Lögberg - 14.10.1954, Blaðsíða 7

Lögberg - 14.10.1954, Blaðsíða 7
7 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. OKTÓBER 1954 Hafði fýst til íslands í meira en hálfa öld Og heimkoman varð mér sem ævinlýri úr 1001 nóll Viðtal við Pál S. Pálsson skáld Innan skamms hverfa héðan af landi brott tveir góðir gestir, sem gíst hafa ísland í sumar, en það eru merkishjónin Páll S. Pálsson skáld frá Winnipeg og kona hans Ólína Egilsdóttir. Öllum þeim, sem komið hafa á heimili þeirra hjóna vestan hafs ber saman um það að gest- risni þeirra hjóna og alúð sé engin takmörk sett. Þau hafa líka á langri ævi orðið vinmörg, ekki aðeins vestan hafs heldur og líka hér heima. Og nú hafa þau dvalið hér á landi í sumar eftir langa fjarvist. Páll ekki komið til íslands í 54 ár og frú Ólína ekki í 24 ár þar til nú. Fréttamaður Vísis hitti Pál að máli fyrir skemmstu og bað hann að segja lesendum blaðsins örlítið frá langi ævi og löngum ferli bæði heima og erlendis. — Þú ert fæddur hér heima? — Já. Ég er Borgfirðingur að ®tt en örlögin höguðu því þann- ig, að ég er fæddur Reykvíking- ur. Ástæðan fyrir því er sú, að hið alræmda mislingaár 1882 setluðu foreldrar mínir að flytj- ast búferlum til Vesturheims, en á meðan þau bíðu eftir skipsfari í Reykjavík veiktust þau bæði í mislingum og voru svo lengi að jafna sig eftir veikindin að þeu hættu við förina. En í þessari bið þeirra hér í Reykjavík fæddist óg, og að því að mér var tjáð í húsi Þorbjargar Sveinsdóttur, hins landskunna kvenskörungs og systur Benedikts Sveinsson- ar. Var hún í vinfengi við for- eldra mína og skaut yfir þau skjólhúsi þegar þau komu eða dvöldu í Reykjavík. Var Þor- björg ljósa mín og átti ég þar hauk í horni þegar ég fluttist síðar til Reykjavíkur. Móðirin fór ein vesfur — Hvað varð um foreldra þína úr því þau hættu við vestur förina? —■ Þau fluttu til sinna fyrri heimkynna, að Signýjarstöðum 1 Borgarfirði en, síðar fluttust þau búferlum að Norður Reykj- um í sömu sveit og þar dó faðir ttúnn nokkurum árum síðar. •Nokkuru eftir andlát föður míns varð sú gamla ákvörðun móður oiinnar að flytjast til Vestur- heims að veruleika. Fluttist hún vestur um haf árið 1897 ásamt elzta syni sínum Hirti, og þeim yngsta, Kristjáni. Við vorum fjórir bræðurnir og vildi hún að við kæmum allir með sér. En ég, Sem þá var aðeins 15 ára að aldri, barðist með hnúum og hnefum gegn því — ég vildi fá að vera áfram á Islandi — og það var úr, að bæði ég og Jónas bró'kir minn urðum í það skipti eftir og fórum hvergi. — Hvað varð þá um þig? — Ég fluttist til Reykjavíkur, iöitaði þar á náðir Þorbjargar ijósu minnar og hóf prentnám í ^agskrárprentsmiðjunni, sem bróðursonur Þorbjargar, Einar Benediktsson skáld, starfrækti þá 0g stjórnaði. ^eykjavík var leiðinleg — Kynntist þú Einari? Já, mikið. Við bjuggum báðir hjá Þorbjörgu og ég var ■Einari mjög hand^enginn. Ég held að ég eigi engar minningar isfn góðar um nokkurn mann, sem ég hefi starfað með, sem Einari, enda var hann gáfumað- Ur svo af bar og glæsimenni að Sar*ia skapi. Við vorum mikið Saman og ég er þakklátur fyrir P^r samverustundir. Hvernig líkaði þér við Eeykjavík í þá daga? Mér leiddist hún. Mig lang- aÖi alltaf heim í sveitina mína aftur, fannst ég hvergi eiga eima nema þar, og á kvöldin eftir vinnu í prentsmiðjunni agði ég jafnan leið mína upp að hólavörðu, þaðan sem útsýn Var mest og bezt til sjávar og lands. Þar sat ég löngum og mændi til fjallanna sem næst lágu heimabyggð minni og lét mig dreyma um fegurð og yndi sveitarinnar minnar. Þetta voru taldar kenjar eða sérvizka, en ég gat ekki að þessu gert. — Hvenær fórstu svo vestur um haf? — Aldamótaárið ákvað Jónas bróðir minn að fara vestur og þá fannst mér ekkert við að vera lengur hér heima, þegar bæði móðir mín og bræður mínir allir voru horfnir á brott. Ég ákvað því að fara með honum, en það veit harmingjan að ég fór nauðugur og kveið því að yfirgefa þetta land sem ég elsk- aði öllu öðru heitar. Langaði alltaf heim aftur — En hvernig líkaði þér svo eftir að því komst vestur? — Mér leiddist. Mér leiddist 1 mörg löng ár og langaði alltaf heim aftur, en því láni var ekki að fagna að ég kæmist það fyrr en nú — eftir 54 ára útlegð. — Fórstu til Winnipeg? — Já, móðir mín og bræður voru þar fyrir. Ég hafði fyrst í stað ofan af fyrir mér með dag- launavinnu og vann að hverju því starfi sem bauðst. Á þeim árum var yfirleitt erfitt að fá vinnu vestra, en helzt við mokst ur eða gröft því það var hvort- tveggja í senn erfið vinna og illa launuð. Stundum var ég líka við fiskveiðar á vötnunum eða ég var uppi í sveit, en aurana sem mér áskotnuðust fyrir þetta notaði ég til þess að fara á verzlunarskóla að vetrinumj. Eftir þriggja vetra nám útskrif- aðist ég úr skólanum og fékk ég þá atvinnu við bókhald hjá stóru fyrirtæki í Winnipeg. — Hefurðu starfað við bók- hald síðan? — Að verulegu leyti. Ég hefi starfað hjá ýmsum eftir því sem bezt bauðst í það og það skiptið. Um 12 ára skeið vann ég hjá lífsábyrgðarfélagi, seinna starf- aði ég hjá kornhöllinni og var samtímis gjaldkeri eins korn- ræktarfélagsins sem skipti við hans. En þegar ríkið tók hveiti- verzlunina í hendur var þessu starfi sjálfhætt og þá gerðist ég auglýsingastjóri við vestur- íslenzka blaðið Heimskringlu. Við það vann ég um 10 ára skeið en fyrir tveim árum settist ég í helgan stein, fluttist ásamt konu minni til Gimli og þar á ég hús við okkar hæfi á fögrum stað við vatnið og í því mun ég sennilega dvelja héðan í frá. — Er langt síðan þú kvæntist? — 44 ár. Konan mín, Ólína Egilsdóttir er ættuð úr Borgar- firði eystra. Hún fluttist 15 ára að aldri, ásamt foreldrum sínum, vestur um haf og við áttum það m. a. sameiginlegt að okkur leiddist báðum og langaði alltaf heim. Hún kom snöggvast heim Alþingishátíðarárið 1930, en þá komst ég ekki með henni. Við eigum eina dóttur barna, Mrag- réti, sem nú er gift og búsett í Winnipeg. Hún á elskulegan mann og þrjú myndarleg börn. — Þú hefur fengizt töluvert við ljóðagerð? — Ég hefi dundað við þetta mér til gamans og hugarléttis. Ég gaf út ljóðabók árið 1936 og nefndi hana „Norðurreyki" eftir bænum þar sem ég ólst að mestu upp. Aðra ljóðabók „Skilarétt" gaf ég út 1948 og nú er væntan- leg í haust þriðja bókin eftir mig Mun Isafoldarprentsmiðja h. f. gefa hana út og hef ég gefið henni heitið „Eftirleit." — Þú hefur altaf verið í meiri eða minni tengslum við gamla landið? — Vissulega. Eftir að ég kom vestur reyndi ég að afla mér ís- lenzkra bóka eftir því sem kost- ur var á og efni mín leyfðu. Ég skrifaðist á við fjölda manns héima á íslandi og eignaðist þannig marga kunningja og vini sem ég hefi ekki séð flesta fyrr en nú. Og loks voru allir þeir, sem ég batzt vinartengslum vestra fólk af íslenzku bergi og sem mælti á íslenzka tungu. Þakkarskuld við vini Einn í hópi minna beztu vina er Sigurður Júlíus Jóhannesson skáld. Hann fór vestur skömmu á undan mér og tók mér tveim höndum þegar ég kom til Winni- peg. Frá honum hefi ég jafnan notið mikilla áhrifa og hann stappað í mig stálinu við að yrkja og hvatti mig til þess að halda því áfram. Annar maður, sem ég hafði mikið saman að sælda við var dr. Rögnvaldur Pétursson, einn af mikilhæfustu mönnum Vestur- íslendinga og maður sem unni íslandi og íslenzkum málum hugástum. Seinna kynntist ég öðrum á- gætum manni sem dvaldist um nokkurra ára skeið vestra en það var síra Ragnar E. Kvaran. Gáfumaður mikill og ræðuskör- ungur eftir því. Allir þessir menn hafa mótað mig meir eða minna og stend ég í mikilli þakk- arskuld við þá. — Gætir íslenzkrar menning- ar og áhrifa enn mikið vestra? — Ekki sem áður, enda er þess naumast að vænta. Ný kynslóð er að mestu tekin við, kynslóð sem er fædd í Vesturheimi og að verulegu leyti alin upp við enska menningu .Vestur-íslenzku blóð in, svo og nokkur önnur rit eða bækur, koma enn út en eiga orð- ið erfitt uppdráttar og erfiðara með hverju árinu sem líður. — Hvað segirðu okkur svo um komu þ)na til Islands og þau áhrif, sem þú hefur orðið fyrir hér? — Mig hefur langað til Islands í 54 ár og stundum verið kominn nærri því að leggja af stað, en ekki orðið af því fyrr en nú. Við hjónin komum hingað á- samt nokkurum fleiri Vestur-ís- lendingum þann 9. júní s.l. og höfum ferðast víða um landið og og séð margt. En allt það, sem við höfum séð hefur komið mér fyrir sjón- ir eins og ævintýrin úr 1001 nótt. Ég vissi af fregnum, að heiman að hér höfðu átt sér stað miklar breytingar frá því um aldamót, en að þær hefðu orðið slíkar sem raun ver. vitni hafði mér aldrei til hugur komið. Þægindin í sveitinum á Islandi eru senni- lega orðin meiri en í nokkuru landi öðru og verklegar fram- kvæmdir á öllum sviðum eru orðnar svo miklar hér heima að þær ganga í minum augum ó- trúleika næst. — Og þú ert á annan hátt ánægður með heimkomuna? — Meira en það. Fólkið hefir borið okkur hjónin á höndum sér frá því er við komum. Ég tel að við höfum varið peningum okkar hvað bezt með því að koma til Islands og endurminn- ingar sem ég hef héðan og úr ferðinni allri verða mér hið dýr- mætasta vegarnesti á meðan ég lifi. — VÍSIR, 3. sept. Biblían og kirkja nútímans Framhald af bls. 3 trúarreynsla, sem að baki liggur þeirri sannfæringu, að Guð sé að verki í sögunni, geti orðið vor reynsla. Hvernig uppistöðuþræðirnir í kenningu Ritningarinnar geti vakið trú með oss sjálfum á sama hátt og með liðnum kynslóðum. Þetta verður ekki leyst nema með því að taka til íhugunar hina gömlu og „úreltu" kenningu um Helgan Anda. Kenningin um Helgan Anda merkir það, að mínu viti, að Guð heldur innreið sína í líf þitt, svo að atburðir lífs þíns, tímabundnir og sérstæðir eins og þeir eru, fá meiningu og tilgang. Hún merkir enn fremur það, að mínum skilningi, að Guð mætir þér eins og ein persóna mætir annari. Hún merkir það, að komið sé á sambandinu Ég-þú, og ekki Ég-það, milli Guðs og manns, svo að notuð séu orð heim- spekingsins og guðfræðingsins Martin Buber. Þá skoðar þú Guð ekki lengur að hætti heimspekinganna sem lífsafl eða frumreglu alls lífs heldur sem persónu. Þá skoðar þú ekki lengur náunga þinn sem hlut. Þá sérðu í honum Krist, svo að notuð séu orð Marteins Lúther. Hvað Ritninguna áhrærir, merkir kenningin um Helgan Anda það, að þú skoðar sögu ísraels og kristinnar kirkju ekki lengur sem sögu ytri atburða, þér óviðkomandi. Þú ert sjálfur orðinn þátttakandi í hinum mikla leik gleði og sorga. Guð er 'þá ekki lengur að verki í sögunni eingöngu. Hann er virkur í þínu eigin lífi. Þegar Jeremía segir lýðnum, að þeir hafi hafnað uppsprettu hins lifanda vatns, beinist tal Guðs ekki lengur að Júda- mönnum á 7. öld f. Kr. Hann er að tala við þig. Þú hefir mætt Guði. Heitið „Orð Guðs“ þýðir nú annað og meira en hin prentaða bók. Það merkir þennan fund þinn og Guðs. Sá fundur á sinn búning og sitt inntak. Búningur hans er Biblían og inntak hans skapar Guð innra með þér. Eitthvað svipað þessu tel ég Lúther hafa kennt um Ritninguna. Hann líkir texta Biblíunnar við hálminn, sem í jötunni var. Hálmurinn var í sjálfu sér einskis verður. En hann bar uppi Krist. Að lokum vil ég minnast á lokaspurninguna, sem vaknar, þegar sýnt hefir verið fram á, að Biblían er í senn bók sögunnar og trúarbók, en hún er þessi: Hví er það, að Ritningin er mælisnúra trúarinnar? Hví má ekki í stað Biblíunnar setja aðrar bókmenntir trúarlegs eðlis, sem nær eru oss í tíma og rúmi? Hví þurfum vér að burðast með Biblíuna, sem svo mjög er torskild, og hvers vegna getum vér ekki í stað hennar notast við aðgengilegra efni huganum til trúarvakningar? Svar mitt við þesari spurningu er ábending þeirrar staðreyndar, að kristin* átrúnaður sameinar sögu og trú. Trúin er lífsafstaða vor til nútíðarinnar en vér erum samt ekki fortíðarlausir. Enginn maður flýr fortíð sína og ekkert það dafnar, sem er gleymið á rætur sínar. Vér erum í senn bundnir af arfi og erfðum og lifum af þeim. Kristinn maður er bundinn þeirri fortíð sinni, að hann var einn þeirra, sem Guð leiddi út af Egyptalandi, og hann er einn þeirra, sem stóðu við kross Krists. Það sögulega mót, sem þessir at- burðir hafa fengið í sagnaritun hinnar helgu bókar, skuld- binda hann ekki, og hann er frjáls til rannsókna og til þess að velja og hafna um það, sem honum þykir sennilegast um atburðanna rás. En þessi fortíð er fortíð hans sjálfs. Að öðrum kosti er hann ekki kristinn. Á svipaðan hátt er sá einn íslendingur, sem telur baráttu Jóns Sigurðssonar til sinnar eigin fortíðar, svo að dæmi sé nefnt. Kristinn maður er limur þess trúarsamfélags, sem Guð skóp og viðheldur af náð sinni. Kristinn maður fær því aðeins lifað trúarlífi, að hann haldist í lífrænum tengslum við það trúarsamfélag, við kirkju Krists í nútíð og fortíð. Vér finnum Guð hvorki í náttúrunni, meðal heimspeking- anna né í bókmenntunum. Náttúran, heimspekin og bók- menntirnar geta einungis leitt oss til Guðs. En Guð er í sínu heilaga musteri. Og musteri hans er hvarvetna þar, sem kirkja hans er nálæg. Guðmundur Jónasson Bergman bóndi í Geysisbygð í Nýja-íslandi — MINNINGARORÐ — HANN var fæddur að Litlu- Tungu í Miðfirði í Húna- vatnssýslu, 22. sept. 1869. For- eldrar hans voru Jónas Jónasson og Soffía Bjarnadóttir. Hann fóstraðist upp að Uppsölum. — Vestur um haf fluttist hann alda mótaárið og settist að í Winni- peg-borg. Þann 22. júlí það sama ár kvæntifet hann Guðrúnu Mar- gréti Jónsdóttur, einnig ættaðri úr Miðfirði í Húnavatnssýslu. Þau bjuggu í Winnipeg til ársins 1903, en þá nam hann land í hinni víðlendu Geysis-bygð sunnanverðri og bjó þar í full 35 ár, en flutti þá ásamt konu sinni og dóttur til Gimli, Man., og þar andaðist hann 14. maí 1954 eftir langvarandi heilsubilun. Barna þeirra Bergmanns-hjónanna skal hér getið: Elzta barn þeirra, Soffía að nafni, andaðist í Winnipeg. Á lífi eru: Gunnlagur Friðrik, Guðjón Ingvar, Soffanías Sveinn og Sigríður Soffía, heima hjá móður sinni. dóttir Bergmanns-hjónanna hef- ir lengst af dvalið heima hjá foreldrum sínum og reynst þeim mikil hjálp fyrr og síðar. Eftir að Guðmundur flutti til Gimli, stundaði hann mjólkur- sölu um hríð, meðan heilsa hans leyfði. Síðustu 5 æviárin var hann þjáður af sjúkdómi þeim, er leiddi hann til dauða, og hann var algerlega rúmliggjandi og hjálparþurfi 3 hinztu árin. — Konan hans, góð og mikilhæf, er staðið hafði við hlið hans með prýði í nærri full 54 ár — og Sigríðuc-dóttir þeirra stunduðu hann í þessu langa stríði af frá- bærri umhyggjusemi og kær- leika til hinztu ævistundar hans; mun sú „langa vaka“ hafa nærri kröftum þeirra gengið. Sannast hér, sem oft í reynslu manna, að: „Hinn jórnandi máttur er hljóður“. Guðmundur andaðist 14. maí síðastl., sem að ofan er getið, og var jarðsunginn af séra H. S. Sigmar, sóknarpresti á Gimli. S. Ólafsson Barnabörnin eru 10, og 1 barna barnabarn. - Hálfsystkini Guðmundar eru: Mrs. Sigríður Whittaker, Wpg., Mrs. Ásta Lárusson, Gimli, Man., og Sigfús Bergmann, bóndi við Husavik, Man. Guðmundur var þrekmikill dugnaðarmaður og um margt maður vel gefinn. Hann var alinn upp á þeim tímum, er lítil tæki- færi voru fyrir alþýðufólk að glæða þá hæfileika, er það átti yfir að ráða. Sem dæmi um áræði hans má geta þess að 19 ára að aldri réðist hann í að fara til Reykjavíkur og var þar í tvö ár og fékk tilsögn í organleik og söng hjá Jónasi Helgasyni organista í Reykjavík. Alla ævi var hann söngelskur og hafði góða söngrödd. Jafnan setti söng- ur Guðmundar öryggis- og styrktarblæ á safnaðarsönginn í heimakirkju hans, Geysiskirkju; . enda þótt að þar í sókn væri all- margt af góðu og háttvissu söng- fólki. Um 35 ára skeið bjuggu þau Guðmundur og Guðrún Margrét kona hans að landnámi sínu í Geysisbygð. Mátti heimili þeirra fremur afskekt teljast — all-löng leið til kaupstaðar, og fram að síðasta áratug við vegleysur og lélega vegi að stríða, er torveld- aði allmjög aðdrætti og sölu af- urða — og tók mikið af tíma einyrkja-bóndans. Hygg ég, að alla sína búskapartíð keyrði Guðmundur aðallega á hestum og notaði þá eingöngu við bú- skap sinn. Það má fullyrða, að Guð- mundur var jafnan sjálfstæður og starfrækti affarasælt bú; þótt allmjög væri lífsbaráttan hörð og nærgöngul þeim framan af árum. Börn þeirra hjóna ’ voru snemma þróttmikið og dugandi fólk. En synir hans fóru flestir snemma að heiman til þess að hefja sína eigin ævibaráttu og hefir farnast hún vel. Sigríður "A Realislic Approach io ihe Hereafier" by Winnipeg auihor Ediih Hansson Bjornsson's Book Siore 702 Sargent Ave. Winnipeg Kaupið Lögberg T H I S SPACI CONTRIIUTID • Y WINNIPEG BREWERY II M I T ( D STEVE E. JOHNSON For Alderman Ward 2 — TWO-YEAR TERM A citizen, your neighbor, a successful businessman with home and business in Ward two, who will look after your interests in the city council. Established in the plumb- ing and heating business in Ward two for 25 years. I am asking your SUP- PORT and No. 1 VOTE October 27th. J0HNS0N/ S. E. 1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.