Lögberg - 28.04.1955, Blaðsíða 1

Lögberg - 28.04.1955, Blaðsíða 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI S Telephone Lines 20-4845 68. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 28. APRÍL 1955 NÚMER 17 Umferðafálmanir og leit í bílum valda almenningi miklum óþægindum Hópferðin fil íslands Bréf hafa nú borizt frá Islandi, og segir þar, að talsverðar eftir- spurnir hafi verið eftir ferðinni þaðan og ekki ástæða til að ætla annað en þátttaka. verði ágæt. Þá segir ennfremur, að flogið verði beint milli Reykjavíkur og Winnipeg í júní, ef að minnsta kosti 40 farþegar fáist hvora leið, annars verði ferðin farin um New York, sem sé, hópferð verður farin, en leiðir látnar ráðast eftir því, hver þátttakan verður. Horfur eru á, að báðir hópar fari heim um New York, þar sem austanhópurinn kemur til með að dveljast skemur vestan hafs en vestanhópurinn á Islandi. Spurningin er nú aðeins sú, hvort við hér vestra getum drifið upp a. m. k. 40 manna hóp og þannig tryggt beina ferð milli Reykjavíkur og Winnipeg í júní, þ. e. a. s. ef þeim þá tekst það líka á íslandi. Búizt er við bréfi á hverri stundu með upplýsingum um fargjöld, farangur og ýmislegt annað, en vegna verkfallsins á íslandi hafa póstsamgöngur lamazt, svo að sum bréf eru orðin 10 daga gömul, er hingað kemur. Óhætt mun þó að segja, að kjör þau, er boðin munu, verði mun hagkvæmari en ef menn ferðuðust einir á áætlunarleið- um, svo að enginn þyrfti að hika þess vegna. Væri mjög æskilegt, að allir, sem hyggja á þátttöku í þessari ferð, gerðu mér viðvart sem fyrst. Síðar, er endanleg tilhögun hefir verið auglýst, geta þeir annaðhvort staðfest þátttöku sína eða dregið sig í hlé. En aðalatriðið er að koma skrið á málið, því að einn hvetur annan og ekki að vita nema hópurinn fáist fyrr en nokkurn varir. Vinsamlegast, THOR VIKING, 515 Simcoe Street, Winnipeg 10, Man. Ferðasf um Bandaríkin Þórður Einarsson hagfræðing- ur og starfsmaður Upplýsinga- skrifstofu Bandaríkjanna í Reykjavík er um þessar mundir á kynnisför um Bandaríkin í boði utanríkisráðuneytis þeirra. Um fyrri helgi dvaldi hann nokkra daga í Grand Forks, N. Dakota, og heimsótti ríkishá- skólann þar. Fyrir atbeina Dr. Richards Beck prófessors flutti hann sunnudagskvöldið þ. 17. apríl erindi um ísland á sam- komu lúterskra háskólastúd- enta,og þótti erindi hans bæði fróðlegt og skemmtilegt og vel flutt. Þórður hagfræðingur, sem stundaði háskólanám sitt í Lun- dúnum og Cambridge, hefir síðastliðin fimm ár verið starfs- maður Upplýsingaskrifstofu Bandaríkjanna í Reykjavík. Hann hefir ritað ýmsar blaða- greinar og snúið á íslenzku Sögu Bandaríkjanna, sem fengið hefir mjög góða dóma, meðal annars í „Eimreiðinni“. Hann er nú á ferð vestur á Kyrrahafsströnd til þess að kynna sér atvinnulíf og menningarbrag og skoða ýmsar menntastofnanir á þeim slóðum. Verkfallsstjórnin í Reykja- vík hefir látið setja vega- tálmanir á alla vegi, sem liggja inn til Reykjavíkur. Hafa þeir lokað vegunum á eftirtöldum stöðum: á Krísu- víkurleiðinni fyrir sunnan Hafnarfjörð, Suðurlands- braut við Geitháls og á Vest- urlandsvegi í Smálöndum, skammt frá afleggjaranum að Keldum. Vegatálmarnir þessar svo og leit verkfalls- stjórnarinnar í bílum er með öllu ólögmæt. Vegfarendur verða fyrir miklu tjóni og ágangi. Þeim er hótað hörðu og bifreiðar sumra þeirra hafa verið skemmdar. Grjófhraukar Vegatálmanirnar eru þannig gerðar, að stórum hraukum af hnullungsgrjóti hefir verið hlað- ið við báðar vegabrúnir og milli hraukanna eru staurar lagðir til að stöðva umferðina. Þegar bíl- ar nema staðar við tálmann, ganga verkfallsverðir í þá og framkvæma leit. En sem kunn- ugt er þá er jafnvel lögreglunni óheimilt að framkvæma leit í bifreiðum, nema með sérstökum úrskurði dómara. Verkfallsverð- irnir beita hótunum til að þvinga bílstjóra til að opna geymslu- rúm í bílunum. Benzín og kjöt Það, sem þeir eru einkum að leita að, er benzín og kjöt. Ef þeir finna aðra hvora þessara vörutegunda í bílunum, taka þeir það tafarlaust með valdi. Eigendur þess fá engar bætur og ekkert er vitað, hvað verk- fallsverðirnir gera við benzín það eða kjöt, sem þeir taka. Þessi taka virðist því vera ólögleg á allan hátt. Fólk, sem er á ferð í héruðum, þar sem bæði kjöt og benzín er afgreitt hefir fyllsta rétt til að taka það með sér til bæjarins í sínum eigin bílum. Bílar skemmdir Verkfallsverðirnir hafa valdið meiri og minni skemmdum á bílum, sem þeir hafa stöðvað. — Þannig var maður einn, Bjarni Pálmason frá Reykjavík, á leið ofan úr Mosfellssveit í bæinn, þegar hann var stöðvaður í Smá löndum. Hann neitaði að heimila skoðun hjá sér. Verkfallsverðir veltu þá stórum steini á hlið bílsins og skemmdu hann all- mikið. Hefir þetta verið kært til lögreglunnar og mun lögregl- unni hafa borizt allmikið af Tvennar auka- kosningar í aðsigi Nú þykir nokkurn veginn sýnt,. að aukakosningar til fylk- isþingsins í Manitoba fari fram í tveimur kjördæmum fyrripart sumars; þingmannslausu kjör- dæmin eru Mountain, en þar var þingmaður í fjórðung aldar, Ivan Schultz, fyrrum dóms- málaráðherra, er skipaður var eigi alls fyrir í dómaraembætti; hitt kjördæmið er Deloraine- Glenwood, er losnaði við fráfall J. O. Argue á öndverðum síðast- liðnum vetri; hann taldist til íhaldsflokksins, en Mr. Schultz fylgdi ávalt Liberalflokknum að málum; telja má víst, að í báðum tilfellum verði kosningarnar sóttar af miklu kappi; auk fram- bjóðenda af hálfu meginflokk- anna tveggja, er engan veginn ólíklegt, að C.C.F. og Social Credit-sinnar freisti þar einnig gæfunnar. kærum vegna skemmda og ágangs verkfallsvarða. Sló í brýnu Bílstjóri á langferðabíl með fjölda skíðamanna neitaði að leyfa bílskoðun við Geitháls. — Þegar verkfallsverðir ætluðu að framkvæma hana engu að síður, þá snerust skíðamennirnir önd- verðir við. Ruddu þeir vegar- tálmunum af veginum, jöfnuðu steinhraukana við jörðu og veltu skúr fyrirsátrarmanna út af veg- arbrúninni. Komust þeir síðan til bæjarins. Snemma í gærmorgun gerðu verkfallsverðir aðför að bílstjóra þessum. Ulanaðkomandi menn? Þá er eitt atriði, sem er mjög athugavert í sambandi við fram- kvæmd verkfallsins. Svo virðist sem verkfallsverðir margir, þar á meðal þeir, sem sitja fyrir mönnum á vegunum, séu ekki í hópi verkfallsmanna. — Þarna stendur og stjórnar maður ekk- ert viðkomandi verkalýðssam- tökunum, lögfræðingur, sem aðallega hefir getið sér orð fyrir flokksáróður kommúnistaflokks- ins og sumir þeirra manna, sem kærðir hafa verið, eru verka- lýðssamtökunum ekkert tengdir. Hver kjölbiti snuðraður uppi Undarlegt þykir einnig hve mikla áherzlu verkfallsstjórnin leggur á það að hindra að Reyk- Framhald á bls. 8 GULLNA HLIÐIÐ Leikfélag landans sýnir á ný þætti úr Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson fimmtudags- kvöldið 5. maí kl. 8.15 í neðri sal Sambandskirkjunnar við Banning. Önnur sýning verður í sam- komuhúsi Geysisbyggðar föstu- dagskvöldið 6. maí kl. 8.30, ef færð leyfir. Aðgöngumiðar á $1.00 munu fást við innganginn. Segir skilið við flokk sinn Mr. Ross Thatcher sambands- þingmaður fyrir Moose Jaw- Lake Centre kjördæmið í Sask- atchewan, er setið hefir á þingi í allmörg ár fyrir hönd C.C.F. flokksins, lýsti yfir því í þing- inu síðastliðinn föstudag, að hann hefði að fullu og öllu sagt skilið við flokk sinn og sæti á þingi það, sem eftir væri kjör- tímabils sem utanflokka þing- maður. Mr. Thatcher hefir fyrir all- löngu látið þá skoðun sína í ljós, að flokkurinn hefði í ýmsum mikilvægum stefnuskráratrið- um gengið af trúnni og þar af leiðandi hefði verið óhjákvæmi- legt að slíta við hann samvistum. Mr. Thatcher er aðsópsmikill á þingi, mælskur vel og lætur sér ekki alt fyrir brjósti brenna. Fullveldisyfirlýsing væntanleg Opinber tilkynning var gefin út í London hinn 22. þ.m., þess efnis, að hinn 5. maí næstkom- andi yrði Vestur-Þýzkaland við- urkent sem fullvalda ríki með því að þá hafi allar þær þjóðir, er að París-London samningun- um stóðu staðfest þá með undir- skrift sinni og gerðist þá hið nýja lýveldi með ákvæðum um endurhervæðingu, fullgildur að- ili að varnarsambandi Vestur- Evrópu. Lófa ekki að sér hæða í sögu Færeyinga ber hátt þá Þránd í Götu og Sigmund Brestisson og afkomendur þeirra hafa öldum saman sannað að þeir séu engar liðleskjur heldur. Að því er Reuters-fréttastof- unni sagðist frá á mánudaginn, hvílir ófriðarblika yfir Fær- eyjum þessa dagana; orsakir eru taldar þær, að dönsk stjórnar- völd vildu hrekja þaðan lækni, er þau höfðu sent til eyjanna og skipuðu annan mann í hans stað; þessum aðförum mótmæltu eyjjaskeggjar, einkum íbúarnir í Klaksvík, er ekkert vildu hafa með læknaskiptin að gera. Klaksvík liggur um 25 mílur frá Þórshöfn. Dönsku stjórnarvöldin, sem hafa vildu sitt fram, sendu skip til Klaksvíkur með 130 vopnaða lögreglumenn innan borðs, er gerðu þar tilraun til lendingar, sem örðugri reyndist en til var ætlast; sórust þorpsbúar í fóst- bræðralag um það, að koma í veg fyrir landgöngu hinna dönsku, borðaklæddu aðkomu- manna og kváðust beita mundu byssum sínum og öðrum til- tækum vopnum ætti þeir eigi annars úrkosta; nánari fregnir enn eigi við hendi. Róðhcrrafundur í Offawa Á mánudaginn komu til fund- ar við forsætisráðherra sam- bandsstjórnarinnar, Mr. St. Laurent, forsætisráðherrar allra canadísku fylkjanna til undir- búnings hliðstæðum, en um- fangsmeiri fundi, sem búist er við að haldinn verði í Ottawa seinnipart yfirstandandi árs, en sá fundur mun einkum fjalla um endurskoðun núgildandi skattgreiðslusamninga milli Ot- tawa og hinna einstöku fylkja. A yfirstandandi fundi hefir atvinnuleysismálið og hugsanleg lausn þess, fyrst og fremst kom- ið til umræðu, og er nú svo að sjá sem sambandsstjórn sé nokkru fúsari en áður til að leggja fram aukið fjármagn til úrbóta í þessum efnum. Frægur lög- spekingur lófinn Á þriðjudagsmorguninn var lézt í Ottawa Sir Lyman Duff, fyrrum dómsforseti í hæztarétti Canada, freklega níræður að aldri; var hann af mörgum tal- inn einn allra lærðasti og á- hrifamesti lögspekingur sinnar tíðar á meginlandi Norður- Ameríku. Auk sérfræðigreinar sinnar, var Sir Lyman kunnur heimspekingur og þaulfróður í fagurfræðilegum bókmentum. Læfur hvergi bilbug ó sér finna Svo að segja rétt á eftir að Sir Winston Churchill lét af stjórn- arforustu, tók hann sér ferð á hendur til Sikileyjar ásamt frú sinni til að njóta þar nokkurra daga hvíldar; en nú eftir þing- rofið, er hann þegar tekinn að hugsa til heimferðar og verður sennilega kominn til London í byrjun næsta mánaðar til að taka þátt í kosningahríðinni, því sjálfur er hann staðráðinn í að leita endurkosningar í sínu gamla kjördæmi og mun auk þess fús á að rétta flokksbræðr- um sínum annars staðar hjálpar- hönd. Vikið fró völdum Kommúnistaflokkurinn ung- verski gerði heyrinkunnugt í fyrri viku, að hann hefði vikið frá völdum forsætisráðherra Ungverjalands Imre Nagy, en skipað í hans stað Andras Negedus, er áður gegndi em- bætti sem varaforsætisráðherra; í opinberri tilkynningu til þjóð- arinnar létu forustumenn flokksins svo ummælt, að frá- vikning Nagy’s hefði verið óum- flýjanleg vegna þess, að hann hefði með flysjungshætti og loddaraskap spilt stórkostlega fyrir flokknum og felt hann í áliti hjá þjóðinni; hann hefði stofnað í háska hinu tiltölulega unga lýðveldi fólksins og grafið ræturnar undan félagsmála- þroska þess; hvort Nagy hafi að fullu og öllu verið tekinn úr umferð, er enn eigi vitað. Á þeim 29 árum, sem veður- stofan hefur starfrækt jarð- skjálftamæla, hafa aldrei mælst eins margir jarð- skjálftar og á síðastliðnu ári. Aðalástæða þess er sú, að veðurstofan fékk á árunum 1951—’52 nýja mæla, sem eru miklu næmari en þeir, sem notaðir voru áður. Alls mældust um 500 jarð- hræringar á árinu og af þeim áttu um 150 upptök sín í meira en 500 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík. Langmest tjón af landskjálfta á árinu varð í Alsír 9. september, þar sem 1600 manns fórust, en mjög mikið tjón varð einnig í Grikklandi 30. apríl, en þar fór- ust 24 menn, á Filippseyjum 2. júlí og Trinidad 4. desember. Þetta eru þó ekki þeir jarð- skjálftar, sem mælarnir sýna mesta. Samkvæmt mælingum varð mesti jarðskjálfti ársins 29. apríl í Kaliforníuflóa. Olli hann nokkru tjóni í Vestur-Mexíkó. Jarðskjálftarnir í Alsír og Grikk landi, sem mestu tjóni ollu, koma sem 12. og 13. í röðinni. Hér á landi komu engir miklir landskjálftar á árinu, enda þótt mælarnir sýndu um 350 hrær- ingar. Mestir voru landskjálft- arnir 29. október, en upptök þeirra voru um 10 km. í norð- vestur frá Hveragerði. Þann dag fundust um 60 hræringar í Hveradölum, en mælarnir sýndu enn fleiri kippi. Alls er kunnugt um, að jarð- skjálftar hafi fundizt einhvers staðar á landinu 22 daga ársins, þar af þrisvar á Norðurlandi, en 19 sinnum á Suðurlandi. Á árinu var settur upp jarð- skjálftamælir á Akureyri og hefir hann komið að miklum notum við ákvörðun á upptökum jarðskjálfta. Nokkrir jarðskjálft- ar hafa átt upptök sín í norð- vesturhluta Vatnajökuls, m. a. við Grímsvötn 17. júlí, þegar Skeiðarárhlaupið stóð sem hæst, og tveir jarðskjálftar 22. desem- ber áttu upptök sín nálægt Ei- ríksjökli. Ef ekki hefði verið jarðskjálftamælir á Akureyri, hefði ekki verið unnt að ákveða upptök þessara jarðskjálfta, en þetta er í fyrsta skipti, sem vitað er um upptök á þessum slóðum, þegar undan er skilinn lítill jarð skjálfti með upptök í Gríms- vötnum, er gosið hófst þar 1934. Jarðskjálftamælingar eru erf- To Hold Special Services The Rev. Frank K. Efird of ' Salisbury, North Carolina, will preach in the Gimli Luth- eran Church, daily, May 8th to 15th. Services will be held Sun- day at 11 a.m. and 7 p.m. and week nights at 8.30 p.m. day- light saving time. iðari viðfangs hér á landi en víðasthvar annars staðar, en það stafar af því, að alltaf verður vart nokkurrar hreyfingar, eins konar öldugangs, þar sem jörðin gengur í bylgjum. Þessi stöðuga hreyfing er á erlendum málum nefnd „mikroseismar". Það. sem orskar þessa hreyfingu, er m. a. brim við klettótta strönd, en einnig hafa stormar á rúmsjó áhrif, sem gætir á landi í mörg hundruð km. fjarlægð. Þessir mikroseismar eru meiri í Reykja vík en nokkurs staðar annars staðar á jörðinni, þar sem jarð- skjálftamælar eru, en þeir valda því, að mjög sjaldan er hægt að ákveða upptök jarðskjálfta með því að nota einungis mælingar jarðskjálftamælanna í Reykja- vík. —VÍSIR, 3. marz Verkfallsdeila hafnarborganna leysf Kornhlöðu- og útskipunar- þjónaverkfallið, sem Lögberg skýrði frá í fyrri viku, að hafist hefði í Fort William og Port Arthur, hefir nú verið til lykta leitt með þeim hætti, að hvorir- tveggja aðiljar mega nokkurn veginn vel við una; verkfallið stóð yfir í fimm daga og má það að miklu leyti þakka Mr. Eric Taylor vinnudeilumiðlara sam- bandsstjórnar og Mr. Hull for- manni hlutaðeigandi verkalýðs- samtaka hve skjótt og giftusam- lega deilan var leyst. Verkfalls- menn höfðu farið fram á 30 centa kauphækkun á klukku- stund, aukið öryggi gegn heilsu- tjóni af völdum kornryks og fjölgun frídaga með fullu kaupi; það varð að samkomulagi að þeir fengi þegar í stað 12 centa hækkun um klukkutímann, átta frídaga í stað sjö og ákveðið lof- orð um aukna heilsuvernd af áminstum ástæðum Samningar þessir gilda til þriggja ára. Lausn áminstrar vinnudeilu hefir verið fagnað um land alt, og þá vitaskuld ekki hvað sízt hjá bændum vestan lands, er að svo rniklu- leyti eiga efnahags- lega afkomu sína undir flutn- ingum og sölu þess korns, er þeir framleiða. Nú er verið í óða önn að drekk hlaða skip, er flytja kornið til sjávarsíðunnar. 500 jarðhræringar mældust á íslandi síðastliðið ór

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.