Lögberg


Lögberg - 03.03.1955, Qupperneq 8

Lögberg - 03.03.1955, Qupperneq 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. MARZ 1955 Páll V. G. Kolka héraðslæknir SEXTUGUR Úr borg og bygð F ramkvœmdarnefnd Þjóðræknisfélagsins f Að afstöðnum kosningum á síðasta þingi, er framkvæmdar- nefnd Þjóðræknisfélagsins, auk forseta og varaforseta þannig skipuð: G. L. Johannson, féhirðir Steindór Jakobsson, varaféhirðir Ingibjörg Jónsson, skrifari Finnbogi Guðmundsson, varaskrifari Guðmann Levy, fjármálaritari Úlafur Hallsson, aðstoðar-f j ármálaritari Ragnar Stefánsson, skjalavörður. Endurskoðendur: Davíð Björnnsson J. Th. Beck. ☆ Hinn 27. febrúar síðastliðinn lézt að heimili sínu, 302 Mont- rose Street hér í borginni, Dr. Wesley Grant Beaton, 66 ára að aldri, vinsæll maður, er naut virðingar og trausts jafnt innan læknastéttarinnar sem utan; auk konu sinnar, Önnu Stefaníú, dóttur Dr. Björns B. Jónssonar, lætur hann eftir sig eina kjör- dóttur. Útförin var gerð á þriðjudag- inn frá Westminster United kirkjunni. ☆ Mr. Steindór Jakobsson kaup- maður, sem rekið hefir áratug- um saman matvöruverzlunina The West End Food Market við góðan orðstír og miklar vin- sældir, hefir nú selt þetta fyrir- tæki svo sem ráða má af aug- lýsingu í blaðinu frá hinum nýja eiganda verzlunarinnar; hinir mörgu vinir Steindórs sakna hans af Sargent Avenue, og þá ekki síður hans ágætu konu, sem verið hefir hans önnur hönd við verzlunina langtímum saman; munu þau hjónin taka sér nokk- ura hvíld frá störfum, en að þau setjist í helgan stein kemur víst hvorki þeim sjálfum né nokkr- um öðrum til hugar. Bolir handa íþróttamönnum Óviöjafnanleg Watson’s ger8! Allir íþróttamenn kunna a8 fullu a8 meta hina ágætu íþróttafatavasa, teygjanleg mittisól. er sty8ur maga holið á þrjá vegu. Saumað af sér- fræ8ingum, au8þvegi8 og þarfnast ekki strokningar. Endist von úr viti. Vigeigandi Jersey’s. Á nýafstöðnu þjóðræknisþingi tilkynnti forseti á fundi að Elli- heimilið Stafholt í Blaine óskaði eftir konu eða stúlku, sem gæti tekið að sér ráðskonustörf á heimilinu. Hafði heimilið nýlega ráðið mjög myndarlega og hæfa stúlku frá Islandi til þessa starfs, en hún hafði dvalið þar aðeins skamma stund er hún giftist rússneskum manni, sem hún hafði kynnzt á leiðinni vestur. Ýmsir hagyrðingar voru á þingi, og hraut einum þeirra þessi vísa af vörum samstundis: Ráðskonan fór til Rússíá, raun var mér þessi lestur. Finnum nú meyju fríða á brá sem fljótast, og sendum vestur. Gefin saman í hjónaband að heimili íslenzka sóknarprestsins í Selkirk, 25. febrúar Gerald Joseph Rebillord, Sommerset, Man., og Clarice Joyce Jacobson, Árborg, Man. Ungu hjónin voru aðstoðuð af Miss Aunette Mary Rebillord og Mr. Kristinn M. Jacobson. — Framtíðarheimili ungu hjónann verður í Som- merset, Man. Gefin saman í hjónaband sama dag og á sama stað: Walter Sopher, Selkirk, Man., og Lyla Cromarty, sama stað. Við gift- inguna aðstoðuðu Miss Shirley Mabel Cromarty, systir brúðar- innar og Mr. Theodore Guttowski. ☆ The Viking Club News Arthur A. Anderson, newly appointed consul for Sweden, was elected president for the second year of the Viking Club of Winnipeg at its 12th annual meeting, Friday, February 25th, in the Scandinavian Clubrooms, 470 Main St. William C. Jacob- seh was elected vice president, while H. A. Brodahl was re- elected secretary and A. J. Bjornson received re-election as treasurer. Plans were finally passed for the 12th annual Viking Banquet and Ball, to be held Friday, March 25th, at Rancho Don Carlos, Pembina Highway. It was unanimously agreed to that the Viking Club affiliate with the Canadian Scandinavian Foundation, of Montreal, as the Manitoba Chapter No. 2 of this organization, whose main pur- pose is the exchange of students between Canada and the Scand- inavian countries. In addition the following members were elected to the executive: H. Thorgrimson and Mrs. J. R. Cross, representing the Icelandic group; S. R. Rodvick, Reidar Chelswick and Caspar Jacobsen, for the Norwegians; S. W. Goerwill and Carl Larson, the Swedish people; Mesdames M. Norlen, B. Berthel- sen and E. Erickson, for the Finnish group, and Mrs. Dagny Simon for the Danish group. Appointed to the Program committee were: S. R. Rodvick, convener, Mrs. Kay Palmer, Mrs. M. Norlen, Jon K. Laxdal and H. Jacob Hansen. ☆ / 2 Semi Automatic Knitting Machines — Also 1 Looper to be sold as a Unit, 794 Strathcona Street. Phone 3-6017. Kveðjur . . . Framhald af bls. 4 neinn dóm á kveðjuílutning minn eða okkar, en hitt væri rammasta vanþakklæti að láta þess eigi getið, hversu frábærum viðtökum við áttum að fagna, og hve næman hljómgrunn kveðj- urnar héðan að vestan fundu hjá íslenzkum tilheyrendum og hve ágætlega þeim var tekið. Leyfi ég mér sem dæmi þess að vitna til eftirfarandi ritstjórnar- greinar, sem birtist í Morgun- blaðinu í Reykjavík 20. júní s.l. undir fyrirsögninni „Kveðja frá V estur-íslendingum“: „Vestur-lslendingar sendu heimaþjóðinni kveðju sína og árnáðaróskir með 10 ára afmæli hins íslenzka lýðveldis. Dr. Richard Beck prófessor kom hingað heim sem fulltrúi þeirra á þjóðhátíðinni og flutti þar skörulegt ávarp. Fyllsta ástæða er til þess að þakka löndum okkar fyrir vest- an hafið ræktarsemi sína og tryggð við heimaþjóðina. Hún er okkur ómetanlega mikils virði. Margir Islendingar í Vest- urheimi hafa barizt merkilegri baráttu fyrir viðhaldi íslenzkrar tungu og menningar. Fjölmargir þeirra hafa einnig getið sér ágætt orð í hinum nýju heim- kynnum sínum og þannig orðið íslandi til hins mesta sóma. Við skulum ekki vanrækja sambandið við frændur og vini í Vesturheimi. Þeir eru tengdir okkur traustum böndum þjóð- ernis og tungu. Við þökkum dr. Richard Beck þess vegna fyrir komuna hingað og biðjum hann að flytja Vestur-íslending- um kærar kveðjur og velfarnað- aróskir“. Þeim hlýju kveðjum hins víð- lesnasta dagblaðs á Islandi og hlutaðeigendum þess er mér ljúft að koma hér á framfæri, og eru þær í fullu samræmi við um- mæli annarra íslenzkra blaða og hinar mörgu aðrar og jafn hjartahlýjar kveðjur, sem ég var beðinn að flytja heiman um haf vestur yfir álana. Hið síðasta, sem Ásgeir Ás- geirsson, forseti íslands, sagði við okkur hjónin, er við kvödd- um þau forsetahjónin á Þing- völlum daginn áður en við flug- um heiman-heim vestur loftin blá, var að biðja okkur fyrir hjartanlegar kveðjur og bless- unaróskir til Islendinga vestan hafs. I sama streng tóku þeir drengilega Ólafur Thors, for- sætisráðherra Islands, og dr. Ásmundur Guðmundsson biskup, er ég kvaddi daginn, sem við lögðum af stað heímleiðis. Og jafn djúpstæðan góðhug til vor íslendinga vestur hér fann ég í samtölum við aðra forráðamenn hinnar íslenzku þjóðar, svo sem Steingrím Steinþórsson ráð- herra. Þá fór Gunnar Thorodd- sen borgarstjóri í Reykjavík miklum viðurkenningarorðum um landkynningarstarf Vestur- íslendinga í ræðu sinni á lýð- veldishátíðinni. Ekki hefir held- ur neinn fölskvi fallið á áhuga vors gamla velunnara, Jónasar Jónssonar fyrrv. ráðherra, fyrir málefnum vorum. Frá gömlum sóunherjum, þeim prestunum séra Benjamín Krist- jánssyni, Friðrik Friðrikssyni og Jakob Jónssyni, og frá Ragnari H. Ragnar söngstjóra, Pétri Sigurðssyni erindreka, og frúm þeirra, á ég að bera kærar kveðjur. Gildir hið sama um marga þá, er nýlega hafa gist byggðir vorar hér, og eru í þeim hópi dr. Alerander Jóhannesson, þáver- andi rektor Háskóla íslands, og núverandi eftirmaður hans, dr. Þorkell Jóhannesson rektor, og nýlega kjörinn forseti Þjóð- ræknisíélagsins á Islandi, enn- fremur Páll Kolka læknir og séra Einar Sturlaugsson, að nokkrir séu nefndir. Fjölmargir aðrir, svo sem þeir Jóhann Gunnar Ólafsson, bæjar- fógeti á ísafirði, og Jón Kjart- Þegar forvígismenn hérað- anna, eða aðrir vinir vorir eiga merkilegt afmæli, þá eru slík tímamót heppilegt tækifæri til þess, að minnast opinberlega á æviferil þeirra og störf. Hefir sá siður færzt í vöxt á síðari árum og miðar vel í þá átt, að auka þekkingu almennings á þeim mönnum, sem bera af fjöldan- um. I dag er það Páll Kolka héraðs læknir á Blönduósi, sem á 60 ára afmæli. Hann er þjóðkunnur maður fyrir margra hluta sakir, en þó er til þess rík ástæða á þessum tímamótum ævi hans, að rekja í aðaldráttum æviferil hans og minna á einkenni hans og störf. Páll Valdimar Guðmundsson Kolka, svo heitir hann fullu nafni, er fæddur á Torfalæk 25. janúar 1895. Foreldar hans voru Guðmundur Guðmundsson bóndi á Torfalæk og Ingibjörg Ingimundardóttir smáskammta- læknis Sveinssonar. Er í báðum þessum ættum margt fjölhæfra manna og gáfaðra, bæði þeirra, er liðnir eru og lifandi. Föður- ætt sína kallar Páll sjálfur Berg- mannsætt en víða hér um sveitir er hún kölluð Marðarnúpsætt. Er margt þeirra frænda afburða- menn að gáfum og dugnaði og var einn hinn þekktasti og fjöl- gáfaðasti í þeim hópi Guð- mundur Björnsson landlæknir. I móðurætt Páls Kolka eru líka mjög margir ágætir menn, hafa sterkar gáfur og mikil ein- beittni verið mjög ríkjandi meðal þess fólks. Var þekktasti og fjölhæfasti maður þeirrar ættar Þorsteinn Björnsson kaup- maður á Blönduósi. Páll Kolka tók stúdentspróf 18 ára gamall árið 1913 og lækna skólapróf 1920. Stundaði síðan framhaldsskólanám í New York um tveggja ára skeið. Lagði hann einkum stund á skurð- lækningar og dvaldist auk þess á fæðingarstofnun þar. Árið 1926 fór hann til Ham- borgar og var þar á skurðlækn- ingastofnun um skeið. Hann byrjaði sinn læknisferil í Vest- mannaeyjum og var þar fyrst praktiserandi læknir og síðan sjúkrahúslæknir frá 1930—’34. Árið 1934, þann 16. marz, var Páll svo skipaður héraðslæknir á Blönduósi og hefir starfað þar síðan við sívaxandi vinsældir og traust. Hann er fyrir löngu frægur innan héraðs og utan sem mjög slyngur skurðlæknir. Eru þeir orðnir nokkuð margir, yngri og eldri Húnvetningar og aðrir, sem hann hefir bjargað frá langvarandi heilsuleysi og hinir eru heldur ekki fáir, sem hann hefir forðað frá yfirvof- andi líftjóni. Hann er fljótur til, ansson, bæjarstjóri á Siglufirði, er báðir eiga nákomin skyld- menni hér vestan hafs, báðu fyrir kveðjur til ættingja sinna og íslendinga almennt. Á öllum samkomum, þar sem við hjónin vorum viðstödd, og í samsætum, sem okkur voru haldin, var við- lagið ávalt hið sama: „Flytjið kærar kveðjur vestur!“ En um allar þessar kveðjur ber að sama brunni: Þær eru sprottnar upp úr djúpstæðum ræktarhuga íslendinga heima á ættjörðinni til vor landa þeirra hérna megin hafsins. Og ómetan- legt er það oss að eiga þann góð- vildarsjóð að bakhjalli, og skylt að mæta honum á miðri leið með sama bróðurhuga, því að aldrei verður of mikil áherzla á það lögð, hvert grundvallaratriði framhaldandi ættartengsl og mepningarleg samskipti vor Is- lendinga yfir hafið eru í þjóð- ræknislegri starfsemi vorri í landi hér. Það er hinn vígði þátt- ur, sú líftaug þjóðrækninnar, sem aldrei má slitna. I þeim anda bið ég þessu þingi blessunarríks starfs. öruggur að þekkja sjúkdóma og úrræðagóður í hverjum vanda, þar sem úrræði er að finna. Hefir og jafnan svo til gengið, að þegar vandasamar aðgerðir hefir þurft að gera í nálægum læknishéruðum, þá er leitað til Páls Kolka. Sýnir það traust hans og öryggi. Má með sanni segja, að hann hefir verið gæfu- samur læknir, því oft er úr vöndu að ráða og ekki alltaf víst um árangur, þó vel lærður og æfður læknir eigi hlut að máli. I félagslífi og stjórnmálum hefir Páll læknir jafnan verið virkur starfsmaður. Hann var bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum 1926—’34 og forseti bæjarstjórn- ar þar síðustu fjögur árin. Hann var ritstjóri tveggja blaða, er þar voru gefin út: Skjaldar 1923 og ’24 og Gests 1932. Sýnir þetta að hinn ungi og óþekkti læknir var á þessum stað fljótur að fá traust fólksins. Á Blönduósi hefir ha'nn starf- að í mörgum stjórnum og nefnd- um. Verið sýslunefndarmaður alla tíð frá því frændi hans, Þorsteinn Bjarnason, féll frá 1937 og hvað eftir annað sjálf- kjörinn, þ. e. enginn boðinn fram gegn honum. Formaður Sjálfstæðisfélags Austur-Húna- vatnssýslu hefir hann lengi verið og enn lengur í stjórn þess. Formaður skólanefndar á Blönduósi, sjúkrahúsnefndar o. fl. Af verklegum framkvæmdum, sem hann hefir staðið fyrir er bygging héraðssjúkrahússins stærsta átakið. Er dugnaður Páls læknir, áhugi og fórnfýsi í því máli annálsvert og mun lengi minnzt verða. En hér skal eigi um það stórmál fleiri orðum fara, enda mun það. verða nánar rakið af öðrum. Á stjórnmálasviðinu er Páll Kolka stefnufastur, hiklaus og harður í horn að taka. Hefir hann skrifað fjölda greina um ýms mál á því sviði og hefir hvað eftir annað komið í ljós, að and- stæðingum Sjálfstæðisflokksins finnst ekki auðvelt að eiga vopnaviðskipti við hann. Um skáldið og rithöfundinn Pál Kolka skal ég eigi skrifa margt hér, því þar væri um víð- tækt og vandmeðfarið sérstakt ritgerðarefni að ræða. Hann hefir gefið út þrjár ljóðabækur, sem allar eru merkilegar í sinni röð og sýna hver um sig, að á Ijóðasviðinu er maðurinn enginn meðal maður. Einnig mun um þessar mund- ir vera von á nýju leikriti frá hans hendi og má ætla að það sé eigi af verri endanum. Bók Páls: „Föðurtún“ er stór- kostlegt verk og einstakt í sinni röð. Er það héraðslýsing Húna- vatnssýslu allrar og ættfærsla fjölda þeirra manna, karla og kvenna, er búið hafa í hverri sveit sýslunnar á undangengn- um árum og búa nú. Er í bók- inni mikill fjöldi mynda af eldra fólki. Mun vafasamt að úr nokk- urri annarri sýslu þessa lands sé til slíkt myndasafn. Veit ég að margir menn annara héraða líta öfundaraugum til okkar Hún- vetninga vegna þeirrar eignar, sem í þessari bók er. Hitt var og er vitað, að þarna er af höfundi gengið inn á svo víðtækt svið, að ekki gat komið til mála að slíkt rit væri tæmandi, hvorki í ættar- eða mannlýsingum. En þessi bók, ljóðabækurnar, og all- ar ritgerðir Páls læknis er þess valdandi, að margir ókunnugir spyrja: „Hvaða undramaður er þessi Páll Kolka?“ Hann er hér- aðslæknir og sjúkrahúslæknir í stóru héraði, hann yrkir ljóð og gefur út ljóðabækur. Hann stundar ættfræði og gefur út stórkostlegt rit um ættir og héraðséinkenni, og hann stendur í stórræðum sem forystumaður fyrir miklum framkvæmdum og merkilegum. Þegar ég er spurður um þetta, MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Messur í Norður-Nýja-íslandi Sunnudaginn 6. marz: Víðir, kl. 2 e. h. Riverton, kl. 8 e. h. Prédikað á ensku á báðum stöðum. Robert Jack ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 6. marz: Ensk messa kl. 11 árd. Umtalsefni: The Man Who Might have been. Sunnudagaskóli kl. 12 íslenzk messa kl. 7 síðd. S. ólafsson hefi ég eigi önnur svör á reiðum höndum en þetta: „Maðurinn er fjölhæfur gáfumaður og ham- hleypa við alla þá fjfölþættu vinnu, sem hann gefur sig að“. „Þetta hlýtur að vera rétt,“ segja menn, en ég finn það á sumum, að þeim finnst svarið ófullnægj- andi. Er og von að mönnum lítist svo, þegar athugað er, hversu mörgum hæfileikamönnum í okkar landi verður lítið úr tím- anum nú um skeið. I sínu persónulífi hefir Páll læknir notið mikillar hámingju. Hann kvæntist 3. nóvember 1916 ágætri konu, Guðbjörgu Guð- mundsdóttur frá Hvammsvík í Kjós. Er hún alsystir hinna þjóðkunnu bræðra, Gísla gerla- fræðings og Lofts ljósmyndara, sem báðir féllu í valinn fyrir aldur fram. Frú Guðbjörg er framúrskarandi valkvendi, sem á öllum sviðum kemur fram til góðs. Hún er skörungur í sjón og raun, glaðlynd og alúðleg við hvern sem er. Gestrisni hennar er framúrskarandi og má þó eigi á milli sjá hvort hjónanna hefir meiri hug á að gera sem bezt í þeim efnum. En þar sem annars staðar kemur erfiðið á því sviði meira á konunnar hendur. Þau hjón e/gnuðust fjögur börn. Einn dreng og þrjár stúlk- ur. Eru þau öll fullorðin og nú gift og eiga samtals sjö börn. Er alltaf eitthvað af þeim hjá afa sínum og ömmu á Blönduósi, báðum til ánægju eins og gengur. Hjónabandshamingja Páls læknis hefir áreiðanlega verið honum það ljós og sá hiti, sem auðveldað hefir mikil og örðug verk og gert honum fært að sýna þann árangur og þau afköst, sem raun er á. Páll er gleðimaður mikill og viðræðugóður heima og annars staðar. Hann leynir því ekki, að honum er ánægja að því, að ræða við vini sína, og kemur þá margt til mála, svo sem að líkum lætur, þar sem svo fjölfróður maður á í hlut. Hann er frjáls- lyndur í skoðunum, svo sem ljóð hans og greinar allar bera vott um. Allt óeðlilegt ófrelsi, höft og bönn eru honum andstyggð. Hann vill láta sjálfsbjargarvið- leitni og einkaframtak fólksins njóta sín sem bezt og hefir enga trú á, að hægt sé að gera heimsk- ingja og ónytjunga jafna þeim sem mesta hæfileika hafa. Á þessum merkilegu tímamót- um í lífi Páls Kolka þakka ég honum fyrir öll hans merkilegu og þýðingarmiklu störf héraði okkar, héraðsbúum og landinu í heild til gagns og heilla. Ég þakka honum vináttu og traust og margar ánægjustundir fyrr og síðar. Ég óska honum, konu hans og allri fjölskyldu hans hamingju og blessunar nú og framvegis. Óska þess að við og þjóðin öll fái sem lengst að njóta hans krafta og vitsmuna. Jón Pálmason —ísafold og Vörður, 1. feb. LEIKFÉLAG LANDANS sýnir þætti úr GULLNA HLIÐINU eftir Davíð Stefánsson laugardagskvöldið 5. marz og mánudagskvöldið 7. marz í neðri sal SAMBANDSKIRKJUNNAR við Banning St. KLUKKAN 8.15 Aðgöngumiðar á $1.00 fást í bókabúð Davíðs Björnssonar, 702 Sargent Ave., og við innganginn, ef nokkrir verða óseldir. Tryggið ykkur miða í tíma. Á undan leiksýningunni syngja 4 stúlkur nokkur íslenzk lög.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.