Lögberg - 28.04.1955, Blaðsíða 3

Lögberg - 28.04.1955, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. APRÍL 1955 3 þessu voru þrjú hundruð manns og unnu þeir að teppahnýtingu eftir fyrirmyndum. Var undra- vert hversu hraðvirkir sumir þeirra voru orðnir. Tyrkir bentu á það með réttu, að ef fangelsis- vist ætti ekki að vera tómur hé- gómi og jafnvel annað verra yrðu fangarnir að fá að vinna og hreyfa sig utan húss. Fyrir hvoru tveggju var vel séð á þessum stað, því stór garður var handa fólkinu að viðra sig og vinna í. Neðanjarðarborg Áfram var haldið til ýmsra borga og bæja og skulum við næst staldra við í frásögninni í fjallaborginni Göremík, en hún er byggð í því sérkennilegasta fjalllendi, sem ég hef séð. Fjöllin eru úr eins konar leirkrít en víða strýtu- og topplöguð svo manni finnst helzt, að maður sé kominn til tunglsins eða annarar plánetu ólíkri vorri^jörð. Um 200 árum eftir Krist voru kristnir menn ofsóttir á þessum slóðum, þeir flýðu þá til fjallanna og holuðu sig inn í hæðir og hóla, grófu þar kirkjur og kapellur auk íbúðarhúsa. Kirkjurnar eru ótrúlega stórar og vel gerðar. Þar eru grafin út ölturu, hvelf- ingar og súlnaraðir en margar hávelfingar eru skreyttar fresko málverkum. Við eyddum heilum degi í að skoða þessa undarlegu borg og var áhugi okkar svo mikill að við nærri gleymdum hitanum. Við vorum nú komin svo langt inn í Litlu-Asíu að verulegar ferðamannaleiðir voru þrotnar, og kom það glögglega fram í gestrisni fólksins. í næstu borg bauð lögregluþjónn okkur í bíl- ferð og sýndi okkur margt nýstárlegt og að því loknu bauð hann okkur í miðdegisverð. Meðan við vorum með honum og fólki hans dönsuðum við þjóð- dansa og sungum tyrkneska og norræna söngva. Daginn eftir kom til okkar verkfræðingur, sem numið hafði á Þýzkalandi, og fékk okkur stóran bíl til um- ráða svo við gátum skoðað það, sem okkur lysti. Á því ferðalagi sáum við meðal annars tvo fjallabæi, sem voru að nokkru leyti nýtízku leirhús, ef hægt er að nefna leirhús þannig, en að nokkru leyti jarðgrafnir kofar. Hvar sem við fórum vöktum við svo mikla athygli, að einn sagði með áhyggjuhreim í röddinni: „Hvernig eigum við að fara að, þegar við vekjum ekki svona mikla athygli Iengur?“ Meðal þeirra, sem buðu okkur heim, var borgarstjórinn í Orthahísar, en í gestabókinni hans fann ég fjögur íslenzk nöfn, voru það nöfn Bergsfjölskyldunnar, en Helgi Bergs var, eins og menn vita, ráðunautur Tyrkja um hríð og gat sér góðan orðstír. Bolir handa íþróttamönnum ÓviíSjafnanleg Watson's gerð! Allir Iþróttamenn kunna a6 fullu a8 meta hina ágætu Iþróttavasa, teygjanleg mittisól, er styöur maga holitS á þrjá vegu. SaumaS af sér- fræCingum, auðþvegiö og þarfnast ekki strokningar. Endist von úr viti. ViSeigandi Jerey's. W-ll-54 Næsta dag bilaði bíllinn, þeg- ar við áttum ófarna átta kíló- metra til áfangastaðar. Við tók- um þá það ráð að gista undir berum himni enda enginn vandi að láta fara vel um sig í svefn- pokunum undir beru lofti. Skammt frá okkur voru hjarð- menn með hjarðir sínar og fannst mér ég þá vera komin furðu nærri þeim hugmyndum, sem ég gerði mér á barnsaldri um fjármennsku þeirra, er getið er um í Nýja testamentinu. Um morguninn fórum við til hjarð- mannanna og fengum að þvo okkur úr brunninum þeirra. Þeir tóku okkur vel og sungu fyrir okkur hirðingjaljóð og spiluðu á mjög óbrotin hljóð- færi. Eigi að síður var hugblær- inn á þessum stað með því unaðslegasta, sem fyrir okkur kom í ferðinni. f lestinni á leiðinni til Ismir hlotnaðist mér sá heiður að Tyrki nokkur bað mín. En þar eð formáli hans að bónorðinu var örlítið öðruvísi en á íslandi ætla ég að segja frá atburði þessum. Sennilega hefir maður- inn verið búinn að gefa mér gætur án þess, að ég vissi af því. Allt í einu snaraðist hann inn í klefann til okkar og gaf vín- berjaklasa á báða bóga. Þegar allir voru orðnir mettir fór hann að ræða bónorðið við mig. Ég benti honum á giftingarhring- inn, en það hafði engin áhrif. Hann vildi ganga frá trúlofun- inni strax svo við gætum búið í sama herbergi í Ismír. Þegar ég vildi ekki fallast á þetta, spurði hann með hverjum ég ætlaði að búa í Ismír. Ég benti á farar- stjórann, sem hálfsvaf á bekk. Eins og kólfi væri skotið kast- aði Tyrkinn sér yfir fararstjór- ann og fór að klappa honum öll- um utan og bjóða honum falleg- ustu vínberin, sem hann átti. Fararstjórinn hafði ekki fylgzt með forsögu þessara aðfara, svo að hann varð hinn versti og rauk út úr klefanum. Lauk þannig viðskiptum mínum og Tyrkjans, því ekki gat hann rætt við mig frekar án samþykkis mannsins, sem ég sagðist ætla að sofa hjá í Ismír. Annars er réttarstaða konunnar í Tyrklandi næsta bágborin. T. d. fara konur aldrei einar í veitingahús, margar ganga með blæju fyrir andlitinu og á einum stað í Liltu-Asíu vakti það furðu að við skyldum hafa bera handleggi. Slíkt fram- ferði vakti svo mikla furðu kyn- systra okkar, að þær komu til okkar og flettu upp pilsföldum okkar til þess að athuga hvort við værum siðsamlega búnar innan undir, en þær áttu sýni- lega á öllu von þar sem við vorum. Haldið norður aflur Þetta spjall er þegar orðið fulllangt, enda ókleift að lýsa nema litlu af því, sem fyrir aug- un bar í Tyrklandi, þar sem allt er svo ólíkt því sem við eigum að venjast á Norðurlöndum. Tyrkland er land mikilla and- stæðna. Þar er sums staðar mikill auður og skraut, fögur listaverk, bæði mosaik, mynd- vefnaður og málverk. En á hinn bóginn er þjóðin félagslega langt á eftir okkur og þótt okkur þætti rómantískt að elda mat við bál, þegar við gistum undir berum himni í hjarðarhögum, myndum við varla hafa sætt okkur við það líf það sem eftir er ævinnar. Þegar við komum til Aþenu hitti ég Ólöfu Pálsdóttur mynd- höggvara, sem þá var nýkomin úr Egyptalandsför og full hrifn- ingar yfir því, sem á daga henn- ar hafði drifið. Grikklandi mun ég ekki segja frá að sinni, en að- eins geta þess að við fórum það- an til Feneyja, en þar dvöldum við í tvo daga og gengum úr skugga um að til þeirrar fögru borgar yrðum við að koma aftur. Að kvöldi hins 11. ágústs var komið til Kaupmannahafnar og hafði ferðin þá staðið í rúma tvo mánuði. —Jólablað VÍSIS 1954 Unga fólkið vill athuga hina kristnu lífsleið Samtal við dr. ARNOLD S. ALDIS um háskólalíf og krislindóm Síðasta daginn, sem vor góði gestur, dr. Aldis, dvaldist hér, fékk ég tækifæri til að tala við hann um ýmislegt, sem ekki vannst tími til að ræða um með- an hann átti í mesta annríkinu með fundum fyrir háskólastúd- enta og annað skólafólk í Reykja vík. — Þér eruð enn ungur að aldri, dr. Aldis, eða er ekki svo? — Ég er fæddur*árið 1910, í Kína, þar sem faðir minn var kristniboði. Sjö ára gamall fór ég heim til Englands með for- eldrum mínum. Við fórum þá yfir Síberíu. — Munið þér nokkuð úr kín- versku? — Já, ýmis orðatiltæki. Þegar þér réttuð séra Friðrik hangi- kjötið og sögðuð: „Yao-puh-yao“ þá skildi ég það undir eins. (Við vorum þá að borða hangikjöt og skyr, sem öllum þótti mjög gott, ekki sízt gestinum). — Hvar stunduðuð þér há- skólanám? — í London. Faðir minn var þar í mörg ár framkvæmdar- stjóri í heimastarfi China Inland Mission. Ég lærði fyrst náttúru- vísindi, en síðar nam ég læknis- fræði við University College, en eftir það gerði ég skurðlækning- ar að sérgrein minni. — Hvar hafið þér starfað síðan? — Hér um bil allan tímann í Cardiff. Þar kenndi ég við læknadeild háskólans í Hales, sérstaklega skurðlæknisfræði. — Hafa orðið breytingar í andlegum viðhorfum meðal ungra menntamanna í Bretlandi eftir stríðið? — Já, það er vaxandi áhugi fyrir kristindómi meðal stúd- enta eftir styrjöldina. — En and-kristilegur áróður? Gætir hans ekki ennþá í Bret- landi? — Hans gætir að vísu enn, þó miklu minna en fyrir styrjöld- ina og meðal menntamanna er honum minni gaumur gefinn en áður. — Hvernig stendur á þessum breytingum? — Eftir stríðið urðu margir ungir menn fyrir vonbrigðum. Skynsemishyggjan og veraldleg hugsjónakerfi höfðu flutt sinn áróður og fengið sín tækifæri. Hinum ungu mönnum hafði verið sagt, að þeir væru að berj- ast fyrir „betri heimi“, en þessi betri heimur lætur ekki sjá sig. Sá góði heimur húmanisma og náttúruvísinda vildi ekki koma. Kristlega stúdentahreyfingin — Hvað er það rétta nafn á I. F. V. skrifað fullum stöfum? — Það er Intervarsity Fellow- ship of Evangelicál Unions. — Hefur þessi hreyfing náð útbreiðslu? — Já, hún er nú við alla há- skóla Stóra-Bretlands og nú á seinni árum í Kanada, Suður- ‘ Afríku, Ástralíu og Nýja-Sjá- landi. Sams konar hreyfing er einnig í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum varð til náskyld stúdentahreyfing um 1921, rétt um sama leyti og vor félags- skapur var stofnaður. Þó þessar hreyfingar séu sjálfstæðar, þá eru náin tengsl milli þeirra, eins og vér höfum samband við Kristilegt stúdentafélag hér. — Hvernig er þáttaka stúd- enta í hreyfingunni? — Hún var víða mikil. Sem dæmi mætti nefna að í Cam- bridge koma 3—400 stúdentar á biblíulestra í miðri viku og allt að 1000 stúdentar koma til messu á sunnudagskvöldum, þar sem stúdentar eru eingöngu. Yfirleitt er aðsóknin vaxandi. Er krislindómur nauðsynlegur? — Við erum sennilega sam- mála um að kristindómurinn sé nauðsynlegur. En hvers vegna ættu ungir stúdentar að líta þannig á málið, en það virðast þeir gera, með því að vilja lesa biblíuna og hlusta á kristinn boðskap. Hver er ástæðan? — Unga fólkinu finnst að heimurinn hafi fallið í ófremd- arástand og það er að leita að lífsleið út úr því ásiandi, sem það hefir verið leitt inn í. Eins og ég sagði, hafa loforð hinna veraldlegu hugsjóna um betri heim brugðist. Unga fólkið sá alvöru lífsins á styrjaldarárun- um og það vill athuga hina kristnu lífsleið. Margir vissu alls ekki hvað kristindómurinn var af því að þeir tóku rök- semdir skynsemisstefnunnar gildar og hættu að leita ann- arrar lausnar. Það er getuleysi veraldarhyggjunnar, sem veldur því að margir vilja athuga kristindóminn á ný. — En meðal almennings? Er þar nokkur samskonar áhugi? — Fjöldi manns kemur aldrei í kirkju, nema um jól og páska, til að hafa annan fótinn innan kirkjunnar til öryggis .... — Um þetta eru menn hér á íslandi alveg sammála Bretum . . . . þótt ekki sé um samtök að ræða. — En það var annað, sem sýnir að einhver breyting er að verða meðal almennings í Bret- landi. Þegar Billy Graham kom, var honum yfirleitt illa tekið af flestum blöðum, en þegar hann fór, þá var ástandið gjörbreytt bæði hjá blöðunum og almenn- ingi. Allir töluðu þá um Billy Graham, bæði í strætisvögnum og járnbrautum .... — Hvernig ættu ungir menn að nálgast kristindóminn til að kynnast honum? — Við í I.V.F. lítum á biblíuna sem lind hinnar heilögu trúar og teljum að menn geti treyst henni til að finna kjarna kristin- dómsins, hjálpræðið. Hjá okkur lesa menn biblíuna bæði í flokk- um og í einrúmi. Hinni nei- kvæðu gagnrýni á biblíunni hef- ir að miklu leyti verið hnekkt með síðari ára rannsóknum og þessi gagnrýni er ekki eins nei- kvæð né hávær eins og áður. Stjórnmálamenn — Eru enn uppi trúaðir, kristnir stjórnmálamenn í Bret- landi, eins og áður var? — Já, í öllum flokkum. Það eru reglulegar *bænasamkomur í enska þinghúsinu og hafa verið árum saman. Og þar hittast þingmenn allra flokka til þess eins að biðja .... Sama er að segja um ýmis stór fyrirtæki, tryggingafélög, póst- menn, stórar verzlanir, Eng- landsbanka. Kristileg félög eru innan þessara stofnana; sjálfur Iiefi ég t. d. talað í félagi póst- manna. — Hvernig hefir yður liðið hér? — Ég hef engum erfiðleikum mætt, en alls staðar vináttu og hjálpfýsi. Á almennu samkom- unum hafa margir sýnt áhuga. Ég er ánægður með dvölina hér. Við þökkum dr. Aldis komuna og góða viðkynningu og árnum honum allra heilla. J. Hannesson —Mbl., 6. marz Hestur kom upp að glugga veðbankans á kappreiðunum og óskaði að veðja á sjálfan sig. Undrunarsvipur breiddist yfir andlit afgreiðslumannsins. — Þig furðar náttúrlega á því, að ég skuli geta talað, sagði hesturinn. — Nei, sagði afgreiðslumaður- inn, mig furðar meira á því, að þú skulir láta þér detta í hug, að þú getir unnið. Business and Professional Cards Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Dr. P. H. T. Thorlakson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 832 Simcoe St. Winnipeg, Man. WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg PHONE 92-6441 j Gilbarl Funeral Home J. J. Swanson & Co. LIMITED Selkirk, Manltoba. 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG J. Roy Gilbart Llcensed Embalmer Phone 3271 Selklrk Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalftn og eldsábyrgB, bifreiSaábyrgð o. s. frv. Phone 92-7538 Dr. ROBERT BLACK Sérfræðingur í augna, eyrna, nef og hál8sjökdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Gr&ham and Kennedy St. Skrifstofusími 92-3851 Heimasími 40-3794 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service Dunwoody Saul Smith DR. E. JOHNSON & Company Chartered Accounlants . 304 Eveline Street SELKIRK, MANITOBA Phone 92-2468 100 Princess St. Winnipeg, Man. Phones: Office 26 — Residence 230 And offices at: Office Hours: 2.30 - 6.01 p.m. FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN Hofið Thorvaldson, Eqgertson, Höfn Bastin & Stringer í huga Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOT1A Bldg. Portage og Garry St. Heimili sólsetursbarnanna, Tcelandic Old Folks’ Home Soc , 3498 Osler St„ Vancouver. B.C. PHONE 92-8291 ARLINGTON PHARMACY ' CANADIAN FISH Prescriplion Specialisí PRODUCERS LTD. Cor. Arlinglon and Sargenl J. H. PAGE, Managtng Dlrector Phone 3-5550 Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: 74-7451 Re*.: 72-3917 We collect light, water and phone bills. Post Office Muir's Drug Store Ltd. Office Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 J. CLUBB FAMILY DRUGGIST Dr. L. A. Sigurdson SERVING THE WEST END FOR 528 MEDICAL ARTS BUILDING 27 YEARS Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. Phone 74-4422 Ellice & Home and by appointment. Thorarinson & Appleby Barristers and Solicitors S. A. Thorarinson, B.Sc., L.L.B. W. R. Appleby. B.A., L.L.M. 701 Somerset Bldg. Winnipeg, Man. Ph. 93-8391 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur OtbúnaCur sá bezti. StofnaC 1894 SÍMI 74-7474 Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Acccuntant 505 Confederation Life Building WINNIPEG MANITOBA Minnist BETEL í erfðaskróm yðar. PARKER, TALLIN, KRIST- JANSSON, PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker. Clive K. Tallin, Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin. 5th n. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Maln Street Wlnnipeg 2, Man. Phone 92-3561 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. - RUBBER Sc METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St. Wlnnlpeg PHONB 92-4424 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Stmi 92-5227 Creators of Distinctive Printing Columbiq Press Ltd. 695 Sargenl Ave. Winnipeg PHONE 74-3411 EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Maniloba Eigandi ARNI EGGERTSON Jr. SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar. öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinlr. Hltaelnlngar- rör, ný uppfyndlng. Sparar eldi- viö, heldur hita frá a8 rjúka öt meC reyknum.—SkrifiC, slmiC tll KELLY SVEIN8SON 125 Wall St. Wlnnlpeg Just North of Portage Ave. Stmar 3-3744 — 3-4431 Van's Eíectric Ltd. 636 Sargenl Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFTAT Phone 3-4890 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in all its branches Real Eitate - Mortgages - Rentali 210 POWER BUILDING Telephone 93-1181 Res. 48-1480 LET US SERVE YOU

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.