Lögberg - 16.09.1954, Síða 7

Lögberg - 16.09.1954, Síða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. SEPTEMBER 1954 7 92 ára Vestur-íslendingur í heimsókn UNDUR HIMINGEIMSINS Rætl við ÓFEIG SIGURÐSSON bónda í Alberla-fylki Það mun fremur sjaldgæft að fólk, sem komið er yfir nírætt taki sig upp og ferð- ist heimsálfa á milli. Slíks eru þó dæmi, og nú er*stadd- ur hér í Reykjavík 92 ára gamall Vestur-íslendingur, Ófeigur Sigurðsson, sem dvalist hefir vestan hafs í 67 ár. Ófeigur kom hingað í byrjun þessa mánaðar og hefir ferðazt víða síðan hann kom hingað og heimsótt ættingja og kunningja. Hann mun hverfa vestur um haf aftur eftir 1—2 vikur. Ófeigur ber ekki merki þessa háa aldurs. Hann er þvert á móti mjög ern. Hann les gleraugna- laust og hefir góða heyrn. Minni hefir hann svo gott að margur yngri þættist góður af. Hann kveðst ekkert eiga erfitt með að ferðast, enda kom hann einn vestan af Kyrrahafsströnd hing- að heim til íslands. Morgun- blaðið átti stutta viðræðu við Ófeig í gærj en hann dvelur á heimili hr. Ásmundar Guð- Wundssonar biskups, meðan hann er hér í Reykjavík. Þrjú systkini til Vesturheims Ófeigur er ættaður frá Svína- vatni í Grímsnesi, sonur Sig- urðar Sigurðssonar bónda þar og konu hans Guðrúnar Ófeigs- dóttur ríka á Fjalli á Skeiðum. Systkinin voru 13, en aðeins 4 komust til fullorðinsára, hin dóu ur barnaveikinni, sem þá gekk °g hjó djúp skörð í barnahópa flestra heimila, er hún sótti heim. ófeigur ólst upp á Svína- vatni til 9 ára aldurs, en þá fluttist hann með foreldrum sín- um að Útey í Laugardal og átti þar heima í 16 ár. 25 ára gamall fluttist hann vestur um haf á- samt unnustu sinni Ástríði Tómasdóttur frá Kárastöðum í bingvallasveit, og tveim syst- kinum sínum. Vantaði jarðnæði — Hvers vegna fóruð þér til Ameríku? —- Mig langaði til þess að búa, en fékk ekkert jarðnæði hér heima. Þetta var líka á verstu harðærisárunum hér, og ekki frá ttnklu að fara. Ég hafði heldur ekki gengið menntaveginn, og taldi heppilegast fyrir mig að leggja fyrir mig búskap og yrkja jörð. —- Hófuð þér búskap strax þar vestra? — Nei, við fórum fyrst til Winnipeg í Manitoba og þar átt- um við heima í 2 ár. Þar stund- aði ég algenga vinnu, vann til dæmis um skeið við járnbrautir. Síðar fluttumst við til Alberta, sem er næstvestasta fylkið í Kanada. Þar var ég bóndi í 50 ár. — Höfðuð þér góð fararefni, er þér fóruð til Ameríku? —'*Ekki get ég sagt það. Þegar við vorum komin til Winnipeg, átti ég eftir 23 dali, það var allt og sumt. Lítill bústofn, sem blessun fylgdi — Var erfitt að fá jarðnæði í Albertafylki? — Nei, það var auðvelt. Ég tók mér heimilisréttarland, sem var 160 ekrur. Bústofninn var ekki stór. Við hjónin byrjuðum með þrjár kýr, en við brutum land á hverju ári og bættum við bú- peningi. Þegar ég hætti búskap eftir 10 ár, var jörðin mín 650 ekrur lands og ég hafði kornrækt á 500 ekrum. Á seinni árum hafði ég þar um 100 nautgripi, 150 kindur og um 50 hross. — Þetta hlýtur að hafa verið ákaflega erfitt fyrir ykkur hjónin? — Það var stundum erfitt, en okkur leið aldrei illa, það var eins og blessun fylgdi handa- verkunum okkar á þessari jörð. Lifir tvær konur sinar — Eigið þér jörðina ennþá? — Nei, ég hætti búskap þegar ég hafði misst báðar konur mín- ar. Fyrri konan mín Ástríður dó 1920. Seinna giftist ég Kristínu Þorsteinsdóttur, ættaðri frá Laxamýri í Þingeyjarsýslu. Hún dó 1940. — Eigið þér börn á lífi? — Ég á fjórar dætur á lífi, og eina fósturdóttur. Synir mínir báðir eru dánir, annar dó ungur, en hinn uppkominn. En ég á 22 barnabörn og 20 barnabarna- börn. Ég seldi dóttursyni mínum jörðina þegar ég hætti búskap, en þau hjónin létust bæði í járn- brautarslysi fyrir tveimur árum. Jörðin gengur í erfðir til barna þeirra, sem enn eru ung, en hún er unnin nú af nágrönnum í hér- aðinu. Nágranni Stephans G. Stephanssonar í 20 ár — Eru margir íslendingar bú- settir í Alberta-fylki? — Það munu vera þar um 100 Islendingar. Það eru allt góðir grannar og í því sambandi get ég nefnt, að ég og Klettaskáldið okkar Stephan G. Stephansson vorum nágrannar í 20 ár. Hann var eins góður nágranni og hann var gott skáld, má með sanni segja. — Eru systkini yðar og niðjar búsettir á þessum slóðum? —- Já, ýmist í Albertafylki eða á Kyrrahafsströndinni. Ég hef dvalið hjá skyldfólkinu síðan ég brá búskap á báðum þessum stöðum. Mikil mannvirki — Er þetta í fyrsta skipti, sem þér komið til íslands, síðan þér fluttust vestur um haf? — Nei, ég kom hingað 1930, og það var í fyrsta skipti, sem ég kom í heimsókn. Síðan hef ég ekki komið fyrr en nú. — Finnst yður hafa orðið miklar breytingar síðan hér heima? — Það hafa orðið stórfelldar breytingar hér á svo fáum árum. Eiginlega hafa orðið breytingar á öllum sviðum, það er sama hvort maður nefnir jarðrækt, húsabyggingar, vegagerðir eða hvers konar mannvirki, það eru framfarir á öllum sviðum. Ég er mjög glaður yfir því hvað miklu hefir verið áorkað og að sjá vel- líðan fólksins sem er greinileg. Mér þykir svo mikið koma til Sogsvirkjunarinnar og hitaveit- unnar, að mér verður á að hugsa að slíku átaki geti aðeins stór- huga þjóð valdið. Það er ekki nóg að heyra sagt frá og lesa um slíka hluti, maður verður að sjá með eigin augum til dæmis Sogs- virkjunina, til að geta skilið til fulls hvílíkt feikna átak hefir átt sér þar stað. Ánœgjuleg heimkóma — Hafið þér ferðast mikið um hérna? — Ég er búinn að fara austur til Hveragerðis. Selfoss, Tuma- staða, Múlakots, upp á Skeið, í Biskupstungurnar, að Laugar- vatni, til Geysis, á Þingvelli og svo upp á Akranes um Hvalfjörð. Þetta hefir verið mjög ánægju- legur tími fyrir mig, og ég er þakklátur öllum þeim, sem hafa gert mér þennan tíma ógleyman- legan, og sendi þeim mínar kær- ustu kveðjur. Þótt ég sé búinn að eyða flestum árum mínum í Vesturheimi, þá hefði mér þótt góð tilhugsun að eyða síðustu æviárum mínum hér heima á ís- landi, en ég á nákomnustu ætt- ingja mína vestra og þess vegna verður það afl sterkara. En glað- ur er ég að sjá ísland nú. Við þökkum Ófeigi fyrir á- nægjulega samræðu og vonum að hann eigi farsæla ævidaga fyrir höndum um leið og við kveðjum hann og óskum honum fararheilla til ættingja sinna í Vesturheimi. Þá vonum við einn- ig að þetta verði ekki síðasta ferð hans heim til íslands. M. Th. —Mbl., 25. ágúst (NIÐURLAG) Hvernig varð sólkerfi okkar til? Enski vísindamaðurinn og stjörnuspekingurinn frægi, Sir James Jeans (dó 1945), hélt því fram að fyrir svo sem tveim til fjórum biljónum ára hafi það skeð að reikistjarna kom í ná- munda við og þeystist fram hjá sólinni okkar, og hafi þá að- dráttaraflið rifið og slitið flyksur úr yfirborði beggja og dregist út í geiminn í mismunandi fjar- lægðir. Þessar flyksur drógust svo aftan úr er stjarnan hélt ferð sinni áfram út í bláinn, og urðu loks viðskila við hana. 1 fyrstu aðeins gasský, tóku þau að hringsólast á sporbaugum, leppar aðdráttarafls sólarinnar, og einnig að snúast um eigin möndul, hvert um sig, og gerð- ust þannig hnattmynduð þegar gasið þjappaðist saman og tók að kólna, og urðu loks að jarð- stjörnunum og tunglum þeirra. Jeans kallaði þennan útreikning The Tidal Theory. Nú er önnur hugmynd um þetta efni, ný af nálinni, að ryðja sér rúm, og mjög á há- borði hjá þeim, sem gefa sig að slíkum fræðum. Höfundar henn- ar eru tveir mikilsvirtir enskir stjörnufræðingar, Hoyle og Lyttleton. Hún er á þá leið, að í upphafi var sólin tvístyrni (binary), eins og svo margar aðrar af stjörnunum (til dæmis Pólstjarnan, Palaris, fimm sólir í hóp, en sem sjást sem ein með beru auga). Svo varð geysileg innvortis sprenging í annari þessara sólna, hún blossaði upp, varð að nova, spyrnti í hina og tók á rás út í geiminn og er kannske enn á hraðri ferð ein- hvers staðar í Vetrarbrautinni. En er hún tók á rás urðu eftir flyksur af grasi, sem sólin, sem eftir varð, stöðvaði með að- dráttarafli sínu, og sem svo tóku á hringrás, kólnuðu og gerðust hnattmyndaðar, eftir hlutarins eðli, eins og Jeans setti fram. Hvor þessara hugmynda bygg- ist á meiri líkindum er enn ósagt, en að sköpun jarðstjarn- anna var eitthvað á þessa leið er almennt viðurkennt meðal þeirra fræðinga, sem gefa sig að þess konar útreikningum. ☆ Það þykir næsta undrunar- vert að brautir halastjarnanna, sem sólin drengur að sér utan úr geimnum, stefna aldrei beint að henni, heldur rétt utan við hana. Þær hraða ferðum er nær henni dregur, en falla þó ekki í hana, heldur sveiflast í þröng- an hálfhring utan um hana og taka svo strik í burtu, en hægja ferðina þess lengra sem frá henni drengur, unz þær snúa við og byrja nýja hringferð. Þetta á við þær halastjörnur, sem má segja að eigi heima í þessu sól- kerfi (svo sem Halleys-stjarnan, sem vitjar okkar á 72ja ára bilií og fara ekki út fyrir yztu tak- mörk þess. Aðrar halastjörnur, sem vitja okkar, svo sem sú er heimsótti okkur árið 1910, sama árið og Halleys-stjarnan vitjaði okkar seinast, eru ráfarar (rovers), sem má segja að eigi hvergi heima. ☆ Auk níu stjarnanna, sem til- heyra sólkerfi okkar, er urmull af smáhnullungum (planetoids, asteroids), aðallega á milli þeirra Marz og Jupiters, sem haldið er að séu agnir úr jarð- stjörnu, sem leystist upp. Stærsta smáhnetti þessum er gefið heitið Ceres, 480 mílur í þvermál, en næstir honum að stærð eru Pallas, Vesta og Juno, 304, 240 og 120 mílur í þvermál, í þessari röð. 1 það minnsta 500 aðrir hnettir í þessu belti eru yfir 30 mílur í þvermál, og alls hafa yfir 1,500 verið skráðir og gefið heiti eða númer. ☆ Eitt það fegursta og tilkomu- mesta, sem séð verður í stærri sjónaukum, er hringir Saturns. Fyrrum var almennt álitið að þessi belti væru leifar af tungli, sem brotnað hefði upp og orðið að dufti, en nú er talið líklegra að þau séu smáagnir af . ís. Stærsti hringurinn er aðeins tíu mílur á þykkt, en tíu þúsund mílur á breidd, og $ð ytra þver- máli 171,000 mílur. Hin fimm innstu tungl Saturns eru úr sama efni og hringirnir, líklega ís. Yfirborð Júpiters er einnig þakið ís, að ágizkun 1,000 mílur á þykkt. ☆ Flestar hreyfingar jarðstjarn- anna og leppa þeirra, tunglanna, eru á eina vísu, frá hægri til vinstri, eða öfugt við klukku- vísirinn. Þó eru nokkrar undan- tekningar á þessu, en hvernig það má vera er ráðgáta, sem stjörnufræðingar hafa lengi velt vöngum yfir. Allar jarðstjörnur og öll tungl þeirra nema fjögur ganga í eina átt — til vinstri. En þau yztu þrjú af ellefu tunglum Júpiters og • hið yzta af níu tunglum Saturns ganga aftur á bak (retrograde) — til hægri. Enn önnur ráðgáta er það, hvernig Úranus snýst um möndul sinn. Aðrar jarðstjörnur (nema kannske Pluto, en um hann er ekki vitað) snúast um möndul eins og skopparakringla, það er, möndullinn er þversum við sólina. Úranus er það frá- brugðinn að hann veltur áfram — pólar hans snúa að og frá sólinni. Þessi frábrigði brjóta nokkuð í bága við útreikninga og hugmyndir þeirra Jeans, Hoyles og annara, sem hafa fengist við að gera sólheiminn skiljanlegan og samræmdan við þau náttúrulög, sem við þekkj- um. En það er eins og fyrrum, að „margt er skrítið í Harmóníum", og ofar skilningi manna, jafnvel þeirra fróðustu, hvað þá þeirra lítilsigldu, eins og þess, sem þetta ritar. COPENHAGEN Bezta munntóbak heimsins KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI GeriS svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. SINDRI SIGURJÓNSSON LANGHOLTSVEGI 206 — REYKJAVIK OILHIMlGNITE Try ELKHORN and OILNITE Stoker Coal Mix 50/50 $16.40 per Ton Oil Treated Our Most Popular Stoker Coal John Olafson, Representative. PHONE 3-7340 ■llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll ^að er borið fram FEIS-EL í þessu felast aukin þægindi, því þessir pappírs-klútar eru kunnir að mýkt og fara vel ^heð nefið. KAUPIÐ Fór ungur utan að læra sauðf jórrækt og á nú stóran búgarð í Perthskíri í Skotlandi Stutt viðtal við skozka bóndann BENEDIKT GUÐMUNDSSON, sem dvelur hér í fáeina daga Hingað til lands er kominn Benedikt Guðmundsson, bóndi frá Perthskíri í Skot- landi ásamt dóttur sinni. Eru þau feðgin að heim- sækja gamla landið, en Benedikt hefir búið í Skot- landi í þrjátíu og átta ár. Hefir hann þó alltaf haft samband við ættfólk sitt og kunningja hér heima. Blaðið átti stutt samtal við Bene- dikt í gærkvöldi, en hann dvelur hér stutt að þessu sinni. Ætlar hann ásamt dóttur sinni, að heimsækja fornar stöðvar, en Benedikt er frá Heiðarseli í Hróars- tungu. Þótt Benedikt hafi dvalið í 38 ár í Skotlandi og komið hingað aðeins fjórum sinnum í stutta heimsókn í hvert sinn, talar hann enn furðu vel íslenzku. Hefir hann auðsjáanlega gætt þess að halda við feðratungunni, þótt það hafi að sjálfsögðu verið erfitt í dagsins önn og erli, þar sem frekar varð að standa í fyrir- rúmi að yrkja jörðina og koma upp fjórum mannvænlegum börnum. Leiguliði í tólf ár Benedikt hefir farnazt mjög vel í Skotlandi. Hann á nú, á- samt sonum sínum þremur, stór- an búgarð í Parthskíri, sem þeir feðgarnir keyptu árið 1951. Hafði hann um tólf ára tíma verið leiguliði ,eða frá 1930 til 1942, en þá var honum sagt upp leigunni. Þurftu eigendur hennar, eða skyldfólk þeirra, að nota hana fyrir sig. og var þá ekki um annað að gera en fara. Hafði Benedikt bætt jörðina mikið á meðan hann bjó á henni og munu þær umbætur hafa aukið ágirnd á henni. Árið 1942 settist Benedikt að- með fjölskyldu sína í borg, en hann sleit sig þó ekki með öllu frá búskap. Leigði hann land og hélt við bússtofni til síðari tíma. Kom það sér vel, er hann keypti búgarðinn ásamt sonum sínum 1951. Hafa þeir feðgar búið þar síðan, en yngsti sonurinn gegnir um þessar mundir herskyldu. Hefir hann verið í Þýzkalandi að undanförnu, en er nú kominn í orlof. Sagðist Benedikt búast við því að hann væri heima um þessar mundir. Ætlar Benedikt að vera kominn heim áður en orlofinu lýkur, svo að hann geti hitt son sinn, sem á næst að gegna herskyldu í Nýju Guineu. Lærði sauðfjárrœkt Benedikt fór utan til Skot- lands tuttugu og tveggja ára til að læra sauðfjárrækt. Átti hann þá nokkurt fé. Svo höguðu at- vikin því þannig til, að hann á- kvað að setjast að um kyrrt í Skotlandi. Kom hann hingað til lands árið 1918 og seldi bústofn sinn hér. Fór hann að því búnu alfarinn aftur til Skotlands og hóf þar búskap. Fékk hann skozk ríkisborgararéttindi árið 1930. En römm er sú taug . . . . og Benedikt hefir haldið tryggð við föðurlandið. Hann ætlar nú að sýna dóttur sinni það merkasta, sem hægt er að sjá hér á skömm- um tíma og auk þess fara með hana austur á bernskustöðv- arnar. —TÍMINN, 20. ágúst Þeir endast öðrum sokkum betur KREFJIST! VINNITSOKK A Með margstyrktum tám og hælum Penmans vinnusokkar endast lengur •— veita yður aukin þægindi og eru meira virði. Gerð og þykkt við allra hæfi — og sé tillit tekið til verðs, er hér um mestu kjörkaup að ræða. EINNIG NÆRFÖT OG YTRI SKJÓLFÖT Frægt firma síðan 1868

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.