Lögberg - 16.06.1955, Blaðsíða 8

Lögberg - 16.06.1955, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. JÚNÍ 1955 Úr borg og bygð Þakkarorð lil íslenzkra kjósenda Ég leyfi mér hér með að þakka íslenzkum kjósendum í 2. kjördeild þann mikilvæga stuðning, er þeir veittu mér við aukakosninguna til skóla- ráðs Winnipegborgar hinn 8. þ. m. Slíks drengskapar mun ég lengi minnast. Virðingarfylzt, Paul Thorkelsson ☆ Mr. og Mrs. Bergur John- son, sem nú eiga heima á Betel á Gimli, komu til borg- arinnar í vikunni, sem leið, og þurfti Mrs. Johnson að leita sér læknisaðgerða. Mr. Johnson brá sér vestur til Baldur, Man., ásamt syni sín- um, sem búsettur er að Peterborough, Ont., en þann tíma, sem þau Mr. og Mrs. Johnson dvelja hér um slóðir, eru þau til heimilis hjá syni sínum og tengdadóttur, sem búsett eru í St. Vital. . ☆ Síðastliðinn laugardag kom heim úr nálega fjögurra mánaða ferðalagi um megin- land Norðurálfunnar, Mr. Grettir Eggertson rafurmagns verkfræðingur ásamt frú sinni; höfðu þau farið vítt um og notið ósegjanlegs yndis af mörgu, er fyrir auga og eyra bar. Lögberg býður þau Gretti og frú innilega vel- komin heim. ☆ Mrs. M. Freeman, sem lengi hefir átt heima hér í borg, lagði af stað vestur að Kyrrahafi á sunnudaginn var; sonur hennar, Lárus Scheving og fjölskylda, var farinn vestur nokkru áður, og hygst fólk þetta að setjast að annaðhvort í Victoria eða Vancouver. ☆ Mr. B. J. Lifman frá Árborg var staddur í borginni seinni part fyrri viku. ☆ Mrs. B. S. Benson og Ruth dóttir hennar komu heim á sunnudaginn eftir rúma viku- dvöl í Fort William í heim- sókn til Mr. og Mrs. Harold Sigurdson. ☆ Gifts to Betel Baldur Lutheran Ladies Aid, Baldur, Man. $82.50 Djáknanefnd Lutheran Con- gregation, Gimli $25.00 A Friend, Winnipeg, $1.00 to each resident and treat for. the staff and a cash donation of $37.50 Mr. and Mrs. A. Benson, of Chicago and Mr. and Mrs. C. R. Benson, Winnipeg $100.00 Larus Nordal $3.00 Dr. Beck $5.00 Jon Olafson, Salmon Arm, B.C. in memory of Guðfinna Sigurdson, Vidir $100.00 Vistkona, Betel.......$5.00 A Friend $10.00 —S. M. BACHMAN Ste. 40, 380 Assiniboine Winnipeg, Man. Þjóðræknisdeildin „FRÓN“ þakkar hér með eftirtöldu fólki fyrir bækur og rit gefnar til bókasafns deildar- innar á síðastliðnum vetri: Hr. Gísla Jónssyni, ritstjóra Frú Hólmfríði Pétursson Unu Th. Líndal Þorgerði Þórðarson Frú Jónu Sigurðsson. Bókasafn „Fróns“ er rétta plássið til að gefa bækur sínar og rit, því að þar geta þeir, sem vilja lesa íslenzkar bæk- ur, fengið þær lánaðar, hve- nær sem vera vill. Gjörið því góðverk og styttið langar ein- verustundir fyrir þeim, sem gaman hafa að lesa. Innilegt þakklæti. ' Fyrir hönd Þjóðræknis- deildarinnar „Frón“, J. Johnson, bókavörður 735 Home St. ☆ Aðfaranótt föstudagsins 10. júní lagði eftirgreint fólk af stað flugleiðis til íslands, og kom til Reykjavíkur á áætl- unartíma samkvæmt sím- skeyti frá Mrs. Sigthoru Tómasson: Dr. og Mrs. S. O. Thompson, Riverton, Manitoba Mrs. Sigthora Tómasson, Mikley, Manitoba Mrs. Jóhanna Goodman, Selkirk Manitoba Mrs. H. T. Halvorson, Regina, Saskatchewan Mrs. Bertha Danielson, Blaine, Washington Mr. og Mrs. Gunnar Baldvinsson Einar Sigurðsson Elín Hall Gunnlaug og Lóa Löve, öll frá Winnipeg. ☆ Þjóðræknisdeildin „FRÓN“ tilkynnir hér með að bóka- safni deildarinnar verður lokað þann 29. þ. m. (júní) yfir sumarmánuðina, og eru þeir, sem bækur hafa að láni, vinsamlega beðnir að skila þeim í bókasafnið ekki seinna en þann tiltekna dag, 29. júní. Innilegt þakklæti fyrir góða samvinnu á liðnum tíma. Vona að við sjáumst aftur með haustinu. Farið varlega á öllum ferðum ykkar, hvort sem er í lofti, sjó eða landi. Góða sumarskemmtun. Fyrir hönd Þjóðræknis- deildarinnar „Frón“, J. Johnson, 735 Home St. ☆ — GIFTING — Anna Claire, einkadóttir Mr. og Mrs. F. V. Benedict- son, Riverton, og Claude Wark, ættaður frá Melita, Man., voru gefin saman í hjónaband í lútersku kirkj- unni í Riverton, 4. júní. Séra Robert Jack gifti. Miss Inga Thornson, Winnipeg, söng brúðkaupssöngvana. Mrs. Don Benedictson og Miss Bette Wark voru brúðarmeyjar, en Deborah Benedictson og Norma Wark blómameyjar. Harry Thompson var svara- maður brúðgumans, en Gil- bert Benedictson og Harry Page vísuðu gestum til sætis. Að lokinni hjónvígslunni fór fram vegleg og fjölmenn veizla í Riverton Community Hall. Mr. R. L. Parker mælti fyrir minni brúðarinnar, en Mr. Rawlinson frá Melita fyrir minni brúðgumans. Brúðurin er brautskráð frá M. T. I. Winnipeg og starfar hjá Manitoba Power Com- mission, en brúðguminn hjá Manitoba Telephone Co. — Heimili Mr. og Mrs. Wark verður í Winnipeg. Lögberg óskar til hamingju. ☆ Inga Þórey Beatrice Sig- urðsson, kona Th. Sigurðsson í Glenboro, lézt skyndilega s.l. sunnudag, þar sem hún var stödd á sunnudagaskóla- skemmtnn ásamt fjölskyldu sinni, og fjölda af öðru fólki. Hún var aðeins rúmlega þrí- tug að aldri. Auk eiginmanns síns lætur hún eftir sig föður sinn, Hring ísfeld hér í borg og þrjá unga sonu. Útförin fór fram frá Fyrstu lút. kirkju; jarðsett var í Brookside graf- reit. ☆ Two Manitobans Gel Nalional Group Posts Wilhelm Kristjanson, im- mediate past president of the Manitoba Government Civil Service Association, has been elected president of the Cana- dian Council of Provincial Employee Associations. His election to the post came at the annual conven- tion of the Council held in Windsor, Ontario, on the 6, 7 and 8th. this month. He will serve a one year term. The Council represents Pro- vincial Government employee associations in B.C., Alberta, Saskatchewan, Manitoba, On- tario and Quebec. 60.000 pro- vincial government employees are represented. H. B. Hunter, executive secretary of the Manitoba as- sociation, was elected secre- tary treasurer of the National Council. The office will be a clear- ing house of information on working conditions, pay, pro- cedures and improvement of the service. ☆ Graduales From Grade Nine at Sargent School At the closing exercises of the Sargent School, held at St. Pauls Church on Notre Dame, June 10, three Ice- landic students were awarded special honors for very out- standing achiefment in school. A Scholarship was awarded to Lillian Bjarnason for highest standing. Her marks averaged 95.8%. AIso a Certificate for high honors standing. Presentation of General Proficiency was awarded to Dennis Eyolfson and Heather Sigurdson. Dennis is the President of the Student Council for Grades 7, 8 and 9. He is the son of Arn- heiður and her late husband Fred Eyolfson, Grandson of Guttormur and Jensína Gutt- ormsson. Heather is the Treasurer of the Student Council. She is the daughter of Mr. and Mrs. Joe Sigurd- son, and a granddaughter of Mr. and Mrs. Guttormsson. Foreldrar Lillian eru: Haf- sfceinn Bjarnason, fyrrum í Wynyard, Sask., og Lilja, fyrrum á Lundar, dóttir Jóns Jóhannssonar á Lundar, Man. ☆ Ferming og fögur minningar- alhöfn í Mikley Á sunnudaginn 22. maí fermdi sóknarpresturinn, séra Harald S. Sigmar, eftirgreind ungmenni í kirkju Mikleyjar- safnaðar, Hecla, Man.: Helga og Margréti, börn Mr. og Mrs. Helgi G. Tómas- son. Kristján, son Mr. og Mrs. Helgi K. Tómasson. Eggert, son Mr. og Mrs. Ernest Bell. Vivian, dóttur Mr. og Mrs. G. A. Williams. Margréti og Thomas, börn Mr. og Mrs. F. Thordarson. Að fermingarathöfninni lok inni lýsti séra H. S. Sigmar því yfir, að hinir fögru ljós- hjálmar, er nú væri teknir í notkun í kirkjunni, væri gefnir af Mrs. Sigthoru Tómasson og börnum hennar, og helgaðir minningu hennar ástkæra eiginmanns, Krist- jáns Tómasson; ennfremur var kirkjan skreytt blóm- sveigum í minningu um hann, frá dóttur hans og engdasyni, Mr. og Mrs. Ted Jefferson, og systursyni hans og frú, Mr. og Mrs. G. A. Williams. Eigi jók það alllítið á minn- ingarathöfnina, að fermingar- börnin öll voru náskyld Kristjáni heitnum Tómasson og meðal þeirra var elzta son- arbarn hans og nafni. Við þetta tækifæri gaf og Helgi G. Tómasson, bróður- sonur Kristjáns Tómasson, kirkjunni fagra „collection plates“. ☆ Börn fermd í lúlersku kirkjunni á Gimli 22. maí 1955 af séra H. S. Sigmar: Walter John Menzies Lorna Elaine Gottfred Frank Winston Stevens Beverley Anne Thorkelsson Richard Herbert Martin Marilyn Frances Magnús- son Joy Ellen Magnússon. Bjarni Marvin Johnson Sylvia Mae Kardal John Shue Ping Toy Laurence Jon Stevens Gloria Rósbjörg Eyolfson Carl Gordon Wallace Albertson Doris Jean Howard Robert Leonard Kristján Holm Linda Jonan Bjarnason Ronald Walter Stasiuk. M ESSU BOÐ Fyrsta lúterska kirkja Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúierska kirkjan í Selkirk Sunnud. 19. júní: Ensk messa kl. 11 árd. Lokadagur Sunnudagaskól- ans. Verðlaun og nafngrein- ing fyrir góða aðsókn. íslenzk messa kl. 7 síðd. S. Ólafsson ☆ Messur í Norður-Nýja-íslandi Sunnud. 19. júní: Riverton, kl. 2, ferming Víðir, kl. 8. Evangelical One Day Cam- paign 5th July. — Three speakers from U. S. A. Roberl Jack Mrs. B. A. Kay (Ingigerður Jónasson) frá Cranbrook, B.C., kom til borgarinnar um helg^ ina í heimsókn til ættfólks síns í Víðisbygðinni í Nýja- Islandi. ☆ Mr. og Mrs. T. J. Gíslason frá Morden voru í borginni í byrjun vikunnar. Mr. Gísla- son kvað þrálátar rigningar mjög hafa hamlað sáningu og dregið úr góðum uppskeru- horfum í bygðarlagi sínu. ☆ Tíu manns í alt héðan úr borg, munu hafa sótt hátíða- höldin í Spanish Fork í tilefni af aldarafmæli Islendinga- bygðar í Utahríkinu; meðal þeirra, sem hátíðina sóttu voru prófessor Finnbogi Guð- mundsson, frú Hólmfríður Daníelsson, Art Reykdal með þrjá unglinga til að sýna ís- lenzka glímu, frú Petrea Pét- ursson, Oak Point, frú Kristín Johnson og ungfrú Helga Goodman. G R A Y MARINE THE ENGINE FOR YOUR BOAT Always dependable under the most rugged conditions . . . the Graymarine is de- signed particularly for its particular job. The size and type you re- quire is available through /WUMFORD, /Wedlanp, [IMITEP, 576 Wall St., Wpg. Ph. 37-187

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.