Lögberg - 10.03.1955, Side 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. MARZ 1955
7
Jólahald og vetrarleikir í
Reykjavík um 1880
Kaflar úr endurminningum Árna Thorsteinssonar tónskálds
JÓLAHALDIÐ á heimilunum
var fábreyttara og íburðar-
minna í ungdæmi mínu en nú
tíðkast. Þó held ég að engu
minna hafi verið hlakkað til jól-
anna í þá daga. Þau voru eins og
björt sólskinsstund í löngu vetr-
armyrkrinu; tendruðu birtu og
yl, bæði í híbýlunum og hugum
fólksins.
Á bernskuárunum þekkti ég
að vísu lítið til jólahaldsins
annars staðar en á heimili for-
eldra minna og nánustu kunn-
ingja. Undirbúningur jólanna
var með líkum hætti og tíðkazt
hefir á öllum tímum. Kvenfólkið
stóð í bakstri og matargerð —
bakaðar voru smjördeigstertur
með sveskjum og þeyttum rjóma
ofan á; kleinur, jólakökur og
sitthvað fleira. Þá heyrðu og
hreingerningar til jólaundirbún-
ingnum, því að allt þurfti að fága
og prýða áður en hátíðin gekk í
garð. En loks kom að því að
fólkið tók sér hvíld og lagði frá
sér vinnuna — rokkarnir voru
þagnaðir og tóvinnan lögð á hill-
una í bili.
Og svo kom aðfangadagurinn.
Heima ríkti sú venja, að
stundvíslega klukkan fjögur var
setzt til borðs og snæddur há-
tíðaréttur. Var þá á borðum
ýmislegt góðmeti, aðalrétturinn
var steiktar rjúpur, en á undan
var borðaður hnausþykkur
grjónagrautur með rúsínum.
Síðan þykir mér slíkur grautur
mesta lostæti, og minnir hann
mig alltaf á jólin heima.
Máltíðin stóð ekki yfir nema
um klukkustund, enda fór þá að
heyrast ómur Dómkirkjuklukkn-
anna, sem hringdu til aftansöngs.
Foreldrar mínir fóru alltaf í
kirkju þetta kvöld, og fengum
við krakkarnir að fylgjast með
eftir að við stálpuðumst. Flestir
húsráðendur í bænum fóru til
kirkjunnar á aðfangadagskvöld-
ið og annað fullorðið fólk, sem
komið gat því við. Var kirkjan
því alltaf troðfull út úr dyrum
og þrengslin og loftleysið svo
mikið, að oft kom fyrir, að fólk
væri borið út í yfirliði. Þegar
mannfjöldinn var kominn í
kirkjuna varð andrúmsloftið
brátt mettað megnri og súrri
fúkkalykt, og stoðaði ekkert
þótt opnaðir væru hlerarnir í
kirkjuloftinu. Á þessari hátíð
fór fólkið í sín beztu sjaldhafn-
arföt, en hjá sumum höfðu þau
kannske legið geymd niðri á
kistubotni eða í rökum geymsl-
um frá síðustu jólum og fúkkað
þar og jafnvel myglað. Má því
geta nærri, hvernig andrúms-
loftið hefir orðið.
Og ekki voru þrengslin minni
við kirkj ubrúðkaupin, en þá var
algengt að hjónavígslur færu
fram í kirkjunni. Var þá oft
þröng mikil við kirkjudyrnar, og
færri komust inn en vildu. Varð
kirkjuvörðurinn tíðum að bægja
fólkinu frá með harðri hendi, en
umsjónarmaður kirkjunnar var
þá Sigurður gamli Jónsson fanga
vörður, og gekk hann með korða
eða staf í hendi við slík tæki-
færi; gaf snöggar og ákveðnar
fyrirskipanir og otaði stafnum
framundan sér.
Einn var sá siður við guðs-
þjónustuna á aðfangadagskvöld,
sem mjög jók helgi hennar og
áhrif, en hann var sá, að einhver
af beztu söngmönnum bæjarins
var fenginn til þess að tóna sér-
stakan helgisiðasöng (ritual)
framan við grátur altarisins, og
hélzt þessi suður að minnsta
kosti í tíð Hallgríms Sveinssonar
meðan hann var dómkirkju-
prestur, en hvort svo varð einnig
eftir að hann varð biskup, man
ég ekki glogglega. Oftast féll það
í hlut Steingríms Johnsens,
móðurbróður míns, að tóna þetta
hátíðaritual við jólaguðsþjón-
ustuna, en hann var afburða
söngmaður og var meðal annars
söngkennari við Lærða skólann.
Þegar fólk kom heim frá aftan-
söngnum var setzt að kaffi-
drykkju og þótti okkur krökkun-
um fullorðna fólkið sýna óþarf-
lega mikið seinlæti, er það sat í
makræði yfir kaffibollunum.
Tíminn frá því farið var í kirkj-
una og þar til kaffidrykkjunni
var lokið, fannst okkur ákaflega
lengi að líða. Við höfðum nefni-
lega nasaþef af því, að inni í
vesturstofu biði skreytt jólatré,
og ekki var ósennilegt að kring-
um það væri raðað ýmsum
fallegum gullum og öðrum gjöf-
um. En stofan var harðlæst allan
aðfangadaginn, og fengum við
ekki að koma inn í þennan helgi-
dóm fyrr en um kvöldið. Stund-
um var þó reynt að kíkja gegn-
um skráargatið, og fórum við
nokkuð nærri um það, hvað inni
fyrir var. Það hafði heldur ekki
farið fram hjá okkur, að gamla
jólatréð var horfið af háaloftinu,
og fyrir nokkrum dögum hafði
einhver verið að laumast með
það um húsið.
Grenitré fluttust ekki almennt
inn fyrr en löngu síðar, og var
jólatré okkar heimatilbúið eins
og algengt var á þessum árum.
Var það búið til úr langri stöng
eða spíru, sem í voru felldir
nokkrir pinnar, er kertin voru
látin standa á. Síðan var það
málað grænt og loks skreytt með
lyngi um hver jól. Eftir jólin
var það svo látið upp á háaloft,
og þar lá það svipt öllu skrauti
til næstu jóla.
Mikil var sú hrifning, þegar
sú stund rann upp, að vestur-
stofan var opnuð. Þar stóð þá
jólatré á miðju gólfi með tendr-
uðum ljósum, en við fótstall
þess lágu jólapakkarnir. Var nú
byrjað að ganga í kringum tréð
og syngja jólasálma áður en
pakkarnir voru opnaðir. Varð
manni oft litið til þeirra á meðan
á sálmasöngnum stóð, og hætt er
við að hugurinn hafi verið
bundnari þeim en sjálfum jóla-
sálmunum.
Á aðfangadagskvöld voru
jafnan tveir gestir á heimili for-
eldra minna, sem tóku þátt í
jólahaldinu með fjölskyldunni.
Það voru þeir Sigurður fræðari,
sem kallaður var, en hann var
kennari á Seltjarnarnesi, og
Steingrímur skáld Thorsteins-
son, föðurbróðir minn. Stein-
grímur var þá kennari við
Lærða skólann, en kona hans
dvaldist lengst af í Danmörku
og fluttist ekki hingað fyrr en
síðar. Var Steingrímur því í fæði
hjá foreldrum mínum, en bjó
annars hjá afa og ömmu, Bjarna
amtmanni Torsteinsson og Þór-
unni Hannesdóttur, sem áttu hús
við Austurvöll, þar sem Lands-
símahúsið er nú.
Steingrímur færði okkur
krökkunum alltaf skemmtilegar
jólagjafir, og hlökkuðum við til
að taka upp pakkana frá honum.
Venjulega voru þetta ýmisskon-
ar leikföng, er hann hafði fengið
beint frá Danmörku, og var sumt
af þessu mjög sjaldséðir gripir
hér.
Mér verður alltaf minnisstætt,
þegar Steingrímur kom heim á
aðfangadaginn. Þá bar hann
venjulega pakka og pinkla undir
báðum höndum og var jafnvel
með vasa sína úttroðna líka.
Lagði hann pakkana frá sér út í
horn frammi í forstofu, og þar
lágu þeir þar til búið var að
drekka kaffið eftir kvöldsönginn
í kirkjunni, og var auðvitað harð
bannað að hnýsast í þá. Ekki
gátum við þó setið á okkur að
krunka kringum pakkana og
geta okkur þess til, hvað í þeim
myndi vera. Nokkru áður en
kveikt var á jólatrénu hvarf
Steingrímur fram í fordyrið, tók
pakkana úr horninu, gekk með
þá gegnum skrifstofur föður
míns inn í vesturstofu og lét þá
við jólatréð. Þegar inn kom rétti
hann hverjum sinn pakka, en
ekki var hann margorður um
leið og hann afhenti gjafirnar;
sagði aðeins: „Hnú, þetta átt þú!
— Og hnú, þetta átt þú“, — og
þannig áfram þar til hann var
búinn að afhenda alla pakkana.
Mér er sérstaklega minnisstæð
ein gjöf frá Steingrími, sem
mikla aðdáun vakti meðal jafn-
aldra minna og vina, en það var
lítil fallbyssa á fallbyssuvagni.
Var hún fagurblá með alla vega
litum línum, en hlaupið var
logagyllt. Fylgdu þessu „vopni“
einhvers konar oblátur, sem
settar voru í byssuna, og kom
þá hár kvellur og dálítill reykur,
þegar hleypt var af. Eftir að ég
fékk þennan kjörgrip var oft
gestkvæmt heima, því að strákar
á reki við mig voru sólgnir í að
fá að knalla úr byssunni. Við
Hannes bróðir minn áttum líka
mikið safn tindáta, m. a. Indíána
hermenn, svo að ekki var lengi
verið að koma af stað styrjöld,
ef svo bar undir, en hernaðar-
fræðina sótti maður í stóra
myndabók, sem til var heima
frá stríðinu 1864 milli Dana og
Þjóðverja.
Ýmsar fleiri jólagjafir fengum
við frá Steingrími, sem okkur
þótti veigur í, enda voru þetta
aðallega hlutir, sem ekki sáust í
verzlunum hér.
Það var fastur liður í jóla-
haldinu heima, að spilað væri
á spil, og stóð spilamennskan oft
fram á nætur. Var venjulega
spilað „Hálf-tólf“ og „Púkk“.
Þegar sezt var að spilunum
fengu þeir eldri sér toddýglas
og kveiktu sér í vindli, en okkur
krökkunum var gefið límonaði
og annað góðgæti.
Um jólin voru gagnkvæmar
heimsóknir milli frændfólks og
vina, og voru jólaboð tíðkuð þá
engu síður en nú, enda voru þau
helztu jólaskemmtanirnar.
Mér eru alltaf minnisstæð
jólaboðin heima hjá Hilmari
Finsen landshörðingja, en þang-
að var okkur alltaf boðið á jólun-
um meðan hann var hér lands-
höfðingi. Þar sá ég í fyrsta sinn
grenijólatré, og var það svo stórt,
að það náði næstum til lofts í
stofunni. Frú Olufa Finsen, kona
landshöfðingjans, var mjög
músikölsk, og var jafnan mikið
sungið á heimili þeirra hjóna.
Þá var og farið í ýmsa jólaleiki.
Opinberar skemmtanir voru
litlar sem engar um jólaleytið,
nema hvað skólapiltar Lærða
skólans efndu til leiksýningar í
skólanum, og buðu þeir til sýn-
ingarinnar ýmsu bæjarfólki.
Það var ekki fyrr en löngu
síðar er Reykjavíkurklúbburinn
kom til söngunnar, að farið var
að halda jólaskemmtanir fyrir
almenning, en þessi klúbbur,
sem einkum var skipaður em-
bættismönnum og verzlunar-
mönnum, efndi m. a. til jólatrés-
skemmtana fyrir börn, og voru
þær haldnar í Klúbbhúsinu, sem
svo var nefnt, en það var gamla
spítalahúsið við Kirkjustræti,
þar sem nú er hús Hjálpræðis-
hersins. Síðar hélt klúbburinn
skemmtanir sínar á Hótel Alex-
andra, sem stóð við Hafnar-
stræti, en veitingamaðurinn hét
Jespersen. Nefndi hann hótel sitt
eftir Alexöndru dóttur Kristjáns
konungs IX., þeirri er gefin var
Játvarði VII. Bretakonungi. Að
lokum hélt Reykjavíkurklúbb-
urinn samkomur sínar að Hótel
Reykjavík og Hótel Island.
Einu sinni á vetri var haldinn
grímudansleikur, en hann var
ekkert bundinn við'jól eða ára-
mót. Venjulega var hann ekki
haldinn fyrr en síðar um vetur-
inn og fór þá fram í veitingahúsi
uppi við Skólvörðustíg, sem
nefnt var Geysir. Þar var og
stúlknabállið haldið, en það var
árleg samkoma, sem kennd var
við þjónustustúlkurnar íbænum.
Á gamlárskvöld voru engin
sérstök hátíðahöld, önnur en
þau, að efnt var til brennu, en
verzlanirnar lögðu til kassa,
tunnur og annað eldsneyti í
brennuköstinn. Á heimilunum
gerði fólk sér að vísu einnig
dagamun eins og á jólunum. Þá
var og aftansöngur í Dómkirkj-
unni, og aðalmáltíðin borðuð
áður en farið var í kirkju. En
síðar um kvöldið var svo borið
fram hangikjöt með grænum
baunum, og fólk skemmti sér við
eitt og annað fram yfir mið-
nættið. Safnazt var saman við
píanóið og sungnir sálmar og
ættjarðarlög, og loks var spilað
á spil, og eins og áður einkum
„Púkk“ og „Hálf-tólf“, en einnig
„Lauma“, „Svarti-Pétur“ og sitt-
hvað fleira.
Á þrettándanum var álfadans
og blysför, og voru það skóla-
piltar Lærða skólans, sem stóðu
fyrir því. Ég tók þátt í álfadans-
inum þegar ég var í 1. bekk, en
þá var ég aðeins fjórtán ára,
smávaxinn og renglulegur, og
sumir af bekkjarbræðrum mín-
um voru heldur engir risar,
enda hlutum við hjá þeim eldri
og burðugri í skólanum sam-
heitið: kettlingarnir. Nú, en
kettlingarnir þóttust svo sem
menn eins og hinir og hugðust
ekki láta sinn hlut eftir liggja í
blysförinni og álfadansinum.
Það var venja, að safnast væri
saman uppi við skóla, og þar
kveikt á kyndlunum, en síðan
var gengið niður að Tjörn og
álfadansinn stiginn við Tjarnar-
hólmann, þegar ís var á Tjörn-
inni. Reyndu menn að tína sam-
an litsterka búninga til þess að
klæðast við álfadansinn, en
venjulega voru þetta þó fata-
garmar, sem ekkert gerði til þótt
skemmdust, enda vildi það bera
við, að brunagöt kæmu á fötin
af blysunum, og sótblettir settust
á þau. Þá báru menn og grímur
fyrir andliti, en eins og lög gera
ráð fyrir voru álfadrottning og
álfakóngur búin sérstökum skart
klæðum, báru kórónur á höfði,
en voru grímulaus. Fyrir álfa-
kóng ög drottningu voru valdir
tveir af föngulegustu og álitleg-
ustu piltunum úr efri bekkjum
skólans, sem jafnframt voru
söngmenn góðir, en „álfadrottn-
ingin“ var auðvitað strákur, því
að engar stúlkur voru í skól-
anum.
'Þegar gengið hafði verið frá
skólanum niður að Tjörn með
blysin á lofti, skiptist hópurinn í
tvær fylkingar. Hélt önnur suður
með Tjörninni að austanverðu,
en hin vestur með Tjörninni
ofan við Tjarnarbrekkuna, og
vorum við kettlingarnir úr 1.
bekk í þeim hópi.
Þá voru engin hús komin
undir Tjarnarbrekkunni og var
hún grasi vaxin ofan frá brún
og fram á Tjarnarbakka. Er hún
ein af hinum fögru stöðum
gamla bæjarins, sem ég sakna,
en brekkan hefir verið eyðilögð
með byggingum og öðru umróti.
Brekkan var undurfögur af nátt-
úrunnar hendi, og minnisstæð er
mér spegilmynd hennar í logn-
værri Tjörninni margt sumar-
kvöldið. Á veturna var hún leik-
vangur barnanna líkt og Tjörnin
sjálf, en þá skefldi tíðum í
brekkuna svo að þar myndaðist
hið ákjósanlegasta sleðafæri og
renndu strákarnir sér á sleðum
alla leið ofan frá myllunni á
Hólavelli og niður á Tjörn.
Stundum mynduðust snjóhengj-
ur, þar sem brekkan var brött-
ust — og svo var í þetta skipti
er við skólapiltarnir gengum
með blysin á lofti suður brekku-
brúnina. En nú var'eins og snjó-
hengjan væri einmitt til þess
gerð að kollvarpa reisn minni og
myndugleik í blysförinni, því
auðvitað var það metnaður okk-
ar kettlinganna og busanna að
halda okkar blysum ekki verr á
loft en hetjurnar úr efri bekkj-
unum í fylkingunni austan við
Tjörnina. En svo ólánlega tókst
til fyrir mér, að ég sté fram af
snjóhengju í brekkubrúninni og
steyptist á bólakaf í skaflinn
fyrir neðan með blysið í hend-
inni. Ég brölti þarna um í snjón-
um stundarkorn með augu, eyru
og nef full af snjó; slokknað
hafði á blysinu mínu og þótti
mér þetta illur eridi á minni
fyrstu blysför.
i
En áfram var þó haldið suður
fyrir brekkuna, en þaðan hélt
hópurinn út á Tjörn, og mættust
fylkingarnar við hólmann, þar
sem álfadansinn var stiginn og
álfalög sungin af miklu fjöri og
þrótti. Álfadansinn þótti mikil
tilbreytni í bæjarlífinu, og þyrpt
ust bæjarbúar niður á Tjörn á
þrettándanum til þess að horfa
á dansinn.
í þá daga var ísinn á Tjörn-
inni oftast glær, svo að það sást
til botns. Þá var Tjörnin miklu
vatnsmeiri og tærari en nú, og
sjaldan brást það, að mannheld-
ur ís væri á henni mestallan
veturinn, enda voru frost þá
meiri og tíðari, en verið hafa
síðari árin og staðviðri meiri.
Það var því oft margt um
manninn á ísnum. Aldrei man ég
þó eftir jafnmiklu fjölmenni þar
og frostaveturinn mikla 1881 er
„Phönix-menn“ voru þar með
„hringekjuna“ sína. Þann vetur
strandaði póstskipið „Phönix“
vestur við Skógarnes á Snæfells-
nesi, en skipshöfnin bjargaðist
öll, að undanteknum matsvein-
inum. Var skipshöfnin mjög
hrakin og margir lágu í kalsár-
um lengi eftir að þeir komu til
Reykjavíkur. En þeir af skips-
höfninni, sem rólfærir voru lífg-
uðu hér upp á bæjarlífið með
allnýstárlegum hætti. Tóku þeir
sig til og settu upp hringekju á
Tjörninni, og var þetta bæði
gert í fjáröflunarskyni" fyrir þá
sjálfa og til skemmtunar bæjar-
búum.
Þá var Tjörnin botnfrosin og
hjuggu Phönix-menn holu gegn
um ísinn, en cáku síðan langan
staur niður í botn Tjarnarinnar.
Á þennan staur smíðuðu þeir
hjól með nokkrum örmum á, en
á armana festu þeir sleða og
voru sæti á sleðunum. Einshvers
staðar höfðu þeir upp á lýru-
kassa, og stóð einn við hann og
spilaði í sífellu, meðan aðrir
gengu á álmur hringekjunnar og
hlupu á harðaspretti kringum
staurinn. Fólkið, sem sat á sleð-
unum, hafði af þessu hina beztu
skemmtun, og mun ekki hafa séð
eftir aurunum, sem hringekju-
stjórarnir settu upp fyrir ferða-
lagið í þessu óvenjulega farar-
tæki. Nokkuð var það víst, að
bæjarbúar þustu út á Tjörn í
hvert sinn er Phönix-menn hófu
að spila á lýrukassann og snúa
hringekjunni, og mun þetta hafa
orðið þeim nokkur hjárhags-
styrkur, því að auðvitað töpuðu
þeir öllu sínu í strandinu.
Löngu eftir að ísinn leysti af
Tjörninni stóð staurinn upp úr
henni, eins og minnisvarði um
hringekju þeirra Phönix-manna.
Já, Tjörnin hefir löngum verið
leikvangur Reykvíkinga, — ekki
sízt í gamla daga, þegar skemmt-
analífið var fábreyttara en nú.
Þá voru skautaferðir aðalvetrar-
íþrótt bæjarbúa, bæði eldra og
yngra fólks. Þá voru aðallega
notaðir tréskautar með járni
neðan í, og náðu menn ótrúlegri
leikni á þessum skautum. Stál-
skautar fluttust ekki inn fyrr en
síðar.
Ég iðkaði töluvert skauta-
hlaup, þegar ég var drengur og
raunar nokkuð fram eftir aldri.
Minnisstæðust Verður mér þó
alltaf fyrsta skautaferðin mín,
en hana fór ég út í kálgarðinn
bak við hús foreldra minna í
Austurstræti. 1 rigningum komu
oft stórir pollar í garðinn og
myndaðist þar svell þegar frysti.
Svo kom að því, að mér voru
gefnir skautar, og þurfti ég auð-
vitað strax að reyna þá. En þegar
ég sté út á svellið féll ég beint
á hrammana, rak nefið niður í
klakann og hlaut fossandi blóð-
nasir.
Þannig var mín fyrsta ganga á
skautum. En ég gafst ekki upp
fyrir þetta, heldur reyndi aftur,
og gekk þá betur, og leið ekki á
löngu, unz ég fór að sækja
Tjörnina eins og aðrir, sem
nokkuð þóttust kunna fyrir sér í
þessari íþrótt.
Mestu skautasnillingarnir, sem
ég minnist frá þessum árum,
voru þeir Sveinbjörn Egilsson,
síðar ritstjóri, og Ólafur Rósin-
kranz fimleikakennari, en þeir
voru báðir hin mestu lipurmenni
og léku alls konar listir á skaut-
unum. Ýmsir fleiri voru að vísu
ágætir skautamenn, þó að þessir
tveir bæru af, og reyndum við
strákarnir auðvitað að feta í fót-
spor „meistaranna“, með mis-
munandi góðum árangri.
Þá þótti það hin mesta
skemmtun að nota skautasegl, og
sigla Tjörnina enda milli, en þá
náði hún allt frá Dómkirkjunni
suður undir Vatnsmýri.
Skautaseglin voru búin til á
þann hátt, að saumaður var dúk-
ur utan um tvö kefli eða stengur.
Var lengd stanganna höfð í
brjósthæð, svo að vel mætti sjá
yfir seglið, sem strengt var á
milli þeirra, en sjálft seglið var
tæplega faðmsbreidd. Hélt mað-
ur svo seglinu fyrir framan sig,
þannig að haldið var um keflin,
en seglið þanið út og vindurinn
látinn blása í það. Komst maður
þá tíðum á geysiskrið undan
vindinum, en svo reyndi á „sigl-
ingar“-kunnáttvma, þegar beita
þurfti upp í vindinn og „krusa“
móti storminum í bakaleiðinni.
Þá varð maður að kunna að haga
seglum eftir vindi, eins og sjó-
mennirnir. Þegar stormurinn
var það sterkur, að siglingin yrði
of æðisgengin eða hröð, voru
seglin rifuð — það er að segja:
undið var þá upp á keflin, svo að
seglin tækju ekki eins mikið í
sig.
Á skólaárum mínum í Kaup-
mannahöfn hafði ég ekki jafn-
góða aðstöðu til skautaferða og
heima. Þó var það einu sinni um
jólaleytið, að ég komst á skauta
í Óðinsvéum á Fjóni, en þar
dvaldist ég þrenn jól í skóla-
leyfinu hjá Ólafi Johnsen sem
þar var kennari við latínuskóla,
en hann var móðurbróðir minn.
Þá var þar danskt setulið í borg-
inni, 7000—8000 manns, og var
Hannes Johnsen, sonur Ólafs,
liðsforingi í herdeild sinni. Þetta
herlið veitti vatni á stórt engi
við borgina, og var það umgirt
fögru skógarrjóðri á allar hliðar.
Kom þarna hið bezta skauta-
svell, þegar frysti, og var það
eingöngu ætlað hermönnunum.
Hins vegar naut ég þá frænd-
seminnar við Hannes Johnsen
og fékk aðgang að svellinu, þeg-
ar ég vildi. Hljómsveit úr her-
deildinni lék þarna fjörug og
dillandi lög, og jók það ekki lítið
á ánægjuna að geta þeytzt um
svellið eftir tónunum, — en al-
drei fyrr hafði ég stigið á skauta
með hljóðfæraundirleik.
Eftir heimkomuna frá Dan-
mörku fór ég stöku sinnum á
skauta á Tjörninni, en eftir að
ég fluttist úr miðbænum fækk-
aði þeim ferðum. Lengi fram
eftir árum greip mig þó löngun
til þess að fara með skauta og
skautasegl niður á Tjörn. — Og
enn þann dag í dag hef ég gaman
af að horfa á unga fólkið renna
sér á Tjörninni. — Það er ekki
fjarri því, að mér finnist ég
yngjast; þá sé ég fyrir mér æsk-
una og alla gömlu kunningjana,
sem í blóma lífsins brunuðu á
skautum á Tjörninni — þessum
almennings leikvelli gömlu
Reykjavíkur.
—Jólablað Aþbl., 1954
Gefið til Sunrise
Lutheran Camp
Kvenfélag Vesturheims safn.,
Cottenwood, Minn., $12.50; Guð-
rún Jóhannsson, Saskatoon,
$10.00; E. G. Eggertson, Wpg.,
$25.00; Dr. og Mrs. R. Marteins-
son, Wpg., $10.00; I. Gottfred,
Wpg., $10.00.
Meðtekið með innilegu þakklæti
Anna Magnússon,
Selkirk, Man.
Kaupið Lögberg
VIÐLESNESTA
ISLENZKA BLAÐIÐ