Lögberg - 03.02.1955, Síða 7

Lögberg - 03.02.1955, Síða 7
7 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. FEBRÚAR 1955 Með slægð tókst tékkneskum kommúnistum oð nó völdum Þúsundir Tékka úr andspyrnu- hreyíingunni írá slríðsárunum sitja nú í fangelsi I eftirfarandi grein skýrir skáldkonan Anna Kvapílova, hvernig tékknesku kommúnist- unum tókst að ná völdum í sam- bandi fyrrv. pólitískra fanga eftir stjórnlagarofið í Tékkósló- vakíu 1948. Sitja nú margir fang- ar frá Ravensbruck í fangelsum tékkneskra kommúnista. Mörg hundruð þúsund Tékkar tóku þátt í andspyrnuhreyfingu gegn nazistum á stríðsárunum, og margir þeirra voru handtekn- ir eða urðu að flýja í útlegð. Það er áætlað, að meira en eitt hundr að þúsund Tékkar hafi komið hei ma ðlokinni styrjöldinni, þar af há tala manna, sem verið hafði í fjöldafangabúðum. I Tékkóslóvakíu voru stofnuð fél- ög og sambönd fyrrverandi land- flóttamanna, pólitískra fanga og annarra hluttakenda í barátt- unni gegn nazistum. Öll þessi félög voru sameinuð í tvö megin- sambönd: 1. Samband fyrrv. pól- itískra fanga, skammstafað SOP VP. 2. Þjóðlega byltingarsam- bandið, skammst. SNR. Hið fyrrnefnda samband, SO PVP, átti að fjalla um hin félags legu avndamál, er upp kæmu í sambandi við skaðabætur o. fl. Hinu sambandin uvar ætlað að vinna fremur á stjórnmálasvið- inu og að áætlun um menningar- mál og reyna að hafa áhrif á þjóðfélagsskoðanir. Þegar er þessar stofnanir höfðu verið settar á laggirnar, reyndu kommúnistar að gera þeim allt til erfiðis, þar eð þeir fengu enga menn úr sínum flokki kjörna til forystu í þeim. Til þess að flýta fyrir því, að þess ar stofnanir gætu tekið til starfa, var látið undan þunganum, sem kom frá kommúnistum. Á þeirri stund.var enginn, sem gerði sér grei nfyrir, hver hætta fólst í þeirri undanlátssemi. Allt frá upphafi beittu kommúnistar bar áttuaðferðum, sem reyndust á- hrifaríkar fyrir þá. P fundum og ráðstefnum héldu þeir uppi mál- þófi, svo að fundarmenn, sem ekki fylgdu kommúnistum, gáf- ust upp á fundarsetunum og yfir gáfu fundarstaði, þannig að eftir urð umestmegnis kommúnistar til þess að greiða atkvæði. Með þess háttar þreytandi málæði tókst kommúnistu mvenjulegast að fá sín mál fram. Komu sínum mönnum aS Með þessum hætti tókst þeim að koma að sínum mönnum til forystu í SOPVP. Fulltrúum ann arra flokka sem í upphafi voru valdir til þess að sitja í miðstjórn inni, var smám saman bolað úr áhrifastöðum með ýmsum hætti, ekki sízt þannig, að þeir gerðust þreyttir á karpi og mál þófi og fengu sig fullsadda á því að vera sífellt á varðsbergi fyrir árásum aftan frá og öðru moldvörpu- starfi. Það fyrsta, sem kommúnistar gerðu, var að tryggja sér menn í þær stöður, er fjölluðu um skaða bótagreiðslur til þeirra manna, er verið höfðu pólitískir fangar. Þetta átti t. d. við um skiptingu á góssi fjandmanna og um skipt- ingu fyrirtækja nazista sem skaðabætur fyrir missi annarra fyrirtækja fyrir ólöglegt eign- arnám. Á þessu sviði voru komm únistar orsök mikillar spillingar. Smám saman komst það í almæli að til þess að fá skaða sinn bætt- ANGEL CHIMES from Sweden Ideal Gift for Valentine $2.50 MUIR'S DRUG STORE 789 Ellice Ave. Phone 74-4422 an, svo að nokkru munaði, var tiltækilegasta ráðið að gerast félagi í kommúnistaflokknum. Að vísu fór þetta leynt í fyrstu, því að fólk vildi ógjarnan viður- kenna, hvernig því hafði tekizt að fá mál sín til lykta leidd, og kommúnistar voru heldur ekki áfjáðir í að andstæðingar þeirra hefðu of greiðan aðgang að upp- lýsingum, er afhjúpuðu starfs hætti þeirra. Menn flokkaðir Það er vitað, að þegan innan múra fjöldafangabúðanna höfðu kommúnistar þann sið að flokka menn , tvenns konar hópa: 1. þá, sem voru ákveðnir andstæðingar kommúnista, 2. þá, sem voru reikulir í stjórnmálum og likleg- ir voru til þess að geta orðið ginningarfífl kommúnista. Um hina síðarnefndu snerist allt þeirra starf. Þeir beittu öllum huganlegum ráðum til þess að vinna sálir fyrir flokkinn. Ein aðferðin var heronlega sú að kaupa þá með þjóðfélagslegum og efnahagslegum forréttindum. Landssamband það, er nefnt var síðar (SRN) virtist í fyrstu ætla að verða þeirrar blessunar aðnjótandi að vera óháð einstök- um flokkum. Frumkvæði að stofnun sambandsins var hjá tveimur ágætum mönnum, sem nærri stóðu Benes í stjórnmál- um. Var annar Prokop Drtina, síðar dómsmálaráðherra ,en hinn var Vladimar Krajina, prófessor. Báðir þessir menn höfðu unnið ágætt starf á styrjaldarárunum og áttu því hug allrar þjóðarinn- ar. En hinn sama dag, er form þessara manna skyldu birtast opinberlega, komu kommúnistar og gerðu sínar ráðstafanir. Þeir komu í veg fyrir birtinguna. Þeir gátu ekki þolað Drtina það, að verða kjörinn formaður samtak- anna. Þá var leitað málamiðlun- ar. I stað Drtina var annar pró- fessor, Jósef Grna að nafni, kjör- inn formaður. Maður þessi var sósíaldemokrati, prófessor í hag- fræði við háskólann í Brno. Fra mtil þessa var hann óþekkt- ur maður í stjórnmálaheimi landsins. Hann var að vísu þekkt ur sem ágætur baráttumaður í leynihreyfingunni gegn nazist- um á stríðsárunum, og það var ekki nein skömm að því í sjálfu sér að gera hann að formanni samtakanna. En því miður kom í ljós, að hann var með eindæm- um óákveðinn og sífellt tilbúinn til málamiðlana. Gerði hann því kommúnistum auðveldan leik- inn að ná undir sig sambandinu og útrýma þeim öflum, sem stóðu í vegi fyrir útþenslu þeirra Samstarfsvilji Grnag prófessors var vissulega af heilum huga gerður, en kommúnistar notuðu hann ekki lengur en þeir töldu sig hafa þörf fyrir hann. Nokkru eftir stjórnlaga rofið var honum bolað brott eins og öðrum sósíal- demokrötum, og í dag situr hann í fjötrum í einu hinna mörgu fjöldafangelsa landsins. Hömruðu á byliingu Of seint gerðu menn sér ljóst, að kommúnistar h ö f ð u alla stund unnið markvist eftir fyrir- fram gerðri áætlun. Það var t. d. sérlega áberandi, sve mjög þeir reyndu að hamra orðið „bylting“ inn í huga þjóðarinnar með því að nota það í öllum opinberum táknum og nöfnum. Það var t. d. að þeirra fyrirlagi, að stofnun sú, sem við höfum verið að ræða u ma ðundanförnu, var nefnd þjóðlega byltingarsambandið. Þeir fengu einnig ráðið því, að kommúnistinn Jaroslav Oralek var gerður að framkvæmda- stjóra sambandsins. Einnig í SNR hófu kommúnist arnir kerfisbundið niðurrifsstarf Þeir komu af stað kviksögum um það, að ýmsir þekktir og mætir menn úr fylkingum lýðræðis- sinna hefðu á styrjaldarárunum staðið í sambandi við Gestapo og starfað sem umboðsmenn þess. Voru þessar sögur uppspuni frá rótum og áttu sinn þátt í því að vekja tortryggni. Einnig var þeim komið af stað til þess að gera þá, er urðu fyrir barðinu á söguburði þessum, fráhverfa því að vinna fyrir sambandið. Eitt ráðið enn var að móðga andstæð ingana og sýna þeim, að návistar þeirra væri ekki óskað. Niður- staðan varð sú, að fyrr eða síðar þreyttust menn á þess uog drógu sig í hlé með þeim árangri, að aðrir menn komu í þeirra stað. Kommúnistar sáu ávalt fyrir því, að þeir, sem komu þannig inn nýir til stjórnarstarfa í sam- bandinu, voru ekki velþegkktir flokksmenn. Þeir hylltust frem- ur til þess að velja lítt þekkta menn, sem ólíklegir voru til þess að vekja deilur. En það kom allt- af í ljós, að mennirnir, sem vald- ir voru, voru áður ófélagsbundn- ir menn, sem ekki höfðu neitt sérstakt við að vera, en voru fús- ir til fylgilags við kommúnista vegna vonarinnar um betri stöðu. Þessi baráttuaðferð var þrauthugsuð og árangursrík, því að hinir nýju stjórnarmeðlimir voru einskis metnir og bornir ofurliði fyrir ofríki kommún- ista. Reyndist andstaða gegn þessu með öllu um seinan. „Hinir fjórir sterku" 1 fylkingarbrjósti SRN var fjögurra manna ráð, sem nefnt var „hinir fjórir sterku.“ Sátu í því fultrúar stjórnmálaflokk- anna fjögurra: Benes-flokksins, kommúnista, kristilegra demo- krata og sósíaldemokrata. 1 ráð- inu sátu Drtina, dómsmálaráð- herra, Rudolf Slansky, sem þá var framévæmdastjóri kommún- istaflokksins, Hala, póstmálaráð- herra og prófessor Grna. Þegar eitt hvert erfitt, stjórnmálalegt vandamál bar fyrir og virtist ó- leysanlegt, komu hinir fjórir sterk usaman og ræddu málið í friði og spekt og mesta bróðerni. Oft tókst að firra vandræðum, eftir að þessir menn höfðu kom- ið sér saman um málið, einkum í byrjun, áður en hlutirnir höfðu snúizt til þess, sem átti eftir að koma. Á meðan SOPVP varð komm- úniskt á einu ári tók sú þróun enn lengri tíma í SRN. Og ýmsar stöður innan samtakanna voru í höndum lýðræðissinna allt til ársins 1948. Krajina var einn þeirra, sem bolað var burt í fyrstu lotu. Hann réðst hatramm lega gegn kommúnistum, enda spöruðu þeir ekki ofsóknirnar á hendur honum. Sem dómsmálaö ráðherra gat Drtina heldur ekki tekið virkan þátt í starfi sam- bandsins, en gerði sér manna fyrst ljóst, hvað var að gerast innan vébanda sambandsins. Eftir stjórnlagarofið r e y n d i 'hann að svipta sig lífinu, en hann var gripinn áður en honum tækst það, og nú situr hann vafa- laust í fangelsi, svo fremi að hann sé á lífi. Lamað samband SRN var lamað að ofan og að neðan var hafið skipulegt inn- streymi komúnista. Fyrr en nokkurn varði voru allar deildir sambandsins komnar undir yfir- ráð kommúnista. Pður en efnt var til funda, voru kommúnistar kallaðir á flokksskrifstofuna til þess að fá leiðbeiningu um þau hlutverk, er hver og einn átti að leika. Því miður eru ekki til neinar heimildir um það, hve margir Tékkar sitja í fangsbúðum, eru landflótta eða hafa verið gerðir höfðinu styttri. En það er áreið- anlega há tala. Skömmu eftir stjórnlagarofið voru hin tvö nefndu sambönd sameinuð í eitt undir nafninu: „Samband baráttumanna fyrir frelsi,“ SBS. Ekkert er lengur til af uprunalegri stefnuskrá sam- bandanna. SBS er eins og aðrar fjöldasamkundur kommúnista, sem greiða atkvæði nákvæmlega eftir því sem ákveðið er á „æðri“ stöðum. Framhald af bls. 3 Hann vann mikið að því að draga úr höndum útlendinga margs konar framkvæmdir í landinu, t. d. lét hann þjóðnýta allt járnbrautarkerfið árið 1946. Og nú hafa landsmenn sjálfir yfirleitt alla framleiðslu og við- skipti með höndum. Perón óx einnig upp meðal fólksins og er sagður vinna mjög mikið, 14—16 klst. á dag, kl. 6 á morgnana er hann mættur í Casa rozara (Bleika húsinu) til að sinna embættisstörfum sín- um. Perón gekk í herskóla og hefir ritað nokkrar bækur um hermál, sem kenndar eru við alla herskóla í Suður-Ameríku. Hann hóf stjórnmálaferil sinn sem sendiherra í Chile árið 1939 og gerði§t síðar hermálafulltrúi stjórnarinnar í ítalíu og Þýzka- landi. Perón er einráður og flokkur hans stærsti flokkur landsins, Perónistar, á fylgi þriggja fjórðu hluta þjóðarinnar. Demókratar og aðrir andstöðuflokkar lands- ins eiga sæti á þingi, en eru svo fámennir, að þeir hafa mjög lítil eða engin áhrif á stjórn landsins. „Við hjónin bjuggum í Buenos Aires, borg listigarðanna, eins og hún er kölluð, enda getur hún státað af 200 hundruð slíkum, er skarta pálmatrjám og öðrum suðrænum gróðri. Þar að auki á hver borgarbúi sinn litla garð, sem hann hlúir að eftir föngum. Borgin er mjög fögur með bein- um strætum og breiðum trjá- göngum“. Elzti hluti bæjarins er byggð- ur í renaissance-stíl, hins vegar eru öll nýrri hverfin, einkum út- hverfin, mjög í nýtízku stíl. Mjög er áberandi hve margar fjölskyldur búa í einbýlishúsum, enda nær borgin yfir mjög stórt svæði. Buenos Aires, sem þýðir „Gott loft“, stendur við LaPlata fljótið — Silfurfljótið. A borgin nafn sitt að rekja til þess, er Spán- verjinn Pedro de Mendoza steig á land þar, sem nú er Buenos Aires, árið 1536, og varð honum þá að orði — „Que buenos aires!“ — hvílíkt gott loft! Borgin tók samt ekki að vaxa verulega fyrr en 1857, en þá var fyrsta járn- brautin lögð þaðan inn í landið. En nú er Buenos Aires stærsti bær fyrir sunnan miðbaug og stærsta hafnarborg landsins og er miðpunktur þeirra vöru- skipta, er eiga sér stað. milli Suður-Ameríku annars vegar og Norður-Ameríku og Evrópu hins vegar. Aðaltorgið er Plaza de Mayo, er Casa rozario og dómkirkjan standa við. Frá torginu liggur Avenida de Mayo, 2 km. á lengd, og ys og þys viðskiptalífsins ein- kennir þessa götu, enda aðalgat- an og við hana stendur þing- húsið. I miðbænum er einnig dýragarður, gróðrarstöð og stór hringleikahús undir beru lofti. Þjóðleikhúsið Columbus Teater, sem heitir eftir Columbusi, er heimsfrægt, og þangað kemur listafólk frá öllum löndum heims. Af öðrum merkum borgum má nefna: La Plata, sem nú heitir Eva Perón, liggur við La Plata fljótið, Rose Ario er næst- stærsti bærinn og liggur 350 mílur suðvestur af Buenos Aries, enn sunnar er Bahia Blanca, önnur mikilvæg hafnarborg og loks Commodoro, frægust fyrir útflutning sinn á steinolíu, er unnin er úr. geysimiklum olíu- lindum Patagóníu og heitir eftir forsetanum Commodoro Rivida- via, einni af þjóðhetjum Argen- tínumanna. Argentína er í miklum upp- gangi sem menningarland, en landið er svo ungt og árlega flytzt inn svo geysilegur fjöldi innflytjenda, að erfitt er að gera sér grein fyrir á hvaða mennt- unarstigi þjóðin stendur. En ó- neitanlega eru þeir margir, sem hvorki eru læsir né skrifandi og nota t. d. fingraför sín í stað undirskriftar. Tveir þriðju hlut- ar þjóðarinnar eru taldir læsir og skrifandi og er það gott miðað við önnur lönd í Suður-Ameríku. Eva Perón lét reisa skóla um allt landið og börn eru skóla- skyld frá 6 ára aldri. Hún kom því einnig á, að börnin klæðast hvítum sloppum í skólunum, til þess að ekki sé gerður mismunur á stéttum“. Einn merkasti menningar- frömuður landsins lét svo um mælt: „Þetta verður Evrópa hjá okkur eftir nokkur ár“. Einnig lét Eva Perón reisa sjúkrahús um allt landið og er fátæklingunum veitt læknis- hjálp óskeypis. Sjúkrahúsin eru búin öllum beztu tækjum og var ekkert til sparað. Öllu þessu kom Eva til leiðar með stofnun sinni, Fundacion Eva Perón. Annars eru Argentínumenn Vilja vera „Evrópumenn" þrifnir og mikið er gert til að verjast sjúkdómum. Argen- tínska húsmóðirin er álitin mjög þrifin og er sagt, að hún standi við þvottabalann allan daginn. —Mbl., 24. des. OILNITi IGNITE Try ELKHORN and OILNITE Stoker Coal Mix 50/50 $16.40 per Ton Our Most Popular Stoker Coal Oil Treated A HAGBORG FUEl/g-afyl PHOWt 74-5451 J------- | PHONE 3-7340 John Olafson, Representative. BLOOD BANK T H I S SPACE CONTRIBUTED B Y DREWRYS MAN ITOBA D I V I S I O N WESTERN CANADA BREWERIES L I M I T E D HD-352 Þessi eru þau skref, sem taka þarf varðandi þegnréttindi Ef þér hafið flutzt til Canada á löglegan hátt, eruð 21 árs að aldri og eigið heima í landinu, sem vafalítið má telja, og hafið dvalið þar samfleytt í fimm ár, getið þér sótt um leyfi til að öðlast þegnréttindi. Við lok slíks tímabils skuluð þér koma umsókn yðar á framfæri. 1. IJmsókn um þegnréttindi lögð fram. Umsóknin skal fengin í hendur ritara héraðsréttar í þeirri dóm- þinghá, sem þér eigið búsetu. 2. Þá gangið þér fyrir dómara. Þér verðið að hafa óflekkað mannorð, ráða yfir nægri þekkingu í frönsku eða ensku og skilja ábyrgð þegnréttinda. 3. Þér sverjið drottningunni hollustueið. Eftir eiðtökuna afsalið þér yður með eiði yðar fyrra þjóðerni. Varðandi frekari upplýsingar skuluð þér skrifa The Registrar of Canadian Citizenship eða Citizenship Branch DEPARTMENT OF CITIZENSHIP & IMMIGRATION HON. J. W. PICKERSGILL, P.C., M.P., LAVAL FORTIER, O.B.E., Q.C,, Minister of Citizenship and Deputy Minister of Citizenship Immigration and Immigration — TÍMINN, 3. des.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.