Lögberg - 24.03.1955, Blaðsíða 1

Lögberg - 24.03.1955, Blaðsíða 1
ANYTIME ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 68. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 24. MARZ 1955 NÚMER 12 Ungur íslendingur kennir bændum í Pakistan búnaðartækni ‘ r-vnniNgi SIR WINSTON CHURCHILL Mikill fjöldi brezkra blaða staðhæfir um þessar mundir að Sir Winston muni láta af stjórnarforustu þann 5. apríl næstkomandi og fá stjórnartaumana Sir Anthony Eden í hendur; það fylgir sögu, að þing verði rofið snemma sumars og almennar kosningar fyrirskipaðar; þykjast íhaldsmenn sjá sér leik á borði vegna hins alvarlega klofnings verkamannaflokksins, sem þegar hefir verið skýrt frá. Þjóðverjar veita íslenzkum sjómönum viðurkenningi* íyrir björgun Hafís fyrir Vestfjörðum Enn fer héðan frá íslandi sérfræðingur, sem ráðinn hefur verið í þjónustu FAO, Landbúnaðar- og matvæla- stofunar Sameinuðu þjóð- anna. Er það Eirik Eylands vélfræðingur, sem fer alla leið til Pakistan og verður þar um eins árs skeið í héraðinu Baluchistan. Erik Eylands fer í dag til Kaupmannahafnar með flugvél Loftleiða, en þaðan leggur hann síðan leið sína til aðalbæki- stöðva FAO suður í Rómaborg. Þar mun hann hafa skamma við- dvöl áður en hann heldur austur á bóginn til höfuðborgarinnar í V.-Pakistan, Karachi. Störf þau, sem Erik er ætlað að leysa af hendi þar eystra, er að skipuleggja notkun stærri jarðvinnsluvéla og kenna mönn- um í Baluchistan-héraði með- ferð vinnuvélanna, en einmitt þetta er sérgrein Eirík Eylands. Við nám í Noregi Þegar hann lauk stúdentsprófi hér í Reykjavík (1945) fór hann til framhaldsnáms í Noregi, þar sem hann að loknu námi við tekniska skólann í Osló hóf nám við norsku búnaðartæknistofn- unina. Síðastliðið ár var hann um tíma í Bandaríkjunum til að kynna sér nýjungar í meðferð díselvéla. Hér á landi hefur hann einnig starfað, er hann á árunum 1950—’54 starfaði sem eftirlitsmaður með vélakosti ræktunarsambandanna og hélt hann þá námskeið víða um land til að kenna bændum meðferð traktora og viðgerðir á þeim. Vel undirbúinn Þess má geta, að á mennta- skólaárum sínum vann Eirík á sumrin með skurðgröfur og jarð ýtur, og hann mun fyrsti mað- urinn hér á landi, sem vann að vegagerð og framræslu með Rekinn úr þingflokknum í fyrri viku vék Lögberg að þeim ágreiningi, sem grafið hefði um sig innan vébanda verkamannaflokksins í brezka þinginu vegna andstöðu Areuin Bevans við ýms mikilvæg stefnuskráratriði, er mikill meiri hluti flokksins undir forustu Mr. Attlee’s, taldi óhjákvæmilegt að fylgja fram; allar tilraunir til sátta fóru út um þúfur, en niður- staðan varð sú, að Mr. Bevan var rekinn úr þingflokknum eftir þjark og þóf, sem staðið hafði yfir í marga daga og stundum langt fram á nætur; með brott- vikningunni greiddu atkvæði 142 þingmenn en gegn henni 112. Ekki var nú mismunurinn meiri en það, og ber slíkt þess órækan vott hve þingflokkurinn var háskalega klofinn, enda líklegt að hann bíði þess eigi bætur fyrst um sinn. 1 miðstjórn flokksins eiga sæti 29 menn og það er á þeirra valdi að kveða á um það, hvort Mr. Bevan skuli rekinn úr allsherj- arflokknum eða ekki. Mr. Attlee og fylgifiskar hans eru í meiri - hluta í miðstjórninni og verður naumast dregið í efa að þeir einnig þar láti kné fylgja kviði. þessum afkastamiklu tækjum. Er Eirík Eylands þannig mjög vel undir það búinn að taka slíkt starf að sér, sem nú bíður hans í hinu fjarlæga landi. ---0---- Ótrúleg forspá hefði það þótt fyrir svo sem 15 árum, að hingað til lands yrði leitað eftir manni til að kenna búnaðartækni á vegum slíkrar stofunar, sem FAO er og senda slíkan sérfræð- ing til starfa meðal milljóna þjóðar lengst austur í S.-Asíu. —Mbl., 16. marz Embættisafsagnar krafisf Við umræður í sambandsþing- inu um atvinnuleysið í landinu, krafðist J. Wilfrid Dufresne, íhaldsþingmaður fyrir Quebec West kjördæmið, að Mr. St. Laurent léti þegar af stjórnar- forustu vegna þess hve átakan- lega hann hefði brugðist þjóð- inni varðandi hið víðtæka at- vinnuleysi, er um þessar mundir þjakaði kosti hennar; snarpar umræður í þinginu um atvinnu- leysið og hugsanlega úrlausn þess standa enn yfir með daufar horfur um, að róttækra ráðstaf- ana megi vænta. Tvennar tillögur liggja fyrir um vantraust á hendur stjórn- inni, önnur frá íhaldsmönnum, en hin frá C. C. F.-sinnum. Af- drif þeirra eru fyrirfram ákveð- in, þvr stjórnin hefir, svo sem vitað er, nægilegu þingfylgi á að skipa til að gera að höfuð- verk þeirra. Tíu óra gamalt leyndarmól opinberað Á miðvikudaginn í vikunni, sem leið, opinberaði utanríkis- ráðuneyti Bandaríkjanna skjöl og skilríki frá Yaltafundinum fræga 1945, er þeir Roosevelt, Churchill og Stalín stóðu að; kennir þar svo sem vænta mátti margra grasa og eru umrædd skjöl gefin út í tveimur bindum, er samtals telja 834 blaðsíður; utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Mr. Dulles, kvað óhjá- kvæmilegt sögulegra heimilda vegna, að almenningur fengi fullan aðgang að þessum dókú- mentum, enda ekkert í þeim þess eðlis, er halda þyrfti leyndu um aldur og ævi. Jafnskjótt og hljóðbært varð um útgáfu heimildarskjalanna flutti Mr. Churchill ræðu um málið í brezka þinginu, viður- kendi hann að ,opinberunin‘ væri að vísu sérmál Bandaríkjanna þótt hann ætti örðugt með að sætta sig við þá aðferð, að slík skjöl yrði birt, meðan enn væri á lífi aðiljar að Yaltafundinum svo sem hann sjálfur; á hinn bóginn lét Mr. Churchill þess getið, að ef stjórn sín yrði óánægð með lýsingu mikilvægra atriða, eða teldi þau villandi, þá myndi hún takast á hendur að semja og birta leiðrétta útgáfu. Af skjölum þessum má ráða, hversu Rosevelt vildi mikið vinna til að Rússar segði Japön- um stríð á hendur og gerðust aðiljar að Kyrrahafsstríðinu; vildi hann að Bretar fengi Kín- um Hong Kong í hendur, en að Rússar fengi til eignar og um- ráða eyjar nokkrar í Kyrrahafi og nokkra fótfestu á meginlandi Asíu í staðinn. Yfirmenn af Hafslein, sem bjargaði skipshöfn Bahia Blanca, fá minjagripi Þýzki sendiherrann hér á landi, Dr. Kurt Oppler, af- henti s.l. föstudag yfirmönn- um þeim, er voru á togar- anum Hafsteini, þegar hann bjargaði skipshöfninni af þ ý z k a flutningsskipinu Bahia Blanca fyrir 15 árum, minjagripi úr silfri frá ríkis- stjórn Sambandslýðveldisins Vestur-Þýzkalands. Dr. Oppler sendiherra rakti nokkuð aðdraganda þessarar heiðursgjafar, en hann var sá, að 10. janúar 1940 var þýzka flutningaskipið Bahia Blanca á leið til Þýzkalands með kaffi frá Brazilíu, er það rakst á ísjaka norð-vestur af Islandi. Kom tog- arinn Hafsteinn á vettvang og tókst að bjarga allri áhöfninni, 62 mönnum. Síðan sagði sendi- herrann: „Ég hefi þá persónulegu á- nægju fyrir hönd ríkisstjórnar minnar, að afhenda yður hverj- um fyrir sig, minjagrip um þennan atburð, með svofelldri áletrun: „Með þökk og viðurkenningu fyrir björgun skipshafnarinnar á „Bahia Blanca“. — Frá ríkis- stjórn Sambandslýðveldis Þýzka lands.“ Skipstjóranum, ólafi Ófeigs- Inflúensa breiðist út Að því er nýjustu fregnir herma, hefir Inflúensa í British Columbia færst mjög í aukana upp á síðkastið; er tala sjúk- dómstilfella komin upp í þrjú þúsund eða freklega það; ekki hefir veikin fram að þessu verið raunverulega mannskæð, því að því er vitað verður hafa einungis tvö ungmenni látist af hennar völdum; talsvert hefir veikinnar einnig gætt í Alberta og Saskat- chewan, en tiltölulega lítið í Manitoba fram að þessu. syni, stýrimanni Þórarni Gunn- laugssyni, loftskeytamanni Hall- dóri Jónssyni, 1. vélstjóra Stein- dóri Nikulássyni, 2. vélstjóra Guðjóni Þorkelssyni, bátsmanni Zófusi Hálfdánarsyni og jafn- framt fylgja þakkir til allra annarra, sem um borð voru“. Ólafur Ófeigsson skipstjóri þakkaði sóma þann, er skips- höfninni á Hafsteini væri sýnd- ur með þessu, og bað hann sendi- herrann um að koma á framfæri við ríkisstjórn sambandslýð- veldisins þakklæti sínu og skips- hafnarinnar fyrir þann heiður, er þeim væri veittur. —Alþbl., 18. jan. Vinsæl bók um íslendinga Þann 28. febrúar s.l. flutti Chrislian Science Moniior, hið mikilsvirta og víðlesna vikublað, langa kafla í Heimilisdálkum sínum, úr bók Thorstinu Jack- son Walters, Inlroduction to Modern Sagms. Þetta blað flutti tveggja og hálfs dálks ritdóm um þessa bók, sem var birtur í Lög- bergi á sínum tíma. Eins og Dr. Leach, heiðursforseti American Scandinavian Foundation sagði, er það næsta óvenjulegt að blað, sem fær þúsundir bóka á ári til umsagnar, gefi umsögn um eina bók svo mikið rúm í dálkum sfnum. Fjöldi annara blaða hefir og birt ágæta ritdóma um bókina, enda hefir höfundurinn, frú Thorstína, fengið margar beiðn- ir um að semja ritgerðir, þá síð- ustu frá hinu merka tímariti, American Heritage. Er vonandi, að henni veitist kraftar til að sinna ritstörfum enn um langt skeið. Hún er frábærum rit- hæfileikum gædd, og hefir borið hróður íslendinga vítt um megin landið og í öðrum löndum með ofannefndri bók sinni. Þetta ættum við íslendingar að meta að makleikum með því að kaupa bók hennar og útbreiða hana; hún er þess virði. Talsverður hafís er fyrir Vest- fjörðum og er hann landfastur við Barða og Bolungarvík. — annars um 1 sjómílu undan landi Samfelld hafísbreiða er nú úti fyrir Súgandafirði og Önundafirði og nær hún allt sunnan frá Barða og norður undir Skálavík og í norður fyrir ísafjarðardjúpi. Nær landi er ísbreiðan 6—7 sjó- mílur á breidd, en fjær alveg samfelld. — Morgun- blaðið hafði í gær samband við fréttaritara sína fvrir vestan og fékk eftirfarandi upplýsingar hjá þeim: Frá Suðureyri símaði frétta- ritari Mbl. í gær: AÐFARANÓTT sunnudagsins var M.b. Friðbert Guðmundsson staddur skammt héðan frá Suð- ureyri og hafði lagt þar 26 lóð- um. Voru bátsverjar að draga þær og höfðu lokið við að draga 23 lóðir, þegar þeir gættu þess, að þeir voru orðnir innilokaðir í ísnum. Skáru þeir því á þrjár lóðir, sem eftir voru og tóku að mjaka sér út úr ísnum. Tók það þá um hálfa klukkustund, unz þeir komu á auðan sjó. Við þetta laskaðist báturinn nokkuð, og varð að fara til ísafjarðar til við- gerðar á skrúfunni. Héðan hefur ekki verið róið síðan á laugar- dag. Hafís virðist vera hér allt í kring og sést hann greinilega frá Suðureyri og er enn um eina sjómílu undan landi. Mun ísinn vera landfastur við Barðann, en jaka rekið að landi, bæði við Sauðanes og Galtarvita, einnig er þar mikið íshröngl. Eru sumir borgarjakarnir allstórir. Fastlega er búizt við því, að veiðar teppist fyrst um sinn vegna íssins. Bátar fóru til ísafjarðar Frá Bolungarvík símar fréttaritari Mbl. í gær: Um miðnætti í gær sást til ís- spangar héðan og var hún út með Stigahlíð og rak til lands. Leist formönnum þeirra báta, sem héðan eru gerðir út svo á sem heppilegast væri að fara með báta sína til ísafjarðar áður en ísinn kæmi nær landi og lok- aði þá inni hér á höfninni. Lögðu þeir hið bráðasta af stað, en kom ust ekki nema skammt, því ísinn var þá kominn að landi handan við Ósvíkina á móts við Ósvit- ann. Sneru bátarnir því aftur við svo búið. í morgun kl. 7 lögðu bátarnir svo af stað aftur. Hafði þá breytt um átt og komust bátarnir fram hjá ísnum til Isfjarðar og eru þeir þar nú. Landfastur ís ísspöngin, sem var út með Stigahlíðinni var í morgun orðin landföst og komin upp í fjöruna fyrir utan brimbrjótinn hér og náði um 200 m. út frá landi. Talsvert er einnig af ísjökum inni á höfninni. Isinn nær einnig inn á miðja Ósvíkina. ís þessi er brotinn lagnaðarís og háir jakar innan um, safír- bláir og sumir furðulegir í lögun og fagrir. Frá Flateyri Fréttaritari Mbl. á Flateyri skýrði blaðinu frá eftirfar- andi í gær: Bændur á Ingjaldssandi sáu allmikla ísspöng skammt út af Barða í morgun. Virtist hún liggja í bugðu fyrir Önundar- fjörð að Sauðanesi. Aðra spöng sáu þeir, sem virtist hverfa norður fyrir Súgandafjörð. En milli þessara ísspanga var laust íshrafl og sumir jakar allstórir. Báturinn sneri aftur I fyrrinótt fóru tveir bátar héðan á sjó, en annar þeirra m.b Barði, sneri aftur vegna íssins. Hinn báturinn, m.b. Andvari, lagði eitthvað af lóðum sínum út af Arnarfirði og bjóst hann við að koma að landi um 10 leyt- ið í kvöld, ef allt gengi að von- um. M.b. Barði fór svo aftur á sjó í dag og ætlaði suður fyrir Bjarg, ef hann kæmist fyrir Barðann vegna íss. Héðan frá Flateyri sjáum við íshrafl við Sauðanes, og hefur það verðið hreyfingarlaust síðan í morgun. Hér er norðaustan kaldi og snjóél af og til. ís frá Barða að Galtarvita M.s. Litlafell, sem fór í fyrri- nótt frá Isafirði ,sendi skeyti til Viðurstofunnar kl. 8 í gærmorg- un, þar sem segir, að samföst ís- breiða sé um 1 sjómílu undan landi frá Barða og norður fyrir Galtarvita eða um 7 sjómílna- leið. Segir einnig í skeytinu að samkvæmt radarmælingum, virðist ísbreiðan ná 7—8 sjó- mílur á haf út. ísþoka yfir breiðunni Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk hjá Magnúsi Guð- brandssyni flugstjóra, en hann flaug Katalínaflugbát Flugfé- lags fslands til ísafjarðar í gær- dag, var rekís frá Skálavík og suður á móts viðBarða, en þar fjarlægðist ísinn landið. 1 þess- um rekís voru samfelldar ís- spangir og ísinn allur á siglinga- leið; ekki var gott að sjá hve ís- breiðan var víðáttumikil vegna ísþoku, en svo virtist sem ís- breiðan væri samfelld fyrir utan eða 10—15 sjómílur undan landi. —Mbl., 16. marz Tilkynning um samkomur Eins og áður hefur verið skýrt frá, munu borgarstjórahjónin frá Reykjavík, Vala og Gunnar Thoroddsen, ferðast nokkuð um íslendingabyggðir hér í Mani- toba og Gunnar flytja erindi á samkomum um Reykjavík og sýna kvikmynd þaðan. Þessar samkomur hafa verið ákveðnar: Að Ashern sunnudagskvöldið 27. marz kl. 7. Hefst sú samkoma með guðsþjónustu, sr. Bragi Friðriksson prédikar. Verður að henni lokinni farið yfir í sam- komuhús bæjarins og samkom- unni þar haldið áfram. í Árborg. í lúlersku kirkjunni, þriðjudagskvöldið 29. marz kl. 8.30. Að Gimli, í samkomuhúsi bæjarins (Parish Hall), miðviku- dagskvöldið 30. marz kl. 8.30. í Winnipeg, Fyrstu lútersku kirkju, föstudagskvöldið 1. apríl kl. 8.00. Á öllum þessum samkomum verða auk erindis Gunnars um Reykjavík og kvikmyndasýn- ingarinnar ýmis atriði önnur til skemmtunar, söngur, kvæða- flutningur (barna) o. fl., er byggðirnar hafa undirbúið hver á sínum stað og vonandi mun verða getið, er frásagnir berast af hinum einstöku samkomum að þeim loknum. Það eitt er víst, að allir hafa verið samtaka ’um að undirbúa þessar samkom- ur sem bezt, svo að heimsókn hinna góðu gesta megi verða þeim og okkur öllum til sem mestrar ánægju. I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.