Lögberg


Lögberg - 07.04.1955, Qupperneq 5

Lögberg - 07.04.1955, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 7. APRÍL 1955 5 WVW www wwwwvwwwwv www ww ^www^ AHUG4M4L rVENNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON AÐ BORÐA OFT EN LÍTIÐ í EINU Flestum læknum og heilsu- fræðingum virðist koma saman um, að offita sé manninum ekki einungis óþægileg heldur og heilsuspillandi og geti stytt hon- um aldur. Um þetta vandamál er því mikið ritað og rætt. Ný- lega hefi ég lesið í tveimur tíma- ritum greinar um þetta, eftir Dr. Fredrick J. Stare, for- mann næringarrannsóknardeild- ar Harvard-háskólans. Telur hann, að það fólk, sem þjáist af offitu sé miklu hættara en öðru fólki við æðakölkun, hjartabilun og sykursýki, auk þess sé því meiri hætta búin, ef það þarf að ganga undir uppskurð. Dr. Stare segir, að algengasta og venjulegasta orsök offitu sé ofát, en afát orsakast vitanlega af góðri matarlyst; þess vegna verði hið feitlagna fólk að finna ráð til þess að draga úr matar- löngun sinni. — Næringardeild Harvard-há- skóla hefir verið að rannsaka hvað valdi því að menn finni til hungurs og hefir komist að þeirri niðurstöðu, að það fari mikið eftir sykurmagninu í blóðinu. Þegar sykurmagnið lækkar niður fyrir ákveðið stig verður maður svangur. Flestar fæðutegundir mynda blóðsykur og ekki þarf nema lítinn bita af einhverju matar- kyns til þess að hækka sykur- magnið í blóðinu og draga þann- ig úr sultartilfinningunni. Dr. Stare ráðleggur, að borða góðan og nærandi morgunverð, því þá sé sykurmagnið í blóðinu á lágu stigi; drekka glas af mjólk um kl. ellefu, í stað þess að drekka það með miðdegis- verðinum, því það hækki aftur sykurmagnið og maður sé því ekki eins lystugur um hádegið; borða epli éða smábita af ein- hverju kl. 3 e. h., létta máltíð um kl. 6, og svo glas af mjólk, ávöxt eða smábita um hátta- tíma. — Galdurinn er að borða næringargóða fæðu, en lítið af henni við venjulegar máltíðir, en draga úr lystinni, með því að fá sér smábita milli máltíða. — íturvöxnu konurnar á Bali-eyjunni Vorið 1953 ferðaðist Dr. Stare ásamt mörgum öðrum heil- brigðisfræðingum á vegum World Health Organization til Indónesia. Þeir voru tvo mán- uði í ferðinni og voru lengst af á Bali-eyjunni. Þar sem nær- Tvær nýjar sundlaugar í Reykjavík Á Islandi eru nú lil 88 sund- laugar og sundhallir Síðustu 6-8 árin hefur verið varið 8 millj. kr. til sundlauga framkvæmda ingarfræði var sérgrein Dr. Stares, vakti það sérstaka at- hygli hans, að hann sá aldrei Bali-konu, sem var of feit. Þær fáu feitu konur, sem hann sá, voru undantekningarlaust ann- að hvort kínverskar eða hol- lenzkar, en aldrei baliniskar konur! Þótt þetta stafi að ein- hverju leyti af því, að þær hafa nægilega líkamsáreynslu og hreyfingar, þá telur Dr. Stare aðalástæðuna vera matarvenjur þeirra; þær borða ekki þrjár stórar máltíðir á dag svo sem venja er hér í landi heldur smá- bita fram eftir deginum. Bolla af kaffi með sykri um kl. sex að morgni; klukkustund síðar ^munnbita (aðeins munnbita) af grjónum í bananalaufi; að ann- ari stund liðinni eitt banana eða annan ávöxt; næst kannske glas af sætum drykk. Þær borða ekki endilega á hverri klukku- stund, en oft á dag og ofurlítið í einu. Þær narta kannske í soy- baunaköku, fisk, kókóhnetu, grjón, ávöxt eða drekka ofur- lítið af ávaxtasafa. Maturinn, sem vafinn er í bananalauf, er aldrei meiri en ein eða tvær matskeiðar. Það er ekki stór » skammtur, en þykir nægilegur. Þannig halda Bali-konurnar blóðsykrinum á því stigi, að þær verða aldrei mjög svangar og borða því aldrei yfir sig. Að öll- um þessum daglegu matar- skömmtum samanlögðum, telur Dr. Stare, að þær borði minna á dag, en ef þær neyttu þriggja stórra máltíða daglega, eins og hér er venja. En það er ekki síður mikilsvert, að fæða þeirra er fjölbreytt og kjarngóð: grjón, baunir, ávextir, grænmeti, fiskur og kjöt. — Fjölbreytt fæða nauðsynleg Sú skoðun hefir lengi verið ríkjandi að þeir, sem vildu megra sig, ættu að forðast að borða vissar fæðutegundir svo sem brauð, sykur og kartöflur. Þetta telur Dr. Stare ekki nauð- synlegt. Hann segir, að undir- staða hins rétta mataræðis sé fjölbreytt fæða og það sé engin ástæða til að hætta að borða kartöflur, sykur eða brauð fremur en annan mat; hins vegar ætti fólk að borða minna af öll- um mat, en vera þó viss um að neyta nægilega af þeim mat, sem ríkur er af eggjahvítuefni (prosteins). Gera má ráð fyrir að unnið verði að tveimur nýjum sund- laugabyggingum í Reykjavík á þessu ári, en það er annarsvegar Sundlaug Vesturbæjar og hins- vegar hin nýja og mikla Sund- laug íþróttasvæðisins í Laugar- dalnum, og er þegar byrjað að grafa fyrir henni. Að því er íþróttafulltrúi ríkis- ins Þorsteinn Einarsson, hefur tjáð Vísi, er aðstaða til fram- kvæmda sundskyldu í skólum ó' víða jafn erfið og hér í Reykja- vík. Þessir erfiðleikar skapast annarsvegar af hinum mikla mannfjölda og hinsvegar mikla nemendafjölda, sem fer vaxandi með hverju árinu sem líður, sama tíma og enginn nýr sund- staður hefur verið byggður Reykjavík frá því 1937, er Sund höllin tók til starfa. Aðrir sund staðir hér í bænum eru gömlu Sundlaugarnar, sem eru í svip- uðu eða sama ásigkomulagi og þær voru fyrir nær hálfri öld og loks er svo sundlaug til við Austurbæj arbarnaskólann. Lítil aukning Ef borið er saman daglegt með altal Sundhallargesta árið 1937 og árið 1952 kemur í ljós að sú tala hefur lítið sem ekkert breytzt enda þótt íbú,Unum í Reykjavík hafi fjölgað um 22 þúsund, eða rösklega þriðjung. Árið 1937 sóttu 466 baðgestir Sundhöllina á degi hverjum, en árið 1952 nam meðaltal bað- gesta í henni 470. Þessi slæmu skilyrði til sund- kennslu fyrir skólana og daglega sundiðkana fyrir borgarana hafa verið viðurkennd af forráða- mönnum bæjarfélagsins og nú hafa íbúarnir sjálfir hafizt handa og byrjað fjársöfnun til bygging- ar Sundlaugar í Vesturbænum. Hefur sú Sundlaug nú þegar verið staðsett við Hofsvallagötu og er Bárður Isleifsson í þann veginn að ljúka við frumteikn- ingar af henni. Sérstök nefnd vinnur að undirbúningi þessa máls og er Birgir Kjaran hag- fræðingur formaður hennar. ★ ★ ★ UNGBÖRN EIGA EKKI AÐ GRÁTA LENGI AFSKIPT AL AUS Enskur prófessor vill láta hugga ungbörn, sem vakna á nóttunni og skœla Ef ungbarn vaknar á næt- urnar og byrjar að gráta, þá takið það upp, vaggið því og gælið við það þangað til það fer aftur að sofa. Það er rangt að beita þeim ráðum að láta barnið halda á- fram að skæla, því að með því verður það óvært og rellið og sennilega geðstirt. Þetta segir prófessor Illing- worth, sérfræðingur í barna- sjúkdómum við háskólann í Sheffield. Þessar skoðanir hans þykja stinga í stúf við hinar ný- tízkulegu hugmyndir sálfræð- inga, sem mjög hafa rutt sér til rúms upp á síðkastið. „Börn gráta til þess að fá að njóta umhyggju og ástríkis eða vegna þess, að þau eru einmana, hrædd, svöng, eða þeim leiðist. Það er háskalegt andlegu heil- brigði ungbarna, að þau gráti tímum saman, eða að móðir sé fjarri þeim lengi í einu“. Próf. Illingworth hefir ritað grein í British Medical Journal (Brezka læknablaðið) um þetta, og segir meðal annars á þessa leið: „Aðskilnaður móður og barns fyrstu þrjú ár barnsins getur haft varanleg áhrif á skapferli barnsins, gert það ásækið, til- litslaust og eigingjarnt. Það er ekki fært um að sýna né með- taka ástríki, og það skeytir ekki um rétt annarra. Þá er mjög sennilegt, að langvarandi grátur, þegar móðirin neitar að skipta sér af barninu, geti haft mjög skaðleg áhrif á barnið og síðar meir orsakað alvarlega skap- gerðarbresti. Það á ekki að ala börn upp undir járnhæl, heldur eiga foreldrar að koma til móts við börnin, því að þá sýna börn- in ástríki á móti. Hins vegar á maður ekki að hlaupa til og taka upp barn, þó að það skæli svo- lítið eða það liggur rólegt. Með því móti skemmir maður barnið með of miklu eftirlæti, og það er líka slæmt“, segir prófessor Ulingworth. Laugardalur Skömmu fyrir síðustu áramót var hafizt handa um að grafa fyrir hinum nýju Sundlaugum íþróttasvæðisins í Laugadalnum. Jafnframt er byrjað að leggja leiðslur frá laugunum og er hugmyndin að almenningslaugin verði steypt í ár. Laugarnar eru staðsettar beint norður af leik- vanginum út við Sundlaugaveg- inn og eru nokkru austar og sunnar en gömlu laugarnar. Þetta verður mikið mannvirki og leysir af hólmi gömlu laug- arnar, sem hafa verið meira eða minna í notkun til baða og sunds í fimm aldarfjórðunga eða frá því 1824. Iþróttafulltrúinn tjáði Vísi ennfremur að af 13 kaupstöðum landsins vanti nú orðið hvergi sundlaug nema í Húsavík og á Sauðarkróki, en á báðum þessum stöðum eru sundlaugabyggingar nú hafnar svo að innan skamms verða allir kaupstaðir á landinu búnir að fá sundlaugar. Sundlaugarnar á Sauðárkróki og Húsavík hafa báðar verið teiknaðar sem yfirbyggðar laug- ar, þ. e. sundhallir og báðar njóta þær jarðhita til hitunar. Sund- laugin á Húsavík er það á langt á veg komin að búið er að steypa sjálfa þróna ásamt stéttunum í kringum hana og ennfremur er laugarhúsið, þ. e. búningsher- bergi, baðherbergi, salerni, and- dyri o. fl. nú fokhelt. Á Sauðár- króki hafa undirstöðurnar verið lagðar. Laugar í kauptúnum í kauptúnum með 300 íbúa og fleiri, en þau munu vera 31 tals- ins á öllu landinu, eru sundlaug- ar til í 12 þeirra, en verið að byggja sundlaugar í 5 til við- bótar, þ. e. á Þingeyri, Selfossi, Hrísey, Borgarnesi og Eskifirði. Aðeins eina sýslu vanlar sund- laug Af 24 sýslum á Islandi er að- eins sundlaugar vant í einni, en það er Gullbringusýsla. En íbú- arnir þar njóta sundstaða í nær- liggjandi kaupstöðum, fyrst og fremst í Hafnarfirði og Kefla- vík en- einnig að meira eða minna leyti í Reykjavík. I Norður-Þingeyjarsýslu eru tveir ófullnægjandi sundstaðir, annarsvegar þró sem alls ekki er ætluð sem sundstaður, en hefur gufu til hitunar, hinsvegar uppi- staða í á með tilheyrandi sund skýli og er vatnið í ánni 15 stiga heitt jafnt sumar sem vetur. 1 Vestur-Skaftafellssýslu er til lítil sundlaug við heita upp- sprettu í Skaptártungunum, en vegna lágs hitastigs hefur þessi laug verið minna notuð en skyldi. Með tilliti til þess sem frá hefur verið skýrt hér að framan má segja að íbúar allra sýslna landsins hafi orðið aðstöðu til þess að senda börn sín til sund- náms, án þess að um miklar vegalengdir sé að ræða. En þrátt fyrir það þarf að sjálfsögðu að þétta laugakerfi landsbúa frá því sem nú er* og miða nýjar framkvæmdir fyrst og fremst við staðháttu, svo sem landslag, samgöngur og þéttbýli og koma fyrst upp laugum í þeim sýslum, sem hafa þess mesta þörf. Endurbælur á sundstöðum Verið er um þessar mundir að lagfæra ýmsa sundstaði á land- inu, gera þá og umhverfi þeirra vistlegra, auka hollustuhætti við þá og þar fram eftir götunum. Má þar til nefna Reyki á Reykja braut í Húnavatnssýslu, Efri- Hrepp í Borgarfirði og þá síðast en ekki sízt Akureyrarsundlaug, en það er langstærsta aðgerð á þessu sviði eins og sakir standa. Þar er verið að byggja laugar- hús og er þeirri framkvæmd svo langt á veg komið að fyllstu vonir eru til þess að Akureyring- um megi auðnast að njóta þess- ara endurbóta nú á þessa ári, enda leggja þeir kapp á að ljúka þeim. I laugarhúsi því, sem verið er að byggja verður m. a. lítil inni sundlaug, enda hafa Akur- eyringar þess fulla þörf, því hit- inn í aðallauginni bregzt jafnan þegar kólnar í veðri og er þá með öllu ónógur. Fjárframlög Sveita- og bæjasjóðir viðkom- andi staða standa undir sund- laugabyggingunum en oft hlaupa ýms áhugafélög undir bagga með fjársöfnunum og loks styrk- ir íþróttasjóður þessar fram- kvæmdir að allverulegu leyti. Eins og kunnugt er veitir Al- þingi íþróttasjóðnum, fé til fram kvæmdanna, en undanfarin 6 ár hefur sú fjárveiting verið nokk- uð af skornum skammti, ekki sízt með tilliti til hinna miklu sundlaugaframkvæmda í land- inu á þessum sama tíma. Fyrir bragðið stendur íþróttasjóður í allverulegri skuld við fram- kvæmdaaðila. Á síðustu fjárlög- um var fjárveiting til íþrótta- sjóðs hækkuð nokkuð, en þó ekki svo að hún mæti þörfunum að fullu. Láta mun nærri að þær sund- laugar sem verið hafa í smíðum undanfarin 8 ár, kosti um 8 milljónir króna. Upp í þann kostnað hefur íþróttasjóður í allverulegri skuld við fram- kvæmdaaðila. Láta mun nærri að þær sund- laugar sem verið hafa í smiðum undanfarin 8 ár, kosti um 8 milljónir króna. Upp í þann kostnað h e f u r íþróttasjóður greitt 1.6 millj. krónur, en skuld- Skuggsjá IndversJc harmsaga Enda þótt hin framfarasinnaða indverska stjórn leitist við að koma í veg fyrir barnahjóna- bönd, hafa 6,3% allra indverskra drengja á aldrinum 5—14 ára og 14,5% allra indverskra stúlku- barna á sama aldri þegar verið látin stofna til hjúskpar! Hvers vegna er höggorms- tungan á sífelldu iði? Hjá flestum dýrategundum hefir eitt eða fleiri skilningarvit þroskazt sérstaklega vel á kostnað hinna — til dæmis sjá fuglarnir býsna vel, en þefskynj unin er á lágu stigi. Slöngurnar sjá og heyra tiltölulega illa, en aftur á móti hafa. þær óvenju næma bragðskynjan í löngu, klofnu tungunni, sem stendur í sambandi við sérstök skynjunar- líffæri. Þegar slangan teygir út úr sér tunguna og hreyfir hana í sífellu til og frá, verður hún vör við bráð sína, þótt hún sé all langt í burtu, því að lyktarefnin, sem berast með vindinum, leys- ast upp í tunguslíminu og berast þaðan upp í skynjunarlíffærin, svo að slangan veit, hvað á ferli er, löngu áður en hún heyrir eða sér nokkuð. Vesalings sæfílarnir! Sæfíllinn, sem er risavaxin selategund, allt að fimm metr- um að lengd, er alkunnur fyrir hið háværa öskur sitt, sem sum- um finnst líkast sársaukaöskri, og hinn súra svip. Fyrir skömmu tóku nokkrir vísinda- menn sér fyrir hendur að rann- saka, hvort sæfíllinn hefði nokkra ástæðu til að vera svona dapur í bragði — og þeir komust að þeirri niðurstöðu, að hann hefði fyllstu ástæðu til þess! Rannsóknin leiddi nefnilega í ljós, að flestallir sæfílar, jafnt karlkyns sem kvenkyns, þjást af magasári, og eins og menn vita, bætir sá sjúkdómur alls ekki skapsmunina! Lífsháski við krýninguna í London Westminster Abbey, kirkjan, þai: sem Englandsdrottning var krýnd í fyrra, er á hraðri hrörn- unarleið, eftir því, sem blaði einu ensku sagðist frá fyrir skömmu. — Múrveggir kirkj- unnar eru orðnir svo tærðir og lausir í sér af völdum rigninga, þoku, frosts og ekki hvað sízt eiturefna úr púströrum bifreið- anna, að víða er nú hægt að mylja veggina niður með berum höndunum; súlurnar eru orðnar svo hrörlegar, að þær standa tæpast undir sjálfum sér og ein- falt tréverk er því til varnar, að þaksvalirnar falli niður í kirkj- una. — Þessar upplýsingar hafa fengið mikið á Englendinga, því þeim datt fyrst í hug, hvað hefði getað skeð, er orgeltónarnir glumdu við á krýningardaginn. Ungur stjórnmálamaður gerir upp reikningana Einn frambjóðendanna við síðastliðnar kosningar í Ame- ríku hefir tekið saman eftirfar- andi yfirlit: Ég missti 1,360 klukkustunda svefn, og auk þess ar orðið annað eins. Eins og að líkum lætur hefur þetta lamað verulega sundlaugaframkvæmd- ir á ýmsum stöðum og það svo að jafnvel hefur ekki verið snert á verki árum saman, þar sem annars var byrjað á byggingum. Nær 90 sundslaðir til á landinu Alls eru nú til 88 sundlaugar og sundhallir á íslandi. Þar aí: eru 7 opinberar sundhallir, 10 sundhallir við skóla og 1 sem er í einkaeign. Opinberar sundlaug- ar á landinu eru 46 að tölu, auk þess 4 sundlaugar við skóla og 2 í einkaeign. Að flatarmáli nema sundlaugar landsins yfir 12 þús. ferm. — VISIR, 4. febr missti ég tvær framtennur og nokkra hártoppa, er ég lenti í persónulegum útistöðum við andstæðing minn. Ég varð að kyssa 150 ungbörn, ég tók þátt í slökkvistarfi við 25 eldsvoða og bar við þau tækifæri samtals 75 fötur af vatni. Ég tókst í hend- ur við rúmlega 9,000 manns, sagði hérumbil 500 mismunandi lygar og talaði svo mörg orð, að nægt hefði til að fylla 10,000 bindi bóka. Ég hringdi 2,000 dyrabjöllum, og 39 hundar bitu mig. Og svo féll ég við kosn- ingarnar! Fiskikönguló Eitthvert furðulegasta dýrið í hinum dæmalausa dýraheimi Ástralíu er „fiskiköngulóin“. Þegar kvöldar, kemur hún sér fyrir á trjágrein og spinnur 4—5 cm. langan þráð, og er á enda hans límkenndur hnúður. Síðan heldur hún á þræðinum með fremsta fætinum, réttir hann út frá sér og kippir honum eld- snöggt upp og niður, og lokkar það næturfiðrildin í áttina til hennar. Þegar fiðrildið er komið nógu nærri henni, sveiflar köngulóin þræðinum ofurlítið lengra frá sér, svo að hnúðurinn slæst í fiðrildið og það festist — og eftir það á það sér engrar undankomu auðið, en verður köngulónni að bráð. í stuttu máli sagt Nýfæddur fílsungi er rúmlega 100 kg. að þyngd, en nýfæddur kengúru-ungi er minni en mús. — Á Montparnasse í París er minnsta kaffihús í heimi. Þar eru aðeins sæti fyrir fjóra gesti. — Ameríkumaðurinn Laurens Hammond, sá, sem fann upp Hammondorgelið, er laglaus með öllu og getur ekki lesið nótur. — Sú fæðutegund, sem mest er borðað af í heiminum, er hrísgrjón. — Það tekur nærri því heit ár að smíða, stilla og setja saman hluti þá, sem þarf í vandað armbandsúr. Og sólin rann upp — , Austurrískt tónskáld, Heinz Provost, tók árið 1953 þátt í keppni, sem sænskt kvikmynda- tökufélag efndi til. Semja átti ag í kvikmyndina „Intermezzo“, sem Ingrid Bergman varð fyrst kunn fyrir að leika í. Provost var aðeins stundarfjórðung að semja lagið, en þrátt fyrir það vann hann fyrstu verðlaun, 100 sænskar krónur. — Skömmu síðar lögðu nazistar Austurríki undir sig, og svo hófst stríðið, og að því loknu var Provost orðinn bláfátækur og veikur. — Útlitið var allt annað en gott — hann átti ekki völ á neinu starfi, og oft urðu þau hjónin að fara svöng 1 rúmið. En svo, fyrir ekki ýkjalöngu, datt honum í hug í þessum vandræðum sínum að skrifa sænska tónskáldafélaginu — það hafði þá haldið, að hann væri látinn — og spyrja, hvort hann hefði haft nokkrar auka- tekjur af „Intermezzo“-laginu. Svarið var á þessa leið: „Komið strax! Við geymum 80,000 krón- ur handa yður og peningarnir streyma ennþá inn“. Hernaðarháttvísi Enskur hermaður, sem lokið hafði herskyldu sinni í fótgöngu- liðinu, tók í sig kjark eftir hina löngu og erfiðu herþjónustu og skrifaði höfuðsmanni þeim, er hann hafði verið hjá, svofellt bréf: „Eftir allt það, sem ég hef orðið að þola í þjónustu yðar undanfarin tvö ár, er mér sönn ánægja að því að biðja yður og herdeild yðar að fara til hel- vítis!“ Skömmu síðar fékk hann eftirfarandi bréf frá höfuðs- manninum: „Allar tillögur um tilfærslu á herdeildum Hennar Hátignar verður að senda beint til hermálaráðuneytisins á sér- stöku eyðublaði, sem ég legg hér með“. — Heimilisblaðið

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.