Lögberg - 24.11.1955, Blaðsíða 5

Lögberg - 24.11.1955, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. NÓVEMBER 1955 5 VWWWTWWWWWWWWWWWVWVWVWV ÁHIJGAM/ÍL LVENNA y Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Sysfir Ólafía Jóhannsdótfir Rósa Johnson F. 16. marz 1864 — D. 19. ágúsl 1955 Ég hef verið beðin að skrifa um einhverja íslenzka afreks- konu, einhverja þá, er bezt hefur reynzt þjóð vorri og óðrum. Það er gott að hugsa og tala til góðs, en allir vita, að það er notadrýgst að vinna miskunnarverkin. Ekki þurfum við aftur í miðaldir til að meta kosti kvenna, né lengi að grúska í minningum vorra tíma um val einnar konu. Þið kannizt öll við blessaða nafnið, Ólafía Jóhannsdóttir, gáfaða prests- dóttirin, sem eyddi afli ævi sinnar í umhyggju og erfiði fyrir bágstadda menn. Ekki aðeins hér, heldur og hvar sem leið hennar lá um ókunn lönd. í Noregi dvaldi hún í 17 ár (1903—1920). Kynnti sér þar hinar mestu þjáningar mann- legra galla og vann hjúkrun- arstarfið „af Guðs náð“. Lesið bókina ..Aumastar allra" og sjáið íslenzku konuna, Ólafíu, konuna, sem skjólstæðingar hennar og aðrir þar lendir nefndu „Systir lsland“. Ólafía var fædd 22. október 1863 að Mosfelli í Mosfells- sveit. Kom hingað frá Noregi 30. júlí 1920. Fór aftur þangað 22. janúar 1924 og dó í Osló 20. júní það ár. Vinir hennar hér og ríkisstjórn létu flytja lík ólafíu heim og jarða það í kirkjugarðinum við Suður- götu — við hlið Þorbjargar Sveinsdóttur, frænku hennar. Ég sá Ólafíu fyrst í Báru- húsinu við Tjörnina. Fór þangað satt að segja til að hlusta á fræðimanninn Sigurð Nordal og sjá stúdentana. t’egar prófessorinn hafði ausið sinni vizku yfir alla bekki þar fulla af fólki, kom lágvaxin eldri kona fram á pallinn. Hún var í peysufötum með silkiklút um hálsinn og mó- leita dúksvuntu. Stúdentarnir hnipptu hver í annan og hlógu. Ólafía stóð þarna stein- þegjandi og horfði beint fram. Svo sagði hún: „Hlæið þið út, vinir mínir. Hlustið svo á óokkur orð, sem ég ætla að segja.“ — Ójá, við höfðum þá þegar hlegið út. Hlustuðum svo með aðdáun á ræðuna, sem ómögulegt er að gleyma. — „Ástir ungra manna.“ — Þið hefðum átt að sjá, hvað konan varð falleg, málrómur- inn og málsnilldin hrífandi. Þarna talaði hún alveg um- búðalaust um ábyrgð hvers einasta manns á hugarfari sínu og hegðun. Hættulegt augnablik gæti stækkað í glataða framtíð góðra vina. »Og umfram allt munið það, að þið standið alls staðar og alla tíð frammi fyrir Guði, megið hvorki kvelja né skemma neitt, sem hann hefur gefið líf.“ Mikið langaði mig til að nálgast þessa vitru konu og kynnast henni, en sá engin ráð til þess. Hún bjó í Túngötu hjá Thoroddsensfólkinu en ég í Suðurgötu 4 hjá Haraldi Böðvarssyni og frú Ingunni Sveinsdóttur, konu hans. Þau hjón sendu oft gjafir til Ólafíu handa fátækum heimilum, er hún stóð í sambandi við. Nú bað ég frú Ingunni um þær sendiferðir, og þarna kom tækifærið. Ég var feimin við Ólafíu og passaði að tala ekki neitt ann- að en erindi mitt. Hún mun þó hafa séð að því var ekki þar með lokið, 'horfði svo vingjarnlega til mín og bauð mér inn, þá gat ég loks þakk- að henni ræðuna í „Bárunni“, og sagði alveg eins og var um erindi mitt þangað, sagðist enga öfunda eins og stúdenta og annað fólk, sem gæti verið í skólum. „Já,“ sagði Ólafía, „þetta grunaði mig. Bara verst, hvað maður kemst skammt í öllu námi, til dæmis vísindamaðurinn, sem fann þyngdarlögmálið, sagðist að- eins hafa vætt tærnar í fjöru- borðinu.“ Ekki gerði Ólafía þó lítið úr neinu námi, svo langt sem það næði. Sagði ekki eins og einn trúaður prestur: — „Ég er hræddur við alla skóla, þeir hafa svo oft gert vizkuna að ræningjabæli.“ Og þó — ráð hennar vísuðu mér þann veg, að skóli lífsins yrði öllum eðlilegastur til farsældar, þar ættum við að sjá Guð sem verkstjóra, kennara og föður. Eitt sinn átti ég að fara með peninga til Ólafíu, þá var hún ekki heima. Frú Anna Thor- oddsen sagði mér, að hún væri stödd í húsi inn við Hverfis- götu, þangað fór ég og auð- vitað forstofumegin á fyrstu hæð. Nei, Ólafía var niður í kjallara, kom þar fram með uppbrettar ermar og öskufötu í hendinni. Hafði þá verið að hreinsa eldfæri og þvo gólf fyrir veika konu með mörg börn. — Ekki skildi ég þetta líknarstarf Ólafíu, gat ómögu- lega sett það í samband við ætterni hennar og andlega möguleika. Ég spurði hvort hún væri ekki bráðum búin og gæti orðið samferða heim. „Nei, nei.“ Hún þekkti önnur tvö slík heimili og vildi endi- lega sinna þeim á sama hátt, þó þreytt væri. Ég sá að heilsa Ólafíu var Rósa Jóhannesdóttir fædd- ist 16. marz 1864 að Grund í Vatnsdal í Húnavatnssýslu á íslandi. Foreldrar hennar voru Jóhannes Guðmundsson og kona hans Margrét Jóns- dóttir. Rósa sál. giftist í október árið 1882 Guðmundi Jónssyni frá Kleifi á Skaga, þar sem hann hafði fæðst 22. október 1860. Þeim Guðmundi og Rósu varð níu barna auðið. Og eru þau sem hér segir: María, Margrét og Ágúst, búsett á íslandi. Guðmundur, dáinn í North Dakota í Ameríku 1942, Anna Scheving, Hall- dóra Roswick, og Kristín Johnson, búsettar í Seattle, Wash., Jenný Sófusson, bú- sett í Bellingham, Wash., og Jóhanna Kristín, sem dó árið 1901. Auk þess ólu þau hjón upp dótturson, Hafliða, sem búsettur er í Seattle, Wash., og kvæntur. Árið 1938 flutti Rósa með sumum dætrum sínum til Seattle, Wash. Og þar stofn- uðu hún og Kristín heimili saman, og bjuggu síðan saman þar í borg, unz að hún nú andaðist á þessu sumri. Starf- aði Kristín að matreiðslu um langt skeið í Swedish Hospital, en móðir hennar sá þá um heimilið. En þegar heilsa orðin tæp og aflið minna, bað hana því að lofa mér með sér í svona erindi næst, þegar ég ætti frídag. Ekki var nóg að vinna í þeim vesalings heimil- um, heldur urðum við að taka rifin föt og sokka heim með okkur til að bæta þau og stoppa, svo lengi sem við gæt- um vakað. Loks var mér farið að finnast þetta létt og sjálf- sagt — það er að segja með Ólafíu. Það var svo gott að finna nálægð hennar og fræð- ast. Svo mátti ég fylgjast með henni þangað, sem hún og aðrir fluttu góða fyrirlestra og á samkomur. Gegnum öll okkar kynni fann ég eitt sérstakt áhuga- mál Ólafíu og aflgjafa hennar, það var örugg vissa um Krist að eilífu og þrá hennar að hlýða honum. Svo fór þessi blessuð vin- kona mín aftur til Noregs og dó þar nokkru síðar. En minn- ingin um hana lifir, vegna þess að hún lifði sjálf og starfaði í Jesú nafni. í einhverju blaði hef ég lesið ljóð, sem mér fannst endilega meint um Ólafíu. Minnir að það væri eftir Theódóru Thoroddsen. Eitt erindi er svona (vona að ég hafi það rétt): „List er það líka og vinna“ —því lífinu verður að sinna— að beygðu og brákuðu hlynna, en bulla um kærleikann minna. Kristín Sigfúsdóttir frá Syðri-Völlum hennar var mikið biluð mörg síðari árin, stunduðu aðrar dætur og aðrir í fjölskyldunni hana í fjarveru Kristínar. En Kristín var alltaf hjá henni milli verka og sá um hana af mikilli alúð. Það má með sanni sgeja, að það af fjöl- skyldunni sem til hennar náði stundaði hana alt af mikilli ástúð og umhyggju. Rósa sál. var góð kona og vel gefin, og sýndi altaf mikla trúmensku í störfum og fram- komu. Hún var kristin kona, sem rækti kirkju sína af mik- illi trúmensku meðan kraftar entust. Hafði hún og eigin- maður hennar, meðan hann var á lífi, innrætt fjölskyld- unni trúmensku við kirkju og kristindóm. En Guðmundur dó löngu á undan henni, árið 1943 á heimili Halldóru dóttur sinnar í Norður-Dakota. Meðan nokkrir kraftar voru eftir, var Rósa sál. sístarfandi, og var hún mjög hag í hönd- unum. Og hún var líka fróð- leiksfús, las mikið og hafði unað af góðum bókum. Rósa var orðin háöldruð, er dauða hennar bar að — um njrætt. Hafði hún æði lengi þar á undan verið farin að heilsu, en þó fram undir and- látið verið næsta skýr í hugs- un, og jafnvel þá, eftir mögu- leikum starfað, eða lesið eitt- hvað, eða hlustað á aðra lesa, sem góðrúslega gjörðu það. Dauðanum mun hún ekki hafa kviðið, því hún treysti fast á náð Drottins síns. Þegar kallið kom, tel ég að hún hafi getað tekið undir með sálmaskáldinu í Israel, þegar það segir: „En mín gæði eru það að vera nálægt Guði.“ H. Sigmar B. E. M. Television Service • Factory Trained Technicians. • All Work Guaranteed. • Swift Efficient Service. Phone 75-2875 1786 Logan Ave. WINNIPEG 3 SENDID JOLAPOST SNEMMA Látið ekki bregðast að senda jólapóstinn, spjöld, bréf og gjafaböggla til vina og skyldmenna svo snemma, að í tæka tíð komi til þeirra fyrir jólin. Til Evrópu þarf póstur að leggja af stað eftirfarandi daga. Póstið fyrir: BRÉF Ef þú átt heima í 29. nóv. Ontario eðn Quebeo. (Iluiílelðis, 14. des.) Manltoba. Albeita, Saskatchewan, 26. nóv. (Flusleiðis, 13. des.) New Brunswick, 30. nóv. Nova Scotia, P.E.I.. (Flusleiðis, 14. des.) Newfoundland, Brltish ('olumbia, 25. nóv. (Fluglelðis. 13. des.) BÖGGLAR 23. nóv. (FliiKleiðis, 10. des.) 21. nóv. (FliiKleiðis, 13. des.) 19. nóv. (Flugleiðis, 12. des.) (Newfoundland, 10. des.) 19. nóv. (Fluítleiðis, 10. des.) Það flýtir og fyrir afhendingu pósfs, ef þú hefir þstta í huga: • Utanáskrift þarf að vera skýr, rétt og fullkomin. • Skrifið utan á með prenistöfum. Prentið utaná- skriftina innan og utan á umbúðir böggla og glymið ekki eigin utanáskrift, ef senda þyrfti póstinn til baka. • Látið rétt póstgjald á póstinn. Látið pósthúsið vega flugpóst, bréf og böggla — eða hvers konar póst, sem er, til að vera viss um að burðargjaldið sé rétt. • Verið ávalt vissir um að skrifa fullum stöfum nafn landsins, sem póstur er sendur til. Notið nafnið eins og það er stafað. á ensku, ef kostur er á því. Til dæmis GERMANY fremur en Deutschland, Poland ekki Polska. FREKARI UPPLÝSINGAR FÁST HJÁ PÓSTHÚSINU í NÁGRENNI ÞÍNU. 0 SÉ ii CANADA POST OFFÍCE :;:;x>x<í:-x;.vX;íýSSÖíjWJ

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.