Lögberg - 11.08.1955, Side 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. ÁGÚST 1955
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, Húsaíelli:
Ferð til íslendinga vestan hafs
FRAMHALD
Á laugardag, 2. okt .lagði
presturinn í Lundar, síra
Bragi Friðriksson af stað í
messuferð norður í sveitir og
bauð mér með. I ferðinni voru
líka bóndi frá Lundar að nafni
Hjörtur Hjartarson og kona
hans Rósa. Hjörtur er söng-
maður góður pg kona hans
organisti ágætur. Fór prestur
á eigin bifreið fyrir austan
Manitobavatn. Verið var að
útbúa bryggjur beggja megin
vatnsins, þar sem mjóst er á
því, og á að hafa þar bíla-
ferju. Var ferjan tilbúin en
ekki bryggjurnar. Þarna heit-
ir Vogar. Þangað fórum við
á bílnum og skildum hann
eftir þar, en fórum yfir sund-
ið á ferjunni. Tók okkur þar
bóndi, sem Ragnar hét- og
flutti okkur til annars bónda,
sem átti heima rétt þar hjá,
sem prestur ætlaði að flytja
fyrstu messuna daginn eftir.
Þar heitir Reykjavík. Við
gistum þar hjá þýzkum
bónda, sem var giftur ís-
lenzkri konu. Skildi hann og
gat talað íslenzku. Þetta var
mjög myndarlegt heimili,
fallegur og vel hirtur garður
í kringum bæinn, sem stendur
við vík eina úr vatninu.
Þarna eru geysivíðáttumiklar
engjar með vatninu, en núna
var svo hátt í því, að mikið
af þeim var undir vatni.
Þarna í kringum vatnið held
ég að engjar og akrar sé með
því bezta, en núna voru þeir
verst úti vegna þess hve hátt
var í því.
Fyrstu messuna daginn eft-
ir flutti síra Bragi í samkomu-
húsi þarna í Reykjavík, fyrir
vestan Manitobavatn. Skírði
hann þar tvö börn, voru þau
af framandi þjóðum. Messuna
flutti hann á íslenzku. Eftir
messu gáfu konur kaffi öllum
sem komu. Næstu messu
skyldi halda í Vogum fyrir
austan vatn. Ragnar var kom-
inn til að aka okkur, en prest-
ur var orðinn naumt fyrir en
Ragnar ók hægt, svo síra
Bragi settist við stjórn og ók
í hvelli að ferjunni aftur, sem
svo sótti okkur. í litlu þorpi í
Vogum var næsta messa flutt.
Þar er snotur kirkja, æfður
söngflokkur, laglegt fólk.
COPENHAGEN
Heimsins bezta
munntóbak
Þriðja messan var flutt í
kirkju, sem stóð ein sér í litlu
rjóðri í þéttum skógi við vog
einn. Heitir þar Silfurflói.
Meðan á messu stóð þar rauk
upp á norðan og kólnaði.
Gekk þá vatn upp á veg þann,
sem við þurftum að fara eftir,
svo bílarnir urðu að vaða fet-
djúpt á kafla. Margt af kirkju-
fólkinu fór þar inn á einn
bóndabæinn, var þar veitt
kaffi og kökur. Seinustu mess-
unæ flutti prestur á Steep
Rock; mun það vera um 100
kílómetra fyrir norðan Lund-
ar. Eftir messuna var þar
farið inn á eitt heimilið og
voru þar veitingar góðar. Hús-
bóndinn hét Jón Þorsteinsson.
Þar var leikið á hljóðfæri og
sungið og spilað á grammófón
íslenzk lög. Á meðal gestanna
þarna var íslenzk kona að
nafni Sigrún Hjartarson, var
hún dóttir Einars gamla á
Urriðafossi og móðir Hjartar
þess, sem í íerðinni var með
okkur presti. Hún var há kona
og höfðingleg, ljóshærð og
bláeygð.
Þegar hann rauk upp á
norðan fyrr um daginn voru
synir hennar fjórir með stór-
an bát út á Manitobavatni.
Var hann hlaðinn með naut-
gripum, sem þeir voru að
sækja vestur fyrir vatn. Þeir
komu þarna um kvöldið, seint
eftir að þeir komu í land. Þeir
voru allir risar að vexti, blá-
eygðir og ljós- og ljósskol-
hærðir, myndarlegir og dugn-
aðarlegir menn. Á Steep Rock
var ágætur æfður söngflokk-
ur, sem annaðist sönginn.
Messað var í samkomuhúsi
þorpsins. Klukkan 12 um
kvöldið fórum við frá Steep
Rock og komum heim til
Lundar klukkan tvö um nótt-
ina. Rósa og Hjörtur urðu
eftir hjá Rósu móður sinni og
bræðrum sínum. Með okkur
presti var samferða nokkuð
af leiðinni heim frú ein ung,
sem fékk far með okkur
heiman að frá sér og til baka
aftur. Var hún að fara til
messunnar og heimsækja
frændfólk sitt. Hún var bróð-
urdóttir Jóns þess, er við
komum til á Steep Rock.
Síra Bragi er risi að vexti —
193 sm. — og samsvarar sér
vel. Hann er laglegur maður
cg viðkunanlegur; Húnvetn-
ingur að ætt, alinn upp í
Miðfirði. Hann er rammur að
afli og velbúinn íþróttum,
söngmaður ágætur og skrifar
prýðilega rithönd. Mjög er
hann vinsæll hjá söfnuðum
sínum, bæði fyrir kenni-
mennsku og aðra starfsemi og
framkomu alla.
Ég fór í heimsókn til Páls
frænda míns. Hann er dug-
andi bóndi og á fjölda fallegra
gripa. Hann á heima við stóra,
skóglausa sléttu og er þar eitt-
hvað af tjörnum og síkjum,
en skógur við bæinn og í
kringum sléttuna. Skógurinn
hérna við bústað frænda míns
er laufskógur, mest ösp. Hafa
bændurnir hana í byggingar
sínar og til eldiviðar. Páll var
að byggja stórt fjós og byggir
það úr þessum viði; sagar
bjálkana niður í planka og
raðar þeim upp á endann
hverjum við annan, en hefir
steyptar undirstöður. Hafði
hann útbúnað til að saga nið-
ur trén og gerði það sjálfur.
Lét hann heimilisdráttarvél-
ina drífa sögina. Þegar hann
hafði komið upp fjósinu átti
hann hús yfir allar skepnur
sínar, en það hafa fáir bændur
þar.
Páll átti nokkrar glómóttar
hryssur stórar og fallegar;
fengu þær fyrstu verðlaun á
sýningu í sumar. Stóðhest átti
hann gamlan. Keypti Páll
hestinn á stjórnarbúi fyrir
nokkrum árum. Þótti hann
fallegasti hestur Kanadalands
Klárinn var kollhæð mína á
herðakambi en seilingarþæð
upp á eyru. Var hann fóðrað-
ur inni, en látinn út daglega
í litla girðingu. — Kona Páls
er af enskum ættum, fríð og
góðmannleg, ljós yfirlitum.
Þorsteinn sonur Kristínar
og Kristján tengdasonur
hennar hafa félagsbú. Til
þeirra fór ég seint á laugar-
dagskvöld og gisti um nóttina.
Dansleikur átti þá að vera í
skólahúsi þar austur í byggð-
inni. Kristján ók bílnum en
Kristín og ég vorum fram í.
Þetta var vörubíll með frekar
litlum vörupalli. Landið
þarna er flatt og mishæða-
laust og skurðir allir fullir af
vatni. í nánd við ballhúsið
kom fólksbíll á fleygiferð á
eftir okkur. Kristján færði sig
út í kantinn, en sá, sem á
eftir var, ók á fullum hraða
út í skurðinn og stóð þar í
djúpu vatni. Ekki var hægt
að ná bílnum upp þá. Kristján
tók fólkið á pallinn á sínum
bíl, tróð telpu, sem með var,
inn framm í, en léði einum
stráknum yfirhöfn sína því
hann var illa klæddur en kalt
•
í veðri. Þetta voru Indíána-
blendingar.
Þeir félagar hafa á þriðja
hundrað nautgripi yfir vetur-
inn. Láta þeir flestar kýr sín-
ar ganga með kálfum. Það
gera það allir, sem ala upp
sláturgripi, gelda bolakálfana
og gera uxana tveggja til
þriggja vetra gamla. Á haust-
in eru kálfarnir teknir undan
kúnum og fóðraðir inni yfir
veturinn, en kúnum og geld-
neytinu gefið úti. Þykir ágætt
að gefa þeim í smárjóður þar
sem þéttur skógur er í kring
til þess að hafa skjól.
Núna eftir rigningarnar
voru margir hliðarvegir ó-
færir og illfærir. Var því
ekki unnt að komast heim á
bæina nema á háum og sterk-
um vörubílum. Þeir voru til
á hverju heimili, á einstaka
stað líka fólksbíll.
Hjá Þorsteini og Kristjáni,
eins og víða annars staðar, var
mikið af því landi, sem þeir
voru vanir að heyja á, undir
vatni vegna rigninganna.
Fengu þeir af landi, sem vana-
lega gaf af sér 60 stakka, núna
aðeins 6 stakka. Þeir telja, að
hver stakkur sé 5—6 tonn eða
svona tvö kýrfóður. Það
hjálpaði þeim, að þeir hafa
svo víðáttumikið land, að
þeir gátu heyjað annars stað-
ar. Heyin setja bændur saman
á víð og dreif um engjarnar
og geyma þar óþakin til vetr-
ar. Þeir félagar hafa 16 kvarta
lands eða sem svarar fjórum
heilum sectionum.
Ég fór í smalamennsku
með Kristjáni. Hann var að
smala nautahjörðinni til
förgunar. í förinni voru líka
tveir smástrákar. Lagt var af
stað kl. hálf tíu og komið aftur
hálf þrú; verið fimm tíma í
ferðinni. Ég fékk hnakk en
hinir riðu allir berbakt. Það
hefði ég ekki kært mig um,
því klárarnir eru hastir.
Hinn 26. júní síðastliðinn
andaðist á North Bellingham
Hospital Mrs. Sólveig Emilía
Johnson kona Franklins John-
son, er býr í grend við Blaine.
Hún var fædd 31. maí 1893
nálægt Hallson, N. Dakota.
Foreldrar hennar voru Eggert
Guðmundsson og kona hans
Sigurlaug Jónsdóttir. Hún ólst
upp hjá foreldrum sínum til
fullorðinsára og fór frá því
heimili vestur á Kyrrahafs-
strönd árið 1937. Settist hún
að hjá Daníel Johnson, móður
bróður sínum og konu hans
Kristínu, systur Margrétar J.
Benedictson, sem flestir Is-
lendingar kannast við. Hinn 7.
jan. 1939 giftist hún Franklin
Johnson, frænda sínum, syni
þeirra Daníels og Kristínar.
Þau eru nú dáin fyrir all-
mörgum árum. — Tóku
Franklin og Sólveig við búi
þeirra og heimili, sem er
skamt suður frá Blaine og
hafa búið þar síðan. Þeim
hjónum varð ekki barna
auðið. Syrjendur við jarðar-
förina voru, auk eiginmanns
hinnar látnu, allmargt skyld-
fólk hans og uppeldissystir
hennar, Valdine Gíslason.
Sólveig sál. var sérlega vel
gefin kona. Hafði hún yndi af
lestri góðra bóka, einkum
elskaði hún ljóð og var hag-
mælt sjálf. Henni var margt
vel gefið af því sem henni var
ósjálfrátt, en það sem meifa
var um vert, henni var flest
vel gefið sem henni var
sjálfrátt. Dögum sínum eyddi
hún í fórnfúsri og hógværri
þjónustu manna og málleys-
ingja, og aldrei lagði hún ilt
til annara í orði eða verki.
Að taka inn á heimilið til að-
hlynningar sér óskyld og ó-
kunn gamalmenni; að skjóta
skjólshúsi yfir athvarfslausa
hunda og ketti; að hlúa með
eigin höndum að blómum og
öðrum gróðri; aðeins af ósín-
gjarnri ást til alls sem lifir; —
slíkt er sjaldan talið í frá-
Hnakkurinn var ólíkur þeim
sem hérna gerast. Hann var
stuttur og djúpur með klakk
á hnakkkúlunni. Þetta eru
kúrekahnakkar og er klakk-
urinn til þess að festa þar
annan enda ólarinnar þegar
kastað er snöru á skepnurnar.
Maður er mikið stöðugri og
fastari í svona hnakk heldur
en þeim íslenzku. Mér var
sagt að þeir kostuðu 120
dollara, mundi vera um eða
yfir 2000 krónur.
Hættan af skógareldum
Land það sem gripirnir
gengu var skóglendi með
stórum rjóðrum eða land, þar
sem skiptist á skógur og skóg-
laust land. Héldu gripirnir
sig á skóglausu blettunum.
Voru í landi þessu nokkur
eyðibýli, höfðu lagzt í eyði
meðal annars vegna vega-
leysis. Þarna kom ég í brunn-
Framhald á bls. 7
sögur færandi. En þegar kona
eins og Solveig sál., sem alt
þetta gjörði, kveður þennan
heim, vitnar sorg ástvinanna
og söknuður nágrannanna
um verðleika hennar, og
„ilmur horfinn ynnir fyrst,
hvers urtabygðin hefir mist.“
—A. E. K.
íslenzk hjúkrunar-
kona til Konso
Ráðin þangað til 5 ára slarfs
Ung, skagfirzk hjúkrunar
kona, Ingunn Gísladóttir, •
hefir verið ráðin til starfa
í trúboðsstöðinni í Konsó,
Abessiníu, hjá Felix
Ólafssyni trúboða.
Ráðningartíminn er 5 ár.
Ingunn útskrifaðist sem
hjúkrunarkona 1950 og starf-
aði síðan bæði í Reykjavík og
á Akureyri, en fór svo til
Noregs og stundaði nám við
Biblíuskólann í Osló og var
eftir það hjúkrunarkona 1
bæjarspítalanum þar. í Akur-
eyrarblaðinu Degi segir, að
Ingunn hafi alltaf haft sér-
stakt starf í huga og búið sig
undir það öll þessi ár, sem
hún hefir stundað nám og
hjúkrun, þ. e. að stunda trú-
boð meðal frumstæðra þjóða
samfara hjúkrunarstörfum,
og þá ósk hefir hún nú fengið
uppfyllta.
Fyrst um sinn mun Ingunn
starfa í sjúkrahúsi í Addis
Abeba, meðan hún er að
kynnast, venjast loftslagi og
háttum fólks þar syðra. ís-
lenzka kristniboðsfélagið kost
ar för hennar, en sjálf hefir
hún aldrei notið nokkurra
styrkja. 1 Degi segir, að i
rauninni bíði hennar að vera
bæði læknir og hjúkrunar-
kona í Konsó, og vonandi beri
líknarstarf hennar góðan
árangur. —VÍSIR, 22. júní
Sólveig Emilía Johnson
1893 — 1955