Lögberg - 08.07.1954, Page 5

Lögberg - 08.07.1954, Page 5
5 *+'9WWVWVWVVWWVWWWVVVVVm VHM \HÁI KVENNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON VESTUR-ÍSLENZK SÖNGKONA ( REYKJAVÍK Gunnar Matthíasson, sonur Matthíasar Jochumssonar skálds, dóttir hans Þóra og maður hennar Aubrey Rebank, öll frá Los Angeles, heimsóttu ísland í júnímánuði þetta ár. Frú -Þóra er kunn söngkona í California. I Reykjavík hélt hún söng- skemmtun í Gamla Bíó með að- stoð frú Jóunnar Viðar. Vakti söngur hennar mikla hrifningu. Á undan söngskemmtuninni attu blaðamenn viðtal við hana, °g hér fer á eftir frásögn Al- þýðublaðsins: Sonardóttir „séra Matthíasar" íslendingar hafa átt marga Presta, er báru Matthíasarnafn, en aðeins einn „séra Matthías“, hina andlegu hamhleypu, sem var þjóðskáld í meira en manns aldur, — og ef til vill síðasta þjóðskáld okkar í fyllstu merk- ingu þess orðs. Það er sonar- dóttir hans, sem stendur þarna við flygilinn og syngur “Last Rose of Summer” fyrir blaða- mennina. Hún er gædd fagurri sópranrödd, — auðheyranlega þrautþjálfaðri, — en auk þess er hún gædd þeirri tilfinningu, Sem snertir hjartaræturnar. Hún ber nafn Þóru í Skógum, móður séra Matthíasar, konunn- ar, sem hann gerði ódauðlega í íslenzkum bókmenntum með hinni fögru og hjartnæmu ljóð- kveðju sinni til hennar. Það er þessi sama hjartnæma einlægni, sem einkennir söng Þóru, og hvað svip og framkomu snertir gæti hún vel verið íslenzk kona, — Þóra Gunnarsdóttir Matthíassonar, — enda þótt hún hti ættjörð foreldra sinna nú í fyrsta skipti. Frú Þóra hefur numið söng hjá frægum kennurum, og síðan getið sér góðan orðstír vestur þar sem einsöngvari og fyrir söng sinn í óperettum, óperum, utvarps- og sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hún hefur sungið þar með A1 Jolson og Bing Crosby, og auk þess hefur hún sungið óperuhlutverk í kvik- >Tiyndum, þótt hún kæmi þar ekki sjálf fram, þar eð leikkonur »léku“ hlutverkið. Nú hyggst hún halda eina söngskemmtun hér í Reykjavík, og ef til vill aðra á Akureyri, en þau hjónin eru hér í kynnisför, ásamt Gunnari, föður söngkonunnar, Sem hefur lengi þráð að mega sýna þeim æskustöðvar sínar, og núðnætursólina af Vaðlaheiði. ☆ ☆ ☆ þrælkun kvenna Kommúnistar þreytast aldrei a að lofa það mikla frelsi og það Jafnrétti við karlmenn, er þeir s®gja að konur njóti í Sovét- rikjunum og þeim löndum, er kommúnistar hafa lagt undir S1g- Hefir verið bent á það oftar en einu sinni í þessum dálkum, a® jafnrétti kvenna í þessum löndum virðist ekki sízt fólgið í því> að konum er falin ýms erfiðis-vinna, sem meðal sið- ■menntaðra þjóða er talin hæf einungis sterkum og hraustum karlmönnum. f síðastliðnum mánuði kom þessi frétt frá Reuter-frétta- sambandinu: Létt á konum ÁRIS, 4. júní. — Tilkynnt var er í dag, að búlgarska kommún 1 astjórnin hefði gefið út fyrir- S *Panir um að konur mættu e ki aka hjólbörum með þyngra assi en 200 pund. Skipun þessi 6r ®efin út í þeim tilgangi að au velda búlgörskum konUm hfsbaráttuna. a ^agt er, að svipaðar fyrirskip- nir séu væntanlegar frá fleiri kommúnistalöndum. — Nýlega hefir verið skipuð í Tékkósló- vakíu sérstök nefnd, sem líta á eftir því, að konur þurfi ekki að bera hér eftir sem hingað til 200 punda sykursekki, 150 punda hveitisekki, eða aka 400 punda tunnum í vöruskemmum. ☆ ☆ ☆ LITHÁÍSK FLÓTTA- STÚLKA Bezta sönnun þess hvé fólk almennt er óánægt með kjör sín í kommúnistalöndunum, er að það flýr þessi lönd í þúsunda tali, upp á líf og dauða, hvenær sem því gefst tækifæri til þess. I nýkomnum blöðum frá Islandi, er skýrt frá 23 ára gamalli litháískri stúlku, er komst úr greipum kommúnista við Fær- eyjar. Hún var starfandi hjúkr- unarkona á rússneskum togara, er stundaði veiðar í Norður- Atlantshafi. Vegna þess að fram höfðu komið á henni einkenni taugaveiki var hún flutt á sjúkrahús í Þórshöfn 1 Færeyj- um. Á hvítasunnudag átti að flytja hana um borð aftur. Smá- bátur var á leið með hana til togarans, er hún skyndilega stökk fyrir borð og lagði á sund til lands. Nokkrir Færeyingar voru nærstaddir á bát og björg- uðu konunni, héldu til Þórs- hafnar og þar bað hún hælis sem pólitískur flóttamaður. — Yfirvöldin heimiluðu skipstjóra togarans og fleiri skipverjum að tala við hana. Reyndu þeir að hafa áhrif á hana til að breyta ákvörðun sinni, en hún neitaði harðlega. Hún er nú komin til Dan- merkur, en hyggur síðar á Bandaríkjaferð. Flóttastúlkan er frá Litháen, einu Eystrasaltsríkjanna, sem Rússar innlimuðu 1940, eftir að það hafði notið sjálfstæðis frá lokum fyrri styrjaldar. ☆ * ☆ ÍSLENZKAR GLÆSI- KONUR Á íslandi var nýlega staddur kunnur blaðamaður, Harold Champion, er ritar greinar í mörg stærstu og útbreiddustu blöð og tímarit á Bretlandi, og hefir ferðast víða um heim. Var hann ráðinn af Ferðaskrifstofu og Flugfélagi Islands til þess að mæla með ferðalögum til Is- lands í brezkum blöðum og auka þekkingu á landinu. I viðtali við Morgunblaðið segir hann þetta meðal annars: Glæsikonur Almenningur virðist mér hér einnig vingjarnlegur og hjálp- samur, sérstaklega eru íslenzku börnin einstaklega falleg, vel klædd og vel fædd, og tungu- málakunnátta er hér á mjög háu stigi. Og svo kem ég loks að atriði, sem við karlmennirnir höfum alltaf vakandi auga fyrir, en það er klæðnaður og útlit kven- fólksins. Ég hefi ferðast vítt um heiminn og komið til fjölda landa, en hvergi nokkurs staðar hefi ég séð konur jafn vel klæddar né glæsilegar og hér á götunum. íslenzku stúlkurnar eru betur klæddar en þær frönsku og eru það engar ýkjur, og hafa miklu betri smekk en bandarísku stúlkurnar. Þær eru líka glæsilegar á að líta og bera sig afburðavel. Ef þær væru svolítið hlýlegri í viðmóti myndi ég elska þær allar saman! Og þá verð ég líka að segja, að ég hefi óvíða séð karlmenn jafn illa klædda sem hér á landi, og á ég þar við smekkinn. LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 8. JÚLÍ 1954 Minningarorð Elín Sigurðardóttir var fædd 10. júlí 1859 að Kröggólfsstöðum í Ölfusi í Árnessýslu. Foreldrar hennar voru þau Sigurður Gíslason hreppstjóri, á Krögg- ólfsstöðum var hans vagga og þar var hans banabeður, — hann var í beinan karllegg kom- inn frá Sveinbirni Þórðarsyni officialis í Múla, en hið næsta stóðu að honum merkar bænda- ættir; hann var framúrskarandi minnugur og athugull. Móðir Elínar og kona Sigurðar var Valgerður Ögmundsdóttir, dótt- ir Ögmunds bónda á Bíldsfelli í Grafningi, komin af hinni svo- kölluðu Ásgarðsætt, — væn kona og kajrkmikil; — hér er dæmi um kjark hennar. — Einu sinni fór hún með reifastranga (hún var ljósmóðir) og faðir barnsins með henni yfir Ölfusá á ís, en þegar þau voru búin að skila af sér barninu og voru að fara til baka aftur var svo mikið vatn á ísnum og hann svo háll, að hestarnir gátu varla staðið; en allt í einu veit hún ekki fyr til en hestur og maður hverfa ofan í ána; hún fór af baki, skreið á fjórum fótum að vökinni, náði í manninn, þegar honum skaut upp, og bjargaði honum með Guðs hjálp. — Þetta voru nú foreldrar Elínar, en systkinin voru 11 að henni meðtaldri, 7 af þeim komust til fullorðins ára. Þau voru: — Solveig, gift Guðna í Breiðholti; Ögmundur, skólastjóri í Flens- borg í Hafnarfirði; Engilbert, búfræðingur, seinna bóndi á Kröggólfsstöðum; Jón, bóndi á Búrfelli, átti fyrir konu Ingileif Melsteð; Kristján cand. phil. og ritstjóri Lögbergs fyrir tíma; Anna, kona Kristjáns Matthie- son. Elín fór fyrst að hugsa til Ameríkuferðar eftir að faðir hennar dó, og svo herti það á henni þegar hún frétti, að frú Elín móðursystir hennar ekkja Heildarumsetning SÍS nam 500 milljónum króna s.l. ór Aðalfundur Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga hófst í gær að Bifröst í Borgarfirði og sækja hann fulltrúar frá 57 kaupfélögum. SigurSur Kristins son, formaður Sambandsstjórn- ar, setti fundinn og minntist látinna starfsmanna og sam- vinnufrömuða. Síðan var Jör- undur Brynjólfsson, alþingis- maður, kosinn forseti fundarins, en Ólafur Þ. Kristjánsson, kenn- ari, varaforseti. Sigurður Kristinsson flutti skýrslu stjórnarinnar og Vil- riksson stýrði, svo þingfundur til kl. 1 e. h. Kl. 2 var þingfundur settur með guðræknisathöfn, er séra G. Guttormsson stýrði. Eftir að gengið hafði verið frá óloknum málum var gengið til kosninga ágætu fólki, sem hún var hjá ár eftir ár. Hennar mark og mið var, að innvinna sér svo mikið, að hún þyrfti aldrei að vera öðrum til byrði. Hún var þrekmikil og þoldi engan ójöfnuð og forðað- ist það sem óheiðarlegt var; hún var ábyggileg og trú sjálfri sér og öðrum, nýtin og sparsöm og kunni vel að fara með eigur sínar; hún var ákaflega minnug og barngóð. Elín datt og meiddist í öðrum fætinum og gat víst aldrei geng- ið mikið eftir það. Henni var komið fyrir á heilsuhæli, og þar var hún lengi og dó þar. — Þeg- ar ég kom seinast til hennar, sagðist hún vera svo þreytt — svo þreytt. — Litlu seinna lokaði hún augunum og sofnaði svefn- inum langa. Guðs friður fylgi henni. — Við geymum minningu hennar. Anna FréHir af kirkjuþingi Framhald af bls. 1 um og rúma þægilega tvær per- sónur. I sambandi við kostnað- inn við slíkar byggingar benti Betel-nefndin á, sem var frum- kvöðull málsins, að hann mundi verða um $200.000.00, ennfremur tók hún það fram, að menn skyldu ekki láta upphæðina sér of mjög í augum vaxa, því að opinbert fé stæði til boða til slíkra fyrirtækja með óvanalega góðum kjörum, og hún lét þess einnig getið, að byggingarmenn sem hún hefði átt tal við hefðu látið þá meiningu í ljósi, að slíkar byggingar mætti fullgera með fé því, sem að völ væri á að mestu eða öllu leyti. Sam- þykkt var að fela Betelnefnd- inni í samráði við stjórnarnefnd kirkjufélagsins að undirbúa framkvæmdir málsins, ef til- tækilegt þætti. Hitt málið var ekki eins um- fangsmikið, en fyllilega eins róttækt. Það snérist aðeins um eitt orð íslenzka. Það orð er búið að standa í nafni Kirkju- félagsins lúterska í sjötíu ár sem þjóðernislegt merki þess, eða fáni, og hefir gjört meira til þess að efla veg Islendinga og halda uppi heiðri þeirra frá hafi til hafs í þessari heimsálfu, en nokkur einstaklingur eða nokkur annar félagsskapur á meðal íslendinga í álfu þessari. Á þessu þingi fóru menn að amast við þessu orði, og ekki aðeins að amast við því, heldur sóttu með kappi að fá það num- ið burt úr nafni Kirkjufélagsins, sökum þess að öll önnur kirkju- félög í Canada og Bandaríkjun- um voru að afnema öll útlend nöfn úr heitum sínum og að þessi útlendu nöfn væru þrep- skyldir á vegi guðsríkis hér á jörðinni. Samþykt var, þó ótrú- legt sé, að fela stjórnarnefnd kirkjufélagsins að greiða veg fyrir að slík breyting yrði fram- kvæmd á næsta kirkjuþingi, en Elín Sigurðardóttir séra Lárusar og Jón Ögmunds- son á Bíldfelli móðurbróðir hennar væru á förum þangað með fjölskyldur sínar. Hún tók sig því upp og flutti vestur einu ári á eftir þeim. Hún átti fyrst erfitt uppdráttar og leigði her bergi hjá bróður sínum og hélt því alla tíð, en svo mætti hún embættismanna, og voru þessir kosnir: Heiðursforseti, Dr. Rúnólfur Marteinsson. Forseti, Dr. Valdimar J. Ey- lands. Varaforseti, Séra Guttormur Guttormsson. Ritari, Séra H. S. Sigmar. Féhirðir, N. O. Bardal. Stewardship Sec., Séra S. T. Guttormsson. Ass. Statist. Sec., Sigurbjörn Sigurðsson. Rev. B. T. Sigurðs- son. Varaféhirðir N. McClure. Auk þessara manna voru kosnir í framkvæmdarnefndina: Barney Egilson og Mrs. B. Bjarnarson. í Betelnefnd eru séra Sigurð- ur Ólafsson, Dr. P. H. T. Thor- lagson, Valdi Sigurðsson, Skúli Backman, D^n. Líndal, Dr. George Johnson og Haraldur Bjarnason. Erindrekar á þingi Lútersku kirkjunnar í Toronto eru: Séra Bragi Friðriksson og séra S. T. Guttormsson, Barney Egilsson, Mrs. A. Blöndal. Til vara fyrir Barney Egilsson og Mrs. Blön- dal, Hálfdán Thorláksson og Karl Bardal; en til vara fyrir séra Braga og séra S. T. Gutt- ormsson, séra Eiríkur Brynjólfs- son og Dr. Valdimar J. Eylands. Delegates to The Manitoba Temperance Allience Mrs. A. S. Bardal. Yfirskoðunarmaður — Fred Thordarson. Ritstjóri Sameiningarinnar — Dr. Valdimar J. Eylands. Ráðskona Sameiningarinnar, Mrs. Flora Benson. Ritstjóri Parish Messenger — Séra S. O. Thorlakson. Næsta kirkjuþing verður haldið á Gimli. Eftir að sam- þykt hafði verið það höfðing- lega tilboð frá Gimli-söfnuði, sem Barney Egilsson forseti safnaðarins bar fram, var þing- inu slitið. hjálmur Þór, forstjóri, flutti ýtarlega greinargerð um starf- semi Sambandsins á síðastliðnu ári og lagði fram reikninga þess. Vilhjálmur skýrði frá því, að rekstur Sambandsins hefði auk- izt mikið á síðastliðnu ári og orðið meiri en nokkru sinni fyrr. Varð heildarumsetning SIS 500 milljónir króna, þar af 184,5 milljónir hjá Útflutningsdeild og hafði sú deild ein aukið veltu sína um 43 milljónir, og 179 milljónir hjá Innflutningsdeild, sem jókst um 11 milljónir. Aðr- ar stærstu deildir Sambandsins eru Véladeild, sem hafði 36 milljónir króna veltu, Iðnaðar- deild með 29 milljónir og Skipa- deild með 29 milljónir. Vilhjálmur Þór gerði ýtarlega grein fyrir rekstri hinna ein- stöku deilda og afkomu þeirra, svo og afkomu Sambandsins í heild. — Hann skýrði frá nýj- ungum og framkvæmdum árs- ins, en þrátt fyrir allmiklar framkvæmdir, hefir enn sem fyrr verið fylgt þeirri reglu að ráðast ekki í meiri fjárfestingu en nemur eigin fé og hægt er að fá sérstök lán til. Haldið hefir verið áfram að auka skipastól Sambandsins og bættist Dísarfell við á árinu 1953, en á þessu ári kom olíu- skipið Litlafell og Helgafell hljóp af stokkunum, en það er þriðja stærsta kaupskip íslend- inga. Þá skýrði Vilhjálmur frá því, að Sambandið hefði gert fjórar tilraunir til að fá leyfi fyrir kaupum á 16—19 þúsund lesta olíuskipi, en slíkt leyfi hefir enn ekki fengizt. Mun Sambandið halda áfram þessum tilraunum í þeirri von að Islend- ingum auðnist að taka olíuflut.n- inga til landsins í sínar eigin hendur. —Mbl., 1. júlí til þess að slíkt megi verða, þarf lagabreytingu, sem að söfnuðir kirkjufélagsins ættu að hafa eitthvað um að segja. Eftir hádegið á þriðjudaginn hófst fundur aftur með bæn, sem Dr. Rúnólfur Marteinsson flutti og sálmasöng, og svo var fundarstörfum haldið áfram til kvelds, en að skilnaði las séra Sigurður Christopherson biblíu- kafla og flutti ávarpsorð og bæn. Á þriðjudagskvöldið hófst fundur kl. 7.30 með stuttri guðs- þjónustu, er séra S. T. Gutt- ormsson flutti og var svo helg- aður söng og ræðuhöldum. — Ungfrú Ingibjörg Bjarnason og Alvin Blöndal sungu einsöngva, en ungfrú Sigrid Bardal lék undir af sinni kunnu listræni. Söngurinn var prýðilega af hendi leystur hjá báðum og á- þeyrendunum til mikillar á- nægju, og sama er að segja um píanóleik ungfrú Bardal. Ræðumenn kveldsins voru: — Séra S. O. Thorlakson. Ræðu- efni hans var, Christ all in all. Var það mikið mál og flutt af afli og eldmóði. Síðari ræðumaðurinn var séra B. Theodór Sigurðsson. Talaði hann um kirkju íslands á yfir- standandi tíð; var ræða hans bæði fróðleg og skemmtileg, enda prýðilega flutt og og vel frá henni gengið. Við hér vestra erum enn sólgnir í að heyra hvernig hlutirnir ganga heima á ættjörðinni, ekki sízt þegar um eins veigamikil atriði er að ræða, eins og kristilegt og kirkjulegt viðhorf ættþjóðar vorrar. séra Theodór er gjörvu- legur og glæðilegur maður á ræðupalli og með málsnjöllustu mönnum, sem við eigum hér vestra. Á miðvikudagsmorgun hófst þihgfundur kl. 9 með guðrækn is-athöfn, er séra Jóhann Fred- Frá íslandi Hinn 30. þ. m. er von á hópi búnaðarsérfræðinga hingað frá Norðurlöndum og verða í þeirri för 36 karlar og konur, þar af 22 frá Noregi. Gestir þessir sækja hér búnaðarmót, sem Islands- deild Norræna búfræðifélagsins efnir til, og ferðast um landið til þess að kynnast íslenzkum búnaðarháttum. Mótið verður sett í hátíðasal háskólans 1. júlí. Norræna búfræðifélagið var stofnað 1918, Islandsdeild þess 1927. Norrænt búnaðarmót er haldið þriðja hvert ár á vegum félagsins, en það mót, sem hér verður haldið, telst aukamót, og er haldið til þess að gefa nokkr- um búnaðarfrömuðum í ná- grannalöndunum kost á að kynnast búnaðarháttum hér- lendis, en kostnaðar vegna er óhægt um vik að halda hér fjöl- menn mót. Earn Extra Money Easily — Diggitig SENECA R00T R S No experience is needed to harvest this big pay crop ali ready and waiting for you to “go out and get it”. All you need is a shovel. Organize your own digging parties. Everyone will make money. There is always a ready market for you, at highest prices, through K.S.B. Write for a supply of Shipping Tags (free) so fhat you niay ship your Seneca Root collection daily for prompt cash returns. R. S. ROBINSON S SONS CO. LTD. )The World’s largest Distribotors tf Seneta Roet siiut 1883( 43-51 10UISE ST. WINNIPEG, M A N,,

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.