Lögberg


Lögberg - 03.02.1955, Qupperneq 3

Lögberg - 03.02.1955, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. FEBRÚAR 1955 Argentínubúar vilja vera „Evrópumenn" SuSur-Ámeríku „Silfurlandið" er auðugasta og frjósamasta land Suður- Ameríku Jón Alexanderssón og fjöl- skylda hans hafa dvalizt undanfarin 5 ár í Buenos Aires í Argentínu. Veitti Jón þar forstöðu fyrirtæki, er framléiddi gólfmottur, flétt- aðar úr hampi. Var þetta fyrsta þess konar fyrirtæki, er stofnsett var þar í landi, en Argentínumenn eru fljót- ir til og framtakssamir um að notfœra sér nýjungar, sem útlendingar innleiða. Ári eftir að Jón hafði stofn- sett fyrirtæki sitt, hafði um 15—20 sams konar verk- smiðjum verið komið á fót í Buenos Aires. Fréttamaður Mbl. hitti Jón að máli fyrir skömmu og spurði tíðinda frá „Silfurlandinu“, en ís- lendingum er Argentína lít- ið kunn, þeir vita, að þar fæst gott kjöt og Perón rœður þar og ríkir. Tjáði Jón margt fróðlegt og skemmtilegt eins og sjá má á eftirfarandi grein. ■ 1ÓLIN eru mikil hátíð í Argen- tínu eins og hér, en þau eru ekki haldin hátíðleg fyrr en á þrettándanum (los reyes). Fyrst og fremst eru þau hátíð barn anna, og þá gefur Fundácíón Eva Perón (þjóðfélagsmála- stofnun Evu) öllum argentínsk- um börnum miklar gjafir. Börn- in sækja gjafirnar á lögreglu stöðvarnar. Hins vegar gefast fullorðna fólkinu möguleikar á að verða milljónamæringar á jólunum, ef heppnin er með. Svo er mál með vexti, að Argentínumenn „spila“ í ríkishappdrætti eins og við. — Stærsti vinningurinn er 500 þús. pesos. En allir kaupa sér seðla á jólunum, því að þá er stærsti vinningurinn 36 millj. pesos og í bígerð er að hækka hann á þess um jólum upp í 40 millj. pesos. „Á jólunum í Buenos Aires er hitinn venjulega um 40 stig á C. og loftrakinn kemst oft upp 90%. Okkur þótti nokkuð heitt, þegar við höfðum klæðzt spari fötunum og tókum að dansa kringum jólatréð og syngja fyrir börnin. Enda klæddumst við sundfötum svo fljótt sem auðið var“, segir Jón. Mjög algengt er í Buenos Aires, að fólk byggi sundlaugar á lóðum sínum. * * * 1 Argentínu kemur vorið : september og sumarið í desem ber, hins vegar er skíðafæri gott i júlí víða um landið. Frá maí ti september verður fólk að klæð- ast hlýjum fötum. Snjór hefir þó ekki fallið í Buenos Aires s.l. 20 ár, en þar getur orðið nístings- kalt vegna rakans. Hús Argen- tínumanna eru hlaðin úr tígul- steini eins og í Danmörku og yfirleitt eru aldrei kjallarar undir húsunum. „Okkur hefir aldrei orðið eins kalt og þar, enda eru húsin ekki hituð upp að jafnaði“, bætir Jón við. í Barilocke, „Sviss S.-Ame- ríku“, sem er uppi í Andes-fjöll- unum sunnanverðum, er loftslag ekki ósvipað og á Islandi. Þar fellur snjór á vetrum og þangað fara menn í vetrarfrí í júní, júlí og ágúst. Hins vegar er Cordoba, sem er upp í fjöllunum norð- vestur af Bu^nos Aires, sumar- dvalarstaður Buenos Aires-búa og þekkt fyrir sitt heilnæma fjallaloft. Það er mjög mikilsvert, efna- hagslega séð, að landið liggur á suðurhveli jarðar, þar sem ekki er þá skorið upp á sama tíma árs og í aðalviðskiptalöndum þeirra á norðurhvelinu. Einkum gildir þetta um hveitiuppskeruna. Annars er loftslagið nokkuð mismunandi frá norðri til suð- urs, í norðurhlutanum er allt að dví hitabeltisloftslag, en meira cemprað um mið- og einkum suðurhluta landsins. Argentína, — „Silfurlandið“, dregur nafn sitt ekki af því, að landið sé auðugt af silfurnám- um. En fyrr á öldum fóru silfur- leitarmenn á leið til hinna stór- kostlegu silfurnáma í Perú gegn um landið, og þótt einkennilegt megi virðast, festist nafnið við Argentínu en ekki Perú. Annars er heldur lítið um málma í Argentínu, nokkuð er þó um gull gröft og kopar- og tinvinnslu. Saga Argentínu sem sjálf- stæðs ríkis er tiltölulega stutt — um 100 ára gömul — og allar j'ramfarir eru nýjar af nálinni. Iðnaðurinn er í frumvexti eins og á íslandi, og því erfitt að segja um hvernig honum muni farnast. Verksmiðjufyrirtæki um allt land eru undir stjórn Peróns. Allir iðnrekendur geta fengið lán hjá ríkinu til að byggja fyrir- tæki sín og ríkið kaupir venju- lega talsverðan hluta framleiðsl- unnar fyrstu árin til að hjálpa fyrirtækjunum gegnum byrjun- arörðugleikana. Auðugasta og lang frjósamasta landið í Suður-Ameríku er Arg- entína. Það hefir eins mikla verzlun við útlönd og öll Suður- Ameríku ríkin til samans. Stærsti viðskiptavinur þeirra er England og kaupa Argentínu- menn þaðan aðallega iðnaðar- og vefnaðarvörur. Utanríkis- verzlun þeirra hefir fært mikið út kvíarnar undanfarin ár eink- um við Norður-Ameríku, Þýzka- land og Norðurlönd. Gjald- miðill þeirra, pesos, er í svipuðu gengi á erlendum markaði miðað við dollarann og íslenzka krónan. „En þó að pesoinn sé ekki meira virði en íslenzka krónan, er mikið um hann talað, og lífið gengur mikið út á að þéna pen- inga eins og hér“, verður Jóni að orði. Fyrst og fremst er Argentína landbúnaðarland og flytur út meira nautakjöt en nokkurt annað land í heiminum. Sauð- fjárrækt er einnig gríðarlega mikil, og er Ástralía eina landið, sem á því sviði stendur Argen- tínumönnum framar. Aðeins 10% af landinu er ræktað, en frjósemi þess er svo mikil, að þar gætu lifað um 200 milljónir manna, en íbúatalan er nú aðeins 18 milljónir. „Kjötið er svo gott, að haft er fyrir máltæki víða í heiminum, að aldrei hafi menn bragðað kjöt fyrr en þeir koma til Argentínu. Kvikfjárræktin er rekin á stór- búum — estancias — og gríðar- stórar hjarðir kvikfjár ganga sjálfala, þar sem grasið er grænt allt árið um kring. Argentínu- menn hirða gripi sína mjög vel þvo þá og sótthreinsa vegna hættulegra skordýra. Kýr, sem ætlaðar eru til manneldis, eru ekki mjólkaðar og því verður kjötið mjög ljúffengt“, segir Jón. Stærstu búin eru yfirleitt rekin af Englendingum, en ann- ars eru margar hinna víðlendu „estancia“ í höndum Argentínu manna. Landsmenn eru sjálfir mikið gefnir fyrir kjöt. Meðalskammt ur karlmanns í mál er hálft kg af kjöti. Þar að auki drekka þeir að jafnaði hálfan líter af léttu víni, venjulega rauðvín, borða mikið af fransbrauði, venjulega meira eða minna af grænmeti en mjög lítið er þar um kartöfl ur. Eftir slíka máltíð er þeim mikil þörf á sinni daglegu siesta (miðdagisblundi), enda geta fáir án hennar verið. Aðal máltíðin er á hádegi, búðum er lokað, og kyrrð og ró ríkir alls staðar fram til kl. 2. Hins vegar hefst vinna víðast hvar kl. 7 að morgni og heldur áfram til kl. á kvöldin. Engan skyldi. undra, þó að Argentínumenn drekki mikið af rauðvíni og gefi börnum sínum það líka. Rauðvínsflaskan kostar sem sé 2,60 peso. Eitt kg. af. kaffi kostar hins vegar 30 pesos. En þeir drekka yfirleitt í hófi og sjaldan sér vín á mönnum á göt- um úti. En rauðvínið þykir ekki nógu sterkt, þegar kólna tekur í veðri og byrja þá margir dag- inn með einum sjúss af grabba, sem er brennivín Argentínu- manna, búið til úr korntegund. „En þióðardrykkur þeirra er Mate, og þeir drekka eins mikið af því og íslendingar af kaffi. En mikill munur er þó á Mate og kaffi, því að Mate bætir melt- inguna, sem ekki veitir af vegna kjötátsins, enda eru margir vart viðmælandi á morgnana fyrr en þeir hafa fengið Mate-sopann sinn“, segir Jón. Mate mun vera selt í ýmsum löndum í lyfjabúðum. Mate er búið til úr blöðum kristþyrnis- tegundar, er vex í Paraguy. Blöðin eru söxuð smátt og hellt á þau heitu vatni og sykur settur út í. Bragið er sætrammt. — Á- vöxturinn af kristþyrninum, sem er einna líkastur stórri hnetu, er holaður innan og Mate-ið er drukkið úr honum með silfurpípu með eins konar tesíu á endanum. Venjulega er aðeins eitt slíkt dykkjarílát til heimilinu og gengur það frá munni til munns. Þessi drykkju- siður á rót sína að rekja til sams konar táknræns siðar og friðar- pípan var meðal Indíána, og gestir eru álitnir ókurteisir, ef Deir neita að drekka úr sama bauk og heimilismenn. ,Þrátt fyrir sína siesta geta Argentínumenn ekki kallast værukærir ef miðað er við aðrar suðurlandaþjóðir. — Landsmenn eru duglegir, miklir föðurlands- vinir og stoltir af sínu landi og telja sig „Erópumenn“ Suður- Ameríku". Frumbyggjar Argentínu voru Indíánar, en Spánverjar slátruðu Deim umvörpum, er þeir lögðu undir sig landið í byrjun 16. ald- ar. Aðeins rúm 2% þjóðarinnar eru nú af hreinu Indíánakyni. Hreinræktaðir Argentínumenn, d. e. Indíánar og Meztísar (blanda af Spánverjum og Indí- ánum) eru í miklum minnihluta, en mikill meirihluti þjóðarinnar samanstendur af innflytjendum frá Spáni og ítalíu, sem flutzt hafa þangað svo milljónum skiptir síðustu árin. Árið 1810 á fullveldisdegi Argentínumanna bjuggu 400 þús. manns í landinu, en nú rúmlega 140 árum síðar er íbúatalan yfir 18 millj. og tveir þriðju hlutar landsmanna búa í borgum, sem hafa yfir 100 þús. íbúa. Norðurlandabúar og Englend- 'ingar hafa einnig gerzt innflytj- endur, og nokkrar stórar dansk- ar „nýlendur“ — Tandil Nequ- ecea og Tres Aroyos (þrír lækir) — eru suður frá Buenos Aires. Danir þessir eru flestir mikil- hæfir bændui* og njóta mikils álits á sviði landbúnaðarmála. 1 Argentínu er töluð mállýzka frá Kastilíu á Spáni, er kallast kastilínó, og er nokkuð frá' brugðin spönsku. Stjórn Argentínu hefir gert margt til að laða innflytjendur til landsins. Er mælt svo fyrir í yfirstandandi fimm ára áætlun Peróns, sem er önnur í röðinni, að þeim sé úthlutað landi, hjálp að um vélar til landbúnaðar- starfa og lán til húsabygginga. Hins vegar er það gert að skil- yrði, að allir innflytjendur fari út á land — a. m. k. 150 km. frá Buenos Aires í tvö ár. Ástæðan er, að Buenos Aires gat ekki séð öllum þessum aragrúa innflytj enda fyrir atvinnu. „Mjög sérstæðir með argen- tínsku þjóðinni eru gauchoarnir — kúrekarnir og fjárhirðarnir — er lifa á sléttum Pategóníu. Þeir eru margir Indíánar. Þjóðsögur og þjóðkvæði Argentínumanna snúast flest um gauchoana. Þjóð sör.gvar þeirra eru mjög angur- værir, og á það upphaflega rót sína að rekja til þeirra hörm- unga, er dundu yfir Indíánana, er Spánverjar tóku landið, og hafa geymzt með þjóðinni síðan“. Gauchoarnir eru svo að segja aldir upp á hestum. Perón er sjálfur kominn af gauhoum, fæddur í Pategóníu og er sagður hafa verið settur fyrst á hest tveggja ára gamall og varð þá að spjara sig sjálfur á hinum villtu sléttum Patagóníu. Kúrekarnir bera barðastóra hatta, klæðast víðum pokabux- um og girða sig breiðum beltum skreyttum silfurspennum, er oft hafa gengið í erfðir í marga ætt- liði. Pokabuxunum klæðast þeir til að verjast skordýrum, sem komast upp undir skálmarnar, ef þeir eru ekki lokaðar að neðan. Yzt klæða eru þeir í skinnjökk- um. Er þeir koma ríðandi, gang- andi og í hestvögnum til kjöt- kveðjuhátíðanna eru þeir mjög skrautlega klæddir í öllum regn- bogans litum. „Til kjötkveðjuhátíðanna koma allir, sem vettlingi geta valdið, og er þá dansað á torg- um Buenos Aires og mikill gleð- skapur. 1 Buenos Aires hefst há- tíðin um 26. febrúar og stendur í þrjár vikur. Drottning kjöt- kveðjuhátíðarinnar var kosin af Evu Perón meðan hún var á lífi. Nú er hún kosin af stjórn Perón- istahreyfingarinnar“. Argentínumenn njóta þess að vera vel klæddir og jafnvel skrautlega. Og þeir leggja mun meira af tekjum sínum í fata- kaup heldur en í innbú í húsum sínum. Þó að lítið sé til á heim- ilisfólkið oftast falleg föt, og börnin mikið af leikföngum, enda munu þau vera allbaldin. Ýmsar aðrar heimilisvenjur þar eru frábrugðnar okkar hátt- um. Undir eins og húsbóndinn hefir lokið dagsverki sínu, fer hann út í bæ, situr þar frem eftir kvöldi og spilar — en spila- mennska hvers konar er mikil ástríða hjá Argentínumönnum eins og Suðurlandabúum yfir- leitt. Og margir eru þeir, sem eyða vikukaupi sínu í alls konar happdrætti. „Þeir sækja mikið bifreiðakappakstur og er veðjað Dar háum upphæðum. Á járn- brautarstöðvunum eru víða læst smáhólf, þar sem menn geyma i'argjöldin til að geta verið vissir um að komast aftur heim“. Á kvöldin situr konan hins vegar heima og er mjög ánægð með tilveruna, sennilega vegna vanans. Hún spjallar við kunn- ingjakonurnar og fær sér auka- bita, og afleiðingin er, að argen- tínskar húsmæður eru nokkuð loldugar. Konur giftast yfirleitt mjög ungar, lögum samkvæmt mega þær giftast frá 12 ára aldri. Svo er einnig um karlmenn, en þeir eru oftast talsvert eldri, þegar þeir festa ráð sitt. Konur eru þó ekki beinlínis lægra sett- ar. Þær hafa atkvæðisrétt og Eva Perón hefir gert mikið fyrir kvenfólkið ekki síður en fátækl- ingana. Enda hefir fólkið gert hana að dýrðlingi. Líkneski af henni eru á öllum torgum, og ekki er óalgengt að sjá 20—30 manns krjúpandi á kné og biðj- andi til Evu,*t. d. við líkneski af henni á aðaljárnbrautarstöðinni í Buenos Aires. Þegar Eva dó var lík hennar smurt og reist minningarhöll í Buenos Aires yfir smurlinginn. 1 hugum Argentínumanna var Eva sú, er vaxið hafði upp meðal fátæka fólksins, komizt til valda, en aldrei gleymt uppruna sínum. Perón forseti er einnig mjög vinsæll. Ferðamenn finna það gerzt ef þeir taka leigubíl til að skoða sig um í Buenos Aires, og viðkvæðið er: „Þetta lét Perón gera. Þetta höfðum við ekki áður, en nú hefir Perón látið gera það . . . .“ Enda hefir Perón mikið og margt gert fyrir sína landsmenn. Framhald á bls. Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingímundson Re-Roofing — Asphalt Sliingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Heip Eíimínat.e Condensation 632 Simcoc St. Winnipeg, Man. Gilbart Funeral Home Selkirk, Manitoba. J. Roy Gilbart Licensed Embalmer Phone 3271 Selkirk Dr. ROBERT BLACK S6rfrseSingur I augna, eyrna, nef og h&lssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 92-3851 Heimasími 40-3794 Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accounlanls Phone 92-2468 100 Princess St. Winnipeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FTIANCES - ATIKOKAN HofiS Höfn í hugo Heimili sðlsetursbarnnnna. Icelandie’ Old Folks' Home Soc 3498 Osler St., Vancouver, B.C. ARLINGTON PHARMACY Prescriplion Specialist Cor. Arlington and Sargent Phone 3-5550 We collect light, water and phone bills. Post Office Muir's Drug Store Lid. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS Phone 74-4422 Ellice & Home Thorarinson & Appleby Barristers and Solicitors S. A. Thorarinson, B.Sc., L.L.B. W. R. Appleby, B.A., L.L.M. 701 Somerset Bldg. Winnipeg, Man. Ph. 93-8391 Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered. Acccmntant 505 Confederation Llfe Bnlidlng WINNIPEG MANITOBA Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker. Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadlan Bank of Commerce Chambers Wlnnlpeg, Man. Phone 92-3561 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dix. Keystone Fisheries Limited Whoiesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Simi 92-6227 EGGERTSON -FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Eigandl ARNl EGGERTSON Jr. Dr. P. H. T. Thorlakson WINNÍPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan. Winnipeg PHONE 92-6441 J. J. Swanson & Co. LIMITED 508 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningal&n og eldsfi.byrg6, bifreiðaábyrgP o. s. frv. Phone 92-7538 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MANITOBA Phones: Offlce 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.0t p.m. Thorvaldson, Eqgertson. Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg Portage og Garry St. PHONE 92-8291 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: 74-7451 Bes.: 72-3917 Office Phone 92-4762 Res. Fhone 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur s& beztl. StofnaC 1894 StMI 74-7474 Minnist BETEL í erfðaskróm yðar. S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smlth St. Wlnnlpeg PHONE 92-4624 Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargenl Ave. Winnipeg PHONE 74-3411 SELKIRK MET&L PRODUCTS ReykhAfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hrelnir. Hltaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldl- viS, heldur hita frá aC rjúka út meC reyknum.—SkrifiC. slmtC tll KELLY SVEINSSON (25 WaU St. Wlnnlpeg Just North of Portage Ave. Slmar 3-3744 — 3-4431 Van's Efectric Ltd. 636 Sargent Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4890 J. WiLfrid Swanson & Co. Insurance in all its branches Real Estate - Mortgages - Rentals 21« POWEB BUILDING Telephone 93-7181 Bes. 46-3486 LET US SEKVE YOU

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.