Lögberg - 25.11.1954, Blaðsíða 7

Lögberg - 25.11.1954, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. NÓVEMBER 1954 7 MAX EASTMAN: Hvar eru hinir góðu ræðumenn? Það er sjáldgæft nú á dögum, að menn heyri sagt frá miklum ræðumanni. Vér dáumst að mönnum eins og Cicero, Demost- henes og Disraeli og fleirum, sem voru ræðusnillingar. En er vér nú fréttum, að þessi eða hinn ætli að „tala“, grípum vér tækifærið til þess að fara — nei flýja! Og það er ekki heimskulegt, ef það að „tala“ þýðir, að rausa eitthvað og einhvern veginn um ákveðið málefni. Enginn hinna miklu ræðumanna var stagl- samur eða leiðinlegur. En hvað er orðið um mælsk- una? Hin göfuga mælskulist er að sálast á vorum önnum köfnu og „yfirhagsýnu“ tímum. Ræðulistin er — þegar hún er bezt — leikræn listtegund. Ræðu mennirnir þurfa að kunna að leika það hlutverk, sem þeir hafa samið handa sjálfum sér. Ég er viss um það, að þessi list mætti aftur komast til vegs og virðingar, ef vér einungis gerð- um oss grein fyrir því, sem stendur henni fyrir þrifum. Ég mun þá fyrst nefna hljóð- nemann. Hann er fyrsti óvinur ræðumennskunnar. Þegar ég í fyrsta sinn kynntist þessum tæknilega óvætti varð mér hann þegar ógeðfelldur. Ég átti að halda fyrirlestur í sal, sem var mjög stór, en hafði prýðilegan hljómburð (akustik). * Ég er því vanur, að ganga fram og aftur, þegar ég tala fyrir miklum mannfjölda. Ég vil komast í samband við hvern einasta áheyranda. En að þessu sinni hafði forstjórinn sett eina af þessum krómuðu blikkdósum rétt við hlið mína á ræðustóln- um. í fyrstu stóð ég hlýðinn á mínum stað. En svo gleymdi ég mér og gekk til hliðar á pillin- um. Forstjórinn kom þegar og dró mig þangað, er ég skyldi vera. Áheyrendurnir höfðu skemmtun af þessari tilbreyt- ingu. Ég fór að hljóðnemanum. En ekki leið á löngu þar til ég aftur hafði gleymt krómuðu blikkdósinni, og hallaði mér langt út yfir ræðustólinn. Aftur togaði forstjórinn í mig, og lét mig fara á réttan stað. Þegar þetta kom fyrir í þriðja sinn, sauð hláturinn ftiðri í áheyr- endunum. Ég sagði gramur inn í hljóðnemann: „Demosthenes sagði eitt sinn, að þrenpt þyrfti til þess að flytja góða ræðu: „hreyfing, hreyfing og hreyfing". Og þér, áheyrendur mínir, fáið ekkert af þessu. Það getið þér þakkað þessum litla hljóðnema fyrir“. Þegar ég næsta sinn gleymdi mér og fór frá hljóðnemanum, stóð forstjórinn ekki á fætur. En sigur minn var skammvinnur. Hljóðneminn hefir ekki vikið frá ræðustólum landsmanna. Og innan skamms, voru fyrirlestrar- salirnir gerðir svo afarstórir, að aheyrendurnir sáu naumlega ræðumanninn, er stóð í ræðu- stólnum. Og það er ekki einungis sjálf ræðan, sepi gengið er af dauðri vegna þessa nýtízku tækis. Undirbúningur ræðunnar bíður einnig tjón. Engum manni mun til hugar koma, að læra ræðu utanbókar, sem lesa á upp við hljóðnema. Það er fyrirhafnar- minna að lesa ræðuna. Með þess- ari aðferð er hægt að láta annan uiann skrifa ræðuna, eða semja hana. En sérfræðinga þarf helzt að fá til þessara starfa. Á þennan hátt eru margar pólitískar ræður uú á dögum samdar. Enn verri hætta stafar af hinni 'A Realistic Approach io ihe Hereafier" by Winnipeg auihor Edith Hansson Bjornsson's Book Store 702 Sargeni Ave. Winnipeg gömlu hjátrú, að ræða þurfi að vera innblásin, þ. e. a. s. höf- undur ræðunnar þurfi að vera innblásinn á meðan hann semur ræðuna. Margir álíta, að mikla ræðu sé hægt að semja í flýti, leyndardómsfullur máttur hjálpi til þess. Mín skoðun og fullvissa er sú, að miklar ræður verði ekki til á annan hátt en þann, að rita ræðuna og læra hana utan- bókar. Ræðan þarf, eins og Cicero eitt sinn sagði, „mikinn og nákvæman undirbúning". •— Það var líka Cicero, sem hélt því fram, að ef tala ætti „upp úr sér“, skyldi það ætíð gert sem framhald af vel undirbúinni ræðu. Með þessu móti mundi máttur orðanna verða kröftugur og ekki slakna á mælskunni. Alveg eins og bátur, sem heldur áfram ferð sinni og heldur stefn- unni, þótt galeiðuþrælarnir láti árarnar ekki hreyfast. Allir miklir ræðumenn hafa haft sérstakan hæfileika til þess að muna orð og tilvitnanir, eins og snjall tónlistarmaður man tónverk og lög. Winston Chur- Gistu á farfuglaheimilum cg unnu fyrir sér við ýmis störf Með síðustu ferð Gullfoss komu heim tvær íslenzkar stúlkur, sem hafa gerzt ænið víðreistar í sumar. Hafa þær á síðastliðnum 16 mánuðum ferð- azt um 12 lönd, að mestu leyti fótgangandi. Stúlkur þessar eru Ásdís Sveinsdóttir og Bína Hjálmarsdóttir, og eiga báðar heima í Vestmannaeyjum. Gangandi um Noreg Það var í júní í fyrrasumar, að þær héldu til Noregs með viðkomu í Færeyjum. Unnu þær í Osló um tíma, unz ferða- áhuginn greip þær. Ferðuðust þær þá um þveran og endilang- an Noreg gangandi, á skíðum og með bílum. En í maí í vor lögðu þær enn land undir fót og héldu til Svíþjóðar, komust til Stokkhólms, Danmerkur og þaðan suður um meginlandið. Ferðuðust á ódýran hátt Stúlkurnar kostuðu kapps um að ferðast á sem ódýrastan hátt. Farangur þeirra var ekki meiri en svo, að hann rúmaðist í bak- pokunum. Með pokana á bakinu fóru þær út á þjóðvegina, veif- uðu bílum á sérstakán túrista- hátt til merkis um að þær vildu fá að „sitja í“. Næturgistingu fengu þær í ferðamannaskálum, sem margir eru í eigu Farfugla, fyrir lítið verð. I skálum þessum eru auk teppa áhöld fyrir gesti til að matreiða, og gátu þær því keypt ótilreiddan mat og mallað sjálfar. í snjó á Ölpum — Á Gondólum í Feneyjum Á þennan hátt ferðuðust þær suður V.-Þýzkaland til Sviss og Austurríkis. Dáðust þær mjög að hinu tæra fjallalofti og lita- fegurð Alpafjalla, sem jafnast næstum á við íslenzka lita- auðgi, að þeirra sögn. 1 Ölpum héldu þær upp í móti til jökla og voru þar í snjó og klifu jökla í júníbyrjun. Þaðan fóru þær til Feneyja og sigldu á gondól- um eins og vera ber. Lengst til suðurs komust þær til Písa. — Hugðust þær þá ganga til Róm- ar, en þá var pyngjan orðin létt, svo að þeim þótti varlegast að snúa heimleiðis og fóru til Rivierastrandarinnar. — Voru þær Bína og Ásdís þar á bað- stöðum (Nissa) nokkra daga. Voru þær þá svo blankar, að þær urðu að neita sér um há- degisverð um 3 vikna skeið. í París höfðu þær 2 daga dvöl í bakaleiðinni og urðu að liggja í chill, einn hinna fáu miklu ræðumanna, er vér eigum á lífi, fékk á skólaárunum verðlaun fyrir það undraverða þrekvirki. að lesa utanbókar mjög erfitt lcvæði, er var 1200 línur að lengd og fataðist honum aldrei. Bar ekkert einasta orð órétt fram! Hinar frægu ræður, er hann flutti á stríðsárunum, ollu honum ótrúlega mikils undir- búnings. Virginia Cowles, sem samið hefir ævisögu Churchills, segir að hann hafi stundum haft hinar miklu ræður sínar í smíðum allt að sex vikum og rétt áður en hann ætlaði að flytja þær, sá Churchill ætíð um það, að blöð- in fengju afrit af þeim. Og rit- stjórunum þótti skrítið, að á nokkrum stöðum hafði Churchill sett „góður rómur“. En það var við óvenjulega kröftug ummæli, sem þetta merki eða orð var sett. Auðvitað geta ekki allir lært ræðu utanbókar og þótt þedr gætu það, er óvíst að þeim tæk- ist að bera þær vel fram. Það þarfnast sérgáfu eða mikillar æfingar. Álíka mikla æfingu og leika eigi í sjónleik. Margir ræðumenn hafa þá röngu skoðun, að þeir þurfi, til þess að hrífa áheyrendurna, að tjaldi aðra nóttina. Þótti þeim meginlandsnóttin köld. Með 101 bíl frá Noregi Frá Frakklandi fóru stúlk- urnar til Englands, en þar fengu þær atvinnuleyfi. Höfðu þær þá farið með 101 bíl frá Noregi, skemmri eða lengri vegalengd. Lengsta dagleið var 600 km. frá Lyon til Parísar. í Englandi skildu stúlkurnar til að geta lært málið betur. Komust báðar stúlkurnar að lokum á stúdenta- kamp. Var þar ungt fólk frá öll- um heimsálfum, en vinnan var einkum fólgin í því að tína jarðarber. Þar voru stúlkurnar í um 3 vikur, en þá fóru þær enn af stað gangandi og komust til Skotlands. Klifu þær þar hrikalegt fjalllendi Skotlands og Wales, og Ásdís brá sér sem snöggvast til írlands. Síðast unnu þær við að gæta barna í Englandi. Eru stúlkurnar nú komnar heim og hafa nú í hyggju að safna sér fé í aðra slíka ævintýraferð. tala mjög hægt. Flestir þeirra, sem tala á mannamótum, og vilja gefa orðum sínum mikinn áhrifamátt, tala hægar en þeim er tamt. Margir þeirra hægja ferðina með því að skjóta, annað slagið, inn í ræðuna „oh“, sem er einungis löng útöndun. Þetta hljóð á að verka, sem útkoma af djúpri hugsun, er leiða muni til þrauthugsaðarar og frumlegrar hugmyndar. EJn áhrif þessarar aðferðar á áheyrendurna, er svefnmók. Ekkert er hættulegra fyrir ræðumann en það, að koma á- heyrendum í dvala, eða gera þá svo annars hugar, að þeir sitji og fitli við að teikna hringi og myndleysur á meðan þeir bíða eftir næstu setningu hins „djúp- vitra“ ræðumanns. Þeir hugsa að síðustu um það eitt, hvenær ræðumaður ljúki máli sínu. Sérhvert námskeið í mælsku- list ætti að hefjast með þessari á minningu: „Vendu þig við að tala hratt“. Til þess eru tvær ástæður. í fyrsta lagi haldið þér áheyrendunum vakandi. Sá kraftur, sem fólk um heim allan notar til þess að halda sér vak- andi undir opinberum ræðum, mundi nægja til þess að reka allar rafstöðvar. 1 öðru lagi heldur þessi regla ræðumannin- um vakandi. Og það er, þegar öll kurl koma til grafar, mikilverð- asta atriðið. Til þess að geta haldið ágæta ræðu, þarf ræðumaður að hafa góðar gáfur, vera smekkmaður viðvíkjandi góðu máli, leiklist, svipbrigðalist, og hafa æft minTiið vel. Við flutning góðrar ræðu þarf að setja upp segl, og þykjast ekki of góður til þess að tala frá hjartanu, eða innstu hugarfylgsnum Þeir eru hlutfallslega fáir, sem geta talað vel, án þess að vera undirbúnir, og þá einungis við sérstök tækifæri. Þetta geta þeir einir, sem mikla æfingu hafa haft í hinni erfiðu mælsku- list. En sjaldan mun það takast, að tala óundirbúinn, af andríki, í „blikkdós", sem er á toppi langrar stangar. Ef allir gerðu sér grein fyrir þessum þrem hættum, væri ekki vonlaust um, að hin dynjandi mælskulist geti risið upp í nýrri mynd. Þá myndi, að minnsta kosti, vón um, að þraut hinna háttvirtu tilheyrenda minnkaði við og við. En þeir taka nú út þjáningar undir hinum drep- leiðinlegu ræðum, sem yfir þeim eru fluttar. Vöðvaslaki Þótt undarlegt kunni að virð- ast eru mjög fáir menn, sem hafa lag á því að hvílast full- komlega. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að til þess þarf þekkingu, æfingu, og einbeitni. Lífeðlis- fræðingurinn Jacobson í Chicago sýndi fram á það, að töluverð vöðvaspenna er hjá óæfðum mönnum, jafnvel í fasta svefni, en mismunandi mikil hjá hverjum og einum, og hún er einnig breytileg í mismun- andi vöðvum sama manns. Hann stakk örmjóum nálum inn í vöðvana og tengdi þær við spennumæli. Kom þá í ljós að honum tókst að lækka spenn- una til stórra muna með því að kenna mönnum ýmsar slökunar- æfingar. Hann sýndi þeim fram á það hvernig hægt er að gera sig algerlega máttlausan í öllum sjálfráðum vöðvum. Þar sem 60% af sjálfráða taugakerfinu liggur að sjálfráðu vöðvunum er það augljóst að með því að lækka sem mest spennuna þar. sparast mjög mikil tauga og vöðvaorka, sem annars færi til spillis, og það jafnvel í §vefni, þegar líkaminn ætti að njóta sem mestrar hvíldar. Þetta verkar þó ekki einvörðungu á sjálfráða taugakerfið heldur einnig á ósjálfráða taugakerfið vegna beinnar og óbeinnar samverkunar við það. Hjartað hægir á sér, ósjálfráðu vöðvarn- ir í maga, görnum, æðum og öðrum líffærum slakna og starf- semi þeirra verður einnig hæg- ari og eðlilegri. Þetta er til stórbata fyrir ýmsa taugakvilla, magasár og aðrar meltingatrufl- anir, of háan blóðþrýsting og fleiri sjúkdóma. Vitanlega er hér ekki um einhlíta lækningu að ræða á þessum sjúkdómum. Indverjar hafa kennt þessar afslöppunar- æfingar í Hatha Yoga-kerfum sínum í aldaraðir, þessu hefir einnig verið lýst í arabiskum fornbókmenntum og Grikkir og Rómverjar hafa kunnað á þessu nokkur skil. í ameríska flug- hernum hefir kennsla í slökun- aræfingum verið tekin upp sem mikilverður liður í þjálfun flug- manna með góðum árangri. Norski taugasérfræðingiyúnn Hinrik Scyffarth hefir beitt sér mikið fyrir þessum ágætu að- ferðum og meðal annars skrifað alþýðlega bók um þær á norsku sem heitir „Slapp af og bli frisk“. Hann telur mikið af svo- kallaðri „gigt“ stafi af of mikilli vöðvaspennu við vinnu, annað hvort vegna slæmrar að- stöðu og vinnuskilyrða, óheppi- legra borða, stóla og áhalda, eða vegna þess að menn misbeiti vöðvunum vegna taugaveiklun- ar, klaufaskapar eða annarra orsaka. Það er nefnilega ekki einungis nauðsynlegt að kunna að slaka á vöðvunum í hvíld, heldur líka við vinnu og hvers- kyns störf og athafnir. Allir góðir spilakennarar, söngkennarar og íþróttaþjálfar- ar vita hversu nauðsynlegt það er að kenna nemendum sínum að slaka á vöðvunum og temja sér mýkt í hreyfingum og eru sífellt að brýna það fyrir þeim. Með þessu móti er auðgert að auka vellíðan manna og bæta heilsu þeirra, og trúlega að lengja líf þeirra svo um munar. Á íslenzku hefir verið þýdd góð bók um þessi mál eftir amerískan taugalækni D. H. Fink og heitir hún „Hvíldu þig — hvíld er góð“. — Þörf væri á því að þýða og gefa út fleiri bækur um sama efni, og ætti fólk almennt að gefa þessu gaum, þó að það virðist ekki ýkja merkilegt í fljótu bragði. —TÍMINN, 6. okt. Fréttir fró ríkisútvarpi ísfands Framhald á bls. 7 sunginn frá Skeiðflatarkirkju á mánudaginn var. Eyjólfur var forgöngumaður um margt, er til menningar og umbóta horfði í Mýrdal. Meðal bóka hans eru Afi og amma og Pabbi og mamma. ☆ Ein þeirra nýju bóka, sem komnar eru í bókabúðir, er íslenzka teiknibókin í Árnasafni eftir Björn Th. Björnsson, og eru þar prentaðar í réttri stærð allar myndir skinnbókar í Árnasafni, sem mjög er sérstæð meðal ís- lenzkra þjóðminja. Efni hennar er nær einvörðungu myndir. Slíkar uppdrátta- og forteikni- bækur voru algengar á miðöld- um, en Teiknibókin í Árnasafni er hin eina, sem enn er til heil í Norðurálfu. í formálsorðum segir Björn Th. Björnsson að rekja megi sögu íslenzkrar myndlistar órofna frá landnáms- tíð. — Bókin er 186 blaðsíður í stóru broti. —Alþbl., 5. okt. — í SLENDIN GUR Peningarnir ganga sérhvern dag til verks . . * Er þér sjáiö bygpingarmeistara, að verki, er líklegt aO banklnn hafi með láni gert honum framkvœmdir mögulegar Bamdur og þeir aðrir, sem að grundvallarframlciðslu starfa, fá lán i banka til verkfœrakaupa og til að koma fjárhag sínum i lag VerksmAðjueigendur og kaupmenn nota lánstraust sitt í banka tU að kaupa efni, koma þvi i rétt horf og scnda vöruna á markað Hlunnindi, sem bankalánstraust veita, renna eins og rauður þráður gegnum persónuleg og verzlunarleg viðskipti. Bankalánstraust lætur ekki mikið yfir sér, en í öllum efnum felst sönnun þess, að „peningarnir eru að verki“ . . . í öllum tegundum bygðarlaga og í hvaða mikilsverðum tilgangi, sem er. Hinir löggiltu bankar haga þannig hinni margháttuðu þjónustu sinni, að hún sé í fullu samræmi við nútíma viðskipti og lifnaðarháttu. Bankarnir, sem þjóna bygðarlagi yðar \ Ferðuðust að mestu fótgangandi um 12 Evrópulönd ó 16 mónuðum

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.