Lögberg - 07.07.1955, Side 5

Lögberg - 07.07.1955, Side 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 7. JÚLI 1955 5 ▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼ AliLSAAiAL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON GÓÐAR EIGINKONUR Ræða Thor Thors sendiherra Allmikið hefir nýlega verið skrifað í blöð og tímarit um það fyrirbrigði, að amerískir þermenn í Evrópu virðist ^iiklu fremur kjósa sér að kvonfangi Evrópukonur en sinar eigin samlöndur; nú er svo komið, að á hverjum oiánuði kvænast að jafnaði o°0 hermenn Evrópukonum. Ennfremur virðast þessi þjónabönd endast betur, held- ur en yfirleitt á sér stað í Bandaríkjunum, þar sem þjónaskilnaðir eru mjög tíðir. Nýlega fór blaðakona til Evrópu til að grennslast eftir hver orsökin sé til þess að Þannig er komið í þessum ^bálum. Hitti hún liðsforingja einn, er ekki var myrkur í mali; hafði hjónaband hans og amerískrar konu endað með skúnaði, en nú var hann giftur enskri stúlku, og var mIug hamingjusamur. Hann s^gði: „Þegar maður kvænist einia, þ. e. í Bandaríkjunum, ^tiast konan ekki einungis til sð eiginmaðurinn sjái sér far- horða það sem eftir er æfinn- aL heldur að hann láti sér í te miklu betra heimili og aðra hluti en vinkonur henn- dr eiga, jafnvel þótt hann hafi ekki efni á því. Og hvað lætur Un honum svo í té í staðinn? Samkvæmt skýrslum, er birt- ar voru nýlega í tímariti, Verða 60 prósent eiginmanna I úandaríkjunum að búa til m°rgunverð sinn, meðan °nan sefur vært. Þó hann út- Vegi henni alls konar heimilis- Velar, verður hann oft að jálpa henni við að ljúka við eimilisstörfin eftir að hann emur heim að loknu sínu , agsverki, og fara síðan með enni út á einhverja skemmt- Un til að umbuna henni fyrir a hafa verið innilokuð allan agmn á heimilinu, sem hann Vlnnur fyrir baki brotnu. ^fnrétti með hjónunum er e ki til að dreifa; konan tekur a t, sem eiginmaðurinn get- Ur veitt henni, en finnur lítið II þess að hún hafi jafn- ramt skyldur að rækja gagn- ^arl honum. Hér er þetta ruvísi; konurnar gefa mönn m sínum nokkuð, sem amer- S ar ^onur gera ekki: Þær a þeim fullvissu um það, Þeir séu húsbændur á sín- m heimilum; þær örfa annig öryggistilfinningu ejlrra> og þeir afla heimilinu nalegra hluta ekki einungis egna þess að það sé skylda ^eirra heldur af því að þeir þv-« ^að °S ha^a ánægju af Hér mun nú nokkuð djúpt e ið í árinni varðandi amer- ísku eiginkonurnar, en þó mun þetta eiga við nokkurn sannleika að styðjast. Eitt af því, er vakti athygli fréttaritarans var, að meiri rækt er lögð við fjölskyldu- lífið í Evrópu en í Ameríku. Öll fjölskyldan fylgist að — jafnvel unglingarnir skemmta sér með foreldrum sínum. Faðirinn er húsbóndi heimil- isins; eiginkonan er félagi hans, oft félagi, er telur það viturlegast, að láta lítið á sér bera; hennar verkahringur er heimilisstörfin, að skapa ánægjulegt heimilislíf, ala upp börnin og tryggja ham- ingju bónda síns. Þetta er hennar köllun og hún er stolt af því. Blaðakonan átti fund með brezkum og amerískum kon- um, til að ræða þetta mál. „Ég held, að mismunurinn milli okkar sé aðallega fólg- inn í því hvernig við komum fram við eiginmenn okkar“, sagði ung ensk kona. Það stafar e. t. v. af uppeldi okkar. Ég vandist því, að þegar faðir minn kom heim úr vinnu, drukkum við öll te saman; síðan fór hann út að hitta kunningja sína; á meðan var móðir mín heima, og háttaði okkur. Síðan snæddu þau for- eldrar mínir kvöldverð sam- an. Þannig er ég líka. Við hjónin gjörum margt fleira sameiginlega heldur en for- eldrar mínir, en samt finnst mér, að hann eigi rétt til þess að vera með kunningjum sín- um að dagsverki loknu, ef hann æskir þess; hann ætti ekki að þurfa að gera snún- inga á heimilinu eða koma börnunum í rúmið; honum ætti að veitast tími til sinna eigin skemmtistunda!" „Ég veit vel, hvað þú átt við“, sagði ung amerísk kona, „þess vegna gef ég líka Harry eitt kveld í viku til að fara út sér til skemmtunar“. „að er nú einmitt þetta“, svaraði enska konan. „Þú gefur honum útikveld; mér myndi ekki finnast að það væri mitt að gefa. Maðurinn minn á það sjálfur, ef hann vill veita sér það — þó ég verði að segja, að hann noti sér það sjaldan". „Annað þessu viðvíkjandi er þetta“, sagði önnur ensk kona, „þið amerísku konurnar viljið að eiginmenn ykkar séu alltaf með ykkur, eða ef þeir fara út, þá viljið þið fara með þeim. En þegar enska stúlkan giftist, þá gerir hún ráð fyrir að vera heima hjá börnunum og leysa af hendi þau störf, sem þurfa að gerast innan- húss. Það er hlutverk manns- ins að sjá fyrir konu sinni, börnum og heimilinu; hennar hlutverk er að vera þar og láta honum í té það sem hann þarfnast. Ég skoða það svo, að konan æti að gegna sínu starfi, ef hún vill að hann leysi af hendi sitt hlutverk“. Þessi hugsunarháttur er einnig ríkjandi meðal kvenna á meginlandi Evrópu. Það er þessi hugsunarháttur, sem laðar amerísku hermennina að Evrópukonunum — að hjónin skipti með sér ábyrgð- arskyldunum, að hjónabandið sé nokkurs konar félagsskap- ur, er báðir aðiljar vinni jafnt að, hvor á sinn hátt, þannig að það verði sem fullkomast og ánægjulegast. ☆ GÁTA Sigvaldi Jónsson skáldi orti þessa gátu um eldspýtuna: Þó að ég sé mögur og mjó margra næ ég hylli. Ég í skógi eitt sinn bjó aldintrjánna milli. Nú er ég í fjötur færð felld að höfði gríma, inni í búri bundin, særð, bíð svo langan tíma. Tekur mig þín harða hönd, húmið gín mér nauða, lifna ég þá leysist önd, ljós þitt verð í dauða. ☆ í MYRKRI Það er sagt að meðan Þjóð- verjar hersátu Frakkland í seinasta stríði, þá hafi einu sinni ferðast í sama járnbraut- arvagni ungur Frakki, þýzk- ur hermaður, ung og fögur stúlka og gömul kerling. Lestin renndi inn í jarðgöng og myrkur varð 1 vagninum. Um leið heyrðist kossbrestur mikill og því næst skellur, eins og einhverjum hefði verið gefið kjaftshögg. Gamla konan hugsaði: — „Þessi unga stúlka er ætt- jarðarvinur. Þjóðverjinn kyss ir hana og hún gefur honum rækilega á hann.“ Unga stúlkan hugsaði: — „Það var gott að Þjóðverjinn fékk kjaftshögg, en hvers vegna kyssti hann kerlinguna en ekki mig?“ Þjóðverjinn hugsaði: — „Þetta er laglegt, Frakkinn kyssir ungu stúlkuna og hún gefur mér kinnhest fyrir.“ Frakkinn hugsaði: — „Þetta gekk ágætlega, ég kyssti á hönd mér — og nota það sem ástæðu til þess að berja Þjóð- verjann.“ Skoti og írlendingur gengu saman á götu. Allt í einu námu báðir staðar úti fyrir stóru og skrautlegu húsi og tóku ofan. „Það gleður mig að sjá að, þú, sem ert þó ekki kaþólskur, skulir bera svona mikla virð- ingu fyrir þessari kirkju“, sagði írinn. „Kirkju?" endurtók Skot- inn. „Ég hélt að þetta væri banki“. Framhald af bls. 4 anna og í höndum hinna fáu liggja örlög og framtíð hinna mörgu, okkar allra, já, allra þjóða. Við viljum mega treysta þessum leiðtogum. Kalda stríðið hefir þegar staðið alltof lengi. Mannkynið dauðþráir og þyrstir eftir friði og öryggi. Ef að tíu árum liðnum það hefði tekizt að lækka veggi vígbúnaðarins verulega, og rósemi og traust ríkti 1 heim- inum, hugsum okkur þá hversu stórkostlegum fjár- hæðum við gætum varið til verklegra og félagslegra framfara, í sérhverju landi um allan heim. Hugsum okk- ur hversu gífurlega mætti bæta kjör mannanna á sér- hverjum bletti hnattarins, ef við spöruðum þó ekki væri nema nokkuð af þeim meira en 100 billjónum dollara, sem árlega er eytt í vígbúnað og morðvélar, og notuðum þetta fé til mannúðar- og menning- armála. Hugsið ykkur öll þau fátæku, fáklæddu og fákunn- andi litlu börn, sem unnt væri að veita hjálp, og opna útsýn til bjartara lífs og betri fram- tíðar. Slíkt nýtt viðhorf mundi vissulega einnig létta af herðum mannanna byrðum óttans og gefa þeim það ljós, sem gjörif lífið vert þess að lifa því. Þegar við viljum gjöra upp reikninga Sameinuðu þjóð- anna, þá höfum þetta í huga: Öll hin árlegu útgjöld Sam- einuðu þjóðanna nema aðeins sem svarar til þess sem heims- styrjöld mundi kosta í nokkr- ar klukkustundir. Það má með sanni segja, að Samein- uðu þjóðirnar eru ódýrasta tilraunin, sem nokkru sinni hefir verið gjörð til að bjarga mannkyninu frá hryllilegustu ógnum, sem unnt er að hugsa sér. Ef síðan eftir önnur tíu ár að við fáum að sjóta tilveru Sameinuðu þjóðanna, þá munu þær miklu frekar en í dag rísa undir hinu stóra nafni og verðskulda það. Þá mundu allar þjóðir heims vera í bandalaginu. Slík lækkun vígbúnaðar einstakra ríkja, sem í dag mundi þykja óhugsanleg, mundi síðar hafa það í för með sér að unnt yrði að koma upp varnarliði Sameinuðu þjóðanna, sem stæði vakandi á verði um frið og öryggi alls staðar í heiminum. Með tíð og tíma, og stig af stigi, mundi hið mikla alþjóðlega varnar- lið, sem gjört er ráð fyrir í sjöunda kafla Sáttmála Sam- einuðu þjóðanna, koma í stað og víkja á brott sem óþörfum hinum geysifjölmennu herj- um og stórkoslega vígbúnaði einstakra þjóða. Vígbúnaðar- kapphlaupinu væri hætt, og sérhver þjóð byggði traust sitt og trú á varnarliði Sam- einuðu þjóðanna, sem veitti öllum vernd og öryggi. Heimurinn á í dag um tvær leiðir að velja. Önnur er sú að halda áfram ósamlyndi, áróðri, þrætum og deilum. Þessi leið hlýtur fyrr eða seinna að leiða til styrjalda, rústa og tortímingar menn- ingarinnar. Hin leiðin er frið- samlegt samlíf og samvinna milli allra þjóða og félags- skapur sannarlega samein- aðra þjóða. Það er nær eng- um takmörkum háð hversu mikill velfarnaður getur fallið í mannanna skaut ef leiðtogar heimsins vilja koma sér sam- an um það að lifa í friði og samlyndi, svo að ávextir mannlegs vits, hugkvæmni og framfara megi falla um allar jarðir, og blessun og bætur hugsnilldar mannanna fái að streyma fram sem rennandi lind, þessari og komandi kyn- slóðum til velfarnaðar. Mannkynið var ekki skapað til þess að útrýma sjálfu sér og eyða jörðinni, heldur til að vera frjósamt, margfaldast og uppfylla jörðina og gjöra hana sér undirgefna. Draumarnir frá 1945 eru ennþá ekki orðnir að veru- leika. Við getum því enn látið okkur dreyma um stund, en fljótlega verðum við að vakna og heimta aðgjörðir. Á þess- um stað og þessari stundu skulum við ákveða að skapa betri heim, og að gjöra hlut hvers manns sanngjarnan og lífið öllum ljúft, eftir því sem mannlegur máttur fær ráðið. Frið í huga og frið á jörðu. í þeim anda skulum við stefna fram á við allir saman, undir merkjum og fyrir hug- sjónir Sameinuðu þjóðanna. Verum hughraustir, því að enn er von! Nýtt malarnám hafið í Álfsnesi á Kjalarnesi Uppi í Álfsnesi við Kolla- fjörð hefir verið hafið nýtt malar- og sandnám, sem ætlað er til bygginga í Reykjavík. Er þarna mikið af handhægu og góðu byggingarefni og sagðar nægar birgðir af möl og sandi handa Reykjavík um mörg ókomin ár. Forstöðu- maður þessa nýja malarnáms, Tómas Tómasson, bauð frétta- mönnum að skoða þessa starf- rækslu í gær. Þarna voru ýmsar vélar að starfi, en þær eru allar smíð- aðar á vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar, sem gert hefir slíkar vélar áður og hafa þær reynzt vel. Kemur þar fram í senn hugkvæmni og hagleikur. Malarnám þetta hefir til umráða víðáttumikið land- svæði í Álfsnesinu og er þar gömul sjávarmöl í höfðanum og talin af Atvinnudeild Há- skólans hið bezta byggingar- efni. Vélskófla mokar efninu í sigti og kvörn, sem molar Framhald á bls 8

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.