Lögberg - 24.11.1955, Blaðsíða 1

Lögberg - 24.11.1955, Blaðsíða 1
HAGBORG fuel Sole Distributors OILNITE LIGNITE COAL PHONE 74-3431 HAGBORG FUEL Sole Distributors OILNITE LIGNITE COAL PHONE 74-3431 68. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 24. NÓVEMBER 1955 NÚMER 47 FJARLAGAFRUMVARP LAGT FRAM Þar er gert ráð fyrir 60 millj. kr. útgjaldahækkun I»á er enn eflir að greiða t.d. 34 millj. kr. í alvinnuleysis- iryggingar og launahækkun opinberra starfsmanna pRUMVARP til fjárlaga fyrir árið 1956 var lagt fram í gær á fyrsta samkomu- degi Alþingis. Er það að venju fyrsta málið, sem lagt er fram á Alþingi. Niðurstöðu- tölur fjárlaganna eru hærri en nokkru sinni áður. Gert er ráð fyrir tekjum að upphæð 577 miljón kr. og út- gjöldum sem nema 515 millj. kr. En eftir að afborganir lána, greiðslur vegna ríkis- ábyrgða o. fl. hafa verið innt- ar af höndum er eftir 2 millj. kr. greiðsluafgangur. F’járlagafrumvarpið eins og það er lagt fram í upphafi þings, er sjaldan meira en beinagreind komandi fjárlaga, því að þingið gerir að jafnaði allmiklar breytingar á. því. Eftir er t. d. að taka veiga- naiklar ákvarðanir um hvort og hvernig styrkir verði greiddir til atvinnuveganna, oins og fjárhagskerfi þjóðar- innar er nú komið. 60 millj. kr. útgjaldahækkun í greinargerð frumvarpsins or nokkuð skýrt hvers vegna niðurstöðutölur fjárlaga hljóta að hækka verulega frá nú- gildandi fjárlögum, eða um 60 millj. kr. Má þar m. a. nefna að beinar launagreiðsl- Ur hækka um 29 millj. kr. Út- gjöld til dýrtíðarráðstafana hækka um nærri 8 millj. kr. o. fl. Skaiiar og iollar hækka Til að standast þessa út- gjaldaaukningu er áætlað að tekju- og eignaskattur svo og stríðsgróðaskattur hækki um 30 millj. kr. Svo og er áætlað að flest önnur opinber gjöld haekki nokkuð, víða fyrir það oitt að krónutala umsetning- urinnar hefur aukizt. Enn er efiir að ákveða * siórar greiðslur Þá segir í greinargerðinni: „í frumvarpinu er að sjálf- sögðu, samkvæmt venju, gert ráð fyrir lögboðnum útgjöld- Urn, en ekki settar fjárhæðir til að standast kostnað, sem okki er ennþá lögboðinn, þótt ríkisstjórnin hafi heitið að beita sér fyrir nýrri lagasetn- lngu, sem hefur útgjöld í för úieð sér. Er sérstök ástæða til að taka þetta fram, þar sem ríkis- stjórnin hefur heitið að beita sér fyrir setningu laga um at- vinnuleysistryggingar, sem hlýtur að hafa verulegan kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð, sennilega ekki langt frá 14 millj. kr. og ennfremur fyrir setningu nýrra launa- Jaga, er samkvæmt frumvarpi því til nýrra launalaga, er samið hefur verið, mundi kosta ríkissjóð rúmlega 20 millj. kr. árlega.“ Röskun f járhagskerfisins Þegar litið er augum yfir þetta viðamikla frumvarp blasir hin óheillavænlega verð hækkunarskrúfa út úr hverri línu. Er aukinn kostnaður ríkisvaldsins við næstum hvern einasta lið, án þess að það stafi af verulegum til- lögum um auknar fram- kvæmdir. Til að greiða niður allan þennan kostnaðar-auka er gert ráð fyrir hækkuðum sköttum og tollum. Og þó er því lýst yfir að í viðbót við útgjöldin komi að minnsta kosti 34 millj. kr. í atvinnu- leysistryggingar og laun til opinberra starfsmanna. Verð- ur enn að finna tekjulindir til að greiða þau útgjöld. Sýnir fjárlagafrumvarpið þannig greinilega, hvílíkri röskun verkfallið s.l. vetur hefur valdið á fjárhagskerfi þjóðarinnar. —Mbl., 9. okt. Látinn sönglaga- höfundur Nýíega er látinn á Bærum sjúkrahúsi í Noregi, sönglaga- höfundurinn Arne Eggen 74 ára að aldri; hann var maður mikilvirkur og hánorrænn í list sinni; hann samdi tón- smíðar fyrir orgel, fiðlu og píanó, einnig samdi hann nokkrar kantötur, óperuna „Olav Liljekrans“ og nokkra kafla úr óperu, „Cymbelin“. Hann safnaði að sér mestu kynstrum af norskum þjóð- lögum og klæddi mörg þeirra í hátíðabúninga. Teknir af lífi Rússneska ríkisútvarpið hefir lýst yfir því, að fimm stjórnarembættismenn í Georgia-fylkinu hafi verið fundnir sekir um landráð og teknir af lífi; í þessu fylki voru þeir Stalin og Beria fæddir og margir aðrir, er mjög hafa komið við sam- tíðarsögu hinna , rússnesku ráðstjórnarríkja; tveir þeirra, er kærðir voru, hlutu tuttugu ára fangelisvist. Glæsilegt nýtízku stórhýsi MANITOBA CARTAGE & STORAGE LIMITED Þessi glæsilega nýtízku bygging liggur fram með Canadian Pacific járnbrautarstöðvunum í Winnipeg og má réttilega kallast mikil borgarprýði; þar er jafnan svo mikið um að vera, að daglegar vörubirgðir, sem fara um hendur félagsins, nema að minsta kosti 150,000 pundum. Áminst félag, sem stofnað var 1882, hefir átt mikil- væga forustu um vörugeymslu og umhleðslu, eigi aðeins í Winnipeg, heldur einnig í rauninni um Vestur-Canada í heild. Alveg nýverið opnaði félag þetta og tók í notkun hina nýju skrifstofubyggingu og vörugeymslú (“Manitoba House”), er kostaði $275,000 og jók geymsluplássið um 40,000 ferfet. í bílastæði sínu hefir félagið til taks 75 vöruflutnins- bíla; áður notaði það hesta og vagna og það var ekki fyrr en 1939 að sú flutningaaðferð lagðist niður. Hin mikla þegnskaparskylda íslendingum hér í landi er þegar að nokkru kunnugt um þá fjársöfnun, sem nú er í að- sigi vegna óumflýjanlegra endurbóta á elliheimilinu Betel og nýtízku viðbygginga við stofnunina; þó verður mál þetta frekar skýrt eftir því, sem þörf gerist, skipulagning nánar skilgreind og starfs- tilhögun út um hin ýmsu bygðarlög sundurliðuð svo sem framast má verða; þetta mál varðar alla jafnt, nær til allra jafnt; það er fagur sam- nefnari í fögrum átökum, sem stofnað er til í fögrum til- gangi. Fjörutíu ára starfsemi Betel hefir orðið Vestur-íslending- um til blessunar og sæmdar, og það er hin mikla þegnskap- arskylda vor, að vel og dyggi- lega sé haldið í horfi varðandi öryggi sólsetursbarna vorra af íslenzkri ætt; að slíku hlýt- ur öllum að verða jafn ljúft að vinna, því svo göfugt er það markmið, sem stefnt er að. Nú fer senn að líða að jólum. Látið stærstu jóla- gjafirnar renna í byggingar- sjóð elliheimilisins Betel! Mikið veiðarfæratjón Seinnipart fyrri viku varð mikið veiðarfæratjón á Mani- tobavatni, einkum út frá Oak Point, en þar tekur vatnið venjulega fyrst að leggja; ísinn var svo að segja skel- þunnur, og þurfti ekki nema nokkrar skarpar vindstrokur til að mola hann til agna; ýmsir fiskimenn áttu all- örðugt með að ná landi. Engar hernaðar- skuldbindingar Forsætisráðherra Indlands, Mr. Nehru, hefir tilkynt rúss- neskum forustumönnum, er þangað komu nýlega í opin- bera heimsókn, að indverska þjóðin sé staðráðin í að gera engar hernaðarskuldbinding- ar við neina þjóð, því takmark hennar sé aðeins alþjóða- friður. Sambandsþing kvatt til funda Nú hefir verið formlega til- kynt, að sambandsþing setjist á rökstóla hinn 10 janúar n.k., og mun þess þá ekki langt að bíða að helztu aðkallandi vandamál verði tekin til at- hugunar, og mun hveitisölu- málið verða fyrst á dagskrá, svo sem vera ber, því það varðar velferð þjóðarinnar •' heild. Kiíjansvaka Efnt verður til „Kiljans- vöku“ á vegum Þjóðræknis- deildarinnar Fróns laugar- dagskvöldið 10. desember kl. 8.15 í neðri sal Sambands- kirkjunnar við Banning. Verða þar lesnir valdir kaflar úr ritum Halldórs Kiljans Laxness og gerð grein fyrir æviferli höfundarins. Þeir sem lesa eru Áskell Löve, Björn Sigurbjörnsson og Helga Pálsdóttir, en kynnir verður Finnbogi Guðmunds- son. Svo sem kunnugt er, mun Svíakonungur afhenda Hall- dóri Kiljan Laxness bók- menntaverðlaun Nóbels í Stokkhólmi hinn 10. desember, og er efnt til ofangreindrar kvöldvöku í tilefni af því. Samskot verða tekin til styrktar starfsemi Fróns. Ánægjuleg kvöldstund Síðastliðið sunnudagsk\ öld var glatt á hjalla á hinu vin- gjarnlega heimili þeirra Sveins E. Björnssonar læknis og frú Marju Björnsson að 280 Dorchester Avenue hér í borginni; tilefni mannfagnað- arins var það, að Halldór M. Swan frá Bustarfelli í Vopna- firði, sem búsettur er hjá þeim Björnsson’s hjónum, átti afmæli þá um daginn og bauð til sín allmörgum nánum vinum, er nutu þar ríkmann- legra veitinga og skemtu sér hið bezta við samræður og söng. Svo sem vitað er, varð Hall- dór fyrir alvarlegu áfalli á heilsu sinni fyrir nokkrum árum, en er nú að mun hressari. Meiriháttar flugvélapöntun K. L. M. Royal Dutch flug- félagið hefir pantað 8 DC-8 Jet flugvélar frá Douglas Aircraft flugvélaverksmiðj- unni í Montreal. Pöntun þessi hleypur upp á fimtíu miljónir dollara og er þess vænst, að afhending hefjist í marz- mánuði 1960. íslenzkukennsla fyrir börn Munið íslenzkukennsluna á laugardagsmorgna kl. 10.30 í Fyrstu lútersku kirkju. ‘UBIM ‘S SadiuuiM ÚS Suiuueg g9i uef uosujofg 'a

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.