Lögberg - 24.03.1955, Blaðsíða 7

Lögberg - 24.03.1955, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. MARZ 1955 7 HALLDÓRA GRÍMSON, 2314 Ellioíí Ave., Seaiile, Wash.: HIÐ MIKLA AFL Guð er aflið og afl mannsins kemur frá Guði. Guð skapaði manninn og kon- una með andlegu orði og ljósi, sem er afl hans, og maðurinn vex í skilning og hugsun smám saman frá aflinu og getur náð í gnægð af skilningi og skynsemi, sem kemur frá afli Guðs. Við vitum að aflið er fyrst, af því að maðurinn hefur kraft til þess að hljóða og hreyfa sig, löngu áður en hann fer að nota skilning og skynsemi. Guðs kraftur fer með þeim orðum, sem eru notuð og orðin eru okkar hugsun, sem við brúkum. Stafirnir í orðinu eru andlegir og hafa mynd, og eru leiddir af hinu lifandi lífsins orði, sem er Guð, því að í Guði lifum og hrærumst vér og Guð gjörir alla hluti. Hugsun og skynsemi eru því ekki aðalaflið, heldur eru frá barni meðfæddir hæfileikar, sem eru milliliðir og koma frá orðinu og ljósinu, og eru þessir milliliðir altaf á milli tilefnis og gildis framkvæmda og einnig sýnir aflið með skynseminni or- sök og afleiðing, sem fylgja at- höfnum, og aflið en ekki skyn- semin sýnir og færir oss hinn sýnilega ávöxt af verkunum, því að ef við höfum engan þrótt til þess að gjöra verkið, þá gjörum við það ekki. Alls konar hvatir og hug- myndir, sem eru ekki frá Guði, koma oft inn í hugann, sem þá stýra hugsun og skynsemi og fer þá afl og ljós aðeins með hugsun og verki, því það þarf kraft og þrótt til þess að vinna verkið. Lífsins orðið og ljósið, sem er með manninum kennir honum alla hluti, því að aflið er fyrst og seinast og gjörir alla hluti eins þó hugsunin sé ekki frá Guði. Guð hefur úthlutað öllu mann- kyninu mæli af trú, sem er lífs- ins orð og ljós í leyndum í hjarta og munni, anda og sál sérhverrar persónu. Orðið er nærri þér í munni þínum og hjarta þínu. — Það er orð trúar- innar, er vér prédikum, — því Guð hefur úthlutað sérhverjum mæli af trú, svo að sérhver geti hugsað skynsamlega. Kjarninn er frá Guði, og er Guð, og er í hverjum einstakling meðfætt afl, sem kann alla hluti og vinnur jafnt fyrir alla. En það er mismunur á uppeldi og svo hvernig gáfur eru notaðar. Kjarninn tekur orðin inn og lætur þau út. Og maðurinn hugsar og talar og tekur alls konar misjafnar hugsanir og verk inn í hugskotið og tekur einnig líka inn góðar hugsanir og geðfelt verk og kjarninn byggir með þessum hugsunum og verk- um upp hugann. Og kjarninn gefur einnig skilning og þekk- ingu hvernig eigi að gjöra verk- ið. Sérhver er það, sem honum er kennt og hann hugsar og trúir í hjarta sínu fyrir sjálfum sér að sé satt. Orðið og ljósið, sem allir hafa mæli af, byggir með mannsins æfingu upp hugann og allir verða að læra að hugsa, og einn velur sér að gjöra það sem hon- um lýst og annar gefur sína út- skýringu á hinu og þessu, sem hann girnist að hugsa um og sem fyrir hans eigin hugskots- sjónum sýnist vera rétt. Krafturinn fer með hugsun- inni, svo ef maðurinn, ef til vill, sækist eftir að nota hið illa og hann fer á móti sannleikanum og svo trúir hinu og þessu og stað- hæfir að það sé satt og honum finnist það vera virkilegt af því að hann hefur lesið það og vís- . indin segja það, þá er aflið það sama og gjörir verkið, því að það vinnur með því lög-máli, að eins og einn hugsar svo er hann. Maðurinn rífur og brýtur í sundur með hugsun, munni og vopnum og það alt tilheyrir manninum en ekki Guði, en Guðs afl og þróttur, sem er með manninum vinnur verkið. Guð skapaði manninn og kon- una eftir sinni mynd og líkingu, og Guð skapaði þau með anda og sál og lét ódauðlega lífsins orð og ljós í hjarta og munn í anda og sál þeirra, og maðurinn er því sérstaklega fyrst andlegur og svo líkamlegur. „Þafi er and- inn, sem lífgar, holdið gjörir ekkert“. Börnin fæðast og læra að hugsa og tala, af því að þau hafa meðfætt afl og frá því fá þau skilning og gáfur til þess að geta lært. í anda og sál mannsins, (en ekki í líkamanum) er skiln- ingurinn, hugsunin, skynsemin, minnið, vitsmunirnir og skiln- ingarvitin, og eru þetta alt á- gætis hæfileikar, sem koma frá aflinu. Lífsins orð og ljós, er trúin, sem kann alla hluti og byggir upp manninn. Maðurinn er fæddur í synd og hefur hugsun sína því að mörgu leyti ekki frá Guði, af því að hann hlýðir ekki Guði og hefur hann því litla trú. Það er margt af þeim orð- um og hugsunum, sem maðurinn brúkar, tekið frá hinum andlega staðnum og heiminum og frá þessum svæðum koma alls konar hvatir, hugmyndir og trúarleysi, hugsanir, sem hann frá sjálfum sér vill trúa og lifa í. Hvatir og hugsun fara saman og fara oft rangar leiðir og hugs- unin stýrir þá skynseminni, en afilð ekki. En aflið fer með hugsuninni og gjörir verkið. Og maðurinn hefur aðeins vald yfir hvatalífinu að því leyti, sem hann viíl nota hina góðu hugsun og gjöra góðverk, því að aflið fer alltaf með hugsuninni eins og hún er, góð eða vond, því að án orku getur enginn hugsað og unnið. Ef við förum hinn rétta góða veg, þá verður Guðs afl og ljós verulega mikið stærra og meira í oss og skilningur og skynsemi vinnur þá með afli og ljósi og andi Guðs, sem er með oss, leiðir sína á hinn góða veg. Líkaminn er bara nauðsynlegt verkfæri, sem hefur lífsblóð og sem þarf nákvæmlega að næra og viðhalda. „Þegar silfurþráð- urinn slitnar og holdið hverfur til jarðarinnar, þá fer andinn upp“. Maðurinn er andlegur og í einni heild á meðan hann lifir á jörðinni, og hann er mjög fagurlega og yndislega saman settur. Maðurinn tekur ýmsar og allra handa hugmyndir eftir sniði þessarar aldar og flóð gengur út af munni margra, því að margir misbrúka oft skilning °g skynsemi, og sumir, er rann- saka náttúruna, grasafræði, málma og dýrin, fá frá þeirri skynsemis-athugun þá frávita hugmynd, að maðurinn hafi í fyrstunni fæðst frá dýrum og var hann svo gegnum aldirnar að stríða við að komast frá skepnunni, og nú hefur hann öðlast hugann og skynsemina og betri skilning á því hvernig hann eigi að nota siðavitund sína og á hann nú að geta ákveð- ið með rannsókn og rökvísi skynseminnar og náttúruvísind- anna hvernig allir hlutir komu fyrst á jörðina og á maðurinn að hafa gegnum mannsaldrana með æfingu einni lært að gjöra alt sjálfur og fengið margar sínar hugmyndir frá dýrunum. Sumir staðhæfa, að Guð sé náttúran og Guð í náttúrunni skapaði alla hluti, og maðurinn kom smám saman til meðvit- undar á því, að hann varð við- skila við dýrin og gat gengið uppréttur, og svo var hann gegn um aldirnar smám saman að þroskast upp á við, og hann komst upp úr skeiði dýralífsins og erfðahvatirnar, sem hann þykist hafa tekið frá dýrunum og hann segir tilheyra líkamslífi hans, hefur hann þó eftir allar þessar aldir ennþá ekki vald yíir. Og á fyrri öldum fundu sumir upp á þeirri hugmynd, að tilbiðja himneskan andlegan Guð, sem gjörði alla hluti fyrir þá og það átti að hjálpa mann- inum til þess að þroskast og fá vald og yfirráð yfir tilver'U sinni. Og sumir hafa manninn skapað- an í Guðs mynd, en þeir afneita algjörlega syndafallinu og þeim finnst það vera mjög torvelt að trúa því, að Jesú sé fæddur af heilögum anda og halda að Jesú sé fæddur af Jósep, en Jesú reis þó upp — og lifir með Guði. Þeim finnst að maðurinn geti ekki trúað því, sem sé í beinni mótsögn við skynsemi hans. Hann hefur nú öðlast hina vís- indalegu gagnrýni og hefur því fengið dýpri skilning á eðli sínu, en þá finnur hann þörf á því að fanga hærra líf og allir ættu að nota hinar ágætu siðakenningar og hugsjónir Krists og láta þær ljóma í sál sinni, því að þær hjálpa til að öðlast hærri siðavit- und og meiri sálarþroska, og þeir fá betri þekkingu á sálfræðis- legri mentun, Og einnig nú hef- ur maðurinn með menningunni síðan kristindómurinn kom í heiminn vaxið og þroskast og er farinn að skilja að hann getur hafist uppúr hinu vonda hvata- lífi og hefur fengið skilning á því að það er miklu betra að breyta vel óg brúka hina rök- vissu skynsemi og mentun til þess að eignast sjálfur og svo einnig hjálpa öðrum til þess að öðlast æðri hugsjónir og þekk- ingu og er nú farinn að skilja að hann er hluti af heildinni. Og þetta er að vaxa og endurfæðast pg frelsa sjálfan sig og á þennan hátt fær hann eilift líf. Og sér- staklega finnst þeim að hin svo kallaða þröngsýna bókstafstrú vera í mótsögn við skynsemina, og enginn getur neitað þekkingu og gagnrýni nútímans, því frá henni vex hin andlega sjón og þekking. Og það er skýrt að skynsemi mannsins getur ekki áttað sig á því, sem er í mótsögn og ósamræmi við skilning hans. Og þeir halda það fastlega að hin kreddufulla bókstafstrú, sem hef- ur reynst svo mörgum svo tor- veld að trúa, sé um það bil búin að lifa sitt hið fegursta á meðal þjóðanna. Hinn fyrsti maður og kona féllu og syndguðu og allir hafa synd. Þau þurftu að eta og við þurfum að eta, svo að við getum lifað í líkamanum, og þau höfðu líf í anda og sál. og gátu andað, eins og við líka höfum í dag og getum. Efnið í mér, er þér eigi hulið þegar ég er gjörður í leyni sem er í samfeldri sögu.“ Adam hafði einnig strax mikla og góða þekk- ing, skilning og skynsemi áður en hann var settur á jörðina, því að hann gaf öllum dýrunum nafn, sitt af hvoru kyni, sem er það sama er þau hafa nú í dag. Guð skapaði skepnurnar hverja eftir sinni tegund, eins og við sjáum þær í dag, og maðurinn kom ekki útrennandi út af þeim og skreið ekki smám saman, sem ávöxtur frá þeim, því að maður- inn er andlegur og gat því ekki komið frá dýrunum, og hann lærði ekki að tala gegn um ald- irnar af því áð heyra fuglana skrækja, því að hið heilaga orð, sem að hann er skapaður með kennir honum alla hluti, enda þótt hann sé bundinn ástandi, af því að hann hefur synd. Dýrin hafa aldrei gegn um aldaraðirnar gengið upprétt og geta ekki hugsað, talað og sagt setningar. Öll dýrin hafa bara enga sál og hafa ekki lífsins fjár- sjón og ljós, og þau hafa aðeins líkama af sínu eigin kyni og hafa ósjálfráðar eðlishvatir, sem eru eftir þeirra tegund og þau deyja út eins og grasið. Það að maður- inn hafi fæðst í fyrstunni frá dýrunum og svo lært smám saman að hljóða og tala frá fugla kvaki er fjarstæða. Og að hann sé ávöxtur frá hans eigin huga og skynsemi og hann hafi kraft af sjálfum sér, þær hugmyndir eru fjarskalega mikið hugsunar ólag, því að maðurinn og konan voru sköpuð í Guðs mynd og lík- ingu alveg eins og þau eru í dag og mannkynið er andlegt. Jesús Kristur er getinn af hei- lögum anda og Jesú er lífsins andi, og sál hans er lífsins orð og hann hefur í hjarta og munni í anda og sál, sama kjarna og við höfum, því þar í honum erum við ein heild í Guði. „Og faðir þinn sem er og sér í leyndum mun endurgjalda þér opinber- lega.“ „Trúið á Guð og trúið á mig,“ Jesús Kristur er hið óendanlega eilífa lifsins orð og við erum grein af honum, sem við höfum í hjarta og munni, í anda og sál, „Ég er vínviðurinn þér eruð greinarnar.“ Jesú hefur lífið í sjálfum sér, en Guð heldur okkur í lífinu eins lengi og við erum hér á jörðinni. Ef við deyjum í okkar synd, þá erum við skorin frá lífinu og dauðinn kemur og það sem honum fylgir. Jósep var syndugur maður, eins og við erum og gat því ekki Jesú verið afsprengi hans, og Jósep þurfti að endurfæðast af Jesú lífsins anda, vatni og blóði, eins og við öll þurfum, til þess að geta eignast Eilift líf. Enginn er endurfæddur af því þó að hann hafi öðlast þá ment- un að geta haldið hvatalífi sínu í skorðum, og enginn getur endurfæðst eftir dauðann, því að allir sem frelsast verða að fá hið liíanda lífsins sæði frá Jesú Krists lífi og blóði á krossinum. „En er ég verð hafinn frá jörðu mun ég draga alla til mín. Guð lagði á Jesú okkar misgjörð- ir og hann bar okkar syndir og gaf líf sitt í dauðann á krossin- um, svo að við mættum öðlast eilift líf. ,Ef þér etið ekki hold mitt og drekkið ekki blóð mitt hafið þér ekki lífið í yður.“ Sæðið verður að deyja svo að það lifni og beri ávöxt, og Jesú Kristur dó og gaf okkur sitt líf og lifsins sæði á krossinum. Þegar við trúum á Guð og Jesú Krist og höfum enga löngun til þess að gera rangt og höldum hvatalífinu í skorðum. v Allir nota kjarnann, sem þeir hafa og fer með lögmálinu og hugsuninni og gefur einnig að nota andans sjón, svo að við get- um veitt því eftirtekt og greint í sundur og gagnrýnt það, sem hin mannlega skynsemi áhvarð- ar að sé satt og frá kjarnanum, en ekki skynseminni, skynjar maðurinn á milli góðs og ílls. Hin mannlega skynsemi rang- færir oft málefni, sem er frá mannsins eigin visku og kunn- áttu, og hann getur líka auðvitað notað á öllum tímum skynsem- ina og skilningarvitin, til þess að eyða kröftum sínum á ósiðferðis legann hátt og það er ekki frá Guði, heldur frá því vonda, sem hann velur sér. Menn drápu hver annan til forna og gjöra það en í dag. Og það er virkilega satt að hvatalífið hefur lítið batnað gegn um aldirnar. Og maðurinn hefur synd, og mannlegar hugmyndir innan frá hugskoti mannsins, því að hann er andlegur og hefur því margt andlegt með sér og svo líka tek- ur hann allskonar hugmyndir kraftinn til þéss að útskýra þær eftir sínum eigin skilningi og skynsemi, og hugsunin leiðir altaf skynsemina, sem er bara hæfileiki og sem hefur ekki mátt til þess að auka hið andlega afl hans, og hann virkilega þroskast ekki frá sinni eigin náttúrlegri mentun, heldur vex og þroskast hann frá kraftinum er gefur afleiðinguna. Mannsins misjöfnu hvatir koma ekki í byrjun frá dýrun- um, heldur frá syndafallinu. Það er á þessum tímum nóg til af ósæmilegu hvatalífi, og skynsemin, sem er bara hæfi- leiki og milliliður, hefur ekki kraft til þess að uppræta vondar hvatir úr huga mannsins. Margs konar hvatir leiða manninn og hann brúkar skyn- semina til þess að hugsa um hvernig hann eigi að fram- kvæma hvötina. Skynsemin getur verið al- gjörlega á valdi hugvits, skoðun þeirra manna, sem rannsaka náttúruna, því hvatir geta stýrt hugsuninni. Andans svæði, sem er á milli anda og sál og líkama er oft notað með skynseminni og frá því tekur maðurinn oft ýmsar hugsanir og hneigist til þess að brúka frá því sitt ímynd- unarafl og eigin ályktun er snerta hans málefni. Andans svæðið næst líkam- anum er á þessum tímum mikið notað með skynseminni, því að maðurinn hneigist mikið til þess að gjöra það, sem hrífur huga hans og sem tilheyrir verald- legum hugmyndum hans. Við getum ekki lært neitt frá huganum og skynseminni, held- ur lærum við alla hluti, er við kunnum, frá því lífsins orði og ljósi, sem við höfum og þess meira er við höfum af ljósi þess meira höfum við af réttri skyn- semi og fáum betri skilning til þess að gjöra hið góða, sem er altaf frá Guði, og ef við höfum lítið af því ljósi, sem fer með hugsuninni, þá þess minna höf- um við af réttum skilningi til þess að brúka lífið. Og eins og orð hugsunarinnar er, svo koma milliliðir inn og fyrst í það ytra og svo í það innra. "** —Niðurlag í naesta blaði Þjóðirnar mun skiptast á sjónvarpskvikmyndum Alþjóðasamslarf 30 þjóða er fyrirhugað og síðan 60 Af vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York hefir borizt fregn um alþjóðlega sjónvarpssamvinnu, og þyk- ir uppástungan um tilhögun allnýstárleg. Henry Cassier, forstöðumaður sjónvarps- deildar Menningar-, vísinda- og fræðslustofnunar Sam- einuðu þjóðanna, hefir gert grein fyrir áforminu. Samkvæmt því er gert ráð fyrir samvinnu um heim allan, þar sem sjónvarp er komið á laggirnar, eða undirbúningur að sjónvarpsrekstri hafinn. Gert er ráð fyrir, að samstarfsþátttak- endur leggi til sjónvarpsefni, og er gert ráð fyrir þátttöku jafnt austan tjalds sem vestan. Sam- starfið á að vera þáttur í enn víðtækara samstarfi, til þess að þjóðirnar kynnist hugsjónum, áhugamálum, listum, hvers kon- ar framförum og öðrum við- burðum í öðrum löndum, — öllu, sem til nytsamrar fræðslu og fróðleiks og góðrar skemmt- unar má vera. Samkvæmt at- hugunum, sem Cassirer hefir gert, hafa 30 þjóðir nú þegar skilyrði til þess að hagnýta sér sjónvarpsefni og álíka mörg önnur hafa í undirbúningi fram kvæmdir, sem munu veita slík skilyrði. Það, sem fyrir mönnum vakir, er í stuttu máli, að í hverju landi verði framleiddar sjón- varpskvikmyndir, sem fjalla til dæmis um daglegt líf manna í borgum o'g sveitum, íþróttir, barnaleiki og ótal margt fleira. Þannig yrði gengið frá fjöl- mörgum 5 mínútna þáttum, sem sýndir yrðu í löndum allra þátt- tökuþjóða. Cassirer gerir sér vonir um, að unnt verði að hefj- ast handa um þetta samstarf þegar á næsta ári, enda býst hann við auknum fjárframlög- um til sjónvarpsdeildar S. Þ., er þannig getur fært verulega út kvíarnar. Mikill áhugi fyrir hugmyndinni ríkir með- al útvarps- og sjónvarpsmanna í Bretlandi, Frakklandi Hol- landi og fleiri löndum. Cassirer kveðst og fullviss um, að hug- myndin muni fá góðar undir- tektir í Þýzkalandi, ítalíu og víðar. Starfsemin verður eins víðtæk og unnt er og mjög hvatt til þátttöku Bandaríkjanna, Mið- og Suður-Ameríkuríkja, Ráð- stjórnarríkjanna, Japans og fleiri landa. — Cassirer kveðst hafa rætt við tvo fulltrúa Ráð- stjórnarríkjanna um þetta mál. Annar þeirra er frá Moskvu, hinn frá Kiev. Báðir létu þeir í ljósi mikinn áhuga fyrir hug- myndinni, en vildu ræða málið heima fyrir, áður en þeir undir- gengjust nokkrar skuldbinding- ar um þátttöku. —VÍSIR, 15. des. HI-SUGAR New Hybrid Tómata Svo auCug a8 sykurefni, aS bragtSiB minnir á vinþrúgur. StærC á viC golf- bolta, dökkrauCar, hraustar og bráC- þroska; alveg óviCjafnanleg fyrir niCursoCna ávexti, ávaxta- mauk, eftirmat og fleira þess háttar. Þetta eru stórar plöntur alt aC sex fetum um- máls. Einstakar plöntur gefa oft af sér bushel af þroskuCum ávöxt um. Ný tegund, sem prýCir hvaCa garC sem er. — Pakki af S5 fræ- um á 35c póst- frítt. Ökeypis stór 1955 fræ- og blóma- ræktunarbók. Maður, sem holt er að kynnast Forstjórinn við bankaútibú yðar er maður, sem holt er að kynnast; hann er þaulkunnugur öllum aðstæðum í bygðarlagi yðar og hann getur veitt yður mikilvægar leiðbeiningar varðandi fjárhagsmál. Hikið eigi að hitta hann að máli nær, sem vera vill. Viðskipli yðar eru kærkomin! THE ROYAL BANK OF CANADA Sérhvert útibú nýtur trygginga allra eigna bankans, sem nema yfir $2,675,000.000

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.