Lögberg - 01.12.1955, Page 7

Lögberg - 01.12.1955, Page 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. DESEMBER 1955 7 FáEIN MINNINGARORÐ UM Mrs. Marsibil Helgason landnámskonu í Árnesbygð í Nýja-lslandi „En Guði næst móðir mín það er, sem mesta á ég þökk að gjalda.“ Þessi landnámskona og móðir var fædd að Syðsta- Hvammi í Húnavatnssýslu 25. júlí 1877. Foreldrar hennar voru Jónatan Jónsson frá Marðarnúpi í Vatnsdal, Ketils- sonar bónda á Marðarnúpi og Katrínar Oddsdóttur, er einn- ig var ættuð frá Marðarnúpi. Kona Jónatans en móðir Marsibil, var Marsibil Jóns- dóttir bónda í Syðsta- Hvammi. Barn að aldri flutt- ist Marsibil með foreldrum sínum vestur um haf 1887; Jóhann Valdimar bróðir henn- ar (bóndi á Brú í Árnesbygð) var þá aðeins ársgamall. Jónatan settist strax að í Nýja íslandi. Fyrstu 5 árin, dvaldi hann og fjölskylda hans hjá Guðlaugi Magnússyni í Dag- verðarnesi, en þá nam hann land þar í grend. Nefndi hann landnám sitt Brú, hefir skóli Suður-Árnesbygðar s í ð a n mjög árla á landnámstíð verið starfræktur þar. Marsibil ólst upp með for- eldum sínum þar. Unglingur var hún, er hún fór að vinna utan heimilis síns, eins og tíðkaðist á vestur-íslenzkri landnámsöld; fyrst við að létta undir með umönnun barna á heimili Jóhannesar Magnússonar og Kristínar konu hans í Dagverðarnesi. Síðar fór hún í húsvist í Win- nipeg, og þjónaði þá á heimili Mrs. Ásdísar Hinrikson, (er síðar var um langa hríð for- stöðukona á Elliheimilinu Betel á Gimli), urðu þær kærar vinkonur þaðan af. Árið 1895 giftist Marsibil Þorfinni Helgasyni. Foreldrar hans voru Helgi Gunnlaugs- son bóndi á Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd, ættaður úr Borgarfirði og Herdís Hannes- dóttir Guðmundssonar frá Hjalla í Ölfusi í Árnessýslu. Þorfinnur nam land í Ár- nesbygð, hann nefndi land- nám sitt Blómsturvelli. Þar bjuggu þau þar til Þorfinnur andaðist 21. apríl 1916. Elztu börn þeirra voru þá uppkomin en mörg í bernsku. Þeim varð 12 barna auðið: Jónatan, búsettur í Prince Rupert, B.C., kvæntur Ingi- björgu Jóhannsdóttur prests Sólmundssonar. Helgi, látinn 26. des. 1926. Thorfinnur, Winnipeg, kv. Kristjönu Magnússon. Marsibil, gift B. Hjörleifs- syni, látin 1952. Ágúst Guðmundur, dáinn tveggja ára að aldri. Jóhann Valdimar, búsettur í Árnesbygð, kv. Guðnýju Einarsson. Agnes, Mrs. Fred Gubbins, Fenelon Falls, Ont. Herdís, Mrs. Stanley Einars- son, Mínerva-bygð við Gimli. Kristín, ógift, Santo Monica, Calif. Mrs. Marsibil Helgason Guðmundur Ágúst, Árnes- bygð, kv. Thoru Melsted. Elízabet Sigfríður, Mrs. John Young, Selkirk, Man. Thorfinna Guðný, Mrs. Kjartan Geirhólm, Gimli, Man. — Á lífi eru 20 barna- börn og 16 barnabarnabörn, og bróðir hinnar látnu, Jó- hann Valdimar, bóndi á Brú, fyrnefndur. Ærið hlutverk féll Marsibil í hendur, er hún, við lát eigin- manns síns, stóð ein sín liðs með sinn stóra barnahóp. Eins og þegar hefir verið getið, voru sum barna hennar upp komin og farin að heyja sína eigin ævibaráttu, en flest þeirra voru ung, og sum í fyrstu bernsku. Tvö börn hennar: Guðmundur Ágúst, bóndi í Árnesbygð og skip- stjóri, og Kristín systir hans, voru fóstruð upp af hjónun- um Önnu og Guðmundi Helga syni að Fróni í Árnesbygð, en Guðmundur er föðurbróðir þeirra. Dvelur hann nú í hárri og góðri elli hjá Ágúst fóstur- syni sínum og Þóru konu hans. Marsibil barðist harðri og heiðarlegri ævibaráttu með börnum sínum. Hún bjó með þeim á Blómsturvöllum þang- að til að þau voru uppkomin. Naut hún góðrar samvinnu þeirra. Og fremur einstæður og einkar fagur var sameigin- legur sigur hennar með aðstoð er börn hennar veittu henni. Er Marsibil lét af búskap dvaldi hún á heimilum barna sinna, og var ávalt kærkomin til dvalar með þeim. Árið 1947 settist hún að í sínu eigin heimili í grend við heimili yngstu dóttur sinnar, Mrs. Kjartan Geirhólm á Gimli, Man., — og þar naut hún sín einkar vel, að aflokn- um önnum lífsins, er af hendi voru leystar með mikilli prýði. Hún hafði mikla nautn af heimsóknum vina sinna og kunningja frá fyrri og síðari árum. Að gleðja aðra með sam- úðar- og hluttekningargjöfum hafði löngum verið unun hennar og gleði. Ástvinalið hennar alt og afkomendur — hamingja þeirra og gengi, var ávalt efst í huga hennar; og í ellinni mátti segja að hún væri umkringd af þeim, henni til mikillar og varanlegrar gleði. Hún naut þess er hún jafnan þráði, að geta sjálf annast öll sín verk — og verið sjálfri sér nóg — þar til þrem vikum áður en dauða hennar bar að höndum. Sjálfstæðis- tilfinning hennar gat ekki sætt sig við það að vera öðrum byrði. — Hún andaðist þann 8. janúar s.l., en útför hennar fór fram þann 15. sama mánaðar frá Lútersku kirkjunni í Árnesi — og var hún lögð til hinztu hvíldar í grafreit umhverfisins. — Þá- verandi sóknarprestur, séra H. S. Sigmar jarðsöng. — Með landnámskonunni Marsi bil Jónatansdóttur Helgason er burtu farin af þessu til- verusviði s^nn íslenzk kona, þróttmikil og skapstyrk, fáorð, er kunni lítt að kvarta. Hún fómaði af fúsleik hjartans kröftum sínum og ágætum hæfileikum í þágu barna sinna — og öðlaðist þá gleði, sem mest gleður hjarta góðrar móður — að börn hennar og afkomendur eru gott og vel gefið fólk — verða henni til varanlegrar gleði. Hvíl í eilífri ró! S. Ólafsson Haustvísur Lækkar sól á lofti fljótt, liðinn senn er dagurinn. Kemur þá hin kalda nótt, klædd í dökka náttserkinn. Blíðutíðin búin er, burtu sumarskrautið glatt. Sárast er að söngur þver, söngfuglarnir hafa kvatt. Kuldalegt er komið haust, kólguþrungið skýjafar. Vindur hristir vægðarlaust, veiku eikargreinarnar. Feigðarblær er fallinn á fagurt engi, tún og grund. Hníga stráin hélugrá hægt að mold á dauðastund. Þessi ógnar umbreyting, öll á skilnað minnir bezt. Tíðum kemur tilkynning, að tíminn aldrei veiti frest. Þegar sumarsæla dvín, svífa að norðan veðrin hörð. Lundir bleiku blöðin sín breiða yfir nakta jörð. Allt hún ber við brjóst á sér, bygðir heims og fram- kvæmdir. Blessuð jörðin örlát er, alheimsbjörg hún framleiðir. Útúr sifjuð sárþreytt er, sofa kýs um vetrarstund. Þegar vorar, vetur þver, vaknar hvíld af sætum blund. Blessað vorið lífgar lund, lifnar allt við sólaryl. Blómin vakna, grænkar grund, Guð veit, að eg hlakka til. V. J. Gullormsson VINNIÐ AÐ ÚTBREIÐSLU LÖGBERGS Þér getið ekki flýtt tímatalinu Náttúrulögmálið er aldrei í neinum flýti að láta bóndanum í té arðinn af fjárframlagi hans og striti. 1 millitíðinni þarfnast hann e. t. v. fjár fyrir fóður, áburð eða verkfæri; eða fyrir nýtt þak á fjósið; eða gripakaup. Bankalán gerir honum mögulegt að halda áfram fyrirætlunum sínum og umbótum án þess að bíða uppskerunnar. Hann ráðgast við bankastjórann um tilgang, upphæð og endurgreiðslu lánsins. Þetta eru einföld og bein viðskipti um að nota bankalán til þess að greiða fyrir framtaki einstaklingsins. Útibú hinna löggiltu banka, í stórborgum eða í héraði, eru þægilegar bankaviðskipta miðstöðvar. 1 þjónustu þeirra er vingjarnlegt fólk, reiðubúið að aðstoða yður við fjársparnað, fjárlán og önnur bankaviðskipti — alt undir sama þaki. Aðeins löggiltir bankar veita full- komna bankaþjónustu, sem innifelur: BANKAÁVÍSANIR OG VÍXBAR sem senda má annaíS- hvort um Canada etSa víösvegar um heim. IvANSTRATJSTS SKIIiRÍKI fyrir langfertSafólk eBa til a?S greiCa fyrir viSskiptum í fjarlœgtS. VEÐIíAN til þess aS koma yíur upp heimili metS Nation.al Housing Act. BÍNAÐAEENDUR- BÖTALAN fyrir margt þarflegt til þess að auka framfarar, tœkni og þægindi í lífi bændastéttarinnar. HINIR LÖGGILTU BANKAR ÞJONA UMHVERFI YÐAR

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.