Lögberg - 16.06.1955, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.06.1955, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. JÚNÍ 1955 Mannraunir og þreklund Veðurfar hér um slóðir, einkum í bygðarlögunum milli Winnipegvatns og Manitobavatns, hefir í vor, og það, sem af er þessu sumri, reynst bændum óþægur ljár í þúfu og þjakað mjög kosti þeirra; svo hefir víða kveðið ramt að vegna há- flæðis í vötnum og þrálátra rigninga, að bændur hafa orðið að flýja óðöl sín og leita sér atvinnu hvar helzt sem kaupin gerðust á eyrinni. Vogarbygðin hefir ekki farið varhluta af þessu mislyndi náttúruaflanna, því nú er Fagranes þar í eyði og fleiri blómlegar bújarðir, er lúnar landnemahendur höfðu ræktað og gert sér undirgefnar; bygðirnar umhverfis Lundar hafa hliðstæða sögu að segja og hið sama á við um Reykjavíkurbygðina svo sem ráða má af hinu ágæta frétta- bréfi þaðan eftir J. Ragnar Johnson að Wapah, „Flóðfréttir frá Manitobavatni“, er birt var hér í blaðinu þann 2. yfir- standandi mánaðar; innihald þess grípur að mestu yfir það viðhorf, sem skapast hefir annars staðar við Manitobavatn; miklar líkur eru á, að bændur í áminstum bygðarlögum verði að farga allmiklu af bústofni sínum vegna fóðurskorts á komandi hausti og er það ekki torskilið mál hvílíkt stórtjón slíkt óhjákvæmilega hafi í för með sér. En til hvers er að deila við dómarann? Þótt mennirnir hafi á margvíslegan hátt tekið náttúruöflin í þjónustu sína öllu mannkyni til ómetanlegrar blessunar, ráða þeir þó ekki yfir „höfuð- skepnunum“, eða þeim lögmálum, sem aldrei verða rofin; þeir ráða ekki yfir rigningunni, þó þeir með vaxandi, tækni- legri þekkingu, geti látið fljót og ár breyta um farvegu og stemt stigu með flóðgörðum og stíflum fyrir yfirgangi af þeirra völdum, sé fylztu forsjár gætt og ekki horft í kostnað. Sé fyrirhyggjuleysi stjórnarvaldanna að einhverju leyti um að kenna hvernig komið er vegna þess að nauðsynlegar varúðarráðstafanir hafi eigi verið teknar í tæka tíð, verður ábyrgðin, sem á herðum þeirra hvílir þung og gleymist heldur ekki fyrst um sinn: Að því, er Lögberg hefir frétt, horfist einnig þunglega á víða í Nýja-Islandi af völdum áflæðis um akra og engi, þótt nokkuð kunni að breytast til batnaðar haldist sú veðurblíða lengi við, sem ríkt hefir í Manitobafylki nokkra undanfarna daga. Þrekraunir íslenzkra landnema ristu dýpra, en orð fái alment lýst, og enginn efast um það, að niðjum þeirri kippi í kynið og stælist við hverja þá mannraun, sem að höndum kann að bera; slíkt er órjúfanlegt eðli hins norræna kyns. Það er dapurlegt til þess að hugsa, að fólk, sem búið hafði vel um sig, verði að yfirgefa glæsileg heimili og draga inn seglin varðaiidi bústofn sinn, þótt allir réttskygnir menn voni, að mannlegt hyggjuvit og forsjá æðri máttarvalda skerist þannig í leikinn, að skjótlega ráðist fram úr vandan- um landi og lýð til blessunar. ☆ ☆ ☆ Birtir ritgerð eftir Dr. Beck 1 fyrri viku birtist í blaðinu Grand Forks Herald ritgerð eftir Dr. Richard Beck í tilefni af því að hinn 7. þ. m., var liðin hálf öld frá þeim tíma, er Norðmenn öðluðust fullkomið stjórnarfarslegt sjálfstæði með aðskilnaðinum við Svía árið 1905. Er ritgerð þessi um alt hin fræðimannlegasta, þótt stikl- að sé vitaskuld á steinum og aðeins megindrættirnir dregnir fram í dagsljósið; sjálfur söguþráðurinn er rakinn af mikilli nákvæmni og má af honum ráða órjúfanlegt samhengi í sjálfstæðisbaráttu norsku þjóðarinnar unz yfir lauk. Dr. Beck hefir með ritgerð þessari, eins og hans var von og vísa , unnið hið þarfasta verk á vettvangi upplýsinga starfsemi sinnar meðal enskumælandi lýðs og eiga norrænir menn honum í þeim efnum mikla þakkarskuld að gjalda. Um þær mundir, er áminstur aðskilnaður fór fram var skáldjöfur Norðmanna, Björnstjerne Bjornson staddur suður á ítalíu og símaði hann þá Michelson forsætisráðherra, sem var einn hinna merkustu stjórnmálamanna fyr og síðar á þessa leið: „Nú er um að gera að standa saman. sem einn maður.“ Michelsen svaraði: „Nú ríður mest á að halda sér saman.“ — Eimskipafélagið hyggst festa kaup á tveimur nýjum skipum Félagið hyggst selja „Brúar- íoss" og „Selfoss" AÐALFUNDUR Eimskipa- félags íslands hófst í gær. I skýrslu félagsins um hag þess og framkvæmdir á starfsárinu 1954, sem var 40. starfsár fé- lagsins, segir m. a.: Efnahagur félagsins Samkvæmt efnahagsreikn- ingi félagsins námu eignir þess um síðustu áramót kr. 103,961,162.65, en skuldir að meðtöldu hlutafé kr. 36,078,- 206.33. Skuldlaus eign félags- ins samkvæmnt efnahags- reikningi er þannig krónur 67,882,956.32. Ný skip Og ennfremur segir í skýrslunni: Á síðasta aðalfundi var samþykkt heimild til félagá- stjórnarinnar til þess að kaupa eða láta byggja allt að 3 millilandaskipum, og til þess að selja þau skip, sem félagsstjórnin telur rétt að selja. Eins og kunnugt er, á félag- ið nú tvö skip, sem orðin eru allgömul, e. s. „Selfoss“, sem var byggður árið 1914, og er því orðinn 41 árs gamall, og e. s. „Brúarfoss“, sem var byggður árið 1927 og er þann- ig orðinn 28 ára gamall. Bæði þessi skip eru orðin ófullnægjandi, með því að lestarrúm þeirra er orðið of lítið til þess að rekstur þeirra sé lengur hagkvæmur fyrir félagið, enda er mikið rekstr- artap á báðum skipunum. E. s. „Brúarfoss“ hefur verið í áætlunarferðum til megin- landshafna Evrópu og Eng- lands undanfarið, en sjaldnast hefur skipið getað annað þeim vöruflutningum, sem borizt hafa að í þeim höfnum, sem skipið hefur átt að koma við í, og hefur því skipið oftast nær orðið að skilja eftir vörur og sleppa viðkomum á einhverj- um þessara hafna af þessum ástæðum, en félagið orðið að láta eitthvað annað af skipum sínum koma við á þessum höfnum til þess að taka þær vörur, sem e. s. „Brúarfoss“ varð að skilja eftir. Þá getur frystiútbúnaður skipsins ekki lengur talizt fullnægjandi til flutninga á hraðfrystum fiski á öllum tímum árs, og á lengri leiðum, þegar halda þarf nægu frosti í langan tíma, einkum þó að sumarlagi. Félagsstjórnin hefur því fyrir nokkru óskað leyfis sam- göngumálaráðuneytisins til þess að mega selja þessi skip úr landi, og hefur það leyfi fengizt. Jafnframt hefur fé- lagsstjórnin látið meta skipin til verðs í því ástandi sem þau eru nú í og munu skipin væntanlega innan skamms verða boðin til sölu á erlend- um markaði. í desember f. á. sótti félagið til Innflutningsskrifstofunnar um leyfi til byggingar á tveim vöruflutningaskipum, s e m jafnframt væru útbúin full- komnustu frystitækjum til flutnings á hraðfrystum fiski. Áætluð stærð hvors skips er 3000—3500 DW. tonn, með frystirúmi sem getur rúmað 15—1600 tonn af fiski. Áætl- að kostnaðarverð hvors skips er 19—21 milljón krónur. —Mbl., 12. júní Vor á Gimli Sólin var risin, sló roða á skýin og rökkur-voð gisin af himni var sigin. Á vatnsflötinn glampaði — glitbreiðu eina og góðlátt var skvampið við fjörur og steina, en loftið var þrungið af ljósi og vori, og lífskraftur ungur í sérhverju spori, því jörðin var búin í vorskrúðan væna, en veturinn flúinn, sem lífið vill ræna. Við bryggjuna lágu bátar í röðum og byrðingar háir í ákveðnum stöðum. — Þá losnuðu hömlur af huga í svipinn. — Ó, hvar eru gömlu landnema skipin? Og áttu þeir myndir, er sýndu það svona og settar í bindi framtíðar vona? En andvarinn mildur í eyra mér lagði þau orð er ég skildi, hann þýðlega sagði: „Já, þeir áttu myndir af vori í vonum, en viðkvæmast yndi í dætrum og sonum. Af hugsjónum áttu þeir uppsprettu frjóa og óskertan mátt til að þroskast og gróa. Það möglaði enginn um erfiða sporið. Þá æfin var gengin, þeir dóu í vorið. Og frumherja andinn í blæinn er bundinn sem berst yfir landið, — í vorinu fundinn“. Lárus B. Nordal Dénarfregn Þann 6. júní andaðist að heimili dóttur sinnar og tengdasonar Mr. og Mrs. Walter Bessasonar, 333 Robin- son Ave. í Selkirk, Man., Hallur Gilsson, 83 ára, 11 mánaða og 12 daga gamall. Hann var fæddur 25. júní 1871 í Krossanesi Álftanes- hreppi í Mýrasýslu. Foreldrar hans voru Gils bóndi Sigurðs- son og kona hans Guðrún Andrésdóttir; var hann einn af 12 börnum þeirra. Þriggja missera gamall var Hallur tekinn til fósturs af heiðurs- hjónunum Sveini Helgasyni bónda á Hvítsstöðum í sömu sveit og konu hans Ingibjörgu Erlendsdóttur, er gengu hon- um í góðra foreldra stað. Fóstraðist hann upp með þeim og vann heimili þeirra af mikilli trúmennsku. Árið 1900 dó fóstra hans; fór hann þá til Vesturheims á næsta ári, og kom til Winnipeg 2. ágúst 1901. Þann 19. október 1904 kvæntist Hallur Mar- gréti Snorradóttur. Árið 1906 fluttu þau til Selkirk, og bjuggu þar ávalt þaðan af- Þau eignuðust eina dóttur, Ingibjörgu að nafni, Mrs. Walter Bessason. í frábærri umönnun dóttur sinnar og ástvina átti hann friðsæla og fagra elli. Hann var blindur síðustu sjö æviárin, en ann- ars naut hann oftast sæmi- legrar heilsu. Á fyrri dvalar- árum sínum hér stundaði hann fiskiveiðar á Winnipeg- vatni, en síðar vann hann í frystihúsum fiskifélaganna hér — og hverja aðra vinnu, er til féll. Hann var trúr og dugandi maður að hverju sem hann gekk. Sá jafnan vel fyrir sínum, og ávann sér virðingu og traust annara manna. Var hann maður heil- steyptur í lund og trygglynd- ur. Aðdáun hans á Islandi var einstæð og frábær til enda ævidagsihs. Um hann mátti með sanni heimfæra orð skáldsins: „Svo ertu ísland í eðli mitt fest, að einungis gröfin oss skilur.“ Útför hans fór fram frá kirkju Selkirk-safnaðar, 8. júní; hann var lagður til hinztu hvíldar í Mapleton grafreit. Sóknarprestur jarð- söng. S. Ólafsson Frá fslandi Nýlátinn er í Reykjavík Jóhann Sæmundsson prófes- sor í læknisfræði við Háskóla íslands, einn af ágætustu mönnum þjóðarinnar; er að slíkum mönnum mikil eftir- sjá; hann var fimmtugur að aldri. Björn Sigurðsson læknir að Keldum, hefir varið doktors- ritgerð sína við Kaupmanna- hafnarháskóla með mikilli prýði.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.