Lögberg - 25.11.1954, Side 1

Lögberg - 25.11.1954, Side 1
ANYTIME ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 67. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 25. NÓVEMBER 1954 NÚMER 47 Níræðisafmæli Á mánudaginn, 15. nóvember, átti frú Sigurbjörg Johnson, Selkirk,. Man., níræðisafmæli; heimsóttu vinir hennar hana þann dag að heimili hennar á McLean Ave. til að samfagna henni á þessum 'merka áfanga ævi hennar. Frú Sigurbjörg fluttist til þessa lands ásamt manni sínum, Einari, árið 1887; settust þau að í Selkirk og bjuggu jafnan þar. Hún misti mann sinn árið 1919. Þau áttu tvær dætur, Kristínu og Nönnu, og tvo sonu, John og Arthur. Frú Sigurbjörg hefir tekið mikinn þátt í starfi lúterska safnaðarins og hefir tilheyrt kvenfélagi safnaðarins frá upp- hafi. Hún er í þjóðræknisdeild- inni þar og studdi stúkuna af ráði og dáð meðan hún var við líði. Frú Sigurbjörg ber aldur- inn vel, er við dágóða heilsu, les, prjónar og gerir ýms hús- störf enn. Hún nýtur góðhugs allra þeirra, er hana þekkja. Lögberg óskar henni til ham- ingju með afmælið. Ánægjuleg og fjölsóf’t samkoma Á fimtudagskvöldið í fyrri viku var stofnað fyrir atbeina Þjóðræknisfélagsins til sam- komu í Sambandskirkjunni hér í borginni vegna heimsóknar Árna G. Eylands stjórnarráðs- fulltrúa til Winnipeg, og þar flutti hann fróðlegt og vel samið erindi um þróun íslenzku þjóðarinnar síðustu tvo áratug- ina, einkum þó á vettvangi land- búnaðarins eftir að bændur tóku vélatæknina í þjónustu sína; erindi Árna var laust með öllu við öfgar og frásögn öll drengileg og hlutdrægnislaus; þess vegna gafst samkomugest- um kostur á að fá glögga heild- armynd af þeim róttæku breyt- ingum, sem átt hafa sér stað á mttjörðinni og þeirri marghátt- uðu nýsköpun, sem þar hefir verið að verki; samkoman var svo vel sótt, að hvert einasta og eitt sæti í kirkjunni var skipað. Dr. Valdimar J. Eylands for- seti Þjóðræknisfélagsins setti samkomuna með röggsamlegum inngangsorðum, en frú Elma^ Gíslason lék á slaghörpu þjóð- söngva Canada og íslands. Tvær ágætar myndir af Is- landi voru sýndar á samkom- unni, “Iceland, The Jewel of the North”, og áhrifamikill myndakafli frá síðasta Heklu- gosi; sýndar voru og nokkrar myndir af Austfjörðum, er vel hefðu mátt missa sig. — Mr. Snorri Jónasson annaðist um sýningu myndanna. Ferst í flugslysi Á manudaginn lét líf sitt 1 flugslysi í grend við höfuðborg Saskatchewanfylkis, Mr. Don Hood 48 ára að aldri, einn þeirra sex manna, er keptu um for- ingjastöðu Liberalflokksins í fylkinu; hann átti heiina í bæn- um Hudson Bay í Saskatchewan °g varð þar hinn fyrsti bæjar- stjóri. Mr. Hood var sagður að vera maður auðugur að fé. Heimsfrægur landkönnuður sjötíu og fimm óra Dr. Vilhjálmur Stefánsson Naumast leikur það á tvenn- um tungum, að Dr. Vilhjálmur Stefánsson sé víðfrægasti mað- urinn af íslenzkum stofni, sem enn stendur ofar moldu; það er orðið langt síðan að nafn hans komst svo að segja á hvers manns varir, og víst er um það, að frægð hans hefir síður en svo fjarað út með fjölgandi árum; hann stendur enn í fylk- ingarbrjósti þeirra manna, er gefið hafa sig að langvarandi vísindalegum rannsóknum í norðurhöfum, og hann hefir dregið fram í dagsljósið fjölda staðreynda um aðstæður og viðhorf þar nyrðra, er áður voru duldar mannlegri vitund, og hann hefir með starfsemi sinni á þessum vettvangi opnað nýja heima, eigi aðeins ævintýra- heima, heldur einnig heima nýrra auðlinda, sem mikils má vænta af í framtíðinni. Frá ætt og uppruna Dr. Vil- hjálms hefir svo oft verið sagt í þessu blaði, að þar er í raun- inni engu við að bæta; hann varð sjötíu og fimm ára hinn 3. þ. m., fæddur í grend við Ár- nesþorpið árið 1879, en fluttist ungur til North Dakota og hóf þar menntaferil sinn; hann er útskrifaður af Iowa-háskólanum, tók meistaragráðu við Harvard og var sæmdur doktorsgráðu í heimspeki við Háskóla Islands. Það var Dr. Vilhjálmur, er fyrstur manna nefndi norður- skautssvæðin “The friendly Arctic”, og því nafni heitir ein hinna snildarlegu bóka hans, og hann var fyrsti maðurinn, þrátt fyrir fordóma úr ýmissum átt- um, er með sjálfsreynslu sann- aði það, að hvítir menn gætu samið sig að lifnaðarháttum Eskimóa og lifað í norðrinu sæmilegu lífi engu síður en þeir; hann dvaldist meðal Eski- móa í ellefu ár, nam tungu þeirra, viðhafði sama klæðaburð og þeir, beitti sömu vinnu- brögðum og neytti sams konar fæðu. í full fjörutíu ár hefir Dr. Vilhjálmur viðað að sér gögn- um varðandi norðurskautssvæð- in og í bókasafni hans, sem er mikið og merkilegt, er mælt að skjöl sé að finna þar að lútandi, er bókasafn þjóðþingsins íf Washington eigi ekki til í eigu sinni. Dr. Vilhjálmur er snjall og mikilvirkur rithöfundur; hann hefir samið að minsta kosti tutt- ugu bækur, hverri annari skemtilegri og fróðlegri, og hefir mörgum þeírra verið snúið á íslenzku, en um þrjú hundruð ritgerðir vísindalegs efnis hafa birzt eftir hann í blöðum og tímaritum. Dr. Vilhjálmur var lengi bú- settur í New York, en fluttist fyrir nokkrum árum til borgar- innar Hanover í New Hampshire ríkinu og starfar hann sem fræðilegur ráðunautur við Dart- mouth College varðandi norður-1 íshafs rannsóknir; þangað er nú komið hið mikla bókasafn hans, þar sem saman er kominn undir einu þaki meiri fróðleikur um norðurskautsflæmin en á nokkr- um öðrum stað í víðri veröld. Dr. Vilhjálmur er mælsku- maður mikill og mjög eftirsóttur fyrirlesari; hann er ekki myrkur í máli og á það til að vera bitur- lega kaldhæðinn ef því er að skipta. Margir draumar Dr. Vilhjálms um nythæfni norðuríshafs víð- flæmanna eru nú orðir að stað- reynd; hann spáði meðal annars^ því, að sú kæmi tíð, er hafið yrði reglubundið farþegaflug um norðurskautssvæðin milli Norðurlanda og Bandaríkjanna; nú er þetta komið á daginn, er fyrsta víkingaflugið var nýlega gert um þá vegu frá Kaup- ‘ mannahöfn til San Francisco með viðkomu í Winnipeg. 1 tilefni af áminstu afmæli Dr. Vilhjálms hafði rektor Dart- mouth menntaskólans boð inni honum til heiðurs, þar sem kom- ið var saman margt stórmenna; bárust heiðursgestinum ham- ingjuóskaskeyti frá mörgum vísindafélögum, svo sem National Geographic Society, The Arctic Institute of North America, The Association of American Geographers, The Geographical Society í Berlín og The Geographical Societies í Chicago og Philadelphíu. Stórblaðið New York Times birti hinn 7. þ. m. ritgerð um Dr. Vilhjálm og hinn margþætta starfsferil hans, ásamt umsögn um áminst heiðurssamsæti; í kveðju til heiðursgestsins lét forseti National Geographic Society, John Oliver La Gorce, þannig um mælt: „Þér eruð að líkindum einn hinna síðustu landkönnunar- manna úr hópi hins gamla skóla, er rudduð yður braut með hund- um og sleðum um hin víðáttu- miklu norðurhöf, og í þeim efn- um standið þér í fremstu röð; þér hafið ávalt, eins Peary aðmíráll sagði, haft augun á framtíðinni, svo sem draumur- inn um pólarflugið ber svo glögg merki um; ritgerð yðar um þetta efni, er birtist í tíma- riti voru í ágústmáunði 1922, Seinnipart síðastliðins sunnu- dags og fram eftir kvöldinu, var gestkvæmt á hinu vingjarnlega heimili þeirra Thorvaldar R. Thorvaldson og frú Lilju Thor- valdson að 316 Bannerman Ave. hér í borginni; ættingjar og aðrir vinir komu þeim hjónum að óvörum og tóku húsráð í sín- ar hendur; tilefnið var það, að þá um daginn áttu þessi vinsælu og mætu hjón aldarfjórðungs hjónabandsafmæli. . Einar P. Jónsson hafði orð fyrir gestum og ávarpaði silfur- brúðhjónin nokkrum hlýyrðum og afhenti þeim til minningar um atburðinn afar vandaða te- samstæðu úr skíra silfri; þá tók til máls frú Ingibjörg Jónsson, en hún og silfurbrúðurin eru bræðradætur, og flutti kveðjur frá skyldfólki og öðrum vinum í Mikley; einnig las hún fagurt þakkar- og kveðjuskeyti frá séra Skúla S. Sigurgeirssyni og frú Sigríði Sigurgeirsson að Walters, Minn., en þau séra Skúli og Lilja eru bræðrabörn; að því búnu tóku við söngvar og rabb. Silfurbrúðguminn er sonur þeirra Sveins Thorvaldsson M. B. E. og fyrri konu hans frú Margrétar Sólmundsson-Thor- valdsson; hann er útskrifaður í búvísindum af háskóla Mani- tobafylkis og mælskur meira en verður oss jafnan minnisstæð; sumir voru þá dauftrúaðir á kenningar yðar svo sem brenna vill við þegar um nýjungar er að ræða, en nú hafa staðreynd- irnar sannað fraihsýni yðar og spádómagáfu“. Dr. Vilhjálmur hefir nokkrum sinnum heimsótt Island, og nú síðast sem heiðursgestur þjóðar- innar; hann er maður margfróð- ur um íslenzkar bókmenntir, einkum þó þær sígildu og fornu; honum kippir mjög í kyn til norrænna víkinga og hefir lengi ævinnar lifað víkingalífi þar, sem ein svaðilförin hefir tekið við af annari án þess að setja á hann nokkur varanleg fingraför. Dr. Vilhjálmur er kvæntur glæsilegri ágætiskonu, sem er víðment og snjall rithöfundur eins og maður hannar. Lögberg flytur Dr. Vilhjálmi hálfáttræðum hugheilar árnaðar- óskir. alment gerist; hlaut hann gull- medalíu í mælskusamkeppni á skólaárum sínum, en hefir nú með höndum umboð fyrir stórt og víðkunnugt heildsölufirma í þessari borg. Frú Lilja er dóttir Boga Sig- urgeirssonar og seinni konu hans Kristínar Ásmundsdóttur; hún hefir um langt skeið staðið í fremstu röð íslenzkra sópranó- söngvara vor á meðal og verið óspör á tíma sinn til skemtana á mannamótum. Þau Thorvaldur og frú Lilja eiga sex börn hvert öðru mann- vænlegra, fjóra sonu og tvær dætur, er þau hafa lagt mikla alúð við að koma til menta; voru þau öll viðstödd afmælisfagnað foreldra sinna að undantekinni eldri dótturinni frú Evelyn Allan, sem búsett er í Montreal. Silfurbrúðguminn þakkaði heimsóknina með fyndinni og fagurri ræðu, en silfurbrúðurin mælti einnig fram hlýleg þakk- arorð. Mikið var um söng í þessari ánægjulegu veizlu og gnótt góðra fanga. Heimili þeirra Thorvaldson- hjóna er víðkunnugt að vin- hlýju og risnu. Lögberg flytur silfurbrúð- hjónunum innilegar árnaðar- óskir. Dómsforseti lótinn Á fimtudaginn þann 18. þ. m., varð bráðkvaddur að heimili sonar síns í Kenora E. A. McPherson dómsforseti Mani- tobafylkis, 75 ára að aldri, ást- sæll maður og hið mesta val- menni; hinn látni var lengi við opinber mál viðriðinn, gegndi um hríð embætti fjármálaráð- herra á fyrstu stjórnarárum Mr. Brackens, átti sæti á sambands- þingi og var dómsforseti fylkis- ins síðan 1944. Útför hans var gerð hér í borg síðastliðinn þriðjudag. Merkur frumherji lótinn Hinn 18. þ. m., lézt að heimili sínu á Gimli Hans Pétur Tergesen, er rekið hafði stora verzlun þar í bænum í meira en hálfa öld; hann var ættaður af Akureyri og var 91 árs að aldri, kona hans Sigríður Pálsdóttir frá Hofi í Hjaltadal, er látin fyrir nokkrum árum. Mr. Tergesen kom, svo sem vænta mátti, mjög við þróunar- sögu Gimlibæjar á margvísleg- an hátt; útför hans var gerð frá kirkju Gimlisafnaðar á mánu- daginn að viðstöddu miklu fjöl- menni. Séra H. S. Sigmar jarð- söng, en um undirbúning út- fararinnar annaðist Bardal Funeral Service. Rafmagnsljós hafa logað ó íslandi í 50 ór í dag eru 75 ár liðin síðan Edison tókst að smíða glóðar- lampa. Á lampa þessa ódauðlega uppfinningamanns logaði í 40 stundir. Þar með hafði hann fundið aðferðina til að smíða glóðarlampa og á næstu árum fullkomnaði hann lampann og rafmagnið fór sigurför um allan heim — og gerði myrkrið brott- rækt smám saman. Frá því að Edison kveiti á hinum fyrsta lampa og þar til rafmagnsljós voru tendruð á ís- landi liðu 25 ár. Brautryðjand- inn var Jóhannes Reykdal í Hafnarfirði, sem lét gera stöðv- arhús og leiðslur voru lagðar í þau 16 hús, hverra eigendur vildu fá rafmagn. Hinn 1. des 1904 — eða fyrir 50 árum — var straumi hleypt á og rafmagns- ljós lýstu upp þessi 16 hús í Hafnarfirði. Síðan hafa raf- magnsmálin þróast og fyrir löngu er svo komið að rafmagns- ljósin og rafmagnið eru talin meðal allra nauðsynlegustu þarfa mannkynsins. Nú, 50 árum síðar, hefir hér á landi verið stofnað Ljóstækni- félag. Markmið þess er að stuðla að bættri lýsingartækni í land- inu og fræða almenning þar um, enda er slík fræðsla mjög nauð- synleg, því rétt lýsing getur t. d. forðað mörgum slysiím. Hefir félagið fengið hingað banda- rískan fyrirlesara, sem fræðir fólk um þessi mál nú í vikunni. —Mbl.,n9. okt. Varð bróðkvaddur Síðastliðinn mánudag varð bráðkvaddur á skrifstofu rúss- neska sendiráðsins í New York, Andrei Vishinski, fulltrúi rúss- nesku ráðstjórnarríkjanna hjá sameinuðu þjóðunum nálega sjötíu og eins árs að aldri; hann var jafnframt aðstoðar-utanríkis ráðherra þjóðar sinnar; hann þótti maður óbilgjarn, er eigi lét sér margt fyrir brjósti brenna; lík hans verður flutt til Moskvu, en þar verður útför hans gerð á kostnað hins opinbera, Mr. og Mrs. Thorvaldur R. Thorvaldson Silfurbrúðkaupsfagnaður

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.