Lögberg - 15.09.1955, Side 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. SEPTEMBER 1955
5
ÁHUGA/HÁL
LVCNNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Kaflar úr íslendingasögu Jónasar Jónssonar
FÁEIN ORÐ UM SAMKOMUR
Björgvins Guðmundssonar
í NORÐURBYGGÐUM
Fyrir nokkrum dögum barst
okkur hjónunum að gjöf bók,
sem er svo skemmtileg og
snildarlega samin, að ég hefi
varla getað slitið mig frá
henni til að sinna skyldu-
störfum mínum, og leyfi ég
mér því að birta nokkra kafla
úr henni í Kvennasíðunni
þessa viku. Bókin er Saga Is-
lendinga, fyrri hluti áttunda
bindis og fjallar um tímabilið
1830—1874. Er hún samin af
Jónasi Jónssyni, en hann er,
svo sem kunnugt er, einn sá
mesti ritsnillingur, sem uppi
hefir verið með íslenzku þjóð-
inni; jafnvel sumar pólitísku
greinarnar hans eru bráð-
skemmtilegar og má þá geta
sér nærri hvað honum verður
úr þessu viðfangsefni: við-
reisn íslenzku þjóðarinnar og
frásögn um þá afburðamenn
— og konur ,er þar komu við
sögu.
Að vísu tóku konurnar þá
lítinn sem engan þátt í opin-
berum málum og var þess
ekki að vænta, því þá nutu
þær lítilla réttinda, eins og
skýrt er frá í þættinum um
Pál og Þóru Melsted: „Þóra
Melsted fann glögglega mis-
rétti íslenzkra kvenna í upp-
eldismálum, því að þær voru
útilokaðar frá allri skóla-
göngu og starfsemi utan
heimilis. Páll maður hennar
minntist þess, að móðir hans,
dóttir Stefáns Þórarinssonar
amtmanns á Möðruvöllum,
varð að læra að skrifa á hné
sér, en bræður hennar við
borð, því þeim var fyrirhugað
bóknám, en henni ekki. Þóra
Melsted safnaði fé innan-
lan^Js og utan til kvennaskóla
í Reykjavík. Henni tókst þetta
svo vel, að haustið 1847 stofn-
setti hún í húsi sínu í Reykja-
vík fyrsta kvennaskóla á ís-
landi og stýrði honum síðan
flaeð giftu og skörungsskap
fneðan heilsan leyfði. Brátt
risu kvennaskólar víða á land-
fnu. Melsted-hjónin höfðu
brotið ísinn og lagt grundvöll
að jafnrétti kvenna og karla í
^slenzkum uppeldismálum.“
Ekki afskiptir höfundurinn
kvenþjóðina, eins og stundum
vill verða með sagnritara;
hann kann að meta störf
kvenna og áhrif þeirra og skil-
Ur glöggt hve þau geta haft
^ikla þýðingu, þótt athafna-
sviðið sé takmarkað. Eftirfar-
andi frásögn er ljóst dæmi
um þetta:
„Heimili þeirra hjóna,
Hólmfríðar Þorvaldsdóttur og
Jóns Guðmundssonar, var
sterkasta frelsisvígið í bæn-
um. Þau höfðu búið stórt í
Kirkjubæjarklaustri; en í
Reykjavík var heimili þeirra
ennþá stærra. Jón Guðmunds-
son og kona hans höfðu raun-
verulega opið hús alla daga
ársins. Til þeirra leituðu hinir
fátæku þjónar andans, eins og
Sigurður Guðmundsson mál-
ari, og áttu þar griðastað.
Þangað komu námsmenn,
helzt þeir sem vel voru að
manni, en fátækir, og bjuggu
langdvölum hjá ritstjóra Þjóð-
ólfs, án þess að glögglega
væri samið um borgun eða
fast gengið eftir skilum. Það
er næstum óskiljanlegt,
hvernig Jóni Guðmundssyni
tókst, með litlum og óvissum
tekjum, að vera fjárhagslega
sjálfstæður með svo mikilli
rausn og tilkostnaði til al-
menningsþarfa. Reyndi í þessu
efni mest á Hólmfríði konu
hans, og er hennar saga, þótt
óskrifuð sé, glæsilegur þáttur
í frelsismáli íslendinga.“ —
(Leturbr. mín.).
Ekki skerðir söguritarinn
hlut kvenskörunganna í Flat-
ey, þegar hann segir frá
menningarlífinu þar:
„Þuríður Sveinbjarnardótt-
ir (Kúld) var gáfuð bók-
menntakona, stórhuga og
hjartagóð, en líkist um skap-
ferli meira Benedikt Gröndal
en Sveinbirni föður sínum.
Þuríður átti mikinn þátt í
hinu fjöruga menntalífi Flat-
eyinga, en var óstýrilátt barn
sinnar samtíðar.“ — „Guð-
mundur Scheving var þá
mestur athafnamaður á eynni.
Hann átti dóttur, Herdísi að
nafni. Var hún talin einhver
bezti kvenkostur við allan
Breiðafjörð. Herdís var gáfuð,
fríðleikskona, tíguleg í fram-
komu, vel mennt og stóð til
mikilla erfða.“
Hún giftist einum helzta
forystumanni eyjarinnar,
Brynjólfi kaupmanni Bene-
dictsen.
„Héldu þau hjón landfrægt
rausnarheimili í Flatey í nær
þrjátíu ár og þótti ekki hallast
á um ágæti þeirra.“
..Leituðu margir gáfumenn
trausts og halds í Flatey. Þar
var Gísli Konráðsson, sem
fyrr segir. Þangað kom Matt-
hías Jochumsson ungur og ó-
ráðinn. Þuríður Sveinbjarnar-
dóttir uppgötváði skáldhæfi-
leika hans og hvatti svein-
inn til embættisnáms. Stóðu
í því efni hlið við hlið kven-
skörungarnir í Flatey, Þuríð-
ur og Herdís, og að þeirra til-
hlutan, kenndu eiginmenn
þeirra Matthíasi undir skóla,
en Brynjólfur og Herdís kost-
uðu hann síðan að verulegu
leyti til náms.“ —
Matthías Jochumsson var
þrígiftur. Ekki alls fyrir löngu
mintist ein vinkona mín á það,
að sér þætti hann hafa gert
allverulega upp á milli
kvenna sinna í ljóðum sínum.
Hér finst e. t. v. skýringin í
fáum einföldum en hnitmið-
uðum orðum söguritarans:
„Nokkurt misræmi var á
hjónalífi Matthíasar. Sigríður
Knudsen unni honum heitt,
en hann henni minna. Hann
unni Ingveldi heitt, en hún
honum minna. Guðrún og
Matthías bjuggu saman í 45
ár, áttu margt mannvænlegra
barna, en unnust lítið.“ —
Frásögnin um hjónalíf Páls
Ólafssonar skálds er spaug-
söm og skemmtileg:
„Þegar Páll var kominn að
þrítugu, giftist hann ekkju,
sem var 16 árum eldri. Hún
hét Þórunn Pálsdóttir og bjó
á Hallfreðarstöðum í Hróars-
tungu. Þórunn var sýslu-
mannsdóttir, vel gefin, vel
mennt og sköruleg í allri
framkomu. Batnaði aðstaða
Páls stórlega við komu hans
að Hallfreðarstöðum. Þar
voru efni góð, mannmargt í
heimili ,gestakoma mikil og
risna. Páll hlaut margs konar
mannvirðingar. Varð umboðs-
maður landssjóðsjarða eystra
og átti um stund sæti á al-
þingi. Páli líkaði vel umboðs-
störfin. Vegna þeirra varð
hann oft að vera á ferð um
héraðið á góðhestum sínum til
að líta eftir jarðgóssi landsins
og taka á móti sköttum og
skyldum frá landsetum sín-
um.---------Páll missti Þór-
unni konu sína eftir nálega
aldarfjórðungs sambúð. Ekki
hugði hann á einlífi, enda lítið
til þess hneigður. Hann giftist
í annað sinn nokkrum mánuð-
um eftir andlát Þórunnar,
ungri konu Ragnhildi, dóttur
Björns Skúlasonar á Eyjólfs-
stöðum.-----Orti Páll Ólafs-
son meira lof um Ragnhildi
konu sína heldur en nokkurt
annað íslenzkt skáld fyrr og
síðar, en ekki hindraði ofur-
ást hans í hjónabandinu Pál
frá að taka vinsamlegra móti
velvildarmerkjum annara
kvenna. Eftir andlát Þórunn-
ar var að vísu ort mikið á
Hallfreðarstöðum um fegurð
og ágæti nýju húsfreyjunnar,
en búskapnum hnignaði ár
frá ári. Að lokum sá Páll
þann kost vænstan að bregða
búi á Héraði og hverfa að
ótryggari aðstöðu niður í Loð-
mundarfjörð.“
„Ein af kunnustu vísum
Páls um Ragnhildi skýrið að
nokkru, hvers vegna honum
búnaðist betur með fyrri
konunni:
Lœt eg fyrir Ijósan dag
Ijós um húsið skína,
ekki til að yrkja brag
eða kippa neinu í lag,
heldur til að horfa á konu
mína.“
—FRAMHALD
Við vorum fjögur á ferða-
laginu, og hafði ég ekki ánnan
vanda af því en að vera bíl-
stjóri. Hin þrjú Björgvin, frú
Hólmfríður og Marja Björn-
son, höfðu ýmsu að sinna.
Björgvin þurfti að sjá um að
spólurokkurinn ynni rétt og
spilaði lögin vel. Marja hafði
hafði með sér stóra kassa og
töskur, fullt af íslenzkum
sýningarmunum, sem þurfti
að stilla upp, á hverjum sam-
komustað, á þann hátt að hver
hlutur gæti notið sín sem
bezt. Auk þess flutti hún stutt
erindi á hverjum stað, og gaf
nokkrar skýringar yfir mun-
ina, sem hún sýndi.
Samkomurnar voru hafðar
í kirkjum, á fjórum stöðum,
þrem sambandskirkjum og
einni lúterskri (á Geysi), en
á Ashern fékkst ekki kirkja
og var því samkoman þar
höfð í samkomuhúsi bæjar-
ins. Yfirleitt má segja, að
samkomurnar væri vel sóttar,
eftir ástæðum, því á flestum
stöðum var myndasýning á
sama tíma. En mest um vert
Gefið til Sunrise
Lutheran Camp
Miss C. Hannesson, Winni-
peg, $25.00; Mrs. Helga John-
son $2.00; Kvenfélagið Sigur-
von, $15.00; Mrs. A. G. Polson,
in memory of Bertha Curry,
$5.00; Allan Johson $10.00;
Mrs. G. Norman Estate,
$1,455.57; Miss Lilja Gutt-
ormsson, $25.00; Mrs. Oddný
Brandson, $25.00; Junior Luth.
Ladies Aid, Selkirk, $25.00;
Lutheran Ladies Aid, River-
ton, $50.00; Mrs. Gudrun
Parker, $5.00; Langruth Luth.
Ladies Aid, $38.50; Icelandic
Ev. Luth. Synod, $323,65;
Ladies Aid Björk, $10.00;
Ladies Aid Undína, $16.00;
Rev. and Mrs. H. S. Sigmar,
$10.00; Mrs. Kristín Thor-
steinson, $10.00; Dr. and Mrs.
H. Sigmar, $5.00; Miss Sigrún
Sigmar $5.00; Karl Ólafs-
son, Jr., $5.00; Mr. and Mrs.
Reg Rawlings, $5.00; Mr. and
Mrs. A. V. Olson, $10.00; Rev.
S. Ólafsson, $5.00; Miss C.
Johnson, $1.00; Mrs. Siram-
sted, $1.00; Mr. and Mrs. A.
Wathne, $10.00; Ladies Aid
First Luth. Church, $25.00;
Miss L. Eydal $2.00; Mrs. J.
Nordal $2.00; Mrs. P. J.
Siversen $10.00; Mrs. Margret
Josephson $5.00; Mrs. Fjóla
Gray $5.00; Women’s Mis-
sionery Society, Langruth,
$12.00; Luther League, Lang-
ruth, $12.50; Langruth Dorcas
Society, $25.00; Miss Pauline
Bardal, $5.00; Langruth Ladies
Aid, $38.50; Children’s Group,
Selkirk, $12.04; Rósa Sigfús-
son, $10.00; Mrs. Rannveig
Guðmundsson, $5.00; Mrs. H.
Austman, $2.00.
Meðtekið með innilegu
þakklæti. Anna Magnússon
fannst okkur þær viðtökur,
sem við áttum að fagna á öll-
um viðkomustöðum, og sem
gerðu ferðina svo ánægjulega,
að seint mun gleymast. Það
var strax auðséð, að það fólk,
sem kom á samkomurnar,
varð ekki vonsvikið, því
mikið var klappað fyrir
söngnum; enda eru lögin, sem
Björgvin spilaði prýðilega
falleg og íslenzku raddirnar
yndislegar og vel með allt
farið. — Erindi Marju var
einnig vel tekið, og tók það
jafnan góða stund að skoða
munina, sem hún hafði með-
ferðis.
En svo var nú ekki allt búið
með það, því á öllum stöðun-
um fóru fram veitingar, sem
kvenfélögin gáfu á staðnum,
eða þá á einhverjum öðrum
tilteknum stað, þar sem fólki
gafst tækifæri á að kynnast
og rabba saman yfir kaffi og
kræsingum.
Færi ég að nefna einhver
nöfn, sem hér koma við sögu,
yrði það óendanlegt. Ég sleppi
því, en í nafni okkar gestanna,.
vil ég leyfa mér að birta al-
úðarþakkir okkar fyrir þær
ánægjustundir, sem við nut-
um meðal þessa góða fólks,
er hér átti hlut að máli. Þá
vil ég einnig þakka vinum
okkar heimboðin og alla alúð
og gestrisni, sem við nutum
á þessu ferðalagi. Reyndist
það vera okkur til mikillar
ánægju, uppbyggingar og
fræðslu á ýmsan hátt.
Væri vel ef einhverjir af
hlustendum að norðan vildu
láta til sín heyra um þessar
samkomur. S. E. Björnson
Bolir handa
íþróttamönnum
Óviðjafnanleg Watson’s gertS! Allir
íþróttamenn kunna aS fuilu a6
meta hina ágætu Iþröttavasa,
teygjanleg mittisðl, er stySur maga
holiS á þrjá vegu. SaumaS af sér-
fræSingum, auSþvegiS og þarfnast
ekki strokningar. Endist von úr
viti. ViSeigandi Jerey’s.
W-ll-54