Lögberg - 24.03.1955, Blaðsíða 2

Lögberg - 24.03.1955, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. MARZ 1955 Mannlýsing eftir dr. phil. Hakon Stangerup: Hinn nýskipaði forsætisráðherra Dana: Góðviljaður, dyggur og snjall Líklegur til að kjósa djarfari og minna kreddubundna stefr>" fyrir ráðuneyti sitt Hinn nýskipaði ungi forsætis- ráðherra Danmerkur er Hans Christian II. í sögu Danmerkur. Fæddur í fátæku, yfirlætislausu skósmiðsheimili í dönsku sveita- þorpi, brauzt hann áfram upp á eigin spýtur til sætis við borð konungs. Eins og Hans Christian Andersen hefir Hans Christian Hansen sannað, að það sakar ekki að fæðast í andagarðinum — ef eggið, sem unginn skríður úr, er svanaegg. Og sú forspá fólst einnig í nafni Hansens. Hann heitir sem sé Hans Christian Svane Hansen. Þess vegna hefir hann ekki orðið „að reyna eins skelfilega margt“ og Hans Christian Andersén, áður en hann hlaut sína viðurkenn- ingu. Hann varð fjármálaráð- herra áður en hann náði fertugs- aldri, nú er hann. orðinn for- sætisráðherra og er enn ekki orðinn fimmtugur. Vann sig upp úr fátækt Enginn skyldi samt ætla, að lífið hafi alltaf leikið við hann. Hann hefir orðið að vinna sig upp úr fátækt, berjast gegn at- vinnuleysi og þokast smám sam- an upp á við til metorða í röðum fjölmenns stjórnmálaflokks. Hið síðastnefnda krefst ekki sízt all- sérstæðrar skapgerðar og óvenju legra hæfileika. Alþjóð stendur í þeirri trú, að stjórnmálastörf séu aðallega í því fólgin að berjast gegn aðstæðingunum. Það er síður en svo, níu tíundu af þreki stjórnmálamannsins fer í að fást við flokksmenn sína. Og jafnvel þó að danski jafn- aðarmannaflokkurinn að upp- runa og allri þróun beri greini- lega vott samheldni flokks- mannanna, er flokkurinn mjög fjölmennur, og mikinn meiri hluta flokksmanna hefir dreymt um að ná æðstu völdum. Það er ekki þar með sagt, þó að H. C. Hansen hafi hafizt skjótt til met- orða, að honum hafi verið fleytt yfir byrjunarörðugleikana. En þess varð furðulega skjótt vart, að menn viku til hliðar fyrir honum í viðurkenningarskyni við, að þessi ungi maður bar með sér aðalsmerki forustuhæfi- leikans. Hvert mannsbarn vissi, H. C. yrði forsælisráðherra Með dauða Hans Hedtofts var höggvið stórt skarð í raðir jafn- aðarmannaflokksins. Dauði hans olli djúpri sorg með flokks- bræðrum hans, og fráfall hans snart fleiri menn og skildi eftir meiri persónulegan sársauka en fráfall Staunings, sem alltaf var fjær fólkinu, næstum olympsk- ur. En þrátt fyrir þá eftirsjá, er flokknum vár að Hedtoft, beið Kaupið Lögberg VIÐLESNESTA ISLENZKA BLAÐIÐ hann ekki stjórnmálalegt stór- tjón, þar sem eftirmaðurinn var reiðubúinn. Vafalaust vissi hver einasti jafnaðarmaður og verka- lýðsleiðtogi, jafnvel hvert mannsbarn í landinu, að nú yrði H. C. — eins og hann er kallaður af börnum og fullorðnum og konunginum líka — forsætisráð- herra. Hann var kjörinn, áður en hin opinbera, einróma áskor- un kom til hans frá þingmönn- um jafnaðarmanna og miðstjórn flokksins. Hvers konar maður er sá, sem hefir nú tekizt á hendur að gegna æðsta embætti landsins eins og ekkert væri sjálfsagðara og án þess að þurfa að keppa um það við nokkurn? Hann er ungur maður, grannur, ekki sér- lega hávaxinn. Andlitsdrættir hans eru reglulegir, stundum er hann dálítið afundinn, hann brosir ekki við hverjum sem er, en þegar hann brosir, er bros hans eins og sólargeisli, sem vermir, því að bros hans er ein- lægt. H. C. Hansen er ekki eins mikill á velli og Hedtoft var, né heldur hefir hann þau persónu- einkenni, sem fylgja því. Oft mátti sjá á Hedtoft, er honum óx ásmegin, en H. C. Hansen er alltaf keikur og nokkuð þótta- fullur. Eins og er vani margra, sem ekki eru hávaxnir, sveigir hann höfuðið oft dálítið aftur á bak. Um Hedtoft mátti segja hið sama og Jóhannes V. Jensen sagði um Björnson: Hann ein- kennir sú hlýja, er finna má hjá stórvöxnum dýrum. H. C. Han- sen er bezt lýst þannig: Hann er sinastæltur og liðugur og minnir á ákveðna tegund stór- vaxinna dýra: Pardusdýrið. Hann ratar fimlega um frum- skóga Ríkisdagsins, stígur létti- lega til jarðar, virðist alltaf hafa nægan tíma og getur oft sýnzt hirðuleysislega latur, en skyndi- lega tekur hann undir sig stökk — inn í atburðarásina, inn í bar- áttuna, inn í starfið. Lúsiðinn, þótt lítið beri á því Hann er lúsiðinn, þó að hann beri það ekki með sér. Sem drengur í skóla var hann alltaf efstur í sínum bekk, sem prent- nemi varð hann einn þeirra fær- ustu, sem ungur meðlimur æskulýðsfélagssamtaka jafnað- armannaflokksins lagði hann sig allan fram við að læra, en reyndi jafnframt að miðla sér yngri mönnum af þekkingu sinni. Sem lærður iðnsveinn lennti hann í atvinnuleysinu, er þá ríkti í Danmörku. Hann gerðist starfs- maður flokksins, ferðaðist um og hélt fundi. Það voru reyndar ekki venjulegir fundir, því að þegar ræðunni var lokið, tók hinn ungi ræðumaður að syngja fyrir fundarmenn, og það, sem hann söng, hafði hann oftast samið sjálfur, og hann spilaði sjálfur undir á mandólín. Hann elskar ljóð eins og Hedtoft, en í mótseningu við Hedtoft, hefir hann ekki ljóð- ræna skapgerð. Þó að H. C. Hansen hafi ort ljóð og gefið þau út („Trú og þverúð“ heitir eitt af kvæðasöfnum hans) og þó að hann hafi fram á þennan dag, er hið nýja, mikla embætti tekur allan tíma hans, verið fús til að leggja sinn skerf til veizlu- halda félaga sinna og meiri hátt- ar skemmtisamkoma flokksins með söng sínum, þá er þessi ljóð- ræni hæfileiki aðeins einn þátt- ur í hans fjölþættu gáfum. Maður margs konar hljóðfæra Þessi ljóðræni hæfileiki á eng- an veðrétt í huga hans. Hann er eins og Holberg segir, maður, sem leikur á margs konar hljóð- færi. Kvæðin og mandólínið eru meðal þessara hljóðfæra. En ekki er vert að láta sér villast sýn um þennan stjórnmála- mann, er leikur á mandólín og yrkir kvæði. Það er enginn við- kvæmur blettur á stjórnmála- herklæðum hans. Hann veit vel, hvað hann gerir, þegar hann hefst handa. Hann fleygir al- drei verðmætutn burt í augna- blikshrifningu. Sá líkamshluti, er mestu ræður hjá honum er ekki hjartað heldur höfuðið, bjart, skýrt, snjallt, sívakurt höfuð, sem rúmar reikningsvél, er gerir honum kleift að sjá næstum staðfastlega, hversu langt hann muni ná í hvert sinn. Svo margar gáfur og eigin- leikar, sem eru í góðu jafnvægi, leiða til mikils dugnaðar. Frá unga aldri hefir H. C. Hansen unnið að því að mennta sjálfan sig og þjálfa meðfæddan dugnað sinn. Hann hefir lesið og lært. Þegar hann gat átt rólega daga, sem fyrrverandi ráðherra, er borgaraflokarnir sátu að völd- um síðast, settist hann á skóla- bekk heima fyrir og einnig í Englandi til að fullmennta sig í ensku. Nú átti að ráða bót á þeim götum í menntun hans, sem hann hafði ekki haft tækifæri til að fylla í æsku. Þegar hann sem utanríkisráðherra var full- trúi Danmerkur á fundi Atlants- hafsbandalagsins í París, vakti það athygli, hversu reiprennandi og lifandi hann talaði ensku. Það þykir oftast engin ástæðáP1 til að minnast á slíka hluti, en það er afrek að vilja og geta lært, þegar æskan er liðin, og menn eru önnum kafnir við störf sín. Góðviljaður — dyggur Eru ekki líkindi til, að dugn- aðarmanninn H. C. Hansen, sem er fremur sinastæltur en þrif- legur, fremur magur en holdug- ur, fremur kænn en tilfinninga- næmur, fremur aðgætinn en fljótfær — einkenni kuldi. er svo mikið af ískristöllum hafa safnazt á brynju hans? Slíkt er aðeins hægt að gera sér í hug- arlund, ef H. C. Hansen er manni ókunnugur. Því að þrátt fyrir sína fullkomnun er H. C. ekki kuldalegur. Þó að tæplega megi kalla hann alúðlegan, er hann samt sem áður ráðvandur og það, sem meira er um vert, og er bæði sjaldgæft og mjög mikil- vægt: Hann er góðviljaður maður. — Hann hefir aldrei tamið sér þá nöpru framkomu, er oft gerir stjórnmálamenn hæfa til forustu. Afstaða hans er sú, að hann gerir ráð fyrir, að þeir menn, er verða á vegi hans séu heiðarlegir — þangað til hið gagnstæða hefir sýnt sig. Það er ennfremur hans bjarg- fasta trú, að maður er maður og orð er orð, og það skiptir hann ekki máli hvort maðurinn er flokksbróðir hans eða andstæð- ingur, né hvort orðin eru mælt í vil hinum síðastnefnda. Það lýsingarorð, sem oftast er notað í sambandi við persónuleik Hansens er: Dyggur. Beztu eiginleikar hans hafa komið fram gagnvart Hans Hedtoft um margra ára skeið. Það voru örlög hans að fara í fótspor Hedtofts á leiðinni upp metorðastigann innan flokksins, skref fyrir skref, en alltaf var Hedtoft á undan. Lítilfjörlegri maður hefði fundið til öfundar yfir því, en H. C. Hansen gerði það aldrei. Frá unga aldri var vinátta þeirra náin, samvinna þeirra einstök. Þegar Hedtoft stóð í ströngu, og jafnaðarmanna flokkurinn sigldi mótvind, var rætt bæði innan og utan flokks- ins nauðsyn þess að hafa vakta- skipti, nú væri tími til kominn, að H. C. Hansen settist við stjórnvölinn og breytti um stefnu. Ekki er til þess vitað, að Hansen hafi nokkurn tíma stutt slík áform. Hann var ánægður með sinn hlut, og einmitt þess vegna hefir stöðugt minnkað bilið milli þessara tveggja vina og flokksbræðra. Að síðustu var flokknum fylkt, ekki þannig að Hedtoft væri í broddi fylkingar og H. C. Hansen næstur, heldur voru báðir í broddi fylkingar og stigu báðir á sama hemil. Heldur öllum leiðum færum Það er ekki þar með sagt, að sú stjórnmálastefna, er H. C. Hansen tekur upp, verði .alveg sú sama og fyrirrennara hans. Hann hefir að vísu sjálfur sagt svo, en slíkt segja menn m. a. til að þagga niður of miklar hug- leiðingar-og leiðbeiningar í þess- um efnum. Þetta hefir H. C. Hansen áskilið sér. Þess vegna hefir hann heldur ekki breytt skipun ráðuneytisins, enda þótt sannarlega sé þörf á því. Hann heldur öllum leiðum færum, og gerir það með mikilli sannfær- ingu, þar sem hann veit mjög vel, að enginn nýr flokkur er í framgangi né nein ólga í því stjórnmálaástandi, sem hann hefir tekið að sér að hafa yfir- umsjón með. Hansen mun vafalaust halda áfram hinni andkommúnistisku stefnu Hedtofts, er fellur saman við stefnu Atlantshafsbanda- lagsríkjanna, m. a. vegna þess að hann er sjálfur samþykkur þessari stefnu. Og hann mun eins einlæglega og fyrirrennari hans vinna að framgangi nor- rænnar samvinnu eftir föngum. En í efnahagsmálum og í sam- starfinu við róttæka flokkinn er óvíst, að hann fylgi sömu stefnu og ráðuneyti Hedtofts hefir gert undanfarið, en einkenni þeirrar stefnu hafa verið að láta vaða á súðum og vona, að brátt verði eitthvað til þess að bjarga öllu við. Hansen er það fyllilega ljóst, að ekkert kemur af sjálfu sér, og vafalaust hefir hann til að bera viljann til að skakka leikinn. — Hann vill áreiðanlega eins og Hedtoft ganga langt til að halda stjórnarsamvinnu við róttæka flokkinn ,svo að stjórnin verði áfram meiri hluta stjórn. Ekki riddari formfastrar stefnu En vafalaust eru líka viss mörk, sem hann fer ekki yfir, og það væri ólíkt honum að þora ekki að taka til sinna ráða, ef líkindi eru til að það styrki að- stöðu hans. Það er heldur ekki ólíklegt, að hann kjósi djarfari og minna kreddubundna stefnu, þó að það kostaði nokkuð af fylgi fjöldans, svo lengi sem stefnan hefði í för með sér aukið gildi. Hann hefir aldrei verið riddari formfastrar stefnu. — Að því leyti er hann órækt tákn alls þorra kjósenda jafnaðar- manna. Sú stefna, er H. C. Hansen tekur upp, mun vafalaust koma af stað meiri ókyrrð og spennu, en við höfum átt að venjast um langt skeið. Sennilega hefir það í för með sér harðari andstöðu borgaraflokkanna. En það skipt- ir ekki máli, þótt ekki verði eining um stefnu hans, menn munu aðeins taka ákveðna af- stöðu til persónu hans. Því að Hans Chr. Hansen mun íklæða forsætisráðherraembættið í Dan mörku sínum ólastanlega per- sónuleik, dugnaði og dyggð. Sigri hann, verður sigurinn honum sjálfum að þakka, bíði hann ósigur, er orsökin sú, að hömlur hvíla á athafnafrelsi hans. Okkar tímar eru ekki hag- stæðir stefnu jafnaðarmanna- flokksins, þó að aldrei hafi henni verið framfylgt af jafnmiklum dugnaði og nú. Hakon Stangerup —Mbí., 16. febr. KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. SINDRI SIGURJÓNSSON LANGHOLTSVEGI 206 — HEYKJAVIK J. M. EGGERTSSON: Skóldið Skrcut-Oddur Um mannaforráð í Þorska- fjarðarþingi börðust lengi vel tveir forráðsgoðar, beggja megin fjarðarins, austan og vestan. Fyrst þeir Hallur á Hofsstöðum og Hallsteinn Þórsgoði á Hall- steinsnesi, og síðar þeir Glúmur Geirason og Oddur Breiðfirð- ingur, er voru samtímis forráðs- goðar í Þorskafjarðarþingi. Oddur Breiðfirðingur, öðru nafni Skraut-Oddur, var mikið skáld. Hann var sonarsonur Gull-Þóris Oddssonar skrauta Hlöðvessonar Gautakonungs, landnámsmanns að Skógum í Þorskafirði. Faðir Odds Breið- firðings var Sigmundur son Gull-Þóris og Ingibjargar Gils- dóttur skeiðarnefs. Sigmundur faðir Odds skáldgoða ólst upp í Múla í Þorskafirði hjá móður- fólki sínu, og er nefndur Guð- mundur í Gull-Þórissögu og í Landnámabók Hauks lögmanns Erlendssonar, en í öðrum gerð- um landnámabóka er hann nefndur Sigmundur. Er enginn efi á því að það er rétta nafnið — það er ættarnafn, Sigmundur hét bróðir Odds föður Gull- Þóris. Sigmundur var eitt af hinum mörgu nöfnum Óðins, sem var æðstur hinna heiðnu goða, og því sama nafnið og Goðmundur (Guðmundur). En eftir að kristni var lögtekin um land allt og kaþólskan komin á, var Guðmundar nafnið nefnt í stað Sigmundar, til að minna ekki á Óðinn. Oddur landnámsmaður í Skógum, langafi Odds Breið- firðings, hefir verið af skálda- kyni. Svo segir Þorskfirðinga saga: „Vaði hét maður; hann var skáld gott; hann var frændi Odds og kom út með honum; hann bjó að Skáldstöðum í Berufirði; óttar og Æsa voru börn hans og voru bæði mann- vænleg“. Af ætt Vaða á Skáld- stöðum voru skáldin Sighvatur og Óttar svarti. Að Oddur Breiðfirðingur hafi verið meðal höfuðskálda á sinni tíð, segir Landnáma berum orð- um, þar sem hún minnist hinnar frægu drápu Odds, er hann flutti við erfi Hjalta í Hjalta- dal. Landnáma segir svo frá: „Hjalti hét maður son Þórðar skafls; hann kom til íslands nokkru síðar en Kolbeinn og nam Hjaltadal að ráði Kolbeins og bjó að Hofi (Hólum í Hjaltadal, segir Þórðarbók). Hans synir voru þeir Þorvaldur og Þórður, ágætir menn. Það hefir erfi verið ágætast á íslandi, er þeir erfðu föður sinn. Þeir buðu öllum höfðingjum á íslandi. Og voru þar MCC boðsmanna (þ. e. 12 hundruð stór, eða 1440 manns), og voru allir virðingar- menn með gjöfum brott leiddir. Að því erfi færði Oddur Breið- firðingur drápu þá, er hann hafði orkt um Hjalta. Áður hafði Glúmur Geirason stefnt Oddi um ányt til Þorskafjarðarþings. Þá um vorið fóru Hjaltasynir norðan á skipi sínu til Stein- grímsfjarðar og gengu norðan um heiðina, þar sem nú er kölluð Hjaltdælalaut. En er þeir gengu á þingið (Þorskafjarðar- þing) voru þeir svo vel búnir, að menn hugðu að Æsir væri þar kominn. Þar um var þetta kveðið: „Manngi hugði manna morðkannaðr, annat, ísarnmeiður, en Æsir almærir þar færi, þá er á Þorskafjarðar þing með ennitinglum holdvartaris Hjalta harðfengs synir gengu“. Gerðir Landnámabóka nefna ekki höfundinn, en það liggur í hlutarins eðli, að það er enginn annar en sjálft höfuðskáldið: Skraut-Oddur — Oddur Breið- firðingur, — forráðsgoði Þórs- goðorðs, vestan Þorskafjarðar á móti Glúmi Geirasyni að austan. Og til hvers voru svo Hjalta- synir komnir á þingið, ríkustu höfðingjar á öllu Islandi, skraut- búnir eins og Æsir með ægis- hjálma á höfðum? Landnáma lætur ráða í það á milli línanna, svo hver læs maður á að geta skilið. Þeir voru komnir til virð- ingar og fulltingis skáldinu og goðanum Oddi Breiðfirðingi, vegna drápunnar er hann orkti um föður þeirra. Að Oddur Breiðfirðingur hafi verið mikið skáld og mikill höfðingi, þarf því enginn maður að efa. Án þess hefði hann ekki átt kost liðsinnis slíkra stórmenna úr öðrum landsfjórðungi. Oddur Breiðfirðingur átti Þorgerði dóttur Þórðar Arndís- arsonar að Bæ í Hrútafirði, en Arndís var dóttir Steinólfs Hrólfssonar hins lága og konu hans, Eirnýjar Þiðrandadóttur. Sonur Odds Breiðfirðings og Þorgerðar konu hans var Hrafn Hlymreksfari, sem einnig var skáld. Kona Hrafns Hlymreks- fara Oddssonar var Vigdís dóttir Þórarins fýlsennis. Þeirra son Snörtur faðir Jódísar, er átti Eyjólfur Hallbjarnarson. Þeirra dóttir Halla, er átti Atli Tanna- son. Þeirra dóttir Ingveldur, er átti Snorri lögsögumaður Hún- bogason. Þeirra son Narfi prest- ur að Skarði á Skarðsströnd, er átti fylgikonu Guðrúnu Þórðar- dóttur Oddleifssonar Þórðar- sonar krákunefs. Þeirra son Snorri prestur, Skarð-Snorri, einn af merkustu mönnum sinn- ar tíðar, d. 13. sept. 1260. Kona Skarð-Snorra var Sæunn Jóns- dóttir prests að Stað í Stein- grímsfirði Brandssonar. Synir Skarð-Snorra voru þessir: Narfi, Bárður, Sigmundur, Bjarni, Guðmundur, Bergþór og Árni. Skal nú ættin ekki legra rakin niður, en þess skal getið til glöggvunar, að ættir þeirra beggja foreldra Matthíasar skálds, Þóru og Jochums í Skógum, má rekja til Odds Breiðfirðings, er rakið er jafnt í kvenlegg sem karllegg, svo sem hér er gert. Þau voru bæði af ætt Odds skrauta Hlöðvessonar Gautakonungs, landnámsmanns í Skógum í Þorskafirði. Eða hvort geta glöggskyggnir menn og sanngjarnir ekki greint málm Matthíasar í vísu Odds Breið- firðings um þá skrautbúnu Hjaltasonu í Þorskafjarðarþingi? —Lesb. Mbl. BLOOD BANK T H I S SPACI CONTRIBUTED B Y WINNIPEG BREWERY UMITID MD-3SI

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.