Lögberg - 03.03.1955, Side 5

Lögberg - 03.03.1955, Side 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. MARZ 1955 5 il l I iHÁI IVtSSA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON MINNINGARORÐ UM FRÚ HANSÍNU OLSON Fœdd 3. október 1863 — Dáin 9. jebrúar 1955 Sálar um jatið hið jorna jögur skein innri konan. Skýrt máttu skatnar og líta að skrúðklæði var það. (B. Th.) EKKI kynntist ég þessari mætu landnámskonu fyrr en hún var komin á efri ár, munu því minningarorð mín um hana verða harla ófullkomin. En strax við fyrstu sýn heillaðist ég af prúðmennsku hennar og mann- göfginni, er speglaðist 1 andlits- dráttum hennar og allri fram- komu. Hún var ein þeirra kvenna, er ellin virðist prýða; sönnuðust á henni orð skáldsins: Því þá jatið jyrnist jellur það betur að limum og lœtur skýrar í Ijósi lögun hins innra. Fögur önd andlit ’ins gamla mun ejtir sér skapa, og ungdóms sléttleik æðri á það skrúðrósir graja. — Fundum okkar bar ekki oft saman, en mörgum sinnum átt- um við samtal í síma, því hún lét ekki hjá líða, að láta mig vita, ef hún las eitthvað í Kvennasíðunni, er henni þótti nokkurs um vert, og vildi þannig gleðja mig og örfa til ritstarfa. Aldrei fann ég til þess, í við- ræðum við hana, að á okkur væri aldursmunur, og hygg ég að allir þeir, er henni kynntust hafi sömu sögu að segja. Hún . var ávalt ung í anda og fylgdist af áhuga með öllum þeim mál- um, er lutu að velferð samferða- sveitarinnar; sálarkröftum sín- um hélt hún óskertum fram í andlátið. Frú Hansína var fædd að Húsavík í Norður-Þingeyjar- sýslu 3. október 1863. Faðir hennar var Einar Jónasson frá Salvík, bróðir frú Sigríðar, konu séra Björns Halldórssonar í Laufási. Þórhallur biskup og frú Hansína voru því systkina- börn. Móðir hennar var Guðrún Halldórsdóttir frá Kjarna í Eyjafirði. Var Hansína elzt fimm systkina. Hún fluttist vestur um haf með unnusta sínum, Haraldi Jóhannessyni og foreldrum hans, Jóhannesi Ólafssyni og Sigríði Jónsdóttur árið 1882, þá aðeins 19 ára að aldri. Hún naut mikils ástríkis í föðurgarði og féll for- eldrum hennar þungt að sjá á bak hinni glæsilegu ungu dótt- ur sinni. Skilnaðurinn var henni að sama skapi þungbær. Hún var tilfinninganæm kona og fékk það mjög á hana að hafa óhjákvæmilega bakað foreldr- um sínum þessarar hryggðar. Lengi mun hún hafa þráð, að heimsækja foreldra sína, en ekki lánaðist henni að komast heim fyrr en árið 1912; fór Baldur sonur hennar með henni, en þá voru foreldrar hennar látnir. í ferðasögu sinni, er hún reit fyrir fjölskyldu sína, farast henni orð á þessa leið um móður sína: „Oft hafði ég búið til mynd í huganum um það, þegar hún kæmi á móti mér, þegar ég kæmi heim frá Ameríku, en ég veit, að ég hefi ekki átt þá sælu skilið, margir, sem þektu hana bezt, sögðu mér að ef hún hefði lifað, þá myndi skilnaðurinn hafa orðið henni svo sár, þegar ég færi aftur, að hún hefði ekki afborið það. Svo ég beygi mig undir Guðs vilja og treysti því, að hann hafi séð okkur þetta fyrir beztu.“ Og seinna í sögunni segir hún: „Nú var komið að því, að kveðja blessað fólkið mitt, og Frú Hansína Olson þá fyrst fann ég fyrir alvöru hvað Guð var góður að taka móður mína, svo ég þyrfti ekki upp á nýtt að valda henni þeim sársauka að skilja við hana.“ — Þegar hin ungu hjónaefni komu til Winnipeg, fengu þau sér bæði atvinnu, til að geta sem fyrst stofnað heimili. Fór Hansína í vist og lagði samtímis stund á að læra enska tungu. Hafði hún þá aðferð að lesa enskar skáldsögur, og naut einnig aðstoðar annarar vinnu- stúlku, sem með henni var, er lét hana skrifa niður nöfn á hlutum og leiðrétti svo stílana vikulega; þannig komst Hansína fljótt niður í landsmálinu og varð síðar ágætlega fær í enskri tungu. Þau Haraldur og Hansína gift- ust 31. marz 1883. Bjuggu þau fyrstu árin í Winnipeg í tvíbýli með foreldrum Haraldar, en árið 1889 keyptu þau bújörð austast í Argyle-byggð og fluttust þang- að 8. maí það ár, ásamt gömlu hjónunum, en þau voru hjá þeim það sem eftir var ævi þeirra. Eftir 4% árs dvöl þar, fluttist fjölskyldan aftur til Winnipeg, 31. desember 1893. Hugðu ungu hjónin að í borginni gæfist þeim betri aðstaða til að veita börnum sínum menntun. Þau eignuðust sex börn, fimm sonu og eina dóttur, en misstu yngsta soninn 2V2 árs að aldri. Öll börnin voru framúrskarandi vel gefin og lögðu foreldranir frábæra rækt við uppeldi þeirra og menntun. Sterkur þáttur í uppeldi þeirra var kærleiksandi og guðrækni, er jafnan ríkti á heimilinu. Leyfi ég mér að birta kafla úr minn- ingargrein um Baldur son þeirra, eftir Svein E. Björnsson læknir: „Á tímabili íslenzka Stúdenta- félagsins gamla var heimili for- eldra hans og þeirra systkina ávallt eins og annað heimili okk- ar námsfólksins, og þar nutum við gestrisni og góðs viðmóts í ríkum mæli. Það var eitt þeirra heimila, sem ungt fólk hefir gott af að kynnast. Það eru nú liðin 40 ár síðan ég sat til borðs heima hjá þessum góðu hjónum og börnum þeirra, sem þá voru öll orðin fullorðin; en mér verður oft hugsað til þess enn í dag, vegna þess að þar fór fram einn merkilegur liður í uppeldi fjöl- skyldunnar. Fögur og látlaus borðbæn var sögð með viðeig- andi lotningu allra, og er hún á þessa leið: „Gej oss í dag vort daglegt brauð vor Drottinn Guð aj þínum auð. Vort líf og eign og bústað blessa og blessa oss nú máltíð þessa. Og gej vér aldrei gleymum þér, er gjaja þinna njótum vér.“ Ég minnist þessa nú, til þess að benda á fagurt fyrirdæmi þeim, er bera ábyrgð á uppeldi æskunnar. Svona var þá daglega lífið á æskuheimili Baldurs og er ekki ólíklegt að áhrifin þaðan muni hafa orkað á orð hans og athafnir fram til síðustu ára.“ Ætla mætti að frú Hansína hefði haft ærið nóg að starfa innan heimilisins fyrir þennan stóra barnahóp, auk þess sem hún hafði oft margt fólk í fæði og heimilið var mjög gestkvæmt, eins og að ofan getur. Þrátt fyrir þetta vanst henni tími til að taka mikinn og giftudrjúgan þátt í íslenzku félagslífi, einkan- lega kvenfélagsstarfsemi Fyrsta lúterska safnaðar. Hún var kona viðkvæm, er ekkert mátti aumt sjá, og var ein af þeim konum kvenfélagsins, sem á fyrstu ár- unum ferðuðust um bæinn til að leita uppi íslenzk gamal- menni og einstæðinga, sem bágt áttu, og veita þeim þá líkn, er þær máttu; var hún í 20 ár ein af djáknum safnaðarins. Þessar konur, er séð höfðu með eigin augum kjör hins bágstadda gamla fólks, sögðu frá því á fundum kvenfélagsins, og þann- ig skapaðist hugmyndin um að auðvelda aðhlynningu þess með því að safna því undir eitt þak — stofna íslenzkt elliheimili. Reif- aði forseti félagsins, frú Lára Bjarnason, málið á fundi í janú- ar 1901. Ekkert varð þó af fram- kvæmdum í nokkur ár; er ekki ólíklegt, að mörgum hafi vaxið slíkt stórmál í augum, er var al- gerlega nýtt í sögu íslendinga. En á fundi kvenfélagsins í marz 1906 var samþykkt að veita $50.00 til sjóðsmyndunar fyrir hið fyrirhugaða elliheimili og árið eftir birtist í fyrsta sinn opinber áskorun frá kvenfélag- inu um að hefja almenna fjár- söfnun í þennan sjóð. (Smbr. „Hæli fyrir gamalmenni“, Sam- einingin apríl 1907). Var þessi áskorun undirrituð af frú Láru Bjarnason, frú Hansínu Olson og frú Petrínu Thorláksson. Þannig stóð frú Hansína í brjóstfylkingu þeirra, er börðust fyrir þessu mikla hugsjónamáli. Eftir að kvenfélagið hafði safnað rúmlega $3,000 og afhent kirkjufélaginu til frekari fram- kvæmda, þótti mörgum sem enn væri ekki tímabært að stofna heimilið, því eigi væri nægilegt íe fyrir hendi. Hansína og fleiri félagssystur hennar trúðu því, að ef starfið væri hafið, þó ekki væri'nema í smáum stíl, myndi það blessast og aukast með ári hverju. Þær héldu fast við sína skoðun og höfðu sitt fram. Elliheimilið komst á fót 1. marz 1915. Þeim varð að trú sinni; það blessaðist, varð óska- barn Vestur-íslendinga og fyrir- mynd að íslenzkum elliheimil- um bæði hér í álfu og á ís- landi, þar sem aldnir íslendingar hafa fundið friðsæla höfn á efri árum. Frú Hansína átti einnig frumkvæði að því 1916, að Kven- félag Fyrsta lúterska safnaðar héldi upp á afmæli Betels með skemmtisamkomu ár hvert. Hafa þessar árlegu samkomur notið almennrar hylli og arðinum af þeim varið til afnota heimilisins. Frú Hansína var gáfuð kona, ljóðræn og bókelsk, svo sem hún átti kyn til. Hún var prýðilega máli farin og völdu félagssystur hennar hana til að flytja aðal- ræðuna á 35 ára afmæli félagsins 1921, og á fimmtugasta afmæl- inu flutti hún einnig ræðu. (Lögberg, 24. sept. 1936). Hún flutti og ræður við önnur tæki- færi — hin fyrsta mun hafa verið hið ágæta erindi hennar um Guðrúnu Ósvífursdóttur, flutt á fjölmennri samkomu í Fyrstu lútersku kirkju árið 1907, en í þá tíð tíðkaðist lítt að konur létu til sín heyra á opinberum vettvangi. Frú Hansína missti mann sinn 30. nóvember 1930. Hafði hann þá um langt skeið verið einn af heilbrigðisfulltrúum bæjarins. Var hann drenglundaður og prúður maður. Börn þeirra voru þessi: Vilhjálmur, umboðsmaður trygginga, f. 29. apríl 1884, kvæntur hérlendri konu, Kathryn Margarite; Sigríður, f. 1. marz 1887, nafnkunn söng- kona meðal Vestur-Islendinga, giftist Jóni S. Thorsteinsson í Wynyard, Sask., dó af hjarta- bilun 5. okt. 1944; Baldur, f. 2. apríl 1888, nafnkunnur læknir og sérfræðingur í lungnatær- ingu, major í fyrra heimsstríð- inu, kvæntist söngkonunni góð- kunnu, Sigríði kjördóttur Hall- fríðar og Jóhanns Þorgeirssonar, dó 14. sept. 1952; Kjartan, f. 10. janúar 1891, afbragðsmannsefni, hann dó 1910, ókvæntur; Jóhannes Ólajur, f. 2. marz 1894, tannlæknir, kvæntur Guðrúnu Ingibjörgu Thompson, dáin 1930; Kári, f. 1899, dáinn 1902. Hver sem les þessa stuttu skrá fær ekki dulist, að þungbærir harmar hafa steðjað að frú Hansínu um ævina. Missir yndis- lega yngsta drengsins, aðeins 2% árs; lát hins efnilega sonar, Kjartans, 19 ára; fráfall eigin manns hennar og hið snögglega dauðsfall sonar hennar, Jóhann' esar Ólafs tannlæknis, bæði sama ár. Eftir þetta mikla áfall býr Hansína í allmörg ár á Sherburn stræti í stóru húsi og leigir herbergi, en flytur síðan til dóttur sinnar í Wynyard að margítrekaðri óska hennar. Segir dóttir hennar að dauðinn einn muni aðskilja þær úr því. Og ekki liðu nema sex mánuðir þar til dauðinn barði að dyrum á ný, en það var ekki móðirin heldur dóttirin, sem varð að hlýða því kalli; hún dó snögglega úr hjartabilun. Frú Hansína fór nú til elzta sonar síns, Vilhjálms og konu hans og dóttur, sem öll reyndu að gera henni allt til ánægju, og útbjuggu fyrir hana fallega og notalega íbúð í húsi sínu. Bjó hún þar í nokkur ár, þar til hún fór að þjást mjög af vöðvagigt; óskaði hún þess þá sjálf, að mega vera sína seinustu daga á Betel, heimilinu, sem hún átti svo mikinn þátt í að stofna. Stuttu eftir að hún kom þangað dó hinn ástkæri sonur hennar, Baldur. Þegar ég sá hana síðast ásamt manni mínum, lét hún þá ósk í Ijósi, að Baldurs væri minnst í Lögbergi, og minntust hans þrír vinir hans að makleikum; þótti henni vænt um það. Útför frú Hansínu Olson var gerð frá Fyrstu lútersku kirkju hinn 14. febrúar síðastliðinn að viðstöddu miklu fjölmenni. — Prestur Fyrsta lútersk'a safnað- ar, Dr. Valdimar J. Eylands, er flutti eftirminnilega fögur kveðjumál, lét þess getið í ræðu sinni, hve fátítt það í rauninni væri, að slíkur mannfjöldi safn- aðist saman við útför persónu, er náð hefði þeim aldri, er frú Hansína hefði gert, en þetta væri fögur sönnun þess hve bilið milli hinna eldri og yngri væri skemmra, en margur gerði sér í hugarlund, vegna þess, að góð og göfug persóna yrði aldrei við- skila við samferðasveit sína, heldur yngdist með henni. Frú Hansína hafði valið sjálf sálmana, er sungnir skyldu við útför hennar: Ég horji yjir hajið og Á hendur jel þú honum, þeim sem alltaf hefði veitt sér óvið- jafnanlegan styrk á sinni löngu lífsleið. Söngflokkur kirkjunnar var til staðar. Einsöngvari var frú Pearl Johnson, en við hljóð- færið var frú Björg ísfeld. Með frú Hansínu er gengin grafarveg gáfuð og merkileg landnámskona, er með ástúð sinni og óeigingjörnu starfi setti fagran svip á íslenzka mann- félagið vestan hafs. Frú Hansína Olson lætur eftir sig son, Vilhjálm; bróður, Karl Einarsson, Húsavík, ísland; 9 barnabörn og 18 barna-barna- börn. Sclome Helga Baekman Fædd 22. september 1876 — Dáin 2. jebrúar 1955 Foreldar hennar voru Margrét ólafsdóttir frá Rafnkelsstöðum í Hraunhreppi í Mýrasýslu, og Bjarni Sigurðsson frá Háhóli í Álftanesshreppi í sömu sýslu. Bjuggu þau hjón í þrjátíu og fjögur ár að Arnarstapa, og þar var Salome fædd og uppalin. Rúmlega tvítug fór hún úr for- eldrahúsum til Reykjavíkur til náms á hússtjórnarskóla frú Hólmfríðar Gísladóttur, og lagði þar einnig stund á sauma og hannyrðanám. Sumarið 1901 fluttist fjölskyldan til Canada og settist að í Winnipeg. I þeirri ferð komu fyrst í ljós leiðtoga- hæfileikar og dugnaður Salome, sem einkenndu hana alla ævi. Svo stóð á að bóluveiki kom upp í innflytjendahópnum, sem hún var með, og voru allir kyrrsettir í Selkirk, og settir í sóttkví. Wilhelm Paulson, sem þá var eftirlitsmaður innflytjenda af hálfu stjórnarinnar, kom auga á Salome, þótti hún dugnaðarleg og prúð í framgöngu, og fékk henni fulla umsjón á þessu bráðabirgðarhæli fólksins. Lét hann þess síðar getið, að enginn hefði bent sér á stúlku þessa, en sér hefði litist svo á hana, að hún væri sjálfkjörin til forystu undir þessum kringumstæðum. Salome tókst strax þessa ábyrgð á hendur og fórst hið bezta úr hendi. Er sóttkvíin var leyst fékk Salome fljótlega atvinnu á saumastofu Hudson’s Bay fé- lagsins, og þar vann hún unz hún giftist Friðjóni Backman frá Dunkurbakka í Dalasýslu; fluttu þau vestur til Mozart í Saskat- chewan og reistu þar bú. Nokkr- um árum síðar dó hann frá sex börnum þeirra ungum. Reyndi þá mjög á ráðdeild ekkjunnar og dugnað að koma börnum sín- um á framfæri, en það gerði hún með sóma. Þrjú af börnum henn- ar eru nú látin, en þrjár dætur lifa. Eru þær Margrét Ólöf (Mrs. Charles G. Kirshaw), Sumar- lilja (Mrs. Robinson), og Anna Salome (Mrs. Lawrence Hackie), allar búsettar í Winnipeg. Einnig lætur hún eftir sig tvö barna- börn, tvær systur, Mrs. Solveigu Thordarson í Winnipeg og Kristjönu á íslandi; ennfremur tvo bræður, Ólaf í Seattle og Ásgeir í Winnipeg. Salome var hin mesta sóma- kona, trúuð og fastheldin við fornar dyggðir. Hún trúði á arf- leifð þjóðar sinnar, á menningar- gildi íslenzkrar tungu og bók- mennta. Hún var áhugasöm og starfandi meðlimur í Þjóðrækn- isfélagi íslendinga í Vestur- heimi, og einkum í deildinni „Frón“ í Winnipeg. Sat hún oft- ast á þingum félagsins sem full- trúi deildar sinnar, og lét þá skoðanir sínar hiklaust í ljósi hver sem hlut átti að máli, og var henni jafnan létt um að túlka málstað sinn. Hún trúði á manngildi einstaklingsins, og vildi vinna að því að menn skemmdu það ekki eða eyðilegðu með stjórnleysi í lifnaðarhátt- um eða óhófi. Þess vegna var hún svarinn óvinur allrar vín- Lesið Lögberg Salome Helga Backman nautnar, en um leið ákveðin í starfi sínu að bindindismálum, einkum í stúkunni „Heklu“, sem hún tilheyrði um fjölda ára. En umfram allt var trúin á Guð henni hjartans mál. Hún trúði því, að kirkjan væri sú stofnun, sem sérstaklega væri helguð því takmarki að efla Guðs ríki á jörðinni, og í hjörtum samferða- manna sinna. Þess vegna var hún frábærlega dugleg og sam- vizkusöm í starfi sínu í þágu kirkjunnar, bæði í kvenfélagi safnaðarins og í kirkjusókn á helgum dögum. Hana vantaði sjaldan í sæti sitt, er kirkju- klukkan kallaði menn til tíða. Og þessi trúmennska var ekki sprottin af skyldurækni einni saman, heldur af sannfæringu, sem byggð var á langri lífs- reynslu, að kirkjan hafði unnið henni sjálfri mikið gagn með boðskap sínum. Hún vissi það ofur vel, að án trúar á Guð er er lífið snautt og vonlaust. Guðs trú hennar var ekki óljós eða þokukennd. Hún trúði því að Jesús Kristur hefði opinberað veru Guðs og vilja, og að kirkj- an væri framhald áhrifa hans og anda í heiminum. 1 öllu líferni sínu og háttum bar hún vitni um trú sína, á þjóðerni sitt, tungu sína og á Guð kærleikans. Þessa arfleifð vildi hún rétta börnum sínum og öðrum samferðamönn- um að skilnaði. Útför hennar var gerð frá Fyrstu lútersku kirkju, föstu- daginn 4. febrúar, og var hún mjög fjölmenn. Séra Valdimar J. Eylands flutti kveðjumál. V. J. E. Bezta munntóbak heimsins TILKYNNING Hér með gefst íslenzkum viðskiptavinum The West End Food Market, Cor. Victor & Sargent, til vitundar, að ég hefi keypt þessa vinsælu matvöruverzlun af hr. Steindóri Jakobs- syni og rek hana framvegis á eigin ábyrgð; mun ég leitast við að hafa á boðstólum íslenzkan mat, svo sem rúllupylsu, skyr og hangikjöt; vænti ég þess, að njóta viðskipta íslend- inga sem víðast að úr borginni og mun ég gera mér alt far um að vinna og verðskulda traust þeirra. Mrs. M.M. Murphy EIGANDI OG FRAMKVÆMDASTJÓRI

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.