Lögberg - 07.04.1955, Qupperneq 1
ANYTIME — ANYWHERE
CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
S Telephone Lines
20-4845
ANYTIME — ANYWHERE
CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
•68. ARGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 7. APRÍL 1955
NÚMER 14
Eftirminnilegt kvöld
Eitt vestrænt Gleym mér ei
lesið í kveðjusamsœti Þjóðræknisjélagsins fyrir Gunnar
Thoroddsen borgarstjóra og frú
Mér yljar í sálu hvert ár og hvern dag
hver ómur af föðurlandsströnd;
þá skýrist mér árdegi uppruna míns
þó önnur ég dáð hafi lönd.
Að eilífu jafnast ei auðlegð nein til
við útrétta systkina hönd.
Þið komuð til okkar í kulda og byl
svo karlmennum naumast var stætt.
En nú hefir leysingin komið á kreik
og klakann að mestöllu brætt.
Og svo hafa kveðjurnar kveikt hjá oss líf
og kulnuðu neistana glætt.
Þið komuð að heiman með sóldægrasvip
og söng inn í tómlætisþögn
og túlkuðuð helgi vors íslenzka arfs
í óði og fagurri sögn,
og seidduð til vöku og sumarlangs starfs
ýms syfjuð og dreymandi mögn.
f norðri var fædd okkar frostbitna þjóð
og fóstruð við hríðar og rok;
það gaf henni bolmagn og byltingaþrótt
til að brjóta af sér helsi og ok. —
Eitt Gleym mér ei vestrænt í góðhug og þökk
skal goldið í heimsóknarlok.
Einar P. Jónsson
Síðdegis sunnudaginn þann
27. marz var óvanalega mikil
umferð á vegum öllum til
Ashern, Manitoba; þangað dreif
fólk úr byggðum íslendinga
austan Manitobavatns, frá
Lundum að sunnan og Steep
Rock að norðan og öllum
byggðum þar á milli. Þjóð-
ræknisfélag Islendinga í Vestur-
heimi hafði efnt til samkomu að
Ashern þetta kvöld, þar sem
gafst kostur á að kynnast ágæt-
um gestum frá íslandi, þeim hr.
Gunnari Thoroddsen, alþingis-
manni og borgarstjóra í Reykja-
vík og konu hans frú Völu Ás-
geirsdóttur Thoroddsen.
Var fyrst gengið til kirkju
lúterska safnaðarins á Ashern
og hlýtt messu. Séra Bragi Frið-
riksson prédikaði, umræðuefni
hans: „Kirkjan“. Herra Ólafur
Hjartarson frá Steep Rock söng
einsöng: Kvöldbæn, eftir Björg-
vin Guðmundsson, fór þar sam-
an fagurt lag og fögur rödd. —
Undirspil annaðist hr. Gunnar
Erlendsson frá Winnipeg. Frú
B. Johnson frá Vogum spilaði
fyrir sálmasöngnum. — Þessi ís-
lenzka guðsþjónusta, ég hygg
hin fyrsta að Ashern, var mjög
hátíðleg, og fagurlega hljómaði
íslenzki sálmasöngurinn. Eftir
messu var haldið til samkomu-
húss bæjarins og fylgt eftir-
fylgjandi dagskrá:
O, Canada — Ég vil elska mitt
land.
1. Samkoman sett: Séra Bragi
Friðriksson.
2. Almennur söngur.
3. Ávarp: Hr. Björn Jónasson,
oddviti Siglunessveitar frá
Silver Bay.
4. Ræða: Hr. Gunnar Thor-
oddsen, borgarstjóri.
5. Kveðja frá Þjóðræknis-
félaginu: Ólafur Hallsson.
6. Tvösöngur: Ungfrú Heiða
Jóhannesson og ungfrú
Patricia Kristveig Jóhannes-
son.
7. Framsögn, kvæði: Ungfrú
Oddný Johnson.
8. Ávarp: Prófessor Finnbogi
Guðmundsson.
9. Almennur söngur.
10. Myndasýning.
Eldgamla ísafold —
, God Save The Queen.
Ég reyni ekki að lýsa, hvernig
tókst með hvert einstakt atriði
dagskrárinnar, læt nægja að
segja, að samkoman var sérstak-
lega ánægjuleg. Séra Braga
fórst stjórnin þannig, að allir
voru í léttu skapi, skemmtu sér
auðsjáanlega vel og nutu þess
nýnæmis að vera á samkomu,
sem öll fór fram á íslenzku.
Ræða Gunnars Thoroddsen,
„Um Reykjavík fyrr og nú“, var
bæði fróðleg og skemmtileg og
ágætlega vel flutt.
Hr. Björn Jónasson færði
heiðursgestunum gjöf frá sam-
komunni, blómker úr silfri með
þessari áletrun:
Til minningar um samkomu
að Ashern, 27. marz 1955.
Lítil og ljóshærð þriggja ára
gömul dótturdóttir Björiís Jón-
assonar færði frú Völu skrúð-
blóm og ávarpaði frúna á ís-
lenzku.
Þennan vináttuvott þökkuðu
gestirnir með vel völdum orðum,
lýstu gleði sinni yfir viðkynn-
ingunni við þennan fjölmenna
hóp góðra landa (um tvö
hundruð) og þakklæti fyrir
hlýjar viðtökur.
Óhætt er að segja, að koma
Thoroddsen hjónanna til Ashern
varð samkomugestum og öllum,
sem kynntust þeim, óblandið
gleðiefni, mega þau vel taka
undir með gagnorða Rómverj-
anum, sem sagði: „Ég kom, sá,
sigraði“. Þau fönguðu hug allra;
þau eru skemmtileg í viðræðum,
glæsileg útlits, virðuleg, en þó
látlaus og hlýleg í framkomu.
Gestir sem þau vinna þjóð-
ræknisviðleitni okkar ómetan-
legt gagn, treysta bræðrabandið
á milli heimaþjóðarinnar og
þjóðarbrotsins hér vestra.
Heiður og þökk sé þeim ágætu
hjónum fyrir komuna.
Um samkomuna í heild leyfi
ég mér að segja, að auðfundið
var, að þar ríkti bróðurhugur og
innileg gleði yfir að hafa komið
saman — sem íslendingar á trú-
ræknis- og þjóðernislegum
grundvelli. Gefur þetta góða
von um vaxandi áhuga á þessum
málum í framtíðinni. Þökk sé
séra Braga Friðrikssyni og
prófessor Finnboga Guðmunds-
syni, sem áttu upptökin að þess-
ari samkomu og skipulögðu
hana; þökk sé þeim, sem tóku
þátt í dagskránni; þökk sé hin-
um ágætu konum úr öllum ís-
lenzku byggðunum, sem sáu um
hinar rausnarlegu veitingar, og
litlu svo vel eftir vellíðan heið-
urstgestanna, á meðan þeir
dvöldust hér nyrðra.
Ólafur Hallsson
Harðskeytt-ur
blaðamaður látinn
Síðastliðinn föstudag lézt í
Chicago heimskunnur blaða-
maður, Col. Rutherford Mc-
Cormick, ritstjóri og aðaleigandi
stórblaðsins Chicago Tribune,
74 ára að aldri; hann var hvass-
yrtur einangrunarsinni, er hat-
aðist við stefnu þeirra Roose-
velts og Trumans í utanríkis-
málunum og hélt því fram að
Bandaríkin hefðu öðru þarfara
að sinna en þátttöku í alþjóða-
styrjöldum; en er ráðist var á
Pearl Harbor kom annað hljóð í
strokkinn, því þá brýndi hann
þjóð sína til samstiltra átaka.
Mr. McCormick barðist af
kappi miklu fyrir því, að R*obert
Taft hlyti útnefningu sem for-
setaefni Republicana við síðustu
forsetakosningar, því hann var
dauftrúaður á forustuhæfileika
Eisenhowers á vettvangi stjórn-
málanna.
Lætur af
stjórnarforustu
Hinn 24. marz s.l., birti Lög-
berg mynd af Sir Winston
Churchill og lét þess þá getið,
að hann myndi láta af stjórnar-
forustu þann 5. apríl, og nú er
þetta komið á daginn, og tókst
þá á hendur forsætisráðherra-
embættið Sir Anthony Eden; nú
þykir sýnt að þing verði brátt
rofið og nýjar kosningar fyrir-
skipaðar einhvern síðustu dag-
anna í maí.
Celebration in Utah
To commemorate the estab-
lishment of the first Icelandic
settlement in America, we, the
Icelandic Association of Utah,
extend an invitation to you of
Icelandic descent to join us in
an Icelandic Centennial Cele-
bration to be held in Spanish
Fork, Utah, beginning Wednes-
day, June 15th through Friday,
June 17th, 1955.
The event will begin with a
religious service on the evening
of June 15th. The following
evening, Thursday, the 16th, a
pageant, depicting the history of
Icelandic people in America,
will be presented. On Friday,
the 17th, an all-day series of
events beginning with a parade
will be held.
Plans are far-reaching, and a
very successful celebration is
anticipated by the committees
in charge.
We heartily extend this in-
vitation to you and your friends*'
in the hope that you will join
us here in Spanish Fork in June.
The committee in charge of
housing arrangements assures
us that all needing accommo-
dations will be well cared for in
Spanish Fork and the nearby
towns of Springville and Provo.
ICELANDIC ASSOCIATION
OF UTAH,
William M. Johnson,
Chairman,
Invitations Committee.
Sögulegur
viðburður
Hinn 1. þ.m., voru liðin 200 ár
síðan að verzlun á íslandi var
gefin frjáls, en með því hófst,
svo sem vænta mátti, nýtt og
mikilvægt þróunartímabil í sögu
þjóðarinnar; var mikið um dýrð-
ir á íslandi áminstan dag vegna
afmælisins og höfuðborg lands-
ins öll fánum skrýdd.
Ægilegt tjón vegna
landskjólfta
Seinnipart fyrri viku ollu
geigvænlegir landskjálftar afar
miklu manna- og eignatjóni á
Filippseyjum; um fimm hundr-
uð manns höfðu látið lífið af
völdum náttúruhamfaranna, tvö
þúsund voru fluttir á sjúkrahús,
en um tólf þúsund stóðu uppi
ráðþrota án skýlis yfir höfuð sín.
Komust til
óra sinna
Síðastliðið ár létust þrjár per-
sónur, sem komnar voru til ára
sinna og urðu tilefni til sér-
stakra blaðaummæla. Carl
Glöckner frá Frankfurt í Vestur
Þýzkalandi varð hundrað og sjö
i ára og lifði lengst þeirra her-
manna, er þátt tóku í fransk-
þýzka stríðinu 'frá 1870. Mrs.
Jane Mitchell, amerísk kona,
varð hundrað og sex ára og
hafði aldrei séð kvikmynd; en
Robert Woodbridge frá Leeds á
Englandi, sem varð hundrað og
eins árs, hafði unnið fyrir sér
með innbrotsþjófnaði þangað til
hann varð níutíu og fjögra ára
að aldri og var mesti hreysti-
skrokkur til dánardags.
Nefndarskipun
Dómsmálaráðherra Manitoba-
fylkis, M. N. Hryhorczuk, hefir
nýverið skipað borgarnefnd, er
vera skuli stjórnarvöldunum til
aðstoðar varðandi umbætur
fangavistar, ásamt því að stuðla
að atvinnu þeim til handa, er
lokið hafa fangavist og komast
þurfa á réttan kjöl í mannfélag-
inu; formaður nefndarinnar er
G. R. Hunter lögfræðingur, en
meðnefndarmenn hans eru úr
hinum ýmsu velferðarmálasam-
tökum borgarinnar.
Kjörinn í
formannsstöðu
Dr. P. H. T. Thorlakson
í fyrri viku var hinn óþreyt-
andi eljumaður, Dr. P. H. T.
Thorlakson, kjörinn formaður
þeirra mikilvægu og umfangs-
miklu samtaka, er ganga undir
nafninu Manitoba Medical Ser-
vice og grípa djúpt inn í vel-
farnan fylkisbúa í heild. Dr.
Thorlakson er gæddur frábær-
um skipulagningar hæfileikum,
og hvar, sem hann gengur til
verks, verður ávalt eitthvað
undan að láta.
Síðastliðinn laugardag áttu
hin þjóðkunnu hjón, Sigurður
Júlíus Jóhannesson læknir og
frú Halldóra gullbrúðkaup, en
þau voru gefin saman í hjóna-
band í Chicago fyrir hálfri öld
af Dr. Birni B. Jónssyni; margt
manna heimsótti þau hjónin þá
um daginn, þar sem þeim var
þökkuð ljúf samfylgd og þau
Um hópferðina
til íslands
Enn er beðið eftir endanlegum
upplýsingum frá íslandi, og
skulu mönnum því á meðan
veittar eftirfarandi leiðbeining-
ar um öflun vegabréfs og ann-
arra nauðsynlegra farargagna:
Þeir, sem eiga ekki gilt kana-
diskt vegabréf, verða að sækja
um það til Ottawa. Skulu þeir
fyrst skrifa eftir eyðublaði til
Department of External Affairs,
Passport Office, Ottawa. Er
það hefur verið fyllt út og þeim
skilyrðum fullnægt, er þar eru
sett, skal það endursent, og fá
menn þá kanadiskt vegabréf.
Næsti áfangi er að fá vega-
bréfsáritun hjá Gretti L. Jó-
hannssyni ræðismanni, Icelandic
Consulate, 76 Middlegate, Win-
nipeg. Þarf fyrst að skrifa eftir
eyðublaði til hans, fylla það út
og senda Gretti það ásamt 2
vegabréfsmyndum (þ. e. sams
konar myndum og eru í vega-
bréfinu) vegabréfinu sjálfu og
$3.40 áritunargjaldi.
Mun Grettir annast þessa
fyrirgreiðslu fram til 11. maí,
en um það leyti fer hann af landi
burt, og verða menn úr því að
leita um áritun til Icelandic
Legation, 1906 23rd Street N.W.,
Washington 8, D.C.
Væntanlegir farþegar, búsettir
í Bandaríkjunum, munu afla sér
vegabréfs eftir þeim leiðum, sem
þar eru farnar, og að sjálfsögðu
sækja um vegabréfsáritun til ís-
lenzka sendiráðsins í Wash-
ington.
THOR VIKING,
515 Simcoe Street,
Winnipeg 10, Man.
íslenzk tónlist í
útvarpsþætti
Maður er nefndur Jan Rubes,
söngvari góður og stjórnandi
þáttar, er heitir Songs of my
People og útvarpað er um allt
Canada frá CBC-stöðinni í
Toronto á hverju föstudags-
kvöldi kl. 11—11.30 eftir Winni-
peg-tíma. Eru í þætti þessum
sungin og leikin lög frá ýmsum
löndum. Hefur Jan Rubes sér
til aðstoðar úrvalshljómsveit og
kór, en fær jafnframt iðulega
gesti til að syngja, fulltrúa hinna
mörgu þjóðarbrota í Canada.
Síðastliðið föstudagskvöld, 1.
apríl, var leikið í þætti þessum
lag Sigurðar Þórðarsonar: Sjá
dagar koma, ár og aldir líða, og
þess getið um leið, að fleiri ís-
lenzk lög yrðu flutt í þættinum
eitthvert föstudagskveldið á
næstunni.
hylt af öllum stéttum úr sam-
ferðasveit sinni.
Fáir menn hafa komið eins
mikið við sögu okkar Vestmanna
og Sigurður Júlíus læknir; hann
hefir frá upphafi vega verið
djarfmæltur málsvari þeirra, er
höllustum fæti stóðu í lífsbar-
áttunni og með ritgerðum sínum
og ljóðum unnið að mannbetrun
hvar, sem starfssvið hans hefir
legið; ævistarf hans hefir verið
fórnfúst svo að til fyrirmyndar
má telja.
Sigurður Júlíus læknir er
gæfumaður; hann hefir notið
langvarandi sambúðar við ást-
ríka konu, sem verið hefir ljós
á vegum hans og lampi hans
fóta.
Gullbrúðhjónin eiga tvær stór-
hæfar og ágætar dætur, búsettar
í Ottawa, er báðar komu vestur
til að samfagna foreldrum sínum
vegna gullbrúðkaupsins.
Haust-ósk
(Eftir Marian L. Rafen)
Ég það eitt vona, að þá ég dey,
að þyrpist árin kring um mig,
sem fölnuð blöð um friðsælt haust,
er fögrum litum skreyti sig.
Þar litum ráði rautt og gult,
í ríki fölvans — skerpu rænt:
í daufri minning dáins vors
þar drottinn hafi valið grænt.
Er blöðin verða gleymsku grá,
og gálaust troðin ótal skóm,
þá vona ég að verði sagt
í vonarglöðum bernskuróm:
„Sko, mamma! líttu á lítið blað!
og líttu á hvað það fallegt er!
Og fallið hefir þarna það
til þess að vera handa mér!“
Svo færi litli hnokkinn heim,
og hefði með sér þetta blað.
Á milli blaða — og brosti um leið —
í bókinni sinni að pressa það.
Sig. Júl. Jóhannesson þýddi.
To Sigurður and Halldóra Johannesson
On Their Golden Wedding Day
Fifty years together on life’s rough and winding road
As each sustained the other and made light the heavy load.
Fifty years of striving for the benefit of all.
Fifty years of answering the sick-bed’s anxious call.
Fifty years of poetry, with her his inspiration.
Fifty years of comradeship and love and adoration.
Fifty years of happiness that overflows and pours
To fill the cup of everyone whose life has met with yours.
—ART REYKDAL.
Þjóðkunn hjón eiga gullbrúðkaup
i