Lögberg - 10.11.1955, Side 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. NÓVEMBER 1955
Lögberg
Gefiö út hvern flmtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
, J. T. BECK, Manager
Utanáskrlft ritstjörans:
EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
The “Uögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
PHONE 743 411
Orð í fíma talað
Víðkunnur læknir og fyrirlesari, heimsótti Reykjavík
snemma í haust og flutti þar erindi um atvinnusjúkdóma,
sem stafa af rangri vöðvabeitingu og röngum stellingum við
störf; hefir hann samið og gefið út bók, sem að þessu vanda-
máli lýtur og náð hefir geisimikilli útbreiðslu á Norður-
löndum; læknir sá, sem hér um ræðir, Henrik Seyffarth,
telur þörfina fyrir heilsugæzlu á vettvangi atvinnumálanna
mjög hafa færzt í vöxt síðustu áratugina; hin vaxandi tækni
eykur verkaskiptinguna og gerir störf mannanna einhæfari;
í fyrirlestri sínum um starfsþreytu og atvinnusjúkdóma,
komst Seyfarth læknir þannig að orði:
„Vér verðum að gæta þess að vernda einstaklinginn, svo
hann varðveiti persónuleika sinn, en verði eigi eins og hlutur
í stórri vél. Gott er að kunna ráð við sjúkdómum og geta
læknað þá, en það getur oft orðið dýrt og það á tvennan hátt,
bæði að því er varðar sjúkrakostnað og vinnutap. Miklu
æskilegra er því að geta komið í veg fyrir sjúkdóma.
' Menn verða að læra að sitja rétt, standa rétt, ganga rétt,
anda rétt, þannig að þeir leggi ekki óþarfa áreynslu og spennu
á sérstaka vöðva, er valdi ofþreytu eða varanlegu tjóni.
Vér verðum að vernda hið mannlega í hverjum ein-
staklingi fyrir hinu vélræna. Líkamleg vanlíðan veldur oft
andlegri vanlíðan. Má t. d. fullyrða að eigi minna en 25%
af þeim sjúklingum, sem nú eru lagðir inn á dönsk sjúkra-
hús, séu með taugaveiklunarsjúkdóma, er stafi af ofþreytu í
starfi. Það er því nauðsynlegt að vér lærum að beita líkama
vorum rétt og hvíla hann rétt. Líkamleg vellíðan eykur mjög
starfsgleði manna og gerir hverjum einstaklingi auðveldara
að rækja það hlutverk, sem hann hefir valið sér í þjóð-
félaginu."
☆ ☆ ☆
Stofnanir, sem almenningi ber
að styðja
Innan vébanda þessa fylkis, eru starfræktar tvær stofn-
anir, sem hljóðara er að jafnaði um en vera ætti; en hér er í
rauninni um tvenn sjúkrasamlög að ræða, The Blue Cross og
The Manitoba Medical Service; báðar eru þessar stofnanir
starfræktar í þágu almennings og þær eru heldur ekki
reknar í gróðaskyni; takist svo giftusamlega til, að tekjur og
útgjöld standist á, eru forráðamenn þeirra í sjöunda himni,
og jafnvel þó svo sé ekki, stefna þeir öruggir og vongóðir að
settu marki.
Mánaðarleg framlög í sjóði þessara stofnana eru hvorki
há né tilfinnanleg; en þegar sjúkdóma ber að höndum, er
gott til þess að vita, að eiga nokkra fyrirfram greidda skild-
inga inni hjá sjálfum sér til greiðslu á sjúkrahússvist og
læknisaðgerðum; í báðum tilfellum er hér um mikilsverðar
heilsutryggingar að ræða, sem fylkisbúum ber að leggja al-
menna rækt við.
☆ ☆ ☆
Minna má nú gagn gera
Við byrjun októbermánaðar síðastliðins, námu smjör-
birgðir í þessu landi 126,365,000 punda, eða 42 miljónum
punda umfram það, sem við hefir gengist um það leyti árs
síðustu fimm árin; framleiðsla mjólkur er enn langt ofan við
meðallag, og má því vel ætla, að afgangsbirgðir í lok þessa
árs umfram heimilisnotkun, nemi 65 miljónum punda, eða
freklega það.
Af öllum þessum miklu smjörbirgðum, hefir sambands-
stjórn í fórum sínum að minsta kosti 100 miljón pund og
mun það vera sem næst einum þriðja af því magni, sem
stjórnin hafði í vörzlu sinni 1954.
Sumum telst svo til, að minna megi nú gagn gera varð-
andi allar þessar smjörbirgðir, en kælihúsin í landinu verði
troðfull, og spyrja sem svo, hvort sambandsstjórn ætli ein
að kaupa þær til heimilisþarfa.
Ofbirgðir smjörs engu síður en ofbirgðir hVeitis, ráða
lítt fram úr markaðsvandkvæðum bændanna.
Canadastjórn mælir með íslenzku
dúnhreinsunarvélinni
Frá því var sagt í Lögbergi
í desember s.l., að íslenzkur
hugvitsmaður, Baldvin Jóns-
son, Vegamótum á Seltjarnar-
nesi, hefði fundið upp dún-
hreinsunarvél. Hafði Canada-
stjórn pantað eina þessa vél
til reynslu við æðardún-
framleiðslu Eskimóa. Lög-
bergi barst s.l. viku frétta-
bréf frá stjórninni um ár-
angurinn af þessari rannsókn.
Hér fylgja kaflar úr bréfinu:
Hin aldagamla þraut, að
hreinsa æðardún fljótt og vel,
hefir nú verið leyst af íslenzk-
um hugvitsmanni og getur
þetta orðið til þess að bæta
efnahag Eskimóa við austur
íshafið í Canada. Þessi nýja
vél, sem rannsökuð hefir
verið í Ottawa, hreinsar dún-
inn betur en hægt er með
nokkurri þekktri aðferð.
Stjórnarmenn, sem hafa um-
sjón með málefnum við
austur-íshafið, hafa áhuga á
að nota þessa vél í viðleitni
sinni til að vernda æðarfugl-
inn í Norður-Canada og auka
framleiðslu dúnsins.
Áætlað er, að sýna vélina
og reyna hana næsta ár í
byggðum við austur-íshafið,
þar sem mikið er um æðar-
fugl og er vonast til að það
hvetji Eskimóa til að tína
saman meira af dún. Fram að
þessu hefir verið ákaflega
seinlegt og óhreinindaverk að
hreinsa æðardún og er það
ástæðan til þess að ekki hefir
verið meira tínt af honum
þar nyrðra, en þar er hann
sums staðar notaður í fatnað.
Það er markaður fyrir æðar-
dún í Suður-Canada; enn-
fremur mætti selja hann til
Evrópu og Bandaríkjanna. —
Æðardúnn, sem framleiddur
er á íslandi, selst fyrir alt að
$18 pundið.
Hreinsunaraðferðir þær,
sem nú eru notaðar, eru áfar
frumstæðar. Fyrst er dúnn-
inn hitaður til að svíða
óhreinindin, svo nudda eski-
móa-konurnar honum yfir röð
af strengjum, sem þær festa
upp, þar til hann er hreins-
aður. Hreinsa verður dúninn
fljótt eftir að búið er að tína
hann og ekki er hann not-
hæfur fyrr en mest af óhrein-
indunum hafa verið numin
burt. Hin nýja vél, sem slær
dúninn og snýr honum í
luktum kassa, gerir mesta
vinnuna við að hreinsa
dúninn.
Æðarfuglinn hópast saman
á sumrin víðsvegar á norður-
ströndinni, sérstaklega út í
smá'eyjum. Þegar hreiðrin eru
gerð þá fóðra æðarkollurnar
þau með dún, sem þær reita af
af sér. Dúnninn, sem breiðist
út yfir barma hreiðursins, er
tekinn fyrst, og svo þegar
ungarnir fara úr hreiðrinu, þá
er alt tekið sem eftir er.
Stjórnarformenn vænta
þess, að í framtíðinni muni
Eskimóar stofna æðarfugls-
varplönd lík þeim sem eru á
íslandi, þar sem æðarfugla
„bú“ eru rekin á strang-vís-
indalegan hátt. Þar er farið
með æðarfugla, þótt þeir séu
viltir, á líkan hátt og hænsni;
og æðarfuglarnir eru farnir
að leita verndar mannanna
gegn ránfuglum svo sem
fálkum og máfum, sem leita
á hreiður þeirra. Islenzkir
bændur gera umgerð fyrir
hreiðrin í klettaskorum til að
verja fuglana gegn vindi og
regni meðan á varpinu og út-
ungun stendur. Sumir setja
upp fuglahræður og mikið er
unnið að því að halda varp-
landinu hreinu, því að það
gerir æðarkollunum hægra
með að halda eggjunum volg-
um og þurrum. Þannig er
framleiðslan aukin. Æðar-
fuglinn lætur bændum í té
mikinn dún fyrir þeirra fyrir-
höín. Er dúnframleiðslan arð-
væn atvinnugrein, sem rekin
hefir verið á íslandi í alda-
raðir.
Síðastliðið ár var gerð til-
raun til þess að sýna Eski-
móum aðferðir Islendinga við
framleiðslu æðardúns og nú
er talið að hin nýja dún-
hreinsunarvél muni hvetja þá
enn meir til þess að auka dún-
tekjuna þar nyrðra og vernda
æðarfuglinn. Ef þetta tekst er
það spor í áttina til að bæta
efnahag nyrztu þjóðfélags-
þegna Canada.
Það gat hann ekki skilið
— Ég get skilið ýmislegt,
sem kemur mönnum einkenni
lega fyrir sjónir, sagði þekkt-
ur stjórnmálamaður, en eitt
er mér óskiljanlegt og það er
þegar konan mín er að slíta
sér og hamast við að gera allt
húsið hreint í hólf og gólf,
áður en hreingerningarkonan
kemur!
Heimsins bezta
munntóbak
Veltið athygli hinum nýju Wampole’s VI-CAJj-FER 12 málmbætiefna
MÆÐUR! inntökum — einkum gerðar fyrir vaxandi börn — gott handa fnllorðnu
fólki lfka. — 60 daga birgðir $1.95.
Góður skamtur af fjörcfni I), kalki og ln-ennisteini
er nauðsynlegt lúimum, sem eru að vaxa, svo þau
fál sterk og hcilsusamleg liein og tennur. Fullorðnir
þurfa þess einnig sér til hcilsubótar.
Wampole’s Extract af þorskalýsi er mikilsvert
vegna innihalds þess af jámi, malti og öðmm
jarðeínum.
Til velferðar fjölskyidu þinni fyrir ýmsum vetrar-
kvillum, gefið henni Wampole’s reglulega. Biim eru
áfjáð í það. Inniheldur enga olíu.
ujnmpoLE’s 3SL
Fæst hjá öllum lyfsölum — AÐEINS $1.35
2-W-55