Lögberg - 08.07.1954, Blaðsíða 7

Lögberg - 08.07.1954, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 8. JÚLÍ 1954 7 Kven-sendibílstiórinn Mörgum þótti það mikil býsn fyrir rúmum 22 árum, er ung stúlka sást aka sendiferðabíl um götur bæjarins, og enn kárnaði gamanið, þegar hún sást rogast °ieð smjörlíkiskassa út úr bíln- um og inn í búðir kaupmanna ^ér í bænum. Sumir töldu, að þetta væri fráleitt starf fyrir kvenmann, og eitthvert „nýmóð ms“ uppátæki, sem ekki næði neinni átt. En stúlkan, sem ók sendi- ferðabílnum svo snarlega um bæinn, rogaðist með smjörlíkis- kassana og seldi kaffi og krydd- vörur um leið, kærði sig koll- °tta. Hún undi starfanum vel, — máske meðal annars vegna þess, að hún vissi sem var, að hún var brautryðjandi í þessum efnum bér á landi, og að fjöldi annarra blómarósa bæjarins sáröfund- uðu hana af bílnum, derhúfunni °g leðurjakkanum, sem heyrðu úl þessum nýstárlega starfa. f dag myndi enginn veita því athygli þótt stúlka æki sendi- ferðabíl. Við lifum á öld kven- frelsis, kvenréttinda og jafnræð- ls á flestum sviðum, og nú þykir kvenfólkið hlutgengt til nær allrar vinnu. En það er ekki úr vegi að rifja upp í Samborgara- þættinum 1 dag, því að þetta þóttu mikil tíðindi er þau gerð- Ust, og „Litli Svanur“, bíllinn, sem þessi djarfi sendibílstjóri ók, vakti umtal og forvitni, sem margir minnast enn í dag, þótt liðin séu rúm 22 ár. Þessi fyrsti kven-sendibíl- stjóri Islands heitir Hulda Dag- mar Gunnarsdóttir, og fyrir nokkrum dögum heimsótti ég bana á Grettisgötu 2, þar sem hún bauð mér upp á kaffi, pönnu kökur, bananaköku og fleira góðgæti og þetta var það, sem hún sagði: Ég er ekkert feimin við að segja til um aldur minn. Ég er fædd 8. maí 1912 í Þingholtun- Um, nánar tiltekið Þingholts- stræti 8, næsta húsi við Guten- berg. Foreldrar mínir eru Gunn- ar Ólafsson, bílstjóri nætur- læknanna um árabil, og Guð- hjörg Kristófersdóttir, sem nú er búsett í Danmörku. Ég ólst aðallega upp hjá ömmu minni og afa, Ástríði Jónsdóttur og Kristó fer Bárðarsyni, en þau fórust í eldsvoða á Bergþórugötu 16 fyr- lr nokkrum árum. Fyrstu fimm ár ævi minnar hjó ég í Þingholtsstræti, en frá fhnm ára aldri fram að ferm- irigu á Grundarstíg 3, í húsi Steingríms heitins Arasonar. — f^að var gaman að alast upp í ^ingholtunum. Þar var nóg af skemmtilegum krökkum, bíla- umferð var lítil, og gott svigrúm til ýmissa leikja, en götur og húsagarðar voru okkar leikvell- lr. eins og títt var um krakka í þsnn tíð í þeirri Reykjavík, sem nú er óðum að hverfa. Við „hurfum fyrir horn“ hjá fsrsóttahúsinu, og oft hentum Vlð okkur niður af steinveggn- Um ofan við Miðstræti 5, en þar Var gott um felustaði. Annar felustaður, sem mikið var notað- Ur. var bak við Guðspekifélags- húsið. Það hlýtur að hafa verið meira gaman að vera krakki í þá daga en nú, haldið þér það ekki? Eg gekk í Miðbæjarskólann, enda ekki um aðra skóla að rmða þá, — enginn Austurbæjar skóli, Melaskóli eða Laugarnes- ®kóli. Skólastjóri var þá Morten ffansen og síðar Sigurður Jóns- Son- Aðalkennari minn var Ás- Seir Magnússon, en auk þess enndi mér fröken Guðlaug rason. Hún kenndi skrift, eins °g margir rosknir Reykvíkingar ^mnast. Hún þótti víst oft hörð 1 °rn að taka, hélt uppi járn- aSa, og brá stundum reglustrik- a loft, — en alltaf var hún skuleg við mig. Guðrún Daní- sdóttir kenni kristin fræði, ljúf °na 0g gðð, sem öllum þótti Va?ut um. fermdist í Dómkirkjunni vorið 1926 hjá séra Friðrik Hall- grímssyni. Það var víst önnur ferming séra Friðriks hér, að mig minnir. Svo urðu nokkur umskipti í lífi mínu, því að ég fór til Dan- merkur mánuði síðar. ----☆----- Gekk í svefni Mig langaði alls ekki til þess að fara til Hafnar, því að hér heima kunni ég svo vel við mig. En ýmsar ástæður lágu til þess, að svo varð að vera. Ég fór með íslandinu gamla með föðursyst- ur minni, Unni ólafsdóttur. A nóttunni var ég bundin við hana, því að ég hafði átt vanda til þess að ganga í svefni. Allt gekk þetta vel, og svo einkenni- lega vildi til, að eftir þessa sjó- ferð hefi ég aldrei gengið í svefni. Annars var þetta mesta vandræðaástand, og ég man eftir því, að oft faldi afi útidyra- lykil fyrir mér, til þess að ég tæki hann ekki í svefni og labb- aði út. En venjulega fann ég lykilinn — sofandi, — enda þótt ég hefði ekki hugmynd um, hvar hann væri falinn. Fólkið mitt átti sem sagt í erfiðleikum með mig vegna þessa. En sem sagt, þetta hvarf við sjóferðina. — Ég var í Höfn á fjórða ár, — bjó úti á Norðurbrú. Ég var aðstoð- arstúlka á heimili Brönnums nokkurs húsameistara, ágætu fólki, sem átti hvert bein í mér. Stjúpi minn reyndist mér líka ágætlega, svo að það var ekki þessu fólki að kenna, að mér leiddist, en mig langaði samt heim til Islands. Svanur fer af stað Heim kom ég sumarið 1929. Svo bjó ég hjá pabba í ein tvö ár, en árið 1930 var fyrirtækið Svanur stofnað, rétt fyrir jólin. Mig langaði til þess að fá þar einhverja vinnu, og fór að tala við H. J. Hólmjárn forstjóra, en hann var tengdur mér. Hann var þá nýbúinn að ráða stúlku og gat ekki fengið mér neitt að gera. En svo vildi það til, að stúlka þessi varð fyrir slysi, meiddi sig á hendi, og var ég þá beðin að aðstoða í forföllum hennar. Það var við pökkun á smjörlíki. Þá var minna um vélakost. Við mótuðum smiör- líkið og slógum svo utan um það pappír. Þetta var erfitt verk, og lítið um samtök þeirra, sem unnu í iðnfyrirtækjum. Við byrjuðum kl. 7 á morgnana, en réðum því, hve lengi við ynnum. Okkur var sagt að ljúka við tvo eða þrjá strokka, og svo fór það eftir dugnaði okkar, hve lengi við vorum að þessu. Oft vorum við búin kl. 2 eftir hádegi, — unnum þetta líkt og ákvæðis- vinnu. Eftirspurn eftir smjörlíki óx, og ég varð vongóð um, að mér yrði ekki sagt upp vinn- unni. Dramur, sem rættist Síðan bar það til, sumarið 1931, að starfsfólki í Svaninum var boðið í bílferð til Þingvalla. Meðal þátttakenda var Júlíus heitinn Kolbeins, sem var með- eigandi í fyrirtækinu. Við tók- um að spjalla saman, og hann skýrði mér frá því að innan tíðar væri væntanlegur lítill bíll til viðbótar þeim, sem fyrir var, og átti að aka út smjörlíki í honum og öðrum vörum, sem Svanúr framleiddi. Ég sló því þá fram, að ég kynni á bíl, — hafði lært hjá pabba. Mig dreymdi sem sé um að fá að aka þessum bíl. Þetta var óska- draumur minn. Svo leið fram á haust. Þá kallaði Hólmjárn á mig inn á skrifstofu til sín. Ég hélt helzt, að nú ætti að reka mig. En það var nú ekki. Hann spurði mig, hvort ég vildi aka nýja bílnum. Ég hélt nú það, og lá við, að ég hrópaði upp yfir mig af kátínu. Svo tók ég bílpróf 23. október 1931 og þar með hófst bílstjóraferill minn. „Liili Svanur" Þetta var lítill Austin-bíll, númer RE-966, kallaður „Litli Svanur“, enda var fagurlega málaður aftan á hann hvítur svanur. „Litli Svanur“ varð fljótlega vinsæll í bænum, enda alger nýjung. Ég fór venjulega með 200 kg. af smjörlíki út á morgnana, fór fyrst upp á Hverfisgötuna, niður Laugaveg, og síðan um Njálsgötu og Grettisgötu. Sumir kaupmenn vildu, að ég kæmi til þeirra fyrr, færi ekki hina tilskildu „rútu“. Starfinu fylgdi eins konar ein- kennisbúningur, derhúfa með silfurlitum svani, og brún leður- úlpa. Þetta vakti óhemju at- hygli í byrjun. Fólk utan af landi, sem kom í bæinn, hafði heyrt um þetta fyrirbæri, og spurði mig stundum, hvort ég væri „litla stúlkan í svanabíln- um“. Þá vildu aðrar stúlkur komast í svipað starf, en kaup- menn sáu, að þetta var síður en svo út í bláinn. Enda fór það svo, að síðan fékk skóverzlun Lárusar sér bíl og stúlku, enn- fremur Silli og Valdi, Kaupfé- lag Reykjavíkur og fleiri. Lærði af reynslunni Vinnan og aksturinn gengu vel. En þó varð ég einu sinni fyrir slæmu áfalli, hinu eina, sem ég hefi orðið fyrir bæði fyrr og síðar í sambandi við akstur. Ég kom niður Vitastíg með tóman bílinn. Þá bað Hólmjárn mi^ að skreppa með sig niður í banka, — það lægi mikið á. Við ókum niður Vatns- stíginn og niður á Skúlagötu. Á undan mér var vörubíll. Ég ætlaði fram úr honum og flaut- aði, þá jók hann hraðann, og hætti ég þá við það, ók á eftir honum. Svo uggði ég ekki að mér, og allt í einu snarstanzaði bíllinn á undan mér, með þeim afleiðingum, að „Litli Svanur“ rakst aftan á hann. Vatnskass- inn gekk inn, vatnið flóði á göt- una, og fleiri skemmdir urðu. Ég man, að Hólmjárn tautaði: „Þá er þessi búinn að vera“. Svo var bíllinn dreginn inn í port hjá Garðari Gíslasyni, og þar stóð hann undir striga- ábreiðu í mánuð, meðan verið var að fá í hann varahluti. Ég var alveg eyðilögð út af þessu. En mikið held ég, að ég hafi lært af því. Síðan hefi ég aldrei orðið fyrir neinu slíku, ekki svo mikið sem skrámað bíl, og hefi þó ekið mikið. Var mér ofviða Ég ók „Litla Svan“ í rúm 3 ár. Það var mikið at og hörð sam- keppni. Ég man, að oft hitti ég keppinauta mína frá hinum smjörlíkisgerðunum, Guðmund hjá Smára, Einar í Ljóma og Ásgarðs-manninn, sem ég man ekki hvað hét, hjá kaupmönn- um. Aldrei var talazt við, — þetta var svo hörð samkeppni. Samt vorum við beztu vinir. Mér gekk ágætlega sölumennsk- an, því að ég stundaði hana jafn- framt akstrinum. Tók ég pant- anir á smjörlíki, kaffi og efna- gerðarvörum. Kannske mér hafi gengið svona vel af því að ég var kvenmaður, að minnsta kosti vildu kaupmenn mjög gjarna verzla við mig. Ásbjörn frændi minn Ólafsson var líka sölumaður hjá Svan þá, og ók hinum bílnum á móti mér. Hann var hörkuduglegur sölumaður. Stundum fórum við í alla spítal- ana og hótelin og seldum mikið. Ég komst upp í 900 kg. á dag, sem þótti ágætt. En svo varð þetta of erfitt, og þegar ég hætti, varð ég að liggja í rúminu í nokkra mánuði, — ég hafði bók- staflega ofreynt mig á smjör- líkiskössunum. í Fjörðinn Tvisvar í viku fór ég suður í Fjörð. Þá var ég rríeð hlaðinn bíl af smjörlíki, en auk þess tók ég oft vörur fyrir tóbakseinkasöl- una, sem hafði engan bíl, venju- lega sígarettur, rjól og þess konar. Þá var „Litli Svanur“ sneisafullur. Ég fór venjulega BERLÍN — Tvískipta höfuðborgin Áður en seinni heimsstyrjöld- in hófst, voru 4.240.000 manna í Berlín, og hún var þá ein af fjórum stærstu borgum í heimi, hreinleg borg og menningar miðstöð. En að stríðinu loknu 1945 var svipur borgarinnar allur annar. í stríðinu hafði 71.000 smálest- um af sprengiefni verið ausið yfir hana og 28.000 hús voru í rústum. Og þá voru þar ekki eftir nema 2.880.000 manna. í stríðslok réðu Rússar einir lögum og lofum í borginni og hegðuðu sér þar að eigin geð- þótta í sigurvímu hins volduga. En með Potsdamsamþykktinni var svo ákveðið að Berlín skyldi skipt í fjögur hernámssvæði og herstjóri settur yfir hvern borgarhluta-. Var það í öndverð- um júlí 1945 að Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn tóku við yfirráðum hernámssvæða sinna og neyddust Rússar þá til að yfirgefa mikinn hluta borgar- innar. Þá var eins og þungu bjargi væri létt af íbúum Vestur-Berlínar. Samvinnan milli hinna sigr- andi stórvelda fór fljótt út um þúfur. Þegar á árinu 1946, hófu blöðin í Austur-Berlín, sem gefin voru út með leyfi og undir umsjá Rússa, harðvítugan áróð- ur gegn Bandaríkjamönnum, kölluðu þá yfirgangsseggi og kúgara og öllum illum nöfnum. — Það var skipulagður áróður af hendi Rússa. — Blöðin í Vestur-Berlín tóku upp þykkj- una fyrir hernámsyfirvöldin þar og gengu þannig klögumál- in á víxl, en jafnframt breikk- aði „vík á milli vina“. Snemma í október 1947 byrjuðu Rússar á því að taka fasta alla þá menn í Austur-Berlín sem höfðu blöð frá Vestur-Berlín í fórum sín- um. Jafnframt bönnuðu þeir málfrelsi. I árslok 1947 hafði fólki fjölg- að svo í Berlín að nú voru þar 3.250.000 manna. Á miðju ári 1948 breikkaði suður eftir kl. 2 og kom aftur í bæinn fyrir 7 til þess að gera upp. Einu sinni var ég send til Þingvalla með smjörlíki, kaffi og fleira. Þetta var á laugardegi, og gleymzt hafði að panta þess- ar vörur til hótelsins þar. Þetta var ágæt ferð, og mér þótti gam- an að svona langferðum, enda gekk allt vel. Gamansamir kaupmenn Margir kaupmannanna, við- skiptavina minna, voru spaug- samir, og ortu til mín vísur. Ég átti heilan kassa af þeim, en það brann allt saman á Bergþóru- götunni. Þetta man ég af kveð- skapnum: Mér leiðist eftir Litla Svan, mig langar að hann til mín fljúgi. Á ýmsa vegu ég á hann trúi, þótt ýmist sé það of eða van. Mig langar til a ðeiga Litla Svan. Ég er hrakinn, hrjáður, hreint af öllum stúlkum smáður. Þó lifir í mér leyndur þráður, þótt ýmist sé það of eða van. Mig langar til að eiga Litla Svan. Nú er „Litli Svanur“ allur, og undanfarin 12 ár eða svo hefi ég annazt húshald fyrir Ás- björn frænda, sem alltaf hefir verið mér fjarska góður. En nú hefi ég sótt um bíl. Ég hefi ekið bíl í 23 ár, — og ætli nefndin láti mig ekki fá bílinn? Mér finnst, að hún gæti vel gert það. ---------------☆---- Svo lýk ég úr kaffibollanum, og þakka fyrsta kvensendibíl- stjóranum ánægjulegt rabb. Um leið og ég vind mér út úr dyrun- um læt ég þá ósk í ljós, að henni verði að ósk sinni og fái bílinn, sem hún hefir sótt um. —VISIR, 4. maí enn bilið milli borgarhlutanna, því að þá tóku Vestur-Þjóð- verjar upp hina nýju mynt og orsakaði það mikla truflun á viðskiptum að sinn gjaldeyrir- inn var nú í hvorum borgar- hluta. Þá svörðuðu Rússar með samgöngubanni við Vestur- Berlín og hugðust mundu flæma hernámsstjórnir Vesturveldanna þaðan. Berlín er eins og ey inni í hernámssvæði Rússa — Aust- ur-Þýzkaland — og þess vegna gátu þeir stöðvað allar sam- göngur á landi og eftir skipa- skurðum. Og með því að hindra alla aðflutninga á matvælum, fatnaði og eldsneyti hugðust þeir koma á hungursneyð meðal hinna 2.500.000 íbúa Vestur- Berlínar og neyða þá til að leita á sínar náðir. Jafnframt yrði þá hernámsstjórnir Vesturveldanna að hrökklast þaðan með van- sæmd. — Þannig hugðust Rúss- ar ná allri Berlín undir sig. En Vesturveldin svöruðu með því að koma á hinni svokölluðu „loftbrú“ milli Vestur-Þýzka- lands og Vestur-Berlínar, og tókst það svo vel, að fyrirætl- anir Rússa fóru út um þúfyr. Sumarið 1949 var svo komið að hvert mannsbarn hefði getað séð þann mun, sem orðinn var á Austur-Berlín og Vestur- Berlín. Munurinn var svo mik- ill að menn gátu séð hann út um glugga á járnbrautarlestum, sem gengu milli borgarhlutanna. — Allar búðir í Vestur-Berlín voru fullar af vörum og menn gátu gengið þar inn og keypt hvað sem þeir girntust. En í Austur-Berlín var það hæpið, að menn gæti fengið þær vörur, er þeir höfðu fengið skömmtunar- seðla fyrir. Þá um haustið var'stofnað hið svokallaða „þýzka lýðræðisríki" fyrir austan járntjaldið og þá var kallað að Austur-Berlín væri miðdepill lýðræðisins. En það varð brátt ljóst að þar var ekkert lýðræði. Þar var allt stjórnarfyrirkomulag sniðið eft- ir rússneskri fyrirmynd. Her var stofnaður, konur voru skyld- aðar til að vinna karlmanns-, verk og ganga í hinar svoköll- uðu vinnufylkingar, sameignar- búskapur var fyrirskipaður að rússneskri fyrirmynd, njósnar- lögregla var stofnuð til að snuðra um menn, menn voru teknir á götum úti og leitað á þeim, eða sóttir heim til sín og látnir hverfa. 1 staðinn fyrir lýð- ræði var hér komið lögreglu- ríki. Nú þótti það ekki lengur henta að hernámssvæðin lægi saman, heldur var nú gert belti á milli þeirra allt frá Eystrasalti til landamæra Tékkóslóvakíu. Voru bændur reknir af þessu svæði, en leppstjórnin í Austur- Þýzkalandi lagði það undir sig. í staðinn fyrir afmörkun her- námssvæða, var Þýzkaland þar með klofið og gerð landamæri milli Austur- og Vesturhluta þess. Jafnframt þessu voru reist menn varnarvirki á þessum landa- mærum að rússneskri fyrir- mynd. — Kennsla í vopnaburði var fyrirskipuð í verksmiðjum, skólum o. s. frv. Þarna var verið að vopna alþýðu, alveg eftir fyrirmynd Hitlers sáluga. Eftir því sem harðstjórnin í Austur-Þýzkalandi færðist í aukana, eftir því jókst flótta- mannastraumurinn til Vestur- Berlínar. Árið 1950 komu þang- að 300 flóttamenn daglega að meðaltali. En árið 1952 komu þangað 124.300 flóttamenn. Einn dag í júní nam tala flóttamann- anna 5000. Þessir menn höfðu flúið heimili sín og jarðir, þar sem forfeður þeirra höfðu búið mann fram af manni, vegna þess að þeir vildu ekki ganga í samyrkjubúin og voru hræddir um að þess vegna mundu þeir teknir höndum og settir í þrælk- unarvinnu. En það voru ekki að- eins bændur, sem flýðu. — Með- al flóttamannanna voru kaup- sýslumenn, læknar, menn af öll- um stéttum, konur og börn, og höfðu ekki annað með sér en fötin, sem þeir stóðu í. Þetta fólk var að flýja „paradís“ kommúnismans og vann til að yfirgefa allar eignir sínar til þess að komast burtu. Meðal flóttamannanna voru einnig ungir menn, sem höfðu verið neyddir í hinn svokallaða „al- þýðuher“, ungir menn í ein- kennisbúningum hers og lög- reglu, og báðu um griðastað í Vestur-Berlín. I septembermán- uði 1952 komu þangað 397 ein- kennisklæddir lögregluþjónar, þar af 167 á einum degi. Hvað gat svo Vestur-Berlín boðið þessum flóttamönnum? Hið dýrmætasta á jarðríki — frelsið. Hinn 16. júní 1953 risu verka- menn í Austur-Berlín upp gegn harðstjórn og kúgun. — Þeir fóru kröfugöngur til leppstjórn- arinnar. Þeir kröfðust frjálsra, leynilegra kosninga, afnáms þrælkunarvinnu og betra stjórn- arfars. Almenningur dreif að úr öllum áttum til þess að skipa sér í fylkingar kröfumanna, og menn rifu niður rússneska fána, sem alls staðar voru á lofti. Þetta var það, sem allur al- menningur í Austur-Þýzkalandi hafði beðið eftir og „uppreisnin“ breiddist óðfluga út um landið. Tugþúsundir manna tóku þátt í henni á hverjum stað. Þetta var fyrsta tilraunin að brjótast úr viðjum kommúnismans. Mikill fögnuður var í Austur- Berlín. En hann varð skamm- vinnur. Stórir rússneskir skrið- drekar voru sendir á vettvang og þeir skutu á varnarlaust fólkið. Kröfugöngurnar tvístruðust. — Herlög voru sett í borginni. Bannað var að fleiri en þrír menn kæmi saman á götu og öllum var bannað að vera á ferli eftir að skyggja tók. Uppreisnin fór út um þúfur. Kröfur verkamanna voru barð- ar niður með rússnesku vopna- valdi. Menn voru handteknir hundruðum saman, og þar með var sögu þeirra lokið. Hinir áttu sér engrar vægðar von. Hér var beitt þeirri aðferð að „berja börn til ástar“. Krafan um al- mannréttindi var kæfð með grimmd. En enn lifir vonin hjá Austur-Þjóðverjum um að endurheimta frelsi sitt og að • Þýzkaland sameinist aftur. —Lesb. Mbl. siitiiniiiiiiiiiniwiiii TIL LÆGSTA FLUGFAR ÍSLANDS A5*lns $0«|Q fram og lil baka til Reykjavíkur Grípið tækifærið og færið yður í nyt fljótar, ódýrar og ábyggilegar flugferðir til íslands í sumar! Reglu- bundið áætlunarflug frá New York .. . Máltíðir inni- faldar og annað til hress- ingar. SAMBÖND VIÐ FLESTAR STÓRBORGIR Finnið umboðsmann ferðaskrifsiofunnar n r~\ n ICELAN Dld U IRLINES uzAal±j 15 West 47th Street, New York PLaza 7-8585

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.