Lögberg - 08.07.1954, Blaðsíða 3

Lögberg - 08.07.1954, Blaðsíða 3
3 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 8. JÚLI 1954 Norsku ríkisjárnbrautirnar hundrað ára Þaer eru nú stærsta atvinnu- íyrirtæki í Noregi I Þegar Valtýr heitinn Guð- mundsson var að reyna að vekja ahuga íslendinga fyrir járn- brautarmálinu 1 ,,Eimreiðinni“ fyrir hálfri öld, vitnaði hann oft til Norðmanna. Þeir hefðu lagt akvegi í þúsund ár, þeir ættu heima í strjálbýlu fjallalandi en samt þættust þeir ekki geta án þess verið að leggja járnbrautir, sagði hann. Og hér væru að- stæðurnar til járnbrautarlagn- inga þar erfiðari en í nokkru öðru landi norðan Alpafjalla. Margir íslendingar hafa ferð- azt á brautinni milli Bergen og Osló, og flestum mun hafa þótt naannvirkið furðulegt og hugsað sem svo: „Það hlýtur að vera hægðarleikur að leggja járn- hrautir á Islandi, úr því að þeir hafa getað lagt járnbraut yfir °g gegn um þessi fjöll“. Og það er hverju orði sannara. Að vísu er þessi braut mesta mannvirki Noregs í sinni grein, vegna þess hve hátt hún liggur yfir sjó á Mngum kafla, en hvar sem er í landinu eru járnbrautarlagning- ar dýrar og erfiðar, vegna þess hve landið er mishæðótt. Þó að syðsti hluti Noregs geti ekki tal- izt hálendur, er lengsti járn- hrautar-„tunnel“ landsins þar, á leiðinni frá Kristianssand og Stafanger. Hann er kringum tíu kílómetrar. fyrsta járnbrautin byggð fyrir té einstaklinga — 1 ár er öld liðin síðan fyrsta oorska járnbrautin tók til starfa. Hún gengur undir nafn- lnu „Hovedbanen“ og liggur frá Osló að Eiðsvelli og er tæplega 68 km. löng. Ekki þorðu Norð- uienn að ráðast í þetta fyrirtæki hjálparlaust. Þeir gerðu samn- lng við enskt félag, sem tók að Ser að leggja fram helming kostnaðarins, en fékk í staðinn söfmu upphæð í forgangshluta- hréfum í fyrirtækinu, og skyldu þau innleyst af ríkinu fyrir nafnverð innan 10 ára. Hinn helminginn fékk stjórnin með því að selja hlutabréf í járn- hrautinni einstaklingum og sveitafélögum í Noregi. Kostn- aðurinn varð alls 8,1 millj. krón- Ur. Fyrir 32 árum hafði ríkið keypt nær 90% af hlutabréfun- um og síðan voru hán tekin eignarnámi. Fyrsta járnbraut Noregs var þannig byggð fyrir einstakra manna fé. Slaersta atvinnufyrirtæki Noregs 1 dag eru járnbrautirnar í Noregi um 4,400 km. langar og aðeins eitt land í Evrópu, Sví- þjóð, hefir meiri járnbrauta- ^engd, miðað við fólksfjölda. — Lestir brautanna aka 29,2 millj. kílómetra á ári, eða sem svarar 700 ferðum kringum hnöttinn Vlð miðjarðarbaug. N.S.B. — Noregs Statsbaner — er nú stasrsta atvinnufyrirtækið í land lnu og hefir rúmlega 29,500 ^anns í þjónustu sinni. Á síð- asta ári fluttu ríkisjárnbraut- lrnar 14 milljón lestir af varn- ingi og 39 milljónir farþega. Samkeppni bifreiðanna við Jarnbrautirnar hefir aukizt, en lutninga- og farþegaþörfin hef- lr aukizt enn meir. Á síðasta rekstursári fyrir stríð námu vöruflutningarnir 10,6 milljón estum, en vörurnar voru flutt- ar styttri leið að meðaltali. Sé ^tiðað við tonnkílómetra hafa utningarnir aukizt um 110%, Jví, að meðalvegalend flutninga hefir aukizt úr 108 í 160 kíló- jhetra síðan 1939. Þetta stafar af lnum auknu bifreiðaflutning- Urn á stuttum vegalengdum. Og ^1713 er að segja um fólksflutn- Fyrir stríð ferðuðust manns með járn- „ en samtalin vega- ^ura 39 milljóna, sem er uðust á síðasta ári með járn- rant nemur 1304 milljón kíló- etrum, svo að meðalvegalengd ?2>5 millj. hrautunum lened farþega er rúmir 38 km. Að hún er ekki meiri stafar sumpart af samkeppni flugfélaganna, en sumpart af því, að fjöldi fólks, sem vinnur í hinum stærri bæj- um, á heimili sitt utanbæjar, en fer daglega á milli stuttan spöl 10—30 km. Ríkisjárnbrautirnar hafa orð- ið að svara samkeppni bifreið- anna m^ð því að reka bifreiða- áætlunarferðir sjálfar. Reka þær nú áætlunarferðir á 13 leiðum, og fluttu þar 6,7 milljón farþega og 56 þúsund smálestir af vörum á síðasta rekstursári. II Mikill hallareksiur Tekjur ríkisjárnbrautanna af vöru- og farþegaflutningum námu 360,7 milljónum króna síð- asta ár. En því fer' fjarri, að þessar tekjur standi undir út- gjöldunum. Tekjuhallinn hefir aukizt stórkostlega eftir stríð. Hann var raunverulega 22 millj- ónir 1939—’49, en á reksturs- árinu 1952 til 1953 var hann 80,3 milljón krónur. Ríkið borgar því álitlegan hluta af flutnings- gjöldunum. Farmiðar hafa hækkað um 60% síðan fyrir stríð og flutningsgjöld um 80%, en allur tilkostnaður hefir meira en tvöfaldazt; t. d. er kaup- gjaldið meira 100% hærra nú en þá var, og kolin hafa ferfaldazt í verði. En nýting járnbrautanna er þó miklu betri nú en áður. Vegna samkeppni bifreiðanna eru sumar hinar styttri járn- brautarleiðir orðnar óþarfar og líklegt að þær verði lagðar niður til sparnaðar, en hins vegar verði lagt kapp á að endurbæta hinar eldri aðalbrautir, með því að stytta þær og taka rafmagnið sem rekstrarafl í stað kola. Enn- þá gengur . hlutfalslega lítill hluti af brautarlestunum fyrir rafmagni, en samkvæmt nýrri á- ætlun stendur til að samtals 1153 km. brautir fái raforku á næstu árum. Rafmagnið er fyrst og fremst hagkvæmari orka en kol, af því að það er innlent. En auk þess verður reksturinn ó- dýrari af öðrum ástæðum. Til dæmis má nefna, að á síðasta ári ók hver rafmagnsreið að meðaltali 103,000 km., en eim- reiðarnar ekki nema 57,200 km. Rafmagnið sparar stórlega allan vinnukraft og rafmagnsvélarnar þurfa miklu sjaldnar eftirlit og hreinsun en kolavélarnar. Með rafmagni er miklu auðveldara að nota stuttar lestir og hrað- fara en með kolum. Rafmagns járnbrautir Það er framtíðardraumur Norðmanna að rafvirkja allar sínar járnbrautir, eins og Svíar hafa gert að mestu leyti. En sá draumur krefst mikillar fjár- festingar. Þó munu Norðmenn ekki þurfa að byggja orkuver, svo teljandi sé, þó brautirnar verði rafvirkjaðar. Þau eru til á hentugum stöðum. En efni og vinna til leiðslukerfanna og nýj- ar rafmagnsreiðar, í stað gömlu eimreiðanna, kosta of fjár. Og eitt er ótalið stórt atriði: Þar sem jarðgöng eru á járnbrautar- leiðunum, verður að hækka þau að mun til þess að hægt sé að koma rafmagnsleiðslunum fyrir. — Á Bergensbrautinni einni telst svo til, að þetta verk við jarðgöngin muni nú kosta hátt upp í það, sem Bergensbrautin öll (milli Voss og Hönefoss) kost- aði á sinni tíð, en það voru 54 milljónir króna. Rafvirkjun norsku járnbraut- anna hlýtur því að taka langan tíma. Ríkið þarf að standa straum af byggingu nýrra járn- brauta jafnframt, sérstaklega framhalds-byggingu Norður- landsbrautarinnar, sem á næstu árum á að ná til Bodö. Þrátt fyrir bifreiðarnar linnir ekki á kröfum um járnbraut frá þeim landshlutum, sem enn hafa orð- ið að vera án þeirra, en það er fyrst og fremst Norður-Noregur. Gömlu brautirnar þurfa mikið viðhald og umbætur, ekki sízt síðan íarið var að nota hrað- skreiðari lestir en áður var, og áherzla er lögð á að stytta aðal- brautirnar, svo sem Bergens- brautina, sem hægt er að stytta um yfir 40 kílómetra með nýrri braut beina leið milli Osló og Hönefoss. Noikun raímagns mikill :5parnaður Ávinningur að rafmagnsnotk- uninni er mikill. Þó rafvirkjun norsku brautanna sé skammt á veg komin ennþá, þá gefur það nokkra hugmynd um sparnað- inn, að sá hluti brautanna sem þegar er rafvirkjaður sparar ríkinu um 25 milljónir króna á ári — mismuninn milli kola- verðs og rafmagnsverðsins. Hér er um að ræða 1130 km. eða rúman fjórðung allra braut- anna, og þegar hin nýja áætlun er komin í framkvæmd, um virkjun á rúmlega öðru eins, er rúmur helmingur brautanna raf virkjaður, og einmitt sá helm- ingur sem mest umferð er á. Samkvæmt undangenginni reynslu hefir kostnaður við raf- virkjun brautanna skilað 10% arði, miðað við gamla fyrirkomu lagið. m Hinn óbeini hagnaður verður ekki reiknaður í tölum Áttatíu milljón króna halli á ársrekstri brautanna er þungur baggi, sem skattgreiðendur bera. En enginn telur hann eftir. Allir þeir sem ferðast eða flytja vörur með járnbraut fá hann endur- greiddan að meira eða minna leyti. Og hinn óbeini hagnaður að járnbrautunum verður ekki reiknaður í tölum. Þær hafa verið lyftistöng allra framfara í flestum byggðum landsins. Þeim er það að þakka að hægt er að halda uppi póstsamgöngum við mestan hluta þjóðarinnar allt árið, daglega eða oft á dag, og þær hafa lyft betur undir að- sókn útlendra ferðamanna en nokkuð annað. Það er beinlínis ómögulegt að hugsa sér borg án járnbrauta, þrátt fyrir bifreið- arnar og flugsamgöngurnar, sem að vísu hafa miklu minni þýð- ingu fyrir almenning í Noregi en hér á landi. Starfslið norsku járnbraut- anna hefir löngum þótt frábært, en aldrei hafa norsku járnbraut- armennirnir verið í meiri met- um en síðan á stríðsárunum. Þeir voru sem sé miklir land- varnarmenn og tóku virkari þátt í andstöðunni en nokkur önnur stétt í Noregi. Fjöldi fólks á þeim líf sitt að launa frá þeim árum. En einnig á annan hátt hefir þessi stétt bjargað mannslífum. Þegar litið er á hina erfiðu stað- hætti, þar sem skriðjökull, grjót hrun og snjóflóð geta grandað brautunum, er það mesta furða hve fátíð járnbrautarslysin eru í Noregi. Og þetta er vitanlega fyrst og fremst að þakka ár- vekni og samvizkusemi járn- brautarmanna. Til minningar um þá, sem féllu á stríðsárunum, hefir verið sett eirtafla í and- dyri Östbanestationen í Osló, og þar loga tvö ljós dag og nótt allan ársins hring. Þetta er fallegt minnismerki og verð- skuldað. Ný járnbraularslöð Eitt af næstu viðfangsefnum ríkisjárnbrautanna er að reisa nýja brautarstöð í Osló. Nú eru þær tvær, en báðar gamlar og úr sér gengnar og fullnægja ekki kröfum tímans, þó nær árlega sé verið að reyna að endurbæta þær. Þær umbætur eru eins og nýjar bætur á gömlu fati. Nú er ekkert samband milli brautanna að norðan og austan annars vegar og brautanna frá suð- vesturlandinu hins vegar. Þegar hin nýja járnbrautarstöð kemur verður hún endastöð allra braut- anna, sem endastöð hafa í Osló, en til þess þarf jarðgöng undir borgina. — Ég gat þess hér áður, að Norðmenn hafa hug á nýjum 'járnbrautum, þrátt fyrir bíla- samkeppnina. Bæði af því að þær eru ódýrari fyrir þunga- vöruflutninga á langleiðum og af því að þær eru öruggari. Fjöldi bílaleiða teppist af snjó á vetrum í Noregi. En það er und- antekning jpf járnbrautir tepp- ast. Skrítið má það heita að Bergensbrautin hefir teppzt að- eins þrisvar sinnum síðan hún tók til starfa 1909, og liggur hún þó meira en þúsund metra yfir sjó á löngum kafla, en hins veg- ar teppast járnbrautir á láglend- inu í Suður-Noregi miklu oftar. Á hverju ári koma kröfur um nýjar brautir fram í Stórþing- inu. Alls hafa verið gerðar kröf- ur um yfir 4000 km. af nýjum járnbrautum, eða nærfellt eins mikla lengd og nú er starfrækt í Noregi. En ef fullnægja ætti þessum kröfum mundi það kosta 7—8 milljarða norskra kr. í minnsta lagi, og því hefir ríkið ekki efni á. Enda verður þeim tæplega sinnt fyrr en tíu ára áætlun þeirri, sem nú er að kom- ast í framkvæmd, er lokið. 114 daga sýningarferð Þó að það væri ekki fyrr en 1. september 1854, sem fyrsta járnbraut Noregs var vígð, er þegar farið að halda upp á af- mælið. Hinn 2. maí hóf „sýning- arlest“ brautanna för sína frá Eiðsvelli. 1 henni eru fjórir vagnar með munum og myndum úr sögu brautanna á liðinni öld og sá fimmti er kvikmyndahús, þar sem myndasýningar af sögu brautanna eru hafðar á öllum þeim stöðum, sem lestin hefir viðdvöl, en þeir verða um 40. Sýningarlestin á að fara um alla þá brautarteina landsins sem hún kemst og verður 114 daga í ferðinni, en kemur til Osló rétt fyrir afmælið. Og 2. maí ók elzta eimlestin sem til er í Noregi til Oslóar. Hún heitir „Caroline“ og er komin yfir nírætt; tók til starfa 1861 og var í notkun fram yfir aldamót. „Caroline" gamla á að verða í Osló til sýnis í sumar, og því er spáð að aðdráttarafl hennar á skemmtiferðafólk verði engu minna en víkinga- skipanna á Byggðey. Skúli Skúlason —Mbl., 26. maí Fréttir frá ríkisútvarpi íslands 20. JÚNÍ Á þriðjudagskvöldið var urðu samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna, sem ræðst hafa við um síldveiðikjör í sumar, sammála um uppkast að samn- ingi er síðan skyldi leggja fyrir félögin. Grunnhlutatrygging sjó manna hækkar um rúmar 100 krónur á mánuði, og lítilsháttar hækkun er á prósentum af afla, en hins vegar hækka þær pró- sentur að mun, þegar víst er orð- ið að skipið beri sig á vertíð- inni. Síldveiðibátar eru að leggja af stað á miðin fyrir norðan land, m. a. áttu um 30 bátar að fara frá Vestmannaeyjum um helgina. ☆ Síðastl. sunnudag fór fram prestskosning í Mosfellspresta- kalli í Kjalarnessprófastsdæmi. Umsækjendur voru fimm og hlaut Bjarni Sigurðsson cand. theol. flest atkvæði. ☆ Landssamband hestamanna efnir til landsmóts og hrossa- sýningar á bökkum Eyjafjarðar- ár dagana 10. og 11. júlí. Vitað er, að hópar manna af Suður- landi munu fara ríðandi norður. Á landsmótinu á Þingvöllum fyrir 4 árum voru á annað þús- und hestar. ☆ Söng- og danskonan Josefine Baker skemmtir nú í Reykjavík á vegum Tívolí-stjórnar. Business and Professional Cards Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLJNIC St. Mary's and Vaughan, Wlnnipeg PHONE 92-6441 Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation S32 Slmcoe St. Winnipeg, Man. J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Öt- vega penlngal&n og elds&byrgS, biíreiSaábyrgS o. s. frv. Phone 92-7538 SEWING MACHINES Darn socks in a jiffy. Mend, weave in holes and sew beautifully. 474 Porlage Ave. Winnipeg, Man. 74-3570 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK. MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.01 p.m. ---------------------------?--- Thorvaldson, Eggérison, Bastin & Siringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 Dr. ROBERT BLACK SérfræBingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Gr&ham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 92-3851 Heimasími 40-3794 Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargenl Ave. Winnipeg PHONE 74-3411 Hofið Höfn í huga Heimili sólsetursbarnanna. Icelandic Old Folks’ ITome Soc , 3498 Osler St„ Vancouver, B.C. CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors QÍ Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: 74-7451 Res.: 72-3917 ARLINGTON PHARMACY Prescription Specialist Cor. Arlington and Sargent Phone 3-5550 Films, Picnic Supplies and Beach Novelties. We collect light, water and phone bills. Post Office Offlce Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. Muir's Drug Slore Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS Phone 74-4422 Ellice & Home A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá bezti. StofnaC 1894 SlMI 74-7474 Minnist BETEL í erfðaskrám yðar Phone 74-525T 700 Notre Dame Ave. Opposite Matemity Pavilion General Hospital Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers. Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Bes. Phone 74-6753 Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accountant 505 Coníederation Life Bullding WINNIPEG MANITOBA « Gilbarl Funeral Home Selkirk, Manltoba. Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors J. Roy Gilbart Licensed Embalmer Phone 3271 Selkirk Ben C. Parker. Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjanaaon 500 Canadlan Bank of Commerce Chamben Winnipeg, Man. Phone 92-3561 SELKIRK METAL PRODUCTS G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Reykh&far, öruggasta eldsvörn. og ávalt hreinir. Hltaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viC, heldur hita frá aB rjúka út meB reyknum.—SkrlfiB, simiC til KELLY 8VEINSSON 125 WaU St. Wlnnlpeg Just North of Portage Ave. Slmar 3-3744 — 3-4431 Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Sirnl 92-5227 0 J. Wilfrid Swanson & Co. EGGERTSON Insurance ln all lts branches Real Eitate • Mortgages • Rentals FUNERAL HOME 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Ret. 46-3480 Dauphin. Manitoba LET US SERVE YOU Eigandi ARNI EGGERTSON Jr. S. O. BJERRING Van's Eiectric Ltd. Canadian Stamp Co. 636 Sargent Ave. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL 324 Smlth Sl. Winnipeg McCLARY ELECTRIC — MOFFAT PHONE 92-4624 Phone 3-4890

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.