Lögberg - 15.09.1955, Blaðsíða 8

Lögberg - 15.09.1955, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. SEPTEMBER 1955 Úr borg og bygð Hr. Guðni Þórðarson með- ritstjóri við dagblaðið Tímann í Reykjavík, kom hingað til borgar á fimtudaginn var ásamt frú sinni, Sigrúnu Jóns- dóttur; er hér um að ræða glæsileg hjón, sem ánægju- legt var að kynnast; frú Sig- rún á móðurbróðir hér í borg, Gunnar Erlendsson hljóm- listarkennara; þau Guðni og frú höfðu þegar heimsótt ýmissar íslendingabygðir í Bandaríkjunum, svo sem Washington Island, Minneota og North Dakotabygðarlögin; þeim var umhugað um, að kynnast Islendingum norðan landamæranna og þess vegna brugðu þau sér norður til Nýja-íslands í lok vikunnar. Guðni er maður óvenju víð- förull; hann hefir heimsótt Tyrkland, Grikkland, Meso- potamíu, Egyptaland, og ferð- ast um eyðimerkur Arabíu, og um þessi ferðalög'hefir hann svo ritað pistla fyrir blað sitt Tímann, sem vakið hafa mikla athygli, og er heim kemur mun hann rita nokkrar grein- ar um heimsókn þeirra hjón- anna til Islendingabygðanna vestan hafs. ☆ Stefán Einarsson ritstjóri Heimskringlu fór vestur til Vancouver, B.C., á fimtudags- morguninn í vikunni, sem leið, til að sitja þar ársþing vikublaðasambandsins, sem stendur yfir þar í borg frá 12. til 14. þ. m. En hann átti einnig BLOOD BANK T H I S SPACI CONTRIBUTED BV WINNIPEG BREWERY L I M I T E D MD-365 fleiri erindi vestur, því sonur hans er búsettur í Vancouver og dóttir í Seattle, Wash. ☆ Mr. P. O. Einarsson kaup- maður að Oak Point, Man., brá sér flugleiðis til íslands frá New York á mánudaginn í fyrri viku; gerði hann ráð fyrir að dvelja um hálfsmán- aðartíma á íslandi. * ☆ Norræna félagið The Viking Club hefir nú lokið undirbún- ingi að Smorgasbord og dans- skemtun í Vasalund Park, Charleswood, á laugardaginn hinn 17. þ. m., og hefst borð- hald kl. 6.30 e. h. Má þess vænta, að fjölmenni mikið safnist þar saman með því að þetta verður fyrsta samkoma klúbbsins eftir sólríkt sumar- frí; gert er ráð fyrir að dans hefjist um níuleytið. Aðgangur að máltíð og dansi $2.50, auk hressingar- miða fyrir skuldlausa með- limi; aðgöngumiðar fyrir utanklúbbsmeðlimi $3.00, en $1.00 fyrir þá, er einungis sækja dansinn. Dragið ekki á langinn að tryggja yður aðgöngumiða hjá framkvæmdarnefndinni, eða hringið til Mrs. M. Norlen, 283 Beverlev Street. SU-33962. ☆ Jon Sigurdson Chapter Tea The Jon Sigurdson Chapter, I.O.D.E., will hold its annual Fall Tea and Sale, on Satur- day, September 24, from 2-4.30 in the afternoon, at the T. Eaton Assembly Hall (seventh floor). Mrs. A. F. Wilson is general convener, with Mrs. G. Gott- fred, Mrs.. H. A. Bergman and Mrs. H. Skaptason as tea table conveners. Mrs. T. Hannesson and her aids will be in charge of the home cooking table, where all manner of delec- table goodies will be for sale. Mrs. E. W. Perry and Miss Vala Jonasson will, as usual, have a wonderful display of all kinds of novelty goods, some of them most excep- tional values to be carried away by gleeful customers for only a few cents. Mrs. E. J. Helgason will be in charge of the handicraft Booth, which last year was a new innovation at the tea and which met with immediate success. Tþe regent Mrs. Benson will receive the guests, as- sisted by Mrs. N. A. McMillan, Municipal regent and Mrs. W. A. Trott, Provincial president. Every year our friends look forward to this first tea of the fall where friends can meet and compare notes on their varied and interesting sum- mer activities. H. D. ☆ Kristjana læknir Helga- dóttir frá Hafnarfirði kom til borgarinnar í fyrri viku; hefir hún í hyggju að dvelja hér í vetur og stunda sérfræðinám i kvensjúkdómum. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 18. sept. Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli á hádegi Ensk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið! S. Ólafsson ☆ United Lutheran Church of Silver Heights Services in the St. James Y. M. C. A., Ferry Road, (just off Partage). Sunday Sept. 18th: Sunday School at 9.45 a. m. Worship Service 11 a.m. Sermon: “Why worry?” Eric H. Sigmar Giftingar framkvæmdar af séra Sigurðí Ólafssyni: í kirkju Selkirksafnaðar 2. júlí: Percy Ray Crawford (Sid- ney, N. S.) R.C.A.F, Gimli, og Georgia Margaret Isfeld, Gimli, Man. í kirkju Selkirksafnaðar, 16. júlí: Gerhard Gustav Beck, Sel- kirk, Man, og Beverley Joan Fiebelkom, sama stað. í kirkju Selkirksafnaðar, 3. september: Freeman Arthur Mclntyre (Louisburg, Cape Breton, N. S.) R.C.A.F, Gimli, og Doris Helen Uuschrum, Pen- brandt, Man. í Fyrstu lútersku kirkju, 3. september: Robert Aifred Schnerch, Winnipeg, og Hilda Elenore Skagfjörð, sama stað. í kirkju Selkirksafnaðar, 4. september: Leonard Murry Ogilvie (Glou Bay, N. S.) R.C.A.F, Gimli, og Shirley Arline Miller, Gimli, Man. ☆ Mr. ólafur Hallsson kaup- maður frá Eriksdale kom til borgarinnar á mánudaginn á leið í heimsókn til vina sinna í Vatnabygðum í Saskat- chewan. ☆ Mr. Einar Svanbergsson for- stjóri frá Antikokan, Ont, kom til borgarinnar á þriðju- daginn og ráðgerði að dvelja hér nokkra daga. Á sunnudaginn kemur, 18. sept. kl. 2 e. h. verður séra Ólafur Skúlason settur í em- bætti í Mountain-prestakalli. Auk forseta Kirkjufélagsins, dr. Valdimars J. Eylands, taka þátt í athöfninni þeir séra S. Guttormsson í Calavalier, N.D, séra Haraldur Sigmar, fyrrum Gimli-prestur, og ef til vill einnig séra Robert Jack. Séra Ólafur flytur að- fararræðu sína við þetta tæki- færi. ☆ Séra Eric H. Sigmar, stýrir guðsþjónustunni og flytur prédikun á íslenzku í Fyrstu lútersku kirkju á sunnudags- kvöldið kemur, 18. sept. kl. 7 e. h. Ræðuefni hans verður: ,,Brennandi í andanum.“ ☆ Mr. Bjarni Sveinsson frá Vancouver, B.C, sem dvalið hefir hér eystra í mánaðar- tíma, lagði af stað heimleiðis á mánudaginn; kom hann víða við á dvöl sinni á þessum slóð- um og hitti fjölda vina, er fögnuðu komu hans, enda vel liðinn maður hvar, sem spor hans hafa legið. Hann bað Lögberg að flytja öllum vin- um sínum hjartanlegar kveðj- ur fyrir ástúðlegar viðtökur. ☆ Síðastliðinn mánudagsmorg- un lézt að heimili sínu, 22 Fermoré Rd, St. Vital, Hall- dór Jóhann Olafson, fæddur 14. september 1894 að Hensel, N. Dak, en fluttist á barns- aldri til Winnipeg. Hann tók þátt í fyrri heimsstyrjöldinni sem meðlimur í 3rdBattalion Royal Canadian Engineers; hann gaf sig lengi við múr- húðun og annari byggingar- vinnu; hann lætur eftir sig aldurhnigna móður, frú Thor- gerði Olafson og tvö systkini, Jenny og Kjartan. Útförin fer fram í dag (fimtudag) kl. 2 e. h. frá Gardiner útfararstofu. Dr. Valdimar J. Eylands jarð- syngur. ☆ Hinn 9. ágúst síðastliðinn voru gefin saman í hjónaband í St. Peters Anglican Church þau Miss Elaine Doris Erick- son og Raymond Ólafur John- son; foreldrar brúðarinnar eru Mr. og Mrs. Arnold Erickson að Campbell River, B.C, en brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. Ólafur Johnson að Vogar, Man. Rev. J. Pitus fram- kvæmdi hjónavígsluna. Svara menn voru Miss Beverley systir brúðarinnar og bróðir brúðgumans, Leo. Að vígslu- athöfn aflokinni var setin virðuleg veizla í Scout Hall. ☆ Ian M. Morrow og Miss Doreen West voru gefin saman í hjónaband laugar- daginn 3. ágúst í Deer Lodge United Church. Brúðguminn er sonur Emmu Jóhannesson M^rrow og dr. James Morrow, bæði látin. Hann stundar læknisnám í Winnipeg. — Heimili ungu hjónanna verð- ur í Elsinore Apts. hér í borg. Dánarfregn Hinn 21. ágúst s.l. lézt í bænum Brisbane, California, Mrs. Frank Wolf. Banamein hennar var heilablóðfall; hún var fædd í Brandon, Man, 6. janúar 1895; foreldrar hennar voru þau Mr. og Mrs. Guð- mundur Guðbrandsson — (Brown). Árið 1899 fluttist hún með foreldrum sínum til Winnipegosis og naut þar barnaskólamnntunar; fram til 26 ára aldurs vann hún sleitu- laust að margbreyttum störf- um, unz hún innritaðist til hjúkrunarnáms í Youngstown í Ohioríkinu, en framhalds- nám stundaði hún við Mount Sinai-sjúkrahúsið í Chicago, og einnig við sjúkrahús að Spokane, Wash, og í Oakland. Hinn 6. dag janúarmánaðar giftist þessi hógværa kona eftirlifandi manni sínum, Mr. Frank Wolf. Hún lætur eftir sig fjóra bræður og fjölskyld- ur þeirra, Georg og Markús í San Francisco, Ingvar (James) í Pasadena, Cal, og Harald (Harry) í Winnipegosis; um hina látnu má réttlega segja, að hún hafi helgað ævi sína því göfuga hlutverki, að lina þjáningar sam^erðamanna sinna, þeirra, er hún náði til; megi sá friður, sem æðri er öllum skilningi umvefja sál þessarar horfnu systur. George Brown San Francisco, Cal. Metór freðfisk- framleiðslunrtar . . . Framhald af bls. 1 nýjung þar vestra. Hin blokk- frystu fiskflök eru söguð niður í renninga, sem lagðir eru í brauðmylsnu og mjólk og síðan steikt. En að því loknu er búið um hinn til- búna mat í litlum pappaöskj- um og hann hraðfrystur og síðan seldur í matvörubúðir sem tilbúinn matur, sem að- eins þarf að hita upp. Verk- smiðja þessi er tvímælalaust ein merkasta nýjnung á sviði fisksölumála , íslendinga um árabil.. Eru miklar vonir við þessa stofnun tengdar, um að hún eigi eftir að skapa enn aukinn markað í Bandaríkj- unum fyrir íslenzk fiskflök. — Síðan árið 1945 er S. H. tók að hefja innflutning á fisk- flökum til Bandaríkjanna, hefir markaðurinn þar aukizt með hverju ári. —Mbl, 15. júní NIGHT SGH001 Grades 7-8-9-10-11 OPENING THIS WEEK FRITH SCHOOL 462 Furby St. Winnipeg (at Ellice) SUnsel 3-6297

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.