Lögberg


Lögberg - 23.09.1954, Qupperneq 5

Lögberg - 23.09.1954, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 23. SEPTEMBER 1954 5 ■wwwwwwwwww vf vf w /Uite/iHAL ■\VE NNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON UM KAUP Á HÆGINDASTÓL Ávarp flutt á Sjómannadaginn Eftir dr. RICHARD BECK, prófessor Ég hef verið að hugsa þessa dagana um að festa kaup í nýjum haegindastól. í fyrstu hugsaði ég niér bara snotran stól, laglega bólstraðan með þeim lit er færi vel með gólfábreiðunni og öðr- um litum í setustofunni. En svo fór ég að hugsa um ýmsa svo- kallaða hægindastóla, sem ég hefi sezt í, og komst að þeirri niðurstöðu að suma þeirra mætti miklu fremur kalla óþægindastóla en hægindastóla. Stundum er setan svo löng að ef maður sezt aftast í stólinn þá eru fæturnir á lofti, eða hún er svo lág, að knéin skaga upp í loftið, eða hún hallasLaftur á bak þannig, að maður ætlar ekki að hafa sig aftur upp úr stólnum, og bríkurnar stundum svo lágar eða háar, að ekki er hægt að hvíla olbogann á þeim, já, það virðist vera meira vanda- mál, að velja hentugan hæginda stól, en maður gerir sér grein fyrir í fljótu bragði. Ég rakst á ritgerð eftir norsk' an læknir og segir hann, að það sé ákaflega þýðingarmikið að kunna að sitja rétt, en á hinn bóginn geti maður ekki setið rétt, sé stóllinn óhentugur, en það sé því miðtfr allt of algent; flestir stólar, fyrir utan skrif- stofustóla, séu sönnun þess, að menn beygi sig fyrir tízku og stíl. Menn laga sig eftir stólun- um í stað þess, að stólarnir ættu að vera lagaðir eftir þörfum niannsins. Segir hann, að ef menn sitji ekki rétt, geti það orsakað hryggskekkju, bakverk eða verki aftan í hálsinum eða í handleggjunum. Þegar hann fór að hugsa um þetta atriði, segist hann hafa gert þá merkilegu uppgötvun, að í Osló væri ekki til einn einasti hægindastóll er hentaði konum. Setan væri of djúp til þess að konur af venjulegri stærð gætu setið alveg upp við stólbakið, en hlutfallið milli hæðar og dýptar sætisins yrði að vera hið sama og hlutfallið milli lengdar á lærum og leggjum. Húsgagna- meistarar smíðuðu alla stóla eftir sínu eigin höfði og leggðu aðaláherzluna á, að þeir væru í einhverjum vissum stíl og hefðu sérstakan svip fremur en að þeir gegndu hlutverki sínu og margir stólarnir væru beinlínis heilsuspillandi. Sá, sem smíðar stóla yrði að hafa þekkingu á ☆ því hvernig menn eiga að sitja, og hefðu því húsgagnasmiðir gott af því að kynna sér líkams- fræði. Þá gefur læknirinn þessar leið- beiningar: Lengd setunnar verð- ur að vera í samræmi við lengd læranna svo að menn geti sezt aftast í stólinn. Setan er hæfilega löng, þegar maður situr aftast í stólnum og hún nemur við knésbætur. Og það er hæfileg hæð á stól ef vinkillinn í knés- bótum er 90 gráður. Ef stóllinn er of hár gengur brún setunnar upp í lærin og heftir blóðrásina í fótunum og af því koma æða- hnútar. En ef stóllinn er of lágur svo lærin hvíla ekki á setunni, þá hættir mönnum við að sitja álútir og það þreytir hálsliðina í hægindastól eiga menn að geta setið alveg máttlausir með alla vöðva hvílda. Þess vegna verður bakið að vera hallandi og nógu hátt til þess að hægt sé að hvíla höfuðið. En til þess þarf setan líka að hallast ofur- lítið aftur á bak, svo að maður renni ekki fram úr stólnum. En það er ekki gott að bakið sé beint, því að þá hættir mönnum við að síga niður: Bezt er að hafa hrygg í bakinu til stuðnings við mjóhrygginn, en svo lægra undir bakinu fyrir ofan. Það dregur úr þunga líkamans eink- um þegar hnakkinn hvílir líka á stólbakinu, svo að maðurinn verður léttari í sessi og fellur ekki saman í hnipur. Setan má þess vegna vera hér um bil bein, og er því léttara að rísa á fætur aftur. Bezt er að hægt sé að færa stuðninginn við bakið upp og niður eftir stærð þess, er í stólnum situr, og er þá heppi- legast að hafa það lausan „púða' og eins er gott að hafa lausan „púða“, sem hækka má og lækka fyrir höfuðið. En þessir „púðar' verða að hafa sérstakt lag til þess að koma að fullu gagni. Góðir hægindastólar verða að hafa bríkur, þar sem hægt er að hvíla handleggina. Þessar bríkur verða að vera svo breið- ar, að vel fari um handleggina á þeim. Þær mega ekki vera hærri en svo að upphandleggurinn geti verið hér um bil beinn upp og niður. Ef bríkurnar eru hærri er hætt við að menn verði að ypta öxlunum, og þá hafa þeir ekki náð þeim tilgangi að hvíla sig algjörlega. Það er alltaf mikið fagnaðar- efni, þegar fagrir draumar ræt- ast, og miklu meira en fagnaðar- efnið eitt, þv að það verður um leið eggjan til nýrra dáða. „Vex hugur þá vel gengur“, segir hið fornkveðna, og það er sann- leikur. I dag lifum við slíka fagnaðar- stund, sjáum fagran draum og mörgum hjartfólginn vera að ☆ ☆ RÁÐ FYRIR SAFNARA Vikið var að því í kvenna- síðunni í fyrri viku, að mörgum konum væri gjarnt að safna ýms- um smáhlutum í þeirri von að þeir muni koma að gagni síðar- naeir; þær ættu bágt með að farga nokkrum sköpuðum hlut, ®r þeim áskotnaðist. Þær geyma fallega hnappa, smáspegla og greiður úr gömlum handtöskum; blúndu- og bryddingarbúta; alls konar úrklippur; nælur; staka eyrnalokka, og margt annað smávegis. Þetta liggur hingað og þangað í skúffum og finnst sjaldan, þegar til þess þarf að taka. Eitt af því, sem ég hefi viljað geyma, eru smápappakassar, í því falli að ég þyrfti að nota þá fyrir sendingar og geymzlu. — Vegna þess að ég hefi verið haldin miklum hreinsunaráhuga Þessa dagana, var ég í þann veg- lrin að kasta út öllum kössunum °g ýmsu öðru smádóti. En þegar eg var að handleika kassana, sem eru flestir undan umslög- um og bréfsefni, súkkulaði og skyrtum, datt mér í hug hve þeir væru líkir bókum í laginu. Lokin eru þétt og ná yfir hlið- arnar, svo ekkert ryk kemst í þá og hægt er að láta þá standa á enda og raða þeim á hillu eins og bókum, og þannig fer lítið fyrir þeim. — Því þá að vera að angra sjálfan sig með því að fleygja ýmsu smádóti, sem maður hefir haft gaman af að geyma. Því ekki að skipu- leggja þetta dót þannig að það verði handtækt og fari lítið fyrir því? Þá er að líma númer á kassana, raða smádótinu í þá og skrifa nöfnin á því í stafrófs- röð og númerið á kassanum sem geymir það. Lítil heimilis- fangabók er tilvalin fyrir þessa skrá. Þannig er og gott að geyma ýms heimilisskjöl: reikninga, kvitteringar, leiðbeiningar og tryggingar, sem fylgja ýmsum heimilistækjum; smáverkfæri, nagla, skrúfur a. s. frv. Ég vænti þess að kassahillan spari mér leit og tíma framvegis, og þetta ráð komi e. t. v. einhverjum öðrum einnig að notum. rætast. Dvalarheimili aldraðra sjómanna er óðum að rísa af grunni og verða að glæsilegum veruleika. Við hjónin fögnum innilega þeirri sigurvinningu og þökkum hjartanlega þá vin- semd og þann sóma, sem Full- trúaráð Sjómannadagsins hefir sýnt okkur með því að bjóða okkur að vera viðstödd þann ánægjulega og sögulega atburð, sem hér er að gerast. Sem gömlum sjómanni tel ég mér það alveg sérstakan heiður og frábæran vináttu vott af hálfu sjómanna, minna gömlu og góðu stéttarbræðra, að hafa verið falið það virðulega hlutverk að flytja ávarp í þeirra nafni einmitt þessum degi, er markar jafn merkileg tímamót og raun ber vitni í framgangi hins göfuga og þarfa máls, sem þessi árlegi dagur sjómanna hefir helgaður verið um annað fram: að koma upp Dvalar- og hvíldarheimili fyrir aldurhnigna sjómenn, er fórnað hafa starfskröftum sínum þágu þjóðarinnar. Stendur hún í ómældri þakkarskuld við þá, og eru þeir meir en verðugir slíkrar aðhlynningar, er þeir, ef svo má að orði kveða, hafa sett bát sinn í naust, og njóta hvíldar eftir langan starfsdag. Á þessum heiðurs- og merkis- degi sjómanna, fornvina minna og félaga, flyt ég ykkur kveður vestur-íslenzkra stéttarbræðra, bæði á höfum úti og á stórvötn- unum vestur þar. Ég veit, að margir í þeirra hópi, ekki sízt gamlir sjómenn heiman af ætt- jörðinni, myndu af heilum huga fagna þessum degi. Eigi þarf að fjölyrða um það hér, hvert ágæt- isorð íslenzkir skipstjórar og aðrir íslenzkir sjómenn í Boston og nágrenni hafa getið sér. Á hinu mikla Michigan-vatni hafa afkomendur íslendinga, sem settust að fyrir 80 árum á Wash- ington-eyjunni þar í ríkinu, bæði orðið skipstjórar á vatna- skipum og formenn og stýri- menn á fiskibátum. Vestur á Kyrrahafsströndinni norðan- verðri hafa íslendingar einnig getið sér frægðarorð sem sjó- menn og fiskimenn. í Manitoba- fylki í Kanada hafa Islendingar orðið slíkir brautryðjendur í fiskveiðum á hinum miklu vötn- um þar í fylkinu, að réttilega hefir sagt verið, að slíkar fisk- veiðar hefjist í rauninni með þeim, enda hafa þeir að verðugu verið nefndir „Víkingarnir á W innipegvatni“. Þessi dæmi nægja til að sýna það, að sá hetjuhugur og mann- dómur, sem svipmerkt hefir ís- lenzka sjómenn heimafyrir kyn- slóðum saman hefir fylgt lönd' um þeirra vestan hafsins og að þeir hafa á því sviði, sem mörg' um öðrum, verið verðugir arf- takar fyrirrennara sinna og orðið heimaþjóðinni til sæmdar. í þeirra nafni, eigi síður en okkar hjónanna, samfagna ég sjómönnum hjartanlega á þess- um degi, og ég óska ykkur til hamingju með lagningu horn- steins Dvalarheimilisins, þar sem um er að ræða merkilega sigur- vinningu í göfugu nauðsynja- málr. Og það hitar mér um hjartarætur að hafa borið gæfu til að vera viðstaddur þann merkisatburð. Sjómannablóðið — það er ríkt í ættinni — ólgar mér í æðum á ný og djúpmiðin heilla með seiðmagni sínu, því að hafið sleppir aldrei tökum á þeim, sem komizt hafa undir áhrifaveld þess. Með sama huga fagna ég því, hve stórum er nú um margt búið betur að íslenzkum sjómönnum, en var á minni róðrabáta- og vél- bátatíð á Austfjörðum. Auknar öryggisráðstafanir sjómönnun- um til handa eru mér einnig sér- stakt fagnaðarefni. Þá hefir mér, að vonum, orðið starsýnt á hin nýju fiskiskip, ekki síz togarana glæsilegu og búna hinum nýj ustu tækjum. Ennfremur vona ég, að ég verði ekki sakaður um skort á háttvísi eða ósæmileg afskipti af íslenzkum utanríkismálum, þó að ég láti hér í ljósi einlægan fögnuð mínn yfir víkkun land- helginnar. Mér hló hugur brjósti, er ég frétti um ein- drengar og samhuga kröfur Is- lendinga í þeim efnum. Því að mér er enn í fersku minni frá sjómannsárum mínum á Aust fjörðum ágengni erlendra togara austur þar. Ég vék að bættri aðstöðu ís- lenzkra sjómanna að mörgu leyti, sem fagna ber. En í þeirri bættu aðstöðu, og hinum ágætu fiskiskipum felst, í mínum aug- um, brennandi eggjan til dáða, öllum aðilum, sem þar eiga hlut að máli. Tækin til bættrar af- komu og þjóðarhags ná því að- eins tilgangi sínum, að þau komi að sem fyllstum notum. Hafið er enn hin mikla auð- lind okkar ástkæru þjóðar, án þess lítið sé gert úr öðrum mikilvægum atvinnugreinum hennar. Og þó að það sé hverju orði sannara, að „bóndi er bú- stólpi, bú er landstólpi“, eins og skáldið sagði fagurlega, þá rýrir það á engan hátt það grundvall- arhlutverk, sem sjómannastéttin innir af hendi , atvinnulífi hinn- ar íslenzku þjóðar. Enn standa óhögguð hin fögru og áhrifa- miklu orð Jóns skálds Magnús- sonar: Á hinn bóginn hefi ég jafn sterka trú á því, að íslenzku sjó- mennirnir sjálfir, mínir gömlu stéttarbræður og vinir, sýni sam- bærilegan skilning á veglegu og mikilvægu hlutskipti sínu. Sýni í verki þjóð sinni fullan þegn- skap í fegurstu merkingu orðs- ins, en í því felst meðal annars skyldurækni, reglusemi og fórn- fýsi, fornar dyggðir, en fagrar, og jafn ávaxtaríkar í lífi ein- staklingsins og þjóðarinnar á tuttugustu öldinni eins og þær voru á fyrri öldum hennar. Ég hefi annars vegar minnt á þá miklu skuld, sem þjóðin á hetjum hafsins að gjalda, og hins vegar á þær skyldur gagnvart þjóðinni, sem hvílir á herðum sjómannanna sjálfra. Og sér- staka virðingu og þökk hefi ég á þessum degi viljað votta eldri kynslóð sjómannanna, þeim, er háðu harða baráttu við hafið, þegar aðstæður til þeirrar sókn- ar voru stórum erfiðari en nú gerist, góðu heilli. En um alla, karla sem konur, sjómennina og aðra, er trúlega vinna þjóð sinni og leggja með þeim hætti sinn skerf til bættra lífskjara hennar og menningar- lífs eiga við eggjandi orð skáldsins: Heilir hildar til, heilir hildi frá, koma hermenn vorgróður ísalands. Megi sem ríkulegust blessun fylgja þeim öllum í verki, sjó- mönnum og öðrum, sem hlúa að vorgróðrinum í moldinni, í lífi og lundu, á þessu söguríka og ógleymanlega landi okkar, sem nú umvefur börn sín dýrð „nótt- lausrar voraldar veraldar, þar sem víðsýnið skín“. —TÍMINN, 15. júní 1954 HELGI VALTÝSSON: M Föðurland vort hálft er hafið, helgað þúsund feðra dáð. Þangað lífsbjörg þjóðin sótti, þar mun verða stríðið háð. Hetjusögurnar og harmsög^ urnar, sem gerzt hafa á hafinu umhverfis strendur Islands eru snar þáttur í sögu hinnar ÍS' lenzku þjóðar. Enn sækir þjóðin út á hið mislynda haf lífsbjörg sína. Enn er þar háð óvægt stríð við hin römmustu öfl. Það er enginn barnaleikur að sækja gull og gnægtir í greipar Ægis, lífsins brauð og auðurinn, sem þangað eru sótt, er dýru verði keypt, eigi ósjaldan við fórninni miklu og ómetanlegu, lífi sjó- mannsins sjálfs. I hinni löngu fjarvist minni utan ættjarðarstranda hefi ég lært að sjá íslenzku þjóðina í nýju og skýrara ljósi og haft ó' venjulegt tækifæri til þess að bera hana, hlutskipti hennar og afrek, saman við aðrar og stærri þjóðir að höfðatölu og það, sem þær hafa afkastað. Ég hefi enn- fremur séð þess nægan vott hvernig synir og dætur Fjallkon- unnar hafa á skeiðvellinum mikla í Vesturheimi staðið sig „með alþjóð fyrir keppinaut“, og úrslit þeirrar kappraunar og þorraunar hafa verið íslenzku þjóðinni mjög til sæmdar. Við þessa reynslu mína hefir skapazt hjá mér nærri ótakmörkuð trú á íslenzku þjóðina og á hæfileika hennar til að sigrast á öllum erifleikum og finna skynsamlega og réttláta lausn á þjóðfélags- legum vandamálum sínum. Þess vegna hefi ég einnig fulla trú á því, að íslenzk stjórnarvöld og þjóðin almennt láti sér aldrei sjást yfir það, hvert grundvallar- hlutverk sjómannastéttin ís- lenzka inni af höndum í þjóð- lífinu og til þjóðarheilla með því að flytja þjóðinni'auð, sœkja barninu brauð, færa björgin i grunn undir framtíðarhöll. Fundnar Leifsbúðir? ÉR DETTUR í hug að bæta við og biðja „Vísi“ fyrir nýjustu söguna,. sem mér er kunn, af fundi Vínlands og Leifs- búða. Þætti mér nokkurs virði, ef hún reyndist betur raddsett en Pohl-fantasían, enda tel ég hana mér nákomnari en nokkra hinna. — Tel ég víst, að hlutað- eigandi „landkönnuður“ sé sonur gamals og góðs skólabróður míns frá Noregi, Marteins Björndals að nafni. Maður sá, er hér kemur við sogu, eða öllu fremur er sagan sjálf, heitir Magnús Björndal og er frá Úlsteinsvík á Sunnmæri, en það er fæðingarsveit skóla- Dróður míns. Virðist Magnús hafa farið ungur - til Ameríku 1923, sennilega þá um tvítugt, og er nú verkfræðingur og verk- smiðjueigandi í New York, — og hefir sögu og fornfræði að frí- stundavinnu (hobby). Frá því, sem hér verður sagt á eftir, nokkuð stytt, segir Álasunds- blaðið Sunmörsposten á þessa leið fyrir skömmu: „Talið er sögulegt sannmæli, að það hafi verið Islendingurinn Leiíur Eiríksson, sem fyrstur fann Ameríku. Er sagt frá Vín- landsferð hans í Flateyjarbók, og eru fræðimenn að mestu leyti sammála um, hvar á ströndum Ameríku hann hafi borið að landi. En til þessa hefir engum tekizt að benda á sjálfan stað- inn, þar sem hann steig á land og hafði vetursetu. Það sem sagan nefnir „Leifsbúðir“. Það mun því heldur en ekki verða talin allmerkileg tíðindi, er sunnmærskur norsk-amerík- ani telur sig nú hafa ráðið gátu þessa. I „Vikublaðinu“ í Úl- steinsvík 8. apríl s.l. er birt „Ferðabréf frá Kanada“, sem verkfræðingur og verksmiðju- eigandi Magnús Björndal sendir sveitungum sínum, og þar full- jrrðir hann að hafa fundið „Leifsbúðir“. I bréfi sínu segir hann m. a. á þessa leið: „ . . . . Ég verð víst að skýra þetta nokkru nánara, annars kynni það að þykja of flókið. Síðan ég kom hingað til landsins 1923, hefi ég alltaf furðað mig á, hvernig á því geti staðið, að enginn skuli til þessa hafa fundið staðinn, þar sem Leifur Eiríks- son setti „Leifsbúðir“ sínar, sem sagt er svo greinilega frá í forn- sögunum, sérstaklega í Hauks- bók og Flateyjarbók. Árum saman var þessi áhugi minn aðgerðarlaus, en ég velti þessu oft fyrir mér og kynnti mér málið talsvert á ýmsa vegu. En það var ekki fyrr en 1944, er ég eignaðist bát sjálfur, að ég í fullri alvöru tók að rannsaka málið. Síðan hefi ég farið með ströndum fram, alla leið frá Virginíu og norður að St. Lawrence, já, meira að segja alla leið frá Florida. Mér varð brátt Ijóst, að báturinn var of svifa- seinn og þungur í vöfum, og þá reyndist bíllinn hraðskreiðari og vikaliðugri. Ég hefi því oft farið í skemmtiferðir eftir Vinlands- ströndum og snuðrað þar nærri í hverjum vogi og vík. 1 fyrrasumar fann ég svo loks- ins það, sem ég hafði svo lengi leitað að. Ég fann staðinn, og ég get sannað til fullnustu, að þetta er rétt og nákvæmlega í sam- ræmi við frásögn sögunnar. — Þetta er bæði fróðlegt og merki- legt fyrir alla þá, sem hafa áhuga á fornsögunum. Og auðvitað varð mér, sem hafði leitað svo lengi, þetta merkur dagur. Því miður mistókst mér með eitt sönnunargagnið, eftir að ég kom heim aftur til New York. Ég hafði tekið margar myndir, en flestallar litmyndir, sem ekki henta til prentunar í blöð. Ég er því að hugsa um að bregða mér þangað aftur til að 'taka fleiri nothæfar myndir, áður en ég birti þetta sundurliðað. — Mér er nú allt þetta svo ljóst, að mér er nær óskiljanlegt, að eng- inn skuli hafa fundið þetta áður. Sannar það bezt, hve grunnfærir þeir eru, þessir blessaðir bóka- béusar, sem liggja í sífellu í bók- um, en sjá svo ekkert út úr aug- um. Ég fann jafnvel stöðina (hrófið). Hún er svo glögg enn í dag, að þar væri vandalaust að setja upp 60—70 feta skip. Framhald á bls. 8 IBI ÍIUBIIIII TIL LÆGSTA FLUGFAR ÍSLÁNDS Aðeins Q fram og tll baka til Reykjavíkur Grípið tækifærið og færið yður í nyt fljótar, ódýrar og ábyggilegar flugferðir til tslands í sumar! Reglu- bundið áætlunarflug frá New York ... Máltíðir inni- faldar og annað til hress- ingar. SAMBÖND VIÐ FLESTAR STÓRBORGIR Finnið umboðsmann ferðaskrifstofunnar n /~\ n ICELANDICj ’A I fl L I N E S U Lr-ALtj 15 West 47th Street, New York PLaza 7-8585 ill!BI!!!B!!lll

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.