Lögberg - 07.07.1955, Síða 2

Lögberg - 07.07.1955, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 7. JÚLÍ 1955 Á herförum lífsins Líf er herför ljóssins, líf er andans sfríð. Sæk til sigurhróssins, svo er æfin fríð. STGR. TH. Ljóðabók IIÚN á marga vegu, herför ljóssins, en hún stefnir aitaf að því að bægja myrkr- inu á bug. Það eru margvís- legir flokkar manna, sem skipa sér undir ljóssins merki. Kirkjan og þjónar hennar, og út frá henni sjúkrahúsin, barnaheimilin, skólarnir og ótal aðrar stofnanir, sem starfa út frá aðalstöðinni. Og svo vitaskuld landslögin, hvaða lands sem er undir hverra vernd, jafnvel kirkjan sjálf og hennar menn verða að vera til þess að fá að njóta friðar og náðar við sitt ljóss- ins starf. Islendingar hafa oft átt ijóselska og brekkusækna menn, og samkvæmt því, sem sögurnar segja, þá eru þeir til enn. Svo telst mörgum til, að í sál þeirra, sem fluttu vestur um hafið, hafi hér og þar mátt finna þann máttar anda, sem leiðir mennina til nýrra heima, gefur þeim styrk til nýrra átaka. Á vegferð ís- lendinga um Ameríku, má finna, sé að gáð, ein og önnur merki þess að þeir hafi verið töluverðir framtaksmenn á einu og öðru sviði. Nú er komin röðin að Is- lendingum í Vancouver með það, að sinna byggingu þess merkis, sem segir af þeim veg- legustu söguna og gefur bæði nútíð og framtíð mestan yl, styrk og nytsemd. Það er bygging lútersku kirkjunnar, sem nú er í upp- siglingu. Það er til og hægt að sjá og heyra sögur af því daglega, að þeir, sem berjast ljóssins og laganna megin, verði ærið oft að leggja líf sitt í háska til þess að fara á móti því sem ilt er, — Líf, limi og mann- orð í því skyni einu að fara á móti myrkravöldunum. Við íslenzku kirkjubygginguna í Vancouver, er ekki um nein þvílík stórræði að ræða, það ég veit eða get hugsað mér. Menn þurfa að erfiða í því, það er satt, og það allmikið, og þeir þurfa að leggja fram fé og vinnu, en það þyrfti ekki að verða svo mjög til- finnanlegt væru menn nógu víðtækt samtaka. Þegar búið er að koma verkinu á rekspöl, þá er ekki eins erfitt við að eiga með áframhaldið, — en með lifandi áhuga verður áframhaldið að vera bæði fyr og síðar. Ekki aðeins með lif- andi áhuga fárra manna og kvenna, heldur lifandi áhuga fjöldans. Ég hef óbilandi trú á litlu en mörgu tillögunum. Hvað er átakanlegra en villugenginn unglingur eða unglingsstúlka? Ungmenni, sem annaðhvort af eigin fýsn- um hefir leiðst 'af réttri leið eða verið leitt það af öðr- um. Það er erfitt að finna neitt, sem er átakanlegra. Þar með er fátt ánægjulegra, ef nokkuð, en að vita sig hafa lagt þar stein í vegg, sem ung- menni hlýtur skjól af, ferða- maður hlýtur hvíld, verklaus og launalaus maður fær leið- beiningar til heiðarlegrar og sanngjarnlega launaðrar at- vinnu. Öll þessi atriði eru svo stór í sjálfu sér, að enginn maður mælir það til fulls, því lífið, mannssálin og mannleg- ar aðstæður á vegum lífsins, verða ekki sett undir mæli- kvarða nema þann, sem lögin setja um brot og bætur. En þó sá mælikvarði sé gildur í sjálfu sér, að einhverju eða öllu leyti, þá getur hann ekki mælt til fulls og heldur ekki bætt til fulls, þann djúpa sárs- auka, sem glöpin hafa í för með sér né huggar hann í lífs- stríði, sízt að fullu, þá er í þeim lenda. „Með lögum skal land byggja“, sagði Njáll. Hjá þeim sannleika verður aldrei kom- ist, og sannar það bezt hve þungt að lífsstríðið er með köflum, — „Ljóssins her- för“, — að hversu mikilli mót- spyrnu, sem framkvæmd þeirra mætir, hversu sem mönnum kann að yfirsjást með notkun þeirra, þá eru þau alltaf til og hljóta altaf að verða til. — Rétt og rangt. — Þau eru partur af hinu eilífa orði, sem menn- irnir þurfa og sem aldrei bregst þeim, leiti þeir á náðir þess. Presturinn við íslenzku lút- ersku kirkjuna í Vancouver núna, séra Eiríkur S. Bryn- jólfsson, héfir margbeðið kirkjubyggingarmálinu bless- unar og þeim öllum, er að því starfa og sinna á einhvern hátt, — þeim er koma að kirkjunni og þeim er ganga fram hjá henni nær sem er og hver sem er. Þetta þykir mér góð bæn og þar sem kross verður á turni hennar, skilur maður, að ekki er beðið í mannsins nafni heldur hans, sem á krossinum dó, enda bið- ur presturinn allra bæna í Jesú nafni og fyrir hans for- þénustu. Slíkar bænir sem þessi, breiða blessun yfir land og lýð. Þegar þér því byggið þessa kirkju, íslenzkir menn og konur, þá eruð þér að leggja blessun yfir borgina og landið, sem þér búið í. Þér styrkið trúna, bætið siðferðið, hjálpið til að hugga þá harm- þrungnu og breiðið gleði og viðreisn á götu þeirra ungu. Og hjálpið ennfremur til að styrkja meðfæddar gáfur þeirra uppvaxandi — jafnt þeirra, sem vel eru á vegi staddir í alla staði, sem og hinna, er miður kunna að vera staddir. Því það er kirkj- unnar mál, sem heldur manns sálinni við lífið í eldraunum lífsins eins og hituðu járni á steðja undir hamri. Og lítið á listaverkin, sem mannssál- irnar framleiða, er þær hafa komið út úr raunum lífsins. Sálmana, sem við syngjum, frumorta og þýdda, ræðurn- ar, sem fluttar hafa verið á kirkjunnar vegum á undan- förnum öldum, Vídalín bisk- up, Helgi Thordarson biskup, Pétur Pétursson biskup og fleiri. Að þeim ógleymdum Hallgrími, Matthíasi og Valdi- mar Briem. Og þó maður líti inn á daglegu brautirnar, þá sér maður fljótlega þá fágun, sem kirkjan hefir gert á mannshuganum í veraldleg- um efnum frá því fyrrum og nú. Egill segir m. a.: „Standa upp í stafni, stýra dýrum knerri, halda svo til hafnar, höggva mann ok annan“. Jónas segir mörgum öldum seinna: „Fýkur yfir hæðir og frostkaldan mel, í fjallinu dunar því komið er él, snjóskýin þjóta svo ótt og svo ótt, M. André Monnier farast svo orð í Parísarblaðinu „Cité Nouvelle“: „Hér er um að ræða valda- mikla samfylkingu. í flestum öðrum löndum á hún sína liðsmenn, en Frakkland er henni sérstakt gósenland. Hún hefur hreiðrað um sig meðal okkar sem óvinaher í sigruðu landi. Hún leggur á skatta sjálfri sér til fram- færslu, setur lög, sem styrkja kyrkitak hennar, launar á- róðursmenn og útsendara, eys fé úr leynisjóðum og rær markvíst að því öllum árum að víkka áhrifasvæði sitt enn meir. Hún teygir óhindruð arma sína út um öll lönd Frakka og gerir gys að hin- um fáu og forystulausu and- stæðingum sínum. Skelfileg er hún og misk- unnarlaus. Hún bakar mill- jónum samborgara vorra ó- gæfu og skilur við þá sem ör- kumla menn og ærulausa tugthúslimi. I sjálfu hjarta þjóðþingsins á hún harðsnúna hópa sér til varnar og við- gangs. — I samanburði við þá eru þrautskipulagðir stjórnmálaflokkar áþekkastir ringluðum fjárhóp. í skipunum hennar þekkist engin miskunn. Undirróðurs- starfsemi hennar grefur und- an viðreisnarstörfum og tor- veldar þau, þurreys fjár- hirzlur ríkisins og stofnar jafnvel öryggi voru í beinan voða. Á meðan þetta skaðvænlega skurðgoð, sem ekki má hrófla við, á sér bólstað mitt á meðal vor, mun Frakklandi aldrei takast að lífga forna frægð og koma á efnahagslegu auganu hverfur um heldimma nótt, vegur á klakanum kalda“. í fyrra ljóðinu þess gífur- lega vitmanns, er fremdin og gleðin mest í því að komast að því að „höggva mann og annan“. — í seinna ljóðinu andar dýrðlegri samúð í gegnum alt kvæðið — samúð með manneskjunum, sem þarna eru erfiðlega staddar. Samúð, sem tendrað hefir ljós kærleikans í hjörtum þeirra, sem kynnst hafa þessu fagra ljóði, eins og Jónas Hallgríms- son setti atriðið fram á ís- lenzkri tungu. íslendingar í Vancouver, veitið þessu máli athygli. — Réttið því málefni hjálpar- hönd, sem færir kærleikann, lífsfágun og alt heilbrigt líf inn á brautir mannanna. — Hugsið um þetta sjálfir þar til þér finnið, að mergur þessa máls er svo ekta, að ómögu- lega má fram hjá honum ganga. Það er fullkomnasta þjóðræknisverkið, sem þér getið unnið, — að byggja kirkjuna. Rannveig K. G. Sigbjörnsson jafnvægi. Hin bráðasta hætta mun vofa yfir landi voru. Ég mun leita nánari út- skýringa á máli mínu: Landið er ekki enn gróið sára sinna eftir tvær styrj- aldir, iðnaðurinn stendur iðn- aði annarra þjóða að baki. Þörf er á nýtízku vélakosti og ódýrum matvælum fyrir milljónir heimila. Ég hvika hvergi frá þeirri staðreynd, að þessu nauðsyn- lega marki verður ekki náð, meðan milljónir manna vinna við framleiðslu, flutning og dreifingu gagnslausrar fram- leiðsluvöru. Ég gerist svo djarfur að ítreka skoðun mína, þótt ég eigi það á hættu, að mótmæla- öldur veltist að mér hvaðan- æva. Áfengir drykkir eru al- ger ónytj avarningur. Já, allir saman, einnig hin léttu vín. Hér er komið við kaunin á hinni dæmalausu fávizku, sem allsráðandi er í frönskum landbúnaðarmálum. — Vín- framleiðendur hafa sökum stjórnmálalegra ítaka sinna náð aðstöðu til að selja ríkinu framleiðslu sína með hagnaði. Ríkið selur þetta vín venju- lega með tapi sér til stórfelds óhagræðis. Til þessa er varið 35 milljörðum franka á fjár- lögum. Hægt væri að framleiða sykur úr sykurrófum þeim, sem nú fara til vínbruggunar. Rófnaræktarmenn rísa þar við öndverðir. Því er það, að vér neyðumst til að flytja inn sykur frá Vestur-Indíum. Ekki tjáir heldur að gleyma ávöxtunum, sem vér flytjum inn frá Ameríku og Sviss. Ávexti þessa gætum vér hæg- lega ræktað sjálfir, sömuleiðis vínþrúgur, sem öll Evrópa fal- ast eftir árangurslaust. Hvað skal segja um lög- gjafann, sem hefur tvítalið upp óáran þá, sem hlýzt af öldrykkju, og falið heilbrigð- isyfirvöldunum að gera ráð- stafanir til úrbóta, en sýnir engan lit á því, að hrinda þeim í framkvæmd? I þess stað er rænt stórfé úr vasa skatt- greiðandans til þess að styrkja vínframleiðendur. Hvað um land, sem að allra dómi þarfnast þriggja mill- jóna nýrra húsa, en eyðir þó árlega 300 milljörðum franka í áfengi, upphæð, sem nægja myndi til þess að reisa 200 þúsund nýtízku heimili? Hvað skal halda um land, þar sem þurftalitlir og iðju- samir skattgreiðendur láta milljarða af hendi rakna til al- mannatrygginga, sem mest- megnis fer til þess að fram- færa drykkjusjúklinga og menn, sem hlotið hafa örkuml í slysum, sem orsakast hafa af áfengisneyzlu, en sumt til styrktar fjölskyldum, sem eiga fyrir vanþroska börnum að sjá. Já, hvað skal segja um heimili, þar sem allt fer í ó- lestri; blöðin birta daglega frásagnir um glæpi, framda í ölæði, og hræðilegar frásagnir um börn, sem sætt hafa mis- þyrmingum? Við komumst ekki hjá því að viðurkenna, að ástandið er afleiðing af deyfð almennings- Sökin er okkar allra. Við ger- um nálega ekkert til þess að sporna við þessari öfugþróun, sem stefnir í átt til glötunar. Frakkland verður að losna við áfengisbölið hið bráðasta eða fljóta sofandi að feigðar- ósi að öðrum kosti“. (Þýit úr ameríska tímaritinu Listen) —eining Var það bænhcyrslo Fyrir hér um bil einni Öld skrifaði hermaður Suðurríkja Bandaríkjanna þessi orð: Ég bað Guð um þrek og kraft, en ég var gerður þrek' leysingi, til þess að mér lærð- ist að hlýða í auðmýkt. Ég bað Guð um hæfileika, til þess að framkvæma mik)a hluti, en mér hlotnaðist gelu' leysi, svo að ég gæti gef* annað betra. Ég bað Guð um auðlegð, td þess að ég gæti verið haih' ingjusamur, en mér hlotnaðist fátækt, til þess að ég yrð* hygginn. Ég bað um alls konar gæðú til þess að ég gæti notið lífs' ins, en mér var gefið líf, ti* þess að ég gæti notið margra gæða lífsins. Ég fékk ekkert af því, sent ég bað um, en allt sem hafði þráð. Ég var bænheyrður, þrátt fyrir allt, og ég er allra manna sælastur. —Reader's Digest Fimmta herdeild víngróðomanna í Frakklandi

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.