Lögberg - 15.07.1954, Síða 5

Lögberg - 15.07.1954, Síða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. JÚLÍ 1954 5 ÁHUGAH4L rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON AÐ KUNNA AÐ NOTA HENDURNAR Þeir, sem lesið hafa söguna um Robinson Crusoe og einveru hans á eyðiey langt út í Atlants- hafi, minnast þess hve þeir höfðu mikla ánægju af því að iylgjast með hugkvæmni hans og dugnaði við að afla sér fæðu, fata og skýlis; hann varð að reiða sig, í einu og öllu, á sjálfan sig, og hann brast aldrei úræði. Manni kemur þessi saga oft í hug þegar maður veitir athygli hinni ungu og upprennandi kyn- slóð n^tímans. Margt af þessu unga fólki hefir sótt skóla frá því það var fimm til sex ára og langt fram á þrítugs aldur. En þrátt fyrir allan þann lærdóm uiyndi flest af því deyja á skömmum tíma úr úrræðaleysi ef það lenti í samskonar kring- umstæðum og Robinson Crusoe, ekki sízt það fólk, sem lagt hefir aðallega stund á bókleg fræði. Það hefir aldrei lært að nota hendur sínar, né þjálfað sitt verklega vit. Sagt er að neyðin kenni naktri konu að spinna, en hætt er við að fullorðið fólk, sem aldrei hefir lært „ærlegt“ hand- tak, eins og hinir eldra kalla það, myndi eiga erfitt með að beita höndunum rétt, ef til þess kæmi að það yrði að gera vanda- sama handavinnu. Höndin þarfn- ast æfingar engu síður en heilinn. Eftir hina löngu skólagöngu hefir margt ungt fólk fengið beinlínis óbeit á ýmiskonar hand^vinnu. Það gerir sér ekki grein fyrir að einhverjir verða að vinna þau verk, sem það vill ekki snerta á, að það er að miklu leyti ósjálfbjarga og upp á aðra komið hvað snertir þægindi dag- legs lífs. 1 Winnipeg Free Press birtist daglega dálkur eftir Gregory Peck, sem hann nefnir Packsack, og eru margar greinar hans at- hyglisverðar. Eina grein sína í íyrri viku nefnir hann: „Who Would Clean Your Fish?” Segir hann að hópur af fólki, flest ungt, hafi þyrpst til sumarbú- staðar hans þá um helgina; hafi það farið út að fiska sér til skemmtunar, og veitt nægilega uiarga fiska í góða máltíð. Þegar heim var komið með aflann var sPurt: hver vill slægja fiskinn? Svörin við þessari spurningu voru furðuleg. Aðeins tveir af íjórtán manns, höfðu nokkurn úma borið við að slægja og þvo hsk. Gamall fiskimaður, sem Þarna var, varð að taka að sér verkið. En hann gerði það ekki skilyrðislaust; hann krafðist þess, að þetta fiskifólk kæmi oftur fyrir húsið og yrði sjónar- vottar að verkinu og tækju ein- hvern þátt í því, þótt ekki væri annað en að snerta fiskinn. Stúlkurnar í hópnum gerðu c‘kki annað en æja og óa, fussa °g sveia. Ungu mennirnir, sem allir voru æfðir í sundi og í- þróttum, og höfðu ekki kippt sér uPp við að taka fiskinn af öngl- Unum, þótti auðsjáanlega ógeðs- legt að snerta á dauðum og slepjulegum fisk. En gamli ^oaðurinn krafðist þess, að það skiptist á um að færa sér fisk- una úr körfunni og einnig um að era slorið úr fiskinum í brenslu- ofninn, um leið og hann slægði þá. »Þið lifið á „cellophane“ tíma- ilinu“, sagði hann. „Enginn ykkar hefir séð matvæli öðru- Vlsi en í snyrtilegum umbúðum 1 sölubúð eða í kæliskáp. Þið haf- 10 hfað alla ævi ykkar á mat- V®iadósatímabilinu. Ég vil bara þið gerið ykkur grein fyrir, einhver verður að slátra j=riPunum, láta blóðið renna úr ^lrn’ foka úr þeim innvolsið og era skrokkana í smástykki. Einhver verður að sá í garðana, taka upp úr þeim molduga ávexti, þvo þá, koma þeim í pokana og á markaðinn“. Sá gamli var lystugastur allra þegar fiskurinn var matreiddur og borinn á borð. — Lífið verður harla tilbreyt- ingalítið og fáskrúðugt fyrir þá, sem kunna aðeins eitt sérstakt starf. Slík einhæfni getur og komið sér illa, ekki sízt á heimil- inu, þar sem eftir mörgu þarf að líta og halda í lagi. Enda virðist vöknuð hreyfing í þá átt, að fólk geri sjálft við það, sem aflaga fer á heimilinum og bæti og prýði heimili sín sjálft. Ef til vill staf- ar þetta af því hve kostnaðar- samt er nú orðið að fá æfða iðnaðarmenn til að gera þessi verk. En ástæðan er líka sú, að þegar fólk einu sinni byrjar að nota hendur sínar við að búa eitthvað til eða fegra umhverfi sitt, þá finnur það til nautnar í starfinu, og jafnvel hvíldar, sé það frábrugðið hinum daglegu störfum þess. í bandarísku tímariti er ný- lega skýrt frá því að stórt málningar- og varnishfram- leiðslufélag hafi tilkynnt, að fyrir tíu árum hafi húsmálara- iðnrekendur, keypt 70 prósent framleiðslunnar, en nú selji fé- lagið 70 prósent framleiðslunn- ar beint til heimiliseigenda. — Ennfremur segir í ritinu að 80 prósent smíðatóla séu seld heim- iliseigendum, og þeir kaupi miklu meir af borðvið og smíða- efni en fyrir tíu árum. — Engin móðir getur búið dóttur sína betur undir framtíðina heldur en með því að kenna henni að hafa ánægju af heimilis verkum. Flestar stúlkur giftast og hafi þær ekki áður lært heimilisvinnu verða fyrstu hjú- skaparárin þeim erfið. Hver ein- asta stúlka ætti því að læra að hreinsa hús, matbúa, þvo, straua, sauma o. s. frv. Hönd mannsins er dásamlega útbúið verkfæri; hún var sköpuð til þess að hún yrði notuð. 1 samstillingu handar og huga finnur hver einstaklingur mikla nautn. ATTENDS ORGANIST CONVENTION Mrs. E. A. ísfeld Mrs. Eric Isfeld, of 575 Mont- rose street, vice president of the Canadian Federation of Music Teachers’ Association, will at- tend the annual convention of the American Guild of Organists at Minneapolis, Minn., July 12 to 16. A member of the Canadian College of Organists, Winnipeg center, Mrs. ísfeld will attend the convention as a Canadian visitor, and will convey greet- ings to the American Guild on behalf of the Winnipeg organ- ists’ group. Mrs. ísfeld is also organist and choir director at First Lutheran church. ■—Free Press Það er ekki alltaf sól og sumar í Suöurlöndum Á ítalíu gerði hið versta hret um páskana Fréttabréf frá EGGERTI STEFÁNSSYNI Norðurlandabúinn sér gjarn- an ofsjónum yfir þeim ham- ingjusömu, sem geta farið til sól- arlandanná í suðri — og þar not- ið sælu vorsins mánuðum áður en það sýnir sig hjá þeim. Hann dreymir um fagrar, grænar grundir og nýútsprung- in tré, sem breiða grænar krón- ur sínar yfir höfuð hans, — og rósir og túlípanar skreyta garð- ana í hinum frjósömu löndum suðursins. — Og hann bölvar klakanum og fönninni, sem ligg- ur yfir landinu, langt fram á vor — já, fram á sumar líka, þarna norður hjá honum. Norðurlandabúinn verður svo ekki lítið hlessa, þegar hann vaknar upp við vondan draum og sér að því sunnar að hann kemur, því sjaldnar skín sólin en hjá honum, og þegar suður fyrir Alpana kemur, er þar hörkufrost og snjóar — páska- hret — hin ægilegustu — jafn- vel þótt hann hafi lesið um páskahret í sínu landi. Á páskunum í ár ætluðu hundruð þúsunda ferðamanna til Rómar. — En þá brá svo illa við, að allir vegir um Alpana lokuðust af snjó, og því sunnar sem dró, því meiri var fann- kyngin — svo að mörg héruð voru innilokuð og öll umferð stöðvaðist, símalínur slitnuðu, og rafmagn hvarf, svo að heil héruð voru í myrkri og kulda. Fjöllin kring um Róm voru snæviklædd, og voru skaflarnir á sumum stöðum 20 metra háir. Smalarnir, sem fylgja fénu hér vetur og sumar, urðu að yfir- gefa kindurnar á fjöllum uppi og á fjalli einu suðaustur af Róm voru 10 þúsund fjár ein- angrað og komst ekki til byggða. 1 gamla daga hefði allt þetta fé farizt — en nú tóku koptar og flugvélar við störfum smalans. Var fleygt fóðri úr lofti til hjarð- anna og lífinu haldið í þeim þar til þðer komust til byggða. Frostið í þessu páskahreti Rómar — var frá einu sigi í byggð, til 20—30 stig í Ölpunum og í Appenínafjöllum á Suður- ítalíu, þar sem harðast var. — Einnig snjóaði á Sardiníu, og er það afar sjaldgæft þar. Blöðin eyddu heilum síðum í frásagnir af veðrinu, og svo nátt- úrlega hið mikla tjón á gróðri öllum, sem veðrin hafa valdið. Menn óttast að ávaxtauppskeran sé nær eyðilögð — og eins korn- og hveitiuppskera — og að yfir- leitt hafi þetta páskahret „Romana“ eyðilagt fyrir mill- jarða króna um landið allt. — Hver sé ánægður með siti Þannig getur það þá farið í suðri eins og norðri, og er því bezt að hver sé á nægður með sitt, bölvi ekki sínu — og haldi ekki að hamingjan sé alls staðar annars staðar en þar sem hann er sjálfur.---- Brúarfoss, sem fór frá Reykja- vík 4. apríl, sigldi með fram Suðurlandi, er var baðað í sól. Jöklarnir blöstu við farþegum skínandi hvítir, og heiðríkja og sólbjarmi kastaðist yfir þá, og glitraði á mjallhvítan jökulinn, sem tindraði allur í vorskrúða hækkandi sólar. — Brúarfoss er eitthvert happasælasta skip ís- lenzka flotans, og einhvern bezta aðbúnað að fá þar — þjónusta og skipshöfn öll svo alúðleg, því þar er ennþá þessi íslenzka „baðstofumenning“ á skipi, sem var algeng, meðan enginn stéttarígur var meðal okkar, en allir voru glaðir yfir hinum nýju framförum sem myndu gera þjóðinni gagn — og færa með sér hamingju, og allir voru vissir um að ísland myndi rísa hærra og hærra á frelsis- braut sinni.---- Við Skotland var einnig blíð- skapar veður og lá Norðursjór- inn spegilsléttur í tvo daga. — Ferðamannahópur Páls Arason- ar óbyggðakappa var með skip- inu. Voru þeir með bíl, sem þeir ætluðu á til Suðurlanda, — Frakklands og ítalíu. Höfðu þeir með sér vanalegan viðleguút- búnað — eins og þeir væru að fara upp í óbyggðirnar íslenzku. — Fannst okkur það skrítið, þar sem þeir voru að fara til sólar- landanna. — En það hefir komið sér vel, ef þeir hafa lent á þeim slóðum þar sem páskahretið geisaði mest í Suðurlöndum, og þá hefir það komið sér vel að hafa ullarteppi, — sem sýndust óþörf í suðurför á vordegi — en gátu komið sér vel, ef þeir lentu í snjófönn og yrðu þar fastir — blátt áfram eins og á ferð um öræfin íslenzku. Og „allur er varinn góður“ á tímum atóm- sprengja og annarra vágesta, sem okkur er spáð. — — Fyrir þá, sem vilja fara til Suðurlanda í ár, er betra að búa sig undir mikla dýrtíð, einkan- lega reiknað í íslenzkum krón- um. — 1 Frakklandi, Sviss, Aust- urríki og ítalíu er mjög dýrt að dvelja nú, einkanlega með lítinn gjaldeyri og hátt gengi. Siglingar eru þekkingarauki Það var mjög vanhugsað af fólki heima að nota sér ekki til- boð Eimskips, er vildi senda „Gullfoss" í vor til Suðurlanda, en þótti of dýrt. — Það sýndist hafa verið mjög ódýrt ef taka skal tillit til þæginda á Gull- fossi — og öll þau lönd sem far- þegarnir hefðu séð í því ferða- lagi, eftir áætluninni! — Og þó ferðinni hefði verið ábótavant í landferðunum — þá var hið glæsilega skip á næstu grösum — og þar gátu menn jafnað sig eftir illviðrin, er þau koma á þeim tíma. Frá Genúa fóru skemmtiferða skip um Miðjarðarhaf 1 vetur. — Ferð, sem stóð 10—12 daga kost- aði eins mikið og þessi 30 daga ferð með Gullfossi í marz—apríl. — Óskandi væri að Eimskip héldi áfram áformum sínum um ferðalög til Suðurlanda. Það er ekkert sem getur frætt almenn- ing, sem getur notið þessara ferða til framandi landa, eins mikið um menningu, listir og lifnaðarháttu. Við kynni ann- arra þjóða, brjótum við niður einangrun í lífi og hugsunar- hætti okkar — og fáum ný sjón- armið — og stærri sjóndeildar- hring — og finnum kannske, að okkur er heldur ekki alls varnað. Genúa, Gei\úa — glymur í út- varpinu. Molotov hefir farið á fund Dulles — og Eden á fund Molotovs — og Bidault bæði á fund Edens og Dulles og Molo- tovs. — Blöðin hér segja, að fundir um Asíumálin séu að byrja, og sé mikil orusta „diplo- matisk“ — undir niðri. Þær eru ekki á fundunum, heldur í mið- dögum, veizlum og heimsóknum hinna stóru innbyrðis. Koma þeir á fundinn eins og af gustuk. — En á hótelunum hittast Molo- tov, Dulles, Eden og Bidault oft ,— og þar gerist svo allt.----- Chu-En-Lai, sendimaður Kína, hefir ennþá ekki getað talað á neinum fundi. — Blöðin lýsa því þannig, að })ó að honum hafi verið boðið á fundinn, vilji þeir ekki, sem hafa boðið horíum, kannast við hann — einkanlega aðalmaðurinn, — Dulles, — sem ekki einu sinni hafi rétt honum höndina — „prívat“ — eða heils- að honum persónulega á vana- legan hátt — ef — það skyldi vera tekið sem viðurkenning á lýðveldi Kínaríkis, að hann sýndi þá kurteisi. — Og smátt og smátt sýnist utanríkisráð- herra Kína — ætla að gufa upp sem eins konar sjónhverfing — en ekki sem virkilegur sendi- maður hins volduga Kínaveldis í eigin persónu. — Molotov tek- ur sér þetta nærri, því hann hefir ætlað að kynna Chu-En- Lai utanríkisráðherrum hinna stórveldanna, og þar sem mót- tQkurnar urðu ekki betri, geta þær haft rýrnandi áhrif á álit Rússa í Kína. Þannig skrifa nú borgarblöðin hér um byrjunarfundi Genfar- ráðstefnunnar. En spilið heldur áfram og álit getur breytzt. En í Indó-Kína er barizt, — á meðan rifist er um „hver eigi að heilsa hverjum“ í Genf og kampavínið flýtur, og miðdagsveizlurnar verða glæsilegri. og glæsilegri — meðan þar sem barist er — er beðið eftir dauðanum '■— eða ^1^1' Italíu, í apríllok —VÍSIR, 21. júni KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. SINDRI SIGURJÓNSSON LANGHOLTSVEGI 206 — BEYKJAVIK B A invite you to THE GRAND OPEMNG OF Walsh Graham Motors, Limited SARGENT and ARLINGTON SATURDAY, JULY 17th FREE GIFTS TO CUSTOMERS • • NOVELTIES FOR THE KIDDIES • • VALUABLE DOOR PRIZES Conte in and inspect Our iVeic, Ifiodern Service Station LATEST EQUIPMENT • • FAST COURTEOUS SERVICE • • FAMOUS B-A PRODUCTS ED. BEATTIE, Manager Open 24 Hours AUTOMOTIVE SERVICE SARGENT & ARLINGTON

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.