Lögberg - 08.07.1954, Blaðsíða 4

Lögberg - 08.07.1954, Blaðsíða 4
4 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið fit hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SAEGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáakrift rltstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 743-411 Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram The “Liögbergr” ia printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Oífice Department, Ottawa Sauðfjárrækf- á fallanda fæfri Arið 1871 var tala sauðfjár hér í landi tvisvar sinnum hærri en í fyrra. Meðan á síðustu heimsstyrjöld stóð var geisimikil áherzla lögð á sauðfjárræktina, eigi aðeins vegna kjötsins, heldur og engu síður vegna ullarinnar, því svo sem vænta mátti gekk ullarefni þá mjög í súginn. Árið 1871 nam tala sauðfjár freklega þremur miljón- um og var canadiska þjóðin þá sjálfbirg að öllu um sauða- kjöt, lambakjöt og ull; nú er svo komið, að frá þeim tíma hefir sauðfé í landinu fækkað um helming, eða jafnvel meira en það; það sýnist því liggja nokkurn veginn í augum uppi, að við svo búið megi ekki lengur standa, eigi ekki þessi mikilvæga framleiðslugrein að fara í kalda kol. Á því tímabili, sem nú var sagt frá, voru ræktaðar bújarðir í landinu miklu færri en nú á dögum, fé í meiri hættu af völdum úlfa, er kalla mátti að léki lausum hala um land alt; þá var lítið um ullarverksmiðjur og þröngt um markaði; þó töldu bændur það ómaksins vert, að koma á fót stórum sauðahjörðum og var þó beitiland hvergi nándar nærri jafn víðtækt og það nú er vegna hinna miklu skóga, er þöktu landið og eigi hafði tekist nema að litlu leyti að ryðja. Það er eitthvað meira en lítið bogið við búnaðarháttu vora, er vér verðum til þess knúðir að flytja inn kynstrin öll af ull, mestmegnis frá Astralíu, að viðbættum inn- flutningi lambakjöts víðsvegar að. Tímarnir breytast og mennirnir með, og fataefnin taka einnig breytingum; þó verður sú staðreynd eigi umflúin, að fallegustu fötin og þau endingarbeztu séu jafnan unnin úr ull. Þegar maður hlustar á markaðsfréttirnar á morgnana og sagt er frá tölu þess stofns, sem kemur í gripakvíarnar í St. Boniface til slátrunar, eru nautgripir þar jafnan efstir á blaði, en næst þeim að höfðatölu koma svínin; það er engin ný bóla, að þulurinn komist þannig að orði í útvarps- fréttunum varðandi markaðinn frá degi til dags: No Sheep or Lamb — enginn sauður eða lamb. Lítt munu skiptar skoðanir um það, að sauðakjöt sé holl og ljúffeng fæða, og þá ekki síður dilkakjötið, sem er flestum fæðutegundum auðugra að bætiefnum; og það er óneitanlega hálfvegis andhælislegt ef íbúum þessa lands verður meinaður aðgangur að þessari ágætu fæðu nema þá vegna innflutnings slíks kjötmetis um óravegu frá öðrum þjóðum. ☆ ☆ ☆ Kynþáttaflokkun Forsætisráðherra Suður-Afríkusambandsins, Dr. Malan, er ekki alveg á því að slaka til varðandi hina illræmdu kynþáttaflokkun í landi sínu; er hæztiréttur landsins í fyrra komst að þeirri niðurstöðu, að slík flokkun bryti í bága við stjórnarskrána, var hann ekki lengi að velta því fyrir sér hvað taka skyldi til bragðs, og niðurstaðan varð engin önnur en sú, að sjálfsagt væri að nema hæztarétt úr gildi með þingsamþykt, eða þá að nafninu til með lögum. Dr. Malan telur sig eftir sem áður lýðræðissinna, en sé hér ekki um Fasistabrennimark að ræða, hvað er það þá? Naumast verður annað réttilega sagt, en í ríki Dr. Malans séu blökkumenn í raun og veru lítið annað en út- skúfuð peð, óferjandi og óalandi öllum bjargráðum; þeir mega ekki stíga upp í sama vagn og hvítir menn og þeir mega vitaskuld heldur ekki sitja til borðs með hvítum mönnum, en í járnbrautarstöðvum eru þeir aðskildir með köðlum; og þetta er þá mannfrelsið, þó komið sé fram yfir miðbik tuttugustu aldar, sem ýmsir burgeisar státa svo mikið af og ráða ekki við sig af sjálfsdýrkun. Góðu heilli kvað ekki alls fyrir löngu við annan tón í Bandaríkjunum þar sem hæztiréttur þeirrar voldugu þjóð- ar úrskurðaði í einu hljóði, að framvegis skyldu börn Negra og annara þjóðfélagsþegna sitja á sama bekk í öllum skólum landsins; yfir höfuð að tala verður ekki annað sagt, en dómsúrskurðinum væri vel fagnað, þó nokkurs úlfaþyts yrði fyrst í stað vart í Suðurríkjunum, eða að minsta kosti sumum þeirra, en þar voru Negrar hafðir útundan og kosti þeirra þjakað í meira en hálfa aðra öld; telja má þó víst, að Suðurríkin sætti sig við orðinn hlut og taki áminstum úrskurði með jafnaðargeði, enda hafa ýmsir forustumenn þeirra, svo sem ríkisstjórinn í Georgíu, skorað á samþegna sína, að virða að öllu lög landsins og láta ekki tilfinningarnar hlaupa með þá í gönur. Ætla mætti að Dr. Malan hefði látið sér sérmál Banda- ríkjanna í þessu efni alveg óviðkomandi, en svo varð þó ekki; svo ríkt var Negrahatrið í blóði hans og vitund, að hann lét sér sæma að úthúða Bandaríkjunum fyrir þá sjálf- sögðu mannréttindaákvörðun þeirra, er hæztiréttur fyrir hönd þeirra tók, og ekki þoldi lengri bið. Engin hugsjón er fri^arhugsjóninni fegurri; óspiltir, rétthugsandi menn þrá frið og vilja mikið á sig leggja þvi háleita markmiði til fulltingis; en því miður eru ekki allir menn rétthugsandi, og þá allra sízt þeir, er synja vilja sam- þegnum sínum um almenn mannréttindi vegna þjóðernis- legs uppruna eða litarháttar. LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 8. JÚLl 1954 SÓLMYRKVINN: — Stórkosf-legasta náttúrufyrirbrigði síðan Hekla gaus Á Skógasandi féll myrkur yfir landið og stjörnur skinu á himni Þeir, sem sáu sólina al- myrkvast í gær voru vitni að einu stórkostlegasta nátt- úrufyrirbæri, sesn augum getur að líta. Um hádaginn féll myrkur yfir landið, napur gnjóstur næddi um menn og skepnur, og stjörn- ur skinu á himni eins og á vetrarnóttu. Þar sem frétta- menn Mbl. voru staddir á Skógasandi undir Eyja- fjöllum, stóð hinn algeri sól- myrkvi í rúmlega'eina mín- útu. Að þeim tíma liðnum kom örlítil rönd af sólinni fram undan tunglinu og inn- an skamms skein hún glatt í heiði. Heimurinn varð á ný bjartur og hlýr, þar sem fyrir örskammri stundu hafði ríkt hrollvekjandi myrkur og kuldi. Sólmyrkvaflug með Snæfaxa Gærdagurinn rann upp heiður og bjartur hér sunnanlands. Var það mjög mikils virði fyrir vís- indalegar rannsóknir á sól- myrkvanum. Flugfélag íslands vildi gera sitt til þess að auð- velda blaðamönnum að fylgjast með þessu merkilega náttúru- fyrirbrigði og bauð þeim þess vegna með í sólmyrkvaflug (sbr. miðnætursólarflug) til Vest- mannaeyja. Skyldi sú ferð hefj- ast laust fyrir kl. 11 árdegis. En vindur gerðist þá of hvass til þess að unnt væri að lenda á flugvellinum í Eyjum. Var þess vegna stefnt austur á Skógasand undir Eyjafjöllum, sem einnig var á því svæði, þar sem al- myrkvi mundi verða á sólu. Fararkosturinn var Snæfaxi, hin nýja Douglas-Dakotavél Flugfélagsins. Var hún fullskip- uð farþegum, ungum og göml- um, konum og körlum. Yngsti farþeginn mun hafa verió innan við 10 ára en hinn elzti á átt- ræðisaldri. Fögur fjallasýn Þegar flogið var austur með landinu var útsýni hið fegursta. Suðurlandsundirlendið breiddi úr sér með nýslegnum túnum, stórfljótum sínum, ægisöýndum og brimfextri strönd. Inn í land- inu blöstu við eldfjöll og jöklar, úti í hafi risu Vestmannaeyjar upp úr Djúpinu. Yfir þetta svip- mikla land skein júnísólin, heit og sterk. En innan skamms mun hún sortna og dimmur skuggi sólmyrkvans fara með ægihraða yfir allbreitt belti af suðurhluta landsins. Fjöldi bifreiða sást á austurleið á þjóðveginum. Á Skógasandi Þrjátíu og sex mínútum eftir að lagt var af stað úr Reykjavík erum við lentir á Skógasandi. Klukkuna vantar nú rúmlega 20 mínútur í tólf. Við bregðum þykku dökklituðu gleri fyrir augun og horfum til sólar. Jú, sólmyrkvinn gengur samkvæmt áætlun. Vísindamönnunum hef- ir ekki skjátlast. Tunglið er að þoka sér fyrir sólina. Það er rétt eins og það sé að smáéta af henni hægra megin. Byrjað að skyggja Kl. er 11.50. Það er greinilega farið að skyggja og kólna. Þarna á sandinum eru nú 6 flugvélar, þar af tvær stórar Dakotavélar. Hitt eru litlar einkaflugvélar. Samtals munu vera þarna 70 til 80 manns. Fólkið er flest í ná- munda við vélarnar. Allir eru með gler fyrir augum og horfa til himins. Gegnum glerið sést hin minnkandi sólskífa. Nú er svo komið að ef horft er andar- tak til sólar með berum augum þá sést skarðið í hana greinilega. Við erum að verða hálf loppin. Veður er kyrrt en andvarinn verður að kaldri og óhugnan- legri nepju. Svartur sandurinn, sem við stöndum á, verður þung- búnari á svipinn og skrúðgrænt landið upp af honum missir smám saman lit sinn. Það skygg- ir smám saman meira. Sólskífan er orðin örmjó. Útsýnið þreng- ist. Nú sést varla orðið til Vest- mannaeyja. Út við sjóndeildar- hringinn bregður kvöldroða á himininn, eins og rétt eftir sólarlag. Tilrandi sólmyrkvarákir býlgjasi yfir landið Nú er kl. orðin rúmlega 12. Titrandi sólmyrkvarákir bylgj- i gerast. ast yfir landið og gefa umhverf- inu einhvern dularfullan og annarlegan svip. Fólkið stendur flest grafkyrrt eins og í ofvæni. Ljósmyndararnir hafa komið sér upp nokkurs konar „rannsókn- arstöðvum“ á víð og dreif í ná- grenninu. Nú er þess örskammt að bíða að sólin almyrkvist. Tunglið hefir gert jarðarbúum þann grikk að leyfa sér að skyggja á hinn mikla orkugjafa þeirra, sem öllu mannlegu lífi ræður. dimm ský bera við sjóndeildar- hringinn. Allir litir eru horfnir úr landslaginu, túnin eru ekki lengur græn og fólkið á sandin- um en álengdar séð eins og dökkur skuggi. Manni verður hrollkalt. Örstutta stund, fyrst eftir almyrkvan, er óhætt að horfa berum augum á hina svörtu kringlu, sem milljónir manna beina nú athygli sinni að. Undir Eyjafjöllum blikar rafmagnsljós í glugga. Þessi sýn er engu öðru lík, sem nokkru sinni hefir borið fyrir augu okkar, sem þarna stöndum. Þetta er stórfengleg- asta náttúrufyrirbrigði, sem ég hefi séð, að fráskildu Heklugosi. Það er sannarlega ómaksins vert að þakka vísindamönnum, sem hafa reiknað það út upp á mínútu, hvenær þessi undur „Sól ter sortna" Kl. er rúmlega 5 mínútur yfir tólf á hádegi. Sólin hefir al- myrkvast. Nokkrar undrandi og lítilsmegandi verur horfa til himins upp frá Skógasandi á Is- landi. I sólarstað sjá þær nú að- ein svarta kringlu. En um- hverfis hana er örmjór glóandi hringur, sem fögrum geisla- krans stafar út frá. Nú er sem^nótt hafi fallið yfit. Stjörnurnar tindra á himni, Birtir á ný Hinn algeri sólmyrkvi stendur yfir í rúma mínútu á Skóga- sandi. Að þeim tíma loknum tekur rönd af sólinni að sjást á ný. Og þá birtir undra fljótt. Stjörnurnar dofna og hverfa. Það verður aftur hlýtt og hið myrkvaða belti jarðarinnar nýt- ur dags og sólar. Það er upphafningar- og gleði- svipur á fólkinu, sem horft hefir á sólmyrkvann. Við höfum verið vitni að undursamlegu fyrir- brigði, séð myrkur og ljós víkja hvort fyrir öðru á örskömmum tíma, dag og nótt takast í hend- ur og skilja á ný með furðu- legum hætti. Heimsókninni á Skógasand er lokið. Snæfaxi lyftir sér til flugs og leiðin liggur um loftin blá til Reykjavíkur. Svo bíðum við næsta almyrkva á sólu rólegir í svo sem eitt hundrað og þrjátíu ár!! S. Bj. —Mbl., 24. júní Fréttir fró rékisútvarpi íslands Framhald af bls. 1 Sambandsráðsfundur Ung- mennafélags Islands hófst í Reykjavík í gær og er þar m. a. rætt um norræna æskulýðsmót- ið að Laugarvatni, sem Ung- mennafélag Islands gengst fyrir. Mótið hefst á miðvikudaginn kemur og eru þátttakendur um 50, þar af 30 útlendingar, sem koma með skipinu/Heklu. Eru þar menn frá Norðurlöndum öll- um nema Færeyjum. Mótið stendur til þriðjudagskvölds 6. júlí. ☆ Prestastefna Islands var hald- in í Reykjavík í vikunni, sem leið, og sóttu hana 112 vígðir menn. Hún hófst með guðsþjón- ustu í dómkirkjunni í Reykja- vík á mánudaginn og vígði biskup þar sex guðfræði- kandídata. Síðar um daginn flutti biskup skýrslu um störf og hag kirkjunnar á liðnu synodus- ári. Á árinu höfðu látist 5 prest- ar og 5 fengið lausn frá prests- skap, en sjö bætzt í hóp presta. Óveitt eru 10 prestaköll, í fjór- um þeirra eru settir prestar en 6 er þjónað af nágrannaprestum. Tala þjónandi presta er nú 110, en embættin eru 116 að lögum. Stofnaðir voru 9 kirkjukórar á árinu og eru þeir nú samtals 175 á landinu. Á árinu voru sett lög um Kirkjubyggingasjóð, er taka skal til starfa 1955. Leggur ríkið sjóðnum til hálfa milljón króna á ári í næstu 20 ár. Úr sjóðnum skal veita vaxtalaus lán til bygg- ingar kirkna og endurbóta á kirkjum. Ennfremur tekur sjóð- urinn að sér að greiða vexti af lánum, sem söfnuðir hafa tekið á seinni árum til kirkjubygg- inga eða meiri háttar endurbóta á kirkjum. — Aðalmál Presta- stefnunnar var Kirkjan og líknarmálin. Meðal ályktana voru þessar: Æskilegt var talið, að skipaður verði sérstakur prestur í Reykjavík fyrir sjúkra húsin, er vinní þar einkum sál- gæzlustarf. Því var fagnað, að Brjóstmynd af Svcini Björnssyni forseta Hinn 16. júní s.l. var afhent á Bessastöðum brjóstmynd af Sveini Björnssyni, forseta. Lík- anið er steypt í eir eftir frum- mynd Einars Jónssonar. Er hér um að ræða gjöf til Bessastaða frá mönnum af ís- lenzkum stofni í Bandaríkjunum svo og frá öðrum vinum íslands þar. Prófessor Richard Beck, ræðis maður Islands í Norður-Dakota, afhenti gjöfina fyrir hönd gef- enda, en forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson, veitti henni viðtöku. Viðstaddir athöfnina voru ýmsir Vestur-Islendingar, sem staddir eru hér á landi, utan- ríkisráðherra og börn Sveins Björnssonar og tengdabörn, sem hér eru. —Mbl., 17. júní „lceland", mynda- bók MaImbergs og Helga P. Briem Komin er út ný útgáfa af íslandsmyndabók Hans Malm- bergs með formála á ensku eftir Helga P. Briem, sendiherra, og enkum skýringartextum með myndum, og hefir Helgi P- Briem einnig samið þá. Bók þessi hefir komið út áður með sænskum texta og vakti þá mikla athygli. Myndirnar hefir Malmberg tekið á ferðum sínum víðsvegar um landið, úr bæjum og sveitum, af atvinnulífi og landslagi, á heimilum og víðar. Þá er textinn með ágætum. Bókin er í aðalatriðum með sömu myndum og áður, en þó eru þar nokkrar nýjar myndir, allt að 20. — Bókaverzlun ísa- foldarprentsmiðju hefir aðal- útsölu bókarinnar hér á landi. —Mbl., 1. júlí Reykjavíkurbær mun nú hafa í undirbúningi að koma upp tóm- stundaheimilum fyrir æskulýð bæjarins, og væntir kirkjan þess að samstarfs verði leitað við presta bæjarins, er til fram- kvæmda kemur. Brýn nauðsyn var talin bera til þess að komið verði upp á næsta hausti viðun- andi hæli fyrir þá, sem verst eru staddir vegna ofdrykkju, og var biskupi falið að ræða þetta mál við dómsmálaráðuneytið. Æski- legt var talið að kirkjan helgi einn sunnudag á ári málefni kristniboðsins eftir frekari fyrir- mælum biskups. ☆ Þingvallanefnd hefur nú með höndum margvíslegar fram- kvæmdir eða undirbúning fram- kvæmda í þjóðgarðinum á Þing- völlum. Nenfdin hefur m. a. samþykkt að beita sér fyrir al- mennri fjársöfnun til þess að koma upp nýrri kirkju á Þing- völlum, er jafnframt verði minnismerki um þann merka at- burð sögunnar, er kristni var lögtekin þar. Allmikið hefur verið gert að því að auka gróður í þjóðgarðinum og hafa alls verið gróðursettar þar um 200.000 trjáplöntur. ☆ Stjórnir Norræna félagsins og sænsk-íslenzka félagsins í Sví- þjóð hafa ákveðið að veita 5 ís- lenkum leikurum styrk til kynnisdvalar í Svíþjóð. Fá fjórir þeirra 1400 krónur hver, en einn 700 krónur. Norski píanóleikarinn Rief- ling hélt þrisvar sinnum tón- leika í Reykjavík í vikunni, sem leið, tvisvar sinnum á vegum Tónlistarfélagsins og einu sinni fyrir almenning. — Ameríski organleikarinn Power Biggs heldur hljómleika í dómkirkj- unni í Reykjavík annað kvöld. Hann heldur hljómleika þessa á vegum Félags íslenzkra organ- leikara og Tónlistarfélagsins. ☆ Flokkur fimleikamanna írá Finnlandi sýnir um þessar mundir áhaldaleikfimi í Reykja vík og víðar. Flokkurinn er hér á vegum Glímufélagsins Ár- manns. ☆ Snemma í næsta mánuði fer fram í Halden í Noregi 15. lands- mót Norðmanna í fimleikum og hefur þangað verið boðið flokk- um frá Norðurlöndum öllum. Af Islands hálfu sýnir þar 10 manna flokkur frá K.R., er æft hefur áhaldáleikfimi síðan 1949. Kenn- ari og fararstjóri er Benedikt Jakobsson. ☆ I gær lauk í Prag svæðismóti í skák og kepptu þar 20 beztu skákmenn Norðurlanda, Mið- Evrópu og fleiri landa. Friðrik Ólafsson og Guðmundur Pálma- son kepptu af hálfu lslendinga> og varð Friðrik sjötti í röðinni með III/2 vinning, og þykir vel gert af svo ungum pilti í svo harðri keppni. — Guðmundur Pálmason hafði sjö vinninga. TILKYNNING Þeir lögfræðingarnir LAMONT og BURIAK 510 Childs Building hér í borg, hafa ákveðið að setja á fót lögmanns- skrifstofu í Árborg, Man., snemma í júnímánuði næstk. Mr. Arthur Kristján Swainson, L.L.B., sem er meðlimur áminsts lögfræðingafélags, mun veita þessari nýju skrif- stofu forstöðu, eða ef svo ber undir, annar starfsmaður félagsins. Lögfræðinginn verður að hitta vikulega í Arborg á föstudögum og laugardögum og ef þörf gerist aðra daga vikunnar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.