Lögberg - 22.09.1955, Síða 4

Lögberg - 22.09.1955, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 22. SEPTEMBER 1955 Lögberg Gefið út hvern fimtudag aí THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 743 411 Þokulúðurinn Á duggarabands árum mínum, er ég ferðaðist með strand- ferðaskipinu „Hólar“ milli Reykjavíkur og Austfjarða, heyrði ég blásið í þokulúður eða eimpípu, er þokan hafði lagst eins og leiði á bæinn; mér er það einkum minnisstætt, er skipið átti að koma við í Breiðdalsvík og skipa þar upp vörum; kolniðaþoka hvíldi yfir láði og legi og við biðum lengi úti fyrir og Hólar voru stöðugt að pípa, eins og það þá var kallað; mér flaug í hug seinniparturinn af vísu Jónasar: „Úðaþokan hvergi hrein, hún er úr nösum andskotans.“ Loks náðum við landi í Breiðdalsvík, og verzlunarstjór- inn þar, Bjarni Siggeirsson, ef ég man rétt, var svo elsku- legur að bjóða mér upp á kaffi og vínarbrauð; eftir þessar frægðarför var siglingum mínum að mestu lokið og þoku- lúður heyrði ég ekki nefndan á nafn, hvað þá heldur ég hlustaði á hann, fyr en í öndverðum ágústmánuði í sumar. Svo sem kona mín hefir sagt frá í Kvennadálkum Lög- bergs, dvöldum við hjónin í vikutíma í sumar í Duluth í gistivináttu þeirra séra Skúla J. Sigurgeirssonar og frú Sigríðar Sigurgeirsson; hin mikla höll, sem þau búa í, liggur á bökkum hins mikla vatns, Lake Superior; það var komið fram yfir miðnætti, er við gengum til sængur og mér fanst ég vera svefnþurfi og mun mér þegar hafa fallið blundur á brá; en brátt hrökk ég upp við eitthvað, sem minti mig á ferðina með Hólum forðum; ég gekk út að glugganum og varð þess þá áskynja, að mjúk þokuslæða vafðist um vatnið og ströndina; um hina miklu Duluthhöfn voru skip alltaf að koma og fara, og nú vissi ég að það var hin aðvarandi raust þokulúðursins, sem vakti mig af dvala. — Þokulúðra er víðar þörf en í siglingum; þeirra er þörf í daglegu lífi mannanna til að forða þeim frá sjálfsþótta og ímynduðum ágætum. ☆ ☆ ☆ í óraf jarlægð yið ísland Því senn dökknar aftansins sólroftna kinn og snmrið er byrjað að líða. Nei! Það er ekki byrjað að líða; það er liðið, eitt hið dásamlegasta sumar, sem Drottin allsherjar getur veitt mannanna börnum, og nú er svo komið, að maður naumast þverfótar fyrir sínum eigin örlögum, helfölvuðum laufum. Laust fyrir miðaftan á laugardaginn var, vorum við hjónin að búa okkur á hátíð norræna félagsins, The Viking Club, er haldin skyldi í Vasalundi þá um kvöldið; ég var eitthvað að grufla í bók, en í sömu andránni kemur konan til mín og segir: „Hlustaðu á þetta!“ Við höfum að jafnaði Íítil afskipti af nágrönnum okkar og vitum þar af leiðandi lítið um uppruna þeirra og ætt; ég varð allur að eyrum; í námunda við okkur var verið að syngja „Hvað er svo glatt“. Það var kvenrödd, sem við hlustuðum á; hún var viðkvæm og söngurinn knúður fram af íslenzkri ást og innri þörf; um nafn konunnar, sem söng ljóð Jónasar í órafjarlægð við ísland, er mér ókunnugt, en ég fann til skyldleika hennar við mig og kendi nokkurrar klökkvi; hún var dóttir Islands, ein þeirra mörgu, sem enn þorði að syngja upphátt ástar- játningu sína til íslenzkrar tungu og íslenzks ljóðs, þótt á erlendum vettvangi sé. Þetta áminsta laugardagskvöld var fjölmennara í Vasa- lundi, en dæmi munu áður til, og mun veðurblíðan vitaskuld hafa átt í því drjúgan þátt, þó blóðtengsl og bræðrabönd hafi sennilega haft yfirhöndina; í þessum friðsæla reit hittust frændur af norrænni grundu, er skiptust á bræðra- og systra- kveðjum, þakklátir höfundi lífsins fyrir að vera komnir af góðum stofni og ekki síður fyrir það, að eiga sólskinslandið, Canada, að fósturlandi. Yfir yasalundi hvíldi mildur blær norrænnar frænd- rækni, sem holt er að minnast. Og hvers má vænta af morgun- deginum sé vitundin um „upprunans heilögu glóð“ jarðsett kvöldið fyrir? Á þessari fjölmennu hátíð hitti ég ungan Norðmann ný- kominn frá Osló; hann kom við í Reykjavík og dáði fegurð hennar; hann sagðist vilja kynnast Islandi betur og þjóðinni, sem bezt hefði gætt hins forna, norræna menningararfs. Fréttir af þingi vikublaðasambandsins Hið 36. ársþing canadiska vikublaðasambandsins var haldið dagana 12., 13. og 14. september s.l. í Vancouver, B. C. Þingstjórn hafði með höndum W. Sawdin, forseti, Sackville, N.B. Samkvæmt skýrslum þings- ins eru 523 vikublöð í sam- bandinu, með 1,028,671 áskrif- anda. Ýms mál varðandi út- gáfustarfsemi blaðanna voru rædd og tillögur gérðar. En aðalgildi þessara þinga álít ég vera að blaðamönnum gefst tækifæri til að ferðast um landið þvert og endilangt og kynnast hver öðrum, og eiga járnbrautarfélögin C.N.R. og C. P.R. drjúgan þátt í því, auk margra annara félaga, er stofna til skemmtiferða og veizluhalda í sambandi við þingin. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu síðustu viku, var Is- lendingurinn John A. Vopni, Davidson, Sask., kosinn for- seti sambandsins, og má okk- ur vera metnaður í því. John hefir rutt sér braut til frama með dugnaði og drengskap; við óskum honum innilega til hamingju með hina nýju ábyrgðarstöðu. Kveðjumóf- Prestafélag Hins ev. lúterska kirkjufélags mætti í Moore’s kaffihúsinu í Winnipeg þ. 12. sept., kl. 8 e. h. til að kveðja þá séra Harald S. Sigmar og séra Robert Jack og konur þeirra. Séra Haraldur og fjöl- skylda hans eru að fara vestur að Kyrrahafsströnd, en séra Robert og fjölskylda austur á bóginn til íslands. Viðstaddir voru flestir prestar kirkju- félagsins og konur þeirra, auk Neils Bardals, konu hans og prófessor Finnboga Guð- mundssonar. Séra Bragi Friðriksson, for- seti prestafélagsins, bauð gesti velkomna og stýrði mótinu. Það var skrafsamt yfir borðum, fjörugar sam- ræður og hlegið dátt. Kon- urnar áttu drjúgan þátt í glaðværðinni. Dr. Valdimar J. Eylands flutti hugljúf kveðjuorð. Frú Sigríður Ólafsson kvaddi prestskonurnar. Dr. Rúnólfur Marteinsson og prófessor Finnbogi Guðmundsson mæltu einnig til prestshjónanna. Séra Bragi afhenti heiðurs- gestunum áletraða silfurdiska frá prestafélaginu, þakkaði þeim starfið á meðal okkar og bað þeim fararheilla. Séra Haraldur og séra Robert þökkuðu fyrir sig, af fyndni, en þó meir af þrung- inni alvöru. Söknuður og gleði ríkti yfir mótinu. Það er skarð fyrir skildi að sjá af tveimur kennimönnum úr fá- mennum hóp. — Samsætinu var slitið með bæn. Við biðj- um prestshjónunum og fjöl- skyldum þeirra fararheilla og allrar gæfu. J. F. Á meðan ég dvaldi í Van- couver, var ég í gistivináttu frændfólks míns, þeim Jó- hönnu og Vigfúsi Pálsson og Thoru Vigfússon. Einnig heim sótti ég bæði skyldmenni og vini, svo sem Mr. og Mrs. H. A. Steel og dætur þeirra, Carl Finnbogason og fjöjskyldu, Mrs. E. Haralds, Mrs. B. Thorlacius, Mr. og Mrs. S. Thorkelsson, Victoria, B.C., Rev. og Mrs. E. Brynjólfsson og fleiri. — Einnig sat ég samkvæmi að hinu fagra heimili þeirra Mr. og Mrs. John Sigurðsson og sótti messu hjá séra Eiríki. Var það sólbjartur dagur og margir í kirkju. Nú eru þeir Van- couver-lslendingar búnir að leggja grunninn að kirkju- byggingu sinni og sýnir það framtak mikið af þeirra hálfu. Séra Eiríkur sýndi mér þá sérstöku góðvild, að bjóðast til að aka með mig í bíl sín- um til Blaine. Var það auð- vitað þegið og slógst Vigfús frændi minn með í förina. Þar sáum við elliheimilið Stafholt, sem að makleikum hefir verið rómað mjög. — Einnig heimsóttum við þar séra Harald Sigmar, D.D. og frú, Mr. og Mrs. Sig. Arn- grímsson og Mrs. Vopnfjörð. Því næst lá leiðin aftur til Vancouver, og heimsótti ég elliheimilið Höfn þar rétt óður en ég lagði aftur af stað austur og heim til Winnipeg. Að endingu vil ég þakka af alhug öllu þessu ágæta fólki, sem lagðist á eitt með að gera mér ferðina vestur ógleyman- lega J. T. Beck Vestur-íslenzkur . . . Framhald af bls. 1 legu þjóðdansasýningu — á vorin. Margrethe stundaði fyrst nám við ríkisháskólann í Seattle í Washington-fylki og lauk B.A.-prófi þar. Kennara- réttindi sín fékk hún við San Francisco State College. Til þess að fá réttindi sem „söng- málastjóri“, er krafizt mjög víðtækrar þekkingar í tón- listarfræði, þar að auki verða nemendur að læra að leika á hvers konar hljóðfæri og einnig söng. Þeir leggja einnig stund á barnasálarfræði og þjóðfélagsfræði. — Söngnámið veittist mér auðvelt, þar sem ég hafði lært talsvert að syngja áður“, segir Margrethe. Hún hefir sungið opinberlega nokkrum sinnum í San Francisco. Er hún var á ferð um Akur- eyri á dögunum, söng hún í kirkjunni þar og vakti söngur hennar mikla hrifningu. Jakob Tryggvason organleikari lék undir. — Ég hafði samt full- stuttan tíma til undirbúnings, segir hún og brosir . . . tæpa klukkustund. Margrethe kom hingað frá Noregi, en þar dvaldist hún hjá skyldfólki ömmu sinnar. Þetta er í annað sinn, sem hún heimsækir Island. Hún kom hingað árið 1931 í fylgd með fjölskyldu sinni. Voru þau þá á leiðinni heim frá Japan. Segist hún hafa haft mjög mikla ánægju af dvöl sinni hér og rómar einkum gest- risni Islendinga. —Mbl., 31. ágúst KRAFA "71" NÆRFÖT Sparnaður, þægindi, skjólgóð, þessi nær- föt eru frábærlega endingargóð, auð- þvegin til vetrar- notkunar, gerð úr merinon-efni. Veita fullkomna ánægju og seljast við sann- gjörnu verði — alveg sérstök nærfatagæði. Skyrtur og brækur eða samstæður handa mönnum og drengj- um. Fræg síðan 1868 71-FO-4

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.