Lögberg - 11.08.1955, Page 6
' 6
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. ÁGÚST 1955
GUÐRÚN FRÁ LUNDI:
DALALÍF
„Hvernig gat honum dottið önnur eins fjar-
stæða í hug og þetta?“ sagði Lína. Hvað skyldi
hún eiga eftir að heyra á þessum degi af ein-
tómum fjarstæðum við heilbrigða skynsemi? Fyrst
hjónaskilnaðarhugmynd og svo þetta. „Þórður
hefur ráðlagt þér þetta í hefndarskyni, en ég segi
þér það satt, að ég vil allt til vinna, að hún fái
aldrei hugmynd um það. Fara til Ameríku eða.“ —
„Það er of seint að ætla sér til Ameríku.
Skipið er farið, enda sagðirðu um daginn, að þú
treystir þér ekki vegna sjóveiki“, greip hann
fram í.
„Ég veit líka, að ég hefði aldrei komizt þangað
lifandi. Það tekur fljótara af að kæfa sig í ánni.
Ég býst ekki við, að lífið verði mér mikils virði
héðan af“.
„Nú er þó djúpt tekið í árina þykir mér. Þetta
er svo vesaldarlegt, að það tekur varla að anza
því. Mér finnst nú einmitt lífið fara að verða
konunni mikilsvirði, þegar hún á von á að verða
móðir“, sagði Jón.
„Það er nokkuð sama, hvorn kostinn ég hefði
tekið — áin er bara fljótvirkari. En Önnu verður
að frelsa frá því að komast að leyndarmáli okkar.
Hún er svo veikluð, og hún treystir okkur nú orðið.
Við erum víst ekki of góð að þola hegningu fyrir
okkar syndir — eða líklega verður það aðallega
ég. Þið karlmennirnir þurfið ekki mikið að óttast“.
„Ég á kunningja austur á landi, sem ég get
komið þér til, og þar gæti þér liðið vel, og engan
grunaði nokkuð hér í sveitinni. Hvað segirðu um
það?“
„Þá grunaði fólkið einmitt að eitthvað ein-
kennilegt væri við að rífa sig upp úr ársvist og
þjóta alla leið austur á land“.
„Dálítið óráðþægin enn“, sagði hann.
„Þá er eina ráðið að finna mann, sem vildi
kvænast þér hið fyrsta. En það verður vandi að
finna þann mann, sem ég verð ánægður með,
Lína mín“. Hún anzaði engu, en hann hélt áfram:
„Það var kaupamaður hjá mér í fyrra utan af
Strönd. Þú þekkir hann. Það er yngsti sonurinn
frá Múla. Hvernig væri að tala við hann? Það er
skemmtilegur piltur, símasandi og hlæjandi. Það
gætu heitið æskuástir, sem hefðu verið iljaðar
upp í fyrra vetur“.
„Hvort ég þekki hann“, sagði Lína stuttlega.
„Hann er síblaðrandi einhverja lygaþvælu um
hvern og einn. Það er satt, að hann er kátur, en
þú mátt vera viss um að hann þegði ekki, hvað
mikið sem þú borgaðir honum fyrir það. Ég þekki
of vel Múlafjölskylduna til þess, að mig langi til
að komast í hana“.
Jón hristi bara höfuðið. „Hvað er þá til ráða?“
spurði hann eftir að hafa sogið pípuna nokkrum
sinnum.
„Ég hef haft nægan tíma til að hugsa um
vandræði mín og komið auga á mann, sem ég
treysti til að þegja yfir leyndarmáli mínu, og ég
býst líka við, að hann muni ekki tönnlast á hrösun
minni. Þórði gat ég ekki vænzt neins af. Ég var
búin að reynast honum svo illa. En hér á þessu
heimili hefur mér liðið reglulega vel. Doddi hefur
verið mér eins og góður bróðir. Hann er fáorður
og vandaður. Hann þegir, ef ég bið hann þess. Ég
get vel hugsað, að hann sé dálítið hrifinn af mér“.
„Hann er alveg bálskotinn í þér, aumingja
strákurinn. Það er ekki vandi að sjá það, og
vandaðri sál er ekki hægt að hugsa sér. En það er
bara þetta, að þú tekur svo mikið niður fyrir þig“.
„Hvað skyldi ég hafa fram yfir hann?“ greip
Lína fram í fyrir honum. „Þú heldur náttúrlega,
að ég geti valið úr helztu piltum sveitarinnar.
Ég þekki betur en þú, hvernig talað er um stúlkur,
sem svona lagað hefur komið fyrir. Nöfnin, sem
þeim eru valin, og sleggjudómana, sem yfir þeim
eru felldir. Það dettur víst fáum piltum í hug,
sem eru í dálitlu áliti, að taka mig upp af götu
sinni, enda kæri ég mig alls ekki um það að láta
hafa mig á boðstólum um sveitina“.
„Jæja“, sagði hann hugsandi, „þetta hefur þér
dottið í hug. Ég býst við, að það verði engin vand-
ræði að koma þessu í kring, en ég er ekki alls
kostar ánægður. Ég kem eftir nokkra daga og þá
segirðu mér, hvort þér hefur snúizt hugur eða
ekki“.
Jón sló eldinn úr pípunni og stakk henni í
vasann. Lína teymdi hestinn til hans og rétti hon-
um tauminn, sem hann tók með vinstri hendinni,
en hinn vafði hann um mitti hennar og þrýsti
henni að brjósti sér.
„Lína mín!“ sagði hann í sínum blíðasta róm,
„heldurðu að þú vildir ekki heldur fara austur á
land? Þá gæti ég gengizt við barninu“. Hann beið
þó nokkuð lengi eftir svarinu.
„Ég yrði einmana þar hjá öllum ókunnugum.
Mér brygði við hlýjuna og gæðin hennar Hildar.
Ég kýs heldur hitt hlutskipið, ef það gæti gengið“.
„Heldurðu að þú eigir ekki eftir að iðrast
eftir því?“
„Ég verð kannske alla ævina að iðrast, en eftir
þessu býst ég ekki við áð þurfa að iðrast. Það er
jafnt á komið með okkur Dodda. Við erum bæði
Strandabörn — alin upp hvort í sínu koti. Mér
hefur kannske verið gefið heldur meira en hon-
um, en ég hef þá farið verr með það. Hann er trúr
og vandaður til orða og verka“.
Jón talaði lágt við eyra hennar: „Þú ert góð
stúlka, Lína mín. Mér þykir líka vænt um að
hafa þig svona nærri mér. Þá get ég litið eftir því,
að þér líði sæmilega — og svo get ég þá séð litla
angann okkar svona öðru hvoru. En slíka fórn
hefðu fáar konur boðizt til að færa — ekki einu
sinni Anna Friðriksdóttir, og er hún þó góð
kona“.
„Sú kona, sem fær allar sínar óskir uppfylltar
fyrirhafnarlaust, þarf engu að fórna“, sagði Lína.
Hana langaði til að bæta við: „Sízt hún, sem aldrei
hugsar um neinn nema sig sjálfa, nema henni sé
bent á það“. Lína fann, að það átti illa við að kasta
hnútu í konuna, sem hún var að reyna að halda
hlífiskildi fyrir.
Doddi rölti út og inn eins og honum væri
órótt, þangað til mamma hans bað hann að taka
saman með sér ullina.
„Hvað heldurðu að þau séu alltaf að tala
saman þarna niður frá, mamma?“ spurði Doddi
óþarflega alvarlegur, að móður hans fannst.
„Það er nú ekki gott að vita“, sagði hún
brosleit. „Hann hefur svo margt að skrafa um,
sá maður“.
„Það má nú segja“, sagði Doddi og brosti líka.
„Hann er alltaf svo kátur og skemmtilegur“.
Nokkru seinna sagði Doddi: „Þarna þeysir
Jón fram eyrarnar“.
En Lína kom ekki heim fyrr en löngu seinna.
Doddi var að bera ullarpokana inn í skemmuna,
þegar hún kom í hlaðið. Hann sá, að hún hafði
grátið og flýtti sér til mömmu sinnar til að segja
henni tíðindin.
„Það hlýtur einhver að vera dáinn. Jón hefur
verið að segja henni það. Það er ósköp að sjá á
henni andlitið", sagði hann áhyggjufullur.
„Ætli hann hefði ekki nefnt það við mig“,
sagði Hildur. „Hún er víst ósköp veiklynd. Ég hef
séð hana óánægða oft nú í seinni tíð“.
„Og svo er hún alveg hætt að syngja. Manstu,
hvað hún söng fallega fyrst í vor?“
„Já, hún féll alveg saman, þegar hún lagðist.
Kannske er hún sárlasin, þó að hún láti það ekki
uppi“, sagði Hildur.
„Já, sjálfsagt er hún það“, samsinnti Doddi.
„Hún ætti bara að vera í rúminu dag og dag“.
Mæðginin báru saman ullina, án þess að
vinnukonan sæist. Þegar Hildur kom inn, var
Lína að koma fallegu pörunum fyrir í kommóðu-
skúffuna. Hún var búin að þvo sér, en samt voru
augun rauð af gráti. Hildur strauk blíðlega um
vanga hennar og sagði:
„Ósköp liggur illa á þér núna, góða mín.
Hefurðu fengið leiðinlegar fréttir eða ertu
kannske ósköp lasin?“
„Ónei, Hildur mín, mig var aðeins búið að
dreyma viðkunnanlegan draum, en vaknaði áður
<
en hann var búinn og veit, að hann rætist aldrei“i
svaraði Lína andstutt.
„Doddi hélt, að þú hefðir frétt mannslát“.
„Það eru bara mínar eigin vonir, sem hafa
dáið. Ég næ mér strax aftur“, sagði hún og barðist
við grátinn.
„Aumingja stúlkan!!“ sagði Hildur og hallaði
henni að sér. „Ef ég get eitthvað gert fyrir þig>
þá segðu mér það“.
Lína svaraði með þungum ekka: „Mig langar
til að vera alltaf hjá þér — þú hefur verið mér
svo góð. Ég vona, að þér falli alltaf eins vel við
mig og núna“.
„Ekkert væri mér kærara en að hafa þig
alltaf hjá mér“, sagði gamla konan, en vissi þ°
varla, hvernjg hún átti að skilja þetta. Svo bætti
hún við hughreystandi: „Ég vona, að þú hressist
brátt“.
HANN KEMUR AFTUR
Þremur dögum seinna að kvöldi, þegar Lína
og Hildur sátu inni við skógerð til sláttarins, var
barið rösklega að dyrum. Hildur fór til dyranna.
Hvað var nú þetta? Ekki nema það þó, hrepp-
stjórinn kominn aftur, hugsaði hún. Hann heilsaði
brosandi, eins og hans var vani.
„Svona er það nú, Hildur mín, að búa ti'l
gott kaffi. Hér er ég kominn aftur til að vita, hvort
þú hefðir eitthvað á könnunni núna. Reyndar er
nú ekki langt eftir heim, en mér er gefið lítið af
biðlundinni, eins og flestum eftirlætisbörnum, og
svo sveigði Fálki heim götuna, eins og honum
fyndist sjálfsagt að koma hér við aftur“.
Hildur geislaði af ánægju yfir alúð hans.
„Vertu ævinlega velkominn, Jón minn!“ sagði
hún. „Ég vona, að ég verði aldrei svo fátæk, að ég
eigi ekki eitthvað á könnuna, þegar góða gesti
ber að garði“.
„Er Doddi þinn ekki heima?“ spurði hann,
meðan hann var að festa hestinn við steininn.
„Ekki núna þessa stundina, en hann kemur
bráðlega heim. Hann gekk hérna suður af upp í
breiðina að líta eftir slægjum. Þú ert byrjaður á
túninu á undan okkur öllum, eins og þú ert
vanur, sýnist mér“.
„Já við byrjuðum á laugardagskvöldið, en
það hefur lítið verið slegið síðan. Það er bara
þessi gamli vani að byrja á laugardag. Pabbi
sálugi byrjaði alltaf seinni part laugardags, og
maður kann ekki við annað en að líkjast feðrun-
um, þótt maður nái ekki nema aftan við hælförin
þeirra“.
„Það á nú ekki við þig, annan eins dugnaðar-
mann, og er það þó ekki ætlun mín að kasta
skugga á minningu föður þíns. Hann var prúð-
menni“, sagði Hildur og fyldi hverri hreyfingu
hestsins með augunum. Hún var ekki ein þeirra
kvenna, sem þekkja hest 1 annað skiptið, sem hún
sér hann. En einkennilega kom þessi skepna henni
kunnuglega fyrir sjónir og reiðtygin líka. „Ósköp
er hesturinn þinn fallegur, Jón minn“, sagði hún,
„heitir hann Fálki?“
„Já, það er annar reiðhesturinn, sem ég á
með því nafni“, sagði Jón og klappaði hestinum á
makkann. „Þetta er óttalegur óþekktarfoli, sem
aldrei ætlar að leggja niður sín bernskubrek, en
mér þykir vænt um hann samt. Ég má aldrei
sleppa við hann taumnum, þá er hann rokinn alla
leið heim, og ég verð að ganga á eftir honum“.
„Mikil vandræði eru það“, sagði hún.
Lína var búin að taka allt, sem tilheyrði. skó-
gerðinni, úr baðstofunni, og búin að láta fyrir sig
hvítu svuntuna, þegar gesturinn kom inn. Hún
kafroðnaði við hans hlýja handtak.
„Ég sagði Hildi, að mér hefðu fallið svona vel
góðgerðirnar hjá ykkur seinast, og væri því kom-
inn aftur til að vita, hvort nokkuð sé til á könn-
unni“, sagði Jón í sínum blíðasta málróm.
„Ég fer nú varla að bjóða þér upphitað kaffi“)
sagði Lína, „ég verð varla lengi að hita á katlin-
um handa þér“.
Hann horfði brosandi á eftir henrii, þegar
hún hvarf fram úr baðstofunni.
„Hún telur ekki eftir sér sporin, hún Lína —-
afbragðs hjú og prýðilega verki farin. Konunni
líkaði mjög vel við hana“, sagði Jón.