Lögberg - 24.11.1955, Blaðsíða 8

Lögberg - 24.11.1955, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. NÓVEMBER 1955 Úr borg og bygð ÁRSFUNDUR „FRÓNS" Eins og áður hefur verið auglýst, verður ársfundur deildarinnar Frón haldinn í G. T.-húsinu á Sargent Ave. og McGee St. mánudags- kvöldið 28. nóv. 1955; byrjar kl. 8.15. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: Fundur settur. Lesin fundargerð síðasta fundar. Skýrslur embættismanna. Kosning nýrrar fram- kvæmdarnefndar fyrir næsta ár. Síðast en ekki sízt flytur frú Marja Björnson mjög fróð legt erindi um Háskóla íslands. Inngangur ókeypis en sam- skota verður leitað. FRÓNS-nefndin ☆ — HLÍN — Vegna þess að margar konur, er hafa HLÍN til sölu hérna megin hafsins, liöfðu fengið ritið og selt það á hinu gamia verði, 50 cents heftið, áður en þær vissu um að það hefði hækkað, biður Mrs. J. B. Skaþtason að láta þess getið, að það verði selt fyrir 50 cents þetta ár, en hækkað upp í 75 cents næsta ár. Laugardaginn hinn 29. októ- ber síðastliðinn voru gefin saman í hjónaband í kirkju Bræðrasafnaðar í Riverton Josephine Pauline Hokanson og Björgvin Anderson. Brúð- urin er dóttir Mrs. Evelyn Hokanson, en brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. M. O. Anderson, Riverton. — Séra Bragi Friðriksson gifti; ein- söngvari var Miss Geraldtine Björnsson. Að vígsluathöfn lokinni var setin fjölmenn brúð- kaupsveizla í samkomuhúsi bæjarins. ☆ Mr. og Mrs. G. B. Johnson frá Long Beach, Cal., og Mr. W. B. Johannson frá Cavalier, North Dakota, og Mr. og Mrs. Frank Johannson, Langdon, N. Dak., hafa dvalið í borg- inni undanfarna daga í heim- sókn til ættingja og vina. ☆ Þeir B. Egilsson, Stefán Stefánsson, Guðm. Magnús- son og Valdimar Árnason frá Gimli, sátu fund í Betel- söfnunarnefndinni hér í borg á sunnudaginn var. ' 'Cr Mr. Friðrik Nordal, frá Sel- kirk var staddur í borginni síðastliðinn fimtudag ásamt syni sínum. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: • Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir ☆ Lúierska kirkjan í Selkirk Sunnud. 27. nóv.: (1. sunnud. í Aðventu) Ensk messa kl. 11 árd. Altarisganga. Sunnudagaskóli kl. 12 Islenzk messa og altaris- ganga kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. ☆ S. Ólafsson BETEL OLD FOLKS HOME BUILDING CAMPAIGN Winnipeg Commiifee—For general canvass in Greater Winnipeg. , Mr. Victor Jonasson, Chairman. Mr. Skuli Backman Mr. Niel O. Bardal Mr. Johann T. Beck Mrs. B. S. Benson Mr. S. O. Bjerring Mrs. S. O. Bjerring Mrs. Gudrun Blondal Mrs. Holmfridur Dánielson Mr. Erlingur Eggertson Mr. Grettir Eggertson Mr. Gus Gottfred Mrs. Steindor Jakobson Mr. K. W. Johannson Mrs. Ingibjorg Jonsson Mrs. Christine Johnson Mr. Jakob Kristjanson Mr. Wilhelm Kristjanson Mr. Kristjan Oliver Miss Margaret Petursson Rev. Eric Sigmar Dr. Larus Sigurdson Mrs. Paul Sigurdson Mrs. Sigurjon Sigurdson Mr. Alex Thorarinson Mr. S. Sigurdson. ☆ For the Betel Old Folks Home building Campaign the following persons have been added to the Advisory Com- mittee: Mrs. O. Stephenson, Winnipeg Mrs. Anna Stephenson, Winnipeg Mrs. Sigurjon Sigurdson, Winnipeg Mr. Valdimar Arnason, Gimli Mr. Gudm. Magnussson, Gimli Mr. Stefan Stefansson, Gimli. Látin er að St. Boniface Hospital 16. nóv. Mrs. Lena Evans, 32 Carriere Ave., St. Vital, Man. Útför hennar fór fram frá Gilberts útfararstofu í Sel- kirk, þann 19. nóv. Auk eigin- mannsins Mr. Alfred Evans, syrgja hana 4 dætur og 4 synir og 4 barnabörn; einnig systir, og bróðir. Jarðað var í Lút- erska grafreitnum í Mapleton. Séra Sigurður Ólafsson þjón- aði við útförina. ☆ Dr. Richard Beck, prófessor við ríkisháskólann í North Dakota, var staddur í borg- inni um miðja fyrri viku. ☆ Mr. Sigbjörn Sigbjörnsson frá Leslie, Sask., er nýlega kominn til borgarinnar og dvelst hér í vetur hjá dóttur sinni frú Önnu Wood, 706 Home Street. ☆ Mr. Bergur Johnson, vist- maður á Betel, kom til borgar- innar fyrripart vikunnar, sem leið, ásamt frú sinni. ☆ Mr. Daníel Sigmundsson á Gimli vann splunkurnýjan bíl í bingokepni, sem nýlega var háð í íþróttahöll Winnipeg- borgar fyrir atbeina Lions klúbbanna; ágóðanum er varið til aðhlynningar fötluðum börnum. Gleðileg nýjung í mannkynssögunni Hin geysivíðtæku samtök þjóða til líknar og hjálpar þurfandi og þjáðum ,er ein gleðlegasta nýjungin í sögu mannkynsins. Árið 1954 veitti barnahjálparsjóður Samein- uðu þjóðanna 31 milljón barna og mæðra hjálp í 88 löndum. Til þess var varið 18 milljónum dollara og lögðu 60 þjóðir fram þetta fé. Þessi samtök þjóðanna vinna kappsamlega að alls konar líknarstarfi, heilsu- vernd, upplýsingu og menn- ingarrækt. Hinn þekkti klerk- ur, dr. Norman Vincent Peale, var spurður eitt sinn, hvort honum veittist ekki erfitt að trúa á Guð í þessum heimi vandræðanna. Klerkurinn svaraði því, að sér veittist mjög auðvelt að trúa á Guð sökum þess, að heimurinn væri svo auðugur af því, er leysti vandræðin og sigraðist á hörmungunum. Það er hollt fyrir heilsu okkar, bæði sálar og líkama, að horfa fremur á þessa hlið mannlífsins og hugleiða hana, en að dvelja um of við skugga- hliðina. . . . . Maðurinn getur gert meira ei) hann heldur að hann geti, en hann gerir vanlega minna en hann held- ur að hann hafi gjört . . • • Owing to wealher conditions, the performances of the play "IN THE WAKE OF THE STORM" scheduled for Lundar, Gimli and Arborg, will be announced later. VINNUSOKKAR Margstyrktir hælar og tær með NYLON Beztu kjörkaup vegna endingar, auka þæginda og auka- sparnaðar. Endingar- góðir PENMANS vinnusokkar af stærð og þykt, sem til- heyra hvaða vinnu sem er. EINNIG NÆRFÖT og YTRI SKJÓLFÖT Frægt firma síðan 1868 ws -U-4

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.