Lögberg - 24.03.1955, Blaðsíða 5

Lögberg - 24.03.1955, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. MARZ 1955 WWW fttt WWWW AliLGAHAL IWtNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON ÍSLENZKA LJÓSMÓÐIRIN Þann 13. janúar síðastliðinn birtist í Kvennasíðu Lögbergs opið bréf með ofanskráðri yfir- skrift eftir séra Björn O. Björns- son, sent af frk. Halldóru Bjarna dóttur ásamt meðmælum frá henni, mæltist hann til að sér væru sendar greinar um íslenzk- ar ljósmæður. Hann er að safna sagnaþáttum um „almenna reynslu íslenzkra ljósmæðra í starfinu, sem og um einstaka eftirminnilega atburði í reynslu þeirra“. Þessa viku barst blað- inu sérstakt ávarp frá honum til Vestur-íslendinga (Eftirmáli) — ásamt hinu opna bréfi, sem þegar hefir verið birt. Séra Björn á miklar þakkir skilið fyrir hlýhuginn í okkar garð og fyrir hans góða boð. Sennilega mun einhverjum finnast það metnaðarmál, að vestur-íslenzkra ljósmæðra, er leystu svo mikið og göfugt starf af hendi, verði minnst að ein- hverju leyti í hinni fyrirhuguðu bók um íslenzkrar ljósmæður. — Athygli skal dregin að því að tíminn er að verða naumur. Handritin verða að vera komin til Islands fyrir 21. júní. Ritstjóra kvennasíðunnar er ljúft að veita frekari upplýsing- ar og aðstoð þessu máli til fyrir- greiðslu. —I. J. ☆ EFTIRMÁLI TIL VESTUR ÍSLENDINGA Ofanskráðu opnu bréfi leyfi ég undirritaður mér að beina einnig til almennings Vestur- Islendinga og þá að sjálfsögðu fyrst og fremst ljósmæðra (yfir- setukvenna) og fyrverandi ljós- mæðra, en því næst alþýðlegra fræðimanna í þjóðlegum ís- lenzkum stíl, presta, lækna og hvers, er sérstaka aðstöðu kynni að hafa til að leggja fram frá- sagnarþátt eða aðrar upplýsing- ar um einhverja framliðna ljós- móður eða þá um ljósmóður, sem ófær væri orðin til að skrifa sjálf fyrir elli sakir eða van- heilsu. Ég leyfi mér að vænta vinsam- legra undirtekta, því alltaf hlýj- ar það heldur um hjartaræturn- ar, þegar íslenzkur almenningur vestan hafs og austan tekur saman höndum um sama mál- efnið. Verjandi Formósu — Alfred Pride Þegar maður les þær tilkynn-, ingar frá yfirmanni sjöundu j hann á mikinn þátt í því, að deildar bandaríska flotans, Pride j þrýstiloftflugvélar hafa að veru- Tekið verður við handritum til Jónsmessu næstk. Æskilegt, að mynd fylgdi. Hálsi í Fnjóskadal, 3. marz 1955 Björn O. Björnsson, sóknarprestur. ☆ LIFRAPYLSA Fyrir 2—3 árum birtist Kvennasíðunni uppskrift af lifra- pylsu og fljótleg aðferð til að matreiða hana, er ágæt mat- reiðslukona hafði látið mér í té. í stað þess að sjóða hana í pok- um, er hún bökuð í fati (casser- ole). Þannig losast maður við að sauma pokana, og ekkert af hinu heilnæma efni tapast í soðið. Ennfremur er hægt að búa til lítið í einu og hafa þannig nýja lifrapylsu hvenær, sem maður æskir. Þó verð ég að skjóta því inn hér, að fyrir minn smekk er lifrapylsa þanriig mat- reidd ekki alveg eins ljúffeng eins og þegar hún er soðin í löngum, en tekur þeirri fram, sem soðin er í léreftspokum. Meðal íslendinga er lifrapylsa mjög vihsæll réttur, enda er hún heilnæmur matur, og var þjóðarréttur frá alda öðli. Hefi ég oft verið beðin að endur- prenta ofangreinda uppskrift og er hún svona: Efni: 1 pund lifur V2 pund mör 1 bolli haframjöl % bolli heilhveiti (whole wheat eða Graham flour) IV2 bolli mjólk 2V2 teskeið (sléttar) salt 1 teskeið (slétt) púðursykur. Saxið lifrina í kjötvél eins smátt og hægt er. Bezt er að saxa hana tvisvar í vélinni og stappa hana síðan. Brytjið mörinn fremur smátt með beittum hníf (saxið hann ekki). Hrærið öll efnin saman; látið í fat (Casserole) með þéttu loki, og fatið í bakka, sem vatn er í. Bakið við hægan hita, 300 til 325 F. í 2 klukku- stundir. Fatið verður að vera í vatni svo að lifrapylsan harðni ekki um of að neðan; hún er og þannig að nokkru leyti gufu- soðin. aðmírál, að skotið hafi verið á nokkrar af könnunarflugvélum flotadeildarinnar úr loftvarnar- byssum í varnarvirkjum komm- únista á Tachaneyjum, er þær voru á flugi þar í grennd, hlýt- ur manni að skiljast, hvílíkt traust aðmírálnum er sýnt, er honum er falin forusta á þessum slóðum þar sem hvert viðbragð getur haft hinar örlagaríkustu afleiðingar. Sú víðtæka hervernd, sem þessari flotadeild er ætlað að veita, krefst að sjálfsögðu mikil hæfs stjórnanda. Manns, sem bæði er harður í horn að taka og skjótur til ákvarðana, ef því er að skipta, og um leið rólegur og gætinn, þar eð hann má ekki grípa til neinna þeirra ráðstaf- ana, sem orðið gæti Mao-stjórn- inni leikur á taflborði stjórnmál- anna, og afsökun fyrir raun- verulegum hernaðaraðgerðum. Óvenjulegur slarfsferill En Alferd M. Pride er líka óvenjulegur maður, eins og sjá má af því, að þar er um að ræða varaliðsforingja, sem hélt áfram þjónustu í flotanum eftir að styrjöldinni lauk. Það er nefni- lega þvínær eins dæmi, að mað- ur sem ekki hefur stundað nám í hinum fræga sjóliðsforingja- skóla í Annapolis komist til æðstu mannvirðinga á flotanum, og algert eins dæmi, að öðrum hafi verið falin jafn þýðingar- mikil forusta, og Pride aðmíráll hefur haft á hendi undanfarin fimm ár. Alfred Melville Pride er að- eins 57 ára að aldri, kominn af auðugri fjölskyldu í Massa- chussetts. Hefur margt dugandi sjómanna verið í ætt hans, og faðir hans var um hríð til sjós, áður en hann gerðist einn af at- hafnamestu byggingafram- kvæmdamönnum ríkisins. legu leyti verið teknar í þjón- ustu sjóhersins. Sjálfur hikar hann ekki við að setjast undir stýri í þeim farartækjum, þótt kominn sé á fullorðinsaldur, enda hlaut hann eldskírn sína sem flugmaður þrýstiloftsknú- innar herflugvélar, þegar banda ríski flotinn tók allmargar eyjar á Kyrrahafinu úr höndum Japana, og bar hann frægðarorð úr þeim átökum. Aðmíráll 7. ílotadeildarinnar Árið 1953 skipaði Eisenhower forseti hann aðmírál sjöundu flotadeildarinnar, sem forsetinn hafði falið að verja Formósu, ef herir kínverska lýðveldisins freistuðu að ganga þar á land Það fór því ekki hjá því, að þess- ari flotadeild yrði mikil athygli veitt, og á síðastliðnu hausti þegar það leyndi sér ekki lengur, að Mao-stjórnin hafði áformað að vinna Formósu, varð öllum almenningi ljóst, hve mikið kynni að reynast undir því kom- ið, að þessi flotadeild yrði vand- anum vaxin. Og Pride hefur lýst yfir því, að flotadeildin sé fylli- lega fær um að verja Formósu gegn landgöngutilraun hvaða hers sem er. „K vennadyng j an" Þegar Pride tók við stjórn herskipsins „Helena“, sem verða skyldi aðmírálsskip hans, varð hann meira en lítið undrandi, þegar hann opnaði dyrnar að einkaklefa foringjans. „Hvers konar kvennadyngja er nú þetta?“ spurði hann, og vissi bersýnilega ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Klefaveggirnir voru málaðir ljósbláir, öll húsgögnin bólstruð, — auk þess sem þarna hafði verið komið fyrir skrautlegu sjónvarpstæki og lítilli slag- íörpu! Við nánari athugun kom í ljós, að klefinn hafði verið þannig búinn til afnota fyrir Truman forseta, sem ekki gat hugsað sér að fara stutta sjóferð, án þess að hafa hljóðfæri við hendina. Pride lét breyta klefan- um, — en slaghörpuna lét hann þó kyrra. Hann er nefnilega mikið fyrir hljómlist gefinn, og leikur sjálfur á slaghörpu, flautu, — og harmonikku. Hann kunni nafni skipsins vel. Konan hans heitir líka Helena — fögur kona, sem hann ann hug- ástum. — Hún dvelst nú í Hong Kong, svo að hann hefur getað heimsótt hana öðru hverju, þar til nú. gimsteinn þennan hjartnæma söng. Efist nú einhver um þau dul- rænu áhrif, sem geta legið í nafni, þá reyni hann að syngja stefið með fyrra nafninu: "Way down upon de Yazoo Ribber!" — Og þá hljómar þetta vísuorð eins og stef í drykkjusöng eða háðvísu. Fyrri samstafan í Swanee er því nafni til aðstoðar vitaskuld; hún minnir á svan eða svana- söng. En hinu nafninu er ekkert til óprýði nema hljómurinn •einn, en það nægir: Yahoo! Þetta minnir mig á annað fljótsnafn, sem margan söng hefir prýtt í gegnum aldirnar: Það er á ánni Jórdan. Hún var snemma tignuð í íslenzkum ljóðum, og það veraldlegum: — Bregður aldrei ró sinni Pride aðmíráll er frægur fyrir það, að sjálfsögðu fyrst og fremst meðal undirmanna sinna, — að ekkert sé það til, sem geti hrundið honum úr jafnvægi. — „Rósemina lærði ég að meta, þegar ég stýrði þrýstiloftsflug- vélum,“ segir hann, þar gagnar ekki neitt að verða uppnæmur fyrir smámunum". En þegar hann tekur ofan gullskreytta einkennishúfuna, minnir hann harla lítið á sjóliðsforingja, — öllu fremur á kyrrlátan verzl- unarmann, sem tekur lífinu eins og það er, og kann vel að meta góðlátlega glettni. Engum, sem þekkir hann, mun til hugar koma, að hann láti ögra sér til vanhugsaðra at- hafna, — en hann mun einnig hafa það hugfast, að enn er í fullu gildi sú skipun forsetans, að hverri beinni árás kommún- ista á hina bandarísku flotadeild, skuli svarað með gagnárás. —Alþbl., 25. febr. Þú hefir í vátri, vegsamr, þvegisk, geirs gný-stærir granns, Jórdani — um Hvað er í nafni? (GAMAN og ALVARA) ☆ ☆ ☆ EDINBORGARHÁTfÐIN OG GULLNA HLIÐIÐ Flestum mun kunnugt um Edinborgarhátíðahöldin, s e m efnt er til árlega í þessari undur- fögru höfuðborg Skotlands. Stendur hátíðin yfir í þrjár vikur, og þá er listinni skipað í öndvegi með sjónleikjum, hljóm leikum og listaverkasýningum alls konar. Fólk víðsvegar úr heimi sækir þessa hátíð og tekur þátt í henni. 1 3—4 hefti Eimreiðarinnar 1951 segir Lárus Sigurbjörnsson:. „Edinborgarhátíðin var að þessu sinni eftirtektarverð fyrir íslendinga, vegna þess að eitt leikhúsanna í borginni tók ís- lenzkt leikrit til sýningar. Það var The Gateway Theatre, sem er einstakt leikhús þegar af þeirri ástæðu, að Þjóðkirkja Skota á það og rekur. Þetta leik- hús sýndi Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson á jólum 1948, og líkaði sýningin svo vel, að leikritið varð fyrir valinu sem framlag leikhússins til hátíða- haldanna í ár. Var vel til sýn- ingarinnar vandað að öllu leyti, m. a. fengnir búningar héðan frá Leikfélagi Reykjavíkur. 1 stjórn leikhússins eiga nú sæti Sir Andrew H. A. Murray, fyrrv. borgarstjóri, prófessor John Dover Wilson og séra George Candlish, sem jafnframt er for- stjóri leikhússins." — --------„Er skemmst að segja, að öll meðferð leikenda var hin • ánægjulegasta, og var leiknum frábærlega vel tekið af áheyr- endunum, en öll blöð borgarinn- ar luku upp lofsorði á leikritið — — — trúlegt er það, að þessi sýning hafi greitt verulega fyrir því, að leikrit Davíðs Stefáns- sonar verði sýnt víða í hinum ensku-mælandi heimi, og væru það góð tíðindi." BLESSUÐ SÓLIN Vélstjóri — orustuflugmaður Það rann því sjómannsblóð í æðum Pride. Það var ætlunin að hann yrði verkfræðingur, en krókurinn beygðist snemma að því, sem verða vildi, og hann lagði mikla stund á skemmti- siglingu og fiskiveiðar í tóm- stundum sínum. Þegar hann hafði nærri lokið verkfræði- námi, varð það, að Bandaríkin gerðust þátttakandi í síðari heimsstyrjöldinni. Pride gekk í sjóherinn sem vélstjóri, en hafði í hyggju að gerast flugmaður, er frá liði. Og flugmaður varð hann, — tók meira að segja þátt í lokaátökunum á Frakklandi. Þá hafði hann getið sér svo mikinn orðstír, að hann varð einn af þeim fáu varaliðsforingj- um, sem leyfi hlaut til að halda áfram störfum í sjóliðinu, eftir að styrjöldinni lauk. Óhætt er að fullyrða, að flug- deild bandaríska flotans hafi, mejra en nokkuð annað, orðið til að efla baráttustyrk hans. Og einn af þeim, sem þátt átti að þeirri þróun, var einmitt Pride. Hallur aðmíráll Litlu munaði þó, að örlögin kæmu ekki í veg fyrir það, þeg- ar eldur kviknaði í flugvél Pride á reynsluflugi yfir Anacostia. Pride slapp að vísu lifandi úr því slysi, en kjálkabrotnaði og fótbrotnaði, — og ekki nóg með það, yfirlæknir hersjúkrahúss- ins ákvað, að fóturinn skyldi tekinn af honum. Til allrar hamingju tók annar læknir við störfum yfirlæknisins, áður en sú aðgerð hafði verið fram- kvæmd, og Pride gat talið hann hennar ástum tekur. Geislar hennar út um allt eitt og sama skrifa á hagann grænan, hjarnið kalt: himneskt er að lifa. —H. H. Blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur. Haginn grænn og hjarnið kalt a kíða °S sjá hverju fram yndi. Og svo fór, að fótbrotið greri, en Pride er alltaf haltur síðan. Hér verður ekki rakinn glæsi- legur ferill Pride í þjónustu bandaríska flotans, bæði á sjó og landi, en aðeins bent á það, að Líti ég á landabréfið. Einu sinni á stríðsárunum flutti tímaritið Time útdrátt úr viðtali við tvo hermenn, sem höfðu verið í setuliði á íslandi, og miður sín af heimþrá og leið- indum auðsjáanlega. Þeir voru illorðir um land og þjóð. Um- mælin kórónaði svo blaðið með fráleitum svikafróðleik frá sjálfu sér. — Mótmælum og leið- réttingum var stungið undir stól. Litlu síðar sýndi þó ritið dá- lítinn iðrunarvott. Það birti ís- lands-kort, sem hafði sum helztu örnefnin þýdd í svigum á ensku. Greinin sem fylgdi þessu fann Islendingum ýmis- legt til málsbótar, og það helzt, að þjóðin væri í frekara lagi hneigð til skáldskapar. Þessu til sönnunar benti blaðið á örnefn- in, eins og Skjálfandafljót, Trembling River, og Ódáða- hraun, Lava of Evil Deeds. Þetta má vel til sanns vegar færa. Tungan sjálf er list, eins og fyr var bent á; listfengi hverrar þjóðar kemur fram í málinu, og ekki hvað sízt í ör- nefnum. Það sýnir íslenzkan mætavel. Um það efni hefir Jakobína Johnson ort einkar fagurt ljóð, sem í eru þessar vísur: — Líti ég á landabréfið, ljóð er mér í hug; hreimfögur hrynjandi hefur mig á flug: Gullfoss og Dettifoss og Dynjandi. Legg ég við mitt óðnæmt eyra, elfar heyri nið; fleygist á flúðum fljót um klettasnið: Markarfljót og Skeiðará og Skjálfandi. Ágætlega sagt. Skáldkonan hefir hér hugann á þeirri merk- ingu, sem hún finnur í hverju nafni; og það er í alla staði rétt. En nú vil ég fara út fyrir ís- lenzkuna og benda á örnefni, sem metin verða einungis eftir hljómi; merkingin kemur þar lítt sem ekki til greina. Tökum til dæmis söngljóðið alkunna, Old Folks at Home eftir Stephen Foster. Höfundur- inn vildi semja angurblítt ljóð um heimþrá Svertingjanna. Hann hugsar sér friðsælan sveit- arbústað við á eða fljót einhvers staðar í Suðurríkjum. Fyrsta hendingin á að vera “Way down upon de-------ribber” (á negra- mállýzku); en þá vantaði nafnið, tveggja atkvæða nafn á ein- hverju vatnsfalli suður þar. Hann „lítur á landabréfið“, segir sagan. Finnur þar: Yazoo River. Aldrei dygði það. önnur nöfn verða fyrir honum, öll ótæk, þangað til honum verður litið á ána Suwannee, suður í Florida. Ofurlítið stytt verður það hjá honum Swanee River. hreimfagurt og látlaust heiti, sem síðan hefir prýtt eins og kvað Þórarinn stuttfeldur Sigurð konung Jórsalafara. Það er nú eðlilegt, vitaskuld, að áin Jórdan sé tignuð í ljóð- um, þar sem svo mikið er við hana tengt af helgum minning- um. En mun þá minningin ein, svo heilög sem hún er, vera ein- hlýt í þessu efni? Það er álita- mál. Þið munið eftir Naaman hin- um sýrlenzka, sem fór að leita sér lækninga suður í Kanaans- landi. Spámaðurinn bauð hon- um að lauga sig sjö sinnum í ánni Jórdan. En Naaman var ættjarðarvinur; hann brást reið- ur við. „Eru ekki Abana og Farfar, fljótin hjá Damaskus“, segir hann, „betri en allar ár í ísrael?“ Ég er nú raunar ekki stál- sleginn í landafræðinni, en vel get ég hugsað mér, að „Abana og Farfar, fljótin hjá Dama- skus“, séu allra prýðilegustu vötn; að lögurinn í þeim sé krystalls-tær og heilnæmur; að þau iði og sprikli og veltist á- fram á fjallagrjótinu eins og vötnin í Lodore; séu lygn og djúp, þegar fram kemur til sjávar — og hafi margt fleira til síns ágætis. Og meira að segja, ég gæti í- myndað mér að helgar sagnir og lýðum kærar hefðu gjörzt hjá þeim vatnsföllum. En þrátt fyrir það, hver mundi syngja um Abana eða Farfar eins og um Jóndan-á? Það tekur ekki tali. Imyndunin þver-neitar að fara svo langar leiðir. Nöfnin leyfa það ekki. —G. G. COPENHAGEN Bezta munntóbak heimsins LÆGSTU forgjöld til ÍSLANDS Douglas Skymasters, er 7 norrænir menn æfðir í Banda- ríkjunum stjórna, tryggja yður þægindi, öryggi og vin- gjarnlega aðbúð. C. A. B. vottfest. . . reglubundið áætlunarflug frá New York til ÍSLANDS. NOREGS, SVÍÞJÓÐAR, DANMERKUR og ÞÝZKALANDS. Bein sambönd við öll Evrópulönd. Kaupið far hjá ferðaskrifstofu yðar n /-) n ICELANDICl AIRLINES uzAalíj 15 West 47th Street, New York 36 Pl 7-8585

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.