Lögberg - 16.06.1955, Blaðsíða 2

Lögberg - 16.06.1955, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. JÚNI 1955 Hannes Kristjánsson 1884 — 1953 MINNINGARORÐ: I>ess var getið á sínum tíma í blöðum, að Hannes Krist- jánsson hefði andast mjög skyndilega á heimili sínu í Seattle, Wash., 29. desember 1953. Að vísu hafði hann þá verið mjög heilsuveill síðustu 2—3 árin, og æði lengi rúm- fastur eftir hjartaslag, sem þá bar einnig skjótlega að. En hann hafði þó náð aftur nokk- urri heilsubót, gat verið á ferli og starfað æði mikið inni við. Og hann fór þá líka áður en yfir lauk í ferðalag með konu sinni í heimsókn til dætra þeirra, Ethel konu Haraldar S. Sigmar á Gimli, Man., og Emily konu Kristins Guðmundssonar á Mountain í Norður-Dakota; auk þess heimsótti hann systkini sín og aðra nána ættingja á fornum stöðvum þeirra hjóna í Win- nipeg og Norður-Dakota. Heim komu þau hjón úr þeirri ferð haustið 1952, end- urhrest og glöð, og hann sýni- lega við mikið betri heilsu. Munu ástvinir hans nú fagna yfir þeim gleðistundum og þeim gleðjandi minningum, sem hann fékk að njóta ásamt konu sinni, áður en kall dauð- ans bar að. Hannes hafði marga góða kosti til brunns að bera. Einn þeirra var sá, hve frábærlega barngóður hann var, enda elskuðu barnabörnin hann mjög mikið. Þegar einum af litlu sonarsonunum var sagt, að afi hans væri fluttur til himinsins, leit hanri til lofts og sá stjörnurnar blika. Vildi hann þá fá að vita, hvort afi kynni ekki einmitt þá að vera að horfa á þau gegnum stjörn- urnar; og er honum var tjáð, að það væri mögulegt, lét hann opna gluggann, lyfti hendinni og bauð afa sínum góða nólt. Hannes fæddist á heimili foreldra sinna um tvær mílur suðaustur af Mountain, N.D., 25. júlí 1884. Foreldrar hans voru Kristján G. Kristjáns- son, fæddur á Vefstöðum í Skagafirði, og Svanfríður Jónsdóttir, ættuð af Langa- nesi í N. Þingeyjarsýslu. (Eru þau látin fyrir tiltölulega skömmum tíma; 'hann þá kominn nokkuð yfir hundrað ára aldur, en hún 97 ára). Hannes var í heimahúsum þar til hann hafði lokið námi í barnaskóla. Á þeim árum nam hann einnig organleik hjá hr. S. K. Hall organista og tónskáldi. Hann var mjög hneigður fyrir hljóðfæraslátt og söng. Síðar stundaði hann nám á búnaðarskólanum í Fargo, N.D., tvö ár. Til Wynyard- bygðarinnar í Saskatchewan í Canada fluttist hann 1904 um það leyti, sem fólk var að flytja þangað og varð því einn af frumherjunum í því bygðarlagi. Hann festi sér Hannes Kristjánsson þá þegar heimilisréttarland skammt frá þar sem bærinn Wynyard síðar reis. En auk þess að stunda búsýsluna svo sem þörf krafði, tók hann að sér að sjá um útsölu á akur- yrkjuvélum fyrir félag þar. Féllu honum svo, með tíð og tíma, fleiri trúnaðarstörf í skaut, svo sem forusta við lúðrasveit, skólaráðsfulltrúi, safnaðarfulltrúi og fleira. Var hann þar og þá vinsæll og vel metinn eins og líka áður og síðar. Hinn 23. dag júnímánaðar árið 1915 kvæntist Hannes eftirlifandi konu sinni, Krist- ínu I. Vopni, frá Winnipeg, Man., hinni mestu myndar- og ágætis konu, sem lifir mann sinn, þó hún hafi þolað mikið heilsuleysi og miklar þrautir um margra ára skeið, en þó með fádæma stillingu. Er hún dóttir Ólafs Vopni og konu hans Stefaníu Árna- dóttur, sem bæði eru fyrir löngu látin. Stóðu þessi ungu hjón, Hannes og Kristín, framar- lega í röð frumherjanna í hinu nýja landnámi í grend við Wynyard, um margra ára skeið, unz þau fluttust þaðan árið 1930. Fóru þau þá til Winnipegborgar í Manitoba, og ári síðar til Mountain N. Dakota, og bjuggu þar til árs- ins 1944, en fluttu þá til Seattle, Washington. Eignuð- ust þau þar fljótlega gott og snoturt heimili á fallegum stað og bjuggu þar ávalt síðan; býr ekkja Hannesar þar enn og yngsti sonur þeirra. Kristín og Hannes eignuð- ust átta börn, lifa þau öll föður sinn, nema Svanfríður Stefanía, sem dó í æsku árið 1929. Þau sem á lífi eru, eru öll gift, nema yngsti sonurinn; eru þau í aldursröð, sem hér segir: 1. Kristbjörg Ethel, gift séra Haraldi S. Sigmar, Gimli, Man. 2. Kristján Brynjólfur, gift- ur Evelyn (Thordarson), Seattle, Wash. 3. Elvin Ólafur, giftur Margaret S. (Sigmar), San Lorenzo, Calif. 4. Hannes Arthur, giftur M. Beverley (Hanson),. Seattle, Wash. 5. Sigurrós Emily, gift Kristinn F. Guðmundsson, Mountain, N.D. 6. Sigurjón Valdimar, giftur Nancy A. Bacon, Seattle, Wash. 7. Ivan Ágúst, ókvæntur, Seattle, Wash. Systkini Hannesar á lífi eru: — Rósa, Kristbjörg, Soffía Thomasson, Jón, Sigurbjörn Valdimar og Kristján Jóhann. Útför Hannesar sál. var gjörð frá „Calvary Lutheran Church“ í Seattle, Wash., 4. janúar 1954. Stýrði henni séra S. O. Thorláksson, sem þá þjónaði þeim söfnuði í fjarveru sóknarprestsins, séra E. H. Sigmar, sem var fjar- verandi við nám á íslandi í leyfi safnaðar síns. Við út- förina talaði einnig séra Haraldur Sigmar frá Blaine, Wash. — Við útförina söng Dr. Edward Pálmason ein- söngva, og auk þess söng safnaðarkórinn. Var það ákveðinn vilji fjölskyldunnar að útförin yrði gjörð frá kirkjunni fremur en frá útfararstofu, þar sem Hannes hafði elskað kirkju sína svo einlæglega og sótt hana stöðugt meðan kraftar leyfðu. Mintust margir þess Hrafnistumaður Ungur, norskur hugvils- maður, sem er að leysa vanda alomskips Frá því fyrsta, er almenn- ingur tók fyrir alvöru að fylgjast með kjarnorkurann- sóknum, hefur kjarnorku- skipið verið ofarlega á baugi. Skip, sem farið gæti margar hringferðir umhverfis jörð- ina, fyrir orku, sem fengist úr hnefastóru kjarnorkuhylki. Þessi draumur hefur þó enn ekki rætzt, að minnsta kosti ekki hvað ofansjávarskipin snertir. Það tók vísindamenn í Bandaríkjunum full sex ár að byggja kafbátinn „Nautilus“. Kostnaðurinn við byggingu milliferðaskips, sem knúið væri kjarnorku, mun vera áætlaður 45 milljónir dollara, en olíuknúið skip mundi kosta átta milljónir dollara. Hins vegar yrði kjarn orkuskip mun ódýrara í rekstri, rúmmeira og hrað- skreiðara. Skip, er sigldi um heim allan Þess verður þó vart langt að bíða úr þessu, að draum- urinn um kjarnorkuskipið verði að veruleika. Fyrir skömmu lýsti Eisenhower yfir því í ræðu á blaðamanna- fundi, að bandaríska þingið mundi á næstunni veita ríf- legan styrk til byggingar kjarnorkuskips og væri svo til ætlazt, að það sigldi um heim allan og sýndi, hve notkun kjarnorkunnar í friðsamleg- þá með hrifningu í huga, að Hannes hafði stundum sungið í kórnum ásamt eldri dóttur sinni og öllum fimm sonum sínum. Þannig er þá í fáum drátt- um æfisaga þessa ljúflynda og velmetna manns, sem var harmdauði ástvinum, vinum og samferðafólki. Hann var prúður maður í framkomu, fríður sýnum, stiltur og vin- sæll. Vel gefinn var hann og hafði einnig notið mentunar. Hann var bókhneigður og fróður um margt. Góður eiginmaður, faðir og afi var hann líka. Eins og vænta má, er hans sárt saknað af ástvinahópnum fjölmenna. Og það voru margir fleiri, sem söknuðu hans sárt, bæði ættingjar og vinir. Þau kveðja hann öll með sárum söknuði og mikilli ástúð. En þau kveðja hann líka í þeirri trú, sem beygir sig fyrir vilja Drottins, vit- andi að „fæst sízt með fögru gjaldi, frestur um augnablik“. Þau kveðja hann í trúnni á Guðs náð, og friðinn og sig- urinn í honum. Þau geta glaðst með honum í þeirri sælu von, að hann hefir þegar náð þeirri höfn „þar sem alt er eilíf náð“. Haraldur Sigmar Blaine, Wash. kjarnorkualdar um tilgangi væri langt á veg komin. Ekki verður enn með vissu sagt, hve langan tíma það tekur að byggja slíkt skip, en gera má ráð fyrir, að það taki að minnsta kosti tvö ár. Ungur sljarneðlisfræðingur Norðmenn hafa löngum verið forustuþjóð á sviði skipabygginga og siglinga. Svo virðist, sem þeir muni einnig eiga snaran þátt að lausn vandamálsins í sam- bandi við byggingu kjarn- orkuskips. Gunnar Randers heitir ungur Norðmaður, stjarneðlisfræðingur að ment. Eftir að hann hafði lokið námi við háskólann í Osló, árið 1939, hlaut hann styrk til framhaldsnáms í Bandaríkj- unum, við stjörnurannsóknar- stöðina á Mount Wilson. Þeg- ar nazistarnir hernámu Noreg, naut hann ekki námsstyrks- ins lengur, en var skömmu síðar ráðinn sem starfsmaður við stjarneðlisrannsóknir við háskólann í Chicago. Snemma efnilegur vísindamaður Árið 1942 hélt Gunnar Randers til Lundúna sem sjálfboðaliði í norska hernum. Ekki var hann þó sendur til hernaðaraðgerða, heldur fékk John Cockroft, hinn heims- kunni brezki eðlisfræðingur, sem hlaut Nobelsverðlaun í þeirri vísindagrein á sínum tíma, hann að láni til rann- sóknarstarfsemi. Þegar Sir John Cockroft var síðan skip- aður yfirmaður brezkra kjarn orkurannsókna, komst Gunn- ar í kynni við þau vísindi, og gat sér þar brátt svo mikinn orðstír, að hann var skipaður í leyninefnd brezkra og banda rískra vísindamanna, sem fal- ið var að rannsaka kjarnorku- framkvæmdir Þjóðverja. Lél byggja ódýran kjarnakljúf Að styrjöldinni lokinni bauðst Gunnari staða sem stjarneðlisfræðingur við há- skólann í Osló. En kjarnorku- vísindin höfðu þá þegar tekið hug hans allan, svo að hann lét efnasamsetningu stjarn- anna eiga sig. Fyrir kynni af stjarneðlisfræðingi einum hollenzkum komast hann að því, að Hollendingar höfðu náð talsverðum úraníum- birgðum frá Þjóðverjum. Hann hóf nú samningaum- leitanir við norsk stjórnar- völd um hagnýtingu þessara birgða í samvinnu við Hol- lendinga, og þegar fjármagn var fengið, hóf hann bygg- ingu kjarnakljúfs, einfaldari og um leið mun ódýrari en áður hafði þekkzt. Var hann reístur í Noregi og um leið sett þar á stofn kjarnorku- rannsóknarstöð 1 samvinnu við Hollendinga, og er álitið að Gunnar Randers hafi náð athyglisverðum árangri á því sviði. Og nú er Gunnar Randers með annan fótinn í New York og hefur lítinn tíma til að sinna tómstundahugðarefnum sínum — slaghörpuleik og skíðaferðum. I hverju upp- finningar hans eru fólgnar, vita menn almennt ekki með vissu. Hins vegar er talið, að þær muni valda allt að því byltingu á hagnýtingu kjarn- orkunnar í friðsamlegum til- gangi, — að minnsta kosti hvað gerð og byggingu kjarn- orkuskipa snertir. Hann er því eins konar arftaki forfeðr- anna, — norrænu víkinganna og langskipasmiðanna, — Hrafnistumaður kjarnorku- aldarinnar. —Alþbl., 14. maí COPíNHAGEN Heimsins bezta munntóbak Kaupið Lögberg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.