Lögberg - 24.03.1955, Blaðsíða 4

Lögberg - 24.03.1955, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. MARZ 1955 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENi'B, WINNIPEG, MaNITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG. 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN PHONE 743-411 Verð $5.0lt um árið — Borgist fyr.ríram The •'Lugberg” is printed and published by The Culumbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Maíl, Post Offíce Depaitment, Ottawa Goðum gestum fagnað Svo að segja í þessari andránni gefst íslendingum í Winnipeg og í nokkrum bygðarlögum íslenzkum annars staðar, kostur á að fagna merkum gestum af Fróni, þeim Gunnari alþingismanni Thoroddsen, borgarstjóra Reykja- víkur, og frú hans Völu Thoroddsen; í fyrri viku var sagt hér í blaðinu frá væntanlegri heimsókn þessara virðulegu hjóna, svo í rauninni er þar litlu við að bæta. Thoroddsen-ættin er útbreidd og á djúp ítök í vitundar- lífi íslenzku þjóðarinnar; allir muna skáldið og rithöfund- inn Jón Thoroddsen, er samdi uppáhaldssögur þjóðarinnar Mann og konu og Pilt og stúlku, og þar sem Islendingar koma saman til mannfunda báðum megin hins breiða hafs, syngja þeir hið fagra ættjarðarljóð hans, Ó, fögur er vor fósturjörð. En með því að margir hafa símað ritstjóra Lögbergs og spurt hann um það af hvaða Thoroddsen-kvísl Gunnar borgarstjóri væri sprottinn skal því svarað til, að hann er sonur Sigurðar Thoroddsen verkfræðings, síðar Mennta- skólakennara og Maríu Claessen, systur Eggerts heitins Claessen hæztaréttarlögmanns og þeirra systkina, en Sig- urður var yngstur sonur Jóns Thoroddsen skálds. Gunnar borgarstjóri er meðal hinna mestu áhrifa- manna í íslenzku þjóðlífi um þessar mundir, maður, er gengur fram fyrir fylkingar og hlífir sér lítt; kona hans, frú Vala, háttvís og glæsileg, er dóttir þeirra herra Ásgeirs Asgeirssonar forseta og frúar hans, Dóru Þórhallsdóttur Bjarnarsonar biskups. Um leið og Lögberg býður þau Gunnar borgarstjóra og frú innilega velkomin, væntir það þess, að heimsóknin verði þeim til góðrar ánægju, þótt óvenjulega vori seint hér um slóðir, því okkur, sem hér búum og enn unnum stofn- þjóð vorri, verður hún vafalaust ógleymanleg og til mikils þjóðræknislegs gróða. ★ ★ ★ Fróðlegt greinarkorn um norrænar þjóðir Ameríska tímaritið Newsweek birti hinn 21. þ. m., stutta, en fróðlega ritgerð um þær margháttuðu breytingar, sem nú væri óðum að ryðja sér til rúms í Svíþjóð, Noregi og Danmörku og þá einkum á vettvangi stóriðjunnar; er þar meðal annars frá því skýrt, að sænskir verkamenn njóti betri launakjara en víðasthvar annars staðar viðgangist í Evrópu, og að því er áminstu tímariti segist frá, er iðnaðar- framleiðsla Svía borið saman við fólksfjölda, allmiklu um- fangsmeiri en með nokkurri annari Evrópuþjóð; þá er og leidd athygli að því hve þjóðin sé auðug og jafnframt á það bent, að hve miklu leyti hún eigi velmegun sína að þakka hlutleysi sínu í tveimur heimsstyrjöldum, en nú sé við- horfið í þessum efnum að breytast eins og svo margt annað og þokast til frekara samræmis við aðstæður Noregs og Danmerkur; nú leggi Svíar fram ógrynni fjár til aukinna hervarna með hliðsjón af því, að til slíkra tíðinda geti drengið, að hið sama geti fyrir þá komið og Norðmenn og Danir hafa átt að etja afli við; sænskur stáliðnaður er fyrir löngu orðinn risavaxinn og kunnur vítt um heim; í landinu eru starfrækt mörg meiri háttar orkuver og ráðgert að á næsta áratug bætist að minsta kosti tuttugu við í hópinn. Farið er lofsamlegum orðum um landbúnað Dana, nær- gætni þeirra við ræktun landsins og frábæra vöndun þeirra á vörum til útflutnings, ásamt fjölbreyttri og hagkvæm- legri iðnaðarþróun; átök Norðmanna frá því að síðari styrj- öldinni lauk, eru mjög rómuð, vikið að hinni stórfenglegu viðreisn verzlunarflotans, endurbættum fiskveiða-aðferðum og sívaxandi verksmiðjuiðnaði; en það, sem tímaritið dáir einna mest, er samstarfið milli einstaklingsframtaksins og samvinnufyrirtækjanna þar sem árekstra verði naumast vart; þá er og gerð nokkur grein fyrir sívaxandi samstarfi áminstra þriggja þjóða, er meðal annars komi fram í því, væntanlega innan áratugs eða svo, að sömu reglur um algert verzlunarfrelsi gildi hjá þeim öllum. Tímaritið birtir myndir af Norðurlandakonungunum þremur Hákoni, Gustav og Friðriki og lætur þess jafnframt getið, að allir forsætisráðherrar þeirra fylgi jafnaðar- mannastefnunni að málum, eða telji sig Sósíal Demokrata og megi hin pólitíska sambúð skoðast sem glæsileg fyrir- mynd. Vikið er og að hinni öru þróun með þjóðum þessum á vettvangi flugmálanna og metflugsins sérstaklega minst, er fram fór frá Kaupmannahöfn yfir norðurpólinn alla leið til San Francisco í Kaliforníuríkinu og sömu leið til baka; þetta gerðist í desember síðastliðnum með viðkomu í Winnipeg, og tóku þátt í förinni forustumenn hlutaðeigandi þjóða. Ekki er Islands minst í tímaritsgrein þeirri, sem hér um ræðir, er vafaláust stafar af því, að íslenzka þjóðin hefir enga konungsmynd til að flagga með eins og stjórnarfari hennar góðu heilli er nú háttað. ★ ★ ★ Falleg hugmynd og þakkarverð Ritstjóra Lögbergs barst í byrjun vikunnar vinsamlegt bréf frá séra Birni O. Björnssyni presti að Hálsi í Fnjóska- dal, þar sem þess er farið á leit, að íslendingar vestan hafs láti honum í té með stuttum greinum upplýsingar um ís- lenzkar ljósmæður, er starfað hefðu meðal þeirra frá upp- hafi íslenzka landnámsins vestra, en að þessu er þó engan veginn auðhlaupið með því að flestar þeirra, er mest komu við sögu, eru fyrir löngu komnar undir græna torfu; sumra hefir að vísu verið minst í Lögbergi og Heimskringlu að þeim látnum, en að tína það saman myndi krefjast bæði mikils tíma og fyrirhafnar, þótt ljúft væri að slíku að vinna, gæfist þess nokkur kostur, en á hinn bóginn er góður vilji jafnan sigursæll. íslenzka þjóðin á ljósmæðrastéttinni mikið gott upp að unna bæði á Islandi og þá ekki síður í hinni harðsnúnu landnámsbaráttu í Vesturvegi; víða hagaði þannig til, að auk frumköllunar sinnar var ljósmóðirin í raun og veru eini læknirinn líka, vakin.og sofin við mannúðarstörf sín hvernig sem viðraði og hvað sem á móti blés; hún var hin góða dís, sem lagði líknarhendur sínar yfir alt og alla; það er því vel, að hennar sé minst í vönduðu bókarformi svo sem séra Björn nú hefir tekið sér fyrir hendur að gera. Nokkur ávarpsorð frá séra Birni til Vestur-íslendinga varðandi framgang þessa máls, eru birt á Kvennasíðu Lög- bergs í yfirstandandi viku og vill blaðið hér með vekja á þeim athygli því tími til stefnu er að verða naumur, með því að handritin þurfa að vera komin í hendur ritstjóra bókarinnar, er nefnast skal Ljósmóðirin, fyrir lok næstkom- andi júnímánaðar. Hér er um fallegt samvinnumál milli Islendinga austan hafs og vestan að ræða, og þess því að vænta, að Vestur- Islendingar veiti því alla hugsanlega fyrirgreiðslu. Æskilegt er að handrit þessu viðvíkandi sendist rit- stjóra Lögbergs eins fljótt og framast má verða og mun hann þá koma þeim á framæri. Kunnur leynilögreglumaður í París handtekinn fyrir eiturlyf jasölu Eiturlyfjasmygl er mjög arð- bær atvinnuvegur og einnig sala þeirra. Með stærri þjóðum er alltaf töluverð neyzla eiturlyfja og verða þær því að halda uppi nokkru lögregluliði á sinn kostn- að til að varna því, að eiturlyfja- notkun fari fram úr hófi. Eitt þeirra landa, sem hefir við nokkra eiturlyfjanotkun að stríða, er Frakkland og til skamms tíma höfðu þeir mjög góðum lögreglumanni á að skipa, sem var eins og vígahnöttur yfir höfðum eiturlyfjasala. Maður þessi heitir Louis Métra og gekk hann undir því nafni hjá eiturlyfjahringnum. Eiturlyfjasölum var vel við hann og komst hann að mörgu innan hringanna í gegnum kunningsskap sinn við ýmsa meðlimi þeirra. Varð lögreglu- starf hans allfrægt á sínum tíma. „Gætið ykkar fyrir Lóló" í undirdjúpum Parísarborgar var oft hvíslað: „Gætið ykkar fyrir Lóló“, meðan Métra hafði rannsókn á eiturlyfjasölu á hendi. Lóló er lýst sem hæg- gerðum, kurteisum náunga, bún- um þeirri sérgáfu að geta öðlazt traust ýmissa með vafasama for- tíð. Lóló var einnig mjög klókur við að koma ýmsum kunnum borgurum úr klípu. Hann hóf starf sitt hjá lögreglunni árið 1925 og á því langan og sögu- ríkan starfsferil að baki. Konunglegur gimsteinn í höndum atvinnumanns Lóló voru oft falin ýms vanda- söm störf. Fjöldi heldra fólks gistir borgina, og þótt það þurfi að þjóna hvötum sínum á marg- víslegan hátt, hæfir það ekki gestrisinni borg að vera að hrópa slíkar athafni r út yfir fjöldann. Ein sagan um skjótar aðgerðir Lóló er á þann veg, að honum hafi verið falið að ná aftur konunglegum gimsteini, sem erlendur prins, er var í heimsókn í borginni, hafði gefið í augnabliks hrifningu. Viðtak- andinn var kynferðislega öfugur atvinnumaður. Innan tveggja stunda hafði Lóló komið gim- steininum í hendur prinsins, án þess að nokkur pati fengist af þessu út í frá. 1 einni heimsókn sinni til Montmartre náði Lóló tveimur kunnum eiturlyfjasöl- um, Mancuso-bræðrunum, sem talið var að ynnu fyrir kunnan eiturlyfjasala, Lucky Luciano. Þessum Luciano var vísað úr landi í Bandaríkjunum og er nú búsettur á ítalíu, föðurlandi sínu. Honum er þó gert mjög erfitt fyrir um alla starfsemi. staklega listamönnum, rithöf- undum og auðugum nautna- seggjum, sem keyptu vörurnar af þessum smyglurum. Sagðist hann hrífast í hvert sinn af að sjá ópíum reykt. Það væri eins og að sjá prest leita guðdómsins við altari, þar sem blár reykur- inn stigi upp til fundar við gyðju eilífðarinnar. Þeir, sem reyktu ópíum, væru yndislegt og gott fólk. Úr einu slarfi í annað Það var árið 1948, sem Lóló hætti lögreglustörfum og gerðist sjálfs sín húsbóndi. Stofnsetti hann einkafyrirtæki og vann áfram sem leynilögreglumaður. Þegar svo var komið, drógu þeir í undirdjúpum borgarinnar and- ’ann léttar. Margir af gömlum vinum Lóló, sem neytt höfðu eiturlyfja, héldu áfram sam- bandi sínu við hann og heim- sóttu hann í skrifstofuna. Þeir heimsóttu hann svo reglulega, að lögreglan fékk grunsemdir um, að ekki væri allt með felldu. Einn dag á síðasta hausti bjuggu lögreglumenn um sig í herbergi andstætt skrifstofu Lóló og höfðu kíki meðferðis. Með hjálp kíkisins sáu þeir tvo kunna eiturlyfjaneytendur koma inn í skrifstofu Lóló og taka við stórum pakka úr höndum hans. Þetta voru tvær konur og voru þær eltar heim til þeirra. Þær voru að reykja ópíum í mestu makindum, þegar að var komið. Hins vegar sannaðist ekkert á Lóló í málinu. Handtóku meistarann Þótt ekki tækist í þetta sinn að sann eiturlyfjasölu á fyrr- verandi ægiskelfi eiturlyfjasala Parísar, létti lögreglan ekki eftir grennslan sinni. Að vísu var það mjög erfitt, þar sem Lóló var kunnugt um allar vinnuaðferðir lögreglunnar. En í síðustu viku dró til tíðinda í málinu. Þá fékk lögreglan öll þau sönnunargögn, serh hún þarfnaðist. Lóló lagði bifreið sinni fyrir framan hús nokkurt við fjölfarna götu og steig út. Hann var ekki fyrr kom inn út en nokkrir lögreglumenn umkringdu hann og fannst þá á honum lítill pakki með ópíum, sem hann var að flytja aðals- manni í nærliggjandi húsi. Lóló var handtekinn á staðnum og þar með lauk eiturlyfjasölu lög- reglumeistarans, sem hafði á langri starfsævi verið óvenju slyngur við að koma upp um þá, er seldu eiturlyf. —TIMINN, 26. febr. Rómanlísk samúð Lóló lýsti því yfir á sínum tíma, jafnhliða því að hann elti uppi alþjóðasmyglara, að hann bæri í brjósti rómantíska samúð með eiturlyfjaneytendum, sér- Lesið Lögberg Uppþyotf-amaðurinn varð stórríkur kvikmyndahúsaeigandi Charles Skouras. bláfátækur Grikki hafði 11—12 millj. króna í árslaun Nýlega andaðist í Los Angeles í Kaliforníu ein- hver tekjuhæsti maður Bandaríkjanna, CHARLES SKOURAS kvikmyndahúsa eigandi fyrrum uppþvotta- maður. Skouras varð hálfsjötugur að aldri, en lézt þá úr hjartaslagi. Saga hans þykir um margt merkileg, a. m. k. er hún tákn- ræn fyrir mann, sem hófst upp úr mestu fátækt til mikilla auðæfa. Árið 1908 fluttist grískur unglingur, Skouras að nafni, til Bandaríkjanna, eignalaus inn- flytjandi. Til að byrja með fékk hann tæpar 33 krónur á dag, en pilturinn var hörkuduglegur og sparsamur, og brátt safnaðist uægilegt fé til þess að geta kostað tvo bræðra sinna tveggja, Georgs og Spyros, til Banda- ríkjanna. Þeir festu saman kaup á kvikmyndahúsi í St. Louis, en þetta var á uppgangsárum kvik- myndagerðarinnar. Síðan kom hrunið 1929, en þá misstu þeir hvern eyri, eins og fleiri. Ekki gáfust þeir Skouras- bræður upp, og kaupsýslugáfa þeirra kom þeim að góðu haldi, því að brátt ráku þeir 500 kvik- myndahús víða um Bandaríkin. Charles Skouras fluttist til Los Angeles til þess að hafa yfirumsjón með kvikmyndahús*- um Fox-félagsins á Kyrrahafs- strönd Bandaríkjanna, og árið 1947 var svo komið, að hann var einn tekjuhæsti maður landsins, með um 6V2 millj. króna. Arið eftir var hann kominn upp í 11—12 millj. kr. árstekjur. Til samanburðar má geta þess, sem leikkonan Betty Grable, sem um skeið var tekjuhæst allra kvik- myndaleikara, komst upp í tæp- lega 4 milljónir króna tekjur. Tekjur Skouras voru gífurleg- ar, en hann eyddi líka feikna upphæðum í ýmis konar góð- gerðastarfsemi, en einkum lét hann mikið fé renna til efnalítils fólks, bæði í Grikklandi og í Bandaríkjunum. Þá gaf hann Krabbameinssamtökum Banda- ríkjanna miklar upphæðir, svo og Rauða krossinum, og á styrj- aldarárunum skipulagði hann sölu stríðskuldabréfa í kvik- myndahúsum sínum, að upphæð 3,500 millj. króna. — Spyros bróðir hans er forseti Fox- félagsins, og Georg United Artists-félagsins. —VÍSIR, 15. des. Manitoba Hospital Seryice Association In Manitoba, surgery and ma- ternity bills paid by the Blue Cross last year topped all previ- ous annual payments. This was stated in the annual financial report of the Manitoba Hospital Service Association. The associate director of the Association — P. W. Dawson, states that the present member- ship of 343,000 in the province shows an increase of about 5,000 members since November of last year. Last year, Blue Cross paid for 52,411 cases — a total cost of $4,126,000. In 1953, approximate- ly the same number of cases cost Blue Cross members $3,347,000. Dawson stated the difference for the most part was the result of increased hospital costs. He added, that more persons were entering hospital for more seri- ous reasons. The financial report was ap- proved recently at . a Trustee meeting of the non-profit Associ- ation. Blue Cross members subscrip- tion dollar was spent this way during 1954. 83.8% went for hospital accounts incurred, 8.6% was used for administration ex- pense, while 7.6% was set aside for extraordinary hospital care. Það er borið fram FEIS-EL í þessu felast aukin þægindi, því þessir pappírs-klútar eru kunnir að mýkt og fara vel með nefið. KAUPIÐ BALBRIGGAN LÉTTU NÆRFÖT Halda yður þægilega köld- um með verndar-hlífum fyrir handarkrika og læri. Penmans léttu bómullar- nærföt, eyða svitanum — fara vel, engin bönd þörf, auðveld í þvotti. 1 hvaða sniði sem er fyrir menn og drengi. FRÆG SÍÐAN 1868 B-FO-5

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.