Lögberg


Lögberg - 29.09.1955, Qupperneq 7

Lögberg - 29.09.1955, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 29. SEPTEMBER 1955 7 Ólafur Hallsson sjötugur Ólafur Hallsson, kaupmað- ur í Eriksdale, verður sjö- tugur 1. október næstkom- andi. Var hann fæddur og UPP alinn á Seyðisfirði, en fluttist með foreldrum sínum, Halli ólafssyni og Guðrúnu Kristjönu Björnsdóttur, til Canada árið 1903. Eftir ^jögurra ára dvöl hélt hann fll íslands aftur og vann um flríð við verzlunarstörf í fleykjavík. Foreldrar Ólafs komu heim ari síðar en Ólafur, hafði íundizt sem þau mundu ekki una til langframa vestra. En vegna heilsu Halls fóru þau aftur vestur sama árið. Mun þuð eflaust hafa losað um ólaf og valdið þeirri ákvörð un hans að flytjast alfari vestur ásamt konu sinni, Guðrúnu Björnsdóttur frá ^aði í Skriðdal, er hann hafði kvænzt í Reykjavík. Settust þau við komuna hingað brátt að í Eriksdale, þar sem þau hafa búið alla tíð síðan. Hefur Ólafur rekið þar verzlun og reynzt bæði nýtur borgari og vinsæll kaupmaður. Forfeður vorir töldu kaup- skap til íþrótta, og í hinu uaerka fornriti Norðmanna, Ronungsskuggsjá, þar sem gætinn faðir er látinn leggja greindum syni sínum hvers konar heilræði, verður hon- um mjög tilrætt um kaup- menn og íþróttir þeirra. Rifja ég upp hér fáeinar setningar úr þeim viðræðum, hefði hvort sem er lesið þær yfir Ólafi, ef ég hefði náð í hann, þegar hann var í bænum seinast. Faðir. Þó að ég hafa heldur konungsmaður verið en kaup maður, þá vil ég eigi þá iðn fyrir þér lasta, fyrir því að til þess veljast oft hinir beztu menn. En það varðar miklu, hvort maður líkist heldur þeim, er kaupmenn eru réttir, sða þeim, er sér gefa kaup- Oianna nöfn, og eru þó ttiangarar eða falsarar, selja og kaupa ranglega. Sonur. Það mundi mér vel gegna að líkjast þeim, er vel væri, fyrir því að það mun sýnast verr en von væri til, ef yðar son líktist þeim, er eigi væri vel. En hvers sem hiér verður af auðið, þá fýsir ttflg þó, að þér gerið mér kunna þeirra manna siðu, er vel þykja vera í þeirri íþrótt. ókunn eru þér kaup í bæ, þá skyggn þú vandlega að, nversu þeir fara með sínum kaupum, er mestir og beztir kaupmenn eru kallaðir. Það skaltu og varast um allan þann varning, er þú kaupir, að hann sé allur óspilltur og flærðalaus og fyrri rannsak- aður en þú festir kaup þitt til fulls. Og enn seinna segir faðir- inn við son sinn, er hann hefur rætt um, hver nauðsyn kaup- mönnum sé á að kunna skil á lögum: En þó að ég ræða flest um lögmál, þá verður engi maður alvitur, nema hann kunni góða skilning og hátt á öllum siðum, þar sem maður verður staddur; og ef þú vilt verða fullkominn í fróðleik, þá nemdu allar mállýzkur, en allra helzt latínu og völsku [þ. e. frönsku], því að þær tungur ganga víðast, en þó týndu eigi að heldur þínu máli eða tungu. Þetta kann nú að þykja útúrdúr eða nokkuð langur texti, og þó finnst mér, að varla hefði verið með öðrum orðum hægt að lýsa betur hinum víðsýna kaupmanni í Eriksdale. Hann hefur, hvar sem hann hefur verið, gert sig siðsaman og léttlátan og þannig orðið vinsæll af öllum góðilm mönnum. Hann hefur vanið sig árvakran um morgna og jafnan hlýtt tíðum, þar sem honum hefur bezt fallið. Og vitað er, að hann hefur stundum sungið tíðir sjálfur, þegar prestlaust hefur verið, og mönnum þótt gott á hann að hlýða. Þá mupu allir geta borið Ólafi það vitni, að varningur sá, er hann hefur keypt og selt um dagana, hefur allur verið bæði „óspilltur og flærða- laus“. En það, sem mest er þó um vert, er þetta: að Ólafur hefur alltaf horft langt út yfir búðarborðið og kunnað að sjá og meta margs konar verð- mæti, þótt þau verði ekki reidd á vog eða tölum tekin. Hann hefur verið sínemandi og sífræðandi, haft yndi af að lesa góðar bækur og ræða síðan efni þeirra við kunn- ingjana. Enska tungu hefur hann numið mjög vel, og sænsku talar hann ágætlega, m. a. sökum þess, að margir Svíar eru búsettir í nágrenni Eriksdale og þeir verið við- skiptavinir Ólafs. En Ólafur hefur þó ekki týnt að heldur sinni tungu, þó að hann viti, að hinar gangi víðara. Hann hefur alltaf fundið, að hún kemur kaupskapnum ekkert við, eitt eru kaupmál, og annað hjartans mál. Ólafur hefur tvisvar farið til íslands á síðari árum, fyrra skiptið 1950, en hið síðara 1953. Hefur hvortveggja förin styrkt hann í trúnni á ís- lenzkan málstað og málefni bæði heima og hér vestra. Hefur hann flutt erindi og Munkaþverárklaustur — Átta alda minning — 1155—1955 Lát duna dýrðaróð, flyt Drottni þakkarljóð! ■ Frá Herrans helgidómi nú heilög vegsemd ómi. Lyft, hjarta, hugur, sinni til himins lofgjörð þinni. Syng með oss, sæla drótt, með sigurglaðan þrótt. Prelátar prúðir hringi, prestar og munkar syngi. söfnuðir átta alda hér eiga skuld að gjalda. Við lágt og lítið skar mörg letruð sagan var. Hér iðnir munkar unnu, sem íslenzk fræði kunnu. Þeir kenndu, sungu, sömdu og siði helga frömdu. Þótt klaustrið félli’ að fold, margt fræ var lagt í mold. Vér uppskeruna erfum og ávextina kerfum. Úr klausturs skólans kenning nam kraft sinn eyfirzk menning. Sjá, hér á helgum stað var hús það grundvallað, er skjól varð lærðum lýði gegn lífsins þunga stríði. Hér gafst þeim grið og næði að geta stundað fræði. samið blaðagreinar þar að lútandi og sumt af því verið með snilldarbragði. Ólafur er sérstakur unnandi íslenzkrar tónlistar, enda er hann söngv inn sjálfur og hefur samið nokkur lög, er sungin hafa verið beggja vegna hafsins. Ólafur Hallsson er vakandi áhugamaður um þau mál, er hann ann, og heimili hans og Guðrúnar að Eriksdale einn hlýjasti og bjartasti áfanga- staðurinn á íslenzku þjóð brautinni norður á milli vatn- anna. Það munu því góðir hugir stefna heim til þeirra nú um helgina og biðja þeim og fjölskyldu þeirra langra lífdaga og allrar blessunar. Finnbogi Guðmundsson Að ávaxta þann arf, — að iðka bæn og starf, að breiða ljós um byggðir, að boða trú og dyggðir, að hlúa gömlum garði, — er göfugur minnisvarði! Guð blessi byggð og sveit, Guð blessi fornan reit. Þig, gamla klausturs kirkja, Guðs kraftur megi styrkja. Þú, fagri Eyjafjörður, Guð faðir sé þinn vörður! Vald. V. Snævarr. B. E. M. Television Service • Factory Trained Technicians. • All Work Guaranteed. • Swift Efficient Service. Phone í5-2875 1786 Logan Ave. WINNIPEG 3 Peningar í banko Faðir. Nú ef þú ert staddur í kaupstöðum, eða hvar sem þú ert> Þa ger þig siðsaman og ^éttlátan; það gerir mann vin- s®lan við alla góða menn. Ven þú þig árvakran um ^orgna og gakk þegar fyrst kirkju, þar sem þér þykir bezt fallið að hlýða tíðum, og fllýð þar öllum dagtíðum og messu þegar eftir óttusöng, og úið þá meðan fyrir þér með sálmum þínum og þeim bæn- um, er þú kannt. En að lokn- um tíðum gakk þá út og s^yggn um kaup þín. En e:: Miljónir canadískra manna gerskilja gildi þess að eiga peninga á banka — öryggi og ánægjukend, sem því er samfara veita hugarró og athafnafestu. Þegar peningar eru geymdir í löggiltum bönkum vitið þér að þeir eru á öruggum stað. Þar eigið þér við fólk með langa æfingu í því hvernig fara eigi með peninga og er hugarhaldið um að miðla þekkingu sinni í þeim efnum. Það eru ávalt til taks aðferðir, sem fullnægja tilgangi yðar, sumar til að láta upphæðir ávaxtast og aðrar, sem búa yfir þeim hlunnindum, að geta gefið út ávísanir eftir þörfum. Aðeins löggiltir bankar veita full- komna bankaþjónustu, sem innifelur: Útibú yðar í grendinni veitir slíka þjónustu og annast um önnur bankastörf yður í hag; hér er um annað og meira að ræða en örugga peningageymslu; þetta er miðstöð bankaviðskipta, þar sem þér getið treyst á skjóta og vingjarnlega þjónustu til að fullnægja bankaþörfum yðar. SPARIREIKNINGUK Geymi8 peninga yöar vandlega; þeir greiöa yöur reglubundna vexti, og glæöir sparnaöarhugsjón- ina. BANKAVIÐSKIPTI MEÐ PÓSTI Þægileg aCferiS, sem spar- ar tima. öll bankaviö- skipti má fara me?5 á bennan hátt. RAGLiEG VIÐSKIPTI Peningaávísanir 'frá ein- staklingum og félögum skotSast sem kvitteringar, er þær berast I hendur útgefenda. SAMEIGINEEG INNEIGN Spari- eöa hlaupareikn- ingar þannig, at5 tveir etia fleiri geta lagt inn pen- inga et5a tekiö þá út. HINIR LÖGGILTU BANKAR ÞJÓNA UMHVERFI YÐAR

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.