solveig Nielsen lætur eft- ir sig eina dóttur, Jóhönnu, glæsilega stúlku, sem útskrifuð er bæði frá Manitobaháskóla og verzlunarskóla hér í borg; tvær dótturdætur, Karen og Ingrid, báðar í Ottawa; fósturson, Carl Thorsteinsson; bróður Kristján Thorsteinsson; hálfsystur, frú Sophíu Bíldfell, öll þrju búsett hér í borg og hálfbróður, Vern- harð Þorsteinsson, menntaskóla- kennara á Akureyri. Útför frú Solveigar var gerð frá Bardals Blaðið „Ijamider Courant” í Hollandi birti hinn 8. mai síðastliðinn grein um þátt- töku Islands í vörusýning- unni í Brussel. Ritstjóri blaðsins reit nýlega vin- samlegt bréf til Félags ísl. iðnrekenda og sendi jafn- framt úrklippu með blaða- greininni. Er í bréfinu óskað nánari upplýsinga um ís- land, einkum er viðkemur íslenzkri útflutningsfram- leiðslu. „Island og Grænland. Hve oft er þeim ekki ruglað saman. Grænland, sem er hulið ísi og þar sem ekki búa nema nokkrir eskimóar. Island, sem er sjálf- stætt ríki, með menningu á háu stigi, dásamlegt landslag (sum- armánuðina) og mikla afl- brunna í jarðhita sínum. Þar við bætist vaxandi iðnaður. Þetta litla Evrópuland hefir þessa dagana sýnt getu sína á vörusýningunni í Brussel“. „Það var í fyrsta sinn í sög- unni, sem heild íslenzkra iðn- greina tók þátt í vörusýningu erlendis. Áður hafði verið hald- in sýnjng heima fyrir. Tilgangur þessarar „frumsýningar“ erlend- is er látlaus. Athygli verður að vekja, þó ekki sé annað. At- hygli hefir verið vakin, ekki að- eins hjá almenningi, sem upp- götvaði að ísland er ekkert óþroskað land með stöðugri ó- blíðri veðráttu, heldur einnig hjá þeim, sem sérþekkingu hafa. Þeir hafa séð óvænta mögu leika. Við 10 ára afmæli íslenzka lýðveldisins eftir rúman mánuð, mun það koma í ljós að almenn- útfararstofunni 21. maí s.l. að fjölmenni viðstöddu. Dr. Valdi- mar J. Eylands flutti fögur kveðjumál. Hún var lögð til hinztu hvíldar í Brookside graf- reit. —I. J. ingur meðal allra þjóða hefir meir og meir fylgzt með menn- ingarlegri og efnalegri þróun hjá hinu „lánsama landi“ í Norður-Atlantshafinu“. „Hinum algengu útflutnings- afurðum íslands þarf varla að lýsa. Enda bar lítið á þeim. Þær eru iðnaðar- og meðalalýsi, fiski mjöl og lýsi til skepnufóðurs og nokkrar tegundir af niður- soðnum vörum. En þarna gaf að sjá bás með iðnaðarvörum: Raf- magnseldavél, sem áreiðanlega gaf í engu eftir sams konar framleiðslu frá öðrum löndum. Af öðrum rafmagnstækjum er einnig aukin framleiðsla á ís- landi. Vikur hefir víst fram að þessu aðeins verið fluttur inn frá Þýzkalandi. ísland getur al- veg eins boðið þetta létta og einangrandi • efni til notkunar í steinsteypu. Slíka steina má fá tilbúna, en hið lausa malaða efni kemur einnig til greina sem út- flutningsvara. Það verður að gera ráð fyrir að samkeppnisfært verðlag megi finna, þegar útflutningurinn nemur viðeigandi magni og það þrátt fyrir tiltölulega há út- f lutningsútg j öld“. „Nýjasta framleiðsla íslenzks iðnaðar er tilbúinn áburður, saltpétur með 33,5% köfnunar- efnisinnihaldi. Utan um krist- allana er fínn salli. Þessi áburð- ur kemur til greina sem útflutn- ingsvara. Jafnhliða ammoni- umnitrati munu í framtíðinni einnig framleidd fosföt og mögu- leikar verða fyrir framleiðslu ýmsra aukaefna. —Alþbl., 21. maí Introducing . . . The Thorvaldson Limited OFFICE Commission Agents Midwest Storage & Distributing Co. Ltd. 58-60 Victoria Street, Winnipeg, Manitoba Phones: 92-8211 — 56-2069 Representing: GUNDRY-PYMORE LTD. Moncton, N.B. Gundry’s Fish Netting • ELECTROLUX (Can.) LTD. Montreal, P.Q. Home and Industrial Cleaning Machines • BETHEL-RENNIE LTD. Winnipeg, Manitoba • — Admiral — Television (Free Home Demonstration and Trial Without Obligation) — Admiral — Refrigerators and Deep Freezers — Admiral — Electric Ranges — Connor — Washing Machines • ROBINSON ALAMO CO. Winnipeg, Manitoba Choremaster — Power Implements Baltic — Cream Separators 'SURGE" SALES & SERVICE CO. Winnipeg, Manitoba Surge Milking Machines MRS. T. R. COUCH (Vice-Pres.) MRS. H. A. ARNASON (Sec.-Treas.) T. R. THORVALDSON (Pres.) Hugsanlegt að kaupa vikur og tilbúinn óburð fró íslandi

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.