Lögberg - 24.11.1955, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. NÓVEMBER 1955
Lögberg
GeflS út hvern flmtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
J. T. BECK, Manager
Utan&skrlft ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
PHONE 743 411
Árbók Landsbókasafns íslands
Eftir prófessor RICHARD BECK
Árbók Landsbókasafns íslands er alltaf góður fengur
öllum þeim, sem fylgjast vilja með útgáfu íslenzkra bóka og
útkomu rita á erlendum málum eftir íslenzka menn og um
íslenzk efni.
Fyrir stuttu síðan barst mér í hendur Árbókin 1953—1954,
og eru það 10.—11. árgangur hennar. Hefst hún með greina-
góðu yfirliti Finns Sigmundssonar landsbókavarðar yfir starf
og hag Landsbókasafnsins á umræddum árum, og getur hann
fyrst aukningar safnsins á þessa leið:
„Á þeim tveim árum, sem liðin eru frá því að Árbók
var prentuð síðast, hefir Landsbókasafnið aukizt um rúm-
lega 10 þúsund bindi prentaðra bóka og ritlinga, þar af um
3000 gefins eða í skiptum auk íslenzkra skyldueintaka. Bóka-
eign safnsins telst nú vera rúmlega 200 þúsund bindi.“
Bókagjafaskráin, sem fylgir, ber því vitni, að margir
hafa, góðu heilli, minnst safnsins með slíkum gjöfum, og er
ánægjulegt að sjá það, að í hópi þeirra gefenda eru ýmsir
Islendingar vestan hafsins. Um aukningu Handritasafnsins
fer landsbókavörður meðal annars þessum orðum:
„Handritasafninu hafa borizt margar og góðar gjafir á
árunum 1953—’54. Skal fyrst nefnd mjög kærkomin gjöf frá
frú Elenore Sveinbjörnsson, ekkju Sveinbjörns Sveinbjörns-
sonar tónskálds, sem nú á heimili í Kanada, komin á níræðis-
aldur. Með bréfi til forsætisráðherra tilkynnti hún á síðast-
liðnu sumri, að hún gæfi íslenzku þjóðinni öll eftirlátin
handrit manns síns, en flest þeirra hafa verið geymd fullan
aldanfjórðung í lokuðum kassa í Landsbókasafninu. Frúin
sendi jafnframt Landsbókasafninu fagurlega ritaða skrá um
öll tónverk manns síns, prentuð og óprentuð, myndir og fleiri
minjar, þar á meðal heiðurspening úr gulli, sem konungur
íslands og Danmerkur sæmdi Sveinbjörn 1874 fyrir lagið við
„Ó, guð vors lands“. í safni þessu eru auk handrita að tón-
verkum Sveinbjörns nokkrar ritgerðir eftir hann um tónlist,
kvæðaþýðingar og fleira. Einnig er þar mikið safn greina úr
blöðum og tímaritum, er geyma dóma samtíðarinnar um
tónskáldið og störf hans. Er mikill fengur í þessari gjöf
frúarinnar og mega íslendingar vera henni þakklátir fyrir
þá hugulsemi að láta ættland tónskáldsins njóta þessara
minja um höfund lagsins við lofsönginn, sem brátt varð þjóð-
söngur íslendinga.
Á öðrum stað í þessu riti er birt grein um Sveinbjörn
Sveinbjörnsson ásamt skrá þeirri um tónverk hans, sem frúin
sendi safninu. Af skránni sést, að enn eru mörg tónverk
Sveinbjörns óútgefin og lítt kunn. Gefst nú áhugamönnum í
tónlist tækifæri til að kynna þjóðinni verk hans í heild.
Af öðrum handritagjöfum vestan um haf má sérstaklega
geta þess, að Theodóra Hermann, hjúkrunarkona í Winnipeg,
hefir sent Handritasafninu mikið safn af prédikunum og
tækifærisræðum fósturföður hennar, síra Jóns Bjarnasonar,
ásamt sendibréfum til hans og konu hans frá ýmsum þjóð-
kunnum mönnum. „Theodóra Hermann hefir sjálf gengið
frá niðurröðun og umbúnaði handritanna af mikilli smekkvísi
og snyrtimennsku,“ bætir landsbókavörður við í frásögn
sinni um merkisgjöf þessa.
Síðan ræðir landsbókavörður um aðsókn að lestrarsal
safnsins, sem verið hefir mikil, og um nauðsyn aukins hús-
rúms fyrir safnið, sem er í örum vexti, eins og þegar er gefið
í skyn.
Því næst minnist hann, í markvissum og hlýyrtum minn-
ingagreinum, tveggja starfsmanna safnsins, er létust nýlega,
þeirra Benedikts Sveinssonar alþingismanns og dr. Guðbrands
Jónssonar prófessors. Höfðu þeir báðir árum saman gegnt
bókavarðarstörfum á Landsbókasafninu og voru löngu þjóð-
kunnir menn fyrir ritstörf sín og aðra menningarstarfsemi.
Þá koma hinar fróðlegu ritskrár, sem Ásgeir Hjartarson,
skrásetjari safnsins hefir samið, en þæ reru þessar: Islenzk
rit 1952, íslenzk rit 1944—1951 (viðauki og leiðréttingar),
íslenzk rit 1953 og rit á erlendum tungum eftir íslenzka menn
eða um íslenzk efni.
Fyrrnefnd ritgerð Baldurs Andréssonar um Sveinbjörn
Sveinbjörnsson tónskáld er prýðisvel 'samin. Hún er einnig
prýdd fjölda mynda, og henni fylgir skrá um tónverk skálds-
ins. Tvær aðrar fræðimannlegar og mjög fróðlegar ritgerðir
eru í Árbókinni: „Latnesk þýðing eftir Árna Magnússon?“
eftir Peter G. Foote, háskólakennara í London, og „Um ís-
lenzka sálma úr trúarljóðum Prúdentíusar“ eftir Þóhall
Þorgilsson bókavörð. Um ritgerð Foote háskólakennara getur
landsbókavörður þess sérstaklega, og að verðleikum, að hann
hafi frumritað hana á íslenzku. Hnýtir landsbókavörður þar
við þessum ummælum, sem allir góðir íslendingar munu taka
undir: „Er það gleðiefni þegar fræðimenn leggja það á sig að
nema íslenzku svo vel, að þeir geti eigi aðeins talað málið,
heldur ritað það lýtalaust.“
Um ritgerð Þórhalls bókavarðar skal það tekið fram, að
þetta er aðeins fyrri hluti hennar, og verður framhald hennar
væntanlega prentað í næstu Árbók.
Að þessu sinni fylgir einnig Árbókinni sérstakt rit:
Drög að skrá um riiverk á íslenzku að fornu og nýju af
lalneskum eða rómönskum uppruna eftir Þórhall bókavörð.
Er þetta fyrra hefti af tveim og fjallar um Frakkland. Rit
þetta er mjög vandvirknislega samið og þar að finna geysi-
mikinn bókfræðilegan fróðleik, sem þeir, er við íslenzk fræði
fást eða samanburðarbókmenntir, munu taka fegins hendi og
kunna höfundinum miklar þakkir fyrir; en vissulega er það
mikils virði fræðimönnum og öðrum fróðleiks-unnendum að
eiga greiðan aðgang að þessu efni í handhægu riti. Vonandi
leyfa aðstæður það, að framhaldsins verði eigi langt að bíða.
Gifts to Betel
Leslie Icelandic Ladies Aid,
Sask., in memory of Jon Olaf-
son, died at Leslie August lst,
$5.00. Icelandic Ladies Aid,
Langruth, Man., $50.00. Mrs.
Ella H. Harper, Red Lake
Falls, Minn., $5.00. Miss S.
Hjartarson, Gimli, Man., in
memory of Maria Johnson,
Geysir, Man., and Mrs. M-
Albertson, Husavik, Man„
$10.00. Kvennfjelagið Freyja,
Geysir, Man., $50.00. Miss Ida
Swainson, Winnipeg, $100.00.
Mrs. Valgerður Johnson, Sel-
kirk, Fruit. J. Clubb, Winni-
peg, 10 lbs. Coffee. Women’s
Institute, G i m 1 i, Box of
Apples. Mrs. C. Deidrick,
Worthington, Minn., Box of
Apples and Box of Plums.
Magnus J. Johnson, Winnipeg,
Hand-painted Framed Pic-
tures.
S. M. BACHMAN, Treas.,
Ste. 40, 380 Assiniboine Ave.
Winnipeg, Man.
KAUPIÐ og LESIÐ
—LÖGBERG!
Samanberið hvað sem er!
BEZTU KAUPIN VERÐA ÁVALT
WESTINGHOUSE
• Rúmgóð 11.2 kúbik
feta sjólfvirk frysting
—með því að styðja á
hnapp!
Víður og stór kæliskápur með
70 punda geymslu möguleikum
ásamt kæliskáps pönnu. Skápur-
inn heldur fersku % bu. af garð-
mat ,er með hillum sem færa
má til, snack-hillum, smjör-
hillum, egghillum, plássi fyrir
flöskur, hillum innan á hurð-
inni. í sérstökum hólfum þessa
kæliskáps má hafa hitastigið
annað, en í sjálfu geymslu-
rúminu. Jiffy Ice Cube og eftir-
mats geymslupönnur. 5 ára
ábyrgð.
• 26 % MEIRA OFNRÚM
á aðeins 30 þml. gólfplóssi
King-size Miracle Sealed Oven. Sjálfvirkur eldunar
útbúnaður. Rafklukka og sjálfvirkur tímamælir. Tel-A.
Glance Controls. Mikið rúm til að elda á. Ný gerð til
að hraða eldingu. 5-Speed Corox útbúnaður. Single
Dial Oven Control. Hitastigsmerki. Sjálfvirkt outlet-
áhald. Fluorescent gólfljós. Auðveld Deluxe Chrome
handarhöld.
elns og hægt er.
YOU CAN BE SURE . . . IF IT#S WESTINGHOUSE
Sjáið sjónvarpsins beztu stund "STUDIO ONE" mánudagskvöld kl. 10.00.