Lögberg - 28.04.1955, Blaðsíða 5

Lögberg - 28.04.1955, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. APRIL 1955 5 wwwwwwwwwwww*************** ÁfiteAAÚL rVCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON í GARÐI NÝS GRÓÐURS Manstu er þú fórst í garðinn þinn dag eftir dag, að vita hvort útsprungið væri fallegt blóm, sem þú áttir von á? Og manstu hve ákaflega glöð þú varst, er þú sást það 1 allri sinni dýrð? Og þegar þú varst búin að sjá það dag eftir dag og varst samt glöð yfir því, þá stóð þér það ekki fyrir þrifum að gleði, er þú fanst alveg nýtt blóm, sem þú hafðir aldrei séð áður. Og það hoppaði í þér hjartað af gleði. Ó, hvað það var yndislegt líka. Og kartöflurnar. — Manstu hvað þú horfðir eftir þeim með tilhlökkun fyrst á vorin, hvort þær væru farnar að líta upp úr moldinni. Og hve innilega glöð þú varst svo sem þú hefðir him- inn höndum tekið, þegar þú sást þennan markverða gróður vera farinn að horfa upp úr moldinni og beint til dags og sólar? Líka það var yndislegt. — Og meðal annara kraftaverka, sem þú sást á vordeginum, var það, að ofurlítið grænt laufblað af baun lyfti býsna þykkri moldarskán, er hafði legið beint yfir höfði þess. Lyfti því svo virkilega og víst, sem væri það röð af mönn- um að koma upp undan hlera. Svo ljós var þessi græna blaða röð í gegnum garðinn. Og þegar uppskeran kom, hve yndislegt var það, er þú stakst spaðanum í moldina, að sjá jarð- eplin koma upp, já, í hrúgu — mörg saman, drifhvít, hrein og alveg til. Bara skola af þeim og láta þau í pottinn, og aðra ávexti. Grænar agúrkur, rauðir tómatar, gular marrows, grænar dökk-dreglaðar cítrónur. — Svo ótal margt, sem náttúran réttir börnum jarðarinnar, þegar þau rækta hana vel. — Feikn af alla vega litum blqmum. ----0---- Samt eru mannlífs blómin dýrmætust af öllu þessu, svo óendanlega dýrmætar sem af- urðir jarðarinnar eru. íslending- ar hafa fengið orð fyrir það hér í álfu, að vilja menta börn sín og það má óhætt fullyrða, að margur maður og kona hafa lagt þar fram mikinn og dýran skerf. Og þá má ekki gleyma því, að unga fólkið sjálft hefir tekið undir það, er þeir eldri gerðu fyrir það með ráð og dáð, enda er ekki hægt að hjálpa neinum, sem ekki vill hjálpa sér sjálfur. Það mun vera óhætt að fullyrða, að ekkert ár líði svo, að íslenzku blöðin færi okkur ekki fleiri og færri fregnir af góðum fram- gangi ungra manna og kvenna á lífs og menningarbrautinni hér í Canada, og sannarlega er það gleðilefni, sem gefur hjarta mannsins ekki síður ástæðu til að hoppa af gleði en þegar ný jurt finnst í garði náttúrunnar. Canada, hið fagra, víðáttumikla og auðuga land, er heimaland og gróðrarstöð þeirra, sem hér eru bornir og barnfæddir af ís- lenzkum ættum, ekki síður en þeirra, sem af öðrum uppruna koma og eins stendur á fyrir. Maður er mintur á alt þetta af og til, þegar ný tíðindi á þessu sviði bera fyrir mann. 1. marz í vetur var ellefu ára afmæli ís- lenzka-lúterska safnaðarins í Vancouver, og 1. apríl var haldin sérlega myndarleg samkoma í tilefni af því. Til þeirrar sam- komu stofnaði ung mentakona af alíslenzkum ættum, Dr. Carol Félsted, til ágóða fyrir kirkju- byggingarsjóðinn. Þríþaeiti strengurinn Þjóðtrúin hefir lengi haldið því fram, að þríþættur strengur sé óslítandi. Hvort menn hafi gert eða geri sér í hugarlund hér og þar, að hér sé um áþreifan- legan streng að ræða, veit ég ekki. Ekki veit ég heldur hvort nokkuð yfirnáttúrlegt fylgir þrí- þættum, áþreifanlegum streng, en til eru andleg öfl, sem ég trúi fastlega að séu óslítandi í allri raun og veru. Þau eru: trú, von og kærleikur. En nú fer svo oft fyrir okkur mannanna börnum, að allir þessir strengir bresta í okkar eigin huga, annað slagið, og með það finst mönnum að alt slíkt horfið úr tilverunni af því önuglyndi eða vanmáttur vor mannanna hefir útilokað þessar dýrmætustu af öllu, eindir lífsins. „Vonin mín valtan knörr, veðurgæftir baga. Hún hefir marga fýluför farið um sína daga“, segir Þorsteinn Erlingsson skáld. En það er um trúna, vonina og kærleikann eins og eldinn, að þegar réttu lífseindirnar eru bornar að mannssálinni þá kviknar fljót- lega á því, sem þar er til. Þá sjáum vér að trúin, vonin og kærleikurinn voru til. Þau voru alls ekki dáin, þau sváfu bara í nokkurs konar „ládeyðu“. Mér kom þetta til hugar pð nýju í gærkveldi, þegar ég var að horfa á þær margbreytilegu og prýðilega vel gerðu og sýndu myndir, sem Dr. Carol Féldsted, dóttir Mr. og Mrs. Eggert Féld- sted, sýndi okkur í Manhattan Hall, og var gert til ágóða fyrir kirkjubygginguna lútersku hér í Vancouver. Það eru nú nokkur ár síðan þetta kirkjubyggingar- mál kom á döfina, en erfiðleik- arnir voru og eru enn, margir. Kostnaður mikill og er von að mönnum finnist mikið til um það. En nú er samt svo komið, samkvæmt yfirlýsingu for- manns kirkjubyggingarnefndar- innar, hr. L. H. Thorlakson, í gærkveldi, að hægt er að halda áfram. Sú peningau^phæð, sem til þess þurfti að hrinda málinu í verulega framkvæmd, er nú komin inn. Og Mr. Thorlakson áminti menn um að þakka Skaparanum fyrir þessa náð. „Enginn veit hvað átt hefir fyr en mist hefir“, segir gamalt máltæki. Nú er Fastan, tíminn, sem öllum ársins tíma framar minnir mann á kærleika Guðs og þann, sem hann sendi, Jesúm Krist. Föstumálin eru dýpstu hjartamál kristninnar. ----0---- Dr. Carol Féldsted Samkoman, sem Dr. Carol Féldsted hafði til ágóða kirkju- byggingarmálinu,. hepnaðist á- gætlega vel. Þessi unga, fríða stúlka, er alveg ósnert af neinu yfirlæti yfir hinni ágætu ment- un, sem hún hefir öðlast. Hún er fasprúð og látlaus, tekur þétt í hendi manns og brosir fallega. Hún fór með okkur, sennilega hátt upp í tvö hundruð manns, í ágætan Evróputúr. Slepti landi Canada frá bryggju í Montreal og lenti aftur í New York, er heim kom. Miss Féldsted stýrði förinni heim til Skotlands og að ýmsum eldri og yngri tíðinda- merkjum þar. Edinborg, brúnni yfir Firth of Forth og ýmsa aðra merka staði og fallega. Blómskrýdda garða og fríðar sveitir. Svo var skroppið yfir til Englands og ekki minkuðu tíð- indin við það, að líta Lundúna- borg með aragrúa af húsum, svo víðar hallir og turna, er skera sig úr og eiga margar og miklar sögur inn í fyrndinni. Það var stanzað góða stund við að horfa á lífvörð drottningarinnar. Það hefir oft borið fyrir mann, að fólki þar heima fyrir þætti gaman að horfa á og hlusta, þegar lífvaktinni er skipt, svo sem fjarlægðin hefir gaman af að sjá vel teiknaðar myndir þar af. Og það var líka þarna all mikill fjöldi fólks að horfa á þessa feikna háu menn, í há rauðum treyjum með gífurlega stórar loðhúfur á höfðinu hvernig sem viðrar. Yfirmaður þeirra sat á fjarska fallegum hvítum hesti. Og öll skiptin virtust fara fram með hárs- a breiddar reglu. Við komum í ferðinni til Parísar og sáum að fólkið þar á strætunum við vörustanda sína, þó kannske að sumu leyti ofurlítið frábrugðið í búningi, er alveg eins og við, fólkið hérna. Maður gæti hugsað, er litið verð- ur á vörustandana, að maður væri kominn í matsölubúð í Vancouver. Aldinin niðurröðuð í langar þar til gerðar hyllur, appelsínur og fleira. Börnin, glöð og kát, sum feimin, önnur áfram um að komast á myndina. Og svo framvegis. Holland með sína sérkenni- legu kvenbúninga og skipþakta sjávarsíðuna í Amsterdam. — Kona við aldur, er sat að knypplingagerð í Belgíu, hafði margar spólur þar út frá. Og blúndan, sem hún hafði knyppl- að, virtist þessleg, að henni hefði ekkert fipast með höföldin sín. Dr. Carol sýndi ýmsa sögu- lega staði á sjó og landi og landi og mintist ýmsra sögu- legra atriða. Hún sýndi hallir, kirkjur, hús og brýr, bæði með rómverskum og gotneskum stíl, sem og seinni tímana líka. En það sem dró athygli mína sér- staklega að gömlu aðalssetrun- um, auk þess hve vel þau höfðu verið gerð í fyrstu, voru síkin, sem þessir gömlu herrar grófu í kringum hallir sínar til þess að halda óvinunum úti. Hve ægi- leg tíðindi höfðu ekki gerzt í sambandi við þessi síki, þessar hallir, þessar miklu og fögru kirkjur. Svo ótal margt markvert og fallegt var sýnt í þessari „ferð“, að erfitt myndi að segja hvað væri bezt þar í. Hvað fallegast hefði borið fyrir augu manns. En ætti ég að segja um það fyrir minn smekk, þá man ég bezt Péturskirkjuna í Róm. Bygg- ingin virtist undur falleg, bæði fínleg og sterkleg. Kirkjuglugg- ar margra landa afar skraut- legir, voru sýndir, gæti ég ekki úr því skorið hver fallegastur væri þar, því þeir virtust svo líkir, en mér þóttu fallegri í það heila tekið * gluggarnir í ensku • kirkjunum heldur en brúnu gluggarnir á Frakklandi, þó þeir séu líkir að lögun og listskrauti. Það er bjartara yfir þeim ensku. Eyjar, eldfjöll, skip og sjór, var mikið í sýningunni. En það var gott að lenda í Ameríku hvoru megin línunnar sem er. Birtan er mikil yfir því, sem vel er um hér. Það er nýtt, hressandi og fallegt. „Skýjaskafar“ New York báru við loft og birtan og stærðin á brúnni, sem við var lent, kastaði ljóma yfir huga manns. — Hin undursamlegu mannvirki nýja tímans. Dr. Féldsted var mikið hylt fyrir sýningu sína, enda vel verðskuldað. Hún talaði sleitu- laust og skýrði myndirnar á annan klukkutíma og virtist ekki þreytt. Hún hefir góða rödd fyrir ræðupallinn, — fremur sterka, samt fallega. — Rödd, sem fer ekki mjög hátt en berst vel. I það heila tekið var mjög ánægjulegt, að heyra þessa ungu, vel mentuðu konu. Og ég samgleðst af öllu hjarta hin- um mætu foreldrum Dr. Carol sem og henni sjálfri, fyrir að hafa orkað því að ná svo göfugu marki. Og ég óska þeim allra heilla. Nú teljast þær tvær konurnar, af íslenzkum ættum, sem náð hafa doktorsnafnbót, báðar við Sorbonne háskólann á Frakk* landi, Dr. Carol Féldsted frá Winnipeg, útskrifuð af Mani- toba háskóla, og Dr. Björg Þor- láksdóttir á íslandi, en hún er nú látin. Fleiri voru á umræddri sam- komu að skemta með góðum hæfileikum og þekkingu í sínu fagi. Frú Erika Eastwold, ein af börnum séra Steingríms og frú Eriku Thorlakson, fjarska að- laðandi kona. Frú Erika skemti þarna bæði með píanó- og fíólín- spili; en frú Frank Friðriksson spilaði undir fyrir einsöngvar- ana. Frúrnar voru báðar inni- lega hyltar. Söngstjarnan ís- lenzka hér í Vancouver, frú Margrét Sigmar Davidson skemti með söng sínum bæði í upphafi samkomunnar, og líka er lengra sótti, og var innilega fagnað. Mrs. S. V. Gillies, for- seti safnaðarins, stýrði samkom- unni, en prestsdóttirin unga, Guðný Eiríksdóttir Brynjólfs- son, færði Dr. Carol Féldsted blómvönd, einkar fagran. Frú Lillian Thorlakson aðstoðaði litlu stúlkuna fyrst í stað, en svo kom Guðný litla verki sínu vel á framfæri. I upphafi samkomunnar var sungið O Canada og í endalok programs, God Save the Queen. Þá framreiddi kvenfélagið ágæt- ar veitingar. — Sumir gizkuðu á, að í húsinu hefðu verið um hundrað og sjötíu manns eða meir. Ég held, að allir hafi farið ánægðir heim til sín. Það hafði verið lagður fallegur steinn í kirkjubygginguna og auðséð var, að enn lifði trú, von og kærleikur í sálum manna, bæði í afgreiðslu skemtiskrárinnar — þvílíkt feikna starf,, sem í raun- inni lá þar á bak við — og svo í hugum þeirra, sem komu þarna og lögðu fram fé sitt málinu til styrktar. Þríþætti strengurinn er sí- gildur enn. Og mannlífsblómin gróa. Rannveig K. G. Sigbjörnsson Guðmundur Jóhannesson 1866—1955 Hann var fæddur að Keldu- nesi í Kelduhverfi í Þingeyjar- sýslu 26. nóv. 1866. Foreldrar hans voru Jóhannes Árnason og Ingiríður Ásmundsdóttir, kona hans. Þegar hann var fjögra ára gamall fluttist fjölskyldan að Ytra-Álandi í Þistilfirði, og þar ólst hann upp. Föður sinn missti hann á unga aldri, en dvaldi hjá móður sinni unz hann var 22 ára gamall. Fluttist hann þá til séra Árna bróður síns að Greni- vík, og dvaldi hjá honum í nokkur ár. Um það bil giftist hann eftirlifandi ekkju sinni, Kristveigu Grímsdóttur frá Laxárdal í Þistilfirði (1901). Tveimur árum síðar tóku þau sig upp og fluttust til Vestur- heims. Dvöldu þau fyrst hjá Guðna bróður hans í Glenboro, en fóru síðan til Dakota. Ekki munu þau hafa átt langa við- dvöl þar, því að árið 1904 eru þau komin til Nýja-íslands, og búin að taka þar land. Bjuggu þau á landi þessu í níu ár, en fluttust þar næst til Árborgar og áttu þar heima frá 1913—1929. Þá lá leiðin til Winnipeg, og áttu þau þar heima síðan. Þeim hjónum fæddust 9 börn, og eru sjö þeirra á lífi: Ása, Mrs. Munroe í Spokane, Washington; Grímur í Ashern, Man.; Ingólfur í Portage la Prairie, Man.; Adolph (Joe) í Dauphin, Man.; Robert í Winnipeg; Alfred í Kenora; og John í Ft. Frances, Ont. Tvo sonu misstu þau, Matthías 1941, og Arthur, sem féll í síðari heimsstyrjöldinni í Evrópu árið 1942. Auk ekkjunn- ar og barnanna, sem talin eru hér að ofan, lætur hann eftir sig hér vestan hafs eina systur, Mrs. Kristínu Swainson 1 Win- nipeg, og fimmtán barnabörn. Guðmundur var hinn mesti sæmdarmaður, vinsæll og vel metinn af öllum. Á yngri árum var hann hraustmenni að burð- um, og að sama skapi verklaginn og duglegur. Hann var glað lyndur og bjartsýnn, enda ein lægur trúmaður. Yfirleitt má segja að ævi hans hafi verið bæði löng og blessunarrík. Hann var og mjög lánsamur í einka- lífi sínu; kona hans var honum samvalin um mannkosti, og börnin öll mjög myndarleg og vel gefin. Á fyrsta degi ársins fluttist hann búferlum hinzta sinn, er andi hans sveif inn í ljósheima Drottins. Útförin fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju 4. janúar, og var mjög fjölmenn. Samferðamennirnir b 1 e s s a minningu þessa góða manns. V. J. E. Symphony Season Ends Wifrh All- Orchest-ral Concert The last of the current series by the Winnipeg Symphony Or- chestra will present an all- orchestral concert conducted by Walter Kaufmann on Thursday, May 5th, at 8.40 p.m. in the Civic Auditorium. The major work on the pro- gram will be the great Sym- phony No. 4 in E Flat by Anton Bruckner. It has been sub-titled the “Romantic” Symphony. Al- though Bruckner’s works do not appear very frequently on sym- phony programs, his fourth sym- phony ranks with the master- pieces of symphonic literature. Walter Kaufmann has had con- siderable success with this par- ticular symphony having con- ducted it with the Winnipeg Symphony five years ago and also in a nationwide broadcast with the CBC Symphony in Toronto last summer. The concert will begin with Weber’s familiar overture to “Ruryanthe” and will also in- clude “Quiet City,” a short descriptive piece by the eminent contemporary American com- poser, Aaron Copland, and “The Fountains of Rome,” a sym- phonic poem by Respighi. The latter work is a colorful descrip- tion of four of the famous Roman fountains including the great Trevi fountain, an import- ant locale for a recent Holly- wood film. The Winnipeg Symphony Or- chestra of 70 musicians have presented this season a series of ten concerts under the direction of Walter Kaufmann. Plans al- ready have been announced for a similar series next season. Tickets for the May 5th concert as well as infonnation on next season may be had at the Sym- phony Box Office, 2nd Floor at The Bay. Guðmundur Jóhannesson KVEÐJUMÁL Guðmundur Jóhannesson - frá Árborg Ég þekkti allan hópinn hans þess heiðarlega og góða manns. Það ljúfa og hreina hugarfar; hvergi betur ríkti en þar. Margt var örðugt á hans leið, og undan stormum margoft sveið, því gegnum lífsins gönguför hann glímdi oft við mótstæð kjör. Konan var hans hjálparhönd. Hríðin hvarf, en sólarlönd lýstu upp þeirra hugarheim. og hamingjuna veitti þeim. Börnin þeirra' bú og alt, blessaði Drottinn hundraðfalt, og gaf þeim sannan andans auð, ást og trú, og daglegt brauð. En sjálfur var hann ör á alt. Og orð hans hvinu hátt og snjalt. Skinu um margan skemtifund hin skjótu svör, hin hreina lund. Það var gleði í þeirra rann, og þar fór altaf vel um mann. Samfund ef ég sat með þeim, sæll fór ég og betri heim. Hnýpinn sé ég hópinn þinn, sem harmar góða vininn sinn. Og þegar tárin falla á fold, þau frjóvga þessa gróðurmold. Þó er bjart um þessa stund, því þú hefir aðeins tekið blund. Og vinum þínum lýsir leið um langa tíð þó endi skeið. Guðmundur O. Einarsson COPENHAGEN Bezta munntóbak heimsins Lesið SOKKAR Skoðið hina nýju T-E-Y-G-J-A-H-L-E-firU SOKKAR Hinir einu teygjanlegu 2-ilja sokkar í Canada Fást úr 100% Nylon eða Ull og Nylon

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.