Lögberg - 15.09.1955, Blaðsíða 2

Lögberg - 15.09.1955, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. SEPTEMBER 1955 Vandaðar útgáfur víðfrægra skáldsagna Eftir prófessor RICHARD BECK ------------- Snæbjörn Jónsson, bóksali, og bókaútgefandi í Reykjavík, hefir, eins og kunnugt er, gefið út fjölda merkra rita eftir aðra, og unnið með því hið þarfasta verk. Einnig hefir hann ritað mikið sjálfur bæði í óbundnu máli og stuðluðu. Af ritum hans í bundnu máli er merkast Vísnakver hans (Leiftur, Reykjavík, 1953), allfjölskrúðugt safn frumortra og þýddra kvæða. Er þar að finna mörg góð kvæði, efnismikil og athyglis- verð, bæði persónulegs eðlis og annars efnis, ekki sízt sum erfiljóðin, t. d. hið skörulega kvæði um Guðmund Frið- jónsson skáld. Þessi kvæða- bók höfundar hefir einnig hlotið vinsamlega dóma beggja megin hafsins. Meðal annarra merkilegra ritstarfa hefir Snæbjörn snúið á íslenzku tveim víðfrægum enskum skáldsögum, er fyrir stuttu síðan komu út í nýjum útgáfum .Eiga þær það meir en skilið, að þeim sé gaumur gefinn, hvort sem litið er á efni þeirra eða meðferð þess, því að þar eru vandamál mannlegs lífs tekin föstum tökum og frásagnarlistin að sama skapi, þó að bækur þess- ar séu hins vegar mjög ólíkar og höfundar þeirra líti á við- fangsefni sín frá mismunandi sjónarmiðum. I. Hin víðlesna skáldsaga ensku skáldkonunnar Beatrice Harraden, Skip sem mætast á nóllu (Ships that Pass in the Night), kom upprunalega út í hinni íslenzku þýðingu Snæ- bjarnar Jónssonar í Reykja- vík um miðjan september 1932; hlaut hún mikil lofsyrði hinna dómbærustu manna, svo sem þeirra Einars H. Kvaran rithöfundar, ljóð- skáldanna Jakobs Jóh. Smára og Sigurðar Sigurðssonar frá Arnarholti, og séra Árna Sig- urðssonar; seldist hún svo ört, að ný útgáfa hennar kom á markaðinn laust fyrir jólin það ár, og var það upplag einnig rifið út í Reykjavík á nokkrum dögum, að undan- skildum rúmum hundrað ein- tökum, er eigi hafði verið unnt að binda eða hefta. Fyrir nokkru síðan (haustið 1953) kom út þriðja útgáfa hinnar íslenzku þýðingar þessarar merku bókar á veg- um Isafoldarprentsmiðju í Reykajvík, og voru þá liðin rétt sextíu ár síðan hún birt- ist fyrst á frummálinu. Er út- gáfa þessi framúrskarandi vönduð að öllum frágangi, enda er hún helguð minningu konu Snæbjarnar, frú Annie Florenece Jónsson, er hafði miklar mætur á þessari bðk, og var það sérstaklega fyrir áeggjan hennar og uppörvun, að maður hennar færðist hina íslenzku þýðingu í fang, að því er hann skýrir frá í til- einkun sinni. Snæbjörn fylgir þessari nýju útgáfu úr hlaði með for- mála; þá er hér einnig prent- aður formáli Einars H. Kvar- an fyrir annari útgáfu og stutt æviágrip skáldkonunnar eftir þýðanda sögunnar, ennfrem- ur innták hennar í nokkrum vísum eftir hann. Á sínum tíma skrifaði ég allítarlega umsögn í Lögbergi um fyrstu útgáfu þýðingar- innar, túlkaði efni sögunnar að nokkuru og fór um hana og þýðinguna verðugum lofs- yrðum. Eigi verður sú um- sögn hér að neinu leyti endur- tekin, enda hefi ég hana ekki við hendina, þegar þetta er ritað, en hitt skal tekið fram, að ég hefi í engu breytt skoð- un minni á sögunni, las hana með eigi minni athygli nú en áður, og hitnaði um hjarta- rætur við þann lestur, því að örlög þeirra, sem þar koma mest við sögu, munu fáa láta ósnortna, er lesa hana opnum huga. Sagan gerist að mestu á heilsuhæli í Svisslandi, en þar hafði skáldkonan dvalið um hríð sér til heilsubótar; sækir hún þangað söguefnið, og sjálf er hún Bernadína sög- unnar. Einar H. Kvaran hefir lýst efni sögunnar og meðferð þess, svo eigi verður betur á kosið, í eftirfarandi orðum úr fyrrnefndum formála hans að annari útgáfu bókarinnar: „Hér er tjaldið dregið frá dálitlum flokki af mönnum; sumir eru oss sýndir lengi og nákvæmlega einkum heilsu- litla stúlkan Bernardína og Óviðfelldni maðurinn, sem bæði eru svo gáfuð og víð- lesin, en eiga í upphafi bókar- innar eftir að læra svo óend- anlega mikið, sem þau hafa lært í sögulok. Þá eru aðrir, sem brugðið er upp fyrir oss í mikilli eða lítilli skyndingu, svo sem eiginkonan, sem ræður hjúkrunarkonuna til þess að annast dauðvona manninn sinn, en er sjálf að skemmta sér frá morgni til kvölds, og er alveg sannfærð um að hún hafi reynzt honum dásamlega. Eða þá maðurinn hennar, sem elskar Jþana og þráir hana, en sættir sig við það, að hún hafi ekki verið til þess gerð að hjúkra sjúk- um, og að ef til vill hafi það verið rétt af henni að haga sér eins og hún gerði, þegar alls sé gætt. Ég skal ekki telja upp fleiri. Það er miklu betra að lesa um þetta fólk í sögunni. Allt sem oss er sýnt er gert af meist- arahöndum, og verður áreið- anlega mörgum lesandanum ógleymanlegt. Ég vona að þeir verði margir og að þeir gangi þess ekki duldir, að bókin er þrungin af sönnu mannviti frá upphafi til enda“. Þannig féllu honum orð, þeim vitra manni, er sjálfur var snilling'ur mikill í skáld- sagnagerð. Hann leggur einn- ig réttilega áherzlu á það, að þó bók þessi sé ekki spíritisk í venjulegum skilningi þess orðs, þá sé þungamiðja henn- ar brúin, sem mennirnir séu alltaf að reyna að smíða milli lífsins og dauðans, af því að þeir hafi hvíldarlausa löngun „eftir því að fræðast um hið ókomna og möguleikana til þess að við hittum þá aftur, sem við höfum misst hér“. Og það er einmitt hin bjargfasta vissa skáldkonunnar um fram hald lífsins, sem varpar mild- um bjarma á hina dapurlegu ástarsögu, sem hér er sögð af sjaldgæfri nærfærni og víða af jafn mikilli snilld. Ekki er það þá heldur út í bláinn, að Snæbjörn hefir valið þýðing- unni að einkunnarorðum þessar fögru og trúarheitu ljóðlínur séra Matthíasar Jochumssonar: Fáum vér að finnast? Finnast? — Allt er heima. Óttumst ei, ef únnumst, endalausa geima. Samband hárra sálna sé ég eins og hilling. Paradísar pálma, persónanna fylling. Nú þurfa menn ekki að bollaleggja lengur um, hver hreppi verðlaunin fyrir bezta leikritið í norrænu leikrita- samkeppninni. Dómnefndin hefir tekið af skarið og veitt þau finnska rithöfundinum Walentin Chorell, er hafði hlotið önnur verðlaun í leik- ritasamkeppninni í Finn- landi. — Leikrit Chorells, sem verðlaunin hlaut, nefnist FISKARNIR. Walentin Chorell sendi frá sér leikritið Ferðalangurinn í haust og fékk það hinar verstu móttökur, en yfirleitt hefir leikritum hans verið heldur vel tekið, ekki sízt út- varpsleikritunum, sem vakið hafa athygli á Norðurlönd- um. — Chorell hefir einnig skrifað átta skáldsögur og eina ljóðabók. Guli spádómurinn Dómnefndin fékk til úr- skurðar 3 leikrit frá Dan- mörku, 4 frá Finnlandi, 3 frá Svíþjóð og 3 frá Noregi, en aðeins eitt frá Islandi. Nefnist það Guli spádómurinn og er eftir Tryggva Sveinbjörnsson, sendiráðsritara í Kaupmanna- höfn. Segir danska blaðið Dagens Nyheder svo frá, að rætt hafi verið um að veita því verð- launin, þótt ekki yrði úr því. Hefir það því ekki þótt af lakara taginu, því að minna má á, að það voru engir auk- visar, sem leikrit sendu í keppnina, má þar til nefna t. d. norsku leikritahöfundana Odd Eidem, Alex. Brinch- mann og Axel Kielland. Sænski sigurvegarinn í keppninni var hin fagra ljós- hærða kvikmyndaleikkona Eva Dahlbeck, sem þekkt er af kvikmyndum, sem hún hefir leikið í. — Er álitið, að leikrit hennar Dessa mina minsia, sé hálfgildings sjálfs- ævisaga leikkonunnar. Fjallar Þýðingin er bæði nákvæm og íslenzk vel um málfar, enda fórust einni merkiskonu þjóðarinnar svo orð um þýð* ingu þessa, að íslenzkan færi henni eins vel og faldbúning- urinn íslenzkri konu. II. Fyrrgreindum ritdómi sín- um um þýðingu Snæbjarnar Jónssonar á Skipum seta mæiasi á nóllu lauk Einar H- Kvaran með þessum orðurm „Bókin er prýðilega þýdd, og þess væri óskandi, að þýð' andinn sæi sér fært að auðga oss að fleiri snilldarritum Englendinga“. Réttum áratug síðar rættist sú ósk hins vinsæla bók- mennta- og menningarfröm- uðar, er út kom í tveim bind- um þýðing Snæbjarnar ú hinni stórbrotnu og heims- Framhald á bls. 3 það um fertuga konu, sem varðveitt hefir æskufegurð sína og er fengin til ásta, eins og vera ber í sænsku leikriti- ----0---- ORGUNBLAÐIÐ átti í gær samtal við Sigurð Gríms- son út af leikriti Tryggva Sveinbjörnssonar, Guli spá- dómurinn. Átti Sigurður sæti í íslenzku dómnefndinni, er valdi leikrit Tryggva úr H íslenzkum leikritum, sem nefndinni bárust. — Gat hann þess, að eftir að nefndarmenn höfðu kynnt sér leikritin hver í sínu lagi, hefði enginn á- greiningur verið um það inn- an nefndarinnar, að þetta væri bezta leíkritið bæði um efni og alla gerð. — Hvað er efni þess í aðal- dráttum, Sigurður? — Ég man það ekki svo glöggt, en umgjörð þess er sú, að • maður nokkur sofnar og dreymir, að hann lifi á frum- býlingsárum mannkynsins, og eru átökin í leiknum látin ger- ast á þeim tíma. Má segja, að leikrit þetta hafi almennt gildi, þar sem tekin eru til meðferðar hin sígildu mann- legu vandamál. — Er þess að vænta, sagði Sigurður að lok- um, að við fáum að sjá þetta leikrit Tryggva innan tíðar á sviði Þjóðleikhússins. —Mbl., 4. júní Tveir stóratvinnurekendur ræddust við í hádegisverðin- um og fóru að gorta af ÞV1 hve vel þeim héldist á fólki sínu. — Skrifstofustjórinn minn, sagði annar, — hefur orðið gráhærður í minni þjónustu. — Það þykir mér ekki mikið, svaraði hinn. — Ritar- inn minn hefur verið ljós- hærður, brúnhærður, rauð- hærður og svarthærður 1 minni þjónustu. KREFJIST! VINNUSOKKA Með margstyrktum tám og hælum Þeir endast öðrum sokkum betur Penmans vinnusokkar endast lengur — veita yður aukin þægindi og eru meira virði. Gerð og þykkt við allra hæfi — ogsétillit tekið til verðs, er hér um mestu kjörkaup að ræða. EINNIG NÆRFÖT OG YTRI SKJÓLFÖT Frægt firma síðan 1868 WS-9-4 íslendingur skákar þekktum leikrita- höfundum á Norðurlöndum

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.