Lögberg


Lögberg - 12.08.1954, Qupperneq 8

Lögberg - 12.08.1954, Qupperneq 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 12. ÁGÚST, 1954 Úr borg og bygð Ferðaáœtlun til Hnausa 14. ágúst Ferðir með járnbrautum qg Bus milli Winnipeg og Hnausa 14. ágúst, eru sem hér segir: Með C.P.R. frá Winnipeg kl. 8.30 að morgni (Stanard Time) og kemur til Hnausa eftir rúm- lega tvo og hálfan tíma. — Fer til baka frá Hnausum til Winni- peg kl. 4.47 eftir hádegi. Frá Winnipeg Bus Depot fer Bus til Hnausa kl. 10 að morgni (Stanard Time). — Kemur til Hnausa kl. 12.40 Standard Time. Frá Hnausum til Winnipeg kl. 5.40 að kvöldi (Standard Time). Kemur til Winnipeg kl. 8.25 (Standard Time). ☆ Dr. Helgi Johnson prófessar í jarðfræði við Ruthger háskólann í New Jersey, kom hingað síðast- liðið sunnudagskvöld í stutta heimsókn til- föður síns Gísla Johnson ritstjóra Tímarits Þjóð- ræknisfélagsins, systra sinna og annara ættmenna og vina; hann hvarf heimleiðis á þriðjudaginn. ☆ Séra Skúli Sigurgeirsson frá Walters, Minn., kom hingað tíl borgar á mánudagskvöldið á- samt frú sinni eftir að hafa flutt guðsþjónustur í Vatnabygðum í Saskatchewan á sunnudaginn. — Prestshjónin fóru norður til Mikleyjar á þriðjudaginn og í för með þeim var frú Ingibjörg Jónsson og frú Bensa hjúkrunar- kona systir frú Sigríðar Sigur- geirsson. ☆ Á laugardaginn 7. ágúst gaf Dr. Valdimar J. Eylands saman í hjónaband í Fyrstu lútersku kirkju þau Florence Charlotte Clemenson, dóttur Mr. og Mrs. Björns Clemensonar, bónda að Silver Bay, Man., og Victor í'rank Gallimore, af enskum ættum. Vegleg brúðkaupsveizla fór fram að astaðinni hjónavígsl- unni. Heimili ungu hjónanna verður í Winnipeg. ☆ Mr. og Mrs. MacLittleford frá Fort William, Ont., dvöldu í borginni undanfarna viku. Mrs. Littleford er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Fred Thordarson 996 Dominion Street. Mrs. Ásgeir Clementson frá Silver Bay, Man., var stödd í borginni seinnipart fyrri viku. ☆ Mr. Sölvi Guðnason bygginga- meistari frá Minneapolis var íyrir nokkru staddur hér í borg- inni ásamt frú sinni. Mr. Guðna- son er ættaður af Isafirði, en kona hans er af norskum ættum. ☆ Mr. og Mrs. Van Sommerfeld frá Ottawa hafa undanfarið dvalið hér í borginni í heimsókn til þeirra Mr. og Mrs. J. S. Gillies 971 Dominion Street. Mrs. Som- merfeld (Gladys), er dóttir Þeirra Mr. og Mrs. Gillies. ☆ Mr. Árni Björnson ljósmynda- smiður í þjónustu The National Geographical Magazine, er á ferðalagi hér um slóðir til að taka myndir fyrir þetta kunna og vandaða tímarit; mun hann heim sækja meðal annars íslenzku bygðalögin að Gimli, Steep Rock og Lundar. Mr. Björnson er ís- lenzkur í'föðurætt, sonur Einars Björnssonar, sem rak um eitt skeið bú í grend við Westfold, en móðir hans er af norskum ætt- um; aðstoðarmaður Mr. Björn- son’s við myndatökuna er Mr Böðvar Johnson, ættaður frá Langruth. ☆ Mr. Páll R. Johnson leikhús- stjóri í St. Vital, er nýlega kom- inn heim ásamt dóttur sinni úr mánaðarferðalagi austur til New York og ýmissa annara stór- borga í Bandaríkjunum. Mr. Johnson fór til New York til fundar við systur sína frú Ingi- björgu Guðmundsdóttur frá Hafnarfirði, sem á sex systkini vestan hafs, er hún aldrei áður hefir augum litið; bróður sinn Pál hitti hún, er hann heim- sótti Island fyrir rúmu ári. Frú Ingibjörg mun dveljast hér um slóðir fram um miðjan október- mánuð næstkomandi. ☆ Mr. og Mrs. Theodore Vatns- dal og William og Laufey Ólafs- dóttir frá Hensel, N. Dak., voru viðstödd Islendingadagshátíðina a Gimli þann 2. þ. m. ☆ Mr. Elías Vatnsdal frá Van- couver, B.C., er staddur í borg- inni þessa dagana. ISLENDINGADAGUR 1894 1954 (Sextíu ára minning) verður haldinn að Iðavelli við Hnausa laugardaginn, 14. ágúst, 1954 SKEMTISKRÁ HEFST Kl. 2 e.h. C.S.T. Þjóðsöngvar Blandaður kór Ávarp forseta Sigurður Wopnfjord Ávarp Fjallkonunnar Frú Anna Austman Ávarp Miss Canada Miss Evelyn Williams Einsöngur................. Frú Guðmunda Elíasdóttir Ræða — Minni íslands Björn Sigurbjörnsson Kvæði G. O. Einarsson Kveðjur Séra Eric H. Sigmar Minni Canada — Ræða Prófessor J. H. Ellis Kvæði — Minni Canada Franklin Johnson Einsöngur Frú Guðmunda Elíasdóttir Söngur Blandaður kór og Almenningur Söngstjóri: Jóhannes Pálsson Meðspilari: Lilja Martin Inngangur í skemligarðinu — Fullorðnir, 50c; Börn 25c Dans í samkomuhúsi Gaysisbygðar, kl. 9 að kvöldi Hljómsveit Rivertonbæjar. — Aðgangur 50 cents Sports Events Commencing at 10 a.m. C.S.T. — 100 Yard Dash Hop-Step and Jump 440 and 880 Yard Races $175.00 in Prizes Pole Vault Running High Jump Relay Races Children’s races from 5 to 18 years of age, also races for single and married women Five prizes in each event Tug-of-War — married and single men — Prize $10.00 íslenzk glíma undir leiðsögn Art Reykdals Ladies Softball games lst Prizt $25.00 — 2nd Prize $15.00 Ágæt smíðatól til sölu gegn vægu verði að 30 Beachwood Place, Norwood. ☆ Mr. og Mrs. Önundur Brands son frá Swan River voru nýlega hér á ferð ásamt dóttur sinni. ☆ Mr. og Mrs. Lindal Hallgríms- son frá Vancouver, B.C., voru nýlega hér á ferð og heimsóttu auk þess vini og vandamenn í North Dakota og Argyle. ☆ Mr. Ásgeir Gíslason frá Leslie, Sask., var staddur á Islendinga- deginum á Gimli og heimsótti auk þess vini og venzlafólk hér í borginni. ☆ Um helgina fyrir Islendinga- daginn á Gimli, komu hingað til borgar þeir Mr. Sigurður M. Askdal, Mr. Einar O. Hallgríms- son, Mr. Björn Benson og Mr. Stefán Johnson, allir frá Mine- ota, Minn., og sóttu Islendinga- dagshátíðina á Gimli; þetta eru hinir mestu myndarmenn, sem ánægjulegt var að kynnast. ☆ Mr. og Mrs. Thorsteinn John' son frá Oak View, Man., voru meðal þeirra, er sóttu íslendinga- daginn á Gimli. ☆ Mr. Elías Elíasson trésmíða- meistari frá Vancouver, B.C., kom til borgarinnar síðastliðinn föstudag og mun dveljast hér um slóðir um tveggja mánaða- tíma. ☆ Mr. Egill Egilsson og frú frá Brandon, sóttu nýafstaðinn ís- lendingadag að Gimli. ☆ Mr. Ottó Kristjánsson bygg- ingameistari frá Geraldton, Ont., var staddur nýlega hér um slóð- ir ásamt frú sinni. ☆ Mr. og Mrs. Jónas Gíslason frá Elfros, Sask., eru stödd hér í borginni um þessar mundir. ☆ Mr. Haraldur Ólafsson frá Mountain, N. Dak., var meðal þeirra mörgu, er sóttu íslend- ingadaginn á Gimli. ☆ Dr. Áskell Löve kom heim úr Norðurálfuför sinni rétt fyrir Is- lendingadaginn á Gimli, en eins og Lögberg hafði áður sagt frá fór hann til Parísar og sat þar alþjóðaþing grasafræðinga; hann kom við á íslandi á austur- og vesturleið, en dvaldi þar aðeins í átta daga. ☆ Frú Margrét Miller frá Gander, Newfoundland, var stödd ásamt dóttur sinni á nýlega afstöðnum Islendingadegi á Gimli; hún er dóttir þeirra Mr. og Mrs. B. J. Lifman í Árborg og dvelur hjá foreldrum sínum um hríð og systrum sínum og öðrum ætt- mennum hér í borg. ☆ — Athugið! — Fólk er beðið að minnast þess að sumarfrí er nú afstaðið í Fyrstu lútersku kirkju, og að guðsþjónustur fara fram í kirkj- unni á hverjum sunnudegi, kl. 11 árdegis, á ensku, og kl. 7 að kvöldi á íslenzku. Næstkomandi sunnudag, 15. ágúst, stýrir Victor Jónasson ár- degisguðsþj ónustunni í fjarveru sóknarprests; en íslenzka guðs- þjónustan fer fram með venju- iegum hætti. ☆ 31. júlí voru gefin saman í Fyrstu lútersku kirkju, þau Clarence Þorsteinn Swainson, 471 Home st. og Bernice Donna Lockhart. Brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. Ingi Swainson, 471 Home st. er brúðurin er af írsk- um ættum. Fjölmenn brúðkaups veizla fór fram í Airport Hotel að afstaðinni vígslu. Arthur, hinn ungi lögfræðingur, bróðir brúðgumans, var veizlustjóri. ☆ Mr. Gunnar Sæmundsson frá Árborg var staddur hér í borg á fimtudaginn í fyrri viku. Frú Kristjana Hofteig frá Cottonwood, Minn., starfar um þessar mundir við Sunrise Lutheran Cam Séra Jóhann Fredriksson frá Glenboro, hefir verið kvaddur af framkvæmdarnefnd Hins ísl. ev. lúterska kirkjufélags til að þjóna vestur í Saskatchewan næst- komandi þrjá mánuði. Argyle- prestakall hefir, að beiðni fram- kvæmdarnefndarinnar, g e f i ð presti sínum frí frá þessu starfi. éra Virgil Anderson þjónar Argyle-prestakalli í fjarveru sóknarprestsins. Séra Jóhann heldur til í Wynyard þann tíma, sem hann dvelur vesturfrá. ☆ —GIFTING — Laugardaginn þann 31. júlí voru gefin saman í hjónaband í lútersku kirkjunni í Baldur Thora Jacobína, dóttir Mr. og Mrs. John Davidson að Baldur, og Bruce Gordon, sonur Mr. og Mrs. H. P. Ball að 259 Mongat Blvd., St. James, Man. Brúðurin var leidd til altaris af föður sín- um. Aðstoðarmeyjar voru Margaret, systir brúðarinnar, og Ólöf Magnússon, frænka hennar. Aðstoðarmaður brúðgtimans var John Cochrane. Miss Joyce Graham söng tvo einsöngva “The Lord’s Prayer” og “Beacause”. Mrs. Graham lék undir á píanó. Organisti safnaðarins, Árni Sveinson, lék á orgelið. Sóknar- presturinn gifti. Ættingjar og vinir sátu veglega veizlu á heimili Mr. og Mrs. J. Davidson að giftingunni afstaðini. Mr. B. G. Ball er starfsmaður hjá T. EATON’S CO., og heimili ungu hjónanna verður í Winni- peg. ☆ Miðvikudaginn, 28. júlí, and- aðist hér í borg, eftir margra ára heilsubilun, Böðvar Magnússon, 86 ára að aldri. Hann var fæddur og alinn upp á íslandi, kom til þessa lands 26 ára gamall, og átti heima í Winnipeg það sem eftir var æfi. Hann var jarð- sunginn af séra Rúnólfi Marteins syni fimtudaginn 29. s.m. Hann var ötull til starfs eins lengi og kraftarnir entust, og kynnti sig vel hvar sem hann var. Mr. J. Th. Beck sá um útförina. Athöfnin fór fram í útfararstofu Bardals cg í Brookside grafreit. ☆ Á heimili Mrs. Rósu Jóhanns- son, 575 Burnell St., var ungur drengur skírður laugardaginn, 10. júlí, og ber hann nafnið Orin Robert. Foreldrar hans eru þau hjónin Dale Robert og Svava Christensen, og eiga þau heima í borginni Minneapolis, Minnesota. Móðir drengsins er bróðurdóttir Mrs. Jóhannsson. — Skírnina framkvæmdi séra Rún- ólfur Marteinsson. Hópur vina var þar samankominn, sem færði foreldrunum heillaóskir. ☆ — Hjónavígslur — 17. Júlí voru gefin saman í Fyrstu lútersku kirkju, þau Mel- vin Ronald Bárðarson, 413 Vic- tor street, og Marlene Mae Hur- rell, 843 Lipton st. Brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. Felix Bárð- arson, hér í borginni, er brúður- in af hérlendum ættum. Vegleg brúðkaupsveizla fór fram í Le- gion Hall, og mælti Ivan Scholzt ráðherra, fyrir minni brúðhjón- anna. ☆ Mr. Henry G. Thorbergson frá Vancouver, B.C., hefir dvalið hér í borginni undanfarinn vikutíma í heimsókn til systur sinnar og tengdabróður Mr. og Mrs. Fred Thordarson 996 Dominion Street. Hann heimsótti systur sína og tengdabróður, Mr. og Mrs. Wally Byron í Brandon. ☆ Þann 25. júlí síðastliðinn var mannmargt á heimili þeirra Mr. og Mrs. Ásgeir Clementson að Silver Bay hér í fylkinu, en þá um daginn áttu húsráðendur silfurbrúðkaup, en þau hafa allan sinn búskapartíma átt heima í þessari vingjarnlegu og farsælu bygð. Systir silfurbrúð- arinn, frú Thora Elliston frá Winnipeg, hlutaðist til um undir- búning þessarar óvæntu heim- sóknar, er var hin ánægjulegasta og virðulegasta um alt. Silfur- brúðhjónin voru sæmd fallegum og verðmætum gjöfum, er lengi munu prýða heimili þeirra. Silfurbrúðhjónin biðja Lög- berg að flytja þeim, er að heim- sókninni stóðu, sem og öðrum vinum hjartans þakkir fyrir ástúð og vináttu í þeirra garð. ☆ Athygli skal hér með leidd að Islendingahátíðinni, sem haldin verður að Iðavelli við Hnausa á laugardaginn kemur hinn 14. þ. m. Svo sem skemtiskráin ber með sér, hefir verið vandað hið bezta til alls undirbúnings, og víst er um það, að mikill fjöldi fólks hlakkar til að hlusta á hina góðkunnu óperusöngkonu, frú Guðmundu Elíasdóttur. Þá verður og sýnd glíma undir leiðsögn Art Reykdals, en heið- ursborða fá þeir, er sátu fyrsta íslendingadaginn á þessum slóðum 1894. Hittumst heil að Iðavelli næst- komandi laugardag! Móðirin hafði rétt lokið við að halda horðorðan fyrirlestur yfir syni sínum og sagt honum reglulega til syndana. — Heyrðu, móðir góð! sagði þá sonurinn og var ekkert sér- lega vingjarnlegur. — Þú gleym- ir því víst, að það er sonur þinn, en ekki maðurinn þinn, sem þú ert að tala við! M ESSU BOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjuin sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ — Messur í Vatnahygðum — Sunnudaginn 15. ágúst: Kandahar kl. 11 f. h. Mozart kl. 2 e. h. Wynyard kl. 7 e. h. Nánar auglýst í Wynyard Advance. Séra Jóhann Fredriksson ☆ Messur í Norður-Nýja-íslandi Sunnudaginn 15. ágúst: Kl. 3 í Riverton, fermingar- börnin. Kl. 8 messað á íslenzku í Geysi. Robert Jack Nýfundi pýramídinn var sálarhús Seken- Khet af 3. konungsætt Kairó, 29. júní. — Zakariah Goneim, fornfræðingur, sá er fann áður óþekktan pýra- mída í Sakkara á Egypta- landi, sýndi Nasser forsætis- ráðherra pýramídann í dag. Pýramídinn er nærri 5 þús- und ára gamall og hefir að geyma steinlíkkistu eina mikla, sem þó er tóm. Af þessu dregur Goneim þá á- lyktun, að pýramídinn sé byggður fyrir sál hins látna Faraós, en ekki líkama. Nafn hans var Seken-Khet. Nafnið fannst á innsigli fjög- urra krukna. Múmía hins látna konungs hefir ekki fundizt, en hennar er leitað og búizt við, að hún kunni að finnast í þeim hluta pýramídans, sem enn er órannsakaður eða í nágrenni hans. Hin skrautlega steinlíkista var lýst upp með rafmagnsljósum, er forsætisráðherranum var sýndur pýramídinn. Honum var einnig bent á grafhvelfingar, sem liggja niður í neðanjarðar- söfn, er ekki hafa enn verið rannsökuð, en álitið að geymi marga markverða hluti. Nasser voru einnig sýnd 21 gullarmband, sem fundizt hafa ásamt 170 steinkrukkum. For- stöðumaður fornleifarannsókna í Egyptalandi sagði, að rann- sóknir á pýramída þessum myndu ærið verkefni fyrir dr. Goneim til æviloka. Byggður fyrir sálina Sekem-Khet var konungur í Egyptalandi eftir Zoser, en hann var fyrsti konungur hinnar 3. koungsættar í Egyptalandi til forna. Frægasti fornleifafræð- ingur Egypta lýsti sig sammála Goneim um það, að pýramídi þessi væri byggður yfir sál Faraós. Hann hefði athugað yfir tvö hundruð grafhýsi í Egypta- landi og komizt að raun um, að Forn-Egyptar gerðu oft tvö graf- hýsi, annað fyrir sálina, en hitt fyrir líkamann. —TIMINN, 30. júní NY HLJÓMPLATA eftir GUÐMUNDU ELÍASDÓTTUR Mezzo Soprano Long playing (33 1/3 r. p. m.) Columhia Microgroove Vinylite 10 inch non-hreakáble disc. Með eftirfarandi lögum fyrir aðeins $5.50 Sólskríkjan Jón Laxdal — Th. Erlingsson Friður á jörðu Árni Thorsteinsson — Guðm. Guðmundsson Erla Sigv. Kaldalóns — Stefán frá Hvítadal Kvöldhæn Björgvin Guðmundsson 1 dag skein sól Páll Isólfsson — Davíð Stefánsson Seinasta nóttin Magnús B. Jóhannsson — Th. Erlingsson Hjá lygnri móðu Karl O. Runólfsson — H. Kiljan Laxness Unglingurinn í skóginum Jórunn Viðar — H. Kiljan Laxness Þjóðlög Jórunn Viðar — Þjóðvísur Amma gamla er þreytt Hallgrímur Helgason — Þjóðvísa Fuglinn í fjörunni Jón Þórarinsson — Þjóðvísa PÖNTUN: BJÖRNSSON'S BOOK STORE, 702 Sargent Avenue, Winnipeg 3, Manitoba Meðlaíjt er $5.50 f.vrir hina nýjn liljómplötu FRÍr GCÐMUNDU EDÍASDÓTTUR Fullt nafn ......... Heimilisfang; ...... Biejarnafn <><>• fylki

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.