Lögberg - 14.10.1954, Blaðsíða 5

Lögberg - 14.10.1954, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. OKTÓBER 1954 5 WWVWVWWVVWWWVWV'V’WWW'1 X Ál l ( AM Íl rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON PAKISTAN-KONUR LEYSTAR ÚR EINANGRUN Guðmundur Böðvarsson skóld — FIMMTUGUR — Þegar Begum Ra ana Liaquat Ali Khan var skipuð sendiherra fyrir Pakistan til Hollands í síð- astliðnum mánuði, markaði sá viðburður stórvægilegt framfara spor kvenna í heimi Múhameðs- trúarmanna. Engri annari Mú- hameðstrúarkonu hefir áður verið falin slík ábyrgðarstaða á vettvangi stjórnmála — staða, sem hefir í för með sér stöðug félagsleg sambönd við karlmenn. Þetta er í raun og veru afneitun eða afnám þeirrar einangrunar, er Múhameðstrúarkonur hafa orðið að sæta í aldaraðir. Það var maklegt að Begum skildi vera valin til að gefa þess- um miðaldaósið, að innibyrgja konur, rothöggið, því að síðan maður hennar, sem var myrtur fyrir þrem árum, varð fyrsti for- sætisráðherra. í Pakistan árið 1947, hefir engin önnur kona í sögunni gert eins mikið að því að upplýsa Múhameðstrúarkon- Ur í menningar- og félagslegum efnum. Hún hefir vakið þær til skiln- ings á því mikilvæga hlutverki, sem þær eru hæfar til að taka að sér, og verða að sinna í „heimi karla“. Og það sem merkilegra er, hefir henni tekizt að sann- færa fjölda efablandinna karl- manna um þá nauðsyn, að konur taki þátt í mannfélagsmálum. Begum Liaquat Ali Khan hefir 1 sannleika lokið upp dyrum frelsisins fyrir miljónum kvenna sem fram að þessu hafa verið innibyrgðar innan fjögurra veggja og geta nú í fyrsta sinn notið hinnar fögru veraldar utan veggja, að maður ekki tali nm, að þær veiti nú og fólki al- niennt unun með siinni eigin fegurð, en Pakistan konur þykja yfirleitt mjög fallegar, og er Begum góður fulltrúi þeirra á þeim vettvangi. Hún hefir mikið hrafnsvart og silkimjúkt hár; stór dökk augu, löng augnahár. fagurlega myndaðar varir, sem lýsa þó festu, nett í vexti, að- eins fimm fet á hæð og hefir fjörlega framkomu. Hún er gáf- uð og vel menntuð að sama skapi. Hún var fædd í Almora á Indlandi. Faðir hennar var Hindúi, er snúist hafði til krist- innar trúar — hún tók Múham- eðs-trú þegjf hún giftist. Hún átti merkilegan námsferil; var fremst allra í miðskólanum, en Hachelors of Arts gráðu fékk hún frá háskóla í Lucknow. — Tveimur árum síðar hlaut hún Masters stið við sama háskóla í hagfræði og þjóðfélagsfræði. Yar hún eina stúlkan, sem nam þau fræði og þótti námsbræðr- um hennar nóg um, þegar hún hlaut hærri einkunnir en þeir í Prófunum. Árið 1929—’30 tók hún kennarapróf við háskólann 1 Calcutta og var fremst í bekk sem endranær. Var hún þá skipuð prófessor í hagfræði við kvennaskóla í Delhi, en hálfu öðru ári síðar giftist hún, 1933, Ali Khan. Þetta hjónaband var frábrugðið hinum venjulegu, að því leyti að það var byggt á ást en ekki til þess stofnað af for- eldrunum. Hún annaðist bréfa- skriftir fyrir mann sinn allan Hmann frá því að hann var heiðursritari Moslem-sambands lodlands þar til hann gerðist forsætisráðherra hins nýstofn- aða ríkis — Pakistan. Veitti Hretland því ríki sjálfstæði sam- tímis Indlandi árið 1947. Skipting þessa svæðis sam- hvæmt trúarbrögðum — Mo- homeda og Hindúa — hafði í för Uieð sér blóðsúthellingar, en þá kornu í ljós hinir frábæru for- ústuhæfileikar Begum Ali Khan. þegar Lahore höfuðborg Pakist- ani Punjab var lögð i rústir og fólkið svalt og þjáðist af kóleru, aðeins nokkrum dögum eftir að landið fékk sjálfstæði sitt, þá myndaði hún sjálfboða- lið kvenna í Pakistan til að líkna. Hlutverk þeirrar stofnun- ar' var að hjúkra sjúkum, setja upp upplýsingastofur fyrir van- skila fólk, veita heimilislausu fólki skýli og gera hvað annað sem að höndum bar til að greiða úr erfiðleikunum.. Það merkilegasta við þessi kvennasamtök var ekki, að til þeirra var stofnað á tímum of- beldis og öngþveitis í þjóðfé- laginu, heldur hitt, að þau náðu nokkurn tíma til að myndast, því það hafði aldrei fram að þessu tekizt að rjúfa þá „purdah“ veggi, er héldu konum inni- byrgðum um öll Múhameðstrú- arsvæði Indlands. — Nú voru konur taldar færar um að hjúkra ókunnum karlmönnum, er þeim hafði jafnan verið inn- rætt að forðast. Þegar sumar ☆ Á hausti hverju er haldin sam- kepni meðal 4-H keppinauta, sem hafa sigrað í sinni deild í fylkinu; eru tvö valin, sem skarað hafa fram úr í hverjum klúbb. Var þessi samkepni haldin í Manitoba University, og voru 18 ungmenni kosin til þess að vera erindrekar Mani- toba á Iðnaðarsýningunni í Toronto í nóvember. Hin fylkin senda sína erindreka líka, svo það er myndarlegur hópur sem mætist í Toronto. í Manitoba samkepninni sigr- uðu tvær stúlkur frá Árborg: Joyce Borgford og Eleanor Jo- hannson í saumaskap. Þær hefðu getað farið til Toronto í fyrra, en voru þá of ,ungar, nú eru þær 16 ára og hafa bætt einu ári við sig í undirbúningi þessarar samkepni. Nú hafa þær saumað sér “Suits” og alt sem þær þarfnast til ferðarinnar af fatn- aði. Unnu þær þessa samkepni með sýningu þessara fata og út- skýringum sínum (Demostra- tion). Voru sex keppinautar í þeirri deild, og Árborgar-stúlk- urnar unnu með miklum meiri- hluta. Allur ferðakostnaður unglinganna er greiddur og eru þau tekin víða sér til skemt- þeirra þverskölluðust, sagði for- ingi þeirra, og var ekki myrk í máli: „Við erum að skapa þjóð af efnum sem eru aðallega trú og hugsjónir. Haldið þið að þessu verði afkastað, ef helmingur þjóðarinnar felur sig bak við luktar dyr og gerir enga nyt- samlega vinnu?“ Þúsundir fallegra kvennaásjóna komu þá fljótlega fram í dagsljósið, sem faldar höfðu verið bak við ljótar svartar hettur og blæjur. — Og mörg fleiri kvennasamtök stofnaði Begum Liaquat Ali Khan árin, sem í hönd fóru, sem hafið hafa konur til meiri rétt- inda og nytsamra starfa þar í landi. Henni var það mikið áfall, þegar hún misti mann sinn af völdum ofstækismanns árið 1951, en hún hélt áfram starfsemi sinni í þágu kvenna eftir sem áður, því að hún vissi, að það myndi hafa verið honum að skapi. Árið 1952 var hún kosin fulltrúi á þing Sameinuðu þjóð- anna og var kjörin formaður mannfélagsmála-nefndar þeirrar stofnunar. Þau hjónin eignuðust tvo sonu, Ashraf 16 ára og Akbar 13 ára; eru þeir báðir mjög list- rænir og eru að stunda hljóm- listarnám. Eiga þeir ekki langt að sækja þær gáfur sínar; móðir þeirra leikur vel á píanó og gítar og er gædd fallegri söng- rödd. Hún er og mjög bókelsk. ☆ ☆ unar, m. a. til Niagara Falls. Joyce er dóttir Marinós og Eilenar (Arngrímsson) Borg- ford, en Eleanor er dóttir Thor- kels og Guðrúnar (Sigvaldason) Johannson. Hafa þær verið vin- stúlkur allan sinn skólatíma, þær eru nú í 11. bekk og búast við að fara á háskólann og taka “The University Home Econo- mics”. 1 vetur hafa þær tekið að sér að kenna yngsta bekknum í 4-H saumaskap. Sýnir það, að þær finna það, að læra að sauma er mikils virði og vilja hjálpa þeim yngri að læra þá iðn og alt sem því fylgir. Joyce og Eleanor voru hæstar í ' samkepninni á skólanum heima; svo þurftu þær að keppa á sýningunni í Selkirk og sigr- uðu þar. Fékk Eleanor gullúr í verðlaun þar. í Portage fór á sömu leið, nema Joyce fékk þar gullúr í verðlaun og varð Mani- toba Champion í munnlegum prófum. Eins var með “The Red River Exibition.” Alt þetta krefst mikils starfs og erfiðis, svo að ef ekki væru góðir leið- togar og foreldrarnir viljugir á alla vegu myndi, myndi unga fólkið ekki njóta þessarar til- sagnar. Guðmundur Böðvarsson gaf út fyrstu bók sína, „Kyssti mig sól“, árið 1936 fullþroska maður og skáld, enda minnir frumsmíð hans helzt á „Söngva föru- mannsins“ eftir Stefán frá Hvítadal og „Svartar fjaðrir11 Davíðs Stefánssonar. Lesend- urnir kunnu þau deili á skáld- inu, að Guðmundur væri sjálf- menntaður bóndi\ í Hvítársíð- unni, en kynntust í ljóðunum mótuðum og þjálfuðum lista- manni. Efnisval Guðmundar var svo einkennilega nýstárlegt, að fyrsta kvæðið í bókinni hét Til þín, Mekka og speglaði dular- töfra Austurlanda. Borgfirzki bóndinn horfði út ’í heim úr bæ sínum og tilbað aðra guði en samtíðarmenn. Ljóðaþýðingar Magnúsar Ásgeirssonar höfðu orðið honum andleg opinberun og beint sálarsjónum hans gegn um móðu og mistur mikillar fjarlægðar inn í undraveröld skáldsýnanna, sem duldist bak við fjöll og höf. Þó hafði Guð- mundur bundizt og heillazt af Borgarfirðinum. Þar hafði hann fæðzt og alizt upp hjá fagur- vörnum fjöllum, straumlygnum fallvötnum, litmildu skógar- kjarri og grænum grundum. Liturinn, ilmurinn og hljómur- inn í kvæðum hans var líka heimafenginn. Guðmundur hef- ir lært allt, sem hann kann, af umhverfi sínu og átthögum, en lætur klæði skáldhugans bera sig langt burt til að komast aftur heim. Hann er ekki eins sjálf- stæður og vinir hans og að- dáendur vilja vera láta, en per- sónulegur og listrænn eins og ljúflingur í ævintýri, náttúru- skoðari, draumamaður og hörpu sveinn. Guðmundur hefir ekki orðið eins þjóðkunnur af kvæð- um sínum sem ástæða væn til, en list hans er í senn girnileg til fróðleiks og nautnar. Ljóð Guðmundar eru litskrúð, angan- þeyr og tónasláttur, blóm úr garði smekkvísinnar og hug- kvæmninnar, stundum líkust börnum, sem híaupa berfætt út í vorið og sólskinið, en oft er í baksýn þungur skuggi af fjalli mikilla örlaga og sligandi reynslu, þytur og gnýr, sem vek- ur grun og ugg íslenzkra veðra. Guðmundur er skáld hinna vandlátu, sem sjá stórt í smáu og smátt í stóru, finna af því að þeir leita og leita til að finna. Hann hefir ræktað garð sinn af alúð og kostgæfni, en er einfari í langferðum og þá bóndi á leið í kaupstað. Heima í Hvítársíðunni er hann hörpusveinn byggðar- innar og landsins, sem ól hann við brjóst sín og kom honum til þroska. „Kyssti mig sól“ var svo nýstárleg frumsmíð, að mörgum finns hún bezta ljóðabók Guð- mundar Böðvarssonar. Þá skoð- Það hefir verið sagt, að skil- yrði góðra 4-H klúbba séu þreföld: 1. Leiðtoginn, sem er aðalper- sónan, þarf að sjá um að allt sé í röð og reglu. 2. Að unglingarnir séu viljugir að taka tilsögn og gjöra sitt bezta. 3. Að foreldrarnir, sem eru í raun og veru aðal styrkur klúbbsins, þurfi að hvetja og hjálpa börnum sínum á alla vegu, kenna þeim að tilheyra og vera góðir meðlimir félagsins. Konurnar ,sem mest hafa lagt á sig fyrir þetta starf hér og unnið að velferð félagsskapacins, eru: Mrs. K. O. Einarsson, Mrs. K. Johannson, Mrs. M. Johnson, Mrs. Borgford, Miss K. Skúlason og fleiri. Árborg má vera stolt af því að sjá Joyce og Eleanor fara til Toronto. Við finnum, að þær eiga fagra framtíð fyrir höndum og óskum þeim alls hins bezta. Andrea Johnson un er auðvelt að rökstyðja, þeg- ar litið er á heildina, en vissu- lega er að fleiru að hyggja. Kvæði eins og Til þín, Mekka, í október, Þú veizt það, Hin gömlu jól, Fyrir tíu árum, 1 sól- skini, Blóm, Frá þeim er engin saga, Aftansólin eldi steypir, Kyssti mig sól og Vísur um birkilauf hæfa stórskáldi og bera hvergi einkenni byrjanda. Mað- ur, sem þannig yrkir, hlýðir listrænni köllun af því að speki yfirlætislausrar játningar liggur honum á hjarta um leið og hann gleðst yfir dásemdum náttúir- unnar og skynjar beyg af dul- ræðri framtíð. Játningin í síð- ustu vísunni um birkilaufið er ekki prédikun heldur trúnaður — og þess vegna verður hún ógleymanleg: Hvað átt þú þá? Eitt bjarkarblað, ó, bróðir, það er nóg, fyrst um það hópast hrannir söngs úr hinum græna skóg, og heilar kveðjur heim það ber þess hjarta, er til þín sló. Síðari bækur Guðmundar eru ekki eins heilsteyptar og „Kyssti mig sól“, en list skáldsins rís þar hærra í einstökum kvæðum. Þangað verður að leita þess stærsta ’og bezta, sem Guðmund- ur Böðvarsson hefir afrekað 1 ljóðagerð sinni, enda er þróun skáldsins merkileg og sérstæð. „Hin hvítu skip“ er meiri bók en „Kyssti mig sól“, ef saman- burður beztu kvæðanna er lát- inn ráða. Þar eru snilldarljóð eins og Vor borg, Þeir sögðu við mig, Ljós, Stjörnur, Rauði RE-ELECT Geo. A. Frith steinninn, 1 fjallsins kverk, Lítill sálmur um Björnson og Smiðju- Ijóð. List skáldsins er eins og tré, sem hækkar krónu sína og dýpkar ræturnar. „Álfar kvölds- ins“ einkennist af fjórum perl- um, sem eru kvæðin Tvær hæðir, Lyngheiðin rauð, Morg- unn og Bogmenn, en samt verð- ur þar vart þreytu eða óvissu eins og skáldið viti ekki gerla hvert halda skuli, leitin minnir á hik, og handtökin eru hvorki eins föst né fim og vonir stóðu til. Sama endurtekur sig í „Und- ir óttunnar himni“, sem er lak- asta bók skáldsins. Guðmundur gerir sér þar far um spámann- legan boðskap, en skeyti hans missa oftast marks — jafnvel í kvæði eins og Liðsinni vort, þótt hátt rísi í fljótu bragði. Á- stæðan liggur í augum uppi. Guðmundur Böðvarsson verður að falla í stafi gagnvart skáld- legri opinberun áður en hann byrjar tónasláttinn til að ná sínu lagi. Hann er hörpusveinn en ekki lúðurþeytir. Beztu kvæði bókarinnar eru Ferðaljóð, Negra þorpið og Hörpuskel, enda ný uppskera úr sama gróðurreit og snjöllustu kvæðin í fyrri bókun- um, þó að framleiðslan sé með öðrum hætti. Guðmundur gat ekki endurfæðzt sem spámaður, en hann gerði sér réttilega ljóst, að list hans þurfti að endur- nýjast meira en orðið var. Það tókst honum í „Kristalnum í hylnum", þar sem hann slær nýja tóna af sinni gömlu hörpu. Kvæðin bera svipmót haustsins, anda dul og óhugnaði, sem Guð- mundur magnar af listrænni snilli, og túlka persónulegar játningar, er seytla eins og lækjarlindir undan fjalli örlaga og harma og vonbrigða mann- anna í heimi aðsteðjandi sterk- School Trustee Word 2 EXPERIENCE • Finance Committee, 1953-54 • Night School Reorgani- zation Committee, 1954 ® Representative to Library Committee, 1953 • Representative to Town Planning Commission, 1954 ® Delegate to Manitoba School Trustees’ Con- vention, 1954 TURPIE, A. Second Choice: ENDAST ÖLLUM VINNUSOKKUM BETUR Þér getið fengið hvað stærð og þykt, sem vera vill og óþrjótandi úrval af Penmans vinnusokk um. Það stendur á sama hvað þér velj- ið, þér fáið ávalt beztu vöruna á sann gjarnasta og bezta verðinu. Einnig nærföt og ytri skjólföt Frægt firma síðan 1886 NR. WS-10-4 4-H SAMKEPNI Framhald á bls. 8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.